Wigan 1 – Liverpool 1

Okkar menn heimsóttu Wigan Athletic í kvöld og eftir að hafa verið yfir lengst af og haft yfirburði á vellinum endaði leikurinn með **1-1 jafntefli**. Hafiði heyrt þetta áður?

Byrjum á byrjuninni. Rafa stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Agger, Dossena, Riera (f. Torres), Alonso, Keane (f. Gerrard), Kuyt (f. Benayoun).

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Okkar menn héldu boltanum á jörðinni og spiluðu reitabolta sem varð til þess að heimamenn snertu boltann oft ekki mínútum saman og yfirburðir okkar manna voru algjörir. Wigan-liðið fékk einfaldlega ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en á móti kom að alltaf þegar okkar menn virtust vera að komast í góða stöðu var eins og síðasta sendingin væri alltaf aðeins of ónákvæm. Það voru þrjú skipti í fyrri hálfleik þar sem þetta gerðist ekki; Torres skallaði í innanverða stöngina á 13. mínútu eftir fyrirgjöf Gerrard frá vinstri, Benayoun lék vel inní teiginn um miðjan hálfleikinn en náði ekki að stýra fyrirgjöfinni út í teiginn á samherja og svo loks um fimm mínútum fyrir leikhlé léku Mascherano og **Benayoun** góðan þríhyrning inn í teiginn, sá síðarnefndi sólaði markvörðinn og skoraði í nærstöngina og inn úr þröngu færi. 1-0 fyrir okkar mönnum í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var einnig tíðindalítill þangað til nokkrar mínútur voru eftir. Okkar menn virtust einhverra hluta vegna breyta aðeins um taktík og fóru að dæla háum boltum fram á völlinn sem skilaði lengst af litlu. Ég skil ekki af hverju leikmennirnir fóru í þessar háloftaspyrnur – og var Carragher þeirra langverstur í þessu eins og venjulega – þegar Rafa stóð á hliðarlínunni og gargaði á þá að halda boltanum niðri. Enda höfðu Wigan-menn varla fengið boltann í fyrri hálfleik þegar okkar menn spiluðu reitaboltann en í seinni hálfleik voru þeir miklu meira í boltanum þar sem háar spyrnur okkar manna skiluðu litlu.

Nú, þegar 70 mínútur voru liðnar tók Rafa Torres útaf fyrir Riera og færði Babel fram á völlinn. Fljótlega eftir það meiddist Benayoun og Rafa tók hann útaf fyrir Kuyt. Eins og venjulega virtust bæði þjálfarinn og liðið inná vellinum vera komnir í þann gír að ætla bara að spyrna hátt frá eigin vörn, hvíla leiknustu mennina fyrir óþreytta vinnuhesta og láta tímann líða og hirða 1-0 sigurinn. Eins og venjulega virkaði það ekki.

Ég var að ræða um mögulegan mann leiksins við sessunauta mína þegar um fimm mínútur voru eftir og var nýbúinn að segja að Lucas Leiva væri búinn að vera eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni þegar Wigan-menn fengu skyndisókn, Mido komst inná teiginn og þar felldi Lucas hann klaufalega. **Mido** steig sjálfur upp og jafnaði leikinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Skyndilega þurftu okkar menn á öðru marki að halda og Robbie Keane, sem var þá bara sitjandi á bekknum og væntanlega búinn að sætta sig við að koma ekkert inná, var hent inná völlinn í leit að sigurmarki. Það var allt gott og blessað en það sem var óskiljanlegt var að Rafa tók Steven Gerrard útaf fyrir Keane. Ef það var einhver leikmaður inná vellinum sem var líklegur til að skora ólíklegt sigurmark á fimm mínútum var það Gerrard og ég skil ekki hvers vegna Benítez taldi betra að hann fengi þarna alveg fimm mínútna hvíld. Var hann að hvíla hann fyrir Chelsea-leikinn sem gefur jafn mörg stig og leikur gegn Wigan? Eða hélt hann í alvöru að liðið væri líklegra til að skora með Gerrard utan vallar? Ég skildi þessa skiptingu allavega ekki.

Það fór líka svo að Wigan-menn fengu eina færið sem eftir var og voru nálægt því að stela stigunum á 92. mínútu þegar nýliðinn Rodallega negldi í þverslána úr aukaspyrnu. Lokatölur því 1-1, okkar mönnum hefndist enn og aftur fyrir að ætla að láta eins marks forystu nægja og við vorum hreinlega heppnir að tapa þessu ekki í lokin.

**MAÐUR LEIKSINS:** Ef ég hefði valið á 85. mínútu hefði Lucas sennilega orðið fyrir valinu, því í þessar 85 mínútur spilaði hann einn sinn besta leik í rauðri treyju. En síðan gaf hann heimamönnum ódýrt víti af algjörum klaufaskap. Við hlið hans voru Mascherano og Gerrard ágætir, á meðan Babel var fínn í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Vörnin stóð fyrir sínu og Arbeloa var sérstaklega fínn fram á við, en uppi á toppnum átti Torres sjaldgæfa frammistöðu (lesist: hann var drullulélegur). Maður leiksins í kvöld var okkar mest skapandi maður, sá sem var á bak við allt sem kallast gat stórhættulegt og skoraði mark okkar í kvöld. Ég vona að **Yossi Benayoun** spili gegn Chelsea á sunnudaginn því hann var einfaldlega miklu líklegri en allir aðrir þar til hann fór af velli í kvöld.

Staðan eftir 23 umferðir er þessi: United eru með 50 stig og eiga leik inni, Chelsea og Liverpool eru með 48 stig en þeir bláu ofar á markamun, Aston Villa með 47 stig, Arsenal með 42 stig og loks Everton í sjötta sætinu með 37 stig. Sem sagt, Arsenal eru að detta aðeins aftur úr fjórum efstu liðunum á meðan við erum dottnir niður í þriðja sætið með Aston Villa á hælunum. United eru með tveggja stiga forskot og breyta því væntanlega í fimm stig þegar þeir spila leikinn sem þeir eiga inni (Fulham á Old Trafford) um miðjan febrúar.

Samt eru United-menn búnir að tapa tveimur leikjum í vetur en okkar menn aðeins einum. Munurinn á liðunum? Jú, United er búið að vinna 15 af 22 leikjum á meðan okkar menn hafa aðeins unið 13 af 23 leikjum. Þar eru þeir að hala inn heilum sex stigum meira en við. Jafntefli gefa aðeins eitt stig og það er að reynast okkur ansi dýrt í vetur að geta ekki breytt 2-3 af þessum **níu jafnteflisleikjum** okkar í sigurleiki.

Og af hverju erum við að gera jafntefli? Ef við skoðum þá leiki þá höfum við gert fimm markalaust jafntefli, eitt 2-2 jafntefli þar sem við lentum 2-0 undir og svo þrjú 1-1 jafntefli í síðustu sex leikjum. Við erum einfaldlega ekki að ná að kála liðum þegar við komumst yfir, og allt of oft náum við ekki einu sinni að komast yfir og leikir enda bara með markaleysi.

Ég veit ekki hvað á að segja. Þessi janúarmánuður hefur, þrátt fyrir að liðið sé taplaust síðan í október í deildinni, reynst okkur skelfilegur. Við höfum leikið fimm leiki í öllum keppnum og gert fjögur jafntefli – aðeins útileikurinn gegn Preston vannst. Ef við ætlum ekki að horfa á meistaralið Man Utd hverfa yfir sjóndeildarhringinn í febrúarmánuði verður liðið að gjöra svo vel og byrja að vinna leiki. Það bara verður að byrja strax á sunnudag gegn Chelsea.

147 Comments

 1. jaeja ta ma reka hann, tad tydir ekki ad hugsa um naesta leik tegar leikurinn sem er i spilun skiptir mali.

 2. Jæja, utd rúlla létt í gegnum sinn leik og við endum á jafntefli…
  Og næstum búnir að tapa eftir aukaspyrnuna í lokin…

 3. Helvítis helvítis helvítis fokking fokking fokk !!!!!

  Augljóst mál að við verðum ekki meistarar þetta tímabilið. Man Ure fer til WBA og vinnur 0-5, LFC fer til Wigan og rétt slefar með 1-1 jafntefli.

  Aaaaaarrrrggg !!!!!

 4. Að skipta gerrard útaf og skilja eftir varnarsinnuðustu miðjumenn deildarinnar eftir inná, sýnir enn og aftur hversu slakur benitez er varðandi skiptingar. Liðið þarf alltaf að vera komið upp við vegg til að geta spilað sóknarbolta eftir skorað mark. Algjörlega óásættanleg úrslit!!!

 5. Hvernig væri að hugsa um fokking einn leik í einu!! Kominn með nóg af þessari taktísku hugsun og passíva leikstíl! Þetta er ekki útsláttarkeppni. Einn leik í einu!

 6. Þetta gerði útslagið! Lið sem spilar illa í mánuð í þessari deild á ekki skilið að verða meistari. Því miður held ég að spá mín rætist með að Man U verði meistari, a.m.k. nær Rafa ekki langt með liðið ef þetta er spilamennskan sem hann býður uppá!

 7. Sælir félagar.
  L’pool komið í 3. sætið og Rafael Benitez kominn í sína hefðbundnu baráttu um 4. sætið. Afburðaárangur hjá kallinum og maður nennir ekki einusinni að tala um uppstillingu og innáskiptingar hans. Hann er kominn á sinn stað og ekki útlit fyrir að hann verði annarstaðar í ensku deildinni. Nokurntíma.
  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Að menn skulu alltaf kenna Benitez um allt er hlægilegt. Að tala um að geta unnið deildina síðustu 3 mánuði er að koma í ljós hversu heimskulegt það er búið að vera. Held við gætum ekki verið með öflugra þjálfarateymi, Benitez og Lee.

 9. Held að Benítez hefði gott af sparki í punginn !
  Aðrar eins skiptingar hef ég ekki heyrt um !

  Fucking djöfull !!!

 10. Ekki unnið deildarleik á árinu. And now I’m just talking about facts…

 11. Liðið okkar er bara ekki nógu gott til að verða meistari, treysti Benitez fyrir liðinu okkar en kallinn verður að fá meiri pening til leikmannakaupa

 12. Það er þó loksins að hann stillti upp alvöru byrjunarliði.

  Ég var mun sáttari að sjá Benayoun og Babel á köntunum heldur en Riera og Kuyt. Það er bara miður að hann geri það bara í leikjum sem hann telur vera nokkuð safe.

 13. þetta hefur allt legið niður á við eftir hina löngu ræðu rafa. ekki veit ég hvort þetta er aðalástæðan, en ekki hjálpaði hún amk.

 14. Þú tekur ekki Torres útaf í stöðunni 1-0
  Þú tekur ekki Gerrard útaf í stöðunni 1-1
  Það er verið að hvíla þessa menn fyrir Chelsea leikinn en sá leikur skiptir engu máli þegar við getum eki unnið svona lið.
  Ég er búin að fá nóg af þessum huglausa manni.

 15. Hólmar
  Liðið er alveg nógu gott
  Kallar þú ekki Reina, Carragher , Hyypia , Arbeloa, Gerrard , Mascherano , Riera , Torres gott? En okkur vantar Insua nuna inn held ég.

 16. Liverpool þarf að losa sig við: Benitez, Kyut, Leiva, Babel, Dossena og Aruelio. Þessar skiptingar meika ekkert sens. Kallinn er kominn aftur í það að vera alltaf að rótera með liðið, þó svo að það hafi gengið betur þegar hann gerði það ekki. Eina sem ég er sáttur með er að Kyut byrjaði á bekknum.

 17. Vááá…ég held að Rafa sofi hjá þessum varnarsinnuðu miðjumönnum sínum.

  Við erum við það að fara að sogast í slag um 4. sætið.

 18. Óásættanleg úrslit og vond frammistaða í seinni hálfleik.
  Nú vona ég að þræðirnir hér endi ekki í skömmum á Kuyt, því lítinn þátt átti hann í þessu stigi blessaður drengurinn. Mér fannst Benayoun, Carra og Skrtel einu mennirnir sem fóru vel út úr þessum leik. Punktur. Aðrir ekki tilbúnir og staðreynd að við unnum ekki deildarleik í janúar, erum komnir niður í þriðja sætið og í fyrsta sinn í 2 mánuði er titillinn ekki í okkar höndum, sem mér finnst alltaf táknrænt erfitt.
  Auðvitað er umræðan í kvöld um Benitez og ég er afar ósáttur við það að sjá Mascherano og Lucas enn saman inni á miðju. Mér fannst þeir slökustu mennirnir í liðinu í kvöld, vissulega gaf Lucas vítið á fáránlegan hátt en argentínski landsliðsfyrirliðinn átti enn einn arfaslaka leikinn og verðmiðinn á honum í dag er einn sá skrýtnasti í liðinu að mínu mati. Babel er einu númeri of lítill í þetta lið ennþá, það finnst mér allavega og þegar að Torres er ekki í standi og Gerrard slakur gerum við ekki margt sóknarlega – bara því miður.
  Hins vegar var vandræðalegt að sjá síðustu mínúturnar og augljóst að mínu mati að leikmenn voru hræddir síðustu 20 mínúturnar hið minnsta. Mér finnst Rafa ekki ná að ljúka leikum síðustu 15 mínúturnar og það kostar okkur núna allverulega!!
  Og alveg sama hvað kemur úr viðtölum Rafa í kvöld er ljóst að sjálfstraust liðsins í heild er horfið og hans hlutverk fram á sunnudag verður að koma því á sinn stað og gera atlögu að öðru sætinu á ný.
  Ég veit það mælist ekki vel fyrir en við skulum reyna að hemja blótsyrði og öskur og reyna að vera málefnaleg elskurnar.
  En það verður erfitt að mæta nokkrum mönnum á morgun, því miður, því miður.

