Everton annað kvöld

Ákvað bara að vera frekar í fyrra lagi að setja inn upphitun fyrir bikarleikinn okkar gegn “hinum Bláu úr neðra” svona til að hrista aðeins upp í okkur öllum eftir mikið fjör í gær, þegar þetta er skrifað eru um 200 komment að baki í þræði um brotthvarf Robbies nokkurs Keane. Þetta var í síðasta skiptið sem ég skrifa það nafn, lofa því!

Málið er að baki.


Enda miklu mikilvægari hlutir á næsta leyti, ekkert minna en fjórði Merseysidederbyslagur vetrarins og sá þriðji á 18 dögum! Nú aftur í FA-bikarnum á Goodison Park, miðvikudagskvöldið kl. 20:00 (langaði að skrifa eitthvað neikvætt um völlinn en nú erum við í jákvæðniátaki og ég er 100% sammála því svo ég náði að hemja mig). Baráttan um borgina góðu eru alltaf svakalegir leikir enda til mikils að vinna, t.d. það að labba skælbrosandi um miðborgina og brosa til fuglanna góðu á toppi Royal Liver Building!

Eins og alltaf er það frekar erfitt að stilla upp liðinu fyrir þennan slag, í raun ekkert auðveldara þó fækkað hafi í hópnum! Liðið var að koma úr erfiðum leik gegn Chelsea og mikið framundan þannig að ekki kæmi mér á óvart þó að Rotation-Rafa birtist okkur annað kvöld. Á sama hátt veit maður ekki hversu mikið hann vill leggja á Torres og hversu hratt, auk þess sem ég held að David N’Gog hafi verið spilari í leikriti gærdagsins og viðbúið að við fáum að sjá hann fá mínútur. Frá byrjun? Held ekki, en útiloka ekki!

Hættur að afsaka mig, á örugglega ekki séns í að jafna árangurs Kristjáns frá síðustu upphitun og læt bara vaða!

Cavalieri

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel
Kuyt

Tek það ákaflega skýrt fram að þetta er EKKI liðið sem ég myndi stilla upp en er að reyna að spá í stöðuna hjá Rafa sem er í miklu fótboltapólitísku plotti og er alveg örugglega farinn að horfa á Portsmouth og Real Madrid.

Vonandi hef ég ekki alveg rétt fyrir mér og Alonso, Torres og Reina verða í fyrstu ellefu í þessum leik. Því mig langar rosalega að vinna hann! Mjög margir vilja meina að þeir gleðjist meira yfir því að vinna United, en ég er því ekki sammála. United er svona stóri frændinn sem er stöðugt að ybba gogg og maður vill vinna hann til að geta látið hann heyra það. Everton er litli bróðirinn. Og við vitum öll hvað litli bróðir er ÓÞOLANDI þegar hann tapar og hvað það er gaman að geta glottað að honum áfram. Þess vegna tel ég Everton enn minn versta óvin þegar lið í Englandi koma til tals. Ekki nokkur spurning.

Ég ber samt fulla virðingu fyrir Evertonliðinu og tel David Moyes vera einn allsnjallasta þjálfarann í deildinni. Ekki versnar nú það að pabbi hans og bróðir eru miklir Íslandsvinir og öðlingar sem gaman er að spjalla við um fótbolta.

En fyrst og fremst hefur Moyes komið sér upp “pirrandi” liði sem afar erfitt er að vinna. Líkamlega sterkt lið sem verst afar skipulega og reynir að beita öflugum skyndisóknum. Auk þess ágætir í föstum leikatriðum…… Lykilmennina þeirra fáum við örugglega alla að sjá, Cahill, Arteta og núna hinn hárprúða Fellaini sem var í leikbanni í síðustu tveimur viðureignum þessara ágætu liða. Þeir fengu svo nýjan framherja á félagaskiptadegi gærdagsins, Brassann Jo frá Emirates City og viðbúið að hann fái að spila enda Everton verið framherjalausir síðustu tvo mánuði! Ég neyddi mig til að horfa á lungann úr leik tveggja verstu liða Englands síðasta laugardag og þá fannst mér ég sjá annað lið hjá Everton heldur en spilaði við okkur, virkuðu þreyttir og þungir, meira að segja frekar miklir kjúklingar bara. En það verður örugglega öðruvísi gegn okkur…


