Pennant farinn

Jermaine Pennant er farinn að láni til Portsmouth fram á sumar.

Ég get varla rifjað það upp ógrátandi að [sumarið 2006](http://www.kop.is/2006/06/30/13.45.55/) vorum við orðaðir við þrjá leikmenn: Dani Alves, Dirk Kuyt og Jermaine Pennant. Þar sem að peningarnir voru takmarkaðir (Gillett og Hicks voru ekki komnir) og Sevilla voru erfiðir í viðræðum þá ákvað Rafael Benitez að kaupa frekar framherja og hægri kantmann í staðinn fyrir einn hægri kantmann. Valið stóð um Pennant + Kuyt eða Dani Alves. Á þeim tíma var alveg hægt að sannfæra sig um að liðið væri betur sett með þessa tvo menn í staðinn fyrir Alves.

Hins vegar núna tveimur og hálfu ári seinna þegar að Dirk Kuyt er Dirk Kuyt, Jermaine Pennant er farinn að láni og Dani Alves er sennilega næst besti leikmaðurinn í spænsku deildinni, þá getur maður lítið gert annað en tárast.

117 Comments

 1. “..að kaupa frekar framherja og hægri kantmann í staðinn fyrir einn hægri kantmann.”

  Dani Alves er hægri bakvörður.

 2. Við hefðum átt að leyfa Pennant fá fleiri tækifæri..
  hver man ekki eftir sendingunum hjá honum á Crouch. !! ! !

 3. Eftir gærkvöldið þurfti maður nú ekki á því að halda að verða minntur á þessa leiðinlegu staðreynd 🙁
  Sid, fréttahaukur Football Weekly á Gurdian Unlimited á Spáni, heldur ekki vatni yfir hvað Alves er að brillera fyrir Barcelona. Fylgist nú ekki sjálfur mikið með spænska boltanum en glefsurnar í fréttunum, gefa til kynna að þarna sé gríðarlega skapandi leikmaður á ferðinni. Ef, ef, ef…

 4. Ég er ánægður með þetta hjá Pennant. Hann neitaði að vera seldur til Pompey, félögin voru búin að ná saman um kaupverð, og valdi sjálfur að fara frekar á láni. Hann ætlar greinilega að sanna fyrir Rafa að hann geti spjarað sig vel. Flott hjá honum.

  Auk þess sparar Liverpool líklega svona 500 þúsund pund í launakostnað, sem hefði reyndar fengið 2 milljónir punda fyrir söluna. Hann getue svo farið frítt í sumar. Það eru því plúsar og mínusar í þessu.

  Ég hefði viljað sjá hann fá fleiri tækifæri á kantinum, en svona er þetta.

  Og Óli, Alves getur mjög vel spilað á kantinum líka og gerði oft. Hann myndi eflaust gera það oftar ef maður að nafni Messi væri ekki iðulega á kantinum hjá Barcelona.

 5. “Dani Alves er hægri bakvörður.”

  Já, ég veit. En hann var samt ávallt hugsaður sem hægri kantmaður hjá Liverpool. Ef að Rafa Benitez hugsaði Dani Alves sem bakvörð þá er mér öllum lokið.

 6. Mér finnst frekar illa staðið að þessu Pennant máli.
  Hvernig stendur á því að það var ekki annahvort búið að lengja hjá honum samninginn eða selja hann seinasta sumar.
  Hverslags stjórnun er þetta að geta leyft sér að kaupa mann á tæpar 7 millur og gefa hann svo 2,5 ári seinna.
  Þetta er bara enn ein heimskupörinn sem þessir apar sem stjórna þarna eru að klúðra.

 7. Það þýðir ekki að svekkja sig á fortíðinni. Dani Alves er í Barcelona núna og Dirk Kuyt er í Liverpool.
  Persónulega finnst mér að þeir áttu nú bara að selja Pennant, skil ekki alveg tilganginn í að lána hann þar sem hann á enga framtíð hjá okkur (virðist vera).

 8. Þetta er bara sama gamla sagan. Frekar að kaupa fleiri miðlungsleikmenn heldur en færri klassaleikmenn. Þessu hefur akkúrat verið farið öfugt að hjá Man U (því andsk… miður).

 9. Ásmundur, það var reynt að selja hann síðasta sumar. Hann neitaði að fara til Stoke.

  Held að sama hafi verið uppá teningnum núna, hann neitar sölu.

  Þú getur ekki neytt manninn til að skrifa undir sölu samninginn.

 10. Ekki hægt annað en að vera ánægður með búninginn fyrir næsta tímabil.

 11. Ef það er hægri kanntur að fara þá verðum við að fá annan í staðin. Sé ekki alveg kostinn í að lána hann þar sem hann fer í vor á bosman.

  og sammála Bjartmari, flottur búningur, annað en hörmungin í ár.

 12. Sparar Liverpool 500 þúsund í launakostnað. Fínt, getum fengið Kaka í viku 😉

 13. Sé fyrir mér okkur lyfta dollunni í þessum búningi með Dirk Kuyt horfandi á sjónvarpið frá Þýskalandi með félaga sínum Yossi Benay…….

 14. Ég fæ hausverk þegar ég hugsa til þess að Dani Alves gæti verið í liðinu okkar.

 15. Ég veit ég hef ákveðið orð á mér fyrir að verja Dirk Kuyt á þessari síðu en ég verð bara að gjöra svo vel og gera það einu sinni enn.

  Ég skil ekki hvers vegna er verið að blanda honum í þessa umræðu. Það er alkunn vitneskja að Rafa var með tvo menn efsta á óskalistanum sumarið 2006; Kuyt og Alves. Það fór á endanum svo að vegna peningaskorts gat hann keypt Kuyt en varð að velja ódýrari kost en Alves eftir að Sevilla-menn keyrðu verðið á honum upp (minnir að það hafi verið komið í 15m punda sem myndi kallast ódýrt fyrir kappann í dag). Því tók Rafa erfiða ákvörðun og valdi Pennant í staðinn.

  Á þessum tíma reyndi ég að horfa bjartsýnum augum á Pennant-kaupin og sagðist vona að hann myndi sanna sig, um leið og ég harmaði það að það væru ekki komnir inn nýir eigendur með meiri kaupmátt til að Alves-málin hefðu getað klárast. Hálfu ári seinna voru Hicks og Gillett mættir en ef þeir hefðu verið komnir þetta sumarið er ég 100% viss um að Alves væri að spila við hlið Kuyt í Liverpool-liðinu í dag.

  Málið kemur Kuyt því lítið við og mér gremst að það sé verið að nota Pennant/Alves samanburð til að skjóta á þann hollenska. Það varð fljótlega ljóst að Pennant væri engin töfralausn á hægri kantinn, svo augljóst jafnvel að Kuyt hirti á endanum stöðuna hans.

  Ég hef lengi fylgst með Alves og verið á þeirri skoðun að þar fari besti bakvörður í Evrópu. Og já, Rafa hefði notað hann sem bakvörð hjá okkur. Hann er ekkert síðri varnarlega en t.d. Fabio Aurelio og því skil ég ekki alveg af hverju Rafa hefði átt að vera hræddur við að nota hann þar. Hann vinnur best sem sókndjarfasti bakvörður Evrópu og með Mascherano sem akkeri og Carragher hægra megin í vörninni til að vernda sig hefði hann getað fengið lausan tauminn á Anfield. En það mun bara vera draumur áfram.

  Einar sagði að Alves væri næstbesti leikmaður Spánar um þessar mundir. Ef ekki væri fyrir Messi væri sennilega hægt að kalla hann heitasta leikmann Evrópu í vetur, svo vel er hann að spila. Algjörlega ofurgóður bakvörður.

 16. hefdi pennant fengid meira ad spila, byggt upp sjalfstraust og skorad einhver mork ta hefdi hann verid godur kostur a haegri kantinn i dag. Benitez leyfdi honum bara aldrei ad baeta sig sem leikmann

 17. Ég er ekki heldur að skilja þessa árás á Dirk Kuyt. Ég skal viðurkenna það að það er alveg út í hött að hafa hann einan frammi en það hlýtur að vera gjörsamlega óþolandi að spila á móti þessum manni. Í hvert skipti sem boltinn er sendur á milli manna (hvort svo sem það séu bakverðir eða miðverðir) þá er Dirk Kuyt ALLTAF mættur. Hann er eins og mýið á Mývatni því hann lætur fólk (andstæðinga) aaaaaldrei í friði. Hann er virkilega duglegur og hann skilar sínu hlutverki 100 % þegar hann er að spila t.d. á kantinum. Hann nær krossum, hann stoppar sóknir og er fáránlega duglegur. Ekki góður sem fremsti striker enda líka fór Liverpool að gera miklu betra mót þegar hann fór á kantinn. Gjörsamlega þindarlaust kvikindi :0)

 18. Eru þessar “árásir” á Kuyt ekki bara vangaveltur þar sem að í stað þess að fá Dani Alves á hægri vænginn, sem einu sinni var nokkuð líklegt, fengum við Pennant og Kuyt, sem hefur spilað svipaða stöðu og Alves hefði að öllum líkindum gert hjá okkur.

  Ég á í basli með að hugsa út í þetta ógrátandi.

  Annars sammála því að Pennant hefur furðu lítið fengið að spila og ástæða þess bara hlítur að vera vel flóknari en bara skortur á hæfileikum. Gæti trúað að hann verði sæmilegur hjá pompey, sérstaklega ef þeir halda Crouch.