 19. Þessi úrslit komu ekki á óvart eftir síðustu leiki. Liverpool getur spilað ágætan fótbolta á köflum en það vantar allan hraða í leikmennina. Boltinn rúllar á milli leikmanna aftarlega á vellinum og oft á tíðum er þetta göngubolti og skelfing leiðist mér hann. Hraði skiptir veurlegu máli í deildinni því við höfum ekkert í líkamsstyrk leikmanna ákveðinna liða, Liverpoolmenn hrynja af þeim eins og … . Skiptingarnar á Gerrard og Torres voru augljóslega með Chelsea leikinn í huga og þannig fór nú það. Getur einhver segt mér hversu margar ,,fallhlífarsendingar” Carrager átti á framherjana og hversu margar þeirra Wiganmenn hirtu? Skelfilegt! Getur þetta farið nema upp á við?

 20. Við spiluðum okkar bestu leiki á tímabilinu fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan, afhverju? jú þá var Benitez bara uppí stúku eða heima í stofu og Sammy Lee með smá líf á bekknum eins og honum er einum lagið og náði upp góðri stemmningu hjá mönnum. Núna þora menn ekki einu sinni að líta á bekkinn því það eina sem þeir sjá þar er ein stór skeifa, sama hvernig staðan er. Pennant hefur ekki notið eins mikið að spila fótbolta í 2-3 ár eins og í gær, það sást langar leiðir. Fyrir nokkru fékk maður sér 1-2 Carlsberg þegar að vel gekk, núna þarf maður 4-5 til þess að höndla að horfa á þessa leiki sem okkar áskæra félag býður uppá.

 21. Það þarf að taka Benítes og fylla hann eins og heitan jólakalkún!

 22. Nú skilur maður af hverju er ekki búið að semja við Rafa. Bless

 23. Á hverju einasta tímabili sem Benitez hefur verið við völd hefur komið mánuður sem liðið vinnur varla leik, auðvitað endar það bara með baráttu um 4 sætið.

 24. Titillinn verður ekki okkar í ár, það er alveg útséð með það.

 25. Ég hef ennþá trú á Benitez, en það eru einfaldlega menn í þessu liði sem eru ekki nógu sterkir til að bera uppi liðsheild sem verður enskur meistari. Bæði MU og CFC eru með breiðari og sterkari hópa en við höfum, og er jafnvel Aston Villa farið að nálgast okkur hættulega hratt. Það tekur tíma að byggja upp meistaralið og nokkur stór og mikilvæg transfer hjá okkur eru bara einfaldlega ekki að skila sér. Tímabilið er alls ekki búið en þó erum við langt frá því að spila bolta sem sæmir meistaraliði, og einnig virðist sem lukkan sem fylgdi okkur fyrir áramót hafi yfirgefið okkur og flutt sig örlítið austar á Bretlandseyjarnar.

  En þá er það næsti leikur, Chelsea um helgina, 6 stig í húfi og það þýðir lítið annað en að horfa framá veginn og reyna að draga fram Pollýönnuna í sjálfum sér – þetta reddast!

 26. í síðustu 10 leikjum erum við búnir að gera 7 jaftefli. Svoleiðis gengur ekki, við verðum að taka meiri sénsa.

 27. Þú tekur ekki Torres útaf í stöðunni 1-0
  Þú tekur ekki Gerrard útaf í stöðunni 1-1

  Torres og Gerrard voru verstu menn liðsins í kvöld. Það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá þeim.

 28. Algjörlega óásættanleg frammistaða eins og svo oft undanfarið. Maður hefur nú orðið álíka mikla trú á Rafa og fráfarandi ríkisstjórn. Staðreyndin er sú að Chelsea eru að eiga sitt lélegasta tímabil í nokkur ár og Arsenal eru að byggja upp nýtt lið. Man Utd. byrjuðu ósannfærandi, þannig að nú var tækifærið. Rafa er búinn að vera með liðið næstum jafn lengi og Houllier á sínum tíma og því miður er þetta allt farið að minna á Frakkann og hans endalok. Rafa þarf að fara að einbeita sér að sínu liði í staðinn fyrir að hugsa um dómgæsluna hjá Man Utd. eða taktíkina hjá meiðslum hrjáðu Everton liði. Hann þarf líka að fara að ákveða stöðu Robbie Keane, ætlar hann að gefast upp á 20 milljón punda fjárfestingu eftir nokkra mánuði eða gefa manninum séns, sérstaklega þegar hann virðist loksins vera að komast í form. Það þurfa líka að gilda sömu lögmál um alla leikmenn. Agger var sagt að hann væri á bekknum vegna þess að liðið væri að spila vel en svo fær hann tækifæri eftir að Skrtel meiðist. Skrtel labbar svo bara beint inn í liðið þrátt fyrir að Hyypia og Agger hafi verið að spila vel í hans fjarveru. Ekki misskilja mig, Skrtel er frábær leikmaður en þarf að lúta sömu lögmálum og aðrir og algjör óþarfi að drífa hann inn í liðið strax eftir meiðsli þegar aðrir eru að spila vel. Með öðrum orðum: Já, ég er orðinn ansi pirraður á Rafa og skil ekkert í honum lengur, ekki frekar en enskir sérfræðingar:
  http://www.bbc.co.uk/blogs/robborobson/2009/01/rafas_red_missed.html

 29. Ég veit það ekki Maggi. Af hverju mega menn ekki missa sig í bölv og blótsyrði eftir þennan leik. Mér er spurn. Það er bara ekki nokkur ástæða til annars ef menn á annað borð langar til þess.

  Hitt er annað að ég nenni því ekki þó full ástæða sé til. Hvað með Leiva og Maskarann. Hvað með Aurelio sem alltaf er að sanna betur og betur hvað hann er mikill miðlungur. Hvað með inná skiptingarnar. Hvað með að vera til í jafntefli hér og ætla svo að gera annað eins og venjulega á sunnudaginn. Og svo biður þú menn að ergja sig ekki. Af hverju.
  Ég aftur á móti nenni ekki að eyða orðum á Rafael Benites fjórða. Barátta hans um fjórða sætið er hafin og ég nenni ekki að elta ólar við hann í því djobbi. Mér er sem sagt andskotans sama hvað hann gerir hér eftir.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 30. Mér fannst Lucas einn skásti leikmaðurinn í kvöld ásamt Skrtel. Skelfilegt þó af honum að gefa þetta víti í lokin. Benayoun átti fína spretti og tók markið sitt vel. Aurelio reyndi og var duglegur að fara fram en það var bara ekki nóg. Babel var bara lala, en maður er þó fyrir smá vonbrigðum því maður veit að hann getur svo miklu betur. Einnig fer svakalega í taugarnar á manni hvað Torres og Gerrard reyna ALLTAF að finna bara hvorn annan. Það hlítur að vera draumur að verjast hægu liði sem vantar alla sköpunargáfu þegar þú veist að það eru bara tveir leikmenn sem liðið stólar á. Mér fannst það allavega rosalega áberandi í kvöld hvað þeir reyndu alltaf bara að finna hvorn annan.

  En Benitez fær algjöra falleinkun, enn og aftur því miður. Skiptingarnar algjörlega út úr kú. Hversu oft hefur Gerrard bjargað okkur í svona leikjum? En það sem fer þó meira í taugarnar á mér er að í stöðunni 1-0 þá bara hætta menn að sækja og reyna að halda forustunni. Þetta bara hlítur að koma frá stjóranum því þetta hefur svo rosalega oft gerst í vetur.

  Því miður þá virðist sem Benitez hafi ekki getu í að stjórna þessu liði til sigurs í ensku deildinni. Ég hef alltaf sagt að hann eigi að fá þetta tímabil og sjá svo til, og er ennþá á þeirri skoðun, en því lengra sem líður á tímabilið því sannfærðari verð ég alltaf um að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir okkur.

 31. Er Crouch ennþá uppi á topp? Það er ekkert spil upp kanntana, ekkert upp miðjuna heldur er taktíkin háar, langar sendingar á hausinn á Torres og svo vonast Benitez til þess að við tökum seinni boltann. Lucas og Masch saman á miðjunni er ekki að virka, hefur ekki virkað og mun ekki virka. Við félagarnir vissum á 65 mín að jöfnunarmark var í loftinu og það er að gera mig gráhærðan að horfa á liðið mitt, sem ég er búinn að halda með frá því ég var fimm ára skíta upp á bak leik eftir leik.

  Ég ætla á hestbak klukkan 15:30 á sunudaginn og kem svo heim um klukkan 18:00, kíki þá á textavarpið …………..

 32. Þar fór timabilið!!!! Þvílíkar skiptingar. Að taka Torres útaf og svo Gerrard þegar að það eru 7 mínútur eftir. Setja svo aumingja Keane inn á sem að er gjörsamlega andleg taugahrúga (þökk sé Rafa) er í besta falli dónaskapur við stuðningsmenn og hvað Keane. Átti hann sem sagt að bjarga okkur? Maður sem að er búinn að vera geymdur í frystigeymslu í heilan mánuð fyrir það eitt að slysast til að skora 3 mörk í einum leik þorir ekki með nokkru móti að skora feiri mörk því að þá bíður hans einungis refsing að hálfu stjórans. Svipað var aumingja Crouch eins og þið munið.
  En nú er það bara baráttan um 4. sætið enn eina ferðina. Kemur mér reyndar ekki á óvart eftir þennan “snildarlega” blaðamannafund þar sem að Rafa fór á taugum í beinni útsendingu. Það er nefnilega þannig að fótbolti 50% geta og 50% haus! Við erum búnir að vera hauslausir síðan að þessi margfrægi fundir fór fram. Þeir sem að halda öðru fram hafa greinilega aldrei tekið þátt í íþróttakeppnum þar sem að eitthað er undir!
  Y.N.WA

 33. Það er hálf hlægilegt að við skulum kalla okkur bestu stuðningsmenn í heimi þegar maður les þessi komment hérna.. um leið og við vinnum ekki leiki sem við eigum að vinna þá úthúða menn einstaka leikmenn og framkvæmdastjóranum.. framan af þegar vel (betur) gekk hjá okkur þá voru menn að lofsyngja leikmenn og Rafa..
  Staðreyndir: man.utd getur náð fimm stiga forskoti á okkur en það eru fimmtán leikir eftir í pottinum sem gerir 45 stig, menn sem segja að titillinn sé farinn núna eru greinilega menn sem eru flljótir að leggja árar í bát og ná varla langt á lífsleiðinni..
  Ég er oft hrikalega ósáttur við margt hjá Rafa sem og frammistöðu leikmanna en ég missi mig alveg eftir nokkur glötuð stig.. menn ættu að fara að hugsa núna um næsta leik sem er gegn chelski, stórslagur og verður gaman að fylgjast með umræðu manna fram að þeim leik..

 34. Enn og aftur léleg framistaða liverpool á móti liði sem við eigum að vinna. Benitez verður að taka fleiri sénsa frammávið það þýðir ekki að hanga í vörn á móti liði eins og Wigan.

 35. Ég er ekki vanur að skrifa á þessa síðu. Finnst eitthvað korný við að kommentera á íslenska Liverpool-síðu. En sjitt happens on Kitchen Street. Og þegar maður hefur lagt sig í líma við að ná leiknum á netinu, komið öllu í kalda kol á heimilinu og situr eins og illa gerður hlutur með laptop, til þess eins að horfa á Liverpool-liðið gera jafntefli þá verður maður bara að pústa út.
  Já, það sannaðist í kvöld að Rafael Benitez vinnur ekki enska meistaratitilinn. Ástæðan er einföld. Benitez er einfaldlega ekki með taktína í þessa erfiðustu deild heims. Ég leyfi mér ekki eitt augnablik að efast um hæfni Benitez sem þjálfara, maðurinn gerði Valencia að meisturum á Spáni og er einn fárra sem hefur skákað stórliðum Barcelona og Real Madrid.
  Benitez hefur fengið fimm ár. Hann hefur fengið gommu af peningum. Leikmennirnir hafa komið í hrönnum. Þeir hafa líka margir hverjir horfið sömu leið. Benitez er einfaldlega ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool.
  Liðið er tveimur stigum á eftir rauðu djöflunum. Þeir eiga leik til góða. Á móti Bullard-lausu Fullham. Þar eru þrjú stig í höfn. Og ástæðan er einföld: Ferguson veit að hann þarf að stilla upp sínu sterkasta liði í hvert einasta skipti. Þegar hann er búinn að vinna leikinn þá skiptir hann útaf. Öfugt við Benitez. Sem fer hina leiðina. Byrjar með slakara lið en hann þarf og reynir síðan að breiða yfir mistökin með því að taka bestu leikmennina útaf, bera það síðan fyrir sér að þurfa hvíla leikmenn fyrir átökin framundan. Manchester United er að fara tapa þremur stigum það sem eftir lifir tímabils; það mun gerast þegar Liverpool kemur í heimsókn. Og þá eru eftir þau tvö stig sem tryggja United titilinn. Aðdáendur Rauða hersins geta þá horft til leikja á borð við þennan í kvöld eða leikinn gegn Stoke. Þið megið kjósa…
  Benitez lifir því miður ekki lengur á fornri frægð. Ekki mínum huga. Hann getur þó huggað sig við eitt; hann gengur aldrei einn. Tími hans er kominn og tímabært að huga að manni sem þorir að stilla alltaf fram þeim bestu, hefur þolinmæðina gagnvart nýjum leikmönnum og umfram allt; fer í hvern einasta leik til að vinna….góðar stundir

 36. Samamála Benni þetta hef ég sagt lengi og fengið bátt fyrir

 37. Það sem mér er efst í huga eftir þennan leik er einfaldlega ekki prenthæft og alveg úr takti við þá umræðu sem við ætlum að reyna að koma hér á, svo ég held að ég láti það bara eiga sig að fara yfir þetta, þetta var svona panta tíma hjá sálfræðingi pirrandi og skiptingarnar í kvöld kalla meira á geðlækni.

