Liverpool – Everton (upphitun)

Á morgun fáum við nágranna okkar í Everton yfir Stanley Park. Á nokkrum dögum er það lagt á okkur að þurfa tvisvar að spila við þá, deildarleikur á morgun og seinni leikurinn er í FA Cup.

Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið smeykur við þennan leik, Everton hefur verið á góðu róli undanfarið og er með gott lið, við höfum átt í basli með að klára leiki allt of oft á þessu tímabili og einfaldlega vegna þess að allt annað sem hugsanlega gat gengið upp hjá United hefur gengið upp hjá þeim. Þeir hafa með góðum sigri á Chelsea, slæmum sigri á Wigan og ömurlegum sigri á Bolton tekist að setja á okkur þó nokkra pressu sem afar gott væri að losa,  með sigri í mjög stórum nágrannasalg við okkar næst mestu óvini. Annað sem gefur mér smá ónotatilfinningu er sú staðreynd að þessi leikur er á mánudegi, það er aldrei neitt gott við mánudaga, það á að halda annan í hvíldardegi heilagan. Síðan hvenær fórum við að spila á mánudagskvöldum?

En já, nóg um það, einbeitum okkur að því sem skiptir máli, næsta leik. Þrátt fyrir að hinn ofur óhugnalega pirrandi Stoke leikur dragi mann aðeins niður þá er ekki hægt að segja annað en að það hefur verið ágætt run á liðinu undanfarið, Bolton var pakkað saman og Newcastle var slátrað á þeirra eigin heimavelli áður en harmleikurinn gegn Stoke átti sér stað. Við höfum bara einu sinni verið rændir öllum þremur stigunum í vetur og höfum ekki tapað fyrir Everton á Anfield í a.m.k.  síðustu fimm viðureignum. Þannig að já, maður verður nú að vera smá bjartsýnn fyrir morgundaginn. Gamla klisjan á auðvitað við að þetta er ekki venjulegur leikur og það skiptir virkilega engu máli hvar liðin eru í deildinni, Liverpool – Everton eru alltaf sérstakir leikir, oft líkt við bikarleiki………. getum kannski dæmt betur um það í lok vikunnar.

Úr okkar herbúðum hefur verið mikið að frétta undanfarið, slæmu fréttirnar eru um að Rafa vilji ekki semja og að Agger sé  hugsanlega að fara (sé hvorugt gerast), eins fór Benitez í þriðju aðgerðina vegna nýrnasteina en ætti að vera orðinn góður af því og því á bekknum á morgun.

Góðu fréttirnar eru þær að allir okkar menn eru til þjónustu reiðubúnir. Fyrir utan auðvitað Harry Kewell Degen og Insua sem er ennþá í einhverju fáránlega tímasettu krakkamóti. Það verður nú að teljast nokkuð jákvætt svona í janúar að skakkaföllin eru ekki meiri en þetta. Alonso er blessunarlega tilbúinn og endurheimtum við þar aðra af aðalástæðum þess að við unnum ekki Stoke um daginn (hin er sú að Kuyt spilaði frammi og kláraði leikinn). Fernando Torres hefur einnig fengið rúma viku til að ná sér af meiðslunum og ætti því að vera kominn á ágætis ról núna. Sama má segja um Skrtel sem virkaði frekar ryðgaður í síðasta leik.

Það er því ekkert létt verk að stilla upp líklegu byrjunarliði:

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carra – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera

Torres

Bekkur: Cavalieri, Keane, Hyypia, Dossena, Babel, Benayoun, El Zhar.

Ég er nokkuð viss um að Reina verði í markinu, annað er ég bara ekki mikið viss um. Ég vona að Arbeloa komi í hægri bakvörðinn þar sem Carra greyið er bara hreinlega ekki hægri bakvörður. Þetta er staða sem öskrað var á að þyrfti að bæta fyrir þetta tímabil og verður Degen því að teljast “örlítil” vonbrigði það sem af er. Arbeloa hefur verið fínn og bætt sig töluvert, en alls ekkert frammúrskarandi.

Hinu megin hafa vonbrigðin verið aðeins öðruvísi, nýji bakvörðurinn fékk vissulega að spila, og hann hefur verið í sama gæðaflokki og Josemi var, það eru rosaleg vonbrigði. Aurelio er svo alltaf meiddur og því ekki hægt að treysta á hann og Insua fer í krakkamót um leið og hefur unnið sé sæti í byrjunarliðinu, hann er samt lausnin held ég og líklegur til að verða besti vinstri bak hjá Liverpool í háa herrans tíð. Tippa á að brassinn byrji leikinn á morgun en yrði ekki hissa að sjá Dossena koma þarna inn.

Í miðvarðarstöðunni er fínt að geta sagt með hreinni samvisku að það geta 4 menn auðveldlega komið til greina í þessar tvær stöður. Ég efa að Agger sé að fara fet og mér finnst frábært að hafa alla þessa kappa loksins heila. Á morgun tippa ég á að Carra komi aftur í miðvörðinn og hafi Skrtel með sér.  Everton er afar stór leikur þegar kemur að Jamie Carragher og því finnst mér við hæfi að hafa hann í hjarta varnarinnar.

