Portsmouth – Liverpool 2-3

Að segja að Benitez hafi komið á óvart með liðsuppstillingunni í dag væri líklega undarstatement vikunnar. Orðum þetta svona, SSteinn var ekki með þetta í upphituninni :p Ég efa reyndar að Sammy Lee hefði giskað rétt fyrir þennan leik. Inná byrjuðu þrír hreinræktaðir miðverðir og þrír hreinræktaðir bakverðir, ofan á það var svo einhver mesti varnar varnartengiliður sem spilað hefur þessa íþrótt inná líka.


M.ö.o. þá var liðið nokkurnvegin svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Agger – Dossena

Benayoun – Mascherano – Aurelio -Babel

N´gog

Bekkurinn: Cavalieri, Torres, Hyypia, Riera, Alonso, Kuyt, El Zhar.

Arbeloa og Dossena meira sem Wing backs og Benayoun og Babel meira sem forward án þess að hafa á herðunum of miklar varnarskyldur. Ansi áhugavert og til að toppa þetta þá var David N´Gog að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði. Enginn Gerrard, Torres, Alonso, Riera eða Kuyt í byrjunarliði, okkar markahæstu menn ef ég man þetta rétt.


Fyrri hálfleikur:

Þetta frumlega lið okkar byrjaði leikinn engu að síður bara nokkuð vel, sáum að mestu um að hlýja boltanum fyrstu 20.mínúturnar og þetta nýja kerfi virtist ekki há mönnum of mikið, gott spil oft og eitthvað af færum.

Reyndar átti Pompey fyrsta færið í leiknum, scouser-inn David Nugent kom boltanum á Crouch sem náði ekki að nýta færið. Á 8.mín fékk Benayoun svo gott færi eftir frábæran undirbúning frá Agger og Arbeloa en ísraelinn hitti ekki botann. Tveimur mínútum seinna vann hann svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Aurelio tók spyrnuna og setti boltann í utanverða stöngina og framhjá, án þess að David James í marki Portsmouth svo mikið sem hreyfði sig. Á 17.mín áttu svo Babel og N´Gog ágætt samspil sem endaði með því að frakkinn kom boltanum á Aurelio en skot hans hitti ekki markið. Á 26.mín átti svo Mascherano þrumuskot sem hinn aldni James þurfti að hafa sig allann við að koma í horn.
Eftir þetta hresstust þeir bláu aðeins og leikurinn jafnaðist út án þess að margt merkilegt gerðist.

Í hálfleik kom króatinn Kranjcar inná fyrir Mullins hjá Pompey.

Seinni hálfleikur:
Og þá byrjar ballið, ÞVÍLÍK RÚSSÍBANAREIÐ sem þessi seinni hálfleikur var, bauð upp á allt, ég er nýhættur að öskra á sjónvarpið…hérna einn heima og hálfpartinn farinn úr að ofan.

Króatinn sem kom inná hjá Pompey er mun betri heldur en Mullins og lið Portsmouth var öllu ferskara í upphafi seinni hálfleiks með hann við stjórnvölin. Á 54.mínútu rennur Agger i teignum og fær boltann í höndina, Howard Webb dómari sá ekkert að þessu og persónulega og auðvitað alveg hlautlaust hefði mér nú fundist það ansi harður dómur að fá víti á sig þarna. Á 56. mín bætti Benitez enn í vörnina þegar hann tók N´Gog útaf og setti Kuyt upp á topp í hans stað (það var sannarlega góð skipting á endanum).

Fljótlega eftir að Kuyt kom inná tók Benayoun þvílíkan sprett upp völlinn, lék á tvo menn áður en hann lagði boltann út til hægri þar sem Kuyt kom á ferðinni og sendi í fyrstu inn á Babel sem var í besta færi sögunnar, einn á móti marklínu….en hann hitti ekki boltann og færið fór í súginn. Ef þetta var ekki nógu pirrandi þá toppuðu Portsmouth þetta með því að komast yfir þremur mínútum seinna, eða á 61.mín, okkar gamli góði Peter Crouch sendi góðan bolta sem angaði alveg af rangstöðu inn á David Nugent sem var einn á móti Reina og kláraði það vel. 1-0 Pompey.

Á 67.mín kom einn af vendipunktum leiksins, Alonso kom inná fyrir Dossena, en Alonso í stuði er svipað mikilvægur Liverpool og lestasamgöngur eru Englandi. Mínútu seinna sendi Peter Crouch, sem ennþá var í rusli yfir að hafa lagt upp fyrsta markið, góða stungusendingu inn á Kuyt sem var ekki nógu fljótur til að ná henni. Það var hinsvegar David James og fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu fyrir að taka sendingu frá eigin leikmanni með höndunum. Svekkjandi að nýta þetta ekki betur en það svekkelsi steingleymdist þar sem Fabio Aurelio hamraði boltan í gegnum klofið á Crouch og framhjá Krancjar í þessari óbeinu aukaspyrnu. ótrúlegt að skora gegn þessum risa múr sem var þarna fyrir. 1-1

Eftir þetta hélt Liverpool áfram að pressa og það var afar augljóst að Alonso var kominn inná, á 75.mín virtst þetta vera að skila árangri þegar Kuyt slapp í gegn og skoraði gott mark. En auðvitað var það dæmt af, ranglega, vegna meintrar rangstöðu. Svakalega pirrandi.
En Portsmouth var mikið í því í dag að strá salti í sárin og það gerði Hermann Hreiðarsson svo sannarlega þegar hann stangaði aukaspyrnu í netið á 77.mínútu. 2-1 Pompey. Enn er eins og Zonal vörnin gangi út á að dekka alls ekki hættulegustu skallamenn andstæðingana og Hemmi virkaði bara hreint alls ekkert ósáttur með það þegar hann tók heljarmannastökkið sitt.

Eftir þetta hélt Liverpool áfram að sækja, Benayoun fékk fínt færi á 82.mín en náði ekki boltanum á undan James. Á 84.mín dró hinsvegar blessulegarlega til tíðinda, Distin var í jólaskapi og ákvað að senda bara á Fernando Torres og hleypa honum nánast einum í gegn, hann komst þó ekki upp að endamörkum og sendi því á Dirk Kuyt, hann hnoðaðist með boltann út í markteigshorn þar sem hann náði að hamra blöðruna yfir James og í netið, 2-2, afar sanngjarnt og ákaflega vel þegið mark.

Það sem eftir lifði leiks gerðist svo ekki mikið markvert, Hemmi Hreiðars fékk gult fyrir að hræða dómarann (og mig reyndar smá) og æ jú, Fernando Torres kláraði leikinn með því að skalla blöðruna í netið á 92.mín. Annar leikurinn í röð sem hann klárar leik fyrir okkur í uppbótartíma, og það er bara hreint alls ekkert leiðinlegur ávani. 2-3 Liverpool, ótrúlega sætur sigur í leik sem leit allt annað en vel út mest allan síðari hálfleikinn. Ég var búinn að skrifa að ég hefði frekar viljað tapa heldur en gera jafntefli, svo mikið hata ég þau núorðið……en ég tek þetta mikið frekar.

Liðið:
Ef ég renni létt yfir liðið okkar í dag og frammistöðu leikmanna, þá get ég lítið sett út á Reina í dag, hann var rétt búinn að verja þetta frá Nugent og gat ekkert gert í markinu hans Hemma.

Dossena var ágætur í wing back þó maður væri ekkert miður sín þegar hann var tekinn útaf, Sama má segja um Arbeloa, hann var ágætur þó ég muni nú ekki í svipinn eftir einni góðri fyrirgjöf frá honum í leiknum. CarrAgger fannst mér góðir í leiknum en Skrtel svolítið mistækur. Agger er flottur frammá við miðað við miðvörð og mætti sannarlega fara fá fleiri leiki.

Á miðjunni hef ég lítið út á Mascherano og Aurelio að setja, auðvitað ekki par sem hefur spilað þarna saman áður og það eru ekki allir bakverðir sem fara úr bakverðinum og leysa miðjuna, en mér fannst Aurelio gera þetta bara ágætlega í dag.

Babel var ágætur í leiknum, það er ógn af honum en skortur á sjálfstrausti var pínlegur í færinu sem hann klúðraði, hann var líka aðeins að koma sér í vandræði af og til, enda að spila á móti fjölmennri vörn Portsmouth. N´Gog var í svipuðum málum frammi, mátti ekki alveg við margnum en þessi gutti mætti alveg fá fleiri sénsa á komandi mánuðum. Benayoun var svo fínn í dag, hann er þræl skapandi í þessari stöðu og átti fínan dag í dag. Er farinn að minna meira og meira á manninn sem við keyptum frá West Ham (það gleymist oft að sá kappi var nokkuð góður).

Skiptimennirninr okkar í dag unnu engu að síður leikinn, Alonso tók við skipstjórninni og var gríðarlega mikilvægur í dag, Kuyt átti eins mjög öfluga innkomu, það var að takast í dag hjá honum sem fellur oft alls ekki með honum. Hann lagði upp færið á Babel sem átti að vera stoðsending, hann skoraði gott mark sem var dæmt af og skoraði svo seinna jöfnunarmark okkar. Engin glæsibragur yfir þessu en góður árangur, Kuyt í hnotskurn. Torres var einnig mjög líflegur og kláraði auðvitað þennan leik, annan leikinn í röð, ég er að segja ykkur það, það er bannað innan 18 hvað í dýrka þennan mann.

