Transfer Deadline Day: Keane og Saviola (uppfært: Keane farinn til Spurs)

Jæja jæja, eru ekki allir í stuði eftir gærdaginn? Mikið var það fáránlega skemmtilegt að fagna sigri á Chelsea í annað skipti á tímabilinu.

Allavegana, í dag er síðasti dagur félagaskiptagluggans. Það eru auðvitað framherjamálin okkar, sem eru í fyrirrúmi. Við munum uppfæra þessa færslu eftir því sem líður á daginn.

[The Guardian](http://www.guardian.co.uk/football/2009/feb/01/premier-league-liverpool-chelsea) halda því fram að Tottenham muni í dag bjóða 15 milljónir punda í Robbie Keane og að Liverpool séu líklegir til að taka því tilboði. Það verður að segjast að það hljómar ekki svo illa miðað við að Keane spilar nánast ekkert fyrir liðið. Einsog segir í blaðinu:

>”I spoke to the player today and he was OK,” Benítez said after the victory over Chelsea, which Keane watched from the directors’ box. “We were just talking about the game and afterwards he was very happy that the team had won. I think he will be here and he will be in my Champions League squad.” Within hours, however, that situation appeared to have changed after Tottenham formalised their interest with an improved bid.

Guardian segja að Javier Saviola, Argentínumaðurinn litli, sé líklegur arftaki Keane. Saviola er 27 ára gamall og hefur aldrei náð að standa undir þeim miklu væntingum, sem hafa verið gerðar til hans hjá Real Madrid. Hann er samt frábær framherji og myndi ekki vera dýr.


**Uppfært (EÖE) 13.27** Einsog Mummi bendir á í kommentum, þá hefur Liverpool tilkynnt að félagið hafi gefið Keane leyfi til að tala við Tottenham. Miðað við fréttir einsog á BBC, þá er talið að tilboð Tottenham sé um 15 milljónir (4 pundum minna en Liverpool borgaði síðasta sumar).

Uppfært (Babú)16:16:
Klúbburinn hefur samþykkt boð í Robbie Keane sem er þ.a.l. að öllum líkindum farinn aftur til Spurs og orðin einhver skrítnustu kaup í sögu Liverpool nútímans.
Núna er bara spurningin, hver kemur í staðin, ég giska á Lennon, Lennon á að vera í Liverpool, það er bara þannig :p

Uppfært (Aggi) 18:15:
Búið er að staðfesta söluna á Keane til Spurs og er rætt um 15 milljónir punda. Keane segir m.a. sjálfur:

“It proved not to be the right move for me. I know some Spurs fans will feel I let them down…”

Þetta er alveg stórfurðulegt allt saman en það er samt ljóst að Keane náði aldrei að tengja við liðið og Rafa sýnir að hann er óhræddur að játa mistök og selja þau frá sér.

213 Comments

 1. Eitthvað er gula pressan líka að tala um að Aron Lennon gengi upp í kaupverðið ef Keane færi aftur til Spurs

 2. Either way, hvort sem við fáum Saviola eða Lennon til liðs við okkur þá held ég að báðir komi til með að vera ágætis liðstyrkur fyrir komandi baráttu.

  Ég átta mig samt ekki alveg á þessu með Keane, mér finnst mjög undarlegt að hann sé að fara frá uppáhalds liðinu sínu eftir aðeins hálft tímabil. Það hlýtur eitthvað að vera að baki sem við fáum ekki að vita um, ef til vill ósætti milli hans og Rafa eða eitthvað í þeim dúr.

 3. Persónulega er ég alls ekki viss um að Saviola sé lausn á einhverju vandamáli hjá okkur, þá væri ég mun frekar til í að sjá Lennon sem myndi gefa okkur eitthvað nýtt á hægri vænginn.

  En ef við getum ekki bólstrað hægri kantinn hjá okkur (og þá hleypt Kuyt aftur fram með Torres eða sem backup fyrir hann) þá held ég að það besta í stöðunni sé að halda Keane amk út tímabilið í staðinn fyrir að fá eitthvað wildcard í staðinn.

 4. Ég held að Robbie Keane fari ekki neitt, einfaldlega vegna þess að eftir gærdaginn er fullkomlega ljóst að við erum enn í baráttu um titilinn og ég sé Rafa ekki breyta miklu. Eini sénsinn held ég að gæti orðið ef við fáum Aaron Lennon upp í kaupin, sem væri verulega góður kostur fyrir okkur. Lennon hefur verið að spila frábærlega fyrir Spurs að undanförnu og myndi styrkja okkar hóp. En ég held að þetta muni ekki gerast og Robbie verði áfram á Anfield.
  Er eiginlega á því að ekkert markvert hendi á Anfield í dag, annað en það að almennileg æfing verði haldin og vonandi fá leikmennirnir góðan rice pudding í mötuneytinu til að halda upp á sigurinn og undirbúa sig fyrir Everton.

 5. Ef ég ætti að velja á milli Saviola eða Lennon þá yrði sú ákvörðun ekki auðveld fyrir mitt leyti.
  Ef við fáum Lennon þá yrði það væntanlega (samt ekki viss) til þess Kuyt yrði minna á hægri kanti og væri minni í því að stoppa sóknarlotur vinstri bakvarða andstæðinganna. Heldur fengjum við Lennon sem er sókndjarfur með eindæmum og hann gæti haldið andstæðingunum við efnið og þeir þurft að stoppa hann í að sækja en ekki öfugt.
  Ef hins vegar Saviola kemur þá þýðir það eitt að Kuyt verður áfram á kantinum (Pennant farinn og enginn Lennon) sem ég er ekki svo rosalega hrifinn af nema í stórum leikjum. En vissulega þá vantar okkur framherja, nema að Kuyt kæmist í gamla gírinn sem einkenndi hann í Hollandi.

 6. Saviola yrði fín viðbót, ekki mikið verri en Keane. En að fá Lennon yrði dásamlegt, að fá hreinræktaðann kantmann. Hvenar var Liverpool sinast með 2 kanntmenn í sínum fórum???

 7. Skiptum á Keane og Lennon og fáum Saviola lánaðan út seasonið. Það væri frábært, ef mögulegt væri.

 8. eg er staddur i london og sky menn segja ad tottenham eru ad reyna ad fa saviola, en ef liverpool tekur nyja haekkada tilbodinu aetla tottenham menn ad sleppa vid ad reyna ad fa saviola og leyfa tar med liverpool monnum ad fa hann a lani i stadin.

 9. nyjust frettir fra skysportnews eru ad robbie keane er a leidinni til lunduna a medan eg skrifa tetta.

 10. Ég varð glaður að lesa um þennan áhuga Tottenham manna á Keane. Veit ekki hvort Saviola myndi bæta liðið mikið. Ekki nema með Torres í 4-4-2 leikkerfi.

  Ég sé allavega ekki fyrir mér að Tottenham láti Lennon fara fyrir Keane…..það væri mikill afleikur að mínu mati hjá Tottenham.

 11. Ég finn svakalega til með aumingja Keane, hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá draumafélaginu sínu.
  En það er auðvitað tilgangslaust að hafa hann ef hann á ekki að spila og frábært ef það væri hægt að stela Lennon frá Tottenham í leiðinni.
  Lennon á auðvitað hvergi heima nema í Bítlaborginni 😉

 12. 11.32: The Premier League, the FA and FIFA are holding talks regarding the possibility of extending the transfer window, due to the havoc the weather is causing here in the UK. Bad news for this reporter.

  Þetta er af transfer bloggsíðu tengdri Soccernet.

 13. Fyrst það er mánudagur í dag og kominn febrúar þá hlýtur ekkert að hafa gerst í þessum leikmannamálum hjá Liverpool. Ég vil heldur ekkert að Robbie Keane fari frá félaginu. Bíðið bara og sjáið, Robbie á eftir að skila sínu fyrir klúbbinn. Gefum manninum séns.

 14. Þetta er allt tómur skrípaleikur kaupa Keane á 20 millur og selja hann aftur nokkrum leikjum síðar á 15 millur hverskonar viðskiptaglundroði er þetta? Maðurinn hefur ekki fengið að sanna sig hjá félaginu fyrir þrjósku stjóranns. Eitthvað mikið hefur gengið á. Lýst ekki sérlega vel á Saviola hefur ekki spilað alvöru fótbolta nema að mjög takmörkuðu leiti síðusti mánuði hver er skýringin á því ? Aron Lennon lýst mér betur á en held að hann sé alltof óútreiknalegur og sókndjarfur fyir stjórann okkar. Best væri bara að halda Keane og málið er dautt

 15. Það yrði frábært að fá þessa leikmenn. Hraðir og snaggaralegir með góða tækni, einmitt það sem okkur vantar sóknarlega séð, sérstaklega á hægri kant. Þá hef ég alltaf verið hrifinn af Saviola, hann er með einstaklega góðar staðsetningar og nýtir færin sín vel. Ég held að báðir þessir leikmenn myndu styrkja liðið töluvert og auka breiddina. Sammála Júlli (11), ef Saviola kemur þá myndi Benitez sennilega þurfa að skipta yfir í 4-4-2 ef hann ætlar að nota Saviola með Torres. Það gæti þó vel virkað með Lennon á hægri kanti og Gerrard og Alosno á miðjunni. Lennon og Saviola á diskinn minn, já takk.

 16. Væri alveg til í að fá Lennon í stað Keane. Fá svo Saviola lánaðan út tímabilið með klásúlu um fyrsta kauprétt eftir tímabilið. er alveg kominn með æluna upp í háls að sjá Kuyt greiið hnoðast á hægri kanntinum.

 17. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér með Keane. Bæði að Parry hafi keypt Keane í óþökk Rafa og að Keane muni fara.
  Í fyrsta lagi þá trúi ég því aldrei að Rafa sé stjóri sem láti segja sér hvað á að kaupa. Við könnumst allir um söguna af borðfætinum og lampanum. Ef hann hefði verið neyddur til að kaupa Keane þá væri hann farinn. Ég efast um að Keane hefði fengið þessar 60 mínútur í leik ef svo væri.
  Í öðru lagi þá neita ég að trúa því að maður sem heldur jafn mikið með Liverpool og Keane gerir muni fara frá liðinu eftir hálft tímabil og sitji þar að auki brosandi uppi í stúku. Hann hlýtur að reyna sitt besta fram á vor, hið minnsta.
  Í þriðja stað myndi a) Sá Parry sem hefði þröngvað Keane inn á Rafa, samþykkja að selja hann strax með 5mill tapi. Eða b)Rafa ekki losa sig við 20mill punda mann eftir örfá mánuði og ýta undir þá kenningu að hann kunni illa á markaðinn.

  Að lokum vil ég að Rafa stjórni bara í stóru leikjunum og meistaradeild, en að Lee fá fullkomna stjórn í bikarleikjum og deild gegn liðum sem eru neðar en í 10. sæti.

 18. allir þið Liverpool aðdáendur eruð nú meiriu vitleysingarnir.
  þið kunnið ekkert gott að meta. Keane er meðal þeirra bestu sem Liverpool hefur átt. Reynið að fylgjast aðeins betur með honum þegar hann fær að spila. Margir hverjir fíluðu ekki Crouch mikið, hann var þvílíkt góður strikier, þó hann hafi ekki skorað mikið af mörkum þá var hann að taka við boltanum á e-n ótrúlegan hátt.
  þið eruð nú meiru pappakassarnir.

 19. Hveramaður á jaðrinum, ekki til neins félagi að láta svona. Þessi síða snýst um skoðanir og þær eru allar jafnréttháar.
  Þar sem ég reikna með því að þú lesir ekki þessa síðu oft vill ég benda þér á að við notum ekki niðuryrði hvert um annað og skora á þig að stofna svona síðu um þitt lið, hvaða lið sem það nú er. Þú getur rakkað okkar lið niður þar ef þú vilt.
  En smá fréttir af deginum, Peter Gulasci, okkar þrælefnilegi ungverski markmaður mun verða í láni hjá Hereford út tímabilið. Fínt mál.

 20. Valid point Hveramaður og ákaflega illa orðað. Það eru ekki allir poolarar sem hafa úthúðað eða gefist upp á Keane, og flestum held ég að hafi nú líkað vel við Crouch og væru alveg til í að hafa hann ennþá.

  Málið með Keane er að hann virðist alls ekki vera inni í plönum stjórans og Liverpool hefur einfaldlega ekki efni á 19-20 m.p. leikmanni sem er ekki í plönum stjórans. Þar fyrir utan virðist hann einfaldlega ekki henta okkar besta leikkerfi, 4-2-3-1.

  Ég vil halda Keane og óska honum alls hins besta, skemmtilegur karakter, en fyrst og fremst vil ég 15-20 m.p. leikmann sem er lykilmaður í liðinu og bætir einhverju við það, ekki bara á bekknum eða ekki í hóp.

  Annars eru svona dagar oft á tíðum langir og pirrandi og af því tilefni ætla ég að vera með smá þráðrán og benda á mann dagsins 🙂

 21. Keane hefði vel getað hentað í þetta kerfi 4-2-3-1 það var bara ekki vilji til að nota hann af einhverjum annarlegum ástæðum, Karlinn hélt ekki vatni yfir þessum kaupum í haust þannig að ég trúi því aldrei að hann hafi verið keyptur í óþökk hans sennilega hefur þjóðernið ekki heldur verið honum til framdráttar

 22. Keane mun fara og ég vil benda mönnum á það að verðið var 18m punda sem átti að hækka í rúmar 20m miðað við árangur Liverpool og fjöldamarka Keane,en talað er um að nýjasta tilboðið sé um 16m hjá Spurs.Það segir sig sjálft að þegar þú ert með Torres og Gerrard í þessar stöður frammi sem fyrsta kost,þá þarf ekki 18-20 m punda leikmann á bekknum sem er síðan stanslaust með fýlusvip og leyðindi þegar honum er skipt útaf það er ekki Liverpool viðhorfið.Það er alveg ljóst að Rafa vildi setja þessa peninga í Barry en ekki Keane þar sem að dúóið sem skoraði saman hátt í 60 mörk í fyrra er fyrsti kostur frammi.Tel að við séum að gera góðan díl þarna ef það klárast fyrir deadline.