Bjartsýnin ríkir í Snæfellsbæ þessa dagana og ég er sannfærður um að við vinnum litla bróðir annað kvöld. Ég var víst búinn að spá eins marks sigri og held mig við það, spái 1-2 sigri okkar í hörkuleik. Ég var búinn að spá hver skoraði sigurmark en verð að breyta því og spái að Gerrard og Babel setji hann. Koma svo!

78 Comments

 1. Ég trúi ekki öðru en að Torres byrji bara inná, hann er buin að hvíla nóg. Eftir að hafa sett tvö á sunnudaginn, má bara ekki taka hann út, og ég er nokkuð viss um að Benítes geri það ekki í þetta skiptið.

 2. Jo mun ekki spila gegn okkur því hann kom inná í tapleiknum hjá City gegn Nott. For.

 3. Ef að Torres verður hvíldur væri gaman að sjá Babel á toppnum og Riera þá vinstra megin

 4. Síst af öllu vil ég að enn einn þráðurinn fari að snúast um öðlunginn hann Kuyt, en mikið hef ég nú óskað þess að hann hefði fengið að spila sem sóknarmaður þann tíma sem hann hefur verið hjá Liverpool. Ég hef nefnilega tröllatrú á því að hann myndi standa sig vel þar ef hann fengi tíma. Þess vegna vona ég að hann fái að spila frammi með Torres í þessum leik.
  Hvað úrslit varðar þá held ég að Torres ríði baggamuninn og við vinnum þennan leik því 1-2 (Everton með skallamark). Gerrard með hitt markið, enda lítið um sjóðheita markaskorara í liðinu um þessar mundir.

  p.s. Viljið þið vinsamlegast setja mann á þennan helv ástrala í leiknum.
  Takk.

 5. Sama hvernig liðið er nema ég vil sjá Benayoun í byrjunarliðinu bara takk fyrir og pent !

 6. Reina
  Arbeloa Hyypia Agger Auerlio
  Lucas
  Mascha Gerrard
  Benayoum Riera
  Babel

  2-0, Kuyt (kemur inna) og Benayoum.

 7. United er ekki stóri frændinn! Hann er enn sem komið er aðeins 17 ára.

 8. Síst af öllu vil ég að enn einn þráðurinn fari að snúast um öðlunginn hann Kuyt

  Góð leið til þess væri að byrja ekki að tala um hann í næstu setningu. 🙂

 9. Er 100% viss um ad Torres hvili i thessum leik, ma ekki vid of miklu alagi med tilliti til atburda undanfarna daga. Benitez aetlar greinilega ad treysta a ad hann meidist ekki thad sem eftir er timabilsins og tha tharf ad hvila hann stundum inn a milli.
  Annars get eg ekki verid sammala thvi ad Everton se versti ovinur Liverpool manna, allavega ekki theirra sem eru busettir utan Liverpool borgar. Everton leikir eru natturulega nagrannaslagar fra helviti og alveg hraedilegt ad tapa fyrir theim en fyrir utan tha leiki er mer alltaf soldid hlytt til theirra. Eg ber mikla virdingu fyrir Moyes og hef gaman ad thvi hvad their hafa verid ad styrkjast undanfarin ar.
  Ovinur nr.1, 2 og 3 er hins vergar, hefur alltaf verid og mun alltaf verda Man Utd.
  Annars aetla eg ad vera sammala sidasta raedumanni og spa 2-0 jafntefli.

