Liðið gegn Pompey og Rafa

Það er afar erfiður útileikur framundan á suðurströnd Englands gegn strákunum hans Tony Adams (og auðvitað Hemma Hreiðars) í Porstmouth.

Stjórinn okkar, Rafael Benitez fór um víðan völl í pre-match viðtalinu sínu og sagði m.a. að hann hefði áhyggjur af Torres fyrir þennan leik, ekki vegna meiðsla beint heldur vegna þess að hann er það þreyttur að meiðslahættan er töluvert meiri en ella. Að sama skapi setur hann samasemmerki milli meiðsla Gerrard og miklu álagi undanfarið. Xabi Alonso hefur einnig verið tæpur eftir að hafa meiðst eitthvað á ökkla.

Einnig var talað um að liðið væri svolítið lúið þessa dagana eftir töluvert álag og að menn væru misjafnir hvað þetta varðar, tók t.a.m. Kuyt sem dæmi um mann sem sjaldan eða aldrei væri neitt vesen með hvað þetta varðar. Að auki talaði hann vel um Tony Adams og sagðist hafa fulla trú á honum sem stjóra……

En hvað um það, byrjunarliðið í dag er svohljóðandi:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Agger – Dossena

Benayoun – Mascherano – Aurelio -Babel

N´gog

Bekkurinn: Cavalieri, Torres, Hyypia, Riera, Alonso, Kuyt, El Zhar.

Ekkert sem kemur á óvart þarna frekar en venjulega………eða jú, það er nánast allt sem kemur á óvart fyrir utan það að Reina er óvænt í markinu.

Það eru fimm menn í vörninni sem þýðir að bakverðirnir verða þræl sókndjarfir. Á miðjunni eru Mascherano og Fabio nokkur Aurelio, ætla ekki að úthúða því alveg stax þar sem hann gæti komið á óvart, en vissulega róttæk breyting. Á könntunum kemur helst á óvart að þar er enginn Kuyt, heldur eru þar Benayoun og Babel með David N´gog einan upp á toppi í sínum fyrsta leik í byrjunarliði.

Sjáum hvað setur, þetta verður í það minnsta afar áhugavert, það sem ér dettur helst í hug er:
Guð blessi Ísland.

Að lokum er ekki úr vegi að benda á frábært tilboð hjá Virgin Trains ef menn er að velta því fyrir sér að skella sé frá London til Liverpool.

64 Comments

 1. Fimm manna vörn og N’gog einn uppi… Best að segja sem minnst fyrr en eftir leik en það er klárt að það á ekki að sækja stíft í þessum leik.

 2. Vantar babel þarna inn í liðið; riera á bekknum… VERULEGA athyglisverð uppstilling, verð ég að segja… Þetta verður eitthvað… athyglisvert.

 3. babel er inná, ekki riera skv. lfc.tv

  The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Dossena, Agger, Carragher, Skrtel, Mascherano, Aurelio, Benayoun, Babel, Ngog. Subs: Cavalieri, Torres, Hyypia, Riera, Alonso, Kuyt, El Zhar.

  fyndið lið.. hlakka til að sjá dúndrandi bakvarðabolta

 4. ég varð rangeygður þegar ég sá þetta byrjunarlið.. vona það besta 🙂

 5. ok sá að það var búið að laga Riera dæmið, en allavega skrítin uppstilling en chelsea var að gera jafntefli á móti hull sem er gott

 6. er það ekki frekar Aurelio vinstra megin og Babel hægra ? Þetta verður athyglisvert !

 7. Ég var ekki búinn, gefa manni sá séns á að stilla þessu upp, liðið er alveg í graut ! 😉

  er það ekki frekar Aurelio vinstra megin og Babel hægra ? Þetta verður athyglisvert !