Frábær sigur í svakalegum leik og við komnir í smá stund allavega á þann stað sem við eigum alltaf að vera á…….á toppinn.

Menn leiksins: Varamennirnir þrír ásamt Benayoun sem líklega fengji titilinn ef litið er á leikinn í heild.

Yfir og út

Babú

117 Comments

 1. Tjah, hvað getur maður sagt. Til hamingju þeir sem commentuðu hér á meðan leiknum stóð. Hreinsanir og allur pakkinn. 🙂

 2. svona á að gera þetta, það var rosalegt skemmtanagildi í þessum seinni hálfleik, ég held að ég hafi notað öll þau blótsyrði sem til eru um hemma hreiðars áðan, en fyrirgef honum það núna, það er ekkert víst að leikurinn hafi endað svona ef hann hefði ekki sett hann 🙂 tær snilld!

 3. Varamennirnir okkar gerðu það sem gera þurfti til að klára þetta. Þvílík breyting á leiknum eftir að þeir komu inná. Það sem er pirrandi er að enn og aftur er svæðisdekkunin að valda því að liðið fær á sig mark úr föstu leikatriði. En þetta endaði vel 🙂

 4. Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð. Andleysi og aumingjaskapur framan af í seinni hálfleik. Aurelio, Agger og Benayoun þeir einu úr byrjunarliðinu sem komast þokkalega frá þessum leik.

  En guði sé lof fyrir Fernando Torres. Og ég vil meina að Dirk Kuyt hafi réttlætt veru sína í byrjunarliðinu.

 5. 5 Ég söng það alla leiðina heim. Na na na na na Torres Torres!

  Ég var trylltur eftir þessi mörk Portsmouth, en hvernig getur maður ekki elskað lið, sem neitar að gefast upp og heldur áfram þangað til að flautað er af?

  Við erum komnir á toppinn og núna er bara að vona að West Ham nái stigum á morgun. Og flott að ná að gefa Torres og Alonso smá hvíld. Benayoun maður leiksins að mínu mati.

 6. ég er búinn að vera með torres lagið á heilanum síðan í seinustu viku eftir að maður fór á leikinn 🙂 það var mikið sungið hehe

 7. Ég elska ekki Dirk Kuyt, en hann gerði sitt í dag. Má eiga það drengurinn.

 8. Dirk Kuyt skorar ljótustu mörkin en þau hafa jafn mikið vægi og hin. Í mínum huga skoraði hann tvö í dag en ég held að dómarinn hafi dæmt hitt markið af vegna þess að það var ekki nógu ljótt.

 9. Magnað. Ótrúlegt. Svona er þessi fótbolti. Vart hægt annað en að vorkenna Portsmouth. Þeir áttu skilið annað stigið. Tími til kominn að fá svona leik. Svona steli sigri leik. Meistarataktar. 🙂

  Benayoun maður leiksins. Sívinnandi og alltaf hætta í kring um hann.

 10. Mikið rosalega var þetta samt sem áður lélegt, sofnaði yfir fyrrihálfleiknum 🙂

  Síðan koma alvöru fótboltamenn inn á sem gera hlutina hratt, losa sig við manninnn sinn og gefa ekki til baka í 99% tilvika og við erum fljótir að taka leikinn í okkar hendur og vinna þetta, mikið var.

  Babel – hann hefði alveg mátt skora úr færinu sínu, einn fyrir opnu marki.

  PS. Markið hjá Hemma? Ætlum við aldrei að læra að verjast föstum leikatriðum?

 11. Þvílíkur endasprettur! Frábær afgreiðsla hjá Kuyt og svo meistarinn með winnerinn!! Nú er það bjór, það er klárt!!

  YNWA

 12. Youssi maður leiksins en Kuyt var einnig góður og Torres bjargvættur. Aurelio var nokkuð öflugur og Agger alls ekki slæmur, er fínn miðjumaður. Alonso var auðvitað góður.

  En ég hef ekki nógu mikið af orðum til að lýsa Ryan Babel. Núna er ekki neitt sem réttlætir veru hans í liðinu og alveg óskiljanlegt að hann sé að fá tækifæri í stað einhverra úr U 17 ára liði okkar, gætu ekki staðið sig verr en greyið Babel. Þolinmæði mín er fyrir löngu byrjuð að taka yfirdráttar þolinmæðarlán handa honum en ekkert gerist. Þetta má ekki halda endalaust áfram. Held að kallinn hefði gott að nokkrum varaliðsleikjum til að komast í takt við raunveruleikann.

  Sætur sigur en algjör óþarfi að gera þetta svona tæpt.

 13. Já, á ekki til orð…. 85 min og eg var lagstur i þunglyndi. En TORRRES og KUYT þvílikir snillgar. Nú er það bjór og ekkert annað og ætla ég tileinka honum þeim tvem.

  ALLIR góðir, nema Babel var lakastur en samt ekkert lakur. Auerlio, Benayoum og Agger KLASSI!!!!

 14. Jesús kristur, það er ekki heilbrigt fyrir hjartað á manni að halda með þessu liði! Og ég þakka Guði fyrir að færa okkur Fernando Torres því við værum í 10. sæti án þessa manns !
  Liverpool’s Nr. 9 !!

 15. Ég var svo viss um að liðið væri að stimpla sig út úr titilbaráttunni eftir að lenda undir í tvígang. En þvílíkt og annað eins.

  Þvílík breyting eftir að alvöru mennirnirnir komu inná. Kuyt átti mjög góða innkomu, Alonso var magnaður og Torres gerði svo út um þetta. Fannst þó Benyaoun vera maður leiksins. Fer rosalega vaxandi sá drengur.

  En hvað er málið með Ryan Babel. Rangar ákvarðanir og rosalegt miss fyrir opnu marki. Sló meira að segja klúðrinu hans J Terry við fyrr í dag. Er hann að fara í sumar eða á hann eftir að bæta sig hjá okkur ?

  Þetta lið gerir mann svo oft brjálaðan að það er engu lagi líkt. Ég öskraði svo hátt þegar Torres skoraði að aumingja hundurinn minn er rétt að skríða undan rúminu núna. Koma svo West Ham.

 16. Nú verða West Ham að sýna í hvað þeim býr.. þó ég hafi litla trú á því liði. Jafntefli og helgin verður sjúklega góð.

 17. Ég á í erfiðleikum með að skilja þetta Kuyt-hatur. Hann yrði dáður af öllum Liverpool mönnum ef hann spilaði í sinni stöðu alla leiki……

 18. Ég hata ekki Kuyt, ég vill bara ekki sjá hann á kantinum á móti Stoke, Fulham, W.B.A. og fleiri minni spámönnum á heimavelli. Einnig vill ég heldur ekki sjá hann sem striker þegar hann er einn frammi. Hann er til þess að gera of hægur, ekki tekniskur og slæmt fyrsta touch, annars er hann fínn:)

 19. Hey, hvernig væri að taka einn jákvæði-þráð á þetta og bara hrósa!
  Svona til tilbreytingar. Hvernig geta menn hugsað neikvæðar hugsanir eftir þessa snilld. 🙂

 20. “Hemmi Hreiðars fékk gult fyrir að hræða dómarann” – heilmikið til í þessu.

 21. Ein snilldin við þennnan leik er óvæntur fínn leikur Aurelio á miðjunni. Þegar Insua kemur þá erum við komnir með back-up miðjumann í Aurelio. Já sjálfur Guð/Helgi- spjallamaðurinn Lucas má fara að vara sig!

 22. Babu, Babel ágætur í dag ?? Hann gerði jafn mikið inná vellinum og eins og hann hefur verið að gera á bekknum í vetur. Nákvæmlega ekki neitt!

  • Babu, Babel ágætur í dag ?? Hann gerði jafn mikið inná vellinum og eins og hann hefur verið að gera á bekknum í vetur. Nákvæmlega ekki neitt!

  Ég er fyrir það fyrsta ekki í þessum anti – Babel hóp (er í öðrum :p ). Ég tek mjög undir það að hann var alls ekki með bestu mönnum og þetta klúður fyrir opnu marki var svakalegt, en mér fannst hann samt ágætur í dag, væri líklega lítið talað um hann hefði hann sett þetta færi. En hann var einn ásamt Benayoun og N´Gog mest allann leikinn og við erum eðlilega ekki að fara opna margar varnir þannig.
  En já ég vil fá að sjá Babel fá meiri sénsa.

 23. Babú, ekki það að ég vilji að þessi leikskýrsla snúist um Babel, en hann var algjörlega afleitur í dag. Ég hef alveg séð hvað hann getur, en hann sýndi ekkert af viti í dag. Ég veit ekki almennilega hvað vandamálið er, hvort að sjálfstraustið sé lítið eða hvað það er, en við höfum einfaldlega nánast ekkert séð af viti frá Babel í vetur. Það má vel vera að hann hafi átt að fá fleiri sjensa, en hann hefur einfaldlega ekki nýtt sín tækifæri nógu vel.

  En allavegana, það er ekki aðalatriðið. Mér er nokk sama því að við UNNUM! 🙂

 24. Babu – fá sjénsa? Hann verður þá að fara að nýta þessa sjénsa!
  Búinn að fá fullt af sjénsum á tímabilinu en decision-making hjá honum er bara oft útúr kortinu.