 23. Var að sjá þetta á offical vefnum.

  “Liverpool Football Club have confirmed that they’ve granted Robbie Keane permission to talk to Tottenham Hotspur about a possible return to White Hart Lane but insist no deal has been finalised between the two clubs.

  An LFC spokesperson told Liverpoolfc.tv: “We’ve allowed Robbie to talk to Spurs but we’ve not yet finalised a deal with them for the player.” “

 24. 12.59: Liverpool have sent a couple of youngsters out on loan. Hungarian Under 21 International goalkeeper Peter Gulacsi has joined League One Hereford United until the end of the season and midfielder Adam Hammill has joined Championship side Barnsley.

 25. Adam Hammill líka farinn á lán, til Barnsley. Margir sem vilja meina að þessi strákur eigi sér framtíð hjá LFC.
  Svo skil ég ekki þessa þjóðernisumræðu hér. Er semsagt verið að velta því upp að breskir leikmenn séu ekki í uppáhaldi hjá Rafa? Og er þá hinn valkosturinn “ekki Bretar”? Er að spá í hvort t.d. Kuyt, Skrtel og Mascherano eru sömu þjóðar. Eða er kannski #24 kommentið bara að reyna að koma af stað klassísku rifrildi í þessum þræði???

 26. Echo segir að Liverpool hafi borgað 19, hitt átti að koma í árangurstengdum greiðslum. Stórefast um að þær hafi skilað sér!

  Segir líka að Tottenham borgi um 16 milljónir punda.

 27. Ef við ættlum að vera að berjast um dollur á þessu ári má Benitez varla við því að þynna hópinn. Trúi því ekki að hann selji Keane nema hann sé með replacement lined up.

 28. Hvað er það sem þú skilur ekki í þjóðernisumræðunni? Raffa virðist ekki vera sérlega vel við Breta miðað við meðferðina á þeim. skil reyndar ekki svar þitt alveg það virðis aðallega vera útúrsnúningur og afbökun á því sem ég sagði

 29. Raffa virðist ekki vera sérlega vel við Breta miðað við meðferðina á þeim

  Hvaða froða er þetta? Eru Carra og Gerrard ekki Bretar? Fékk Crouch ekki endalaus tækifæri meðan hann var hjá liðinu?

  Á ég að telja upp alla non-bresku leikmennina, sem hafa ekki fengið tækifæri eða verið seldir frá liðinu? Það er fráleitt að reyna að finna eitthvað mynstur í þessum málum hjá Rafa.

 30. Ég er algjörlega orðlaus þessa stundina sem gerist ekki oft. Það er í rauninni bara gott þar sem þau orð sem ég myndi nota færu öll í að hallmæla Benitez. Ég held að hann sé gjörsamlega búinn að missa það en þessi meðferð hans á Robbie Keane er algjörlega fáránleg!
  Svo er verið að tala um að LFC skortir pening en ekki finnst mér vera fótur fyrir því rugli þegar þeir geta keypt mann á 20.3m og selt hann á 4-6m minna hálfu ári síðar. Ekki nema hálfur milljarður rúmur bara gefinn takk fyrir! Eitt orð yfir þetta: GOBSMACKED!

 31. Jú þeir eru 2 og einfaldlega sálin í liðinu þannig að enginn þjálfari sama hversu þrjóskur og þver hann er myndi ekki hafa þá í liðinu. Er sammála því að Crouch fékk gott tímabil til þess að koma sér í gang og svo loks þegar hann var farinn að blómstra skora grimt bæði fyrir okkur og landsliðið er honum hent út. Warnock seldur þó að sé að mínu mati betri leikmaður en bæði Aurillo og Dossena, Hvað sagði svo Pennant strax eftir að hann kom til Pompey. Var bara að viðra þessa skoðun óþarfi að missa legvatnið

 32. Nóg af þjóðerni. Þjónar engu að rífast um slíka smámuni.
  Sammála Rosco með Keane, staðreyndin er einfaldlega sú að þú ert ekki með leikmann á bekk sem kostar 20 milljónir, eða réttara sagt rúmar 18 millur. Ef Torres og Gerrard eru heilir er held ég alveg orðið ljóst að í flestum leikjum er þeim stillt upp saman og því miður virðist Keane ekki ná sér á strik í þessum leikstöðum. Hefur ekki nýtt dauðafærin sín á toppnum og er ekki að ná að linka upp við miðjuna nægilega vel til að vera góður valkostur.
  Hins vegar er ljóst að ef að við fáum ekki neitt í staðinn fyrir Keane er viðbúið að við verðum talsvert viðkvæmir fyrir meiðslum og viðbúið að við séum að sjá yngri menn notaða meira og Kuyt karlinn verði senter í einhverjum leikjum. Eða jafnvel Babel fái meiri séns….
  En við skulum vera rólegir. Keane fékk að fara í læknisskoðun en liðin hafa ekki ennþá gengið frá neinu sín á milli og þangað til að allt slíkt er klárt er Robbie Keane ennþá nr. 7 í leikmannahópi LFC.
  Hins vegar kemur mér talsvert á óvart að það virðist orðið ljóst að hópur liðsins mun veikjast í janúar þar sem Keane og Pennant fara en enginn kemur í staðinn og ég viðurkenni fúslega að það er nokkuð sem ég er ekki sáttur við…..

 33. held að menn séu bara að reyna að koma af stað enn einu rifrildinu,Rafa hefur bara sýnt það að sama hvort menn séu spánverjar eða eitthvað annað þá hefur hann látið þá fara ef þeir hafa ekki staðið undir væntingum.Veit ekki betur en number one target Rafa í sumar hafi verið enskurlandsliðsmaður.Og varðandi Crouch þá vildi hann ekki nýjan samning við Liverpool. Ef hann væri með breska fóbíu eins og til að mynda Wenger þá hefði hann ekki keypt breska leikmenn eins og t.d Crouch,pennant,bellamy og gert allt sem hann gat til að kaupa Barry,.

 34. Ekki að ég vilji koma af stað riflildi heldur meira svona ég bara að eyða deginum í að fylgjast með transfer fréttum og sjá ykkur rífast….en ég tel mig vera sammála Þórhalli Jóns með Warnock. Hann er betri en bæði Warnock+Dossena til samans og hann ætti með réttu að vera vinstri bakvörður okkar núna.
  Mikið agalega er það sorglegt að horfa á Sky Sports fréttirnar……Ætli Robbie Keane hafi gert eitthvað svakalegt??? Ég meina, 6 mánuðir er í raun ekki nóg til að breyta framherja í kantmann!

 35. Sælir félagar
  Mér finnst Þórhallur#24 og 15 benda á atrið sem eru allrar athygli verð. Hvaða pólitík er það að kaupa mann á tuttugu millur og selja hann svo eftir hálft tímabil fyrir 15. Þegar Keane skorar 3 mörk í tveimur leikjum þá lendir hann útí kuldanum.

  Þýðir þetta að einn maður er meira en liðið? (með öfugum formerkjum) eða var RB svona óánægður með þessi kaup (sem kemur þá ekki fram fyrr en mjög seint) að hann vill hrekja manninn burt hvað sem það kostar?

  Auðvitað er við fífl (afsakið orðbragðið) að eiga þar sem eru eigendur og svo Parry. En samt – þetta er mjög sérkennilegt.

  Ég hefi sagt það áður á þessu spjalli að það voru mistök að kaupa ekki Johnson á hægri kantinn í janúarglugganum. Og þar kemur að því sem mér hefur fundist hjá RB í leikmannakaupum að oft/stundum vill hann ekki borga það sem það kostar að fá góða menn og kaupir í staðinn tvo meðalskussa.

  Lennon er auðvitað betri kostur en Keane. Af hverju? Jú það er ansi dýrt að láta 20 millur sitja á bekknum vegna einhverra hluta sem við þekkjum ekki. Lennon mundi örugglega nýtast betur og oftar.

  Svo vil ég benda á að ég sé ekki hvað “Hveramaður” (hverra maður??) hefur að gera á þessu spjalli. Hann er ekki umræðunni til framdráttar og skrif hans bera annarlegum sjónarmiðum (ó) fagurt vitni. Hann skrifa amk ekki með hagsmuni L’pool í huga.

  En sjáum hverju fram vindur. Ég hefi sjálfur mikla trú á Keane og tel hann liðsmann L’pool af hug og hjarta. Hann mun skila miklu til liðsins ef hann fær tækifæri til að spila sig inn liðið. Það fær hann ekki ef hann er tekinn útúr liðinum um leið og hann virðist vera að ná sér á strik. Mark hans gegn Arsenal var bæði gulls ígildi og afburða glæsilegt.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 36. rólegir ætla ekkert að rífast, fynnst þetta Keanemál hneyksli fyrir klúbbinn og ekki til að auka álit mitt á RB sem var nú reyndar ekki mikið fyrir. Það er líka ljóst að við þurfum nýjann mann í hópinn í stað Pennant og Keane er algjörlega sammála Magnúsi þar en tíminn er á þrotum í þessum glugga óttast ég

 37. Í sumar keyptum við Robbie Keane sem er as we speak í London á heimleið til Spurs, hverjar svo sem ástæðurnar fyrir því eru. Andrea Dossena sem var slegin út úr liðinu af 19 ára strák. Degen sem hefur verið meira meiddur heldur en Harry Kewell og David N´Gog sem bætir enn sem komið er ekki nokkrum sköpuðum hlut við þetta lið okkar.

  Hvernig er það, núna sex mánuðum seinna, eru þetta mestu vonbrigði sem Liverpool hefur gert á leikmannamarkaðnum…..bara síðan Souness var að stjórna liðinu eða ?

  Ef við ætlum svo að selja Pennant og Keane núna í janúar án þess að fá neitt í staðin þá held ég að það sé nokkuð ljóst að það þurfi að taka aðeins meira til hjá klúbbnum, og þá er ég ekki að tala um Benitez.

  Ég reyndar trúi ekki að Keane fari án þess að neitt komi í staðin og trúi raunar ekki ennþá að hann fari, lítur ekki vel út allavega fyrir stjórnarmenn Liverpool, stjórann og hvað þá Keane og gefa þessi kaup upp á bátinn svona fljótt.
  En þetta hafa verið eintóm vonbrigði engu að síður enda var maður spenntur í sumar með þessi nýju leikmannakaup okkar. Verst er að með því að losa sig við Pennant og Keane eykst mikilvægi Kuyt ennfrekar sem er með öllu óskiljanlegt að stefna á…….þannig að já það bara hlítur….og verður eitthvað að koma í staðin.
  Er John Barnes ekki samningslaus núna ?

 38. Hjartanlega sammála #38 og #39! Álit mitt á Rafa er svipaður og hitastigið hér í Wales (kuldastigið öllu heldur), og það er ekki Rafa til framdráttar að selja hann 189 dögum síðar með tapi. Jú, menn geta kannski sagt að hann sé að reyna að réttlæta sig með því að viðurkenna að hann gerði mistök með því að kaupa hann en ekki Gareth Barry í sumar. Það samt gerir í raun ekki auðveldara fyrir Rafa að fá leikmenn til liðsins í framhaldinu þegar menn eiga jafnvel von á svona meðferð eins og Keane fékk.

 39. Það er allt í fuck í Bretlandi vegna veðurs flug liggur niðri og margir vegir er lokaðir. Þetta er merki frá æðri máttarvöldum um að Robbie á ekki að fara til Spurs. Ef hann fer þá er Liverpool Fc ekki að fara að gera neitt í baráttunni við Man Utd.

 40. emm.. Hveramaður nr.20..
  okkur liverpool mönnum vantar einmitt bara menn sem geta skorað mörk. við eigum nóg af mönnum sem geta tekið boltan vel..

 41. Maður er eiginlega orðlaus yfir framkomu Liverpool gagnvart Keane. Ég var persónulega ekki hrifinn af því að fá hann í Liverpool einfaldlega vegna þess að mér fannst hann alltof dýr. Því miður stóð hann ekki undir væntingum en tímasetningin á brottför hans þykir mér ansi skrítin. Af hverju var hann ekki látinn fara um miðjan mánuðinn fyrst að ekki átti að halda honum, þannig að hægt hefði verið að fá einhvern í staðinn. Sjáum þó hvað gerist síðustu klukkutímana…..

 42. Miklu betra að selja Kean meðan eitthvað fæst fyrir hann, ekki er gáfulegt að láta hann verma bekkin í tvö ár og selja hann svo á slikk, maðurinn er 28 ára gamall

 43. Þetta er einfalt mál einare, í lok síðustu viku meiddist Defoe og verður frá í einhverja 2 mánuði. Tottenham var búið að vera að þreifa á Keane kaupum og láta svo vaða núna um helgina með nokkrum síhækkandi tilboðum.

  Horfið bara á hvað Spurs er búið að vera að gera undanfarinn mánuð. Kaupa aftur Defoe, svo Chimbonda og nú Keane.

 44. Ummælum eytt þar sem þetta var bannað innan 56 ára.

  En þetta ku í meginatriðum vera Spurs-ari sem var frekar ósáttur við Keane.