 10. Liverpool á marga óvini, hvernig sem á það er litið. Hvort svo sem það sé Man Utd, Chelski, Arsenal eða Everton. Mér er eiginlega slétt sama um þessa bikarkeppni núorðið. Það eru eflaust einhverjir ósammála mér um það en ég hreinlega veit ekki hversu mikla áherslu við eigum að leggja á þessa bikarkeppni. CL og PL er það sem Liv á að einbeita sér að og ráðast á að fullum krafti. Ég held samt að þetta verði mikill baráttuleikur á morgun og við sjáum Lucas og Masca aftur saman á miðjunni á einhverjum tímapunkti í leiknum því miður. Hann verður bara að ná þeim saman í öllum þessum fjölda leikja sem eru á einu tímabili. Hugsunin hjá Rafa er greinilega sú að þeir VERÐI BARA að ná saman því þeir eru jú báðir miðjumenn og við þurfum breiddina. Kuyt á eftir að eiga góðan leik á morgun ég trúi ekki öðru þannig að látið hann í friði :0) Þessi leikur fer 0-1 fyrir Liv segi ég og skrifa og það verður Hyypia sem skorar markið með hjólhestaspyrnu í vinkilinn :0)

 11. UHHHHH. Er að reyna að hemja mig. Vill ekki vera að tala um þennan mann enn og aftur. Ég veit að þessi leikur vinnst, en svona til að koma í veg fyrir hjartaáfall hjá konu minni yfir öskrum frá mér þá ætla ég að leggjast á bæn fyrir svefninn í kvöld og biðja til gVuðs að Kuyt verði ekki solo framherji. Hann má spila hvað sem er, bara ekki vera einn frammi.
  Ég skil mjög vel að þú hafir sett hann þarna upp. Við vitum öll um mögulegt ástarsamband þeirra Benitez og Kuyt.
  Ég myndi frekar vilja sá hvern sem er úr varaliðinu koma inn í þessa stöðu og Kuyt á kantinum

 12. Maður segir ekki “ég vill”!

  En ég er annars bjartsýnn fyrir leikinn og vona að Benayoun fái sæti í byrjunarliðinu (aldrei hélt ég að ég myndi segja þetta), hann á það skilið.

 13. Leikurinn á morgun leggst bara nokkuð vel í mig. Menn hafa fengið aukið sjálfstraust með því að leggja Chelsea á sunnudaginn. Þó að það sé vissulega mikilvægast að vinna leikinn, þá held ég að það sé ekki síður mikilvægt að fara ekki í framlengingu og vító, þar sem að við leikum aftur síðla laugardagsins.

  Held að við tökum þetta 0-2. Skorum snemma í fyrri, Babel setur hann. Síðan tryggir fyrirliðinn þetta í lokin.

 14. Stóri frændi? Neineinei, við erum stóri frændi. 18 ára með 5 háskólapróf. Hinn er 17 ára með 2 eða 3 háskólapróf.

 15. Magnaðar fréttir: Degen meiddur í fimm vikur… Skítt með Keane, svona fréttir gera mann þunglyndan… 😀

 16. 17#
  En ef PL virkar ekki fyrir okkur, er ekki betra að vinna einhvað en ekki neitt. Við eigum að setja okkar sterkasta lið í þennan leik.

          Reina 
  

  Arbeloa Carragher Skrtel/hyypia Aurelio/Insua

  Benayoun Gerrard Alonso Riera

       Torres Ngog/ Zahar 
  

  Eigum ekki mikið af góðum strikerum þessa dagana en leikurinn fer 2-1 eða 2-0 torres með 1 og Benayoun

  Benyoun er snillingur

 17. Kiddi ég verð að vera sammála þér ég fékk bara nokkur aukaslög þegar ég sá þessa fyrirsögn Liverpool Suffer Injury Blow, Philipp Degen Out For February. ég spyr bara hvað er svona svakalegt Blow við að missa Degen hann hefur ekkert gert fyrir liðið annað en fylla sætið hans Kewell og er á góðri leið með að toppa tímabilið sem Harry karlinn spilaði aðeins 2 leiki.

  Varðandi leikinn á morgun er mér slétt sama liverpool má tapa honum fyrir mér svo við getum einbeitt okkur frekar að Cl og deildinni einhvern lýst mér ekkert á hópinn að berjast um 3 titla That´s just FACT.