 19. Hvað varðar þá umræðu að Benítez hafi keypt vitlaust þegar hann keypti Pennant, þá finnst mér það koma beint inn í þá umræðu sem hann hefur opnað í samningaviðræðum. Honum var/er settar skorður með því að þurfa að leggja þetta fyrir Rick Parry, hann vildi einmitt kaupa Alves en eitthvað segir mér að Parry hafi haft með það að gera þegar Pennant var keyptur en ekki Alves. Þetta er nákvæmlega það sem Benítez er að tala um. Afhverju fær hann ekki bara x-upphæð og hann kaupir þá sem hann vill. Hann er jú Mananger með fullt af titlum á bakinu og ætti því að vita nákvæmlega hvað liðið þarf til að vinna fleiri…..ég endurtek kröfuna mína, Parry burt, nýjan mann inn……. YNWA

 20. alltaf þetta ef og hefði,muna menn ekki hvernig Sevilla stóð að þessu máli varðandi Alves? Það var nánast frágengið kaupverðið á sínum tíma,einhverjar 9,5m en á lokasprettininum þegar Liverpool voru mættir á svæðið til að gangafrá þá hækkuðu þeir verðið um einhverjar 5m punda,svoleiðis vinnubrögð er ekki hægt að líða.

 21. Hverjum er ekki sama þó hann sé duglegur að djöflast í varnarmönnum og vinni innkast stundum? Þetta eru atvinnumenn í fótbolta sem geta leikið ser að honum í reitabolta í 99% tilvika.
  Geta ekki bara allir verið sammála um að hann er alltof slakur fyrir liðið? Þó hann væri settur í meðalgott Championship lið þá myndi hann ekki skara fram úr þar. Ekki séns.
  Svo þýðir ekki að telja upp einhver dæmi þar sem hann hefur skorað mörk eða guð má vita hvað, hann er liggur við fyrsti maður í byrjunarliðið og það að það þurfi alltaf að vitna í einhver nokkur dæmi þar sem hann gerði eitthvað af viti er vitnisburður um það að hann getur ekki rassgat.

 22. Ég hef áreiðanlegar heimildir því að það var Dirk Kuyt sem skaut Martin Luther King hér um árið.
  Einnig hef heyrt sögur um að hann sé í raun vændiskonan Devine sem átti vingott við Hugh Grant. Svo týndi ég pari af vettlingum í Alþingisgarðinum í gær, ég er alveg 100% viss að Dirk Kuyt hefur eitthvað komið að því líka.

 23. nr. 26 150% sammála.

  Dirk Kuyt er hrikalegur dragbítur á liðið, sérstaklega á Anfield þegar við þurfum að opna lið. Það er alveg rétt að hann djöflast og vinnur eitthverja bolta en hversu mörgum boltum tapar hann með lélegum sendingum og ömurlegri fyrstu snertingu. Óskiljanlegt að hann sé með nær garanterað sæti í XI.

 24. Ég hef stundum nefnt það í léttu gamni að hugsanlega væri rétta staðan hjá Dirk Kuyt hægri bakvörður!!!
  Spáið í það, hann hleypur endalaust og er fínn í varnarhlutverkinu og getur svo auðvitað sótt upp kantinn. Hvað segið þið um þetta 🙂

 25. HVernig stendur alltaf á því að Liverpool kaupir oftar en ekki sóknarmenn sem færast aftar og aftar á völlinn, og eru að lokum nefndir sem miðverðir eða bakverðir….

  Kuyt i bakvörð og Heskey átti eitt sinn að vera efni í góðan miðvörð, enda var móttaka hans á boltanum, svipuð og hjá Kuyt og steinvegg, og svo skoruðu þeir félagarnir svipað mikið af mörkum ….

  Auðvitað eiga lið að verjast sem lið, en þau eiga líka að sækja sem lið, og við erum einfaldlega með of fáa leikmenn sem taka virkan (og uppbyggjandi) þátt í sóknarleiknum. Mér finnst á tíðum þegar masch er í stuði og tekur sína löngu spretti, þá er meiri kraftur og hætta af honum heldur en bakvara-vængmanna-sóknarmanni okkar honum Kuyt. Ég er nú ekki mjög hrifin af Wenger og vælinu í honum, en hann lýsti þessu etv best í fyrra þegar hann sagði að við spiluðum með tvo bakverði…

 26. Algjörlega sammála # 26. Hverjum er ekki sama að hann sé duglegur að hlaupa og pressa á menn. Hvað með sóknarleikinn ? Ekki skrítið að sóknarleikur okkar er algjörlega geldur ! Ég skil ekki menn að finnast hann góður !!!! Kæmist hann í Man Utd, Chelsea eða Arsenal ? NEI
  Ekki einu sinni í Aston Villa, og hana nú………..

 27. Og já, ég hefði viljað sjá Pennant fá meiri séns…. Með eitraðar sendingar en var ekki nógu duglegur í vörn. En það er náttúlega aðal hlutverk hægri kanntara 😉

 28. Nýjast slúðrið segir að Juventus sé að undirbúa tilboð upp á 10 milljónir punda í Dirk nokkurn Kuyt… ég segi SELJA MANNINN STRAX…

 29. Vá hvað ég væri til í að selja þennan mann.
  Höndla ekki mikið fleirri leiki með hann í liðinu.

 30. EF Juve með snillinginn Ranieri er tilbúið að gera okkur annan STÓRAN greiða og borga yfirverð fyrir leikmann frá okkur(Momo Sissoko var hinn) þá á auðvitað að hoppa á tækifærið. 10 kúlur fyrir Dirk Kuyt, ég myndi brosa í margar vikur ef við myndum fá 10 kúlur fyrir hann.

  En ég efa því miður að eitthvað sé til í þessu og efa að Benitez myndi vilja selja hann þó tilboð kæmi.

 31. Pennant er að fara frítt frá Liverpool næsta sumar, hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir okkur. Hann vildi ekki skrifa lengri samning en þetta við Portsmouth til að vera free agent næsta sumar.

 32. Yfirverð fyrir Sissoko? Um hvað ertu eiginlega að tala? Sissoko hefur verið einhver bestu kaupin í ítalska boltanum hin síðari ár.

 33. Einar ég man ekki betur en ég hafi verið rakkaður niður þegar ég benti á þessa staðreynd sem þú ert að rifja upp hér, var sagður neikvæður ogfl. Hef sagt þetta nokkrum sinnum hættum í meðalmennskunni og hugsum stórt. það eru vissulega fleiri meðalskussar sem við þurfum að losna við Hr Benitez hefur langt frá því verið að brillera á leikmannamarkaðinum

 34. Þó að Man City myndi koma og bjóða Kaká-peninginn í Kuyt þá myndi Benítez ekki selja. Stundum heldur maður að Dirk Kuyt sé holdgervingur knattspyrnunnar sjálfrar í augum Rafa.

 35. Ég finn nú ekki tölfræðina en ég sá frétt fyrir 1-2 vikum um að um áramótin var Kuyt í 7. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar skv. Opta Stats. Hann var hæstur Liverpool-manna og aðeins sex aðrir í deildinni voru með betri tölfræði en hann. Ekki Gerrard, ekki Alonso heldur Kuyt.

  Þið getið rætt þá staðreynd að hann er ljótur og hollenskur, ekki spænskur og sætur, þangað til þið eruð bláir í framan en ég veit fyrir fullvíst að Rafa hefur aðeins meira vit á þessu en við hérna heima og ef Kuyt er fastamaður í liðinu hjá honum er það af góðri ástæðu. Tölfræðin lýgur líka ekki.

  Getum við rætt eitthvað annað?

 36. Afhverju ertu að tala um þjóðerni og útlit hans Kristján? Mér er nokk sama hvernig þessir fótboltamenn líta út, það pirrar mig ekki neitt…nema kannski útlitið á Gary Neville, en það er allt önnur saga :p

  En tölfræði telur bara ákveðið langt. Ég segji bara eins og einn “sérfræðingurinn” á sky þegar var verið að ræða Kuyt og einhver varði hann með tölfræði, að hann væri með rosalega hátt hlutfall í heppnuðum sendingum. “Góðir leikmenn senda framávið því það er erfitt. Lélegir leikmenn senda til baka því það er mun auðveldara”.

  Þú mátt koma með hvaða tölfræði sem er til að reyna fegra Dirk Kuyt. Ég veit bara hvað ég sé leik eftir leik og dæmi leikmenn eftir því.

 37. Ég ber ekkert sérstakt hatur í garð Dirk Kuyt, hann velur sjálfan sig ekkert í liðið né hvar hann spilar. Þess vegna er mjög erfitt að ætla að kenna honum um allt sem miður fer.

  Mín auðmjúka skoðun er að vandamál liðsins í vetur (líkt og síðustu ca 10 ár) er gríðarlegt metnaðarleysi fram á við og agalega neikvætt viðhorf til leikja. Lítil lið hafa afsökun til að spila neikvæðan bolta, sérstaklega gegn stóru strákunum, þau hafa einfaldlega ekki leikmenn í að gera meira en að reyna að halda hreinu.
  Liverpool hefur ekki þessa afsökun. Þegar þeir hafa neyðst til að sækja, t.d. í baráttusigrum í upphafi tímabils, þá gátu þeir spilað fínasta sóknarbolta og haldið boltanum vel. Þannig er þetta ekki spurning um getuleysi leikmanna heldur fremur leikskipulag og fyrirmæli. Ef Liverpool ætlar að taka þetta vandfetaða stig fram á við þá verður liðið að hafa cojones til að þora að sækja.

  Sorrí með mig.

 38. Langar bara að henda því inn hér að varalið Liverpool vann varalið Middlesboro í gærkveld 2-0.
  David Ngog skoraði bæði mörk liðsins.
  Gott hjá honum.

 39. Það hefði verið gaman að kaupa Alves enda betri en Kuyt og Pennant til samans. Alves er bestir hægri bakvörður heims á meðan Pennant fær ekki séns og Dirk Kuyt er einhver slappasti leikmaður deildarinnar. Mikil mistök að fá þessa 2 slöku menn í stað 1 heimsklassamans ! En svona eru þessir hálvitar í stjórninni.