  Kv. Babú

 45. Ég veit ekki hver gerði þessi mistök að kaupa Keane en það er allavega gott að menn þori að líta í eigin barm og játa mistökin og leiðrétta þau sem fyrst. Það er allavega búið að framlengja frestinn svo stressið er aðeins minna. Ég var farinn að hafa áhyggjur að þetta myndi ekki fara í gegn sem væri hræðilegt fyrir Keane sjálfan og móralinn í liðinu.

  Vandamálið er hins vegar að við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í meistaradeildinni og það væri hræðilegt að hugsa sér liðið ef Gerrard eða/og Torres geta ekki spilað vegna meiðsla eða banns.

  Annars grunar mig að hann sjái fyrir sér að nota Benayoun meira og þá jafnvel í holunni þar sem Gerrard er vanalega. Benayoun er miklu betri leikmaður en Keane þó hann geti dottið niður á milli……þó það sé ekkert í líkingu við langvarandi ládeyðu sem einkennt hefur Keane í rauðu treyjunni.

 46. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvaða áhrif þetta hefur á hópinn sem þarf að skrá í CL. Ef ég man rétt komst Hyypia ekki í CL hópinn þar sem að það vantaði fleiri homegrown players eða eitthvað svoleiðis.

  Ég hef sagt það áður á þessari síðu að mér finnst Robbie Keane aldrei hafa fengið traustið frá stjóranum sem þarf. Fyrst að svo er ekki og ekkert stefnir í það er sjálfsagt að selja hann. Hann fer í bækurnar sem einhver verstu kaupin í enska boltanum ef að niðurstaðan verður -5m punda eins og allt stefnir í skv. fréttum.

  Saviola er einfaldlega ekkert sérstakur leikmaður. Hann er búinn að spila örfáa leiki fyrir Madrid sem samt hefur sárvantað framherja á þessari leiktíð.

 47. Mótmæli við Austurvöll kl 16 í dag undir yfirskriftinni “Robbie kyrr á Anfield”

 48. Þetta veikir liðið gríðarlega sóknarlega enda Degen einn sterkasti sóknarbakvörðurinn okkar. Fáir sem eru jafn duglegir að overlappa og hann.

  BTW hefur einhver séð overlap hjá bakverði Liverpool í vetur? Þeir fara stundum upp en þeir eru aldrei með neinn kantmann fyrir framan sig til að fara framúr.

 49. eikifr í kommenti #41.
  Rafa Benitez vildi Barry umfram Keane. Það var alltaf ljóst. Robbie Keane kom ekki upp á blaðið fyrr en ljóst var að Crouch, sem Rafa vildi klárlega halda, ákvað að fara til Portsmouth. Hins vegar réðst Parry af fullum krafti í Keane og fannst ekkert mál að eyða 18 milljónum í Robbie Keane.
  Hann á alveg samúð mína að hluta til, en að sama skapi hefur hann fengið allnokkra sénsa til að sanna sig í liðinu og núna held ég að ljóst sé að hann sé ekki að komast í liðið á kostnað T og G.
  Mér finnst það kostur hjá Rafa að hann losi sig fljótt við þá leikmenn sem hann sér að hann muni ekki nota, hvað þá ef að við erum að tala um að Spurs sé að borga 16.5 milljónir punda.
  Hins vegar krossa ég áfram fingur að óvænt detti eitthvað inn til okkar á síðustu metrunum í dag. Reyndar bíð ég nú líka frétta af morgunfundi Rafa með eigendunum……

 50. Þá er þetta komið á heint.
  Sorglegt fyrir alla aðila þó þetta hafi líklega verið það eina rétta í stöðunni.

 51. Rafa hlítur að kaupa einhvern í staðinn, ég bara neita að trúa öðru! Ég væri alveg til í Saviola, allavega á láni út tímabilið!

 52. Ef Quaresma er að fara til Tottenham er þá ekki líklegt að Aron Lennon sé að koma til okkar?

 53. Það er ekki séns að við seljum Keane nema fá eitthvað í staðin, og þá eitthvað bitastætt.

  Ef ekki þá hef ég meiri áhyggjur af fjárhag klúbbsins en ég hef haft hingað til.

 54. Það hlýtur að vera eitthvað í farvatninu, annað er ótrúlegt. Munið bara síðasta season þegar Skrtel kom…alveg einsog skrattinn úr sauðleggnum.

 55. Vá, þetta er rosalegt. Það er ekki hægt að segja annað en að hlutirnir séu fljótir að gerast í boltanum. Það eru blendnar tilfinningar varðandi þessa sölu, en ég var mikill aðdáandi Keane hjá Spurs og fagnaði kaupunum á honum í sumar. Aftur á móti hef ég bölvað hann í sand og ösku þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur, þar sem hann hefur engan veginn staðið undir væntingum. Ég var samt tilbúinn að gefa honum séns út tímabilið, en Rafa var greinilega búinn að missa þolinmæðina á honum. Maður verður að treysta Benitez með þetta.

  Ég er sammála þér Óli #59, þyrftum helst að fá einhvern í staðinn, væri samt frekar til í að fá einhvern sem hefur reynslu af ensku deildinni, en góðan striker sem er á lausu og spilar í ensku deildinni er ekki að finna á hverju strái. Spurning hvort hann spili ekki meira með Babel fremstan ásamt Torres, væri gott að fá einhvern góðan kantara í staðinn!!!!

 56. Sýnist að enginn sé að koma í staðinn; það eru 45 mínútur eftir af transfer-glugganum og hvorki heyrist hósti né stuna um að einhver sé á leiðinni… Eins gott að Torres og Gerrard haldist heilir fram á sumar. Og hvernig væri það ef toppbaráttan heldur áfram fram á síðasta leik að Robbie nokkur Keane skori sigurmarkið í síðasta leik tímabilsins á Anfield… Fyrir Tottenham? :S

 57. Er ekki málið að fá bara David Villa eða Sergio Aguero?

  Þetta er skelfilegt, við höfum bara nokkra klukkutíma til þess að missa okkur í mikilmennskubrjálæði í viðskiptaglugganum!!!

 58. Helv. fokking fokk (afsakið) er það eina sem mér dettur í hug. Mér finnst Keane grátt leikinn í þessu öllu. Keane og Torres hafa aðeins spilað tvo leiki saman síðan í lok nóvember og hefðu átt að fá lengri tíma saman.
  Skrifa þetta með öllu á spánverjann.

 59. Mótmælin stóðu ekki lengi enda mætti ég bara einn, hehehehe.
  Sorglegt, virkilega sorglegt. Kveðjum Robbie Keane með söknuði, frábær leikmaður sem náði ekki að sýna sitt rétta andlit. ÉG VIL FÁ EINHVERN Í STAÐINN. Koma svo.

 60. Þakka bara Keane fyrir ágæta tilraun, hefði mátt fá fleiri mínútur, en hvernig er það, eru allir svo vissir um að við krækjum í einhvern áður en glugginn lokar? eða eru menn að tala um sumargluggann?

 61. EF og það er stórt ef við fáum ekki annan topp striker í dag þá er þetta algjör uppgjöf og Benítes annað hvort neiddur til að selja eða hann algjörlega búinn að tapa glórunni.

 62. bara verða að setja þetta inn:
  Last game of the season, Liverpool needing a win against Tottenham to secure the title. Up steps Robbie Keane to score a last minute equaliser, and the wait for Liverpool continues …
  tekið af Guardian.co.uk

 63. Kannski smá þráðrán, en ég bara verð að leyfa þessu að fljót hingað

  (Tekið af http://www.guardian.co.uk/football/2009/feb/02/football-rumour-mill-transfer-deadline-day )

  4:32pm: Danny Murphy has signed a new contract with Fulham. And on the day on which we’ve been treated to many amusing look-alike suggestions, here’s something to make your side splits (even if it’s probably not true): Liverpool are going to replace Robbie Keane with Landon Donovan. All together now: hahahahahahahaha!

 64. Hvað á ég nú að gera við gráa varabúninginn minn með nr. 7 Keane aftan á ???

 65. Ótrúlegt. Selja Keane á síðustu mínútunum en kaupa engan í staðinn. Núna höfum N´Gog sem vara-senter fyrir Torres. Þetta er sannkallað tilhlökkunarefni. Þvílíkt metnaðarleysi hjá klúbbnum. Ótrúlegt helv…

 66. “Latest news on Keane and Liverpool is that an agreement has been made with Valencia over David Villa. This is why Liverpool are letting Keane leave. Villa and Torres up front,

 67. Hvar sérðu þetta Ómar.(#75). Ekki bulla svona í manni

 68. Svavar: Ég hló.
  Ómar: Viltu gjöra svo vel að geta heimilda! Það er svívirða að ljúga svona að manni!

 69. Það er talað um á BBC að Rafa hafi verið búinn að fá samþykkt tilboð í David Villa, þess vegna leyfði hann Keane að fara. Nú er bara að bíða og vona….

 70. Sá þetta á BBC.. nú er bara krossa putta og vona að það sé eitthvað til í því!!

 71. Þetta er ótrúlegt….. hverskonar rugl er þetta að kaupa fínan striker í deildinni á 20 mills , leyfa honum ekkert að spila eða gera neitt til þess að koma honum inní liðið eða auka sjálfstraustið og selja hann svo aftur hálfu tímabili síðar…..þvílíkur skrípaleikur. hvað gerist ef torres meiðist aftur spila 5-5-0….

 72. Ég ætla bara að byðja ykkur að gæta þess hvaða sögusagnir fara í gang, nú er helvítið hann Óli #79 búinn að kveikja í mér míkróskópíska von um að Villa komi þannig ef það klikkar lem ég hann

 73. Já, þetta er gjörsamlega ömurlegt ástand. Held svei mér þá að ég muni aldrei bíða þess bætur ef þetta er slúður…og verður það að teljast ansi líklegt.

 74. If I were a Liverpool fan, I’d want pictures on the club website of Fernando Torres literally wrapped up in cotton wool, because if he gets injured, their season is over. Dirk Kuyt and David Ngog up front? Fergie will be laughing into his Portuguese wine.

  Svo satt…
  Tekið af BBC

 75. Tek undir með Jónasi og legg nú til að þú danglir bara létt í hann nú þegar ef hann er í færi……að fara frá Villa (sem er ekki að fara gerast) yfir í að fá ekki neinn leikmann er vont.

 76. Þetta með Villa er ekki komið frá BBC per say – heldur getur fólk textað inn rumors.

 77. “Rumours range from Andriy Voronin returning from his loan spell to the likes of Eidur Gudjohnsen and Javier Saviola arriving on loan until the end of the season”
  Sá þetta á This is Anfield síðunni.

 78. Kristinn Jóhannsson
  þann 02.02.2009 kl. 16:47
  Hvað á ég nú að gera við gráa varabúninginn minn með nr. 7 Keane aftan á ???

  Hvað á ég að gera við Cisse#9, Berger#15, Mcateer#4,Camara#22og Larsson#7 Barcelona búning, ég á Norðurlandametið í lélegum búningakaupum.

 79. Getur ekki einhver slökkt á internetinu, svo maður getur gert eitthvað

 80. ,,Sean Dundee to rejoin Liverpool for 3million pounds”
  tekið af vef the Observer, þetta væri ekki ónýtt

 81. 89 Sissoko #22… Redknapp og Owen #10… maður á ekki að merkja búninga þetta veður svo kjánalegt þegar þeir fara svo frá félaginu

 82. Ég tjái mig nú ekki oft hérna, en núna ætla ég að tjá mig aðeins um hvað ‘mér finnst um Robbie Keane’. Þetta er æðislegt!! vona bara að Liverpool kaupi hann ekki aftur! Þessi maður var aldrei nógu góður til að spila í Liverpool, hann er alveg fínn fyrir Tottenham. Hann fékk nóg af tækifærum, ætlar einhver að segja mér að hann sýnt og sannað að hann sé Liverpool nr. 7. Að vísu þarf annan framherja til að klára þetta tímabil sem er að verða eitt það allra skemmtilegasta fyrir íslenska fótbolta aðdáendur… mögnuð spenna á milli Man Utd og Liverpool. En ég er er næstum því jafn ánægður eftir þessar fréttir að ég var eftir úrslitin í gær. En hvaða snillingur stjórnar kaupum og sölum hjá Tottenham, er þetta ekki þriðji maðurinn sem þeir hafa selt og keypt aftur?!? ótrúlegt! Nú þarf Robbie Keane aldrei að fara í taugarnar á mér aftur… nema hann byrji að fagna eins og hálfviti aftur. Áfram Liverpool!!!

 83. Keane farinn. Veiii… vildi aldrei fá hann. Ræði þetta við þig í hádeginu á föstudag Babú… Hí á ykkur sem keyptuð Keane # 7 treyjur…

  Væri til í að fá John Lennon aftur í Liverpool…

 84. var einmitt að láta smella Torres #9 núna rétt áðan aftan á treyjuna mína .. tel það nú ekki vera vitleysu 😀

 85. Þetta er trix hjá Tottinham, þekkið þið ekki söguna um mannin sem seldi sama hundinn 5 sinnum (strauk alltaf)

 86. Ég verð að fara í fjöskylduboð, ég setti son minn á netvaktina á meðan. Óli#79 það er eins gott fyrir þig að ég næ ekki í skottið á þér núna

  (helvítis fjölskylduboð)

 87. Sigtryggur, ertu til í að kaupa þér Kuyt#18, Lucas #21.

  En að sölunni þá er ég bara þokkalega sáttur, en ég set mörg spurningamerkið við þetta ferli frá byrjun. Og ljóst er að eitthvað er að innabúðar hjá Liverpool.

