Portsmouth á morgun

Ég er rétt byrjaður að geta leitt hugann að fótbolta aftur. Þvílík rússíbanareið að það hálfa væri nóg. Á aðeins 3 dögum fór maður úr hæstu hæðum niður í lægstu lægðir. Var á vellinum á sunnudaginn og það var stórbrotið, alveg hreint stórbrotið. Var þarna úti með frábærum hópi fólks í ferð á vegum Liverpoolklúbbsins á Íslandi, og það varð allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar Torres setti þessi mörk sín og brosið hvarf ekki af manni í eina þrjá daga. Tilviljun? Þrír dagar? Nei, þá kom röðin að næsta leik og verð ég að segja eins og er að það eru hreinlega mörg ár síðan ég varð jafn reiður yfir einum fótboltaleik. Það er eins gott að maður að nafni Wiley hafi ekki orðið á vegi mínum síðustu 2 daga, sá hefði fengið yfirhellinguna. En það er ljós punktur í þessu öllu saman. Við getum huggað okkur við það að þurfa ekki að spila aftur við þetta drepleiðinlega Everton lið á þessu tímabili.

Over to Pompey. Lið Portsmouth er svolítið einkennilegt. Búið að vera talsvert spennandi lið í góðri uppbyggingu síðustu árin, svo fer að halla undan fæti (byrjað að gerast áður en Harry fór), svo fer Harry Redknapp í burtu, Tony Adams tekur við og sýnist frekar clueless í sínu starfi, liðið byrjar að selja frá sér sterkustu mennina (t.d. Muntari, Diarra og Defoe) og eru núna einu stigi frá fallsæti (tveimur frá sjálfu botnsætinu). Þetta lið er samt alls ekki illa mannað, þó svo að mannskapurinn sé ekki slíkur að hann geti haldið liði í toppbaráttu. Þeir ættu samt ekki að vera að ströggla alveg við botninn. Þeir eru með menn eins og David James, Glen Johnson, Sol Campbell, Sylvin Distin, Kaboul, Nadir Belhadj, Diop, Thomas, Krancjar, Sean Davis, Crouch, Utaka og Kanu. Þeir hafa svo fengið liðsstyrk í janúar, Pennant frá okkur, Grikkjann Basinas og Mullins frá West Ham. Sem sagt ekki mannskapur sem ætti að vera í algjörum botnslag. Sol Campbell er talinn snúa aftur inn eftir meiðsli, en líklega er Kaboul meiddur. Sama má segja um R. Hughes og Diop. Pennant getur ekki spilað þar sem hann er bara á lánssamningi frá okkur og því ólöglegur.

En nóg um Pompey og snúum okkur að okkar drengjum. Eins og alþjóð ætti að vita þá er fyrirliðinn okkar meiddur og spilar því ekki, og sumir stuðningsmenn eru líklega afar kátir með það að Lucas blessaður sé í banni í leiknum. Persónulega þá finnst mér menn mála Lucas oft of dökkri mynd, en auðvitað er þetta voðalega persónubundið. Ég hef ekki heyrt annað en að Aurelio sé heill og vonast ég til að sjá hann koma aftur inn í liðið á kostnað Dossena, sem þó átti ágætis dag í síðasta leik. Ég er jafnframt nokkuð viss um að Sami gamli komi inn í liðið og verði látinn kljást við Peter Crouch. Bannið hjá Xabi tekur ekki gildi fyrr en eftir þennan leik og því verða hann og Javier á miðjunni. Ég er nánast pottþéttur á því að Dirk Kuyt muni spila fyrir aftan Torres í þessum leik og því er ég í mestum vafa með kantstöðurnar. Benayoun, Babel og Riera eru að berjast um þær og ég held að svei mér þá að ég tippi á að Benayoun byrji hægra megin og Riera vinstra megin. Svona tippa ég því á að Rafa stilli þessu upp.

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio

Mascherano – Alonso
Benayoun – Kuyt – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Skrtel, Plessis, El Zhar, Babel og Ngog

Enginn fyrirliði, sár sitjandi eftir Everton leikinn og tækifæri á að komast á toppinn í allavega stuttan tíma á ný. Nú þurfa menn bara að gjöra svo vel að stíga upp. Við höfum oft spilað áður án Steven Gerrard og það er engin nokkur afsökun fyrir okkur. Við VERÐUM hreinlega að halda í við ManYoo þar til leikurinn gegn þeim á Old Trafford fer fram, bara VERÐUM. Á morgun gefst okkur tækifæri á því og ég hef einhvern veginn þá tilfinningu að menn muni nota mótlætið í vikunni til þess að koma sannfærandi tilbaka og hrista af sér slenið. Ég byrjaði þessa upphitun svona í la la stuði, en ég er hreinlega búinn að koma mér í gírinn sjálfum við þessar skriftir og er bara orðinn þræl stemmdur fyrir þessum leik. Við tökum þetta 1-3 og málið er látið. Kuyt, Benayoun og Torres með mörkin takk. Hverjir eru með? Einhver á móti? Hélt ekki.