 40. þarf ek bara að fara skipta Benitez útaf?? ..hann er búin að gjörsamlega skíta uppá bak með mikilvægar ákvarðanir í þeim leikjum sem stefnir í jafntefli!! á meðan að Ferguson skiptir sóknarmönnum inná á 60 min.. þá er Benitez að skipta út sóknarmönnum! þetta er einfaldlega munurinn á góðum knattspyrnustjóra og frábærum knattspyrnustjór!! og það efast engin um hver er frábæri stjórinn… það er allavena ekki maðurinn sem brosir ekki einu sinni þegar að liverpool skorar mark!! fokking fáviti…

 41. Voðalega leiðist mér þessi tröllatrú manna á tölfræði sem einhverjum alsannleik. Tölfræði segir ekki allt, þó hún geti vissulega verið mjög hjálpleg. Þetta er t.d. eitt af því sem mér leiðist hvað mest við Benitez, hef oft velt því fyrir mér hvort hann horfi yfirhöfuð á leikina en ekki bara einhverja útreikninga um hlaupavegalengdir, heppnaðar sendingar og hjartalínurit.

  Þar sem Kristján Atli beitir þessu vopni hér, þá finnst mér eðlilegt að velta upp þeirri spurningu hvort honum finnist þessi tölfræði gefa rétta mynd af Kuyt, í samhengi við aðra leikmenn. Er hann 7. besti leikmaður deildarinnar? Er hann betri en Gerrard eða Alonso? Er mikil ógn af honum? Hefur hann hraða/tækni/fyrstu snertingu/markheppni/góðar sendingar?

  Að mínu mati er svarið við öllum þessum spurningum neikvætt, þó ég hatist almennt ekki mikið út í Kuyt. Hann er duglegur og vinnusamur og hann á það einstöku sinnum til að skora mikilvæg mörk, auk þess sem hann gefst aldrei upp og sýnir oft á tíðum mikinn karakter þegar aðrir hengja haus. Margt aðdáunarvert við hann sem leikmann að mínu mati, þó mér finnist hann verulega takmarkaður. Mér finnst ekki vont að hafa hann í LFC. Mér finnst bara vont að hafa hann alltaf í byrjunarliðinu og þó finnst mér aðallega vont að eiga engan betri kost á kantinn.

 42. Tek undir með flestum hérna með Kuyt. Það þarf að gera meiri kröfur til leikmanna en að geta hlaupið og tæklað. Við erum með Mascherano í slíku hlutverki og það er nóg. Kantmenn þurfa að hafa hraða, tækni og góða sendingagetu. Kuyt hefur ekkert af þessu.
  Kuyt vantar jafnframt ansi mikið uppá til að teljast afburðaframherji. Fyrir það fyrsta þá er að með hræðilegt fyrsta touch og nýtir færi sín illa. Mig rámar í að flest mörkin hans eru að skotið er í hann eða boltinn klafsast einhvern veginn yfir línuna.
  Málið er einfalt. Kuyt á ekki heima í neinu stórliði sem er í CL og toppbaráttu. Myndi eflaust sóma sig vel í Tottenham, Everton eða Portsmouth en Liverpool er einfaldlega númeri of stórt.

  Hvað Pennant varðar bölvaði ég þegar hann var keyptur, líkt og þegar Bellamy, Keane og Crouch. Ég sættist þó við Crouch en hinir hafa reynst mestu galla gripir sem var nokkuð fyrir séð.

  Ég tel að það á ekki að semja við Benitez fyrr en eftir tímabilið og dæma hann þá af verkum sínum. Tel að hann hafi gert ansi stór mistök í leikmannamálum fyrir undanfarnar tvær leiktíðir.
  Keane 19 mill.
  Kuyt 9 mill
  Riera 8 mill.
  Dossena 8 mill.
  Lucas 6,7 mill
  Pennant 6,7 mill
  Bellamy 6 mill.
  Benayoun 5 mill
  Cavalieri 4 mill
  Samtals: 72,4 mill
  Gæti talið Babel þarna með á 11,5 mill en hann nýtist ekki mikið á bekknum. Þá hefur Benitez sankað að sér handónýtum ódýrum leikmönnum eins og Voronin, Degen, Leto, Ngog svo einhverjir séu nefndir.
  Ég segi það enn og aftur að ég tel að það sé mun árangursríkara að kaupa 1-2 alvöru big name players fyrir hverja leiktíð en að vera sanka endalaust að liðinu miðlungsgaurum. Held að kaupin á Torres sanni það að er betra að borga meira fyrir gæði.

 43. Er enginn að fatta það að það gengur ekki að kaupa bara 1-2 “big names” og henda þeim svo inná með einhverjum pappakössum?
  Það sem Rafa hefur verið að gera allt frá því hann kom til Liverpool 2004 er að henda út ruslinu sem var þar fyrir. Þetta gerist ekki með því að taka inn 1-2 stórt nafn á tímabili heldur verður maðurinn að byggja upp lið með einstaklingum sem hafa rétta hugarfarið samfara gæðum. Í liðinu í dag höfum við nokkra leikmenn sem eru mjög reynslumiklir og sumir hverjir hafa gegnt fyrirliðahlutverkum bæði hjá Liverpool og svo landsliðum sínum. Þetta er einfaldlega að skila sér með betri árangri með hverju tímabilinu sem líður.
  Auðvitað hefur Rafa gert mistök á markaðnum einsog aðrir en það hlýtur að fylgja því að byggja upp NÝTT lið, sem hann hefur einmitt verið að gera. Og er honum að takast eitthvað hrikalega illa til? Erum við ekki í 2.sæti í lok janúars? Var það ekki eitthvað sem menn settu sér sem kröfu fyrir tímabilið? Samt heyrast raddir um að hann sé bara fáviti einsog einn segir hérna fyrir ofan.
  Nú er hann búinn að vera við stjórn síðan 2004-5 og árangurinn síðustu ár hefur verið stöðugur upp á við. Við erum í 2. sæti í sterkustu deild í heimi og ég leyfi mér að efast um að nokkur önnur lið en Barcelona og hugsanlega Inter kæmist inn í Topp5 í þessari deild.
  Það er ekki svo slæmur árangur.
  Þessi krafa um að kaupa bara stór nöfn er að mínu viti ósanngjörn. Það þarf að hafa góða “fringe” leikmenn í kringum þessa stóru til að dæmið gangi upp.
  Ég held líka að Rafa sé við það að leggja lokahönd á þennan “fringe” leikmenn og það næsta sem við megum búast við eru stór nöfn.
  Var Robbie Keane annars ekki stórt nafn? Maður sem skorar yfir 15 mörk á tímabili og síðustu tvö tímabil yfir 20 mörk. Ég get ekki séð annað en að hann sé bara með nógu andskoti stórt nafn þó hann sé frá Írlandi en ekki Brasilíu,Argentínu eða Spáni.
  Andiði rólega og reynið að átta ykkur á því að tímabilið er rúmlega hálfnað og við erum í TOPP málum!
  United-menn og Chelsea-menn geta alveg einsog við vælt yfir einhverjum leikjum sem duttu ekki með okkur en þeir hafa held ég bara talsvert meiri þolinmæði en margir sem láta sjá sig hér inni allavega.

 44. Bíddu Kári minni, hvað hefur Rafa verið mörg ár hjá Liverpool? Það er alveg jafn mikið af rusli í þessu liði og nokkru sinni áður. Dýrara rusli jafnvel.
  Svo var nú nefnt framan af tímabili að stór ástæða fyrir því að Liverpool væri á toppnum væri verri spilamennska hinna toppliðanna, ekki það að Liverpool hefði bætt sig. Við skulum bara sjá hvort Liverpool verði í fyrsta, öðru eða fimmta sæti eftir þetta tímabil.

 45. Um jólin gerðu menn lítið annað en að hrósa Rafa ” Kallin veit hvað hann er að gera, eða sá er komin með flott lið o,s,f,! En núna þegar að gengur ekki nægilega vel á heimavelli, þá á hann að fara…..Annað, Kuyt hann á að fara og jafnvel að gef´ann, en ekki er talar mikið um Keane sem kostaði stórann pening og er með brækurnar á hælunum, sést ekki á skjánum nema þegar að hann er tekinn út af. Hvað er í gangi. Annað hvort eru menn að grínast eða að menn eru svona veikir í höfðinu? en vita ekki af því. LIVERPOOL hefur ekki tapað á heimavelli síðan í des, 2007, spáið í það. 😉

 46. Já, þetta eru stórkostlegar umræður. Mætti halda að liðið væri í fallbaráttu. Er ekki hægt að skrifa þessa móðursýki á það að liðið er í baráttu um titilinn í fyrsta skipti í mjög langan tíma og öll smáatriði/mistök blásast upp (líklega réttilega) í hugum manna og þeir vita ekki hvað þeir eigi að gera við sig. 🙂
  Eitt í viðbót, í síðustu 37 leikjum hefur liðið náð 83 stigum af 111 mögulegum. Hvað ætli hið heilaga lið Man U undir stjórn saint Fergusson hafi náð úr sama fjölda? Jú, 83 stigum.
  Þó þessi tölfræði vinni ekki ein og sér titil, þá finnst mér mörg commentin hérna einkennileg m.t.t. hennar.

 47. Sammála þér Reynir, mér finnst menn vera svo mikið í bullinu hérna að ég nenni varla orðið að lesa commentin.

 48. Sama hér, eitt er að gagnrýna leik liðsins – en þegar ákveðnir (misvitrir) menn eru farnir að kalla eftir stjóraskiptum þegar í fyrsta sinn síðan PL var stofnuð sem við eruim komnir með alvöru samkeppnishæft lið og erum klárlega að bæta okkur á mili ára, þá segji ég stopp…

  … vona bara að sigur komi í bikarleiknum gegn Everon svo að önnur og skemmtilegri umræða geti átt sér stað.

  Benitez tók við liði sem var virkilega að ströggla við að halda í 4-5 sæti og gat ekki einu sinni dreymt um að komast lengra í evrópu en 16 liða úrslit, hann tók ekki við meistaraliði – stundum verða menn að hugsa rökrétt.