 25. Heyriði, mér fannst hann ágætur og vil fá að sjá meira af honum í þeim stöðum sem teljast sóknarstöður hjá okkur (lesist ekki í að halda bakverði andstæðingana í skefjum). Hann var, eins og N´gog í basli gegn 5-6 manna vörn í dag en ekkert afleitur. Það er allavega mín skoðun.

  Sjáið þið í alvörunni ekkert annað til að tala um eftir þennan leik en að mér hafi fundist Babel ágætur í dag??? (var ekki að segja að hann hafi verið neitt afskaplega góður).

  og Andri, já ég vil fá að sjá hann fá fleiri sénsa eins og hann fékk í dag.

 26. Reina: í raun hafinn yfir gagnrýni. Eins gott eftir þennan leik
  Carra, Skrtel, Agger: Gaman að sjá það prófað að hafa þessa þrjá saman aftast. Voru ágætlega traustir. Fannst samt skrítið hvað Skrtel var oft látinn bera upp boltann.
  Dossena, Arbeloa: Lítið af arbeoloa að segja, Dossena kemur sífellt betur út. Í þessu kerfi verða þeir samt að gera sig meira gildandi.
  Mascherano: Mér fannst þetta flottur leikur hjá honum. Sýndi tilburði fram á við, má gera það oftar miðað við þetta. sendingarnar betri hjá honum en oftast í vetur.
  Aurelio: Maður leiksins að mínu mati. Gott mark. góðar sendingar. Mjög gaman að sjá enn einn möguleikann á miðjunni.
  Youssi: Ef Aurelio hefði ekki skorað þetta mark væri Youssi maður leiksins. Steig virkilega flott upp.
  Babel: Var því miður ekki nógu góður. Endalaust böðl og basl. Er að sýna betur og betur af hverju honum er ekki spilað meir.
  NGog: Var greinilega (að vonum) stressaður, fyrir utan ágætis sprett í upphafi seinni hálfleiks, var hann ekki neitt neitt. Má samt ekki dæma hann af þessum leik. Þó er klárt mál að eftir að Keane hvarf þá hefur hann stærra hlutverk í liðinu.
  Varamenn: tala sínu máli sjálfir.

  Heilt yfir: Flottur sigur á útivelli. Skemmtileg taktík sem væri gaman að sjá aftur.

  YNWA

 27. Já það er rétt ég skal vera jákvæður líka, þetta voru kærkomin 3 stig í hús á erfiðum velli. Víst er að þetta hjálpar í lærdómnum. Ég var bara farinn að búa mig undir það verkefni að fara að verja Benitez við leiðinlega Man U menn í stöðunni 2-1, en ég þarf víst ekki að gera það í bili.

 28. Sjáið þið í alvörunni ekkert annað til að tala um eftir þennan leik en að mér hafi fundist Babel ágætur í dag

  Jú jú, ég var til að mynda sammála flestu öðru í leikskýrslunni. Þetta var bara það eina, sem mér fannst skrýtið.

  Við getum auðvitað í staðinn fókusað á það hvers vegna aðdáun þín á Torres sé bönnuð innan 18?

 29. Merkilegt hvað menn mega tala hrikalega um bjór hérna og mynda setningar sem nær einungis segja “bjór”. En svo ef einhver minnist á eitthvað atriði tengt Liverpool sem á samt ekki við færsluna þá á umsvifalaust að eyða þeim commentum út. Það telst landráð að verstu gerð en comment sem segja hve mikið spjallverjum langar í einn kaldan fá alltaf að standa.

  LFC kveðja

 30. Þvílíkur rússibani.
  Tók yfirvegaða ákvörðun að segja ekkert hér fyrr en að leik loknum og eins gott. Fannst fyrstu 15 fínar, Benayoun átti að skora og aukaspyrnan hjá Aurelio í stöngina hefðu átt að gefa okkur forystuna. Svo aðeins fjaraði út úr leiknum undan okkar mönnum en mér fannst samt við með leikinn. Ég vorkenndi aumingja Babel meira en ég var reiður en svo hætti ég því þegar Nugent skoraði og varð reiður. Sáttur að við jöfnuðum fljótt en brjálaður við dómarann þegar Kuyt skoraði og trylltist þegar Kuyt klikkaði á dekkun og Hreiðarson náði kraftstökki. Sauð í mér þangað til Kuyt kláraði sitt færi frábærlega og trylltist þegar Torres skoraði.
  Karakter, karakter og fagmennska tryggðu þennan sigur. Þvílíkt flott tel ég að koma til baka tvisvar eftir ömurlegt tap í vikunni og mikil meiðsl í hópnum.
  Leikkerfið virkaði fínt og mér fannst í raun enginn leikmaður slakur, en vissulega er Ryan Babel enn ekki að hrista ása fram úr erminni.
  En mér fannst Benayoun langbestur og trúi ekki öðru en þessi kommentahluti síðunnar fari nú að draga aðeins úr neikvæðninni gagnvart honum. Mér finnst hann búinn að vera besti maður liðsins frá ca. 20.desember með Gerrard, og auðvitað mikilvægum mörkum Torres.
  Og Dirk Kuyt sýndi í kvöld að hann er þessu liði afar mikilvægur, átti auðvitað að fá 2 mörk og stoðsendingu eftir að hafa verið inná í einhverjar 25+ mínútur.
  En frábær karakter og pressan á djöflunum. Morgunljóst að við erum liðið sem þeir eiga að hafa áhyggjur af!!!
  Flott, enda eins gott, 15 dagar í næsta leik. Kannski ágætt, menn ná sér þá vonandi af meiðslum og svona…..

 31. Þetta var bara snilld, ég missti mig alveg gjörsamlega í fagnaðarlátum í síðasta markinu. Torres, ég elska þig ! En Benayoun átti alveg fullkomna sendingu sem skóp þetta frábæra mark. Ég er enn að fagna þessu, ég hefði farið til sálfræðings ef við hefðum ekki fengið þrjú stig í dag. Það var enginn einn sem stóð upp úr í dag að mínu mati. Benayoun, Kuyt, Alonso og Torres voru mennirnir á bak við þennan sigur. West Ham please make my day tomorrow.

 32. Babu, jú auðvitað sjáum við eitthvað annað til að tala um eftir þennan leik en þetta var kjörinn leikur fyrir menn eins og Babel og N’gog til að sýna að þeir eigi heima þarna.

  Halda bakverði andstæðinga í skefjum? Hann þyrfti þess ekki ef við værum með boltann og oftast þegar hann fær boltann rekur hann inn í allan pakkann og missir hann og endar á því að við fáum skyndisókn á okkur. Auðvitað á hann líka að verjast, þegar Torres er frammi verst hann líka – hann lokar svæðum, vörnin byrjar á fremsta manni og ef hann getur ekki gert það hann Babel, tekið nokkur skref til hliðar og lokað sendingaleiðinni þá hefur hann nákvæmlega ekkert að gera í Liverpool.

  Ekki misskilja mig eitthvað að ég sé einhver anti-Babel, mér finnst hann mjög hæfileikaríkur en það er eitthvað sem er ekki rétt hjá honum, ákvarðanatakan hjá honum er oft svo hrikalega döpur og svo finnst mér hann oft virka frekar kærulaus, sbr. færið hans í dag. Bara rúlla honum inn með hægri fæti og boltinn að koma frá hægri.

  Ég vona innilega að hann fari aðeins að vakna til lífsins og sýna okkur að hann geti spilað á fullu tempói heilan leik og gert gagn fyrir liðið því eins og hann hefur spilað í nánast allan vetur hefur ekkert komið út úr spilatímanum hans.

 33. Leikmanna einkunnir Sky Sports endurspegla þetta ágætlega. Babel fær lægstu einkunn allra leikmanna eða 4.

  Vandamál Babel er að hann gleymir því alltaf að horfa í kringum sig þegar hann er með boltann, hvað eftir annað var Dossena að koma að á hlaupi upp kantinn, Babel með boltann og í staðinn fyrir að renna boltanum út á kantinn þá ákveður hann frekar að hlaupa beint í miðverði Pompey með boltann og tapar boltanum. Ég hef verið að sjá þetta sama í leik eftir leik hjá honum. Hann getur ekki horft í kringum sig þegar hann er með boltann og ef mögulega hann áttar sig á því að losa sig við boltann þá er það of seint eða of illa. Við skulum ekki einu sinni fara út í tímasetningar á því að hoppa upp í skallabolta.

  Annars fannst mér Aurelio standa sig vel í dag. Benayoun var ágætur. Kuyt átti frábæra innkomu og skapaði fullt af færum, dreifði boltanum vel.

  Við höfum ennþá ekki tapað leik á tímabilinu þar sem við höfum lent undir … nokkuð merkileg staðreynd það.

  • Við getum auðvitað í staðinn fókusað á það hvers vegna aðdáun þín á Torres sé bönnuð innan 18?

  Haha, sleppum því, það eru krakkar hérna eins og Bjartmar sem hafa ekki náð þessum aldri…

  En ég skal skýra aðeins betur með þá ósk mína að vilja sjá Babel oftar, þetta er engin Benayoun eða Gerrard í leikskilning og á því ekki að vera sífellt að spila þessar fyrir framan miðverði andstæðingana. Hann hefur þann hraða sem maður vill sjá hjá striker og skothörku til að fylgja því eftir. Ég vil sjá hann spila samsíða vörninni hjá andstæðingnum og fá séns á að setja svolítið af mörkum.
  Gegn litlum liðum eins og Stoke, Wigan, Fulham…….. vil ég svo mikið frekar sjá mann með hans hraða og ógnun heldur en að passa að bakverðir þessara liða komist lítt áleiðis upp völlinn.