38 Comments

 1. Torres rífur sig upp eftir síðasta leik og smellir þrennu í 4-1 sigri liverpool. Sami verður með hitt mark Liverpool og Crouch skorar fyrir pompey.

 2. Þetta verður ekki auðveldur leikur fyrir okkar menn, sérstaklega í ljósi þess að það vantar okkar mest skapandi miðjumann. Captain Fantastic!
  Gæti farið svo að þetta verði ekkert of opin leikur og skemmtilegur en vonandi læðum við inn einu marki og leggjum svo gríðalega áherslu á að halda bara boltanum það sem eftir lifir leiks, það virðist vera normið þessa dagana hjá okkar mönnum.
  Það telur ekki neitt að vera með boltan 70% af leiknum ef þú getur ekki skapað þér almennileg færi.
  Ég ætla að vera svo djarfur að spá því að Kuyt skori þetta eina mark.
  Góða skemmtun félagar.

 3. Mikið ofboðslega væri það sterkt sálfræðilega að komast aftur á toppinn og setja pressu á Man U fyrir útileik þeirra gegn West Ham.

  Þetta Portsmouth lið er í tómu rugli og með eða án Steven Gerrard eigum við að vinna þá.

 4. Hvað með Agger? trúi því ekki við séum að missa hann.
  annars vill ég sjá Babel frammi með Torres, Yossi og Riera á köntunum..

  • Mikið ofboðslega væri það sterkt sálfræðilega

  Talandi um það þá get ég alls ekki sagt það sama um hugmynd Steina af manni fyrir Gerrard ! Að öðru leiti lýst mér vel á uppstillinguna, myndi setja Babel í holuna í staðin og annars Benayoun. Kuyt á hægri kannti eða hægra megin á bekknum.
  Reyndar mætti Agger alveg fara að fá séns í liðinu bráðum, þetta miðvarðapar, eins mikið og ég virði það nú ofboðslega, býður upp á rosalega mikið af löngum sendingum.

  Er annars drulluhræddur við þennan leik, erfiður útivöllur og líkamlega sterkt lið. Segi samt 1-2 fyrir okkur upp á von og óvon, Babel og Benayoun með mörkin, PC fyrir þá.

  Annars þá er það helst að frétta af Keane að hann er mjög tilbúinn fyrir derby slaginn við Arsenal

 5. Ég er sammála þessu byrjunarliði, nema að ég held að hann verði með Carra í hægri bak og Skrtel og Hypia saman í miðverði til að éta Crouch í sköllunum. Ég vona samt líkt og Hólmar að Agger og Babel fái að spila, en hef litla trú á því að Benitez gefi þeim séns frá byrjun.

  Ég spái því að við vinnum 2-1. Crouch kemur Portsmo. yfir í fyrri en við skorum tvö í seinni. Kyut og Babel.

 6. RB er að tala um það að Alonso sé tæpur og jafnvel Torres, en tökum þettað samt ég trúi bara ekki öðru. Koma svooooooo LIVERPOOOOOOOOL.

 7. 1-1 eins og venjulega

  Áfram liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 8. Gat verið að Babú sé að leita eftir svona myndum.
  En að leiknum þá vona ég svo innilega að þetta fari allt saman vel, en þessa stundina er óspennandi lærdómur meira spennandi en Liverpool leiku (svona þessa stundina).
  Vona innilega að Babel fái sinn skert af leiktíma og jafnvel eitthvað frammi eða í holunni, en líklegast er þetta bara óskhyggja.

 9. Hehe SSteinn, til þess skrifar maður upphitanirnar, til að koma sér í gírinn fyrir leikinn!

  Annars er ég sammála byrjunarliðinu hjá þér en þó kæmi það mér ekki á óvart að sjá Skrtel einnig í liðinu í þessum leik (Carra þá mögulega í hægri bak til að hvíla Arby) en annars er þetta langlíklegasta byrjunarliðið, sé miðað við meiðsli og fyrri störf.

  Þessi leikur leggst ágætlega í mig. United hafa unnið núna einhverja 8-9 deildarleiki í röð og þeir bara hljóta að fara að tapa stigum á endanum og þá verðum við að vera tilbúnir að nýta okkur það. Sigur á morgun áður en þeir spila úti gegn West Ham, sem hefur verið bogey-liðið þeirra undanfarin ár, væri mjög sterkt.

  Ég spái 2-0 sigri fyrir okkar menn. Torres og Kuyt setja mörkin. Líst vel á þetta.