 38. Ef að benitez fer þá fer Torres, Alonso og Gerrard fer örugglega að hugsa sinn gang líka, og þá erum við komnir á byrjunarstig eða jafnvel neðar en það.

 39. Þú tekur ekki Torres útaf í stöðunni 1-0
  Þú tekur ekki Gerrard útaf í stöðunni 1-1

  Torres og Gerrard voru verstu menn liðsins í kvöld. Það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá þeim.

  þAÐ BREYTIR ÞVÍ SAMT EKKI AÐ ÞEIR GETA KLÁRAÐ ÞESSA LEIKI ÞÓ ÞEIR SPILI ILLA Í 85 MÍN.

 40. afhverju má ég ekki gagnrýna Benitez hérna rétt einsog aðrið?? þið eruð meiri asnarnir sem stjórnið þessari síðu!! En ég hef bara eitt um málið að segja…

  Benitez er með drulluna uppá bak.. rétt einsog stjórnendur á þessari síðu!! megið alveg fara og hjálpa honum að pakka niður í töskur.. þvi hann þarf að fara drulla sér úr bænum!

 41. Þetta er bara gjörsamlega óþolandi og ég skil ekki hvers vegna menn eru að hrósa Lucas þessi maður er ömurlegur. Hann skapar ekki rassgat og ég er viss um að það eru meiri líkur á því að Reina skori heldur en hann, við höfum séð hvernig hann hefur farið með þau færi sem hann hefur fengið. Það er ekki erfitt að vera á miðjunni og gefa fáar feilsendingar þegar þú gefur ALLTAF aftur á varnarmennina og reynir ekkert að skapa fram á við. Hann sendir tilbaka í svona 90% tilvika og ég vill helst ekki tala um það hversu heimskulegt þetta var af honum að gefa þetta víti í lokinn.

  Hættið að hrósa þessum manni hann á það engan veginn skilið.

 42. Ég læt þetta komment hans Grétars númer 44 standa. Þetta er hans síðasta framlag á þessa síðu.

  Það má vel gagnrýna Benitez (einsog kommentin hér að ofan sýna), en kommentum sem innihalda ekkert nema skítkast er einfaldlega eytt.

 43. SigKarl minn, þú þekkir mig og veist því að ég er yfirvegaður og kurteis drengur, mér finnst við alveg geta sagt sömu hlutina þótt við öndum í gegnum nefið.
  En því lengur sem líður frá leiknum finnst mér meir og meir einfaldlega eins og leikmennirnir séu fæstir tilbúnir í pressuna sem fylgir því að vera á toppnum og það er verulega slæmt. Ekki síst Gerrard og Torres, þeir ágætu drengir. Þetta er í fyrsta sinn lengi sem við erum í séns þegar janúar kemur og nú virðast Chelsea og United vera að detta í gang á meðan að við og Arsenal erum að sýna það að okkur vantar enn leikmenn til að klára svona pressu, okkar dugar ekki þeir sem við höfum. Ef Rafa heldur mannskapnum eins í janúar er meira að segja ég, þessi bjartsýni maður, að verða á því að við munum heltast úr lestinni í febrúarlok, og þá skal ég þukla á ákveðnum líkamshluta ákveðins manns sem myndi þýða það að undir honum hitnaði!
  Sko SigKarl, ég var hundsvekktur og gagnrýndi, en þurfti ekkert að nota orðbragð sem svo leiðir af sér niðurrif og æsing!
  Kveðja á þig og þína!

 44. Styð ákvörðun nr.. #46 FULLKOMLEGA.
  Svona skrif þjóna engu og eru ekki í anda þess sem síðan stendur fyrir!!!

 45. Einhver að segja Houllier að raka af sér hökutoppinn…

  En án gríns er ég farinn að efast allsvakalega um að Benitez sé rétti maðurinn fyrir þetta lið. Það getur vel verið að hann hafi verið það en eins og er virðist hann vera meira að einbeita sér að því sem er á bakvið tjöldin hjá félaginu, þe. Parry og samningum. Jafnvel þegar við vorum að vinna vorum við að gera það mjög ósannfærandi og oft á síðustu stundu.

  Einnig er ég orðinn sjúklega þreyttur á þessu ótrúlega getuleysi okkar manna með boltann. Það er meira í gangi í sókninni hjá Stoke City, þeir spila amk markvisst upp á að fá innköst og hornspyrnur. Dagskipunin hjá Liverpool þessa dagana er “Látum Gerrard fá boltann og hann gefur annað hvort á Torres eða þrumar honum í netið”. Þetta er bara algjört randomness löngum tíðum í sókninni og það var við hæfi að Javier Mascherano átti það hugmyndaríkasta í sókninni hjá okkur í kvöld.

  Svo að lokum að Ryan Babel:
  11.5 milljónir punda? Í alvöru?

 46. SHA: Agger er meiddur..
  Þessi grein sem þú vísar í frá “enska sérfræðingnum” er svo mikið rusl að það er grátlegt.

  Að leiknum, þá var þetta bara það sama og undanfarið. Nema núna var andstæðingurinn ekki einu sinni hættulegur úr föstum leikatriðum svo Lucas þurfti að redda þessu. Babel, hraðasti maður liðsins (?) tók einn sprett í leiknum, restina af leiknum var hann að hlaupa yfir boltann / taka fimm snertingar undir engri pressu til að koma sér af stað / tapa boltanum með fyrstu snertingu. Arbeloa var of ragur í stöðunni 1-0 að hlaupa upp kantinn, stoppaði alltaf rétt hjá miðlínu, sem skilaði sér yfirleitt í því að liðið spilað alla leið aftur á markmann. Torres hefur unnið sér inn ágætis svigrúm hjá flestum frá gagnrýni og er að koma til baka eftir meiðsli, en staðreyndin er að hann var slakur.
  MotM: Augljóslega Benayoun.
  Fyrirsjáanlegast: Gaurarnir sem commenta hérna á færibandi um Rafa og Kuyt.

 47. Úff hvað maður er að verða pirraður á þessum úrslitum að undanförnu. Gerrard og Torres voru ekki hálfir menn í dag, en það réttlætir það engan veginn að skipta þeim útaf. Ég er orðinn svo langvarandi þreyttur á þessum jafnteflum, hversu oft erum við búnir að brenna okkur á því að fara að verjast. Það er óþolandi að liðið skuli ekki halda áfram að sækja þegar þeir komast yfir. Það hefur reynst liverpool ágætlega að lenda undir í vetur, þá virðist komast grimd í leikmennina og þeir sækja af krafti og setja pressu á mótherjana. Liverpool vinnur sjaldnast leiki með fleirum enn einu marki, ástæðan er augljós í stöðunni 1-0 er varnarleikur hafður í fyrir rúmi, það er óþolandi og leikirnir frekar leiðinlegir komist liðið yfir. Vona að fíflið hann Benitez fari að skoða þessi mál sín og breyta til betri vegar.

 48. Flott skýrsla. Sammála hverju orði. Styð einnig ákvörðun 46. Strákar anda með nefinu, það eru ALLIR pirraðir eftir þennan leik.

 49. Ég sumsé var með skítkast? Þetta er þá í síðasta sinn sem ég skrifa hér inn til að auðvelda þetta fyrir ykkur.

 50. Veistu það Einar Örn að þetta komment hjá þér er eini ljósi punkturinn á þessu kvöldi, svona lítil börn einsog grétar eiga ekki að vera skrifa hérna inni!!!!

 51. Tel mig ekki vera svartsýnan heldur raunsýnan er ég lýsi því yfir að barátta okkar það sem eftir er leiktíðar mun ekki vera um titilinn heldur meistaradeildasæti. Nenni að öðru leyti ekki að tjá mig um þetta rugl. Vítaspyrnan klaufaleg en ef það hefði verið einhver hugur í þessu Liverpoolliði hefði leikurinn verið búin er komið var að vítaspyrnunni á móti arfaslöku liði Wigan. Sjaldan séð Wigan svona slappa, enda þeir búnir að missa tvo sterka lykilmenn menn og sá þriðji meiddur.
  Liverpool þolir ekki pressuna það er ljóst. Reyndar vantaði Everton lykilmenn á móti okkur í fámennan hóp sinn en við vitum jú allir að það kom ekki að sök hjá þeim. Við erum eifaldlega hræddir og steingeldir í öllum aðgerðum. LÉLEGT.

 52. Já það er allavega einhver að standa fyrir sínu hér, menn kallaðir öllum illum nöfnum. Ætlaði að commenta á það en ákvað að refresha síðuna einu sinni áður og þá voru einmitt þau comment sem ég ætlaði að ræða horfin. 🙂

 53. Þetta er alls ekki búið strákar!! Næsta helgi er bara rosaleg Liv-Che og svo man utd-Everton þetta er ekki búið. Everton er með hörkulið sem man utd er ekkert búið að vinna Tim Cahill er funheitur! Svo á Robbie Keane að spila, hann er hörkuleikmaður.

 54. Það sem fór og fer vanalega mest í taugarnar á mér er bullið í Benitez á hliðarlínunni, það er eins og hann sé að stjórna einhverjum vélmennum sem aldrei hafa séð fótbolta áður. Í hvert skipti sem smá stop er í leiknum er búinn að draga tvo leikmenn til sín í eitthvað tactical bull þegar menn með bullandi hæfileika eiga að vera að spila fótbolta en geta það ekki vegna sjö hundruð “taktískra” skipana í hausnum á þeim.

  Menn eiga að fá sýnar dagskipanir fyrir leik og í hálfleik, “þú verjast, þú sækja, þú skora” svo menn geti einbeitt sér að því að spila fótbolta! Þetta er alltof mikið, hann talar allann helvítis leikinn á línunni og er að kalla á menn hægri vinstri með einhverjum handaskipunum!

  Nú er bara að vinna Chelsea á sunnudaginn! Ég hef bullandi trú á þessu liði ef þeir fá að spila fótbolta!

 55. Benitez takk fyrir þessi 5 ár sem þú hefur gefið okkur en ég held að það sé komið að leiðarenda. Kláraðu þetta tímabil og hleyptu öðrum manni að.
  Held að það sé alveg klárt að Benitez er búinn að ná því sem hann getur útúr þessu liði. Vandamálin eru einfaldlega alltaf þau sömu. Töpuð stig gegn lakari liðum og þunglamalegur/hugmyndasnauður sóknarleikur.
  Engar framfarir á því sviði. Af hverju ætti það að breytast þó að hann fái 2-3 ár til viðbótar.

  Nenni ekki að ræða frammistöðu einstakra leikmanna en það er alveg klárt að það vantar ansi mikil gæði í þetta lið, ætli það sér að blanda sér í meistarabaráttu. Staðreyndin er að liðið verður að klást við 4. sætið að venju. Sýnist á öllu að Man Utd muni taka þetta nokkuð sannfærandi þetta árið.
  Hvað gerist ef Liverpool tapar gegn Everton í næstu viku í bikarnum og dettur út gegn Real Madrid?,,,,vilja menn virkilega að Benitez skrifi undir einhvern 5 ára samning þessa daganna.
  Nei Nei Nei…..bíða með allar samningaviðræður við Benitez og dæma kallinn af verkum sínum þá. Er eiginlega kominn með uppí kok á því að vera pirra mig yfir spilamennsku liðsins hvert einasta tímabil.

 56. Jæja félagar og bolir…

  Nú er erfitt að vera Liverpool maður og mér sýnist flestir hafa gefist upp! Hvaða aumingjaskapur er það af okkar hálfu.
  Lið hafa nú verið lengra á eftir í febrúar og unnið upp forskot!
  Við verðum að syðja við bakið á liðinu og Benitez á slæmum tímum sem góðum….
  Ég talaði um hér fyrr í mánuðinum að Benitez væri ekki klár í sálfræðistríð gegn Ferguson því hann væri ekki þessi týpa. Hann varð reiður og fór í eitthvað stríð sem var tapað…nú virðist þetta vera að tapast á fótboltavellinum líka. Bara minna á að ég hafði rétt fyrir mér….
  Það er nóg eftir…You will never walk alone….

 57. Komnir á kunnuglegar slóðir. Við þekkjum að berjast um 3-4 sætið annað er bara ekki í myndinni og ef menn ætla eð eiga séns í titilinn þá verða menn að fara að gera eitthvað í skipulagi liðsins og leyfa öðrum að komast að, ekki er Robbie að fá séns og ekki er að annað að ganga hjá Rafa þó hann segist velja besta liðið hverju sinni, fuck that, nenni ekki að horfa á þetta leik eftir leik út tímabilið og er hér með hættur að horfa á leiki út tímabilið.