 18. Ég væri til í að sjá Mmmpop fá séns í strikernum á morgun, leyfa Torres aðeins að ná andanum og svo kemur hann sterkur inn næstu helgi í deildinni.

 19. 20#

  Auðvitað reynir maður að vinna alla bikara 😛 En vona að við tökum Everton 2-1 og vinnum svo Real madrid í european cup

 20. Torres og Reina verða í það minnsta í byrjunarliðinu bara trúi ekki öðru. Svo er spurning um að dekka menn en ekki svæði í föstum leikatriðum hjá bláum, viðbjóður að fá á sig svona mörk eins og fyrri leikjum og það hjá þessu ástralska gimpi oojjjj. Ekkert B-lið hér, ég vill fá bikara í vor og það þrjú heil stykki takk fyrir, allavega stefna þangað. Ég staðfesti hér með 2-0 sigur Liverpool og það verður Riera með hægri nei djók. Torres með bæði segi ég.
  Áfram Snæfell
  YNWA

 21. Sælir félagar
  Það eru aðeins tveir menn sem eru 100% örugglega í liðinu. Carra og Gerrard. Þeir eru lífið og sálin í leikjum gegn Everton og liggja fyrr dauðir en tapa gegn sínum helbláu grönnum.

  Hitt er annað að ég var búinn að bóka Degan í byrjunarliðið. En þá er hann svo óheppinn að meiðast. Ég varð alveg standandi forviða að heyra þessi ósköp. Ég taldi nefnilega að hann væri lykilmaður í plönum RB í bikar, deild og meistaradeild. Ég sé ekki að við munum klára þetta fyrir vikið.

  Spái 3 – 0 tapi þar sem öll mörkin munu koma í gegnum hægri bakvörðinn sem ætti að vera Degan – en þá hefði leikurinn náttúrulega unnist. Hvernig læt ég.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Degen kom meiddur, náði einum eða tveimur pre-season leikjum, missti svo af upphafi leiktíðar vegna meiðsla en kom svo sterkur inn í liðið á móti Crewe í deildarbikarnum:
  http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N163120090203-1331.htm

  Kom aftur inn í liðið á móti Tottenham í deildarbikarnum:
  http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2008/nov/14/N162096081114-1350.htm

  Kom svo öflugur til baka með varaliðinu í síðustu viku:
  http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2008/sep/23/N161429080923-2222.htm

  Það er ekki eins og það sé alltaf það sama að hrjá kapann. Rifbein, ökkli, rist. Unbreakable!

 23. Erfiður leikur að venju gegn þeim bláu……hallast að 1-1 jafntefi og vítaspyrnukeppni. Þar kemur Pepe Reina að góðum notum og L’pool fer áfram.

 24. Ég hefði viljað sjá Ngog og El Zahar. Hyypia í vörnina því þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum. við þurfum turn í hornspyrnum okkar og Hyypia er þar fremstur meðal jafningja. Koma svo..skora a.m.k 2 mörk

 25. Við vinnum 1-0 Alonso skorar um 60 min, en getur einnhver sagt mér hvenar snillingurinn Insúa kemur aftur

 26. Skil nú bara ekki hvernig sönnum aðdáendum Liverpool dirfist að segja að þessi leikur skipti engu máli og það megi þess vegna nota varaliðið í þennan leik. Ég meina þessi leikur er á móti erkifjendum okkar og sigur gæti verið það besta sem bæði leikmennirnir og aðdáendur liðsins gætu fengið. Það væri nú þokkalega fínt að geta lesið einhver komment um það að við rasskelltum Everton í stað þess að lesa um það að Benitez hefði átt að gera þetta eða hitt.
  Þannig að ég krefst þess að sjá okkar besta hóp í kvöld og jarða þetta Everton lið í eitt skipti fyrir öll.

  Áfram Liverpool

 27. Það eina sem ég get gagnrýnt Rafa er að hann er of passívur og tekur sjaldan áhættur. Vona bara að hann setji almennilegt sóknarþenkjandi lið á völlinn í kvöld!