  Ef ég man þetta rétt þá hefur Aurelio alveg verið á miðjnni áður á sínum ferli, held að hann sé t.d. betri þarna sóknarlega heldur en t.d. Plessis

  Þetta bara getur ekki klikkað

 8. Þetta verður athyglisvert. Ljóst að þetta byrjunarlið yrði aldrei notað ef við værum ekki í miklum meiðslum og leikbönnum. Ef Lucas væri ekki í banni væri hann þarna inná og ef Alonso og/eða Torres hefðu mögulega getað byrjað inná hefðu þeir gert það. En þeir eru ekki til taks og því verður kallinn að nota það sem hann getur á miðjunni.

  Ég hef eiginlega minni áhyggjur af framlínunni – Ngog, Babel og Benayoun með Torres og Riera til vara á alveg að geta tekið Portsmouth. Miðjan verður hins vegar mjög athyglisverð í dag.

  Sjáum til. Chelsea voru að gera jafntefli, við verðum að vinna!

 9. Gæti liðið ekki verið svona:

  Reina
  Arbeloa Carra Skrtel Dossena
  Benayoun Mascherano Agger Aurelio
  Ngog Babel

 10. benitez verður mikið gagngryndur ef við töpum það er alveg pottþétt… en skil bara ekki neitt í þessu en ætla handa ró minn þangað til að leikurinn sé búinn

 11. Spái því að þetta sé svona:
  442
  Carra-Agger-Skrtel-Dossena
  Arbeloa-Masch-Benayoun-Aurelio
  Babel – NGog

  Hvað sem uppstillingunni líður eru 6 varnarmenn í liðinu + Mascherano og engar smá bombur í sókninni: Ben,Bab og Gog. Þetta verður mjög athyglisvert. Er ekki sannfærður …

 12. Held að þetta lið muni rúlla upp pompey. 0-3 sigur Benayoun -Babel og N´gog með mörkin.

 13. Svona til gamans má geta þess að lið Pompey í dag lítur svona út:
  James, Johnson, Campbell, Distin, Hreidarsson, Basinas, Davis, Mullins, Belhadj, Crouch, Nugent.

  Tveir gamlir púllarar og einn íslendingur !

 14. Glæsilegur linkur Babú, gat verið að þú leitaðir að svona mynd:)
  En þetta er svo forvitnileg liðsuppstilling að ég er að spá í að setja lærdóminn í biðstöðu og horfa á leikinn, a.m.k. seinni hálfleik.

  ps. fer ég í bann?

 15. Hvað er málið með þig og myndirnar hjá mér Bjartmar ?
  Þakkaðu bara fyrir að ég setji ekki inn mynd af þér. (þið hinir ættuð að gera það líka)
  ……og nei ekki bann, rekinn útaf í tvær.

 16. Augljóst hver “Game-planið” er: Verjast vel, halda hreinu, setja svo Torres, Alonso, Riera/Kuyt inn á þegar líður á seinni hálfleikinn og lauma inn einu marki ??!!

 17. Mér líst vel á þessa uppstillingu ég held að þetta fari 4,5-0 fyrir okkar mönnum.

 18. Gæti einhver gefið mér up sopcast link eða TVants link á leikinn. Það er víst búið að loka foruminu á myp2p 🙁

 19. Þetta byrjar bara nokkuð vel, Benayun lítur vel út og sömuleiðis Babel og það virðist vera að Dossena ætli að eiga annan góðan leik.

 20. Þetta tel ég eina bestu síðuna til að horfa á online fótbolta. Ekkert Sopcast eða önnur forrit, bara beint stream af leikjum úr velflestum deildum Evrópu.

  Oft leikir þarna líka frá brasilísku og argentínsku deildunum.
  http://sports-tvonline.blogspot.com/

 21. Af hverju getur Rafa ekki bara látið Torres byrjað inná? Það mætti halda að hann hefði eitthvað á móti því að vinna litla leiki, og vilji bara vinna “6 stiga leikina”.. Leikurinn byrjaði nokkuð lofandi, með miklum hraða. Vantaði bara lokasnertinguna. Held að við getum tekið þetta. Hann verður bara að setja Torres inná fljótlega!