  Góðar stundir
  áfram LFC – YNWA

 58. Ég er jafn hundsvekktur og allir á þessu helvítishelvíti, en mér finnst það þó kannski ódýrt að segja að við höfum lagst í einhverja vörn undir lokin – ég man það ekki betur en að vítið hafi komið upp úr gagnsókn Wigan-manna sem voru allt í einu orðnir með miklu fleiri sóknarmenn en við varnarmenn og því fór sem fór…

  Held það sé greinilegt að leikmenn þjáist af alvarlegri lofthræðslu, sem er svo sem ekki óalgengt fyrir lið sem eru ekki vön toppbaráttunni. Verst er að mind-games momentið hans Rafa virðist í raun hafa verið það sem setti menn út af laginu, svona “Shit, við erum í alvörunni í toppbaráttunni, ómægod ÓMÆGOD!!! LETS PANIC!!” Og leikmennirnir hreinlega ekki verið tilbúnir í þennan slag, þótt Rafa hafi verið það…

  En mikið styð ég ákvörðun með Grétar – hann var alveg kominn á stall með MR DALGLISH hvað leiðindi varðar, mig grunaði reyndar alltaf að þetta væri MU-maður að búa til leiðindi miðað við sum kommentin.

 59. Frekar vil ég að Liverpool skrifi undir fimm ár samning heldur en að fá einhvern Big Sam eða eitthvern annan hálfvita sem þjálfara. Ég man hvað Benitez færði mér mikla gleði þegar við tókum AC Mílan um árið í meistaradeildinni!!

 60. Jæja ákvað áðan hætta með stöð 2 sport 2. ég er orðinn þreyttur á þessum bolta sem liverpool hefur spilað í vetur, Liðið er hrikalega andlaust og alltaf verið að bíða eftir guð opni leiðinna fyrir þeim og þeir fái þetta upp í hendurnar. vélmennaboltinn er ekki að gera sig, einhvern vegin er liðið bara komið í vítahring sem það nær ekki að komast upp úr. hef ákveðið að fara bara í stöð 2 sport og horfa á meistaradeildinna og Barcelona langar að hafa gaman að horfa á fótbolta,

  Það versta er liverpool er að gera mig virkilegan þungan yfir öllu ruglinnu sem er búið að vera í gangi utan vallar. hugsanleg Eigendaskipti sem ætla aldrei að hætta.Skuldir liverpool hafa versnað hrikalega síðustu tímabil og engin veit hvað gerist ? LEEDS AGAIN? þetta endalausa rugl með samninga hjá leikmönnum, þetta endalausa rugl með góða leikmenn sem eru að gera góða hluti og kippt úr liðinnu fyrir að standa sig vel. Það er alltof mikið í gangi utan vallar hjá liverpool sem er að pirra mig ásamt árangri liðsins. að líkja Liverpool við Man Utd er ansi hrokafullt miðað við hvernig þeir standa að málunum hjá sér í dag.

 61. Langar að hrósa Kristjáni Atla fyrir mjög góða leikskýrslu. Ég bjóst við, svona miðað við skrif þín undanfarið, að þú myndi kenna Babel um allt og finna leið til að fría Benitez af ábyrgð. Mér fannst þessi skýrsla bara alveg virkilega vel skrifuð og í mjög góðum takti við raunveruleikan.

  …fyndið líka að ég held að við séum bara tveir sem fannst Lucas Leiva góður, allavega held ég að engin annar hafi minnst á það. Ég sagði einmitt við sessunaut minn áðan að leikmenn eins og Babel og Lucas eiga eftir að verða hengdir á eftir, einfaldlega vegna þess að það er vaninn eftir slaka leiki hjá liðinu. Lucas spilaði virkilega vel á meðan Babel var lala. Þú eiginlega sagðir þetta eins og það var, hann var góður í fyrri hálfleik en eftir að háloftaspyrnurnar byrjuðu af alvöru hvarf hann algjörlega. Eitt sem ég vil samt hrósa honum með er hvað hann er orðinn duglegur að verjast….takið samt eftir því að ég sagði duglegur, ekki góður 🙂

 62. Ég kommentaði hérna áðan,
  Var ekki ánægður en lét stóru orðin eiga sig…
  Var mínum commentum eytt..?

 63. Nr 50
  “Hvað gerist ef Liverpool tapar gegn Everton í næstu viku í bikarnum og dettur út gegn Real Madrid?,,,,vilja menn virkilega að Benitez skrifi undir einhvern 5 ára samning þessa daganna.”
  Svolítið mörg “ef” þarna : )
  EF að Liverpool tapar ekki gegn Everton og hvað EF Liverpool slær Real Madrid út í CL, vilt þú þá að Rafa fá nýjan 5 ára samning?
  Ég játa alveg að þessi mánuður er búinn að vera alger andstæða síðustu 2 mánaða þar á undan, og það er hreint ekkert gaman að horfa á hugmyndasnautt spil okkar manna, en að kasta handklæðinu núna á þessum tímapunkti……….no way!
  Gerrard átti ömurlegan leik í kvöld, hélt illa bolta og átti margar lélegar sendingar og svo verður Torres varla verri en í kvöld.
  Babel fékk fínt tækifæri til að sína af hverju hann á að vera í byrjunarliði okkar gegn Chelsea, en nýtti það bara ekki, enn einu sinni.
  Þetta er ekki búið, við vinnum Chelsea á Anfield næsta sunnudag og vinir okkar í Everton taka a.m.k. 1 stig á móti Man Utd.
  Áfram LFC!

 64. There are no words…..
  Ég skil ekki afhverju kanarnir eiga þetta félag ennþá?
  Ég skil ekki afhverju Rick Parry er ennþá að þyggja laun fyrir hans vinnu hjá Liverpool?
  Ég skil ekki afhverju Lucas Leiva spilar i sterkustu deild í heimi?
  Ég skil ekki afhverju Benitez stillir ekki upp sínu sterkasta liði í hverjum leik?
  Ég skil ekki afhverju hann hvílir leikmenn þegar leikurinn er ennþá galopinn?
  Ég skil ekki afhverju Ronaldo var ekki keyptur back in the days?
  Ég skil ekki afhverju Robbie Keane fær ekki að spila?
  Ég skil ekki afhverju Steven Gerrard fór útaf í staðinn fyrir bakvörð í kvöld?
  Ég skil ekki afhverju stig á móti wigan eru ómerkilegri en stig á móti Chelsea?
  Ég skil ekki afhverju ég er að spyrja ykkur að þessu því þið eruð að velta nákvæmlega sömu staðreyndum fyrir ykkur?
  En ég gæti haldið áfram endalaust því vandamálalisti Liverpool FC er orðinn FOKKING LANGUR, ef einhver gæti svarað einhverjum af þessu spurningum væri það vel þegið. BTW Þetta er besta fótbolta síðan, því hér er skrifað frá hjartanu, ekki reynt að breiða yfir sanleikan eins og á td. http://www.liverpool.is

 65. Ég vil taka undir með þeim sem hrósuðu frammistöðu Lucasar í kvöld. Hann átti nokkrar glæsilegar og óvæntar sendingar og í undanförnum leikjum hefur maður séð hæfileika hans til að brjóta upp leiki. Lucas vanta þó enn líkamlegan styrk og hraða. Mascherano hins vegar er að dala mikið, ákvarðanir hans voru margar ákaflega daprar og sendingarnar fram á við eru ekki boðlegar fyrirliða argentínska landsliðsins:-( En af hverju eru menn allta í þessu háloftaboltum þegar framherjunum hentar best að fá boltann í fæturna? Ég bara skil það ekki:-(!!!!

 66. Lucas var mjög góður í kvöld eins og Kristján segir í leikskýrslunni. Mikið óskaplega vorkenndi ég honum því þegar hann vítið var dæmt á hann. Hann stóð sig vel. Gerrard og Torres voru einfaldlega ekki góðir í þessum leik, það gekk alla vega ekkert upp hjá þeim. Þess vegna voru þeir teknir út af.

  Ef við myndum hins vegar bara fara að skora meira en eitt mark í leik?

 67. Liverpool aðdáendur styðjið ykkar lið og hættið að drulla endalaust yfir liðið
  áfram Benitez einn besti þjálfarinn í deildinni!!!
  eru kannski ekki með nógu góða leikmenn til að klára hélt tímabil enda búnir að eyða 10 sinnum minna en Man utd í leikmenn
  Áfram Liverpool

 68. Ok. Maður er alveg brjálaður með gengi liðsins undanfarið. Ég er fúll út í marga leikmenn og Rafa. En maður verður að vera bjartsýnn núna í kreppuni og vona að þetta sé slæmi kaflinn hjá okkur þetta tímabilið og vona að sigrarnir fari að koma.
  Það verður að gefa mönnum séns. Sjáið bara Alex Ferguson, það munaði litlu að hann yrði rekinn þegar hann var búinn að vera með Man Utd í 4-5 ár sjáið hann í dag.
  YNWA

 69. zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

  er janúar ekki að verða búinn???

 70. Afhverju halda menn að Torres, Gerrard og fl, fari ef Rafa verði látinn fara? Varla nenna þeir að starfa með Rafa lengur sem róterar mjög einkennilega og skiptir alltaf á 70 mín. Bennajón þurfti ekki að fara útaf, hann var orðin góður og ekkert að honum þegar að hann gekk útaf, hann var eini maðurinn sem gerði eitthvað. Og þá er Babel búinn að sýna hvað hann getur. Ég vona bara að Liv hafi verið í öldudal sem öll lið lenda í og þessi öldudalur sé að baki. Látum SAMMY LEE taka við

 71. Þessi Grétar Örn er pottþétt Man Utd maður að reyna æsa okkur upp. Stjórnendur verða að vera vakandi fyrir svona vitleysingum.

  Ég var annars búinn að vara við því oft og mörgum sinnum fyrir áramót hér á http://www.kop.is að við þyrftum að kaupa 1-2 góða leikmenn í janúarglugganum til að eiga séns á titlinum. Það voru komin mikil þreytumerki í liðið eftir að hafa eytt mikilli orku í pressuvörn.
  Að okkur vantaði Target-Striker og hægri kantmann eða hraðan bakvörð.
  Við yrðum líka að vera með 5-7 stiga forskot um áramót til að hafa svigrúm fyrir squad-rotation í jan-feb.

  Ég varaði menn hér líka við of mikilli bjartsýni yfir endurkomu Torres, hann myndi þurfa tíma til að komast í gang. Hættan væri líka á að aðrir lykilleikmenn yrðu of passívir og myndu bíða eftir einstaklingsframtökum Torres. Þetta hefur heldur betur reynst raunin. Okkar lið er alltof one-dimensional í dag. Bakverðir og kantmenn eru dæla háum boltum á Torres treystandi á second-ball og Gerrard gefur helst ekki á neinn nema hann.

  Okkur sárvantar hraða og líkamlega sterkari leikmenn í leiki gegn enskum miðlungsliðum, sókn og vörn. Benayoun (Everton, fyrri leikur) og Leiva (Wigan) spörkuðu báðir æstir útí loftið og brutu heimskulega af sér því þeir hafa ekki líkamsburði til að spila vörn í ensku deildinni. Hér er líka greinilega spennustigið alltof hátt hjá leikmönnum. Þetta er þjálfaranna að laga.

  Talandi um Target Striker og líkamlega sterka menn. Við vorum orðaðir lengi við Heskey. Hann fór til Aston Villa og það fyrsta sem hann gerði fyrir þá var að skora sigurmark í mjög jöfnum leik. Rafa tímdi ekki að spreða 3m punda í janúar heldur ætlaði að fá Heskey á free transfer í sumar.
  Þetta er okkar langbesti séns á titlinum í áraraðir og það er bara glæpsamlegt að tjalda ekki öllu til svo Man Utd nái okkur ekki í Englandsmeistaratitlum talið.

  Ég neita að gefa titilinn strax uppá bátinn. Við eigum eftir leik úti gegn Man Utd sem bara verður og mun vinnast. Við verðum að vinna Chelsea um næstu helgi. Þetta er ennþá hægt ef viljinn og trúin er fyrir hendi. Ef við eigum afburða góðan febrúar mánuð og Man Utd misstíga sig pínu er vel mögulegt að þeir fari á taugum þegar liðin mætast í mars á Old Trafford. Sigur þar og þá brotna þeir hugsanlega. Titillinn okkar.

  Varðandi Benitez og næsta tímabil þá er mitt álit þetta, sama hvernig þetta ´08-09 tímabilið fer. Benitez á að fá 1 tímabil með fullkomlega frjálsar hendur og allavega 50m punda í leikmannakaup. Hann á það inni hjá okkur og stjórninni eftir frábæran árangur í CL, markvissa bætingu milli ára í Englandi og vægast sagt mjög erfið vinnuskilyrði.

 72. Það er eiginlega magnað hvað við erum ennþá nálægt toppsætinu. Þetta er alls ekki búið. En sigur gegn Chelsea um helgina er eiginlega orðinn lífsnauðsynlegur. Þó United hafi verið á geðsjúkum skriði þá mun það líka taka endi, þeir geta ekki unnið alla leiki.