 88. Ég verð nú að segja að mér finnst allt þetta drama stórundarlegt. Keane hefur vissulega ekki staðið undir væntingum en stóð sig vel í kringum jólin og var síðan eftir það frystur. Það mætti halda að það hefði verið hann en ekki Gerrard sem lenti barbrawlinu þarna fyrir áramót. Nema ef Benítez hafi gefist endanlega upp á honum eftir Prestonleikinn þar sem hann var arfaslakur.
  En að ætla síðan að selja hann án þess að fá annan í staðinn er bara rugl. Ég hefði haldið að með Keane innanborðs og plús einn teknískur og skapandi hægri kantmaður þá gætum við hugsanlega hangið í Man U fram eftir vori. Þannig að nú er bara að krossleggja fingur og vona að þeir nái sér í einhvern góðan fyrir peninginn sem fæst fyrir Keane, ja svona næstu mínúturnar.
  Þetta eru veruleg vonbrigði eftir stórkostlegan gærdag.

 89. jæja offical Robbie Keane farin :S vonandi verður liðið styrkt eitthvað í dag :S klárlega vantar 1-2 leikmenn í þennan hóp ef við eigum að spila til titils í vor.

 90. Ég er ekki að skilja þetta. Vá hvað ég þoli ekki að sitja svona og bíða. Mig vantar fréttir af einhverjum leikmannakaupum. Ég trúi ekki að við fáum engan til að fylla skarð Keane í framlínunni. Hvað gerist ef Torres meiðist ?? N’gog er engan veginn tilbúinn og Kuyt er ekki framherji.

 91. það getur bara ekki annað verið að kallinn í brúnni fái annan sem ekki hefur verði lekið í fjölmiðla

 92. Þetta er að verða annsi skrautlegt, Rafa hlýtur bara að vera með eitthvað upp í erminni.
  En samkæmt því sem að maður les þá var Robbie keyptur á 18.mills og verðið gat farið upp í 20.mills miðað við árangurstengdargreiðslur. Nýjasta tilboðið frá Tottneham á svo að hafa verið upp á 16.mills. Engu að síður les maður á mbl að hann hafi verið keyptur á 20 og verði seldur á 15.
  En af hverju þessi skrípleikur í kringum Robbie Keane. Vil minna menn á það að Peter nokkur Crouch fékk held ég einhverja 18 leiki til að sanna sig og skoraði svo loks á móti Reading með því að skjóta í varnarmann og inn. Keane fékk nokkur tækifæri en nógu mörg, það er eitthvað skrýtið við þetta allt saman.
  Samkvæmt því sem maður les þá lítur þetta mál svona út:
  – Rafa vildi fá Barry en fékk ekki þrátt fyrir ítrekuð tilboð.
  – Stjórnin var spennt fyrir Keane en ekki Rafa.
  -Stjórnin hafði mikið um það segja hverjir fara og koma til Liverpool.
  -Stjórnin ákveður í óþökk Rafa að fá Keane, Rafa gefur Keane ekki nægan séns með Liverpool.
  – Rafa og stjórnin ná loksins saman um samning Rafa þar sem að Rafa fær aukin völdí leikmannamálum og hefur lokasvarið um það hverjir fara og koma til liðsins.
  – Í framhaldi af þessu er Keane seldur og nú er bara spurning hvort að einhver komi í staðinn?
  Samkvæmt fréttum þá er búið lengja opnunartímann á glugganum vegna veðurs í Englandi…
  -Rafa á að en

 93. var líka að lesa að leikmannaglugginn er lokaður núna. lokaði kl 5 úti í bretlandi þannig að ég geri ekki ráð fyrir að við séum að fá jólagjöf núna. smá von kannski útaf miklu snjóþyngsli og sum leikmannaskipti fá kannski að sleppa, eigum ennþá eftir að lesa hvernig fer með Arsavin sircusinn, þannig að það er enn smá von þó hún sé ekki mikil :S

 94. Já skulum rétt vona að það hafi verið samið við mann, t.d frá Spáni, fyrir lokun sem kemst ekki í læknisskoðun og slíkt vegna veðurs.
  Samt furðulega lítið um gossip

 95. Hreinlega trúi ekki að Keane hafi farið án þess að einhver hafi komið í staðinn……bíð í örvæntingu að heyra eitthvað suprise move.
  Ef þetta er niðurstaðan er ljóst að lið Liverpool kemur veikara til leiks í seinni hluta mótsins en þann fyrri.

 96. Þessi Keane transfer finnst mér bara stórundarlegur. Alla vega magnað að borga Spurs 5 m punda í leigu í hálft ár…

 97. jeinar, Keane var keyptur á rúmar 18 millur og seldur á 16 millur.. það eru 2 ekki 5

 98. já sæll hvað er gangi hérna… er nú ekki að kaupa þetta með david villa, langar mikið í hann er bara ekki að sjá þetta gerast! hann kostar +28millur… langar mikið í lennon þá getur loksins komið almennileg ógn upp hægrikannt… er þetta með saviola lýst mér líka helvíti vel á en er ekkert að missa mig sko…

 99. Slæmar fréttir. Echo segir þetta:
  Rafa Benitez gave the transfer his blessing this morning and is prepared to go the rest of the season with only Fernando Torres as a recognised frontline striker.

  Og líka:
  Though Liverpool’s coffers are set to be swelled by a major incoming transfer fee they are not set to make any signings and the Reds boss will have to make do with the squad he has for the rest of the current campaign.

 100. Það væri gaman að fá Saviola, eða Lennon, en það væri ennþá betra að fá Villa, þó svo að það sé ekki séns.

 101. Já og hættiði nú að pósta ruglinu sem almenningur í Bretlandi er að senda til BBC í gamni sínu…

 102. Þetta voru heldurbetur slæmar fréttir, Hjalti… Það er alls ekki sniðugt hjá honum. Torres er BARA búinn að meiðast tvisvar í ár… Helvíti!

 103. Jæja.
  Enn berast engar fréttir frá Rafa eða eigendunum, hvað þá eitthvað um nýjan framherja.
  Ég verð að viðurkenna að ég hef töluverðar áhyggjur af ósætti í stjórnendahópnum og satt að segja veldur það mér mun meiri áhyggjum en því að Robbie Keane gafst upp.
  Ég óska honum auðvitað góðs gengis á WHL þar sem ekki eru gerðar til hans nándar nærri sömu kröfur og á Anfield Road. Ég held að lokum hafi orðið honum að falli að hann var afar óstöðugur í leik sínum, átti góða leik og svo aðra í staðinn. En eins og með Bellamy, Voronin, Josemi og Kronkamp hefur Rafa tekið eftir því að Keane féll ekki inn í hans framtíð og lét hann fara fyrir metupphæð í sögu félagsins. Slær út metið hingað til sem var Robbie Fowler. Er maður ekki bara nokkuð sáttur við það???
  Vona bara að þessi peningur verði settur til leikmannakaupa, en ekki í vaxtagreiðslur. En sennilega verða engin leikmannakaup í dag…..

 104. Nákvæmlega hvað er félaginu til skammar Þórhallur? Losa sig við leikmann sem þjálfarinn telur ekki nógu góðan og er afar lítið vinsæll á meðal áhangenda eftir satt að segja slaka frammistöðu hingað til fyrir metfé???
  Það er nú margt sorglegra til í boltanum að mínu mati og hver veit nema að þetta t.d. þýði fleiri mínútur fyrir Ryan nokkurn Babel. Ég er bara alveg til í það takk fyrir, þ.e. ef þessi peningur fer í alvöru mann næsta sumar…

 105. Jónas Færeyingur, ég held þú verðir að dangla aðeins í mig! Mér þykir fyrir því að hafa kveikt einhverjar vonir hjá fólki, ég las þetta bara og skellti þessu hingað! Biðst innilegrar afsökunar!

 106. Ég vona að þú sért að grínast Maggi með þessu metfé bulli. Ertu raunverulega að reyna að mála þennan Keane farsa í jákvæðum litum, frá peningalegu sjónarmiði? Maðurinn er keyptur síðasta sumar á meiri pening en við seljum hann núna. Ef hann hefði verið keyptur á 100 milljón pund í sumar og seldur á 80 núna, værirðu þá líka bara himinlifandi, af því það væri metfé. Sorrí, en þetta er með því allra vitlausasta sem ég hef lesið.

 107. Láta Robbie bara spila spila og spila. Benitez vantar stundum þolinmæði en á hinn bóginn ef hann er að fara þá er eins gott að eitthvað annað sé farvatninu annars er þetta heldur veikt þarna uppi ef Torres missir úr leik.

 108. helvíti, helvíti og aftur helvíti… við verðum semsagt að taka deildina, meistaradeildina og bikarinn með 1 framherja… en, það tekst samt.

 109. en á öðru máli. Er ég sá eini sem er að drepast úr tilhlökkun í Real Madrid leikina?

 110. Meðferðin á Keane er til skammar. Kaupa mann á háa fjárhæð og stór tapa síðan á honum nokkrum mánuðum síðar. Þó að samkvæmt fréttum séum við að fá metfé fyrir hann erum við samt að tapa peningum á honum. Vonandi fær Babel að spila meira en hann á samt langt í land með að verða jafn góður og Keane. Maður verður bara að vona að enginn meiðist í vetur

 111. ætli Aaron Lennon komi þá ekki í sumar? eða kanski Garreth Barry?
  maður verður bara að láta sig dreyma…

 112. Hefði verið nett að ná að selja Keane á þennan pening og næla í Podolski í staðinn, ennnn nei hann fékk bara að rölta til Köln allveg óáreittur :/

 113. Við unnum Chelsea án hans, fyrst svona orðið er þá tökum við Real Madrid án hans líka. Torres verður í ham það eftir lifir tímabils. Hættum þessari svartsýni þetta verður ekkert mál.

 114. Furðulegt, Keane fékk aldrei séns og virðist einhverskonar fórnarlamb valdabráttu Rafa og Rick Parry. Vont mál að slíkt komi niður á liðinu sem það auðvitað gerir því enginn virðist koma í staðinn og því ljóst að þetta veikir liðið. Ég er enn á því að Keane hefði getað staðið sig fínt með okkur ef hann hefði fengið séns en ekki leik og leik og tekinn úr liðinu ef honum varð á að setja mark. Skrýtið mál sem sýnir ásamt Agger máli og samningsmálum Rafa að það því fer fjarri að hlutirnir séu í lagi bakvið tjöldin á Anfield.

 115. Af hverju var ekki hægt að reyna að fá Saviola að láni? Maður á hrikalega erfitt með að melta þetta. Við í 2.sætinu, 2 stigum á eftir Man U, vorum að skella Chelsea í gær og svo uppgjöf daginn eftir. Það er langt síðan maður hefur orðið fyrir meiri vonbrigðum með klúbbinn, verð bara að segja það. Sama hvað menn segja þá er alveg ljóst að þetta veikir liðið verulega.

 116. Hver í andskotanum er tilgangurinn með því að veikja leikmannahópinn í lok janúar. Get eingan vegin skilið þennan hálvitalega gjörning, ef enginn á að koma í staðinn. Torres hefur nú ekki alveg verið heill stóran part af tímabilinu og ekki miklar líkur á því að hann sé að fara að spila alla leiki sem eftir er. Keane var nú líka búin að ver mjög góður í meistaradeildinni og hún er núna handan við hornið og við sitjum uppi með einn frambærilegan framherja (reyndar stórkostlegan) en hvað ef hann fær leikbann eða meiðist þá held ég að flestir myndu vilja hafa þann kost að hafa Keane til taks.
  FOR HELVEDE

 117. Hvernig getur það veikt liðið verulege að maður sem nánast ekkert fékk að spila (og þegar hann spilaði gékk ekkert upp hjá honum) sé seldur

 118. Gaman að sjá að Liverpool getur ekki fengið þá leikmenn sem þeir vilja… líkt og með Barry í sumar og að mig minnir Alves um árið (og fleiri mæti eflaust telja) enn þeir geta tekið 5 milljónir punda og fleygt þeim út um gluggann… frábær viðskiptahugmynd og eiga þessir kumpánar ekkert nema klapp á bakið og í lófa…

 119. Það var alltaf slæmt Karma í kringum Keane. Úr því sem komið var var enginn betri kostur í stöðunni en að fá eins mikinn pening fyrir manninn til baka og kostur var. Menn geta gagnrýnt kaupin á honum blessuðum, meðferðina, lítin spilatíma en söluna sjálfa? Nei, varla.

  Ég þurfti sérstaklega að einbeita mér við það seinasta sumar að átta mig á því hvað honum gekk eiginlega til með þessum kaupum. Það var deginum ljósara að hann var ekki að fara setja Torres á bekkinn, ekki Gerrard heldur, heldur ekki Mascherano. Hvar átti að koma þessum manni fyrir? Átti að brjóta upp einstaka samvinnu Gerrard og Torres með því að setja þennan mann á milli þeirra? Hvernig átti þetta eiginlega að ganga? Eða var 20mpunda maður hugsaður sem Squad-rotation player? Ég skyldi þetta aldrei fullkomlega, en maður treysti Rafa og vissi sem var að Rafa vissi meira en maður sjálfur. Varði þess vegna kaupin og gladdist yfir því að keyptur væri maður af slíku kalíberi.

  Ég fór fyrst að efast um hugarfar Keano þegar ég las viðtal við Carragher einhverntímann í haust. Carra var að tala um aðferðir Benitez og nefndi sem dæmi af æfingasvæðinu þegar Keane segir eitthvað sem svo við Carra og Gerrard ,,Díses kræst, hann kemur fram við ykkur eins og 16 ára lærlinga!” Þarna fór ég að efast. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri kominn í alvöru klúbb, með alvöru samkeppni, með alvöru stjóra. Klúbb þar sem menn þurfa að vinna fyrir hlutunum og ekkert er gefið með nafninu einu. Gamli púllarinn ætlaði að hafa það næs hjá Liverpool með sínum búddís Gerrard og Carra og hafa það næs.