 22. Ástæðan fyrir því að Torres byrar ekki inn á er sú að hann er búinn að vera spila mjög mikið síðan hann kom til baka úr meiðslum. Hann er þreyttur og við viljum ekki að hann meiðist aftur.

 23. En við hverju er að búast af þessu liði? Með þennan mannskap tel ég það heppni að vinna lélegt Portsmouth lið. Við erum bara komnir í djúpan skít með þetta lið, höldum áfram að tapa stigum, alveg eins og Arsenal og Chelsea, en Man Utd. fer öðruvísi að. Þess vegna eru þeir í toppsætinu. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu því betra og þar með færri þunglyndisstundir. Liverpoollið án Torres og Gerrard er slæmt. Þá er enginn til að skora eins og frægt er orðið. Tilviljunin ein ræður ríkjum.

 24. Ef Babel getur ekki klárað svona færi á hann EKKERT og ég endurtek EKKERT erindi í þetta Liverpool lið !

 25. Afhverju fær Babel borguð laun fyrir knattspyrnuiðkun? Hann hlýtur að slá grasið á Anfield lýka til að eiga skilið einhvern aur!

 26. Útaf með þennan Babel og inná með einhvern sem kann knattspyrnu, er gjörsamlega búinn að fá nóg af Babel, lélegasti leikmaður úrvalsdeildar. Til lukku með það Ryan.

  Torres og Alonso inná núna!

 27. Helvítis fokking fokk !!!!!!!!!!! Nú slekk ég á sjónvarpinu, ég er ekki búinn að missa af einum einasta leik Liverpool það sem af er þessu ári og allt síðasta ár en núna er komið nóg.. stefnir allt í enn eitt helvítis jafnteflið, já eða tap og þetta er að skemma geðheilsu mína!

 28. Þarf að segja eitthvað meira? Hvernig er hægt að búast við árangri af svona liði?

 29. Taktískur ósigur hjá Herra Benitez..

  en stjórnendur á þessari spjallsíðu eru væntanlega ósammála þvi.. skil ekki alveg afhverju þeir eru enn að verja manninn!!

  Benitez er einfaldlega með drulluna uppá bak… ég er búin að segja þetta allan mánuðinn og segji þetta enn einu sinni! er ekki að reyna skapa leiðindi.. eeen Benitez er bara í þvi að skapa leiðindi! maðurinn spilar ömurlega leiðinlegan fótbolta sem er ekki á horfandi!

  okei..ef þeir væru að spila frábærlega og tapa leiknum er allti lagi! en þetta er mannskemmandi andskoti!! Burtu með manninn og það helst í gær!

  ohh enn eitt jafnteflið á leiðinni…

 30. Enga svartsýni, það eru 20 mínútur eftir og nægur tími að skora svo eins og 2 mörk..

 31. Svakaleg snilld er þetta hjá okkur! Nú vantar bara eitt nikk Hemma og þá er niðurlægingin fullkomnuð! Ég heyri hláturinn alla leið frá Manchester borg.

 32. það er greinilega allt á móti okkur í þessum leik, Babel klúðrar færi ársins so far, löglegt mark að virðist dæmt af Kuyt og svo uppúr ódýrri aukaspyrnu skorar Hemmi Hreiðars af öllum mönnum og boltinn skoppar rétt fyrir fram nefið á Reina og fer svo yfir hann en það eru enn 10 mínútur eftir og ætli þetta fari ekki bara 2-2 eða hvað haldið þið ?

 33. Það er ljóst að það þurfa að vera hreinsanir hjá Liverpool, bæði í leikmannahópnum og þjálfarahópnum og allir stuðningsmenn sem eru kröfuharðir á lið sitt eru sammála því.