  Reina
  Arbeola Carra-Agger Aurelio/Insúa

  Benayoun Gerrard Alonso Riera

  Torres Babel

 28. Algjörlega sammála #37
  Okkar sterkasta lið ekki sp. ! Getum ekki tekið sénsinn á því að tapa þessum “derby” slag…….

  Áfram Liverpool !!!

 29. Ég vil bara fá alvöruleik með alvöru byrjunarliði. Þetta er mikilvægur leikur, ég vil að við stefnum hreinlega á að vinna FA-cup. Benayoun inn, hann hefur spilað vel.

 30. Þessi bikar er í augum margra jafn stór og að taka deildina. Hann gefur rétt til að spila í meistaradeildinni og svo er spilað um góðgerðaskjöldinn. (eða er ég að fara með rangt mál, endilega leiðréttið mig) Sterkasta lið eða þannig í kvöld, 0-3 koma svooooooooooLIVERPOOOL. 😉

 31. Ég var ekkert með neitt skítkast ef að “Ólafur Kr (#37) er eitthvað að beina þessu til mín. Ég var bara að segja að þessi bikar ætti ekki að vera áhersluatriði að MÍNU MATI. Einbeita okkur frekar að CL og PL. Auðvitað er þetta viðkvæmur leikur af því að andstæðingurinn er Everton en ég græt það ekkert ef við dettum út í kvöld, so sorry

 32. Sammála síðustu ræðumönnum um mikilvægi leiksins. Eigum ekkert að vera að spara menn í elstu og einni virtusti bikarkeppni fótboltans. Allavega er Steven nokkur Gerrerd sammála síðustu ræðumönnum hér:

  http://www.goal.com/en/news/1713/liverpool/2009/02/04/1093305/steven-gerrard-liverpool-must-beat-everton

  Sorry, kann ekki að gera þetta að tengli/Hyperlink

  Held að kappsmenn verði miklu þreyttari á jefnteflum og bekkjarsetu heldur en sigrum og spilatíma.
  Tökum þetta svo!!!

 33. Gott að Kóngurinn sé sammála flestum okkar 😉
  Áfram Liverpool………………..

 34. Flott upphitun Maggi. Ég vil sjá sterkt lið í kvöld og henda þessum bláu út úr þessari keppni, búnir að trufla okkur of mikið til þessa undanfarið þessir ná-grannar.

  En nei Már, sigur í bikarnum gefur ekki sæti í Meistaradeildinni.

 35. Til að Liverpool geti stimplað sig inn sem alvöru “threat” næstu árin verða þeir að keppa á fullum krafti í öllum keppnum. Það er hundpirrandi að benda fólki á evrópuárangurinn og fá alltaf til baka að önnur lið hafi verið title contenders í 3 keppnum en ekki við. Þess vegna eigum við að stefna á þrennuna í ár, ekkert minna. Ég spái annars 3-1 sigri með tveim frá Torres og einu frá Benayun. Cahill skorar fyrir everton.

 36. Okkar menn vinna þetta 1-3.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

 37. Vonandi að spá þín Grétar gangi upp, en ég vona þá að mark Cahill komi í restina í stöðunni 0-3. Ég hreinlega meika það engan veginn að sjá þetta smetti hans fagna marki.

 38. vill henda everton öfugum útúr þessari keppni, sjá sterkt byrjunarlið og þagga niður í þeim.

  Vill sjá Torres byrja og væri til í að sjá liðið svona:
  Reina
  Arbeloa – Carra – Skrtel – Aurelio
  Lucas – Alonso
  Benayoun – Gerrard – Riera
  Torres

  ég trúi ekki öðru en að menn verði vakandi núna í föstum leikatriðum og að tim cahill komist ekki nálægt boltanum í loftinu. annars hef ég engar áhyggjur af þessum leik, vinnum þetta 1-3.

 39. Vona að við förum ekki að spandera mönnum eins og Torres, Gerrard, Reina, Agger/Skrtel, Alonso í þessa gengisföllnu keppni.
  Spara kraftana og nýta þá þar sem máli skiptir.