 34. Babel er bara týndur, hann er ekki með sjálfum sér. Þetta moð hans er ekki að ganga upp. Hann vantar sjálfstraust og ég held að Rafa sé búin að fara illa með hann. En menn verða að sýna karakter og koma til baka. Við þurfum að fá hann í gang í komandi leikjum. Babel á eftir að koma sterkur inn, ég hef trú á honum. Ég vil þó sjá Riera spila frekar, meira spil og betri bolti með honum og ég er viss um að ef Gerard myndi velja í liðið þá myndi hann láta Riera byrja.

 35. Þetta var rosalegur leikur, ég var alveg við það að hætta horfa þegar hemmi skoraði. ég var samt mjög ánægður að benítez skipti varamönnum fyrr inná en vanalega. enn þetta var bara rosaalegt..

 36. Ég verð að taka undir með Mumma og Einari, það var pínlegt að horfa á Babel. Jafnvel þó þetta dauðafæri hefði aldrei komið upp þá var áhugaleysið / skortur á vinnusemi algjörlega óviðunandi, slakasti sóknarþenkjandi leikmaðurinn á vellinum í dag.
  Aurelio var bara helvíti góður, snéri andstæðingana af sér hægri vinstri þegar þeir pressuðu hann. Eitthvað sem Alonso hefur stundum verið í vandræðum með.
  Alonso var þó fínn í dag, tala nú ekki um hina varamennina Kuyt og Torres. Benayoun tel ég samt vera MotM, ef hann er svona út tímabilið þá lofar þetta góðu. 🙂

 37. Ég vil sjá hann spila samsíða vörninni hjá andstæðingnum og fá séns á að setja svolítið af mörkum.

  Gegn litlum liðum eins og Stoke, Wigan, Fulham…….. vil ég svo mikið frekar sjá mann með hans hraða og ógnun heldur en að passa að bakverðir þessara liða komist lítt áleiðis upp völlinn.

  Er það sökum þess hve mikið pláss er fyrir fyrir aftan öftustu línu þar? Svo var líka gaman að sjá varnasinnaða miðjumannin, sem á ekki að spila í leikjum á móti svona liðum eins og Portsmouth, leggja upp sitt annað mark í síðustu fjórum(?) leikjum. Ekki má heldur gleyma því að maðurinn sem er steingeldur framávið skoraði mark, átti að hafa fengið annað mark dæmt, lagði upp færi sem ekki nýttist(!) og pressaði markmannin til að brjóta af sér þegar fyrsta markið var skorað. Ekki má heldur gleyma því að samkvæmt sumum hér þá hætti liðið því að gefa boltann afturábak þegar hann kom inná(?)

 38. Helgi, 39#
  ég er farinn að halda að þú sért með mér í bekk.
  Þetta er óskiljanlegt.

 39. Mitt moment í leiknum var þegar Kuyt kom inn á völlinn og byrjaði á því að peppa samherjana upp áður en að hann tók sér stöðu. það fannst mér ótrúlega important fyrir liðið að fá einn svona inn á sem hafði svona greinilega fulla trú á því að liðið gæti unnið þennan leik. Þetta skilaði sér svo sannarlega. Bravó kátur þú skilaðir svo sannarlega þínu.

 40. Jákvætt:
  unnum leikinn og erum enn með í baráttunni.

  Baráttuhugur liðsins eftir að við lentum undir.

  Tvær vikur í næsta leik og því verður vonandi farið að styttast í Gerrard að þeim liðnum því ekket lið í heiminum má við að missa lengi slíkan leiðtoga.

  Neikvætt:
  Lið sem er að elta man utd og verður að vinna byrjar með 7 af 10 útileikmönnum sem eru varnarmenn fyrst og fremst og alls ekki skapandi fram á við. Upp á topp er síðan ngog sem ég verð nú bara að segja að getur ekki neitt hvað sem öðrum finnst. Við verðum að átta okkur á því að til að taka dolluna í sterkustu deild í heimi er maður af caliberi ngog ekki boðlegur hvort sem hann er 20 eða 30 ára. Hann getur ekki neitt og fengi td alfdrei leik hjá man utd eða chelsea.

  Annað neikvætt er að janúar og febrúar hafa sýnt að Benitez þolir ekki pressuna. Bullið um ferguson, salan á keane ÁN ÞESS AÐ FYLLA Í HANS SKARÐ, liðsuppstilling í dag og fl og fl sýna það.

  Svo hélt ég að deildin ætti að ganga fyrir, því í ósköpunum er þá í svona stífu leikjaprógrammi ekki verið að hvíla lykilmenn í bikarnum heldur í mikilvægum deildarleikjum.

  Vil ekki bara vera neikvæður en mér finnst menn alltaf svaka kátir með frammistöðuna þegar við vinnum, auðvitað var frábært að vinna en staðreyndin er hinsvegar sú að frammistaðan í dag var hörmung og við vorum drulluheppnir að vinna og líka drulluheppnir að mæta portsmouth sem er í frjálsu falli og rúið sjálfstrausti, hugsa að miðað við frammistöðu í dag hefðum við tapað fyrir flestum öðrum liðum í deildinni.

  Nú þarf Benítes að girða sig í brók, koma liðinu í gírinn á ný og finna hneturnar á sér og stilla liðinu upp eins og liði sem er komið til að vinna en ekki eins og liði sem er komið til þess að tapa ekki. Þá eigum við kannski séns, með svona aulahætti eins og í dag eigum við ekki séns í helvíti.

 41. Taugatrekkjandi leikur en þetta hafðist sem var mjög sálfræðilega sterkt. Reina leit mjög illa út í markinu hans Hemma ef hann hefði staðið og beðið hefði skallinn skoppað í fangið á honum. Hann átti svo sem innistæðu fyrir þessum mistökum. Vinur minn frá Israel var góður og svo kom Aurelio mjög vel út á miðjuni. Sóknarlínan var afleit fram að skiptingunum en þetta bjargaðist, Lítil breidd til staðar þar Babel afleitur og Ngog bara til að fylla upp í töluna. Núna kvíð ég mest fyrir landsleiknum á miðvikudaginn best væri að tilkynna Torres meiddann svo Terry og Ferdinard sparki hann ekki út næstu vikurnar.
  En óska Liverpoolfólki til hamingju með toppsætið í bili a.m.k

 42. Fyrst að enn er verið að tala um hnetur í tengslum við Rafa þá finnst mér ég þurfa að koma með innlegg í þá umræðu. Reyndin eru sú að ekki einungis hefur hann hnetur, heldur er hann hnetur. Stærðarinnar gangandi hnetur sem ilma upp ganga Anfield með ríkmannlegu moskusilmefni.. og hananú.

 43. Er ekki hress með Babel, eins og margir, en dettur ekki í hug að segja að hann eigi ekki að sjást í Liverpool búningi framar, eins og sumir hérna segja. Man ekki betur en að annar hver maður hérna vildi Benayoun burtu, fyrir ekki lengri tíma en ca. mánuði síðan. Í dag blómstrar hann. Þetta er bara fótboltinn í hnotskurn, menn missa touch-ið og stundum tekur tíma að finna það aftur. Man t.d. að snemma á ferli Carraghers voru margir sem vildu ekki sjá þennan einfætta right-back í liðinu – og mig hryllir við þá hugsun að þeir hefðu fengið ósk sýna uppfyllta.

 44. Þetta var með rosalegri leikjum og sýndi vel hvað það getur verið stutt á milli enn eins skítajafnteflisins og sigurs. Liðið leit náttúrlega fáránlega út í byrjun leiks og um leið og ég sá það ákvað ég að tippa á Portsmouth-sigur, svona til að draga úr sársaukanum ef ske kynni… En mér fannst samt ótrúlegt, þegar ég hitti utd-meðhaldandi félaga minn á pöbbnum yfir leiknum og sé sum kommentin hérna, hvað menn virðast ekki átta sig stundum á heildarmyndinni. Það er ekki eins og Rafa hafi ákveðið allt í einu að þetta væru sínir bestu menn í byrjunarliðinu og Torres, Alonso, Kuyt og Rieira væri róterað af því bara – þetta var afleiðing af síðustu leikjum og meiðslum þar á undan.

  Við sáum allir að Torres var eins og draugur í bikarleiknum og spilaði samt 100 mínútur (ég hefði viljað fá hann út í síðasta lagi á 70. mínútu í þeim leik) og hann hafði klárað aðrar 90 mínútur sunnudaginn þar á undan + að hann var að stíga upp úr meiðslum. Ef hann hefði byrjað þennan leik hefði bæði verið stórhætta á að meiðslin tækju sig upp eða að draugurinn frá því á miðvikudaginn hefði mætt. Alonso vitum við að er ekki mikill íþróttamaður í sér, er afar seinn að ná sér í form á haustin og lengi að stíga upp úr meiðslum, þannig að þrír leikir (þar af einn i framlengingu) á sex dögum eru ekki hans ær og kýr. Kuyt hljóp úr sér lungu og lifur á miðvikudaginn eins og svo sem í allan vetur, þannig að það er svo sem skiljanlegt að hann rekist á vegg líka.

  Þannig að ég SKIL hvers vegna Rafa þurfti að hugsa út fyrir boxið í uppstillingunni í dag – og finnst það einmitt merki um að hann hafi pung að geta sett alla þessa runu af mönnum á bekkinn í ljósi þess að ef illa færi yrði hann krossfestur. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi ástands þeirra manna sem hann hefur í höndunum – sem eru aðrar upplýsingar en sjálfskipaðir spekingar heima fyrir hafa.