  Þessi uppstilling í dag er liðinu til skammar og ég vil ekki sjá Babel í Liverpool búningi, ALDREI. Voronin heim frekar, MIKLU frekar!

 34. úff, ótrúlegt að Reina skutli sér frá boltanum í seinna markinu. ef hann hefði bara staðið í miðju markinu hefði hann gripið þennan bolta

  Frábært

 35. Lolli það er allt í lagi að róa sig aðeins, staðan er orðin 2-2 🙂

 36. Jesss þvílík dramatík og við erum á toppnum í einn sólarhring hið minnsta, þvílík snilld hjá þér Rafa 🙂

 37. Vanmat Rafa á Portsmouth fer í taugarnar á mér. Torres er fæddur skorari og þarf að spila meira en korter. Glæsilegt hjá drengnum!

 38. Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað??

  Sjaldan eða aldrei hafa þessi orð átt eins vel við og núna, hehehe!!

 39. Eruði að fokkin grínast !!!!!!! Ég slekk á sjónvarpinu og þá vinnum við!!! Vá hvað ég er samt ánægður!!!! Sorrý með upphrópunarmerkin!!!! Mér líður bara svona !!!!!

 40. Um leið og Babel fer af velli þá …… þið vitið hvernig fer.

  Er kominn í jafngott skap og ég var brjálaður áðan, ætti að vera fítus þar sem menn geta ekki skrifað meðan leikur sem er að fara illa er í gangi!

 41. Eg fékk bara ekki betur séð Helgi en að þessar 15 mínútur hafi verið nóg fyrir Torres. Við unnum leikinn var það ekki?
  Þessi eilífa svartsýni og tuð hérna inni er farin að fara svolítið í taugarnar á mér.

  Við erum í efsta sæti í deildinni (veit að sumir eiga leik til góða, en hann þurfa þeir að vinna) þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila eins vel og við vitum að þeir geta. Við eigum enn nóg inni! 🙂

  “The trouble with referees is that they know the rules, but they don’t know the game.” -Bill Shankly

 42. lolli, meinaru “Um leið og Torres kemur inná …… þið vitið hvernig fer.” ?

  mér finnst það allavega rökréttara

 43. Já, hreint magnað að menn skuli dirfast að verja þjálfara, sem hefur skilað liðinu sínu fyrir ofan Chelsea og Arsenal í byrjun febrúar og á í fyrsta skipti í mörg ár möguleika á titli.

  Óþolandi bjartsýni og jákvæðni. 🙂

  Þessir menn eru ekki vélmenni. Ef að Torres og Alonso eru örmagna eftir síðustu leiki, þá er ekki bara hægt að henda þeim inná í hvaða leik sem er. Þetta var áhætta, en það er spurning hvort að hún hafi ekki verið nauðsynleg í ljósi þess hvað er framundan. Hún gekk upp í dag og því er ekki hægt annað en gleðjast.

 44. usss þetta var heldur betur tæpur sigur, hélt við myndum tapa þessu leik þegar hemmi skoraði. Gaman að sjá Kyut félaga minn loksins setjan var alveg kominn tími á kallinn ad setja eins og eitt stykki. fínasti leikur hefðum átt að skora fleiri mörk en frábær sigur og vonandi að þetta kveiki eitthvað í mönnum. koma svo Liverpool tökum þennan titil í vor.

  p.s. ég er hér með hættur allri neikvæðni í garð klúbbsins sem ég elska og verð bara bjartsýn fram á vorið. áfram LIVERPOOL EFSTIR OG BESTIR!!

 45. Ég var farinn að bölva Benitez í fyrsta skifti. Fyrirgefðu að ég skyldu efast um hæfileika þína Rafa.

  Ég var orði svo brjálaður að ég sparkaði í sjónvarpið (maðu er nottlega klikkaður) Torres þú ert kominn í hóp Rush ,Daglish, Keegan Gerrard og Fowler hjá mér.

Portsmouth á morgun

Portsmouth – Liverpool 2-3