Flottur sigur unglingaliðsins

Í gær var stórleikur í FA-youth cup á Anfield Road.

Þar fengu okkar unglingar Chelsealiðið í heimsókn í 16 liða úrslitum keppninnar og skemmst frá að segja unnu Liverpool FC 1-0 sigur í ansi skemmtilegum leik, alvöru fótboltaleik sem hafði margt uppá að bjóða, hvort sem var öflugur varnarleikur eða flottir sóknarsprettir.

David Amoo, vængmaðurinn sem við fengum frá Millwall, skoraði sigurmarkið á 17.mínútu með fínni skallaafgreiðslu. Það voru margir flottir taktar hjá okkar mönnum og þó maður geti auðvitað aldrei sagt hvort þeir verða góðir voru margir mjög efnilegir menn í rauðu treyjunum.

Fyrrnefndur Amoo er gamaldags hægri útherji með mikinn hraða og hefur verulega gaman af því að taka menn á. Ince yngri var flottur vinstra megin á miðjunni og hafsentaparið Ayala og Joe Kennedy voru flottir. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá heimanaglann Kennedy sem er fyririliði liðsins og sýndi flott fordæmi með grimmum varnarleik og síkjaftandi.

En ég hlakka eiginlega mest til að sjá Lauri Dalla Valle á næstu árum. Finnskur senter sem mér sýnist vera með allt sem þarf til að verða alvöru senter, flottar staðsetningar, líkamlega flottur með mikinn hraða og góða fætur.

Var afskaplega glaður að eyða þessari kvöldstund fyrir framan tölvuna í gær að skoða þennan leik og bara lyftist heilmikið í sinninu eftir vonbrigðin á miðvikudagskvöldið. Skora á sem flesta að fylgjast með leiknum í 8 liða úrslitunum þegar þessir ungu menn taka á móti Bolton Wanderers á Anfield. Dagsetningin verður birt á heimasíðunni en hún er ekki ákveðin ennþá.

13 Comments

 1. Glæsilegt. Það gleður mig alltaf að fá fréttir af ungliðum okkar Liverpool manna. Virkilega ánægður með þetta hjá þeim

 2. Spenntur fyrir heimamönnum sem rífur kjaft, vona að það rætist meira úr honum Kennedy en mönnun eins og Hobbs.

  Horfiru á leikinn á lfc.tv með e season? Eða er hægt að nálgast þetta annarsstaðar?

 3. Sá leikinn á e-season í fínum gæðum. Svo er rásin líka á fjölvarpi fyrir þá sem búa í menningunni….
  Er reyndar ekki búinn að afskrifa Jack Hobbs, strákur verið að spila virkilega vel fyrir Leicester í vetur, liði sem er að rústa sinni deild þó það sé um League One að ræða. Held ennþá að hann geti nýst okkur, eins og Paul Anderson og David Martin reyndar líka, aðrir lánsmenn okkar í vetur.

 4. Nei, held að Guðlaugur sé of gamall fyrir unglingaliðið, sé bara gjaldgengur í varaliðinu…

 5. Það væri óskandi að unglingastarfið færi að skila af sér einhverri vonarstjörnunni. Ekkert komið upp síðan Gerrard, Owen og Carra komu í aðalliðið.

 6. Þessi leikur var í beinni á LFC TV og Chelsea TV. Gaman að sjá unglingana standa sig vel.

 7. Flott umfjöllun Maggi. Þetta er það sem gerir kop.is að þeirri frábæru síðu sem hún er. Mun klárlega reyna að sjá leikinn gegn Bolton. Veistu hvort þessar útsendingar rati á hina yndislegu myp2p?

  Ég hef engann af þessum u18 mönnum séð en vona virkilega að við fáum að sjá meira af Hammill, Pacheco, Nemeth, Darby og Plessis í framtíðinni en þar sem ég er forfallinn Hamann aðdáandi þá er ég mjög hrifinn af Damien Plessis og bind miklar vonir við hann. Síðan fáum við bráðum first-choice vinstri bakvörðinn okkar aftur og það er vel (smá Gummi Torfa hér). Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann þá lýkur þessu u20 móti 18. febrúar og vonandi nær Insúa að taka upp þráðinn frá því hann fór.

  Vona að menn nái að leggja bölmóðnum og gleðjast þegar við stökkvum upp fyrir Utd um helgina þar sem þeir tapa fyrir West Ham eftir magnað mark DiMichele á lokamínútunum.

  Góðar stundir

 8. Er ekki viss um þetta með myp2p, en spurning hvort hægt er að skoða á kop.tv svona stream linka….

  • líkamlega flottur

  Þú getur bara þakkað fyrir að það er búið að leggja niður Kompás!

  En að öllum aulahúmor fráskyldum, þá virðist hann hafa allt sem þarf til og ekki að furða að þetta “undisclosed fee” sem að LFC borgaði fyrir hann hafi verið talað um að væri milljón+.

 9. Góður Anton, viðurkenni alveg að þetta er kannski eilítið sérkennilegt, en þarna er ég að meina að hann er sterklega byggður, en samt einhvernveginn “snarpur” að sjá!!!

Af meiðslum fyrirliðans

Portsmouth á morgun