 40. Skilur einhver pælinguna í að selja sóknarmann og fá engan í staðinn? Var Keane verri en enginn? Veikleiki liðsins er framávið, þrátt fyrir magnaðan Torres. Hugsið ykkur stöðuna ef við hefðum TVO sóknarmenn!!!!

 41. 50 ég bara spyr…gengisföllnu keppni??????????

  förum nú ekki að láta Everton slá okkur út…stilla upp sterku liði og klára þetta.Gott upp á sjálfstraustið að gera í framhaldinu…..

 42. Veit einhver hvar það er hægt að horfa á leikinn á netinu? Ekki með sopcast.

 43. Hvað með að horfa á leikinn á
  Justin.tv – MYSPORTS 1 – Live Streaming Video

 44. Flott upphitun að vanda.

  0-2!! Og leiðrétting á hinum tveimur leikjunum, förum í gegn nokkuð auðveldlega í kvöld. Eigum við ekki að vona að menn þjappi sér saman í kjölfarið á undanförnum atburðum.
  Gerrard og Kuyt.

 45. Helgi (#51) segir:

  „Hugsið ykkur stöðuna ef við hefðum TVO sóknarmenn!!!!“

  Við erum með tvo sóknarmenn, þ.m.t. einn sem hefur skorað helmingi meira en Torres í vetur. Þeir mynda saman eitt besta sóknarpar sem sést hefur í rauðu treyjunni í mörg ár.

  Keane var seldur af því að hann var ekki að bæta neinu við titilatlögu liðsins, af því að hann olli miklum vonbrigðum í vetur og af því að hann gerði mönnum ljóst að hann vildi frekar fara heim til Spurs en að vera notaður ’til vara’ fyrir möguleg meiðsli Torres fram á vorið. Hann var líka tekinn útaf í 18 af 23 deildarleikjum sínum fyrir Liverpool af því að hann gat ekki rassgat í þessum átján leikjum. Það kom enginn illa fram við Keane og það var hann, enginn annar, sem hafði óþolinmæðina til að vilja fara í janúar. Þetta voru einfaldlega kaup sem gengu ekki upp og því tók yfirstjórn klúbbsins viðskiptaákvörðun um að selja hann strax á meðan hann var ekki hríðfallinn í verði.

  Eftir standa Torres og Gerrard sem skelfa hvaða vörn sem er í heiminum saman. Án þeirra höfum við í vetur notað Kuyt einan frammi með góðum árangri (hann skorar ekki jafn mikið og Torres en það er staðreynd að liðið spilar góðan sóknarbolta með hann í fremstu víglínu, skoðið bara úrslit leikja í haust) og svo er það einnig jákvætt að brottför Keane þýði að Babel fái fleiri sénsa í fremstu víglínu, sem margir ummælendur hér hafa einmitt verið að biðja um lengi.

  Ég sé þetta þannig að með tilkomu Riera missti Babel eiginlega sitt hlutverk á vængnum, nema sem varaskeifa, og því má líta á brottför Keane þannig að Babel geti einfaldlega komið inn í staðinn. Að mínu mati erum við því með Torres og Gerrard sem sóknarpar og Riera og Kuyt sem vængpar og virðast þessir fjórir vera okkar fyrsti kostur sem sóknarsveit. Þess fyrir utan eigum við svo Babel, Benayoun, El Zhar og Ngog sem varaskeifur. Ngog er ungur og óreyndur en hefur þó skorað eitt gott mark gegn hollensku meisturum PSV í vetur (sem bendir til þess að hann geti þetta alveg) og hinir þrír geta kóverað allar stöður á miðju og vængjum.

  Það er því langt því frá að segja að við séum á flæðiskeri staddir fram á vorið. Ef Torres t.d. myndi meiðast myndi ég sjá Kuyt fyrir mér taka hans stöðu í fremstu víglínu og Babel/Benayoun fylla hans skarð á vængnum. Eins ef Gerrard myndi meiðast, eða Riera, eða Kuyt. Við eigum kannski ekki annan heimsklassa lone-striker eins og Torres er (áttum hann ekki fyrir mánudaginn heldur, eins og Keane var að spila) en þökk sé fjölhæfni Kuyt, Gerrard, Benayoun og Babel verðum við ekki uppiskroppa með sóknarkosti.