 10. Hef alla trú á að við vinnum þennann leik á morgun. Alonso og Masc saman á miðjunni með Benayoun fyrir framan sig. Núna þarf hann (Benayoun) að sína fyrir alvöru hvað í honum býr, ekkert hálfkák núna. Smella tveimur til þremur mörkum á þessa vælukjóa í Portsmouth. Alveg tilvalið tækifæri til að sýna Pennant hvers vegna hann kemst í liðið hjá Portsmouth en ekki hjá Liverpool.

  “The trouble with referees is that they know the rules, but they don’t know the game.” -Bill Shankly

 11. æðislegt .
  06.02.2009 – 14:44 | Grétar Magnússon
  Torres og Alonso tæpir
  Það eru ekki góðar fréttir sem berast nú því Rafa Benítez mun ekki ákveða fyrr en á síðustu stundu hvort að hann geti telft þeim Xabi Alonso og Fernando Torres fram gegn Portsmouth á laugardaginn

 12. skil ekki reiði þína yfir leiknum gegn everton SSteinn, fa bikarinn er svo sem ágætis skraut en skiptir samt í raun engu máli. var ekki annars búið að banna að tala meira um þann leik á þessari síðu?

  við eigum að taka hafnarmynni létt enda eru þeir í algjörum vandræðum þessa dagana með slæmum leik eftir leik.

 13. Sælir bræður.

  Já, það er orðið langt síðan ég setti stafina mína hérna inn, en ég hef fylgst með umræðum síðustu vikna hérna, og hef bara ekki haft áhuga á því að taka þátt í þeim.
  Til þess að fá ekki á mig mögulega þráðránakæru, ætla ég að koma mér beint að efninu.
  Það er skelfilegt að missa Gerrard á þessum timapunkti (og reyndar hvaða tímapunkti sem er, ef út í það er farið), og ég er hræddur um að Torres hafi “verið ferskari í fótunum”, og ég er ekkert viss um að hann byrji inná, þó ég voni það auðvitað.
  En nú skal látið á það reyna Piltar !!! Ætlum við okkur að vera með eða ekki ? Ég hef fulla trú á liðinu og leikmönnunum og ég ætla að leyfa mér að vona, að við sýnum storkostlegt “come-back” í þessum leik og gersamlega göngum frá þessu Portsmouth liði. Ég er ekki að segja að við vinnum með svo miklum mun, en sigurinn verður þó aldrei í hættu, og afgerandi.
  Það er ekki einungis von mín, heldur líka spá að við sigrum þennan leik. Núna sýnum við úr hverju við erum gerðir og sönnum það í eitt skipti fyrir öll, að Liverpool snýst um meira en einn leikmann !

  Mér hefur oft á tíðum fundist gagnrýnin á leikmennina hérna í kommentunum, heldur ósanngjörn. Ég ætla svo sem ekki að bera í bætifláka fyrir frammistöðu leikmanna undanfarið, en ég er virkilega sannfærður um að þeir skúffi kjaftinn á okkur fullan að þessu sinni og sannfæri okkur um að þeir geti þetta vel.. það sé engin tilviljun að við erum þó staddir þar sem við erum.

  Vitur maður sagði eitt sinn; “Þegar maður missir vonina, þá er hefur maður misst meira en mann grunar” .. Ég hef ekki misst vonina á því að LFC taki dollu í vor og ég ætla að trúa því að leikmenn brýni hjörin og mæti í þennan leik, líkt og þetta væri síðasta orustan !!

  Áfram Liverpool …
  Carl Berg

 14. Flottur Carl Berg, við höldum áfram í vonina.

  Arnbjörn #18: Gott og vel, mín reiði beinist fyrst og fremst að því að leikmenn bláu #$/&#%/$”(&$(# fengu að ganga í skrokk á okkar mönnum trekk í trekk án þess að vera refsað almennilega fyrir það. Ég var orðinn smeykur um að missa út nokkra menn þarna. Þar fyrir utan þá veit ég hreinlega ekkert verra en að tapa fyrir þessu tiltekna liði.

 15. En hvernig er þetta? eiga Agger ogSkertel ekkert að fá séns á að spila saman í miðverðinum?
  Skil reyndar vel að vera ekkert að taka Carra út núna þegr gerrard er ekki með en samt. mig langar virkilega til að sjá þá saman
  Annars held ég að þetta sé vel skotið að liðið SSteinn. bara vonandi að spáin þín verði rétt.
  Ég hef fulla trú á okkar mönnum og verðum game on á morgun. Menn þjappa sér saman í fjarveru Captain fantastico

 16. Mætti mín vegna fara að slaka á þessu “Captain Fantastic” tali…..

 17. Já það hafa mörg undrabörn verið til af sögn manna en fá orðið það…..

 18. Ég er sammála Hólmari #5. Allt í lagi að gefa Kuyt smá frí á kantinum og vera með Benna sem er miklu duglegri a taka menn á og þar með skapar meiri hættu en eg hef ekkert á móti Kuyt en manni finnst bara svo oft vanta upp á boltatæknina hjá honum.
  Við rífum okkur upp í dag og blásum til sóknar:)
  Áfram Liverpool!