 73. Langar að koma með nokkra punkta þó svo að enginn lesi orðið þessi komment.

  Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Atriði sem ég held að hafi haft áhrif á liðið.

  1. Benitez blastar uppúr “þurru” á Ferguson og gerir sjálfan sig að hálfgerðum kjána. Ég fæ ennþá kjánahroll þegar ég hugsa um þetta.

  2. Benitez tekur einhverja furðulega stefnu og ákveður að hvíla Keane eftir að hann skorar 3 mörk í 2 leikjum.

  3. Gerrard lendir í einhverjum fokking slagsmálum um miðja nótt. Ég veit að hann er eflaust saklaus en þetta hefur haft slæm áhrif á allt og alla.

  4. Einhvernvegin er það komið í fjölmiðla að Benitez vill ekki skrifa undir af því að Rick parry er þarna ennþá. Svona hlutir á að ræða innan félgasins.

  5. Keane tekinn út úr liðinu eftir lélegan leik á móti Everton.

  6. Benitez tuðar yfir spilamennsku Everton manna við fjölmiðla sem var náttúrulega bara fáránlegt af honum.

  7. Benitez tekur Gerrard útaf í stöðunni 1-1 þegar nokkrar mín. eru eftir og á hann eflaust eftir að tuða eitthvað yfir guð má vita hverju.

  Þetta gerist allt á mjög skömmum tíma og það er eins og menn hafi bara misst trúna.
  Ég meina á tímabili var Liverpool meira í fréttum en helvítis kreppan.

  Ég er mjög ósáttur við Rafa og hann minnir mig á Einar frænda minn sem beygir alltaf til hægri þegar ég bið hann að fara til vinstri.

  Kv. Ingi T.

 74. jæja enn ein vonbrigðin í janúar. En ég ætla líka að vera einn af fáum hérna sem tek upp hanskann fyrir Leiva. Já vissulega var þetta klaufalegt brot hjá honum og ég efast um að hann sofi mikið í nótt. Hins vegar þá stóð hann sig vel á miðjunni og vann marga skallabolta og dreifði boltanum vel og auðvitað gefur hann boltann oft til baka. Það er ekki annað hægt gegn svona liðum. Þetta er gert til þess að lokka andstæðingana aðeins framar og skapa þannig meira pláss. Það er ekki hægt að skora í hverri einustu sókn og það þarf að hafa þolinmæði í svona leikjum. Hitt er annars annað mál að hann og Javier eru ekki að ná vel saman. Reyndar eru Alonso og Javier heldur ekki að ná neitt stórkostlega vel saman heldur. En mín skoðun er sem sagt sú að það eru margir slakari leikmenn í Liverpool heldur en Lucas.

 75. 83 ummæli. Ætli ég hafi við nokkru að bæta. Ætla allavega ekki að lesa þessi ummæli um einn ömurlegasta leik með Liverpool sem ég hef séð.

  Vitna í félaga minn sem var á sideline í kvöld eftir 20 mínútur af spili.

  Það er eitthvað að!!

  NB. Lucas kostaði ekki liðið sigurinn í kvöld. Vörnin var í algjöru messi í allt kvöld.

 76. Martin O´Neill frá Aston Villa á morgun og hann má endilega taka Ashley Young með sér. Losa okkur við Kuyt, Babel, Keane, Dossena og Lucas og fá alvöru leikmenn í staðinn.

  Eða við nánari athugun þá halda Rafa Benites, leyfa Kuyt að spila áfram og verðlauna Babel, Keane, Dossena og Lucas fyrir frábæra frammistöður á undanförnu. Ef LFC vinnud deildina á þessu tímabili breyti ég nikkinu mínu í Hundur.

 77. Var ég sá eini sem tók eftir því og var pirraður útí það að einn af okkar bestu leikmönnum xabi var á bekknum í kvöld. Sá leikmaður sem stjórnar okkar spili og byrjar allar sóknir. Lucas og Mascherano eru ekki með tærnar þar sem Xabi hefur hælana…

 78. Nákvæmlega bubbi, Benitez þarf að skilja að það að tapa stigum í þessum leik þýðir að við þurfum að vinna Chelsea um helgina bara til þess að koma út á sléttu þessa vikuna.

 79. Ég verð að játa það á mig að mig skortir verulega þekkingu á veraldarvefnum til að finna eftirfarandi upplýsingar um Liverpool undir stjórn Rafa, getur einhver bent mér á hvar að ég finn síðustu 4 tímabil eða frá því að Rafa tók við liðinu, langar til að sjá tölurnar um sigra, töp og JAFNTEFLI!!!

  Það er engin tilviljun að Pepe Reyna hefur haldið hreinu, hingað til það er, oftast frá því að hann kom í ensku deildina, vörnin og varnarsinaðir miðjumenn hafa ekki verið vandamál hjá Rafa en það er eins og hann skorti allan sens á sóknarleik og hvernig á að byggja hann upp í ensku deildinni, það er ekki hægt að kenna Torres eða Keane eða hverjum þeim sem að spila á toppnum um að skora ekki endalaust, þegar að þjónustan við þá hefur verið arfaslökk og þá sérstaklega af hægri kantinum hingað til. Mig hreinlega verkjar við að skrifa þetta en er ekki kominn tími til að setja Stevie G þangað og fá einhverja ógnun þaðan???

 80. ég á ótrúlega erfitt með að skilja hvert liðið sem vann næstum allt fyrir áramót fór? Hvar er Liverpool? Djöfull er ég að verða leiður á þessu endalausa HELVÍTIS kjaftæði! fokk allt!

 81. btw. sammála Stjána. setja bara Gerrard á framlínuna. það er eini leikmaður okkar sem getur nokkurn skapaðan hlut sókarlega. kanski er þetta samt bara þannig að framherjar skora ekki. punktur. bara setja upp í 4-6 kerfi þannig að allir séu bara á miðjuni. og ekkert vesen.

 82. Verð að koma þessu soldið út…. DJÖFULLINN

  Er ekki með það á fullkomlega á hreinu hvað það er að “eip-sjitta” er er nokkuð viss um að það sé nákvæmlega það sem ég er að gera akkúrat núna.

 83. Þessi spilamenska hjá Liv gengur ekki lengur. Miðja-kantur-miðja- vörn- kantur o,s,f. Þetta er ekki að virka, jú við erum meira með boltann en þetta skilar engu. Eflaust á þessi spilamenska að opna vörnina, en það gerist bara ekki, vörn mótherja stendur bara á sínum stað og horfir á. þeir verða að fara að ógna meira,,, skjóta á rammann,,, koma boltanum í boxið, þá er alltaf hætta á ferð. Það þíðir ekki að það séu Gerrard og Torres sem eigi að klára leikinn og hinir séu bara með, eins og ríkisstarfsmenn,,, ekki endilega að vinna heldur að vera með. Svo er skorað 1 mark og þá eru aðalmennirnir teknir út af og varnarsinnaðir menn settir inn. Annað hvort þarf Rafa að pakka niður eða að fara að setja leikmenn sína í gír, það þíðir ekki að láta þá dóla þetta í hlutlausum…..

 84. Horfði á viðtalið við Rafa á Sky og hann virðist nú þrátt fyrir allt gera sér grein fyrir vandamálonum hjá liðinu og sagði m.a að Torres og Gerrard hafi verið dauðþreyttir og þess vegna verið teknir út af. Ég held að vandamál liðsins utanvallar t.d umræðan um eigendaskipti einu sinni en,samningamál Rafa og Agger og óánægja Rafa með Parry séu allt saman vandamál sem farin eru að hafa áhrif á spilamensku liðsins.
  En þessi leikur var illa spilaður í seinni hálfleik og nú finnst mér að Rafa eigi að setja Alonso aftur í liðið á sunnudaginn og þá eigum við séns,já og svo verður Charrager að hætta þesum háloftakílingum ef ekki á illa að fara.

 85. Ég sagði í gær að leikurinn færi 1-1 jafntefli. Einnig hef ég sagt það að meðan að Benitez er við stjórnvölinn vinnum við ekki enskudeildina Það hljóta allir Púllarar að vera farnir að sjá þetta. Liðið er hugmynda snautt og andlaust. Ef kóngurinn Gerrard er ekki í stuði þá gengur hvorki né rekur. Innáskiptingar eru í algjöru rugli. Orkan hjá Rafa hefur aðallega farið í að rífast við Ferguson opinberlega. Kaupin á Keane var algjör steypa.
  Ábyrgðin er hjá einum manni Rafa Benitez, hann ætti að fara á sölulista.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 86. Hvað er Benítez að hugsa??? Hann getur aldrei viðurkennt að hann geri mistök með skiptingar og uppstillingu liðsins en í staðinn segir hann að seinni hálfleikur hafi verið CRAZY. Maðurinn er gjörsamlega búinn að missa allt vit og geðheilsu!!!!! Þegar hann er spurður hvað meinar þú með crazy vill hann ekkert segja. Hann er mikið veikur maðurinn og þarf að fara sem fyrst ég vona að það verði í sumar ef ekki fyrr.

 87. Flottur Mummi!
  Enn bjarga snillingarnir á http://www.lfchistory.net okkur. Er það ekki bara besta statistíksíða í heimi!!!
  Ljóst að tölfræðilega lítur Rafa vel út, einungis Kenny Dalglish sem er sterkari síðan að snillingurinn Paisley tók við. Hvað þá þegar maður tekur frá fyrsta tímabil Rafa þegar liðið var næstum ónýtt og árangurinn vel undir 50% í deildinni.
  Ég er ekki glaður þennan daginn með Benitez karlinn, en er alls ekki tilbúinn að slá hann niður varanlega.
  Í gær áttu lykilmenn liðsins dapran dag. Carra í háloftaboltunum, Gerrard þess vegna lítið inni í leiknum og Torres bara einfaldlega slakur, því miður. Javier Mascherano var svo treyst fyrir spjaldlið hryggsúlunnar (lærði einu sinni líffærafræði) og átti arfadag utan stoðsendingarinnar. Þegar hryggjarsúlan í liðinu hrynur eins og í seinni hálfleiknum í gær er erfitt að kenna þjálfaranum alfarið um það, því við vorum allir sáttir við valið á þessum fjórum held ég í upphafi leiks.
  Vissulega er vonlaust að verja skiptingar Rafa í gær, ég SKIL EKKI hvers vegna Xabi var ekki látinn taka við af vonlausum Masch fljótlega í seinni hálfleik í gær. Masch sendi boltann ALLTAF til baka á varnarmennina sem svo dúndruðu bara upp, Carra vinur minn verstur! Rafa talar um “crazy half” og ég er viss um að hann er að tala um það að liðið hætti að láta boltann rúlla og fór í háloftin. Xabi hefði lagað það.
  Svo kom skipting, Torres mjög lúinn útaf. Það fannst mér skiljanlegt. En óskiljanlegt að setja Babel uppá topp, hann er vondur með bakið í markið og það sást strax að hann hafði ekki neitt í það að gera.
  Svo næsta. Benayoun útaf. Það var ekki útaf meiðslum, ensku þulirnir sem ég hlustaði á sögðu að þá skiptingu var búið að tilkynna áður en Yossi meiddist. Fáránleg skipting finnst mér fyrir tvennt, Yossi lék mjög vel í gær og í öll skiptin sem Dirk Kuyt kemur inná sem varamaður gerist ekkert. Hann er leikmaður sem verður að fá að byrja ef hann á að gera eitthvað.
  Síðasta skiptingin var líka tilkynnt fyrir víti, þ.e. Keane kom inná fyrir Gerrard. En um leið og vítið var dæmt hefði átt að breyta og taka t.d. Mascherano útaf.
  Og þessu er ég reiðastur yfir hjá Rafa í gær. Skiptingarnar hans í gær, sem sennilega voru ákveðnar fyrir leik, voru til að draga úr liðinu og slíkt er mjög vont. Blaðamenn eiga að demba á hann spurningum hver meining hans með skiptingunum var!
  Talaði um það við félaga minn þegar Torres fór útaf að mér fyndist þessi leikur vera eins og Reading í deildinni í fyrra. Annað augað á næsta leik, stórum heimaleik, gegn Chelsea um helgina. Þá höfðum við augað á Unitedleik, veifuðum hvíta flagginu gegn Reading en töpuðum svo gegn United.
  Og ekki vekur það manni nú sjálfstraust að heyra að perlurnar í hryggjarsúlunni séu á böggum hildar vegna þreytu!!!
  En ég er ekki búinn að afskrifa Rafa, vegna þess að hann hefur gjörbreytt liðinu og umgjörð þess á sínum tíma. Það vantar enn gæðaleikmenn sem klára leiki eins og í gær og þegar hann fær þá verðum við bara enn betri.
  Hins vegar verður hann að hætta að þrjóskast við með þessar skiptingar sínar og lesa lokin í leikjum liðsins mun betur.