 49. Eyþór það er algjörlega rangt að hr Benitez hafi ekki tekið við meistaraliði Húlli vann 5 titla á einu ári þar á meðak evrópukepnni, og í Istanbúl vann Liverpool á liði sem að stórum hluta var búið til af Húlla. Deildin vafðist fyrir Húlla og er enn að vefjast fyrir okkur þó hann sé farinn. En hugsum rökrétt það er allra hagur ; )

 50. Ömurleg umræða.
  Þvílíkt og annað eins hef ég ekki séð hér lengi! Virðing fyrir Liverpool og leikmenn þess er í þvílíku lágmarki að margt hér er ekki svaravert!
  Skammast mín fyrir það að sjá menn rífa niður liðið sitt og leikmenn þess, sérstaklega í ljósi besta árangurs þess í 19 ár.
  Enda veit ég að margir vinir mínir sem styðja önnur lið hafa haft samband við mig undanfarna daga og gert mikið grín að umræðu á þessari síðu.
  Er eiginlega bara orðlaus og velti fyrir mér hvað getur breytt því viðhorfi að réttast sé að rífa niður, en reyndar kalla það gagnrýni!!! Ég kalla lítið af þessu gagnrýni heldur huglægt niðurrif nöldurseggja.
  Og svoleiðis leiðist mér svo svakalega að ég ætla ekki að svara eða segja meira.

 51. Jafnteflin eru bara allt allt of dýr. Við erum kannski ekki búnir að tapa í 13-14 mánuði heima, en ég flokka jafntefli sem 2 töpuð stig frekar en 1 unnið. Hinir vilja ekki jafntefli, þeir vilja bara sigur. Við erum með færri töp en samt fyrir neðan Man Utd, skrýtið. Nei, Rafa er sáttur við 1 stig og það er ástæða þess að við séum komnir niður fyrir liðið sem við áttum ca 8 stiga forskot á á sínum tíma.

 52. Það eru ansi margir Haarderar hérna….viðbrögð margra hérna minna ansi á viðbrögð Geirs Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Það er allt í himna lagi og það þarf engu að breyta.
  Sjá menn virkilega ekki neinar blikur á lofti. Liðið hefur spilað skelfilega undanfarna leiki og verið í eintómum vandræðum á heimavelli gegna “lakari” liðum, sjálfstraust leikmanna viðkvæmt eins og kínverskt póstulín (sömu vandamál að gera vart við sig og undanfarnar leiktíðir). Innan um frábæra leikmenn eru leikmenn sem eru engan veginn þess verðugir að klæðast rauðu treyjunni, það er bara fact.
  Ég tel að Benitez sé ekki hafin yfir gagnrýni eða einstakir leikmenn. Veit ekki betur en 99% þeirra sem skrifuðu hér inná vefinn vildu Benitez burt í fyrra eftir niðurlægjandi tap gegn Barnsley á heimavelli.
  Persónulega myndi ég vilja bíða með að semja við Benitez þangað til eftir tímabilið. Hvað segja menn ef við dettum út í næstu umferð FA Cup, eða gegn neðrideildarliði, næstu umferð CL og endum í 4-5 sæti.
  Eru menn virkilega tilbúnir þá að leggja í 4-5 ára leiðangur undir stjórn Benitez?

 53. Ja hérna, þó maður sé smá pirraður á Kuyt þá er nú óþarfi að missa sig alveg í bullinu!!
  Eitthvað held ég að myndi nú heyrast ef Benitez yrði látinn fara, með liðið í öðru sæti deildarinnar eftir 2 mánuði á toppnum. Sama lið og hann hefur skilað í undanúrslit CL í 3 af síðustu fjórum skiptum.

  Það er í lagi að gagnrýna aðeins, en come on reynum aðeins að halda takti við raunveruleikann og ekki missa sjónar á heildarmyndinni. Við erum t.d. að keppa við okkur mun ríkari lið sem hafa alveg keypt leikmenn sem stóðu sig ekki, það er bara ekki eins augljóst.

  • Það eru ansi margir Haarderar hérna….viðbrögð margra hérna minna ansi á viðbrögð Geirs Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Það er allt í himna lagi og það þarf engu að breyta.

  já ok. þetta er einmitt sambærilegt!
  Ertu þá að segja að við eigum að kollvarpa öllu núna, reka stjórann og taka lán ? ertu að tala um fjárhag klúbbsins eða? Liðið hefur ekki staðið sig betur í áratug, sorglegt eins og það nú er, reynið að átta ykkur á því, jafnvel þó þið séuð svartsýnir á framhaldið.

  Ég legg það stórlega í efa að 99% hérna hafi viljað Benitez í burtu og ég er alveg klár í 4-5 ára leiðangur með hann við stjórnvölin.

 54. Nei, slaka sér, ég er ekki að leggja það til að kollvarpa öllu núna. Staða liðsins er vissulega betri í dag en hún hefur oft verið á þessum árstíma en það er bara janúar og mikið eftir og liðið er búið að spila virkilega illa í undanförnum leikjum, sérstaklega á heimavelli. Það eru ansi margar vísbendingar um að liðið sé að fara kljást við sömu vandamál á hafa verið á undanförnum leiktíðum. Menn ættu nú að vita það að skiptir engu máli í hvaða sæti maður er í des, jan eða feb. Árangurinn er alltaf metinn í maí lok.
  Ég hef ekki minnst einu orði á að það eigi að reka Benitez núna á stundinni, það væri fáranlegt, heldur einungis ætti að bíða með að semja við hann þangað til eftir tímabilið þegar árangurinn verður metinn.

 55. Veit ekki til að nokkur hér sé á því að það eigi að reka Benítez með liðið í öðru sæti, aðeins að það eigi ekki að framlengja samninginn hans fyrr enn eftir tímabilið. Nokkuð sem hann vill m.a.s. sjálfur. Svona eru þetta nú miklir fanatíkar sem hér hafa velt upp efasemdum um Benítez.

  Margir klifa á því að liðið sé með sinn besta árangur í 19 ár (t.d. Maggi #60, Babu #63-64). Menn fá engin verðlaun fyrir að vera í 2. sæti í janúar. Höfum engum árangri náð ennþá. Formið undanfarnar vikur og mánuði hefur verið indifferent í besta falli og Aston Villa og Chelsea eru núna í seilingarfjarlægð. Allt í einu er heimaleikur gegn A. Villa orðinn stórleikur fyrir okkur. Getum hæglega endað enn í 4. sætinu eins og svo oft áður og ég held að það sé það sem menn hafa áhyggjur af hér.

 56. Nr.67. Kjartan
  Á þá ekki að veita stjóranum vinnufrið nema hann sé búinn að rúlla deildinni upp í lok janúar…..en engu að síður í öðru sæti. Deildin er jöfn þetta árið, það var alveg viðbúið að það myndi gerast þegar Liverpool færi loksins fyrir alvöru að blanda sér í toppbaráttuna.

  Ég skil alveg hvað menn eru að fara og er alveg pirraður sjálfur á litlum sóknarleik í sumum leikjum, en þegar á heildina er litið þá er Benitez að vinna frábært starf og er að byggja upp mjög gott lið, sem ennþá er vel hægt að bæta.

  Framlengja við hann eins og skot segi ég, til að eyða óvissu um að við missum hann í lok tímabils, eins vegna þess að hann á það skilið.
  Ef það þýðir að Rick Parry þarf að fara, so be it. Kanarnir ættu að hafa vit á því að láta hann stjórna skútunni.

 57. Babu #68
  En hann er ekkert að fara í lok tímabils. Bara verið að tala um að framlengja samninginn hans. Menn eru aðeins að segja að við getum enn endað (og ýmis teikn séu á lofti um það) í okkar hefðbundna 4. sæti. Af hverju ekki að bíða með að framlengja samninginn við hann og sjá hvort við verðum e-u nær framförum í lok tímabils eða ekki? Hann vill m.a.s. ekki sjálfur ræða sín samningsmál fyrr en eftir tímabilið.

 58. 65

  Souness væri fínn.

  George Bush er líka atvinnulaus. Hann og Hicks eru víst góðvinir.

 59. http://www.football365.com/story/0,17033,8652_4832637,00.html
  Juventus að gera tilboð í margnefndan Kuyt á 28 millur,alla vega ef maður á að trúa 365.com.
  Miðað við hverssu mikið hann fær að spila þá er ekki glæta að Rafa taki tilboðinu. En mín vegna má drengurinn fara fyrir 10% af þessari upphæð,en ég er nú ekki bissnessmaður.Ef þetta er rétt þá er hægt að kaupa Barry fyrir peninginn.

 60. 50% af 28 millum er 14 millur sem duga ekki fyrir Barry svo ég efa að 10% af þessum 28 dugi fyrir Barry. En þetta er sirka 20 millum of mikið svo að ég yrði mikli miklu meira en sáttur við að fá 28 og vona innilega að hann fari fyrir þennan pening enda hægt að fá 4-5 sinnum betri mann á 20 millur og eiga 8 í afgang.

 61. 68 Babu:

  “Á þá ekki að veita stjóranum vinnufrið”

  Hvað áttu við? Hver er svosem að trufla hann? Við hér á spjallinu? Ég vona að þú sért ekki að meina að það megi ekki gagnrýna manninn fyrr en eftir tímabilið.

 62. það er eitt við kuyt… það kemur ALDREI sending frá honum fyrir markið!! hann kemst yfirleitt ALDREI nálægt endalínunni og hann leitar ALLTAF tilbaka með boltann!! er það sem við viljum?? takiði bara eftir þessu í næsta leik!! maðurinn er bara djók… fokking fáviti!! Eeen samt fær hann alltaf að spila lang mest! flott skipting á Benitez að taka Torres út og setja Kuyt uppá topp, hann sást alveg jafn mikið þar og Robbie Keane sást allan leikinn! semsagt ekki neitt… fokking rangar ákvarðanir hjá röngum stjóra í röngu liðið! djöfull er ég orðin þreyttur á þessu!!