  Við komumst á topp deildarinnar á fyrri helmingi tímabilsins með Torres meiddan og án mikils framlags frá Keane. Við getum alveg klárað tímabilið með Torres heilan og Keane farinn.

 46. Jamm

  Lucas og Dossena, tveir frábærir leikmenn koma inn fyrir Aurelio og Mascherano.

  The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Lucas, Alonso, Gerrard, Kuyt, Riera, Torres. Subs: Cavalieri, Hyypia, Agger, Benayoun, Babel, Mascherano, El Zhar.

 47. Við skulum vona að Rafa hafi náð að stappa vitinu í hausinn á Lucas, hann á það alltof mikið til að brjóta heimskulega af sér, og það er aldrei gott að fá á sig föst leikatriði á móti Everton
  0-1 Gerrard
  Áfram Liverpool

 48. Líst illa á þetta, Lucas og Dossena – og Benayoun á bekknum. Ef einhver á skilið að byrja þá er það Benayoun

 49. ohh.. veit þetta er stuttur fyrirvari, en er einhver sem getur linkað mig inn á Sopcast rás eða eitthvað annað álíka til að sjá leikinn ? er allt að fara forgörðum hérna… kv. Bjarni

 50. Takk fyrir Kristján, en ég lít ekki á Gerrard sem hreinræktaðan sóknarmann. Hann er heilinn og hjartað í liðinu og gæti spilað flestar stöður á vellinum! En við þurfum killer frammi. Torres er killer. Nistelroy er dæmigerður killer, reyndar leiðinlegur leikmaður en hann skorar. Og þetta með að vinna leiki snýst um að skora mörk. Þá fást engin stig fyrir að halda boltanum eða gefa á samherja aftur að markverði. Ég vil killer sem skorar. Kuyt er duglegur hlaupari og býr til ýmislegt, en hann er ekki skorari. Hann var það reyndar í Hollandi. Þess vegna var mér spurn um Keane. Ég er enginn aðdáandi, það er liðið sem mér er annt um. Það að selja sóknarmann hálfu ári eftir að hann kom fyrir 20 milljón pund vekur upp fleiri spurningar en eðlilegt má teljast. Það er eitthvað þarna. Og af því hef ég áhyggjur.

 51. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Lucas, Alonso, Gerrard, Kuyt, Riera, Torres. Subs: Cavalieri, Hyypia, Agger, Benayoun, Babel, Mascherano, El Zhar.

 52. er framlengt ef leikurinn fer 0-0? eða fer everton áfram á útivallarmarki?

 53. Hvernig væri að sjá leikinn í sjónvarpi strákar? Annars er ég kominn á þann aldur (held stundum að ég sé langelstur hér) að ég er hættur að hafa verulegar áhyggjur. Hef bara áhyggjur! Ég man þegar Liverpool vann titlana eftir 1970. Þá var gaman! Reyndar rosalega gaman. Árin eftir 1980 voru ekki góð, sum raunaleg. Og það hefur verið erfitt að vera Liverpool-maður þegar önnur leiðindalið koma og taka pakkann, t.a. Man, Arse og Chel. Dagar æskunnar eru fallegir og ljómi fegurðar umkringja þá. Við munum eftir þessum strákum sem í dag eru gamlir menn (Keegan, Rush), en hvaða stráka eigum við í dag: Gerrard er eina sanna hetjan (fæddist þegar ég var 12 ára). Ég vona bara að liðið verði ekki í alspánskt á næsta ári. Er einhver hætta á því?

 54. Er einhver til í að finna upp nýtt lýsingarorð sem segir hversu viðbjóðslega lélegur Dossena er?

 55. var það ekki þannig hjá Tottenham um daginn að útivallarmörk telja bara eftir framlenginguÐ svo erf það fer 0-0 fer það amk í framlengingu ..?

Transfer Deadline Day: Keane og Saviola (uppfært: Keane farinn til Spurs)

Byrjunarliðið í kvöld.