 19. Þessi leikur fer 1-1. Það getur vel verið að Man Utd fari að tapa stigum, en ég sé bara ekkert í spilunum um að það gerist.

 20. ég er nú pínu hræddur við þennan leik því það væri alveg týpískt fyrir Portsmouth að eiga toppleik á móti okkur og ná í jafntefli. Vona svo sannarlega að Torres og Xabi verði með og að þeir verði ekki með eitthvað væl. Nú þurfa menn bara að stíga upp og sýna hvað í þeim býr þegar að Gerrard er ekki með. Það þarf að sýna það og sanna að það eru ekki bara tveir menn sem halda uppi þessu liði sóknarlega. Benayoun og Babel fá vonandi séns í dag og báðir geta tekið “holu” stöðuna.

 21. Hvaða hvaða ótrú eru þettað á okkar mönnum. Við tökum þetta með 2ja marka mun ef ekki meira…. Ég fer ekki ofan af því að Agger sé jafn góður á miðjuni og hann er í vörn og ég þori að veðja að hann er betri þar en Lucas. Hann er sókndjarfur, góður skotmaður, ágætur með boltann og ágætar sendingar. Strákar og stelpur OKKAR TÍMI ER KOMINN…..

 22. David Ngog replaces Fernando Torres for this evening’s clash at Fratton Park, while Fabio Aurelio comes into central midfield. You can listen to the game live online from 5pm GMT.
  Torres played 101 minutes in midweek and is not yet ready to play three games in a week, meaning his French understudy gets a first Premier League start against Portsmouth.

  Alongside Torres on the bench will be Xabi Alonso, who has an ankle knock, meaning Aurelio stands in as a makeshift midfielder in the absence of the suspended Lucas and hamstrung Steven Gerrard.

  Meanwhile, Rafa Benitez has selected five at the back, with Daniel Agger returning.

  The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Dossena, Agger, Carragher, Skrtel, Mascherano, Aurelio, Benayoun, Babel, Ngog. Subs: Cavalieri, Torres, Hyypia, Riera, Alonso, Kuyt, El Zhar.

 23. Nei ég held ekki að Aurelio verði á miðjunni. Annaðhvort fer Agger á miðjunna eða við spilum einfaldlega 5-3-2. Er það ekki möguleiki
  Reina
  Arbeloa – Carra – Skrtel – Dossena
  Agger – Mascherano
  Kuyt Babel Aurelio
  NGog

 24. Einfaldast að tékka á Google Sigmar. Þar fann ég nokkrar skýringar.

  WHY IS PORTSMOUTH KNOWN AS POMPEY ?

  • Legend has it that a snoozing, drunken sailor interrupted a lecture on the Roman Empire given by naval temperance worker, Dame Agnes Weston founder of the Royal Sailors Rests, ‘aggie weston’s’.
   Upon hearing that an emperor of that name had died, the sailor shouted out ‘Poor old Pompey’, the name then stuck and moved into common usage.

  • More reliable evidence records a group of Portsmouth-based sailors, who scaled Pompey’s Pillar near Alexandria, Egypt, in 1781 and became known as the ‘Pompey Boys’.

  • Portsmouth has been a port since Roman times, with nearby Portchester as a Roman military base.
   When the port started to be developed locals nicknamed it Pompey, because Pompeii was well known for its Roman ruins.

  • The pomp and ceremony connected with the Royal Navy at Portsmouth led to the adoption of the nickname, Pompey.

  • Bombay was part of the wedding gift of Catherine of Braganza to Charles II.
   Portuguese seaman saw a resemblance between the two ports and may have called Portsmouth ‘Bom Bhia’ which became Anglicised to Pompey.

  • A drunkards slurred pronunciation of Portsmouth Point (where there are many taverns popular with sailors)

  • Ships entering Portsmouth harbour make an entry in the ships log Pom. P. as a reference to Portsmouth Point (this being too long).
   Navigational charts also use this abbreviation.

  • La Pompee was a captured French ship moored in Portsmouth harbour and used for accommodation, (captured 1793 and broken up 1817). There is a Yorkshire term pompey for prison or house of correction.

  • Volunteer firemen in the eighteenth century (known as pompiers) exercised on Southsea Common.

  Áhugavert!

 25. þakka þér, Sölvi.. var ekki að hugsa skýrt. 😛
  og já, þetta er nokkuð áhugavert..

Flottur sigur unglingaliðsins

Liðið gegn Pompey og Rafa