 88. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa á þessa síður,þessi leikur hjá liverpool var skelfilegur eins og síðustu leikir og mér sýnist við vera svona hægt og rólega vera að detta niður í sama pakkann og berjast um meistaradeildar sæti,ég er á þeirri skoðun að við höfum nógu gott lið til að að vinna deildina en því miður þá held ég að Benitez sé bara ekki nógu góður stjóri til að klára þetta,það er eitthvað sem vantar hjá kallinum,að skipta um stjóra er svo sem eingin töfralausn,en ég held að liverpool ætti að skipta um stjóra eftir tímabilið því mér sýnist Hr.Benitez vera kominn á endasöð með þetta lið,þá vaknar upp spurningin hvern vill maður sjá í staðinn,ég veit ekki um ykkur púllara en ég væri til í að sjá móra enda frábær stjóri hann sannaði það hjá chelsea en það eru skiptar skoðanir um þann mann

 89. Takk fyrir linkinn Mummi, athyglisvert að “rekkortið” hjá Rafa er slakast í deildinni og þar þarf hann klárlega að bæta sig. Spurning um starfsliðið hjá honum, Lee og félega, koma þeir ekki með input inní dæmið eða hafa þeir ekki mikið um taktíktina að segja???

 90. Rafa Benítez hefur keypt 51 leikmann fyrir samtals 189 milljónir punda í stjórnartíð sinni hjá Liverpool. Aftur á móti hefur hann selt leikmenn fyrir 92 milljónir punda.

  Dæmi um gríðarlega vond kaup Rafa má sjá hér að neðan.

  Fernando Morientes 6,3 milljónir punda
  Jermain Pennant 6,7 milljónir punda
  Dirk Kuyt 9 milljónir punda
  Gabriel Palletta 2 milljónir punda
  Lucas Leiva 5 milljónir punda
  Javier Mascherano 17 milljónir punda
  Ryan Babel 11,5 milljónir punda
  Youssi Benayoun 5 milljónir punda
  Andrea Dossena 7 milljónir punda
  Robbie Keane 19 milljónir punda

  Þetta eru tæpar 90 milljónir punda og tveir af þessum mönnum spila einhverja rullu í liðinu í dag. Annars vegar Dirk Kuyt sem hefur reynst liðinu ágætis liðsmaður en langt frá því að vera 9 milljóna punda virði og svo Javier Mascherano sem einhverjum datt í hug að borga 17 milljónir fyrir. Ég var rakkaður niður í fyrra þegar ég bölvaði þessum leikmanni en hann hefur heldur betur sýnt sitt rétta andlit í vetur. Skítakarakter og sýndi það á Old Trafford og það er hreinlega óskiljanlegt með öllu að við skulum hafa keypt hann fyrir þetta háa fjárhæð.

  Rafa hefur aftur á móti átt sín góðu kaup að mínu mati og þau má sjá hér fyrir neðan.

  Martin Skrtel 6,5 milljónir punda
  Emiliano Insua 1,3 milljónir punda
  Fernando Torres 20,2 milljónir punda
  Alvaro Arbeloa 2,5 milljónir punda
  Daniel Agger 5,8 milljónir punda
  Jose Reina 6 milljónir punda
  Mohammed Sissoko 5,6 milljónir punda (seldur fyrir 8,2)
  Xabi Alonso 10,5 milljónir punda
  Scott Carson 1 milljón punda (seldur fyrir 4)
  Peter Crouch 7 milljónir punda (seldur fyrir 11)

  Kaupin á Agger og Skrtel eru frábær kaup. Ungir og virkilega öflugir leikmenn. Insua virðast vera algjör kostakaup og svo þarf ekkert að ræða kaupin á Reina, Torres og Alonso. Kaupin á Reina gætu talist til bestu kaupa Liverpool fyrr og síðar.

  Staðreyndin er samt sú að Rafa hefur gert gríðarleg mistök á leikmannamarkaðnum. Menn geta vissulega bent á Wenger, Ferguson og Mourinho en það er nú samt þannig að við eigum fyrst og fremst að hugsa um sjálfa okkur. Rafa fékk pening til kaupa og nýtti hann illa oft á tíðum. Ef þú átt minni pening en aðrir þá verður þú einfaldlega að vanda valið betur og sýna kænsku. Þá kænsku hefur Rafa ekki sýnt.

 91. Held að menn verði nú að viðurkenna það að Benítes fer ekki lengra með þetta lið. Það er bara ein leið til að lýsa því hvað hann gerðir með þessum fræga fréttamannafundi fyrir að verða mánuði. Hann skeit uppá bak og liðið veit það jafn vel og Ferguson. Það vantar bara að Benítes fari í fósturstellinguna.

 92. Grolsi, ég er alls ekki sammála þér með þessa flokkun. Er á því að Mascherano hafi verið góð kaup en hans veikleiki er sendingagetan á köflum. Hann er snillingur í því að vinna skítavinnuna á miðjunni við hlið Alonso.

  Og það er fullsnemmt að kalla Keane slæm kaup, veit að hann hefur alls ekki sýnt það sem í honum býr með Liverpool en staðreyndin er einfaldlega sú að þegar hann kemur til liðsins þá er hann framherji sem hefur skorað jafnt og þétt i ensku deildinni undanfarinn 5-6 tímabil og geri aðrir betur segi ég.

  Svipaða sögu má segja um Morients, margreyndur markaskorari í spænsku og frönsku deildinni. Hlutirnir einfaldlega gengu ekki upp hjá honum. Það var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku deildinni á þeim tímapunkti þegar hann var keyptur. Allir voru sammála um að reynsla hans væri nægilega mikil til þess að aðlagast.

  Og Lucas er alls ekki slæm kaup heldur. Finnst hann hafa sýnt miklar framfarir og átti til að mynda prýðisgóðan leik á móti Newcastle um áramótin.

 93. Málið með Masch og Lucas er að mér finns þeir alls ekki virka vel saman. Eru góðir með Alonso eða Gerrard en alls ekki saman (Newcastle leikurinn er undantekningin)

 94. Mummi.

  Þú þarft ekkert að vera sammála mér. Þetta er einfaldlega mín skoðun á góðum og slæmum kaupum Rafa.

  Miðað við það traust sem hann sýnir Keane þá er ljóst að hann nagar sig í handabökin yfir þeim 19 milljónum punda sem hann ákvað að reiða fram.

  Ég er hrifinn af Keane sem leikmanni en það er ekki það sem skiptir máli heldur hvort Rafa sé hrifinn af honum. Kaupin voru slæm sama hvað tautar og raular.

 95. Áhugavert viðtal sem #83 vitnar í. Benitez er greinilega með þetta allt á hreinu og er svo sannarlega að höndla pressuna og koma vel út úr henni. Vægast sagt einstakt viðtal

 96. Hefur enginn áhyggjur af því hvað við sköpum okkur fá færi???? Hvað við erum hugmyndasnauðir fram á við…… Undanfarið ( 2 leikir á móti Everton og Wigan og í fleirri leikjum í vetur reyndar) þegar við erum búnir að vera að gera jafntefli að í þessum leikjum erum við búnir að fá örfá færi til að skora mörk……. og mér finnst vera tvennt í stöðunni….
  Að losa okkur við Benitez eða að fá nýja menn og selja þá sem eru fyrir….. við getum selt alla mennina okkar sem spila framarlega á vellinum fyrir utan Gerrard og Torres…..
  Menn tala um að Dirk sé svo vinnusamur en hann spilar framarlega á vellinum og þá er hans hlutverk að skora mörk eða að búa til mörk……
  Ef við horfum á fremstu menn hjá Man. UTD. á móti WBA að þá þar vantaði meira að segja Rooney að þar voru Ronaldu, Berbatov, Tevez og Park með Giggs á miðjunni….. og við berum það saman við okkar fjóra fremstu í gær að það voru Babel – Torres – Benayon og Gerrard….. þeir eru með fjóra menn sem geta brotið upp varnir andstæðinganna og búið til mörk og skorað þau en við 2 ……. þó Benayon hafi skorað í gær er hann alls ekki sama klassa og þessir hjá UTD. Babel hlýtur að hafa séð eftir því að hafa skrópað á æfingum þegar hann var lítill þegar verið var að æfa innanfótarspyrnur og það á að senda fram fyrir menn en ekki afturfyrir þá..
  En að Benitez…. sóknarleikur Liverpool er einhæfur og tilviljanakenndur….. hann er greinilega ekki að koma með neinar hugmyndir um það hvernig eigi að brjóta niður varnir andstæðingana……

  Ég held að með því að skipuleggja sóknarleikinn betur og búa til og gefa mönnum hugmyndir um það hvernig þeir eiga að gera þetta að þá er þessi mannskapur nógu góður og Benitez er greinilega ekki maðurinn í það…..

  Mér líkaði Evans betur sem stjóri því að á þeim tíma var gaman að horfa á Liverpool en í dag er það mjög leiðinlegt….. ef við erum ekki að fara að vinna neitt að þá á í það minnsta að vera gaman að horfa á liðið sitt…..

  kv. Garðar

 97. ég væri til í að sjá Liverpool hampa enska meistaratitlinum í vor bara til þess að plebbarnir sem hafa commentað hérna um leikinn í gær geti étið það allt ofan í sig. Mætti halda að Nenni neikvæði væri að skrifa hérna.

  Við erum í 2-3 sæti tveimur stigum á eftir toppliðinu sem á reyndar leik inni. Við eigum heimaleik næstu helgi á móti liðinu í 2. sæti og svo útileik í mars á móti toppliðinu.

  Það eru 15 deildarleikir eftir og menn eru strax farnir að afskrifa liðið? Hvað er málið? United og Chelsea tóku sína lægð á undan okkur, við höfum verið í lægð núna en vonandi getum við rifið okkur upp núna, sem ég hef fulla trú á.

  Leikurinn á sunnudaginn er gríðarlega mikilvægur, ef við vinnum hann þá eigum við fullt erindi í toppbaráttuna og leikmenn fá þvílíkt boost!!

  Ég legg til að stjórnendur síðunnar komin með góðan pistil ef Liverpool hampar titlinum í vor og birti nöfn og komment þeirra sem eru búnir að vera neikvæðari en Nenni undanfarið!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!

 98. Þeir sem vilja Rafael Benitez burt, hverja vilja þeir í staðin? Viljiði fá 3-4-5 ár af uppbyggingu eftir huga þess þjálfara og svo skipt út ef hann er ekki buinn að vinna EPL?

  minnir mig á tottenham, sjáiði Sir Alex Ferguson, tók það hann ekki 9 ár að vinna deildina? og þá var deildin ekki jafn sterk og i dag.

 99. Garðar.Ef þú lest færslur sem eru hér á þessari síðu, þá sérðu að flest allir eru hund fúlir yfir leik Liverpool og fleiru. Og ég er 100% sammála að það er frekar leiðinlegt að horfa á svona leiki þar sem ekkert er verið að búa til nánast allan leikinn….

 100. sælir….
  Við skulum átta okkur á því að við höfum ekki unnið leik í deildinni í heilan MÁNUÐ !

 101. 111

  Þá tók Ferguson við fallbaráttu liði og hefði nánast engan pening á milli handanna. Benitez veður í aurum en hann spreðar þeim í allt of marga leikmenn.

 102. Ég er ekki sammála ummælum um Evans, sem er auðvitað öðlingsmaður. Við vorum fyrirsjáanlegir og áttum yfirleitt engan séns í stóru liðin, hvorki heima eða í Evrópu, en unnum vissulega litlu liðin ansi oft. Held t.d. að Evans hafi aldrei unnið Unitedliðið! Þoldi þá staðreynd ekki.
  Varðandi kaup og sölur tók ég saman langan pistil í fyrra og tel fráleitt að Benitez sé að standa sig eitthvað betur eða verr en aðrir stjórar í þeim málaflokki.
  Er t.d. alveg algerlega ósammála að telja Kuyt, Leiva, Benayoun og Babel vond kaup. Gagnrýndi kaupin á Mascherano en viðurkenndi vel í fyrra að sá leikmaður væri að spila vel og studdi það að Sissoko færi. Í dag er ég aftur kominn á þá skoðun að Masch sé ekki okkar leikmaður. Lucas sýndi í gær aftur og enn að hann kann að spila fótbolta en hann þarf líkamlega sterkari mann með sér og einhvern sem hægt er að spila með, Javier var hryllilegur í gær utan við flotta stoðsendingu. Ég hef ekki enn skilið út af hverju menn svekkja sig á Benayoun. Ég tel hann fullkomlega 5 milljón punda virði. Skulum aðeins skoða hvaða menn ganga á þessu verði áður en við missum okkur. Þetta er flinkur fótboltamaður sem gerir óvænta hluti, en er ekki nógu stöðugur. Þess vegna kostaði hann bara 5 milljónir og spilar ekki alltaf!
  Á móti tel ég Scott Carson t.d. ekki góð kaup, því LFC snýst ekki um peninga, heldur frammistöðu. En þetta er einstaklingsbundið vissulega.
  Varðandi upphæðirnar skulum við líka átta okkur á því að Rafa Benitez ræður því ekki hvað er borgað fyrir leikmenn. Við verðum að skilja það. Hann setur upp nöfn þeirra leikmanna sem hann telur að liðið eigi að fá og lætur það í hendur Rick Parry að sjá um annað. Félagið vill það. Sjáið t.d. Barry málið í sumar. Rick Parry var að rífast fyrir okkur, hver var fyrir Aston Villa??? Jú, MARTIN O’NEILL. Það er nákvæmlega þetta sem Rafa er að tala um, þetta verður ekki liðið hans fyrr en hann fær að ráða.
  Eins og Ferguson, Wenger og O’Neill. Hvaða stjóri í heiminum haldiði að sé tilbúinn að koma til okkar uppá þessi býtti??? Allavega ekki Motormouth (hey, kannski er þetta bara fín regla). Ég er algerlega sannfærður um það að ef að Rafa hefði fengið að ráða hefði hann greitt 18 milljónir fyrir Barry og fundið senter á 5 – 10 milljónir, jafnvel sleppt því að kaupa Riera. En nei, Parry og eigendurnir (jafnvel bara Parry) töldu meira máli skipta að fá senter og borguðu þennan pening fyrir Keane.
  Þetta verður að breytast. Sama er núna að koma upp með Agger, sem augljóst er að Rafa vill halda sem lykilmanni. Enn er það Parry sem dregur lappirnar, við skulum ekki gleyma að þessi maður á það skuldlaust að Simao og Vidic, jafnvel Van Persie og Essien, eru ekki að spila með okkur.
  Ég er minnsta kosti eins reiður og þið hin hér með gærkvöldið, en það skiptir rosalegu máli finnst mér að liðið byrji ekki upp á nýtt í vor, heldur byggi á því sem fyrir er og bæti við sig.
  Ég segi enn og aftur, það vantar enn gæði sóknarlega í liðið, ef ég væri Rafa í sumar keypti ég Glen Johnson í bakvörðinn, Simao/Ribery á kantin, seldi Mascherano og keypti Barry…..
  Ef Rafa fer? Þá þarf einhvern sem vill leyfa Parry að stjórna hver verður keyptur til liðsins, ekki viss um að það yrðu margir….