  Sömuleiðis tók ég eftir því að það var eins og Keane bæri alltof mikla virðingu fyrir ákveðnum leikmönnum liðsins. Ég tók nokkrum sinnum eftir því að þegar Gerrard framkvæmdi einhverja heimskulega hluti inn á vellinum í stað þess að gefa á Keane í miklu betri stöðu þá þagði Keane, í stað þess að hella sér yfir hann og heimta að hann gæfi helvítis tuðruna. Virðingin sem hann bar fyrir honum (minnimáttarkenndin) var of mikil. Algjöra andstæðu þess tók ég eftir þegar einhverjir kjúklingar eða minni spámenn gerðust sekir um sömu hluti, þá spilaði Keane sig stóran.

  Það er mismunandi hvernig leikmenn bregðast við mótlæti. Craig Bellamy t.d. var skemmtilegur karakter að þessu leyti. Hann hellti sér yfir allt og alla við öll möguleg tækifæri og ef hann var tekinn útaf bjóst maður alveg eins við því að hann næði í dræverinn eða vélbyssuna og myndi hreinlega afgreiða Benitez kallinn. Attitúd sem stundum gat verið pirrandi, en það var að minnsta kosti attitúd. Meira að segja prúðmennið hann Crouch var yfirleitt reiður þegar hann var tekinn útaf. Keane hinsvegar fór alltaf í fýlu, setti á sig skeifu og maður óttaðist það oft að hann myndi hreinlega fara að gráta. Ég sé fyrir mér Keane grenjandi inn í búningsklefa með sjúkraþjálfaran stumrandi yfir sér. ,,En ég er Robbie Keane, það á ekki að taka MIG útaf, veit hann ekki að ég var ógeðslega góður hjá Tottenham?”

  Þegar það kemur síðan í ljós að Rafa hafa aldrei viljað þennan mann til að byrja með, þá get ég ekki annað en lýst þakklæti mínu yfir því að Rafa skuli ekki hafa labbað út þá og þegar og að við höfum þó náð 15mpunda til baka.
  Varðandi hvað ef vangaveltur ef Torres meiðist; þá breytir Keane engu þar um. Ef Torres meiðist aftur þá erum við fucked, royally fucked. Keane hefði engu breytt með það. Það er aðeins eitt sem við getum gert ef við viljum baktryggja okkur gagnvart meiðslum Torres og það er að kaupa Cronaldo og haft hann á bekknum ef Torres meiðist. Slíkt er hinsvegar ekki að fara að gerast og því ekkert annað að gera en að vona það besta. Auk þess er N’Gog sniðin inn í framherjastöðuna í leikkerfinu 4-5-1. Eitthvað sem Keane var ekki. Þó Keane sé vissulega betri leikmaður, þá treysti ég N’Gog betur til þess að leysa það hlutverk. Betra er að hafa lélegan mann í stöðu en góðan mann ekki í stöðu. Það kemur róti á allt liðið og smitar út frá sér.
  Hópurinn er vissulega búinn að veikjast í janúar, en á móti er hann búinn að þéttast. Tvö skemmd epli (Pennant og Keane) eru farin og því meira pláss fyrir hina.

 120. þvílík og önnur eins grimmd að setja þessa Villa frétt inn… hefði miklu frekar viljað sleppa því að sjá þetta, þó þetta sé bara eitthvað spjallborð sem ekkert er hægt að marka, þá tók hjartað mitt svolítinn kipp… jæja, eins gott að Torres greyið haldist heill

 121. Hallelúja Kristinn í #142.
  Ætlaði að svara með langloku en þú sagðir allt sem þurfti.
  Langar sérstaklega að spyrja menn hvort þeir séu í alvöru að tala um það að sá Robbie Keane sem við höfum séð í vetur hefði breytt himni og jörð við meiðsli “El Nino”.
  Held nefnilega alls ekki!
  Svo er fullkomlega ljóst að Liverpool keypti Keane á 18 milljónir punda, auk bónusa fyrir frammistöðu, þ.e. leiki fyrir Liverpool og mörk. Satt að segja þá er nú ekki líklegt að mikið fari fyrir þeim greiðslum.
  Það sem þarf að vera á hreinu er að þeir peningar sem félagið fékk til baka fyrir Keane í dag muni verða settir í að styrkja liðið næsta sumar, og þá verði keyptur til liðsins maður sem gengur inn í 11 manna liðið útfrá því leikkerfi sem verið er að spila. Þess vegna bíð ég enn frétta af RB og stjórnarliðinu…..

 122. Ég hreinlega trúi ekki að við fáum ekki mann í staðinn fyrir Keane, bara trúi því ekki!

 123. Eitt sem ég skil engann veginn. Hér talar annar hver maður um að Keane hafi ekki fengið neinn sjéns, lítið fengið að spila o.s.frv. Þannig að ég fletti þessu upp og svarið kom mér mjög á óvart.
  Maðurinn spilaði 28 leiki fyrir Liverpool á hálfu ári. 23 sinnum í byrjunarliði. Það er nú ekki eins og hann hafi verið í einhverri frystingu. Hann fékk stuttann tíma en í rauninni mjög marga leiki.
  En það að við fáum engann í staðinn kemur mér svolítið á óvart. Átti von á einhverju laumuútspili. En aðrir menn fá þá bara sjénsinn.

 124. Ég græt það nú ekkert voðalega mikið að Keane sé farinn, EN ég bara trúi því alls ekki að við séum ekki að fá neinn í skiptum og á meðan Chelsea fá í leikmann eins og Quaresma á láni.
  Vonbrigðin eru gífurleg ef ekki kemur frétt í kvöld sem segir að við höfum gert samkomulag við einhvern framherja. Þangað til þá heldur maður áfram að refresha ( er að Geggjast)…….

 125. Hann spilaði t.d. aðeins 4 leiki í deildinni frá byrjun til enda. Hann og Torres hafa aðeins spilað 2svar saman síðan eftir leikinn gegn Everton í nóvember. Inn – og útskiptingar hafa verið, að því er virðist tilviljanakenndar eða gerðar með það að markmiði að hægt væri að losna við hann sem fyrst. Hann er þriðji markahæsti maður liðsins í mörk/mín í deild og CL.
  Hann átti að fá séns með Torres….. réttara væri að segja að við stuðningsmenn vorum sviptir tækifærinu á að þeir næðu almennilega saman.

 126. Mér finnst persónulega ekki skipta neinu máli hvað Keane fékk marga leiki eða mínutur. Þær mínútur sem ég sá með honum voru daprar og ég held að 142 hafi hitt nokkuð vel á þetta.

  Allavega það var ekki eins og hann þyrfti að venjast deildinni, málið var bara að hann fittaði ekki inn og var eins og álfur úti á túni ef undan er skilinn WBA leikurinn.

  Farið hefur fé betra, meeeeh

 127. held að það sé tími fyrir Babel að spila sem striker eins og hann vill, Pacheco er buin að standa sig vel fyrir aftan N’gog með varaliðinu en það væri geggjað að fá mann eins og David Villa en mjög ólíklegt.

 128. Oftast reyna lið að styrkja sig í Janúar glugganum, ég sé ekki mikið eftir honum Robbie Keane en við erum alls ekkert að styrkja liðið í þessum transfer glugga. Á að leggja allt undir að Torres meiðist ekki þegar hann er meira og minna búinn að vera meiddur allt tímabilið?

  Bekkurinn hjá okkur er ansi slakur finnst mér, hefði alveg verið til í að versla einhvern supersub sem gæti komið með eitthvað action inn af bekknum þegar 15-20 minutur eru eftir og allt stefnir í jafntefli. Þá myndi Rafa kanski fara að nota skiptingarnar meira.

  Ég vona bara að Rafa sé að púlla pókerfeisið og sé með einhvern Ás upp í erminni.

 129. Því miður grunar mig að enginn ás sé uppi í erminni – frekar að lausafjárstaðan sé þannig að það hreinlega varð að fórna Keane.

 130. Það er komin of mikil panik í hópinn hérna á síðunni.

  Nú er spurning um að draga andann inn og út nokkrum sinnum áður en að lyklaborðið fær að kenna á því. Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hef ég haft of mikinn tíma til að spekúlera í fótboltanum í haust með sérstaka áherslu á Liverpool, þó ég eigi ekki annað hvert komment hérna.

  Keane.
  Keane kom í raun með allt of háan væntingarstuðul inn í liðið og miklar yfirlýsingar. Hann lendir strax í þeirri stöðu að “delivera” ekki og Rafa er fljótur að sjá það. Gerrard er miklu miklu betri í því hlutverki sem Keane er e.t.v. bestur í. Keane fær líka mikið prik frá mér fyrir að vera ekki vælukjóinn í fjölmiðlum og allt það.

  Rafa.
  Rafa gerir sér fljótlega grein fyrir mistökunum og er til í að selja til að “rekúpa” upphæðina aftur eins og hægt er. Rafa veit sem er að það er betra að kaupa ekkert en að kaupa eitthvað “sillý”. Hann of yfirvegaður til þess að gera eitthvað sillý.

  Niðurstaðan.
  Keane bætir hópin ekki og hefur ekki réttlæt verðið sitt né tilveruna á Anfield. Það eru aðrir menn betri en hann og því er rétt að selja hann, snögglega áður en að hann fer af sínu léttasta skeiði. Ég tek með fyrirvara öllum sögusögnum um hina og þessa. Liverpool þarf ekki að kaupa einhvern bara af því að Chelsea fékk Quaresma. Liverpool þarf í dag leikmenn sem bæta leik liðsins. Keane gerði það ekki.

  Svo er bara að halda áfram og klára pakkann.

  p.s. næsti sem skorar hjá Van der Saar fær bjórkassa frá mér. Endilega að magna það veðmál takk.

 131. Það er aldeilis sleggja frá Gillett á Benitez: tekið af http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-news/local-news/2009/02/02/george-gillett-why-are-liverpool-fc-fans-so-angry-with-me-100252-22834471/

  Mr Gillett, who had earlier declined an opportunity to be interviewed by the ECHO, was clearly unprepared for their arrival as a number of supporters got past hotel security to confront him.

  But after quickly recovering his composure, the Colorado-based businessman agreed to speak with to SOS spokesman Jay McKenna in the hotel foyer.

  “I then went to walk away, and he came after me saying, ‘A few weeks ago, we were in first position, then a certain individual from the club attacked another individual from another club, and, since then, we have lost form and slid down the league.’

  “I was stunned, and asked if he was blaming Benitez as a result, and in saying that, was he not backing the manager?

  “Rather than confirm or deny as I expected, he replied ‘that’s your implication’, before I walked away and back outside to the real world.”

 132. Árni Jón segir þetta nokkurnvegin, gott og vel Keane var ekki að virka eða í það minnsta ekki í plönum Rafa og því alveg eins gott að selja hann strax til að fá eitthvað fyrir hann.

  EN það bara getur ekki á nokkurn einasta hátt, sama í hvaða sólkerfi við lifum, verið jákvætt að þurfa að selja langsamlega stærstu og mest spennandi kaup síðasta sumars á nokkuð minni upphæð og það án þess að bæta einum einasta ullarhatti við hópinn í staðin!! Það er hreint með ólíkdindum skrítin pólitík að veikja hópinn sinn í janúarglugganum, svona fyrst liðið er ennþá í bullandi séns í öllum þeim keppnum sem skipta máli og liðið hefur ekki beint sloppið alveg við meiðsli lykilmanna í vetur.

  Liðið hefur verið steingelt framávið á löngum köflum í vetur, sérstaklega þegar Torres er ekki með, og það hjálpar því vandamáli akkurat ekki neitt að losa sig við Keane og Pennant án þess að fá neitt í staðin, sama hvað mönnum kann að finnast um þessa leikmenn, sanniði til þeir verða báðir öflugir í sínum nýju liðum.

  Ég hef verið alveg HUNDFÚLL með kaup sumarsins, finnst þau sögulega léleg alveg og þau fá mann aðeins til að setja ? við þá sem kaupa þessa leikmenn, sérstaklega þegar núna er umræða um að stjórinn vilji fullt vald yfir þessari deild, hafi hann það ekki núna þá skil ég fullkomlega að hann vilji hafa þetta vald.

  Degen – styrkir stöðu hægri bakvarðar ekki nokkurn skapaðan hlut og Arbeloa má alveg við samkeppni þar.
  Dossena – hefur verið hreint út sagt vandræðalega lélegur miðað við væntingar
  N´Gog – telst nú eiginlega ekki með, en hann bætir sannarlega ekki neinu við þennan hóp okkar þetta árið
  Keane er farinn, stóru kaupin entust ekki út tímabilið.Frábært.

  Ég er sannarlega ekki baun sáttur ef þetta er raunverulega niðurstaðan.

  Þar sem þetta heitir janúarglugginn þá segi ég nú ekki annað en að þetta var sannarlega ömurlegur janúar.

 133. Alveg samála þér Babu, Þetta er með öllu óskiljanlegt og mjög vandræðalegt fyrir klúbb eins og Liverpool. Var aldrei ánægður með þessi kaup en var ekki hægt að bíða fram á sumar og selja hann þá víst að ekki stóð til að kaupa annann í staðinn…

  Það er bara tvennt stöðunni.
  1. Klúbburinn er gjörsamlega á hausnum
  2. Benitez gengur ekki á öllum stimplum.

 134. Babu, þarna er ég nú ekki alveg sammála þér.

  Babu:,,EN það bara getur ekki á nokkurn einasta hátt, sama í hvaða sólkerfi við lifum, verið jákvætt að þurfa að selja langsamlega stærstu og mest spennandi kaup síðasta sumars”

  Eins og Árni Þór bendir á þá eru væntingar eitt og raunveruleiki annað. Það að kaupin á Keane hafi verið ,,mest spennandi” kaupin seinasta sumar hefur bara nákvæmlega ekkert með getu Keane eða gengi Liverpool liðsins að gera heldur er einungis vísbending um væntingar og vonir stuðningsmannana.