  Mikið djöfull munaði litlu að þessi áhætta sem var tekin í dag hefði ekki borgað sig – og þá hefði morgundagurinn verið helvíti erfiður. En mikið djöfull var það sætt að þetta skildi sleppa.

 45. Ég hef svosem ekki grandskoðað öll kommentin hérna, en hef ekki orðið var við umræðu um James þegar hann tók boltann með hendinni eftir sendingu frá samherja. Fékk hann spjald fyrir þetta, og hann var að ræna Kuyt færinu þar sem hann var aleinn í kringum markið. Ég hefði haldið að James hefði átt að fá rautt fyrir þetta þar sem hann var að ræna augljósu marktækifæri, eða er þetta bara svefngalsinn?

 46. Hef einmitt verið að hugsa um það. Hann var aftasti maður að blokka augljóst færi á mark og “brýtur” af sér. Er það ekki alltaf rautt?

 47. Áhugaverður leikur. Ég var gífurlega ánægður að Rafa skyldi stilla upp 3ja manna vörn (þannig séð). Reyndar kannski full mikið að hafa svo 3 bakverði og varnarsinnaðan miðjumann þar að auki. Reyndar hefði ég viljað hafa fleiri kanónur inná frá byrjun, en hvað getur maður sagt þegar 3 stig skilast í hús.

  Maður leiksins: Ég hef verið á þeirri skoðun að Kuyt eigi að fá að spila sem sóknarmaður, það breyttist ekki í dag. Í dag skoraði hann 2 mörk, gaf stoðsendingu sem varð færi/klúður ársins, dugnaður hans varð til þess að við fengum óbeinu aukaspyrnuna. Allt þetta á 35 mínútum.

  • Fékk hann spjald fyrir þetta, og hann var að ræna Kuyt færinu þar sem hann var aleinn í kringum markið. Ég hefði haldið að James hefði átt að fá rautt fyrir þetta þar sem hann var að ræna augljósu marktækifæri, eða er þetta bara svefngalsinn?

  Er þetta ekki bara eins og í öðrum tilvikum þegar það er sent aftur á markmann? Óbein aukaspyrna þar sem markvörðurinn tók boltann upp? Rautt hefði nú alveg verið út úr kú finnst mér.

 48. já reyndar við nánari athugun þá var þetta klárt rautt spjald á James. Ekkert öðruvísi en þegar aftasti varnarmaður tekur mann sem er að komast í gegn. jafnvel verra þar sem að þegar aftasti varnarmaður tekur niður sóknarmann þá á sóknarmaðurinn alltaf eftir markmanninn. þannig að þarna var þetta að mínu viti (sem maður með dómararéttindi á grunnstigi) var þetta klárt rautt spjald. hefði það verið strangt er svo allt annar hangleggur.
  Babu segir “Er þetta ekki bara eins og í öðrum tilvikum þegar það er sent aftur á markmann? Óbein aukaspyrna þar sem markvörðurinn tók boltann upp? Rautt hefði nú alveg verið út úr kú finnst mér”
  Nei Babu þetta er ekki9 eins þar sem að í flestum þeim tilfellum er sóknarmaður andstæðinganna ekki við það að ná boltanum. Þetta er bara klárt leikbrot og við fáum ekki víti. Viti er mun betra færi en óbein aukaspyrna innan teigs. Auk þess ef varnamaður brýtur á sóknarmanni að sleppa í gegn er er víti og rautt. Því segi ég afhverju ekki þetta?
  En eins og ég segi þá hafði ég ekki hugsað út í þetta fyrr en Bjartmar minnstist á þetta.
  Væri gaman ef síðuhaldarar myndu leita eftir sérfræði áliti til Kidda Jak eða Gylfa Orra.

 49. Ég get nú ekki orða bundist um þessa Babel umræðu hér. Að mínu mati var fyrri hálfleikurinn hjá honum einn sá besti hjá honum í Liverpool búningi. Hann spilaði einfalt og hélt góðu flæði í spilinu með einnar snertingar spili á samherjana.

  Í seinni hálfleik fann hann sig ekki eins vel, sérstaklega þegar hann ætlaði að sóla mann og annan. Dauðafærið var auðvitað grátleg mistök.

  En Babel þarf að fá að spila reglulega og ég er til í að veðja vinstra eistanu að hann byrjar leikinn á móti man.city í sömu stöðu og hann lék í dag. Ehh, kannski ekki vinstra eistanu, en einhverjum frumum úr vinsti il.

 50. Babú.
  Það er einmitt eins og ég hélt og gekk útfrá vegna þess að viðbrögð leikmanna voru ekki meiri. En það hafði skapast umræða um þetta þar sem ég horfði (fram að markinu hans Hemma) og langaði að athuga.

  1. leikir spilaðir og við á toppnum (þó Man.Utd. eigi leiki til góða).
   Hefði maður hafnað þessu fyrir tímabilið? Held ekki.
 51. Ekki amarlegt að fá 5 marka, leik svona á þettað að vera. En ég var alveg brjálaður þegar að Babel klúðraði dauðafærinu, mér datt í hug Keane, var hann í læri hjá honum, SKELVILEGT, en jú hann má alveg spila meira og N Gog það er ekki hægt að dæma hann, en hann er engin stór stjarna, en kanski á hún eftir að rísa. Og nú sjáum við hvers vegna RB elskar Kuyt. Er ekki alveg að skilja uppstillinguna hjá Babu við vorum með 3ja manna vörn en ekki 5, en eflaust er þettað ekki njörfað niður eins og margir halda, jú menn eru út um allt og stundum voru allir í vörn og allir í sókn…… OKKAR TÍMI ER KOMINNNNNNNNNNNNNN. 😉

 52. Mjög góð leikskýrsla…þrátt fyrir smá Babel-blindni 🙂

  • Þetta var aldrei rautt.
  • Benítez þarf að fara að virkja tengslanetið sitt til að losna við Babel.
  • Kuyt er snillingur. Hann bætir MARGFALT upp það sem hann er minna góður í.
  • Eins og mér er illa við Aurelio þá var hann fínn á miðjunni í dag.
  • Torres er farinn að minna mig á Neo í The Matrix
 53. Góður (67).
  Ég held að Keane og Babel séu ennþá í kings-keppni. En Babel á reyndar aldei séns í Keane sem kingsaði að meðaltali 2,3 sinnum í leikjum með Liverpool.

 54. Styð ummæli #63, flottur linkur sem ég ætla að fá að vitna í því þegar ég horfði á leikinn aftur í morgun var ég einmitt að velta fyrir mér þessu liðsvali Rafa í gær.
  Ástæðan var auðvitað af því að hann þekkir Crouch og vissi að Pompey myndi sparka langt á hann og stilla upp í hefðbundið 442 eins og í gamla daga. Skrtel látinn elta Crouch og Agger frjálsari, ljóst að með því að stoppa Crouch færum við langt með að vinna leikinn. Því miður tókst það ekki í marki 1, en að öðru leyti vel.
  Miðjuparið Aurelio og Mascherano finnst mér alveg frábær ákvörðun hjá Rafa! Masch átti sinn besta leik lengi og Aurelio er klárlega kostur þarna inni á miðsvæðinu, dreifði boltanum vel og var líka öflugur í tæklingunum. Hef áður hrósað Benayoun fyrir gærdaginn en vill aðeins meira koma Ryan Babel til varnar. Ef hann hefði skorað mark í gær hefðum við verið sátt við hann öll held ég. Hann var virkilega að reyna í fyrri hálfleik en mér fannst fjara undan honum eftir að hann klikkaði á færinu.
  Guðni Bergs kannski aðeins að stýra umræðunni í neikvæðni gagnvart stráknum? Ngog fékk úr frekar litlu að moða og hann þarf að vera eilítið ákveðnari í að taka við bolta og halda honum. En mér líst vel á þennan strák.
  Svo aðeins að skiptingum. Xabi Alonso hefur lítið getað æft frá miðvikudegi þar sem hann spilaði hálfmeiddur síðustu 60 mínúturnar. Kuyt hljóp minnst 20 km. á móti BlueSh*** og Torres ekki klár. Þetta þurfti Rafa að hugsa og tók rosalega áhættu með að hafa þá á bekknum. Sýndi pung þar!!!! Þvílík krossfesting hefði orðið ef við hefðum tapað.
  Um leið og Pompey skora breytir hann með því að taka Dossena út og inná með Alonso að kippa í spottana. Hárrétt ákvörðun að spila þeim ás út strax – við skulum ekki hlusta á Guðna sem ekki hefur lesið mikið fyrir leikinn um ástand Xabi. Svo um leið og Torres kom inná var skipunin einföld. Sem gekk svo upp.
  Ef Alex Ferguson hefði stjórnað LFC í gær væri verið að tala um taktískan snilling. En Rafa fær ekki svoleiðis umfjöllun. Heldur þarf að sitja undir umræðu eins og í athugasemd #52 hér.
  Ekki hjá mér. Frábært Rafa, þú spilaðir gríðarlega vel úr þeim spilum sem þú áttir kl. 17:30 í gær og virkilega kom okkur af stað aftur í titilbaráttuna!
  Frábært…..