 103. Helgi Þór. Ég væri til í það að sjá Liv hampa titlinum. En við værum ekkert að eta neitt ofan í okkur, vegna þess að Liv hefur ekki verið að spila vel undanfarið og það breytist ekki þótt við tækjum deildina… Koma svo

 104. Jú þið sem eruð búnir að vera að bauna yfir Benna að hann muni aldrei vinna deildina þurfið vissulega að éta það ofan í ykkur!

  Bara leiðinlegt þegar neikvæðnin tekur völdin hjá mönnum, ég myndi skilja þetta ef það væri ekki fræðilegur möguleiki að vinna deildina. Það eru 15 leikir eftir sem gera 45 stig í boðinu, ef það er ekki hægt að vinna upp 2 til 5 stig á því þá veit ég bara ekki hvað………

 105. Held ég geti lofað ykkur því að það hefur aldrei lið unnið deildina sem hefur ekki unnið leik í heilan mánuð á tímabilinu !
  þegar það gerist er eitthvað að !
  kv. Garðar

 106. Fyrst menn eru svona yfirlýsingaglaðir þá kemur hér ein frá mér.

  Ég ætla hér með að hætta að commenta hér á þessari síðu í a.m.k. 1 mánuð.
  Þessi óþolandi grátkór sjálfskipaðra spekinga sem allir virðast hafa meira vit á fótbolta en maður sem hefur unnið Spænsku deildina með “underdogs” lið og m.a. gert Liverpool að Evrópumeisturum með í besta falli sæmilegan mannskap ef miðar er við önnur lið í Evrópu á því tímabili, er að setja mig í þunglyndi.

  Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að lesa þessa síðu og mun lesa þá pistla og upphitanir sem og leiksýrslur eins og vanalega, en commentin….nei takk.
  Ekki má misskila sem svo að ég haldi að allir sem commenta hafi endilega rangt fyrir sér, alls ekki, en neikvæðnin sem bergmálar hér er bara orðin yfirþyrmandi og fyrir mig persónulega þá er alveg nóg að horfa á leikina síðasta mánuðinn, það pirrar mig nóg.
  Ég er á því að við erum í bullandi baráttu um Englandstitilinn og ég get lofað ykkur að Alex ferguson er ekki búinn að afskrifa Liverpool í þessari baráttu þó svo að 80-90% ykkar sem hér commentið séuð búnir að því.

  Þetta verða því mín loka orð næsta mánuðinn í það minnsta og ég segi því bara ÁFRAM LIVERPOOL!

 107. Úff hvað þetta var eins og talað út úr mínu hjarta Hafliði. Sammála þér í einu og öllu. Sjáumst síðar, farinn til Liverpool að kippa þessum málum í lag 😉

 108. Ég er alls ekki á því að Benítez eigi að fá meiri völd innan klúbbsins. Best væri þó að það væri e-r almenn sátt á milli eigenda, þjálfara og annarra stjórnenda sem ríkir ekki núna.
  Ég er farinn að hallast að því að Rafael Benítez eigi ekki að vera framkvæmdastjóri neins liðs, til þess er hann alltof öfgafullur í hugmyndum sínum. Hann hefur marga góða kosti eins og að geta greint leiki og leikmenn niður í smáatriði, skipulagt vörn o.fl. í þá átt. Hans hugmyndir um fótbolta eru hins vegar of einstrengingslegar til þess að ganga upp í praktík. Hann væri sennilega mjög fínn sem e.k. ráðgjafi eða aðstoðarþjálfari.
  Ég myndi líkja þessu við það að það er fínt að hafa hagfræðing til ráðgjafar um stjórn lands eða í e-u ráðherraembætti en guði forði okkur frá því að hagfræðingur tæki allar ákvarðanir um hvernig landinu væri stjórnað.

 109. Þessi leikur minnti á margt á Reading leikinn í fyrra, Gerrard og Torres teknir útaf og vonin um titilinn hvarf. Benayoun skiptingin var þó verst, hann var maður leiksins og hann er að nýta tækifærin vel. Hægri kanturinn er hættulegri en sá vinstri þessa dagana.

  Óheppni að tapa þessum leik, og vonandi fáum við að sjá baráttuglatt lið á móti Chelsea og svo nokkra sigra í kjölfarið. Að halda uppi pressu á ManU er í sjálfusér mjög góður árangur. En auðvitað vill maður alltaf meira.

  Áhyggjuefni hvað Torres og Gerrard voru þreyttir.
  Gleðiefni hvað Benayoun skapar alltaf 1-2 góð færi í þeim leikjum sem hann byrjar.

  Svo er fólk að kvarta yfir að Rafa taki ekki áhættu, og sé ekki með pung.
  Hann tekur heldur betur áhættu með að taka út og hvíla bestu mennina fyrir næsta leik í stöðunni 1-0. Áhættan borgaði sig ekki í gær vegna klaufalegs brot Lucas inní teig. Ef ekki hefði verið fyrir það þá værum við með 3stig og lykilmenn í betra formi. Þetta er þunn lína!

 110. Már.

  Ég sleppti að telja þá upp þar sem hann fékk þá á frjálsri sölu.

  Hroðalegt vissulega að þurfa að borga þeim laun en hvað um það.

 111. Sælir félagar
  Maggi, takk fyrir kveðjurnar og sama til þín og þinna. Er ekki dottinn úr fræðarahlutverkinu; maður er MEÐ böggum hildar en ekki Á böggum osfrv. 😉
  Ég er hjartanlega sammála Parry kaflanum hjá þér og ég vil ekki raka RB á staðnum. Hann á að klára þetta tímabil og svo verður gert upp.
  En – ins og liðið spilar núna og undanfarna leiki þá er ekki von að menn geri sér vonir um annað og meira en undanfarin ár. Það hafa komið svona kaflar ár eftir ár undir RB. Þessir kaflar hafa kostað okkur það að vera í baráttu um titilinn. Við vorum að vona að þessi kafli kæmi ekki á þessu ári. Að vísu vorum við nokkrir að benda á að það væru ákveðin hættumerki í leik liðsins. Aðallega við Benni Jón. Við’ fengum bágt fyrir og því miður að ósekju. Það vildi ég að við hefðum haft rangt fyrir okkur. En svo er ekki. Allar okkar “verstu” ábendingar reyndust réttar.
  Eis og ég sagði hér fyrir ofan er ég á því að RB klári tímabilið og með skilyrðum sem ég hefi margnefnt haldi hann áfram. En því miður eru engin teikn á lofti um að svo fari. Það er búið að nefna það sem er erfiðast úr að bæta og verður ekki bætt úr þessu held ég. Og það er það’ að okkur vantar leikmenn sem ná máli. Auðvitað átti RB að kaupa Glen Johnson í janúarglugganum. Hvað sem það kostaði. Hann vildi koma og hefði komið fyrir rétt verð. Útlitið á hægri kantinum væri annað ef það hefði verið gert. Og ef til að hægt sé að kaupa menn þarf að skjóta Parry þá skal ég taka það að mér. Þú borgar ferðirnar 🙂

 112. Maggi.

  Hvað átti Scott Carson að gera? Ekki var hann að fara að slá út Reina.

  Fengum þrjár milljónir punda í gróða á hans sölu og það tel ég ágætt. Babel eru vond kaup þar sem hann hefur notað hann lítið og drengurinn er er að leika skelfilega illa. Rafa á hlut að máli þar.

 113. Ég held því miður að við verðum að sætta okkur við að mannskapur Liverpool er töluvert slakari en bæði hjá Man Utd og Chelsea. Enn og aftur hafa þessi kaup á miðlungs leikmönnum komið okkur í þessa stöðu. Á meðan Man U hafa nánast eingöngu verið að kaupa dýra en alvöru leikmenn, höfum við hangið í miðlungsmönnunum. Þetta gerir það að verkum að við getum ekki haldið í við þessi lið út tímabilið. Þannig er það nú bara, því miður.

 114. Kjartan.
  Enginn af stjórunum í Englandi býr við það að láta skrifstofustjóra sem aldrei hefur spilað fótbolta, hvað þá stjórnað liði forgangsraða kaupum í liðið sitt. Hvort stendur þú með Rafa eða Parry í Agger-málinu t.d.? Verður þú sáttur ef að Daniel Agger fer frá liðinu í vor af því að Rick Parry gat ekki fengið svör, eða nennti ekki að vinna málið á þann hraða sem þurfti?
  Glen Johnson málið er enn eitt slíkt mál. Hann var falur fyrir 9 milljónir en Parry (eða eigendurnir) voru ekki tilbúnir með þann pening í janúar. Hann gerði samning við Pompey með klásúlu um þá upphæð í sumar. Vonandi verður Rafa kominn með völdin þá. Því kannski finnst Parry hann ekki nógu góður, líkt og með Barry í sumar. Var kannski Parry að hlusta á góðvin sinn Phil Thompson þegar hann ákvað að Keane yrði á undan Barry í röðinni??? Spáiði í þá samsæriskenningu. Sjáiði t.d. Sir Alex sætta sig við svona vinnubrögð, hvað þá ef væri verið að tala við Bryan Robson um skynsamleg kaup!!!
  Grolsi, Scott Carson hefði átt að vera í vetur á Anfield og gera lokaatlögu að því að eiga framtíð hjá Liverpool, það sem ég var samt að meina að það er nú varla hægt að tala um góð kaup í leikmanni sem aldrei spilaði að viti fyrir liðið sitt. Þó við höfum fengið upp í launakostnaðinn hans ríflega, og það að maðurinn virðist vitavonlaus markmaður greyið.
  Varðandi hugmyndina þína SigKarl þá skulum við sjá hvernig almennt fjármálaástand verður fram á vorið. Burtséð frá því hvort Rafa verður í vinnu í júlí þarf að koma þeim manni frá og ef að birtir til í buddunni er ég alveg til í að skoða þína tillögu!!! 😀

 115. Friðgeir, Rafa tók Gerrard útaf í stöðunni 1-1. Veit ekki alveg hvort þessi 5 mínútna hvíld muni skila sér í 3 stigum gegn Chelsea.

  Kjartan, hjá hinum stóru liðunum virðist það viðgangast að knattspyrnustjórinn (Benitez) láti framkvæmdastjórann (Parry) fá lista yfir þá leikmenn sem hann vill fá til félagsins og að þeir vinni síðan í sameiningu að því að fá þá menn sem passi best inn í systemið til klúbbsins. Miðað við stóru kaup Liverpool í sumar (Keane, Riera og Dossena) og yfirlýsingar Benitez varðandi þá leikmenn sem hann vildi til félagsins (Barry) má draga þá ályktun að Benitez hafi afskaplega lítið að segja um það hvaða leikmenn hann fær til félagsins. Svo ekki sé minnst á kaup sem klikkuðu eins og Dani Alves (tár), Simao o.fl.

  Ég er ekki tilbúinn að gefast upp á titlinum alveg strax, en miðað við söguna ætla ég ekki að “get my hopes up”. En það er morgunljóst að næstu 5-6 deildarleikir eru töluvert erfiðari en prógrammið sem við erum að koma úr, og við þessa leiki bætast 2 leikir við Real Madrid. Við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og fara að sýna smá pung!

 116. Athyglisvert var að skoða Jan í fyrra þá erum við í sama ruglinu vinnum einn leik í jan í deild 1-0 gegn WH og 4 jafntefli !!!!!

 117. Hvort stendur þú með Rafa eða Parry í Agger-málinu t.d.? Verður þú sáttur ef að Daniel Agger fer frá liðinu í vor af því að Rick Parry gat ekki fengið svör, eða nennti ekki að vinna málið á þann hraða sem þurfti?

  Eina sem ég sagði var að Benítez ætti ekki að fá meiri völd. Það segir ekkert um Parry né eigendurna enda ber ég enga ást til þeirra. Þetta eru líka ansi stórar fullyrðingar án haldbærra sannana um að Parry geti eða jafnvel nenni ekki að vinna fyrir félagið.

  Þar að auki tala margir hérna eins og ef Benítez hefði meiri stjórn á leikmannakaupum að skyndilega læku peningar af hverju strái hjá félaginu. Flest bendir til að peningar séu ekki til staðar í að gera allt sem Rafa vill og frekar tilgangslaust hjá honum að væla yfir því við Parry.