  Babu:,,og það án þess að bæta einum einasta ullarhatti við hópinn í staðin!! Það er hreint með ólíkindum skrítin pólitík að veikja hópinn sinn í janúarglugganum”

  Mér sýnist aðal áhyggjur manna vera þær að við eigum ekki bakköpp fyrir Torres. Menn eru að blanda saman tveim ólíkum málum. Skorti á bakköpp fyrir Torres og sölunni á Robbie Keane. Robbie Keane var aldrei bakköpp fyrir Torres. Þeir spila ekki sömu stöðu. Vissulega væri gott að hafa bakköpp fyrir Torres, en hvern? Hvaða framherji í þeim klassa sem Liverpool gerir kröfur um sættir sig við það að vera varamaður? Við höfðum einn nægilega góðan í fyrra í Peter Crouch. Hann vildi ekki vera á bekknum lengur og fór annað. Hvern vilja menn sem bakköpp fyrir Torres?

  Babu:,,og það hjálpar því vandamáli akkurat ekki neitt að losa sig við Keane og Pennant án þess að fá neitt í staðin”

  Peningar. Við græddum peninga. Sem auka möguleika okkar á því að fá frambærilega menn þegar sá tími kemur. Ég ætla að snúa ummælum þínum við. ,,Það hjálpar því vandamáli [óhæfi liðsins frammávið] akkúrat ekki neitt að halda í menn sem komast ekki einu sinni í þetta óhæfa lið”

  Babu:,,sama hvað mönnum kann að finnast um þessa leikmenn, sanniði til þeir verða báðir öflugir í sínum nýju liðum.”

  Það að þeir verði báðir öflugir hjá sínum liðum mun aldrei breyta því að hvorugur stóð undir væntingum hjá Liverpool.

  Það jákvæða við þessar sölur er það að þær sita aukið traust og aukna ábyrgð á herðar þeirra sem fyrir eru. Ykkar er verkefnið – klárið það!

 135. Stórundarlegt allt og maður getur ekki annað en verið hugsi yfir þessu. Eitt reyndar er skiljanlegt að sumu leyti, þ.e. af hverju hann er frekar seldur núna strax frekar en bíða fram að sumrinu. Fyrir það fyrsta eru janúarsölurnar oftast þannig að kaupliðin eru meira desperate en á sumrin og til í að borga yfirverð. Og miðað við að Keane var að verða eitt stórt flopp hjá Liverpool verða 15 millur að teljast ansi góð viðskipti. Ef tímabilið hefði farið eins og allt leit út fyrir, að Keane yrði squad-player sem Liverpool ætlaði sér klárlega að selja næsta sumar, þá hefðum við sennilega þurft á endanum að selja hann fyrir helminginn af þessum pening innan nokkurra mánaða.

  Og staðan var nokkuð einstök; kaupliðið var Tottenham, í tómu rugli vegna meiðsla Defoe og í þeirri stöðu að einfaldlega geta strikað yfir skuld Liverpool vegna kaupanna síðasta sumar. Þess vegna fáum við frábært verð fyrir 28/29 ára leikmann sem er búinn að vera flopp og margir sögðu að hefði komið til okkar á alltof háu verði síðasta sumar.

  Þetta er pottþétt ekki staða sem neinn langaði að lenda í og ábyggilega hefðu menn viljað nota tækifærið og fá einhvern í staðinn. En Defoe meiðist á föstudaginn og þá koma Tottenham með betra tilboð sem sennilega gerir að verkum að kalt mat sé að þetta sé það besta í stöðunni.

  En svo er eitt – við höfum hvorki heyrt hósta né stunu frá Liverpool, hvorki Rafa, Parry né eigendunum um málið, þannig að enn er ekkert vitað hver tók ákvörðunina og hvort allir séu sáttir. Rafa hefur kvartað yfir því að fá ekki að ráða nógu og hann sagðist í gær ekki vita betur en að Keane yrði leikmaður Liverpool áfram. Tóku eigendurnir/Parry e.t.v. ákvörðunina? “Allt í lagi, fyrst þú notar hann ekki, þá seljum við hann bara – Nana nana búbú!” Og Rafa þarf að díla við ástandið?

  Það verður a.m.k. fróðlegt að heyra hljóðið í Rafa næst þegar hann kemur fram fyrir blaðamenn – verður hann sáttur eða fáum við annan svona “Im focused on coaching and training my team” blaðamannafund…?

 136. Algjörlega sammála nr. 158. Þeir sem telja að klúbburinn sé í betri stöðu eftir þessa sölu þurfa aðeins að minnka skammtana af gleðipillum. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort við fengum 12 milljónir núna (BBC vefurinn) eða 6 milljónir næsta sumar. Klúbbur sem gefst upp og segir sjálfur að hann hafi gert tóm mistök síðasta sumar getur bara ekki ætlast til þess að hann verði tekin alvarlega.

  Hér með er Benítes búinn að veðja öllu á það að Torres verði heill út tímabilið.

 137. Kristinn, við verðum þá bara ósammála með þetta
  (btw. ég tók mín ummæli og gerði b-quote til að þetta væri greinilegra, gerir – á undan setningu til að gera það)

  En já

  Eins og Árni Þór bendir á þá eru væntingar eitt og raunveruleiki annað. Það að kaupin á Keane hafi verið ,,mest spennandi” kaupin seinasta sumar hefur bara nákvæmlega ekkert með getu Keane eða gengi Liverpool liðsins að gera heldur er einungis vísbending um væntingar og vonir stuðningsmannana.

  Þegar leikmaður er keyptur á 20.mp. þá er ekkert nema mjög sjálfsagt að ætlast til þess að ómeiddur bæti hann einhverju við hópinn. Nú ef svo að það klikki og hann sé seldur í janúarglugganum þá er fáránlegt að fá ekki neitt í staðin.

  Mér sýnist aðal áhyggjur manna vera þær að við eigum ekki bakköpp fyrir Torres. Menn eru að blanda saman tveim ólíkum málum. Skorti á bakköpp fyrir Torres og sölunni á Robbie Keane. Robbie Keane var aldrei bakköpp fyrir Torres. Þeir spila ekki sömu stöðu. Vissulega væri gott að hafa bakköpp fyrir Torres, en hvern?

  Þá verður þú að útskýra fyrir mér upphaflega logic-ið á bakvið þessi kaup ? Það er ekki til neitt lengur sem heitir eitt ákveðið byrjunarlið og Keane var klárlega alveg í klassa til að vera í þessu liði, tala nú ekki um hefði hann fengið almennilegt traust til þess. Hann er allavega ekki svo slæmur að betra sé að taka sénsinn á því að selja hann bara án þess að fá neitt í staðin, við þurfum stóran hóp, líkt og United til að berjast á öllum vígstöðum. Bakköp fyrir Torres eða ekki, hann var ein, öðruvísi, lausn í sóknarleikinn. Sama var Crouch í fyrra, allt öðruvísi leikmaður en hinir.

  Peningar. Við græddum peninga. Sem auka möguleika okkar á því að fá frambærilega menn þegar sá tími kemur. Ég ætla að snúa ummælum þínum við. ,,Það hjálpar því vandamáli [óhæfi liðsins frammávið] akkúrat ekki neitt að halda í menn sem komast ekki einu sinni í þetta óhæfa lið”

  Mér er bara slétt sama hvort við græðum peninga sem koma sér vel á næsta ári, ef veikja á hópinn núna, þegar ennþá er í gangi tímabil þar sem allt er ennþá “to play for”. Keane styrkir hópinn, það er betra að hafa leikmann á borð við Keane heldur en ekki, hann var ekki svona slappur. Sama fannst mér reyndar eiga við um Pennant, en það er mikið til vegna þess að hinn valkosturinn sóknarlega er Kuyt sem nýtist illa í allt of mörgum leikjum.
  Ef losa á sig við þessa menn finnst mér fáránlegt lágmark að kaupa einhvern í staðin. Eins hefur það verið afar augljóst í vetur að okkur vantar fleiri lausnir framávið, einhvern stóran framherja sem leysir Crouch stöðuna og eins t.d. betri lausn á hægri kanntinn

  Það að þeir verði báðir öflugir hjá sínum liðum mun aldrei breyta því að hvorugur stóð undir væntingum hjá Liverpool.

  Nei, nema kannski að sýna að Liverpool hefði jafnvel átt að sýna þeim meira traust.

  Við erum allavega ósammála í þessu Kristinn, mér finnst þetta hundfúlt og alveg fáránlegt á þessum tímapunkti.

  En ég treysti á Rafa og fer að snúa mér að sólinni í hádeginu á hverjum degi hér eftir til að biðja fyrir því að Torres meiðist ekki.

 138. Að selja Keane á þessum tímapunkti og fá engan í staðinn finnst mér senda þau skilaboð að liðið hafi hálfpartinn gefist upp í baráttunni um titilinn.
  Jújú við spöruðum okkur einhverjar milljónir punda en á kostnað þess að nú þurfum við að treysta á Kuyt í framlínunni ef Torres meiðist (hljómar spennandi)

 139. Ég virðist vera sá eini á þessu spjalli sem er ekki búinn að afskrifa David N´Gog. Þessi drengur hefur bullandi hæfileika og VILJA til að gera hluti. Þegar hann hefur komið inná í nokkrar mínútur í nokkrum leikjum í vetur hefur hann ekki sýnt mikið, en er hægt að fara fram á það? Hann hefur allavega reynt eins og hann getur (annað en Babel sem oft á tíðum virðist ekki nenna þessu) , er stór og stæðilegur og með bullandi tækni. Ég vona allavega að hann eigi eftir að blómstra því ekki kostaði hann mikið.

  Óli B.(jartsýni)

 140. Tek heilshugar undir með áhyggjum Babu … það er, hvað hann er að segja um þessa sölu á þessum tímapunkti. Keane veikti ekki liðið!!! Keane hefur áður verið slappur á fyrri parti tímabils og brillerað þann seinni. Keane var á góðri leið um áramótin, svo kom hik … allt liðið hikstaði í janúar – ekki bara Keane (enda fjarverandi að stórum hluta, á bekk eða utan).

  En á þessum tímapunkti er það óskiljanlegt að hafa veikt hópinn, þegar liðið er á fullu í öllum keppnum. Hvað er betra en að hafa breidd????

  Jákvætt að setja meiri ábyrgð á aðra sem eru innan liðsins á þessum tímapunkti??? Jú jú … voða jákvætt. En eins og bent hefur verið á, þá hefur Keane ekki fengið þau tækifæri sem hann átti skilið … vandamálið var ekki alltaf hann, heldur það sem hefur háð okkur lengi: hættulegir kantar.

  Janúar sökkaði ótrúlega mikið! Things can only improve from here, right?

  Áfram Liverpool!

 141. En Doddi febrúar er búinn að vera snild, allavega það sem af er

 142. Skondið að rifja upp þessi ummæli Gerrard við Lawrenson frá því fyrir jól…

  Sjá hér.

  Þetta var þá enginn misskilningur eftir allt…

 143. Sammála þér Jónas.

  Nú þurfa menn líka að standa þétt saman að baki sínu liði. Hætta þessu tuðu og nöldri alla tíð.

 144. keane hefur einfaldlega ekki staðið undir væntingum, það tók hann alltof langan tíma til að skora fyrsta markið sitt og mörkin eftir það hafa verið af skornum skammti.
  hann hefur einfaldlega ekki sannað sig í þessum hópi og Rafa hefur sýnt það áður að hann hikar ekki við að selja menn sem hafa verið að spila illa eftir að hann hafi keypt þá.
  ekki þurftum við keane til að sigra chelsea, en vissulega er þetta slæmt upp á breiddina.
  við höfum fernando torres, dirk kuyt, david ngog og ryan babel í framherjapakkann. ég vona að babel fái meiri sénsa núna frammi og fari að setjann.

 145. Í morgun las ég á hingað til áreiðanlegum miðlum að við værum að fara skipta á Keane og Aaron Lennon. Í staðinn yrði Javier Saviola fenginn að láni. Þetta leist mér bara ágætlega á.

  Seinna um daginn las ég að Liverpool vildi straight cash fyrir Keane en Saviola væri enn hugsanlega í sigtinu. Ok ekki alslæmt hugsaði ég, við fáum ungan og teknískan strák sem hentar betur 4-2-3-1 kerfinu hans Rafa og öðruvísi ógn en er fyrir.

  Núna sé ég að við seljum Keane með tapi og fengum engan mann í staðinn í janúarglugganum. Ég er fullkomlega gáttaður á þessum vinnubrögðum í stjórn Liverpool. Þvílíkt skipulagsrugl og ráðleysi í kringum þessa Kana.

  Kannski þéttir þetta hópinn og eykur liðsheildina. Kannski finna menn nýjar lausnir á sóknarleiknum. Það þarf samt algjört kraftaverk til að Liverpool vinni deildina úr þessu.

 146. Það verður forvitnilegt að heyra fyrsta viðtalið við Keane þar sem ég er viss um að hann muni segja okkur aðra hlið á þessu máli og kannski sannleikann um það af hverju hann hafi verið seldur.

  Ég hefði T.D alveg viljað sjá þessa hjá Liverpool þar sem að við áttum ekki peninga til þess að kaupa leikmenn.
  Ricardo Quaresma til Chelsea (Staðfest)
  Man City lánar Jo til Everton (Staðfest)

  City hefði alveg lánað okkur Jo og ér er viss um að hann hefði verið betra backup en N’Gog eða Kuyt.