 63. Þessi Grétar Örn hérna að ofan kallar leikmann Liverpool “fokking fávita”.

  Þetta bætist ofan á allan hinn munnsöfnuðin undanfarið hér á kop.is.
  Það er bara ekki hægt að una við þetta lengur. Þið síðustjórnendur verðið að gera eitthvað í þessu því þetta er að eyðileggja þessa fótboltasíðu. Er möguleiki að tengja kennitölur við hvern notanda?

  Maður hættir alveg að nenna koma hingað inn og spjalla við aðra Liverpool-aðdáendur ef þetta á að vera normið. Hélt við værum betri en þetta.

 64. Ég er ekkert að segja að Benitez sé hafinn yfir gagnrýni og gagnrýni hann alveg sjálfur. En að vilja hann burt og sjá til með að semja við hann er eitthvað sem ég er bara ekki sammála og vil semja við hann svo hann fari ekki.
  Annars hef ég ekki séð að hann ætli að bíða til loka tímabils með að semja upp á nýtt, hélt að Hicks ætlaði að koma á Chelsea leikinn og tala þá við Rafa. Eins þá hafa verið viðræður sem silgdu í strand, svo eitthvað er vesenið, ef það er Parry þá má hann frekar fara en Benitez fyrir mér.

  og Sölvi, hjartanlega sammála þessu. Það er nú svolítið vandaverk að ritskoða svona síðu og hér er einföld regla og hún er sú að aðeins KAR og EÖE sjá um þá hlið mála, þeir eru líklega ekki búnir að sjá þetta ennþá (EÖE að opna stað í dag og svona) og taka líklega á málinu innan tíðar (og þá eyða líklega þessu risabulli í Grétari).

 65. Farið á liverpoolklúbburinn á íslandi og lesið umsagnir. Þar sjáið þið hverjir voru góðir eða sæmilegir. Ég vil ekki sjá neinn fara frá Liv, nema nokkra sem hafa allsekki staðið sig, en ég ætla ekki að nefna nein nöfn en þeir eru ekki margir O K.

 66. Það er hægt að segja ýmislegt um Benitez, Kuyt og alla þessa menn.
  Hins vegar skil ég ekki þessa umturnun sem sumir hafa séð á liðinu undanfarin ár. Liðið gæti hæglega lent í fjórða sæti þetta árið.
  Ef þið viljið sjá breytingar, skoðið þá t.d. Aston Villa. Marton O’Neill tók þar við miðlungsliði og er búinn að gjörbreyta öllu og ekki haft endalausa peninga. Hvað hefur hann verið þar í mörg ár?

 67. Já sammála Sölvi, ég er hreinlega hættur að nenna að lesa kommentin hérna og fljótlega fer þetta að detta í það far að maður sleppi því algjörlega. Það er enginn að tala um að ekki megi gagnrýna hlutina, en þetta er bara alls ekki gagnrýni á stórum köflum.

 68. Nú er ég ekki hrifinn af því hvernig Kuyt er spilað hjá Liverpool og finnst hann lítið meira en miðlungsleikmaður. Hef ekki verið sammála mönnum sem níðan skóinn af Benayoun enda finnst mér hann virkilega góður leikmaður sem er verið að nota kolvitlaust.
  Það sem ég skil ekki er hvernig menn geta verið alveg brjálaðir út í þessa leikmenn fyrir að vera svona “ömurlegir” og “geta ekki r@ssgat” og ég veit ekki hvað og hvað og bölva þeim svo í sand og ösku og kalla þá “f0kking fífl” og “fávita”. Hvernig er hægt að vera öskureiður út í einhverja leikmenn fyrir að vera ekki nógu góðir? Maður getur mögulega verið reiður ef manni finnst þeir ekki vera að leggja sig fram en ég held að það dragi það enginn í efa að menn eins og Kuyt séu að leggja sig alla fram. Menn eru ekki “f0kking fávitar” vegna þess að vera ekki nógu góðir í fótbolta til að vera í liði sem ætlar sér að vera meistarar. Samkvæmt þeirri rökfræði þá eru allir sem skrifa á þetta spjallborð fávitar af áðurnefndri tegund.
  Ef menn vilja vera reiðir við einhvern þá geta þeir verið reiðir út í Benítez fyrir að velja þessa meintu ömurlegu leikmenn og jafnvel byggja liðið í kring um menn eins og Kuyt. En að kalla leikmenn sem eru að gera sitt besta öllum illum nöfnum ber merki um frekar takmarkaða andlega burði.

 69. Ég verð nú að taka undir með Sölva og Steina. Allt í góðu að gagnrýna og margt sem virkilega er gagnrýnilegt en höldum okkur réttu megin við línuna góðu.

  En ég verð samt að benda á eitt sem mér fannst helv. gott í Dirk Kuyt gagnrýninni. Sf. Gutt þýðir grein(fann hana ekki í fljótu bragði á Echo) af staðarblaðinu Echo í Liverpool um einkunargjöf leikmanna eftir Everton leikinn.

  “DIRK KUYT: Var látlaust að og kæfði margar sóknartilraunir Leighton Baines í fæðingu. Einkunn 7”

  Þetta er okkar sóknarmiðjumaður hægra megin(fyrrum framherji) en hann fær bara hrós fyrir varnarvinnu sína gegn Baines. Ekki orði minnst á sóknarleik hans. Mér finnst þetta segja ansi margt. Auðvitað á leikmaður í þessari stöðu að verjast, liðið verst sem heild, en að það sé það eina sem hann leggur til(ýkjur, ég veit) er bara algjörlega óásættanlegt.

  Mit mat er að við VERÐUM að kaupa leikmann í þessa stöðu og það helst síðasta sumar!

 70. eru menn virkilega sáttir við Kuyt?? maður sem leitar alltaf tilbaka? er það sem koma skal?? Riera er þó allavena að reyna að komast uppað endalínu og senda boltann fyrir… og það er nákvæmlega hlutverk kantmanns!! er einhver ósammála þvi eða?? fylgisti bara með hvernig maðurinn spila.. og eru menn virkilega sáttir þegar að hann tekur Torres út og situr Kuyt uppá topp bara til þess að hlaupa?? afhverju þá ekki bara að hafa Robbie Keane inná.. það sparar okkur allvena eina skiptingu!! og afhverju kemur Babel inná á 89 min?? ég er bara reyna að velta fyrir mér hvað Benitez er að hugsa?? vill hann ekki reyna að vinna leikina? ..maðurinn brosir ekki einu sinni þegar að Liverpool skorar! ég er bara ekki sáttur með undafarna leiki… eru þið það eða?????????? ég bara spyr…

 71. Sælir félagar
  Það er verið víða í þessum kommentum að bölva Kuyt sem leikmanni. Það finnst mér í sjálfu sér ósanngjarnt. Hann gerir alltaf eins og hann getur. Hann er bara ekki betri en þetta og við það situr.

  Maðurinn sem á að skammast útí er Rafael Benitez. Hann keypti leikmanninn og hann spilar honum eins og hann fái sérstakann bónus fyrir hvern leik sem strákurinn leikur. Sjúklegt eða jafnvel verra en það. Kuyt hefur bestu tölfræði L’pool leikmanna. En í hvaða stöðu hefur hann náð í þessa afburðatölfræð. Sem framherji???? Nei og aftur nei.

  En sem sagt Kuyt gerir eins og hann getur og hann getur ekki gert betur en það. Það er hinsvegar ekki nóg fyrir L’pool. En það er nóg fyrir Rafael Benitez. Það vekur ákveðnar spurningar??????
  Í framhaldi af þessu copy/paste á listanum sem Einare birti hér töluvert fyrir ofan.

  “Keane 19 mill.
  Kuyt 9 mill
  Riera 8 mill.
  Dossena 8 mill.
  Lucas 6,7 mill
  Pennant 6,7 mill
  Bellamy 6 mill.
  Benayoun 5 mill
  Cavalieri 4 mill
  Samtals: 72,4 mill
  Gæti talið Babel þarna með á 11,5 mill en hann nýtist ekki mikið á bekknum. Þá hefur Benitez sankað að sér handónýtum ódýrum leikmönnum eins og Voronin, Degen, Leto, Ngog svo einhverjir séu nefndir”.

  Hverslags eiginlega djöfulsins bull eru þessi kaup eiginlega. Þegar maður sér þetta svona þá fer um mann. Hvað er Rafael Benitez eiginlega að hugsa. Eða réttara sagt hugsar hann eitthvað. Hefur hann lesið einhverja tölfræði um þessa menn sem enginn annar hefur skilið. Mér er spurn. Og það eru örugglega fleiri sem ekki skilja þetta né ýmislegt fleira sem kallinn hefur gert. Þar á ég við uppstillingu og innáskiptingar í ansi mörgum leikjum leiktíðarinnar.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 72. Hef um sinn verið að velta fyrir mér hversu lengi þessi umræða stendur hér, enda enginn okkar sem hefur farið í það að gera nýjan pistil.
  Enda skiptir engu máli hvað neinn okkar segir um að biðja menn um að vera málefnalegir, það er greinilega ekki það sem mönnum langar til.
  Þremur dögum eftir leik gegn Everton sjá menn enn ástæðu til að rífa niður og blóta á ýmsum tungumálum þegar þeir ræða um félagið sitt.
  Mig langar að benda mönnum á nokkur nöfn;
  Bob Bolder, Paul Walsh, Kevin McDonald, Michael Robinson, David Speedie, Mark Kennedy og síðast en ekki síst, Jimmy Carter. Hverjir eru þetta? Jú, leikmenn sem keyptir voru til Liverpool á gullaldartímanum en synd að segja þá hafa verið gulldrengi.
  Því almennileg fótboltalið vinna leiki og mót og ég lýsi frati á hugsunargang þess að fá eitthvert “galaticos” fótboltalið með eintómum tæknitröllum sem gera flotta hluti en vinna ekki mót.
  Við höfðum það hjá Liverpool allan tíma Evans hjá liðinu og ég fékk alveg ógeð á því liði, sem aldrei vann neitt nema hug og hjörtu hins kynsins.
  Og að menn rífi niður Riera, Lucas, Cavalieri og Ngog finnst mér hlægilegt, bendi svo mönnum á að Rafa losaði sig strax við Bellamy með hagnaði og mun örugglega hreinsa Dossena fljótlega. Það er mikil einföldun að ætla að kenna Rafa um að hafa keypt Pennant, hvað þá að tengja það kaupum á Kuyt.
  Eftir standa Benayoun sem hefur átt fína leiki fyrir félagið og hverjir. Jú, Kuyt og Keane sem standa svo í hálsinum á nokkrum hér að þeir eru rakkaðir niður í hverri einustu, einustu viku og sama hvert umræðuefnið er mætir mannvitsbrekka og tengir þá við pistilinn svo niðurrifið geti byrjað.
  Svo er líka hægt að rakka þjálfarann niður.
  Í því liði sem ég ólst upp sem fótboltamaður var stundum talað um það með hverjum maður myndi vilja lenda í skotgröf í stríði.
  Ég ætla bara að fá að segja það að hér eru nokkrir sem ég eiginlega myndi ekki vilja hafa í minni skotgröf. Þeir myndu örugglega berjast lítið, en mest röfla yfir heimsku yfirmannsins, vopninu, veðrinu eða bara einhverju öðru.
  Jesús minn eini!!!