  Í þessu Agger-máli þá held ég hvorki með Benítez né Parry, held með Liverpool þar sem þýðir að ég vonast til að Daninn verði áfram. Að því sögðu þá eru launakröfur hans fáránlegar í ljósi þess að hann er búinn að vera meiddur í heilt ár og ekki enn unnið sér inn fastan sess eftir það í liðinu.

 118. 128: Maggi –

  Þetta snýst ekkert um hvort við hefðum keypt Glenn Johnson á 9m í janúar eða ekki. Í fyrirtækjum snýst þetta um það að topparnir hafi ákveðin markmið sem þeir boða út og menn eins og Parry eiga að fylgja eftir. Benitez hefur fengið meira en nóg af aurum fyrir sinn snúð til að kaupa þá leikmenn sem þarf til a) loka fyrir vörnina og b) opna varnir andstæðinganna en hann hefur kosið á að veðja á allt of marga ranga hesta.

  Hvor þeirra Parry eða Benitez ákvað að kaupa Keane á 20.3m í staðinn fyrir að kaupa “Steady-Eddie” í Gareth Barry á 18m er ég ekki viss um en þessir tveir leikmenn eru ekki að gera útslagið við gengi liðsins. Það eru allt of mörg miðlungskaup hjá stjóranum sem og hans furðulegu “outburst” í fjölmiðlum, svo ekki má gleyma Rodeo-bræðrum sem “eiga” klúbbinn. Þeir eru dæmi um hvernig ekki á að stjórna klúbb!

  PS: Þetta var löng pása hjá mér! 🙂

 119. Við gætum tekið þessa dollu, en þá þarf Rafa að GEFA Í og ekki taka menn út af vegna næsta leiks, eins og Gerrard 5-6 mín fyrir leikslok. Kallinn hefur alltaf sagt við tökum 1 leik fyrir í einu, hvað var hann þá að hugsa um næsta leik? Eins geta hin toppliðin farið í sama far og LIVERPOOL hefur verið í, allann þennan mánuð. Ef Rafa ætlar að vera áfram þá þarf hann og félagar að fara að spíta í lófana. það er talað um það að R B sé búinn að vinna gott fyrir Liv og er það bara gott, en samt sem áður erum við á svipuðu ról og þegar Houllier var, nema KANSKI núna…..

 120. Takk, Kristján.
  Ég vissi að þetta yrði ekki lengi þar þetta er besta íslenska LFC spjallið.

  134 Már Gunnars.

  Ef við ættum að taka einn leik fyrir í einu þá finnst mér að Rafa ætti að klára leikinn með bestu leikmennina og síðan huga að næsta leik. Ég man eftir orðum Mark Lawrenson (ekki samt alveg nákvæmlega) en hann var hissa á að Rafa þyrfti að hvíla leikmenn svona svakalega mikið þegar önnur lið (M** U** og Chelsea) spili á sínum sterkustu liðum þegar þeim gefst tækifæri á. Og svo kom hann með góðan punkt að ef menn eru svona þreyttir þá er hægt að gefa mönnum frí frá æfingum í 1-2 daga til að hressa menn við. En menn eru misjafnir eins og þeir eru margir.

 121. eikifr. þetta var ég einmitt að meina, klára leikinn með sína bestu menn en ekki vona að við getum haldið þesu o-1 eins og hefur verið undanfarið.

 122. Þetta var góður punktur hjá þér hér á undan Maggi. s.s varðandi kaupin á Barry. Ég hafði ekki pælt þetta þannig að hafa hann og Alonso saman fyrir aftan Gerrard og selja þá kannski frekar Javier. En Barry, Alonso og Gerrard saman á miðjunni væri deadly combó. Einnig held ég að Lucas myndi plumma sig vel við hliðina á Barry eða Alonso.
  Eins og ég segi þá hafði ég ekki pælt í þessu en verð að segja að þetta hljómar alls ekki illa.

 123. Ótrúlegt að sjá að menn hafa gefið upp vonina núna! Ekki hinn rétti Liverpool andi að hrauna yfir liðið í lægð. 15 leikir eftir og örfá stig í efsta sætið. Ég hef séð það svartara og hreinlega SKIL ekki þessa neikvæðni hérna þótt vissulega sé það svekkjandi að missa svona leiki niður!

 124. Maggi, það vita allir að Rick Parry er mikill Liverpool maður en þú lætur hlutina líta þannig út að hann sé holgerfingur alls hins slæma hjá okkur. Nú er ég ekkert að verja Parry þannig, ég vil hann burtu, allavega að hann hafi minni völd, en vandamálið með hann er að hann hefur of mörgum skyldum að gegna hjá liðinu. Ég alveg stórefa t.d. að hann sitji heima horfandi á Survivor og hugsi, “haha, djöfull er ég að ná að draga þennan Agger samning maður, hahaha” …eða heldurðu það? Einnig virðist þú vita að það hafi verið alfarið Parry að kenna að Barry kom ekki. Það gæti svo sem verið rétt hjá þér, en hvernig veistu það?

  Vandamálið liggur þó ekki í hvort Barry kom eða ekki. Vandamálið liggur í að Benitez nær ekki að láta þetta lið spila sóknarleik og er of þrjóskur til að viðurkenna þegar hann gerir mistök. Barry eða ekki, spilamennskan hefði ekkert breyst til hins betra í sóknarleiknum held ég. Honum er stýrt svo skelfilega illa.

  Tvö atriði hérna sem ég var að lesa sem mér fannst áhugaverð, þó á mjög neikvæðan hátt.

  1. There’s some stats flying around comparing this season to last season (substituting relegated teams for promoted teams) which show this season we are four points less off, 11 goals worse on goal difference, scored eight less and conceeded 3 more. Hardly makes good reading or signs of progress does it.

  2. What somebody needs to explain to Benitez is some simple maths. Let’s just say, of the 9 drawn games, we won 5 of them and lost the other 4 – we’d be 6 points better off. Even the other way around and we’d lost more than we’d won and we’d still be 3 points better off.

  http://www.thisisanfield.com/columnists/2009/01/the-night-benitez-dug-his-own-grave/

  Skemmtileg framþróun þetta eða þannig. Eins og kemur fram þarna í greininni. Sömuleiðis er alveg óskiljanlegt afhverju maðurinn reynir ekki að sækja sigra. Skiptingin í gær var besta dæmi þess að Benitez hefur ekki pung sem þarf í þetta. Tekur Gerrard af velli, maður sem hefur ég veit ekki hvað oft bjargað þessu liði á lokamínútunum og setur inn Robbie Keane. Afhverju tók hann ekki varnarmann eða Masch útaf? Ástæðan sagði Benitez hafa verið til að hvíla Gerrard…já, ég er sannfærður um að Gerrard verður allt annar maður eftir að hafa fengið að hvíla síðustu 5 mínúturnar gegn Wigan.

 125. Verð nú að fá að nota tækifærið og óska Einari Erni til hamingju með nýja staðinn í Svíþjóð og þá sérstaklega með myndina á vísi sem er tekin í spegil og þar glittir svo skemmtilega í myndavélina.
  Skil samt ekkert í þér að reyna ekki að opna þennan stað í Liverpool borg og vera þannig í góðum málum í mekkanu

 126. Eftir vægast sagt lélegan leik í gærkvöldi, þá sérstaklega í seinni hálfleik og mikla svartsýni frá mér í kjölfarið, hef ég ákveðið að snúa ekki við bakinu á okkar mönnum og stjóranum okkar!!!

  Drengir, takið þetta til sín sem vilja, við erum í 3. sæti í deildinni, í fullum séns að taka dolluna í vor og þið viljið láta reka Rafa Benitez. Skil ekki svona. Þó við höfum ekki verið að spila okkar besta bolta undanfarið, þá finnst mér rökin fyrir því að þetta sé allt Rafa að kenna vera bull og þvæla.

  Koma svo drengir, verum jákvæðir og höfum trú á okkar mönnum og stjóranum!!! Það er nóg eftir af þessu móti og lið eins og Man Utd. getur alveg misstigið sig.

 127. Menn vilja kanski ekki reka R B en hann verður að fara gera einhverjar breytingar hjá sjálfum sér. T, d að skipta ekki eftir klukkuni( 70 mín) Ekki halda að við séum búnir að vinna leikinn með 1 mark+ og hætta að spila þannig að við séum bara meira með boltann,, en engin ógnun, en þannig hefur það verið undanfarið. VIÐ GETUM ALVEG TEKIÐ ÞETTAÐ NÚNA, ef R B hlustar á hvað fólkið segir… HLUSTA RAFA (Geir)

 128. Sælir félagar
  Vil bara benda ykkur á frábæran pistil KAR um RB og fleira.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 129. 20 ,,fallhlífarsendingar” Carra.

  Sko, ef þú ert með miðju sem er ekki að koma og fá boltann og er ekki að skapa neitt, þá byrja miðverðir að dúndra fram. Við höfum séð þetta oft í vetur og sérstaklega þegar þessir 2 S-Ameríku dúddar eru saman á miðjunni. Finninn góði hefur allt of oft þurft að bera boltann upp. Okkur vantar playmaker, ætli Molby geti gengið enn ?
  Mitt ráð við því er að setja Carra á miðjuna, láta hann hafa þau fyrirmæli að hann eigi að dæla boltanum með jörðinni inn í hlaup framherja. Carra spilar alltaf, já alltaf mann best í 90mín, sama hvaða stöðu hann hefur þurft að spila. Honum er einfaldlega sagt hvað hann á að gera og það er gert. Afhverju tæki hann ekki miðjuna með sama trompi ? Hann hefur tæknina og sendingargetuna, þeir sem halda öðru fram hafa ekki séð hann spila t.d. á þessu tímabili eða halda að leikmenn með tattoo og strípur geti bara verið tæknitröll.
  Carri á miðjuna !!!

 130. Carr hefur spilað á miðjuni fyrir c a 2 árum síðan, og það var ekki nógu gott. Hyypia var beðinn að taka þessa stöðu en hann treysti sér ekki. En mér finnst hann(carr) alls ekki slæmur hægra meginn í vörn, og það eru einu skiptin sem að hann sækir og spilar fram…….

 131. Jæja, tók mig til og gerði svolítið sem ég efast um að margir hafi gert. Smellti á upptöku (náði þó bara seinni hálfleik) þegar Wigan – Liverpool var endursýndur hér á Canal+ um dagin, og hafði ætlað mér að skoða hann nánar. Nokkuð merkilegt sem kemur þar í ljós.

  Það sem Wigan gerðu var að þeir fóru að pressa okkur hátt upp völlinn, lokuðu bæði á að miðjan kæmi djúpt að ná í boltann, sem og að varnarmennirnir kæmu upp með hann. Annað sem hjálpaði ekki til var það að Torres og Gerrard voru augsýnilega uppgefnir. Torres náði varla að komast í boltann og var ætíð skrefinu á eftir þegar hann átti einhvern kost þar á. Hlutur Babel þartil hann fór útaf var að hann missti boltann klaufalega útaf einu sinni, misreiknaði eitt sinn skallabolta og átti eina sendingu á Gerrard sem endaði í Kuijtskri móttöku og skyndisókn. Lengi framan af seinni hálfleik var því Benayoun eini valkosturinn fram á völlinn og var hann oft að valda usla.

  Og þá að markinu … Eftir langt innkast Wigan manna berst boltinn útfyrir teig þar sem Gerrard leggur hann til baka á Mascherano (neikvæð varnarsending í hraðaupphlaupi?!?) sem sendir langann knött upp í átt að Babel, sem Boyse vinnur. Boltinn berst til Kuijt sem lyftir honum í fyrsta með utanverðu hægra stígvélinu innfyrir vörn Wigan, þangað sem Gerrard á nú á hraðleið. Vindurinn grípur þó knöttinn þannig að hann dettur mjög bratt niður og skoppar yfir hausinn á Gerrad og varnarmanni Wigan. Téður varnarmaður nýtur góðs af því að standa fyrir aftan Gerrard og nær eftir smá klafs að hreinsa í innkast á móts við vítateigshornið. Oft hafa menn ´hér á þessu spjaldborði ásakað RB um að vera kúlulaus. Eftir það sem gerðist næst vildi maður óska að svo væri. 0 – 1 yfir tíu mínútum fyrir leikslok á að reyna að skora markið sem endanlega gerir út um leikinn. Aurelio varpar knettinum til baka á Masch sem sendir hann strax til baka. Aurelio nær ekki valdi á knettinum og missir hann til Wigan manns sem sendir hann gegnum skýjaborgir. Rétt fyrir innan miðju á Skrtel í baráttu við Mido, sem endar með því að Mido bakkar inn í bakið á Skrtel (ólöglega!) þannig að hann missir af honum. Þessi nýji spotti þeirra Wigan manna kemur þar askvaðandi með Arbeloa í bakinu og nær að skalla knöttinn áfram á einhvern (Camara?) sem sendir hann í fyrsta yfir á hinn vænginn á Brown sem kemur þar askvaðandi. Afgangurinn er svo eins og vitum. Þetta var hinsvegar fyrsta brot hans í seinni hálfleik, og fram að þessu var hann búinn að vera ásamt Benayoun besti maður Liverpool.

Liðið gegn Wigan

Ritstjórn og Rafa