 147. Fyrst að menn eru að minnast á Quaresma þá er ekki úr vegi að minnast á ummæli Mourinho sem sagði það um helgina að sjálfstraustið hjá Quaresma væri í molum því hann gæti ekki tekið gagnrýni. Meðan við erum með Rafa sem er endalaust að benda leikmönnum á það sem betur mætti fara í leik þeirra þá er ekkert víst að það væri vænlegt til árangurs að fá hann til liðsins.

  Og tilhvers ættum við að ná í Jo sem kemst ekki einu sinni í byrjunarlið Man City ?

 148. Góður Mummi 🙂
  Það þarf ekki að kaupa til að kaupa. Í dag er nógur talent á svæðinu til að klára pakkann … vonandi.
  Eða þá ekkert var á lausu sem var vert að kaupa.

 149. Mummi (174): Til hvers fengum við Mascherano, þegar hann var ekki fastamaður í sínu liði (West Ham)? 🙂

  Gott að Jónas Færeyingur sér hið jákvæða og bendir á að febrúar hafi verið góður so far … en Keane dæmið er eins og aðrir hafa minnst á partur af “janúar glugganum”.

  Veit einhver hvernig svona Actim tölfræði virkar? ég meina, miðað við leiknar mínútur … spilar það eitthvað inn í? Því ég get ekki tekið undir það að Kuyt hafi spilað miklu betur en Keane að sem af er … en kannski er ég bara temporarily blindur – og neita því að hafa sagt þetta ef einhver hankar mig á þessu 🙂

 150. Jæja, maður veit ekki hvað skal halda …
  Tottenham eru búnir að vera duglegir við að kaupa til baka leikmenn …
  Keane fékk fullt af tækifærum, byrjaði inná obban af leikjunum í byrjun tímabilsins en fátt gekk upp hjá honum. Klúðraði oft á tíðum þar sem slíkt virtist erfiðara en hitt.
  Í ljósi þess þá þykir mér ólíklegt að hann hafi verið neyddur uppá karlinn.

  En hérna annað … Hverjir hér muna hví Rafa ákvað að framlengja ekki samninginn sinn við Valencia á sínum tíma …

 151. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig menn fá það út að Keane hafi verið backup fyrir Torres? Hvers konar della er þetta eiginlega.
  Hvort sem Keane hafi ekki staðið undir væntingum eða hlotið ósanngjarna meðferð hjá Benitez þá er þetta mál hið vandræðalegasta fyrir klúbbinn og hjálpar ekki við að bæta ímynd hans eftir allt fíaskóið sem á undan er gengið. Virkilega neyðarlegt hvernig sem á þetta er litið.
  Þá sú staðreynd að hópurinn hafi ekki verið styrktur í kjölfarið. Ég bara skil það ekki. Sýnir metnaðarleysi í titilbaráttunni, titil sem við höfum ekki unnið í 19 ár en United 10 sinnum á því tímabili. Sérstaklega þar sem sóknarleikur okkar er oft á tíðum jafn tilviljanakenndur og úrdráttur í lóttóinu.

 152. Vá….ég held ég sé ósammála öllu sem Babu (164) segir en það er svo sem í góðu. Nú er málið að halda áfram og menn eins og Benayoun og N’gog hafa verið að sýna mjög mikið undanfarið og því er ekkert annað en hægt en að vera bjartsýnn á því að þeir haldi því áfram.

  N’gog fær líklega fleiri sénsa núna og það er eins með svokallaða “varamenn” að þar kemur líka maður í manns stað. Persónulega held ég þetta veiki liðið bara alls ekkert. Það að Gerrard eða Torres meiðist kemur Keane málinu ekkert við því Keane er ekki sá maður sem leysir þá af hólmi. Það eru aðrir í þessu liði sem eru líklegri til þess.

 153. uuuuuuh.

  Hann var keyptur á 18m, seldur á 12m. Ekki 15 eins og margir segja.

 154. Hann var keyptur á 20.3m (heildarupphæð) Og talsverð upphæð af því (innan við 5%) fór til góðgerðarmálasjóðs að vali Tottenham til að þeir myndu láta kæruna á Liverpool vegna þess að þeir ræddu ólöglega við Keane falla niður.
  Hann var seldur á 12m, en sú upphæð getur hækkað í 15m ef að allar klausur ganga upp.
  Mínusinn getur minnst orðið 5m, en mest orðið 8m…
  Úff, eitt orð, FAIL.

 155. Quaresma, líktog Mummi bendir á, býr ekki yfir þeim eiginleikum sem Rafa virðist að miklu leyti vera að leita eftir hjá sínum mönnum. Þ.e. andlegum styrk og að toppstykkið fúnkeri hraðar en skriðjökull bærist. Þess vegna sjáum við t.d. aldrei C. Ronaldo undir stjórn vor ástsæla (þ.e. þessa dagana) stjóra. Sjáið þig einhverja þá stjörnustæla hjá Liverpool og eru m.a. hjá Ronaldo og fleirum. Held ég hafi ekki séð hann skora úr aukaspyrnu eftir að hann tók uppá þeim kjánalega helgisið sínum að bakka þessi skref sín og anda af sjarma áður en hann skítur (Ath! hef ekki séð alla leiki (né mörk) Utd. síðan hann tók þetta upp sem sið og ok ég þoli hann ekki því hann er alltof góður í fótbolta).
  Eina undantekningin, sem ég man eftir og gæti jafnvel fyllt ofangreind skilyrði er Pennant (Þekki ekki nógu vel til Itandje og margra yngri leikmanna).

  Annars tek ég undir með Kidda og Kristni sem hafa komið að því sem ég var að bíða eftir að sagt yrði… ‘cut your losses’… 15 millur er eitthvað sem við ættum bara að dreyma um! Sáttur með 12m – meiðsli Defoe björguðu þessum kaupum frá sögubókunum…

 156. Sammála Stefáni J. nr.181…”Úff, eitt orð, FAIL”….ég trúi því varla að Benítez hafi tekið þetta í mál þegjandi og hljóða laust NEMA að hann hafi fengið loforð um eitthvað gott target í sumar….Það er bara eitthvað sem meikar ekki sens í þessu öllu saman…fyrst Liverpool er að taka á sig svona mikið tap, afhverju þá ekki að gefa Keane sénsinn og seljann þá í sumar ef allt fer á versta veg.
  Sorrý er bara ekki að ná þessu, það skildi þá ekki vera að þetta skýrist betur í leikmannakaupum í sumar..Aguero til Liverpool í sumar..vona að sé ekki bara óskhyggja í mér

 157. ÖHH

  182

  Ronaldi tekur alltaf þessi skref sín fyrir aukaspyrnur og skoraði 5-6 slíkum spyrnum í fyrra og er kominn með tvær núna

 158. Já Babu, takk fyrir að laga útlitið á kommentinu mínu, en hugsanlega verðum við að vera ósammála. Nokkrir punktar sem mig langar til að bæta við.

  Ég er algjörlega sammála því að þessi kaup hafi verið mistök. Ég er algjörlega sammála því að hægt sé að gera kröfu um að 20mpunda maður bæti einhverju við hópinn. Og ég get ómögulega fundið upphaflegu logíkina á bak við þessi kaup (nema hugsanlega ef ég virkilega reyndi).

  Ég er alveg sammála því. Úr því sem komið var, var sala það réttasta í stöðunni.

  Krafan um að fá eitthvað í staðinn? Jújú, ég skil hana alveg. En ég er ekkert endilega viss um að það hefði verið það réttasta í stöðunni. Að kaupa stórt nafn inn á miðju tímabili þegar allt gengur vel getur fokkað dæminu upp. Ég nefni kaup Faustino Asprilla til Newcastle hér um árið sem dæmi. Newcastle var í sterkri stöðu, versluðu stórstjörnu (þess tíma) sem átti að vera seinasta púsluspilið – spilaborgin féll. Þetta getur heppnast, þetta getur klikkað. Það sem ég er ánægðastur með er að núna getur ástarsamband Torres og Gerrard staðið óhindrað á vellinum. Að mínu áliti gerði Keane lítið annað en að flækjast fyrir í þeim ástarleik. Passaði ekki inn í liðið. Ekki frekar en Ballack og Lampard hafa báðir passað inn á miðjuna hjá Chelsea eða Gerrard og Lampard hjá enska.

  En ef við hefðum fengið einhvern í staðinn, þá hefði það þurft að vera rétti maðurinn. Ekki bara einhver, keyptur í snarhasti og örvæntingu. Þá er allaveganna betra að bíða.

  Keane er búinn að spila 28 leiki á tímabilinu. 23 í byrjunarliði. Hann er samt óánægður. Mikil og sívaxandi umræða er búinn að vofa yfir liðinu um stöðu hans í liðinu. Neikvæð umræða. Þegar maður heyrði að hann hefði ekki verið valinn í hóp fyrir Chelsea leikinn hugsaði maður: Óó, nú verður vesen. Hann hafði alla burði til þess að kveða niður þessa umræðu strax, eða hvenær sem er. Stíga fram og segja að hann væri ánægður hjá Liverpool, væri ekki á leiðinni burt, ætlaði að berjast fyrir sæti sínu í liðinu og ætlaði sér í medalíu í vor. En hann gerði það ekki. Hann leyfði sögusögnunum að grassera og ágerast.

  Við munum eftir því þegar Xabi Alonso var á leiðinni burt í sumar. Trekk í trekk ítrekaði hann það að hann elskaði Liverpool, vildi vera þar áfram og væri svo sannarlega ekki á leiðinni burt. Það var ekki fyrr en Benitez og félagar voru búnir að hamast með sólann á rassinum hans lengi að hann stumraði út úr sér að Juventus væri svosem ágætis klúbbur.

  Fyrir utan hóp á móti Chelsea voru tveir Toppklassa leikmenn. Annars er nýkominn til liðsins og hefur svo sannarlega staðið undir væntingum. Hinn hefur verið hjá klúbbnum í 10 ár, hefur þjónað honum frábærlega og er legend á Anfield.

  Annars þessara leikmanna sættir sig við það að hann fær það hlutverk í liðinu sem hann á skilið en hinn fer í fýlu. Þessi sem hefur verið hjá klúbbnum í 10 ár sættir sig við hlutskipti sitt en hinn telur sig verðskulda meira.

  Endanlegt val er leikmannsins. Félagið getur ekki neytt hann til þess að skrifa undir samning við annað lið. Ef Robbie Keane hefði það mentalítet sem gerð er krafa um hjá Liverpool þá hefði hann ekki farið. Hann er 28 ára, nýbúinn að taka stærsta skref ferils síns til þessa. Til liðsins sem hann hefur stutt frá því hann var strákur. Hann hefur ekki staðið undir væntingum. Hann á enn eftir að sanna sig, yfir honum er sleggjudómar þess eðlis að hann hafi ekki staðið sig, sé ekki nógu góður fyrir stórlið. Hann er í liði í titilbaráttu. Framundan var titilbarátta. Eini raunhæfi möguleika leikmannsins það sem eftir lifir ferils síns að landa þeim stóra. Og hann ákveður að gefast upp og fara.

  Ég leyfi mér að fullyrða það að allir sómakærir menn hefðu ákveðið að lemja í borðið, bitið í skjaldarrendur og gefið allt sitt til að sanna sig, vinna sér sæti í liðinu og landa þeim stóra.

  Botnbaráttan heillar Keane hinsvegar frekar. 28 ára gamall kastar hann á glæ seinasta tækifæri sína á því að vera í titilbaráttu. Með því að skrifa undir samning við Tottenham sannar hann að það hafi verið rétt ákvörðun að selja hann.

  En ef við ímyndum okkur það scenario að Keane hefði verið kyrr. Torres stígin upp úr meiðslum og því töluvert erfiðara fyrir Keane að vinna sér sæti í liðinu. Hann spilar enn minna en hann gerði fyrir áramót. Óánægja hans eykst sem smitar út frá sér innan liðsins. Stöðug umfjöllun í pressunni af hverju í ósköpunum 20m punda maðurinn sé ekki látinn spila. Fyrirsagnir eins og heimskulegustu kaup úrvarsdeildarinnar frá upphafi o.s.fr. Umræðan og sú neikvæða athygli sem Keane hefur fengið upp á síðkastið hefði aðeins stigmagnast. Sú staðreynd að Keane sé heimamaður (Íri) gerir það líka að verkum að umræða um hann og áhugi á stöðu hans er mun meiri en ef hann væri útlendingur. Sem dregur enn meiri athygli að stöðu hans innan liðsins. Enn meiri neikvæð athygli á tímum sem við þurfum allra síst á því að halda.

  En núna er þetta að baki. Við vitum að kaupinn voru mistök. En við erum líka búnir að takmarka skaðann af þeim.

 159. Jú, svo ég komi því nú frá mér líka. Þá vissulega fækkar þetta möguleikum okkar fram á við. En ég tel að fyrrnefndur ávinningur af því að losna við þennan svarta pétur sé meiri en skaðinn. Bæði innan vallar og utan, bæði til langs tíma og skamms tíma. Nú er þetta búið hjá mér í bili.

 160. Ég efa stórlega að það hafi bara fyrst komið upp á borðið að selja Keane núna í morgun og er því hundsvekktur yfir því að ekki hafi verið fundin annar maður, liðið er stöðugt með einhverja í sigtinum (höfum t.d. fengið Sktrel og JM undanfarin ár í janúar og Agger líka ef ég man rétt) svo ég er ekki sáttur við að ekki hafi verið hægt að bæta neinum við í staðin fyrir stærstu kaup (og nú sölu) tímabilsins. Það er sannarlega vel hægt að bæta nokkar stöuður í liðinu okkar töluvert.