 73. Þegar ég tala um Pennant er ég að benda á þá augljósu staðreynd að í liðinu var ENGINN hægri kantmaður, og hann varð að finna leikmann sem að rúmaðist innan þess peningaramma sem Parry og LFC skaffaði honum.
  Hann var svo slakur að hann var t.d. valinn bestur leikmanna liðsins í tapinu gegn AC Milan, í ÚRSLITUM MEISTARADEILDAR.
  Fyrsta árið hans með liðinu átti hann flestar stoðsendingar í liðinu. En það er örugglega bara tölfræði sem engu máli skiptir, meira máli skiptir eitthvað allt annað en staðreyndir.

 74. En Maggi, ertu til í galaticos lið sem vinnur titla? Lið sem spilar skemmtilegan og árangursríkan bolta? Afhverju viltu meina að það sé samasem merki á milli þess að spila skemmtilega og engin árangur? Afþví að það gekk ekki hjá Evans? Hvað með Barcelona, Man utd og Real Madrid oft á tíðum svo dæmi séu tekin?

  Og afhverju þarftu að tala niður til þeirra sem voga sér að vera ósáttir við marga hluti og gagnrýna þá? Ekki með þeim í skotgröfum blabla, hverskonar djöfulsins bull er þetta???

  Það er allir sammála, eða ég get mér þess til, að það sé margt ábótavant hjá bæði liðinu og Benitez. Afhverju er betra að trúa í blindni og stinga hausnum ofaní sandin og þykjast ekki sjá vandamálin en að tala um þau og gagnrýna þau?

  Allir vita að Benitez, sem virðist nú vera guð í augum ansi marga, er gagnrýnari en allt, maður les ansi oft menn “kvarta” yfir þessu, bæði Torres og Gerrard man ég eftir í fljótu bragði. Það skiptir engu þó menn hafi gert eitthvað gott, Benitez er snöggur að benda mönnum á hvað þeir hefðu getað gert enn betur. Afhverju ætli hann sé svona? Gæti verið að það sé til að reyna ná enn betri árangri? Afhverju heldur þú að menn gagnrýni? Getur það verið að þeir vonist eftir enn betri spilamennsku og árangri? Er það þá ekki ást á liðinu sem drífur þá áfram? Mér er allavega nokk sama þó þú viljir mig eða aðra ekki með þér í einhverja skotgröf, ég veit bara að ég vil að liðið mitt spili skemmtilegan á árangursríkan bolta og ég mun viðra mína skoðun ef ég er ósammála einhverju í sambandi við það. Maður má gagnrýna er það ekki Maggi? Maður má vera ósammála þér er það ekki?

 75. Hvaða grín ertu að tala um Benni varðandi Torres og Gerrard.
  Lestu ævisögu Gerrard t.d. og ummæli Torres frá í haust.
  Auðvitað máttu vera ósammála mér Benni Jón, ég veit þig langar til að mála mig upp sem einhvern skoðanakúgara, og þú verður bara að halda áfram að gera það ef þú vilt.
  Ég er algerlega ósammála þér um margt og má það fullkomlega líka vona ég. En sennilega er það að vera ósammála þér bara það að “trúa í blindni og stinga hausnum ofaní sandin og þykjast ekki sjá vandamálin en að tala um þau og gagnrýna þau”.
  Ætli sé þá ekki fínt að biðja þig um að segja mér frá því hvað þú sérð jákvætt? Annað en það auðvitað að vera í næstefsta sæti í ensku deildinni eftir 1 tap í 22 leikjum. Bara svo ég viti líka yfir hverju ég á að gleðjast þarna ofaní sandhrúgunni…..

 76. Ekkert grín Maggi, þú fylgist nú ágætlega með skilst mér og hlítur að hafa lesið þetta. Þetta kemur alltaf upp öðru hvoru, meira að segja síðast núna fyrir nokkrum dögum/vikum hjá Torres. …og ég hef lesið Gerrard bókina og ég skal lesa ummæli Torres ef þú segir mér hvaða ummæli það eru og jafnvel sýnir mér þau, minnsta málið.

  Ef þú VEIST að ég vilji mála þig upp sem einhvern skoðanakúgara þá veistu nú ekki mikið. Ég hef engan áhuga á að mála þig eitt né neitt. Mér finnst bara svo ótrúlega vitlaust að skamma menn og hálfpartinn tala niður til þeirra afþví að þeir eru ekki í skýjunum með allt og voga sér að gagnrýna það sem þeim finnst gagnrýnivert.

  Þú mátt alveg biðja mig um að telja upp jákvæða hluti við liðið í dag, en sé lítin tilgang í því. Þetta lítur svona út eins og þú sért að reyna láta það líta út fyrir að ég sé bara alltaf óánægður með allt og alla þegar kemur að Liverpool. Það sýnir bara hvað þú þekkir mig lítið og ekki neitt. Ætla þó að leiðrétta þig að mér finnist jákvætt að vera í öðru sæti. Mér finnst mjög neikvætt að við köstuðum frá okkur efsta sætinu með lélegri spilamennsku og er því hundfúll með að vera í öðru sæti.

  Að sætta sig við annað sætið afþví að við höfum ekki verið þar lengi er bara alveg kovitlaus hugsunarháttur af mínu mati. Við eigum að stefna að því að vera efstir og vera fúlir og reyna enn betur ef það gengur ekki. Þannig ná menn árangri. Ef menn eru stöðugt sáttir við það næst besta og teygja sig langt til að reyna sannfæra sig og aðra um að þetta sé nú bara nokkuð gott, þá næst ekki mikill árangur. Sem betur fer hugsa Rafa og leikmennirnir ekki svona.

 77. Auðvita getur Liv verið sterkara en það er í dag, jú með því að kaupa menn á fáráðnlegu verði, eða hvað? Sumir mjög góðir leikmenn hafa komið til Liv en enganveginn fittað með liðinu. Svo að það þíðir ekki að kaupa nöfn(að það eigi að kaupa þennan eða hinn) hann passar kanski ekki í liðið. Riera fékk einkun 7 og sömuleiðis Kuyt, en samt á Kuyt að fara, og allir eru sammála að Riera sé að gera góða hluti og sömuleiðis ég. En Kuyt er líka að gera vel, þótt að eflaust sé hægt að fynna betri mann, og eflaust er líka hægt að fynna betri mann en Riera. Spyrjum að leikslokum og hendum þá þeim sem gerðu ekki neitt, ef þeir þurfa þá að fara. Við tökum þettað. 😉

 78. Semsagt ekkert jákvætt með niður í sandinn!!! Ok, bjóst svosem ekki við því að þú fyndir tilgang í því Benni Jón.
  Torres t.d. 5.júlí 2008
  http://www.fifa.com/worldfootball/clubfootball/news/newsid=822807.html
  Ef þú last bókina um Gerrard veistu hvaða álit hann hefur á Rafa og þekkir ástæður þess að hann fór ekki frá liðinu 2004 og 2005.
  En ég held samt að best sé fyrir mig bara að hætta þessu. Leiðist mjög að rífast við þig Benni Jón og sé mikið eftir því að hafa byrjað á því. Segi eins og Steini að ég finn ekki mikla gleði að skrifa hér inn þessa dagana, því miður og það skánar ekki að rífast við þig, því við verðum held ég aldrei sammála. Ég get fundið mér annað að rífast um en LFC.
  Kannski best sé bara að leyfa þínum skoðunum að ráða umræðunni. Yfir til þín og gangi þér vel…

 79. já einmitt… Þetta sagði líka annar hver leikmaður þegar Mourinho var orðaður frá Chelsea. Þetta er samt góður stuðningur, en ég sé ekki fyrir mér að einhver myndi yfirgefa liðið….

 80. okei Kuyt er kannski með besta tölfræðina hvað heppnaðar sendingar varðar og hlaupalengdir inná vellinum… enda ekkert skrítið!! Maðurinn leitar alltaf tilbaka með boltann!! eithvað sem kantmenn eiga ekki að gera.. þeir eiga að reyna koma boltanum fyrir markið!!! og þeir sem eru að verja Kuyt vita ekkert um fótbolta og útáhvað hann snýst!!! ég segi það og skrifa… hann hleypur lika svo mikið að hann snýst yfirleitt alltaf í hringi.. enda þarf ekki nema eina sendingu og hann hoppar uppí loftið og hleypur svo bara eithvað áfram.. engin furða að hann hleypur mest í þessu liði!! en hann svo sannarlega gerir ekki mesta gagnið!! gætum alveg eins haft maraþonhlaupar þarna inná.. þeir eru örugglega með meiri snerpu en hann!”! út með kuyt og benitez… !! haha að kaupa Dossena á 8 mills er nátturlega bara brandari útaf fyrir sig!! ég vill fá þjálfara sem hefur ástríðu fyrir leiknum og fagnar alltaf í hvert skipti sem liverpool skorar rétt einsog Ferguson hjá Man utd!!!