 55. Ég get alveg tekið undir með Magga #70. Rafa er góður stjórnandi og það er undir leikmönnum komið, að þeir framkvæmi það sem hann segir þeim að gjöra. Er bara drullu sáttur með leikinn í gær……. Koma svo WEST HAM. 😉

 56. Ég rak Rafa þegar Pompey skoraði seinn markið, það sem ég varð brjálaður omg. En ég endur réð þennan SNILLING á 92 mínútu.

  Mér fannst Babel eiga mjög góðan fyrri hálfleik en dapran seinni hálfleik, klúðrið var auðvitað í Kean klassa ekki spurning.

  Maður leiksins tjaaa það er ekki hægt horfa frammhjá besta framherja í heimi TORRES

 57. jæja skrautleg vika að baki.

  ég hafði enga tilfinningu fyrir sigri í gær og hermann hreiðarsson drap hana endanlega niður. svo kemur vinur minn dirk kuyt og klárar einfaldlega þennan leik fyrir liverpool, þvílík innkoma!
  hann hefur ekki sömu gæði og torres, en hann hvatti menn til dáða og reif þetta upp á annað plan, setti mark og leikur liðsins hreinlega gjörbreyttist við innkomu hans. svo með torres, hann þarf ekkert að vera með svona “kuyt-stæla” hann er það góður, hann kemur bara gerir sitt, setur sigurmarkið og klárar þetta, ekkert stress, svona rúllar hann bara 😉

  æðislegt comeback enn eina ferðina, game on 🙂

 58. Sælir félagar
  Ég ákvað að skrifa ekkert í gær því ég var (og er) algjörlega brjálaður útí Rafael Benitez. Hverslags djöfulsins uppstilling var þetta hjá manninum. Hvað var hann að hugsa. Var hann að hvíla menn fyrir næsta leik sem er eftir hálfan mánuð. Var hann að prófa nýja uppstillingu éi leik “sem skipti engu máli”. eða er maðurinn einfaldlega brjálaður.
  Ég veit ekki svarið en það var EKKI RB að þakka að þessi leikur vannst Það var einfaldlega ótrúleg heppni og ekkert annað.
  – Það er heppni ef Kuyt skorar mark í heilum leik hvað þá á korteri.
  – Það var heppni þegar Aurelio negldi inn fyrnaföstu skoti sínu
  – að er heppni þegar leikmaður, jafnvel af kaliber Fernando Torres; skorar að loknum venjulegur leiktíma.
  Ergo: sigurinn í þessum leik var heppni en ekki uppstillingu né sóknarhugmyndum (eru þær til í kollinum á RB) Rafaels Benitez að þakka.
  Ég verð að segja eins og er að ég frábið mér svona fíflagang og finnst hann alls ekki viðeigandi nema í hlut eigi fæífl sem getur ekki/veit ekki betur.
  Mér finnst möguleiki að prófa svona uppstillingar og gera svona tilraunir í leikjum sem skipta engu máli eða ef búið er að vinna leiki í stöðunni 3 – 0 eða 4 – 1 eða einhverju álíka. En að stilla upp svona byrjunarliði í mikilvægum leik semverður að vinnast í baráttunni um efsta sætið er auðvitað bara bull. RB er staddur í kokinu á mér og ég er alveg við það að fara að æla honum.
  Þar fyrir utan þakka ég “skiptimönnunum” fyrir stigin þrjú og óska öllum hlutaðeigandi til hamingju. Einnig set ég fram mínar allra kröftugustu velfarnaðaróskir til liðsins okkar. Ekki mun af veita þegar svona helv.. fíflagangur er hafður í frammi.
  Það er nú þannig

  YNWA

 59. Smá útidúr …

  Einhver annar en ég sem sá fagn Mascherano í þriðja markinu ? Sé ekki myndir af því á gettyimages =)

 60. Sigkarl, ups” nú er ég alveg stein lost. Loksins þegar að RB gerir eitthvað nýtt þá er drullað yfir hann, hefðum við átt að spila eins og við gerðum í jan. Þú talar um heppni, var það ekki heppni fyrra markið hjá Pors, rangstöðuligt af því. Svo skoraði KUYT 2 mörk” á korteri” er það heppni. Við getum endalaust talað um heppni og óheppni….. þettað var algjör bylting og sýnir það að RB er með pung (eins og sumir segja hér og konan hans líka)… Ef við hefðum verið að þessu DÚLLI eins og í jan,,,, þá hefði þessi leikur tapast… ÞANNIG ER NÚ ÞAÐ. 😉

 61. 74 Sigkarl.

  Held þú ættir að kynna þér málið fyrst áður en þú ferð að ausa úr skálum reiðar þinnar yfir RB. Ég las að hann hefði látið læknaliðið nokkurn veginn velja liðið þar sem að menn voru afar þreyttir eftir leikinn gegn Everton. Torres nýkominn úr meiðslum, Alonso var tæpur og Kuyt exhausted.

  og er það heppni að skora á 90+ mín? og er það heppni að skora mark í fótbolta?
  -skiptir ekki máli hvenær þessi mörk koma, það var mjög vel staðið af báðum þessum mörkum og ekki um neina heppni að ræða þarna. hrein og klár fagmennska af kuyt að hamra á nærstöngina af jafn stuttu færi og torres með frábæran skalla. man utd hefur nú oft haft þessa “heppni” með sér síðustu 10 ár en þetta er engin heppni, þetta kallast gæði.

 62. Þar sem Sigkarl er brjálaður úti RB þá held ég að honum séð það hollast að segja af sér. SK er klárlega hin endanlega heimild þegar kemur að taktískum þankagang. Hefurðu íhugað að sækja um stöðu hans?

  Það er yndislegt að vera sófaþjálfari og geta látið sig dreyma um lið fullt af Messi(ösum), lífa í útúpískri veröld þar sem andstæðingurinn skiptir engu máli og eigin leikmenn eru fullir ómenskum styrk og úthaldi.

 63. Sælir félagar,

  Aðeins að skýrslunni – hún er bara frábærlega fyndin.
  Eins og fyrri hálfleikurinn var nú morkinn þá var seinni hálfleikurinn algjörlega magnaður. Menn hafa nú komið inn á flest hérna en mér finnst Rafael Benítez ekki njóta sannmælis eftir þennan leik.
  Aðeins til baka: Síðastliðinn sunnudag var leikur gegn Chelsea. Þá hafði stjórinn allt sitt lið til umráða, gat teflt fram sínu sterkasta liði. Síðan er 120 mínútna leikur í miðri viku þar sem hópurinn tekur að þynnast verulega og í gær stendur hann frammi fyrir mjög miklum erfiðleikum í liðsvali. Það er nótabene ekki eitthvað sem hann gat gert ráð fyrir þegar hann lánaði Pennant og seldi Keane.
  Þess vegna horfir hann þannig á málið að hann stillir upp sterkasta ellefu manna liði sem völ var á. Það leit mjög undarlega út á blaði – mér sýndist í leiknum það vera 4-4-2, með Agger í bakverðinum, Aurelio á miðjunni með Mascherano og Dossena á kantinum.
  Mér fannst síðan maður leiksins vera Fabio Aurelio. Ef menn horfa á það að vera leikið út úr stöðu, spila mjög vel þar og skora mark, þá finnst mér það borðleggjandi. Fyrir utan það að erfiðasta staðan á vellinum eru miðjustöðurnar. Skiptingarnar, eins og maður hefur nú oft verið pirraður út í þær, þá svínvirkuðu þær algjörlega og gjörbreyttu leiknum. Þannig að ég er fullkomlega ósammála Sigkarli, mér fannst þetta frábærlega spilað úr því litla sem Benítez gat stillt upp í þessum leik.

 64. Gleymdi einu,
  það var reyndar algjör heppni að mæta Portsmouth á þessum tímapunkti þar sem liðið er algjörlega vonlaust varnarlega.

 65. Nákvæmlega..Það var nauðsynlegt að gefa ákveðnum mönnum hvíld í gær. Leikurinn á móti Everton var líkamlega mjög erfiður og Torres og Alonso voru til dæmis gjörsamlega búnir þar. Ef læknalið Liverpool metur þá svo ekki hæfa til að spila 90 mín nokkrum dögum síðar á að sjálfsögðu að hlusta á það eins og Benitez gerði. Til hvers annars að hafa sjúkraþjálfara og lækna? Ekki viljum við að þessi tveir fari að detta í meiðsli aftur er það?

 66. Ætli það sé ekki heppni að þegar þessi orð eru skrifuð að Liverpool vermi toppsætið, er það ekki heppni að liverpool hafi skorað 42 mörk í deildinni, jafnmörg og chelsea og tveimur færri en Man City, sem skorað hefur þau flest. Ef RB nálgaðist leiki ekki svo varfærnislega þá væri Liverpool búið að skora hundraðþúsundtrilljónir marka.
  Það er náttúrulega ekkert vit í að hvíla menn, sem eru að komast í leikform eftir meiðsli, og voru nýbúnir að klára erfiðan 120 mín leik stóran hluta þess einum færri. Það er betra að láta þá spila þreytta svo þeir geti meiðst almennilega.
  Það er greinilegt að RB er alltaf milli steins og sleggju. Geri ráð fyrir því RB ef RB yrði sér út um tímavél, skyti Hitler afstýrði seinni heimsstyrjöldinni, eða fyndi lækningu við krabbameini, jafnvel greiddi upp skuldir íslensku þjóðarinnar. Þá myndu menn finna því allt til foráttu.