  Eins lít ég ekki eins rosalega svartsýnum augum á Keane og veru hans hjá Liverpool og t.d. Kristinn. Að hann hafi verið rotið epli, eintómur vælukjói o.s.frv. Þetta hefur alltaf verið þvílíkur karakter hjá öllum liðum sem hann hefur spilað fyrir og alltaf vel liðin af stuðningsmönnum (að ég held).

  Við náum kannski að minnka skaðan fjárhagslega með því að selja hann strax til Spurs sem eru örvæntingafullir við að bæta fimmta strikernum við þar sem einn þeirra meiddist. En við lítum engu að síður ÁKAFLEGA AULALEGA út þegar horft er á þessi viðskipti, enn eitt fíaskóið hjá klúbbum í tíð kanana.

 161. Getur ekki verið að Keane hafi verið keyptur til að taka yfir stöðuna sem Gerrard er að spila svo glimrandi vel fyrir aftan Torres svo að Gerrard gæti farið meira niður á miðjuna?? Held að Keane hafi aldrei verið keyptur til að vera back up fyrir Torres Þar held ég að Ngog hafi átt að koma inn og á meðan hann var að finna sig þá var Kuyt notaður þar.

 162. nr. 1: Vil síður stunda þráðrán (eins skemmtilegt og það er sem nýyrði) en ég vil benda Carsten á að ég hafði séð hr. Ronaldo taka tugi aukaspyrna, og margar hverjar hreint ótrúlegar og ég gnísti tönnum og bölvaði og ragnaði o.s.frv. Þar til að…
  Ég man það var snemma- eða um miðbik síðasta tímabils. Þá sá ÉG Ronaldo gera ‘þetta’ í fyrsta skipti (sjá ath. 182). Ég fékk litla unun af að horfa á utd þá, sem nú, sökum uppbyggðs haturs, semog góðu gengi þeirra ofl… en þetta var haustið/veturinn ’07… ég man breytinguna greinilega því ég hlæ alltof sjaldan jafn innilega og ég gerði þá og enn stekkur mér bros á vör þegar ég sé þessi augljósu látalæti.
  Bið annars ritstjórn afsökunar á þessum útúrdúr mínum og legg ég til þess, hér og nú að þessi umræða verði kvödd í kútinn.

  nr. 2: Kristinn: Ég er nokkurnvegin hjartanlega sammála þér í öllum veigamestu atriðunum – sem liggja fyrir.

 163. Babu: Til hvers að vera að svekkja sig… Þetta var bara Keane (getum hætt að pæla hvaða nafni við eigum að kalla hann) og hann hefur vart skapað annað en magasár meðal stuðningsmanna…
  Úti er ævintýri…

 164. Að hugsa sér, nú geta menn einbeitt sér að fullum krafti að rífast um getu Kuyt, staðin fyrir að eyða 50% af púðrinu í Keane. Benitez er snillingur

 165. Nú er Kean farinn, hvern ætla menn að leggja í einelti næst????????????

 166. Babu: Til hvers að vera að svekkja sig… Þetta var bara Keane (getum hætt að pæla hvaða nafni við eigum að kalla hann) og hann hefur vart skapað annað en magasár meðal stuðningsmanna…
  Úti er ævintýri…

  Ég var nú bara einfaldlega að lýsa minni skoðun á þessum viðskiptum, vonbrigðum mínum og óánægju með þau, það má alveg líka. Maður þarf ekki að vera alveg hoppandi kátur með að Keane (stærstu kaup sumarsins) hafi verið seldur án þess að neitt hafi komið í staðin og því síður þarf maður að ímynda sér hann sem einhvern “anti-krist” innan hópsins. Þetta hafa einfaldlega verið fáránlega aulaleg viðskipti hjá klúbbnum…eins og reyndar flest viðskiptin í sumar.
  Hefði haldið að þetta væri fínn vettvangur til að segja þessa skoðun sína. Punkturinn hjá Kristni er annars alveg fínn (enda með betri pennum í þessum kommentakerfi) og ég skil hann svosem ágætlega, en það eru hans vangaveltur og skoðun á þessum viðskiptum.

  p.s.
  Magnús

  Nú er Kean farinn, hvern ætla menn að leggja í einelti næst????????????

  Kuyt fór nú ekki neitt 😉

 167. Skulduðum við ekki ennþá 12millur í honum og leyfðum honum að fara uppí þá skuld plús smá bónusar sem er okkar helsti gróði af þessari sölu? Sem er þó samt alltaf í mínus miðað við hvað við keyptum hann á. Lítið fé til að fá einhvern í staðinn af svoleiðis viðskiptum…

 168. Við skulum átta okkur á því að Keane var EKKI að brillera í búningi Liverpool. Ekki sakna ég hans innan vallar. Hann sýndi nánast ekki neitt og olli vonbrigðum hvað eftir annað.

  Mér sýnist menn aðallega pirraðir yfir því að Rafa hafi ekki keypt neinn í staðinn. Ekki gleyma því líka að Keane sýnir engan sérstakan metnað að spila fyrir “draumafélagið” sitt. Hann hefði ekkert þurft að fara. Hann var orðinn pirraður á bekkjarsetunni af því það eru ekki margar stjörnur hjá Liverpool, þar sem klassinn er þremur stigum hærri en hjá Spurs, þar sem hann var stjarna. Ekki lítill fiskur í stórri tjörn.

  Af hverju neitaði hann ekki að fara og reyndi að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu? Ákveðið karakterleysi hjá honum.

  Ég held að öll kurl séu enn ekki komin til grafar. Mér finnst líklegt að peningarnir séu nær því að við fáum um 90% af þeim til baka (sem við hefðum væntanlega ekki fengið í sumar, þó að maður viti aldrei) en að við fáum 60%.

  Lennon skiptin voru slúður. Ég hafði fyrst orð á því hér fyrir nokkrum dögum, að það myndi vera best fyrir Liverpool. Ég hafði samt litla trú á því þar sem hann er jú einn allra besti leikmaður Tottenham. Kannski vildi hann ekki einu sinni koma…

  Og það er nákvæmlega ekkert sem segir að Javier Saviola, sem við vitum ekki einu sinni hvort að Rafa hafi viljað eða hann hafi viljað koma, yrði betri en þeir sem fyrir eru. Hann hefur lítið spilað á tímabilinu. Það hefði þá þurft að spila hann í form etc…

 169. Þýðir þetta að Kristian Nemeth fái pláss á bekknum?

  Annars er þessi sala búin að koma mér í lögfræðilegan bobba, var búinn að veðja um að hann myndi skora 15 mörk fyrir Liverpool í vetur. Er þessi sala ekki brot á ákvæðum samningsins, s.s. þar sem hann spilaði ekki nema hálft tímabil með liðinu? Heill bjórkassi er að veði og við vitum öll hvað bjór hefur hækkað í verði í vetur.

  Hef alltaf haft álit á Robbie Keane þar til í leiknum gegn PSV í haust þegar hann hagaði sér eins og lítil smástelpa. Hef ekki séð svona stæla í Liverpool-búning síðan El-Hadj var og hét þannig að ég græt hann ekki.

 170. Daði – þú ert í slæmum málum 😮
  Eini sénsinn er að þú getir sannfært viðkomandi að það megi réttlæta það að leggja megi saman mörkin frá Liv. og Tot. 😉
  Ég myndi berjast fyrir því og vona að hann standi sig fyrir Tot. því vissulega hefur bjórinn hækkað í verði sem er ekki gott mál fyrir sanna fótboltaunnendur 😉
  kv, manni

 171. Daði, Held að við sjáum ekki mikið af Nemeth næstu 2 mánuðina, hann meiddist í sínum fyrsta leik með Blackpool um daginn. Hann verður frá í 6-8 vikur.

 172. Daði – ein grunvallar forsenda samningsins er brostin, því ber að falla frá honum og hann ógildur. Lögfræðaðu mótaðila þinn í drasl.

 173. Krisztian Nemeth kjálkabrotnaði frekar illa eftir 13 mínútur eða svo í fyrsta leik sínum í mánaðarlánssamningi hjá Blackpool! Verður frá í minnst 4 – 6 vikur svo að hann gerir ekki mikið í vetur. Þessi vetur fer algerlega í meiðsli og ég spái því að hans frægðarsól verði erfiðari fyrir vikið. Ætli strákur verði ekki bara lánaður næsta vetur.
  En vonarstjarnan er N’Gog, hefur spilað gríðarvel með varaliðinu að undanförnu og vonandi bara stígur hann upp. Þessi strákur hefur mjög margt og nú er það hans að standa upp og sýna sig. Skulum ekki gleyma því að hann spilaði mikið fyrir PSG í fyrra og hefur virkað sprækur þegar hann hefur fengið meira en 10 mínútur fyrir liðið í vetur…

 174. Maggi:Já N’Gog spilaði mikið fyrir PSG og skoraði hvað mörg mörk ? 2 ? í 20 leikjum, sé ekkert svakalegt efni í þessum strák.

 175. Point taken BirgirÞór, en það sem ég meinti er að þessi strákur er búinn að spila alvöru fótbolta og ætti því alveg að geta tekið þátt í alvöru leikjum.
  Mér líst hins vegar vel á það sem ég hef séð af honum. Hann er kraftmikill og áræðinn með góðar staðsetningar og fína tækni. Vantar vissulega hraða og reynslu en meiri “fyrsti framherji” en Keane nokkurn tíma var!

 176. Samkvæmt ESPN Soccernet spilaði David Ngog 15 leiki (9 byrjaðir, 6 sub) fyrir PSG í fyrra og setti 1 mark og átti 1 stoðsendingu í þeim. Það er nokkuð ljóst að hann var ekki fenginn til að spila mikið fyrir aðalliðið heldur höfum við fengið að sjá hann fá nokkrar mínútur af og til og svo lykilmaður með varaliðinu, enda ekki nema tvítugur strákurinn.

  Þar sem Keane er farinn og hann var langt besti kosturinn frammi á eftir Torres þá myndi ég halda að Kuyt fái e.t.v. að spreyta sig frammi í meira mæli ef Torres þarf hvíld, sérstaklega þar sem Ísraelinn okkar virðist vera búinn að sprengja sig í form og hann gæti þá tekið hægri kantinn. Ég hef litla trú á Babel, hann hefur að mínu mati ekki sýnt nóg í vetur, hann sækir alltaf inná miðjuna á hægri fótinn, þrengir sóknaraðgerðir okkar og er ekki nógu góður að spila boltanum frá sér = hann gerir mótherjum okkar auðvelt fyrir að verjast. Þessvegna skil ég ekki þessa ást á honum hjá mörgum (þó ég sé sammála því að hann sé miklu betri en Riera í FIFA).

  Í heildina er ég sammála flestum á þessum þræði, liðið okkar er veikara án Keane, fyrir utan hvað þessi sala hefur slæm óbein áhrif á liðið s.s. á móral, fjárhag og ímynd.

 177. Frá LFC.TV

  RAFA: WHY ROBBIE LEFT LIVERPOOL .
  Rafael Benitez today revealed why he allowed Robbie Keane to rejoin Tottenham just six months after arriving at Anfield.
  The Republic of Ireland striker yesterday completed a deadline day return to north London after failing to establish himself in the Liverpool team on a regular basis.

  “Sometimes good players cannot settle down in the team and when this happens you have to consider the situation and try to react quickly,” the Liverpool boss explained today.

  “If it is not good for the team then it is better for everyone to make a decision and because of the situation in the transfer market and for the opportunity for the player we had to do it now.

  “I have to analyse things and try to look at the bigger picture and this means thinking of the club and the team and what is best for them.”

  Benitez admits reducing the club’s striking options at this stage of the season is a risk – but he feels it is one he had to take.

  “We still have Babel, Ngog and Kuyt as well as Torres. It is a risk but the situation was not good and we needed to do something,” he added.

  “Now I would like to wish Robbie the best because although things did not work out he has been working hard for us.

  “He was trying to do his best and the key was that Spurs showed a lot of interest and they were pushing really hard for him.

  “The player needed to play and he was not doing that as much as he would have liked with us.

  “But I cannot criticise him in any way because, as I have said, he tried to do his best for us.”

 178. nr 192… Hvað í ósköpunum ertu að spá með þessu einstaklega slaka kommenti hér á síðunni…

 179. Nákvæmlega það sem maður reiknaði með frá Rafa.
  Stóra myndin skiptir meira máli og ef að Robbie var orðinn fúll eins og Rafa lýsir átti auðvitað að leyfa Spurs að fá hann. Alls konar gróusögur á kreiki, menn meira að segja búnir að reikna tilboðið niður í 12 milljónir og að við séum búnir að borga 20! Við töpuðum ekki stórum peningum á Robbie Keane, þá hefði hann ekkert verið seldur.
  Við skulum bara leggjast á bæn með það að Ryan Babel hrökkvi nú í gang og fái þær mínútur sem Robbie fékk. Sá drengur skulum við ekki gleyma kostaði 11.5 milljónir punda og hefur mikla hæfileika. Nú er að sýna það Ryan minn. Please!!!!

 180. ég er sammála Magga. Bara að leyfa Babel að fá smá tíma, og sanniði til, hann mun ábyggilega moka inn mörkum. Vona bara að Rafa skilji það.

 181. ps. Hver var það sem lagði upp í 3-2 markið á móti Arsenal í cl í fyrra og skoraði fjórða markið?

 182. Strákar hættið þessu leiðindar þrasi á blogginu.

  BARA ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

 183. fínt. bæ bæ róbert, þú varst ekki nógu góður fyrir Liverpool

 184. Þakka álit lögfróðra manna á síðunni. Mun lögfræða ManU-gaurinn sem veðjaði á móti mér í spað.

  Babel og Kuyt fara fram og redda málunum. Eða Torres sér bara um þetta einn.

Liverpool 2 – Chelsea 0

Everton annað kvöld