 81. Mér sýnist nú bara engin vera að rífast eða pirra sig hérna núna nema þú Maggi minn. Ég er allavega alveg pollrólegur, leiðist bara þessi skrif þín til þeirra sem voga sér að vera ekki alsáttir við allt sem við kemur liðinu okkar og nánast talar niður til þeirra sem voga sér að gagnrýna.

  Ég held að þú hafir misskylið algjörlega þegar ég sagði að leikmenn “kvörtuðu” yfir hversu gagnrýninn Rafa er. Ég held að leikmenn séu almennt ánægðir með Rafa, allavega segja þeir ekki annað í viðtölum, en þeir tala hins vegar um að hann sé alveg rosalega gagnrýninn og hamist við að finna hluti þar sem þeir hefðu getað bætt sig í stað þess að hrósa útí eitt því sem vel var gert. Þeir eru ekki að lýsa einhverju frati á Rafa með þessu, heldur betur ekki, heldur segja að þetta hjálpi þeim mikið. Pointið var að Rafael Benitez er svakalega gagnrýninn á sig og liðið, alveg eins og margir stuðningsmenn hérna og þannig á það að vera, þannig næst árangur.

  Tökum dæmi. Torres skorar þrennu og þegar hann kemur inní klefa eftir leik byrjar Rafa að tala um atvik sem hann hefði getað gert betur í, ekki endilega að hrósa honum fyrir góða framistöðu. Skil jú mí?

  Síðan talarðu eins og mér finnist ekkert jákvætt við liðið í dag, að ég sé einhver algjör svartsýnissauður sem vill ekki sjá neitt jákvætt. Ég þarf ekkert að segja þér Maggi að auðvitað er margt jákvætt, skárra væri það nú. En það er ekki þar með sagt að allt sé í blóma. Benitez hefur verið staðinn að því að taka kolvitlausar ákvarðanir og sóknarleikur liðsins er heldur báglegur oft á köflum, það gagnrýna menn og réttilega. Hvort ég sjái eitthvað jákvætt eða ekki kemur þessari umræðu einfaldlega ekkert við, málið snýst um að þú virðist ekki þola að Rafa, einstaka leikmenn og liðið sé gagnrýnt. Mér hefur fundist þú tala niður til þeirra sem voga sér að vera ósammála einstaka ákvörðunum eða spilamennsku. Ég get alveg tekið undir með mönnum að ómálefnanleg skrif eru leiðigjörn, en ef menn gagnrýna á málefnanlegan hátt og reyna að rökstyðja sínar skoðanir, þá er það bara allt af hinu góða. Mér hefur fundist eins og þú áttir þig illa á þessu.

  Ég held að gleiðileysi þitt við að skrifa hérna inni helgist helst af þeirri áráttu þinni að banna mönnum að gagnrýna. Það er eins og þú haldir að maður sé betri stuðningsmaður og meiri poolari ef maður er sammála einu og öllu sem Rafa og liðið gerir. Getur verið að maður beri bara það miklar taugar til liðsins að maður er ósáttur ef toppárangur næst ekki?

  Þegar öllu er á botninn hvolft þá viljum við allir sjá sama hlutinn, að Liverpool gangi sem best. Ef liðið færi að spila góðan og vel skupulagðan sóknarleik í bland við sterka vörn og innáskiptingar Rafa væru að virka þá væri Rafa ekki gagnrýndur og ég held að allir væru til í svoleiðis aðstöðu. Sömuleiðis með Dirk Kuyt, ef hann tæki nú uppá því að spila virkilega vel, svona eins og hann gerði í upphafi móts, þá væru menn ekkert að gagnrýna hann. Gagnrýnin kemur afþví að menn eru ekki sáttir við eitthvað, ekki af því að það er svo rosalega gaman að vera fúll á móti eins og þú og fleirri virðist oft halda.

  Eigum við ekki bara að enda þetta á því að við báðir vonum að liðið spili virkilega vel gegn Everton á sunnudag og uppskeri sannfærandi sigur. Þá yrði ég allavega sáttur og ég get mér til þú líka.

 82. Ég fer svei mér þá bara að halda svolítið upp á Kuyt eftir svona lestur eins og í (Nr.100).

  Heimurinn er ekki svona voðalega svartur og hvítur Grétar og Kuyt er nú alls alls ekki svona ofboðslega lélegur og þú heldur fram. Að mínu mati er hann ekki nógu góður til að vera fastamaður í Liverpool og eins mikilvægur hlekkur og hann er í dag, sérstaklega í leikjum þegar okkur vantar mark. En að úthúða honum alveg er eitthvað sem hann á nú ekki skilið, hann er í það minnsta að reyna sitt besta.

  Hefði hann örlítð meiri hæfileika væri þetta að öllum líkindum minn uppáhalds leikmaður hjá liðinu.

 83. …eitt að lokum. Ef einhver leikmaður vill fara afþví að Rafa fer, þá mun ég ekki sjá á eftir þeim leikmanni. Leikmenn eru hérna útaf LFC, ekki einstaka starfsmönnum þess. En ég held samt að þessi umræða sé ekki þörf fyrr en í fyrsta lagi í sumar.

 84. vill bara benda mönnum á eitt varðani Kuyt þá var hann á LFCtv kosinn þriðji besti leikmaður 2008 af stuðningsmönnum félagsins á eftir Torres og Gerrard segir nú ýmislegt um þessa bloggara hér,og að auki var hann næu í lykilhlutverki hjá Hollendingum í Euro 2008

 85. Ég hef nú ekki séð þessa kosningu Rosco en mér finnst það alveg ótrúlegt miðað við hvað hann spilaði illa á síðasta tímabili. Hann að vísu tók góðan kipp í lok tímabils og byrjaði svo þetta tímabil vel og kannski það hafi haft svona mikil áhrif. En Pepe Reina t.d. var klárlega mun betri en Dirk Kuyt árið 2008.

  Og að hann hafi verið í lykilhlutverki hjá Hollendingum er vitleysa.
  Það var umtalað á mótinu að stundum væri eins og samherjar hans vildu ekki gefa á hann í sóknarleiknum af þeirri ástæðu að sóknin myndi renna út í sandinn.
  Hann byrjaði 3 af fjórum leikjum Hollands í keppninni og var skipt útaf í þeim öllum. Þar af í hálfleik í einum og strax í upphafi síðari hálfleiks í öðrum. Af 390 mínútum sem Hollendingar spiluðu í keppninni lék Dirk Kuyt í 194 mínútur.

  Hann var í liðinu þeirra jú, en að hann væri í einhverju lykilhlutverki er einfaldlega kolrangt.

 86. horfðu bara á kuyt spila í næsta leik og teldu hversu margar sendingar koma fyrir markið hægra megin!!! þarft ekki að nota nema aðra höndina.. jafnvel ekki einu sinni það!! það er þetta sem pirrar mig í leik hans… og þetta er svo réttlætanlega gagnrýni að það hálfa væri nóg!! og mér er skítsama hvort hann var kosinn þriðji besti af stuðningsmönnum síðsta tímabil!! ég horfi á það sem er að gerast núna!! ekki í fyrra!!!!

 87. og ég gæti ekki verið meira sammála Benna jón… hann horfir á hlutina einsog þeir eru!! Kuyt er bara semi leikmaður sem ég er ekki að sætta mig við að spili alltaf mest hjá mínu heittelskaða liði! ég einfaldega þoli það bara ekki… maðurinn sem leitar ALLTAF tilbaka!!

 88. Nei Benni Jón.
  Snýst ekki um að ég banni mönnum að gagnrýna. Þú ert ekki enn búinn að segja mér hvað þér finnst jákvætt. Held þú getir það ekki.
  Mér leiðist mikið að allir þræðir snúist fljótt upp í neikvæðniupphrópanir sem allar snúast um Kuyt eða Keane eða Rafa. En það er ekkert að breytast, ég veit það. Skil eiginlega ekki enn út af hverju ég er að baxa við það að reyna að fá jákvæðari umræðu um liðið.
  En kannski er það bara einhver meinloka sem ég hef frá því að hafa þjálfað sjálfur og hafa uppgötvað marga vitra menn í brekkunni of seint til að fá þá í aðstoðarþjálfarstöður. Má bara vel vera líka að ég hafi vanmetið þátt þjálfaranna minna þegar ég spilaði, því oftast var ég að svekkja mig á eigin frammistöðu eða því að liðið mitt náði ekki að fylgja því sem upp var lagt.
  En mér fyndist án gríns gaman að því að heyra hvað þér finnst jákvætt við LFC í dag í stað þess að margendurtaka það að “auðvitað er margt jákvætt”.
  Því ég veit ýmislegt um hvað þér finnst neikvætt. Þú vilt að Babel fái meiri séns, ert ósáttur við Kuyt, finnst Rafa ekki mótivera menn rétt og innáskiptingar og leikstíll hans leiðinlegur, mörg kaup hans vafasöm og vilt ekki gera við hann samning fyrr en seinna, ert ekki sáttur við stöðu liðsins í 2.sæti deildarinnar.
  En algerlega án þess að vera með neitt annað en pollrólega spurningu, guð minn góður ég er ekki að tala niður til þín, hvað finnst þér jákvætt???????
  Viltu ekki að ég viti hvað þér finnst jákvætt, svona til að samskipti okkar verði nú ekki mikið lengur á þeim nótum að það líti út eins og við styðjum algerlega sitthvort liðið?
  Því ég er ósáttur með ýmislegt, t.d. það að Rafa nær ekki að brjóta lítil lið niður á þann hátt sem ég tel liðið geta gert. Mér finnst hann ekki hafa farið vel með Keane og Pennant og ég er svekktur með það að hann róteri mikið í bikarleikjum og ÞOLI ekki að hann róteri markmönnum, t.d. núna um helgina á Cavalieri að spila. Jafn vel og mér líst nú á Cavalieri.
  En jákvæðu hliðar hans vill ég nú ræða og liðsins, við þig. Vona að við getum rætt þær hér líka……

 89. Afhverju í veröldinni ætti ég ekki að geta sagt þér Maggi hvað mér finnst jákvætt? Málið er bara, og jafn greindur maður eins og þú ættir nú að vita þetta, að menn hafa meiri tjáningaþörf þegar illa gengur en þegar vel gengur. Þegar vel gengur þá brosa menn bara útí annað og bíða spenntir eftir næsta leik.