 67. HRIKALEGA sætt!
  Mæli ekkert sérstaklega með að horfa á svona leiki á síðu 390 á textavarpinu. Það tekur á!!

 68. Ef þessi leikur var heppni þá er alveg hægt að segja að flestir jafnteflisleikirnir hafi verið óheppni

 69. Rosalega findið sem Keane segir “ég hefði staðið mig vel hjá Liv, ef ég hefði fengið fleiri færi”,,,,, hvað er að manninum. Hann fékk fullt af færum og klúðraði þeim og hann fékk að spila held ég 12 fyrstu leikina og gerði ekki neitt. Ef eitthvað er að hjá Keane þá er það höfuðið, eða þannig. KOMA SVOOOOOOO WEST HAM.

 70. Haven’t you heard that Yossi is the new Stevie ?

  Ánægður með þennan sigur, að mínu viti er Yossi Benayoun miklu betri í þessu hlutverki að vera fyrir aftan senter (raunar betri þar en á vængnum ef út í það er farið) heldur en Robbie Keane. Held það henti Keane betur að spila frammi með öðrum senter, þ.e. ekki fyrir aftan senter né aleinn upp á topp eins og stendur til boða hjá Liverpool.

  Það er langt í næsta leik og því hef ég fulla trú á því að Gerrard verði klár á bekkinn gegn Man City og muni síðan byrja á móti Real Madrid. Honum hefur aldeilis tekist að meiðast á ,,réttum tíma” á þessu tímabili, þ.e. skammtímameiðsli (2-3 vikur) rétt fyrir landsleikjahlé sem er vel.

 71. 62

  Gult spjald og óbein aukaspyrna var fullkomlega hárréttur dómur í þessu tilviki.
  Kuyt var búinn að missa af boltanum og ekki í skotfæri þegar James tekur hann með hendinni. James kom ekki við Kuyt í úthlaupinu né hindraði hans hlaup. Sést vel hér. http://www.101greatgoals.com/videodisplay/2062205/
  Case closed.

  Annars geggjaður sigur fyrir móralinn. Ég öskraði eins og 12 ára stelpa á Robbie Williams tónleikum þegar Torres skoraði á 91.mín. Þvílík himnasæla sem fylgir því reglulega að halda með þessu frábæra Liverpool liði! 🙂

  Menn geta tuðað eins og þeir vilja um slakan andstæðing og fullkomlega hugmyndasnauðar 60mín í sóknarleik Liverpool í dag. Mér er bara slétt sama, VIÐ UNNUM! Það er nefnilega hrikalega sterkt að spila á c-liðinu og vinna Portsmouth á útivelli, sérstaklega eftir þetta áfall sem bikartapið gegn Everton var og öll orkan sem fór í þá helvítis rimmu. Það verður að hrósa Rafa fyrir djörfungina að henda í 3-5-2 leikkerfi þegar öll spjót standa á honum og andleg og líkamleg þreyta hreinlega lekur af leikmönnum Liverpool.

  Nú kemur 2 vikna hlé og menn fá að hlaða batteríin. Torres kemst loksins í hlaupaform. Gerrard sleppur við landsliðsstússið og kemur endurnærður og mótiveraður úr meiðslum. Benayoun er í hörkuformi og Mascherano farinn að sýna gamla góða bolabítstakta á miðjunni.

  Þetta líitur ágætlega út í augnablikinu. Held að Torres og Gerrard fái nokkra leiki saman á næstunni og klári m.a. Real Madrid með sinni víðfrægu samvinnu.
  Vinna tiltilinn? YES WE CAN!

 72. Sælir “félagar”
  Ég ætla ekki að ræða þennan leik meira þar sem skoðanir mínar virðast vera svo óvinsælar að menn telja það ástæðu til að ráðast á mig hnýta í mína persónu vegna þess að menn eru ósammála mér. Því er best að þegja nema maður sé sammála öllum hinum “sófaþjálfurunum”.
  Það er nú þannig

  YNWA

 73. Sigkarl láttu ekki nokkra gutta bæla niður tilfinningar þínar ; )

 74. Spáið í það, United er búið að vinna 9 leiki í vetur með markatölunni 1-0!!!
  Hið nýja Chelsea þar á ferð. En West Ham hafði litla trú á að geta skorað í dag og við þurfum að berjast áfram bara.
  Sá bara áðan að við erum búnir að skora fleiri mörk í deildinni en Arsenal og United. Erum ekki sóknargeldari en það…. Kom mér á óvart, viðurkenni það!

 75. Frábær frammistaða hjá annars ‘lélegu’ byrjunarliði. Ég verð reyndar að taka það fram að ég gafst upp á leiknum og fór þegar staðan var 2-1 fyrir Portsmouth – þvílík mistök.

  Benayoun er búinn að koma mér svo skemmtilega á óvart í undanförnum leikjum að ég get varla lýst því. Þessi frammistaða hans gerir það að verkum að mér finnst hann eiga sess í byrjunarliðinu. Alonso sannaði það svo enn og aftur að hann er einhver allra mikilvægast leikmaður liðsins.

  Annars finnst mér ótrúlegt að lesa ‘skoðanir’ Sigkarls. Það að setja út á Benitez og liðið fyrir það að vinna þennan leik og segja að það sem féll okkur í hag sé heppni er einstakt – þ.e. það hlýtur að flokkast undir hæfileika að geta sett út á Benitez og kallað jákvæðu punkta leiksins heppni. Svo það sé líka á hreinu þá er ég ekki að setja út á þína persónu sem slíka, mér finnst þetta bara einstaklega grátbroslegt.

  Dómarinn dæmdi vafasamt mark Portsmouth sem gilt, en löglegt mark Liverpool sem ógilt. Hvernig er það þá út frá þessum heppnis pælingum?

  Lifið heilir,

 76. Pirrandi að West Ham hafi ekki skorað, og eiðilagt þessa velgengni hjá Van Der Saar, með að halda hreinu. West ham áttu skilið að vinna þennan leik, en svona er það með Manchester, að það er ekki altaf alt rökrétt..
  (leiðilegt að segja þetta, en markið hans Giggs var mergjað!)

 77. Sigurkarl,,, þú mátt alveg segja þína skoðun, en við megum alveg segja okkar skoðun á þinni skoðun, 😉

 78. Sigkarl
  Fyrir utan #78 Varmenni. Get ég með engu móti séð hver er að hnýta í þína persónu. Þess utan held ég að flestir hér inni myndu alveg viðurkenna að þeir væru “sófaþjálfarar” 🙂
  Auðvitað áttu rétt á þinni skoðun. Þó það nú væri.
  Það sagt…
  Þessi túlkun þín á þessum leik er með hreinum ólíkindum.
  Að fara á útivöll og geta ekki spilað Gerrard, torres, lucas, kuyt og ekki bara vinna heldur einnig skora 3 mörk. Og svo gagnrýna sóknarleikinn!!!?
  Ég bara gjörsamlega botna ekkert í þessu hjá þér.

  Góðar stundir

  p.s.
  Ég vona að ég hafi engan meitt eða sært með þessari athugasemd. Hafi ég gert það, vil ég árétta að það er ekki ætluninn.

 79. “Fabio Aurelio, he’s big and he’s fucking hard, he drives the ball 40 yards, Fabio Aurelio!”

  Ekki?

  Ekki?

 80. Tek undir með Sigurjóni. Ég var ósammála þér Sigurkarl, en var ekki að reyna hnýta í þig á nokkurn hátt. Ég kann vel að meta þín innlegg á þessari síðu þó ég sé ekki alltaf sammála þér varðandi Benitez. En það væri ekkert gaman að þessu ef við værum allir sammála er það?

  En við erum allir Liverpool menn hér og því allir vinir í mínum huga. Ég færi á United síðu ef mig langaði að hnýta í einhvern. Óþolandi sigling á Man United þessa dagana.

 81. Ég verð að segja það Sigkarli til varnar, að ég var (og er) með miklar efasemdir varðandi þetta leikkerfi. Ég er ekki hrifinn af því, og þessi grein í kommenti #63 sannfærði mig ekki. Sigurinn fannst mér þó sanngjarn. Lukkudísirnar voru kannski örlítið okkar megin, en við höfum nú ekkert verið vaðandi í heppni undanfarið eins og Englandsmeistararnir. Markið hans Torres var svo púra klassi og ekkert annað, enda er hann í öðrum gæðaflokki (32 mörk í 47 leikjum í deildinni). Fyrst klárar hann Chelsea og svo nú Portsmouth. Án hans væri þetta búið spil.

 82. Magnað að það eru ennþá til menn sem hætta að horfa þegar okkar menn eru undir …

  • “Fabio Aurelio, he’s big and he’s fucking hard, he drives the ball 40 yards, Fabio Aurelio!”

  Ekki (staðfest)

  😉

 83. Annars fannst mér Kuyt koma alveg fáránlega sterkur inn og sjaldan verið jafn ánægður með hann, reyndar finnst mér þessar móttökur hans alveg fáránlegar, það er eins og að boltinn lendi á steinvegg!

  Benayoun var góður, Babel var frekar slakur, Aurelio var bara nokkuð fínn á miðjunni! Ánægður með að Riera fékk ekkert að spila, hann hefur aðeins verið að dala uppá síðkastið og kemur vonandi tvíelfdur til baka!

 84. Jæja, biðst forláts ef ég hef gengið of nærri persónu einhvers hér. Á bara erfitt með að hemja mig þegar menn ráðast bæði gegn bakara og smið án minstu tilraunar til að kynna sér málvöxtu.