  Vil líka leiðrétta þig að ég hef aldrei sagt að Rafa geri meiri mistök en eðlilegt getur talist á leikmannamarkaðnum. Ég er einmitt mjög sáttur við hvað hann er fljótur að sópa upp eftir sjálfan sig oft á tíðum samanber t.d. Morientes, Gonsalez, Bellamy og Josemi(guð hvað ég væri til í að geta sett hollendinginn með ljósu lokkana hérna). Ég var einnig mjög sáttur við Rick Parry í sumar þegar hann setti Rafa stól fyrir dyrnar í Barry málinu, ég vildi ekki sjá Barry ef það átti að vera á kostnað Alonso. Held að allir séu sammála um að það reyndist rétt ákvörðun enda Rieira komist virkilega vel inní málin hjá okkur og Alonso að spila vel í vetur.

  Hvað þú gerðir sem leikmaður eða þjálfari kemur mér bara einfaldlega ekkert við. Ef þetta var einhver tilraun til að sýna hvað þú sért rosalega vel að þér í þessum fræðum þá mistókst hún allhrapalega. Ég veit bara hvað ég sé og hvað ég er sáttur/ósáttur við.

  En fyrst þú sefur ekki nema vita hvað mér finnst jákvætt(furðuleg árátta það hjá þér)þá get t.d. sagt þér að ég er mjög sáttur með sigrana og spilamennskuna gegn Man utd og Chelsea í vetur. Ég er ánægður með hópinn sem Rafa hefur sett saman og tel hann nógu sterkan til að sigra deildina. Auðvitað er vel hægt að bæta þennan hóp, en hann er þó það sterkur að hann ætti að geta unnið þessa deild sé honum stýrt rétt. Rafa hefur keypt margt gott og nægir þar að nefna Torres, Alonso, Reina, Agger, Skrtel, Mascherano, Babel og Rieira. Að viðbættum síðan Carra og Gerrard er þetta orðin virkilega sterkur hópur af hágæðaleikmönnum og sé honum stýrt rétt gæti hann gert virkilega gott mót. Rafa og leikmennirnir hafa sýnt það á köflum að þeir geta spilað skemmtilegan og árangursríkan botla og vonandi mun meira kræla á því á næstu mánuðum.

  …vonandi að þetta verði þess valdandi að þú eigir góða helgi 🙂

 90. Sæll Benni.
  Fínt, þarna getum við heilmikið verið sammála og ég gleðst yfir því.

  “Hvað þú gerðir sem leikmaður eða þjálfari kemur mér bara einfaldlega ekkert við. Ef þetta var einhver tilraun til að sýna hvað þú sért rosalega vel að þér í þessum fræðum þá mistókst hún allhrapalega. Ég veit bara hvað ég sé og hvað ég er sáttur/ósáttur við.”

  Benni. Hvað ertu að meina með þessu eiginlega? Þekkirðu mig persónulega og vilt meina að ég sé hrikalega mikill hrokagikkur eða langar þig einfaldlega til að við séum ósáttir hvor við annan?
  Ég var bara að reyna að útskýra fyrir þér hvað pirrar mig í ummælum á þessari síðu. Ég hef margítrekað reynt að segja þér það að ég tel mig bara alls ekki meiri mann en nokkur hér. Þetta var bara tilraun til að reyna að segja þér frá því að ég pirra mig á neikvæðum röddum í kringum liðið og tel þjálfarann ekki alltaf vera þann sem eigi að dæma fyrir frammistöðu leikmanna.
  Það kemur því ekki nálægt því að ég telji mig geta gengið hér um með einhvern hroka yfir því hversu góður leikmaður eða þjálfari ég er, bara ekki eitt skref í þá átt!
  Ég hef EKKERT gaman af því að vera hér inni á þessari síðu til að rífast. Ég er algerlega 100% viss um að Kristján og Einar settu hana ekki í gang til þess og þessi síða endaði er sú eina í bloggheimum sem ég entist á því mér fannst hún með öðru yfirbragði en aðrar svipaðar, t.d. liverpool.is og gras.is
  Að undanförnu hefur mér fundist hún taka mjög neikvæða beygju, semsagt í öfuga átt við getu liðsins, og það er einmitt það sem ég er að reyna að benda á.
  Ekkert meira og ekkert minna.

 91. Sælir félagar
  Það er spurning Maggi hvort þú átt að vera baxa eða baksa. Ég hélt ég hefði kennt þér betri réttritun en þetta 😉 Nei Maggi málið er auðvitað að menn eru áhyggjufullir.

  Menn sjá ýmislegt, misjafnlega eftir sjónarhornum og einstaklingum, sem þeim finnst vera hættumerki. Púllarar þola það líka mjög illa að horfa á MU fara uppfyrir okkur í töflunni o.s.frv.

  Menn ræða þetta hér á þessum spjallvef því hér eru Púllarar að tala við Púllara. Semsagt innherjaumræða. Útá við standa menn saman sem klettur í hafinu. En… menn hafa áhyggjur og það ekki af ástæðulausu.
  Það er ýmislegt gagnrýnivert í sumum leikjum liðsins, sérstaklega á heimavelli sem einusinni var nánast óvinnandi vígi. Það veldur áhyggjum og Rafa hefur líka áhyggjur af því.

  Ég held að enginn hafi áhuga á því að Rafael Benitez fari að svo komnu máli. Ég hefi það ekki og hefi ekki heyrt neinn marktækan mann segja það. Hitt er annað að Rafael Benitez hefur gert ýmislegt gagnrýnivert á vegferð sinni með þetta lið. En hann hefur líka gert margt mjög gott og það vegur að mínu viti meira sem hann hefur gert gott en þau mistök sem hann hefur gert.

  Enginn er óskeikull og ekki heldur Rafael Benitez. Ég stend við það að ef hann endar leiktíðina í 1. eða 2. sæti og verður í titilbaráttu fram á síðasta dag þá vil ég hafa hann áfram. En ef hann nær ekki þeim árangri er ég ekki sáttur.

  Umræðan um Kuyt er ansi þreytt. Hvað sem mönnum finnst um hann þá er þó eitt alveg klárt. Hann leggur sig alltaf, án undantekninga, allan fram í hverjum leik. Um það er ekki hægt að deila. Hitt er svo annað hvort hann er nógu góður í meistaralið. Það er bara allt önnur Ella.

  Það má líka ræða það hvort það lið sem Rafa hefur í höndunum hefur næga breidd, nóg af nógu góðum leikmönnum til að vinna ensku deildina. Ef mönnum sýnist svo ekki vera þá má spurja um leikmannakaupastefnu (þetta var nú meiri orðbeljan) Rafa. Hefur hún verið nógu góð,markviss og grunduð. Eða hafa aðstæður og peningaskortur neytt hann til að kaupa leikmenn sem ekki ná máli frekar en ekkert.

  Allt eru þetta atriði sem má ræða og mun þar sitt sýnast hverjum eins og gengur.

  En endilega. Ekki fara í fýlu þó einhverjir séu harðorðir og ef til vill ekki alltaf málefnalegir. Ég get alveg teki það á mig sem ég á í því. En enginn sem þekkir mig telur mig vera slæman, lakan, vondan Liverpoolmann þó stundum þjóti í skjánum.

  Með bestu kveðjum til okkar allra og liðsins og Rafa. 🙂
  Það er nú þannig

  YNWA

 92. heirðu mig! lítum aðeins á hepnuðu kaup Benítes
  Torres; 20 m alger klassa framherji núna er kauverðið á honum
  svona 50 m!
  Riera;9m menn hugsuðu í byrjun hvað er benítes að hugsa en þessi leikmaður er búinn að vera ein besti kantari sem liverpool hefur séð í langan ´tima

  martin Skretel;6,5 m algerlega óþegt nafn þegar hann kom en hann og Carra stóðu svo sanarlega vagtina áður enn hann meiddist.
  Ryan Babel;11,5 m 1 efnilegasti leikamaður evrópu þegar hann kom að vísu eru margir pirraðir út í hann núna en lítum aðeins á síðasta seson maðurinn kom feskur iná og bjargaði okkur gegn arsenal í meistardeildinni og síndi flotta tagta:D.
  mascherano: veit ekki verð en þegar hann kom hugsaði ég ertu að djóka en hann náði fljótt að slá sisokko út úr liðinu og þegar hann er í stuði er hann besti cmd í heimi.
  daniel Agger:5,8 m hann var ein og skertel óþektur en en eins og hann varð hann geðveikur miðvörður.
  Reina:6 m menn hugsuðu hver í adskotanum er þessi Reina en hann er góður í teignum vítabani að guðs náð og besti makamaðurinn í deildini Xabi ALONSO!:10m þessi maður er alveg frábær góðar sendinga,skot,vinsla og búinn að vera einn besti leikmaður okkar í vetur.
  Og að lokum Luis Carcia:6m algerlega óþegtur en þessi maður gat komið inn og klárað leikina og gat spilað á móti litlu liðunum eithvað sem kuyt getur ekki sé gríðanlega mikið eftir honum takk yrir mig 😀

Liverpool – Everton 1-1

Nýir Arabar hugsanlega að kaupa klúbbinn?