 85. Guði sé lof að sigur vannst en orð Sigurkarls hér að ofan eru sem töluð úr mínum tranti.
  Gera menn sér ljóst að við vorum fimm mínútum frá því að fá hérna 300 komment um að það ætti að reka Rafa Benitez á stundinni? Þessi sigur var nákvæmlega ekkert annað en hundaheppni.

 86. Guðnason, þessi 300 ummæli eru engin óhrekjanleg sönnun þess að Benítez sé búinn að missa tökin. Ef eitthvað er eru þau óhrekjanleg sönnun þess að íslenskir Liverpool-aðdáendur eru ómögulega kröfuharðir og á köflum hálf veruleikafirrtir. Maðurinn er með okkur í titilbaráttu og 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, hefur farið þar 3svar í undanúrslit á fjórum árum. Auðvitað er ekki allt fullkomið hjá liðinu eða stjóranum en ef mönnum finnst staðan í dag vera tilefni til brottrekstrar veit ég ekki hvaða stjóri ætti að halda sínu starfi.

 87. Sælir félagar.
  Það er rétt að menn mega, og eiga ef svo vill til, að gera athugasemdir við það sem þeir eru ósammála um í mínum skoðunum. Og það gerðu nokkrir á málefnalegan hátt og ekkert athugavert við það.
  En það komu líka athugasemdir við mína persónu sem mér fannst og finnst svo heimskulegt að ég nenni ekki að ræða mál á þeim grundvelli.
  Ef ég kýs að setja einhverjar skoðanir fram þá verð ég að vera viðbúinn því að þær verði gagnrýndar. Ég er það. En persóna mín á að vera þar fyrir utan alveg eins og persóna annarra á að vera óviðkomandi skoðunum þeirra.
  Í framhaldi af þessu en þessu samt algjörlega óvið komandi vil ég segja þetta: Athugið að þetta er mín skoðun og er allrar þeirrar gagnrýni verð sem mönnum/konum finnst hæfa.
  Í fyrsta lagi vil ég benda á að margir hafa komið fram með þá skoðun, sem líka var og er mín, að þeir hafi verið í stöðunni 2 – 1, verið búnir að afgreiða Benitez, leikinn og toppbaráttuna. Hættir að horfa , verið orðnir brjálaðir (les; mjög reiðir) o.s.frv.
  Hvað segir þetta um uppstillinguna og framgang liðsins. Hvað segir þetta um álit þessarra manna á þessum atriðum???
  Þegar það svo gerist að Nando skorar eftir ævintýralegt mark Kyut þá fellur allt í ljúfa löð. Þá er allt gleymt sem gerðist fram að því. Fram að því vorum við með drullutapaðan leik og gátum farið að kveðja meistarabaráttuna svo fremi að MU ynni WH. Og segja svo (haft eftir RB) að hann hafi engu ráðið um uppstillinguna, læknateymið hafi ráðið henni. Þvílíkt bull. Og það hafi orðið að hvíla örþreytta leikmenn eins og Torres, Kyut, Alonso og hver veit hvað. En hvað með Carra og Reina. Og hvað með hálfsmánaðar hlé sem framundan er. Er það ekki sæmileg hvíld. Nei og aftur nei. Ég læt ekki bjóða mér svona bull, sama hver býður upp á það.
  Gagnrýni mín á RB á fullan rétt á sér eins og ég er búinn að sýna fram á. Það munaði afar litlu, ég endurtek, afar litlu að við töpuðum þessum leik. Það var heppni að ná að vinna hann og auðvitað komu hæfileikar leikmanna þar ínni sem stór breyta. En ekki hæfileikar né skilningur RB á stöðunni.
  Það er nú þanni8g

  YNWA

 88. Sigkarl, þetta með 2 tveggja vikna pásu framundan kemur þessu máli bara ekkert við, þetta snýst um líkamlegt form leikmanna á leikdegi. Ef menn eru bara með 60-70% orku á þeim degi þá hefur það einfaldlega ekkert uppá sig að láta þá byrja leikinn bara til þess að taka þá útaf í hálfleik. Frekar byrjar þú með aðra og setur þessa þreyttu inná í lokin (EF þess þarf). Það segir sig nokkuð sjálft að Reina sem er MARKVÖRÐUR á mun auðveldara með að spila svona marga leiki heldur en t.d. Alonso. Og miðað við meiðsla sögu Torres í vetur þá er þetta einfaldlega fullkomlega skiljanlegt.

 89. Sigkarl o.fl.

  Alonso var tæpur fyrir leikinn, ökklinn var að stríða honum að mig minnir og ekki að undra, það er brotið illa á manninum í hverjum einasta hálfleik sem hann spilar. Ofan á þetta hefur hann spilað mikið undanfarið og því ekki með kraft í allann Pompey leikinn. Varla hægt að úthúða manninum fyrir að hvíla hann.

  Torres var gjörsamlega bensínlaus í síðasta leik og gat samasem ekki neitt í honum. Hann var langt frá því að vera 100% klár í Pompey leikinn og því skárra að hvíla hann og þá eiga hann inni. (minnir að það hafi tekist bara bærilega).

  Kuyt hefur fyrir það fyrsta ekki getað blautan undanfarið og margir á því að hann eigi að fá hvíld, burt séð frá því hvort hann er þreyttur eða ekki. Eins hefur hann spilað manna mest undanfarið og hlaupið af sér Duracell kanínuna, tvisvar. Það er því FULLKOMLEGA eðlilegt að láta hann byrja á bekknum. Það að hann komi inná og eigi stjörnuleik sem er yfir getu ef eitthvað er, er frábær bónus…..en ekki heimska í Benitez (að hafa ekki haft hann með frá byrjun).

  Benitez er ekki hafinn yfir gagnrýni og já vissulega var þetta heppni þar sem mörkin komu þetta seint. En á móti kemur að það hafði nú akkurat ekkert fallið með okkur í leiknum og eins bendi ég á, og ætti ekki að þurfa þess þegar ég er að tala við poolara um Liverpool, að leikurinn er 90.mín + uppbótartími. Þegar lið skora reglulega á síðustu 10.mínútunum er ekki endalaust hægt að röfla um heppni.

  Benitez tók séns í erfiðri stöðu fyrir leik, kom út sem sigurvegari og ætti að fá hrós fyrir, ekki skammir.

 90. Smá innlegg, þessir menn áttu auðvitað að hvíla gegn Everton í Bikarnum, deildin hlýtur að vera nr. 1 hjá karlinum hann kom sér sjálfur í þessa stöðu en náði með hjálp þjálfarana í læknaliðinu að klóra sig fram úr henni

 91. Sælir félagar.
  Smáinnlegg Þórhalls er gott. Athugasemd Babu um Alonso samþykkt, er að öðru leyti ósammála þér kæri Babu en leikskýrslan frá þér var snilld í stíl og formi. 🙂

 92. Halda menn virkilega að það sé í boði að hvíla menn í bikarleik gegn EVERTON ? Rígurinn í bænum er það stór að slíkt er einfaldlega ekkert í boði.

 93. Þórhallur, hvernig heldurðu að það hefði verið umfjöllunin ef að Benitez hefði spilað varaliðinu gegn Everton í enska bikarnum?

  Það hefði allt orðið gjörsamlega bandbrjálað í Liverpool borg og í fjölmiðlum.

 94. Anton Rafn Nr. 62 og Bjartmar

  Gleymdi að svara þessu, en ég var að ræða þetta við Bjartmar og mundi þá eftir þessu (erum btw. ekki sammála).

  En ég þykist ekki þurfa dómararéttindi til að halda því fram að sending samherja aftur á markvörð er óbein aukaspyrna þegar markvörður handleikur boltann innan teigs. Það var nákvæmlega það sem gerðist í leiknum og réttilega dæmd óbein aukaspyrna.
  Hann braut ekki á Kuyt og það skiptir bara ekki máli hvort hann var einn á móti James eða ekki. Markverðir er í lang flestum tilvikum aftastir þegar þeir taka boltann með höndunum eftir sendingu frá samherja og oftar en ekki að taka gott færi frá andstæðingunum.
  Það er ekki á neinn hátt sambærilegt við það þegar aftasti varnarmaður gerist brotlegur og og fær á sig aukaspyrnu/víti og rautt. (sú regla gildir líka um markverði þegar þeir brjóta af sér).

  Fyrir mér er þetta allavega frekar einfalt og reglan góð, sending samherja aftur á markvörð er óbein aukaspyrna þegar hann handleikur boltann. Það er annað mál hvort slíkt atvik komi sér svo betur fyrir sóknarmanninn eða markvörðinn eftirá. Í þessu tilviki hefðu þeir stórgrætt á þessu atviki ef ekki hefði verið fyrir snilldarmark Aurelio.

  Rautt hefði verið afar undarlegt finnst mér og raunar hef ég ekki heyrt neina umræðu um þetta annarsstaðar en hérna.

 95. Get alveg tekið undir það að allt hefði orðið geðveikt ef við hefðum hvílt lykilmenn í tapi á móti Everton, en er ekki alltaf verið að tala um að horfa á heildarmyndina? Í henni er deildin númer eitt, Svo er aldrei að vita nema að þeir sem hefðu spilað hefðu lagt sig örlítið meira fram en stjörnunar sem voru sumar verulega slappar

Liðið gegn Pompey og Rafa

Us and Them (2)