Á miðjunni verður Alonso bara að koma inn, hann er svipað mikilvægur Liverpool og tómastósa er pulsu með tómat og steiktum. Mascherano verður með honum og tekur indjána vörn á Cahill eða Arteta. Gerrard verður á sínum stað í holunni tippa ég á og vonandi með Torres fyrir framan sig, ef ekki hann þá Robbie Keane. Tippa á Riera vinstra megin og vona heitt og innilega að Everton verði ekki gefið þá forgjöf að hafa Kuyt upp á toppi, set hann á sinn stað, á hægri kannti.

Sterkt lið og sterkur bekkur. Í bikarleiknum gæti ég svo trúað að menn eins og Lucas, Babel, Keane og Agger fái meira áberandi hlutverk.

Mín spá: Síðast þegar þessi lið mættust á Anfield var það Torres sem kláraði þá á 7.mínútu. Leikurinn var í mars og setti okkur í góða stöðu gagnvart Everton….í baráttunni um 4. sætið. Miðað við allt of marga leiki á þessu tímabili virðist það vera akkurat það sem þarf. Torres er master lykillinn fyrir Liverpool líðið þegar kemur að því að klára leiki, sem annars enduðu  jafntefli ef notast væri við venjulega lykla. Hann skorar og skapar jafnframt mikið meira pláss fyrir meðspilara sína framar á vellinum.
Spái 2-0 á morgun, Torres og Alonso með mörkin í seinni hálfleik.

Babú

37 Comments

  1. Hvað meinarðu með að Kewell sé ekki heill ?
    Hann er ekki í Liverpool lengur.

  2. Sælir

    Þetta verður vesen, ef einhvern tímann er slæmur tími til að tapa fyrir Everton þá er það núna…þeir mæta dýrvitlausir í þennan leik, að vinna á Anfield og að gera okkur skráveifu í toppbaráttunni yrði þeim ómetanlegt.

    En, þrátt fyrir þetta er klassamunur á þessum liðum, sérstaklega ef torres er orðinn fullkomlega heill, hann og Gerrard redda þessu (eins og oft áður).

    (Nr 1, tel að upphitunarhöfundur hafi nú einfaldlega verið að líkja Degen við hinn stórfenglega Kewell)

  3. flott upphitun babú, vel gert.

    ég er sammála með byrjunarliðið, vona að það verði nákvæmlega svona. þessi leikur verður HÖRKUleikur!

  4. Já “Babu” hvað ég vona að þessi spá þín rætist. Ég hef sjaldan verið jafn stressaður fyrir Liverpool leik eins og þennan gegn Everton. Ég meina Liverpool liðið þarf að fara senda skilaboð. Eftir þetta jafntefli við Stoke þá þurfum við að girða okkur í brók og taka þennan leik sannfærandi og með því að halda hreinu. Guð má vita hvað Rafa hugsar og eins og oft hefur verið rætt hérna þá sér hann alla leikmenn á æfingum á hverjum degi og sér hverjir eru klárir í hvert verkefni fyrir sig. Ég vil bara sjá meiri greddu í okkar menn. Á móti Stoke vantaði allt hungur í liðið, vantaði alla hugmyndasmíð í sóknarleiknum og þá sérstaklega vantaði það að knattspyrnustjórinn hafi verið með “kúlur” til að breyta liðinu og sækja meira fram á við. Koma svo drengir, treystum á strákana okkar og klárum Everton á morgun.

  5. Ég er sammála þér með byrjunarliðið og verður gaman að sjá loksins Torres og Gerrard saman inná vellinum.

  6. Glæsileg upphitun og kemur manni í gírinn fyrir leikinn.

    Gaman að þú skulir smygla Kewell þarna með einnig 🙂

    Ég er þess fullviss um að við vinnum á morgun þar sem við erum einfaldlega með betra lið! Torres og Gerrard sýna það af hverju þeir eru bestu knattspyrnumenn Bretlandseyja með að skora sitt hvort markið.

    Áfram Liverpool.

  7. Ég efa að það sé einhver Degen í Liverpool, Kewell var orðinn svo leiður á öllum pirringnum vegna meiðslana sinna að hann breytti um nafn. Kallar sig núna P.Degen og er áfram á sínum stað….á sjúkralistanum.

    Ef ekki þá eru þetta í það minnsta afar svipaðir leikmenn.
    (annars var nú FHS með þetta, enda engin , á milli í nafninu)

  8. Ég vil sjá Rafa Benitez vera óhræddari við að sækja sigur í leikjum eins og á móti Stoke. Stoke ógnaði aldrei af viti nema með loftárásum úr föstum leikatriðum og innköstum. Senda fleiri í sóknina og ná þessi fokking þrjú stig!

    Eins og við höfum séð Ferguson gera undanfarið, á móti Sunderland, Stoke og nú síðast Bolton, ef að það vantar mark þá fara allir framar á völlinn og Evans er einn eftir að sjá um vörnina. Ég vil sjá svona áhættur!

  9. Ég held að það sé ekki gott að setja Skrtel beint inn í þennan leik,hann virkaði ekki mjög sannfærandi á móti Stoke,svo frekar Agger eða Hypia með Charrager . Kyuit má svo allveg byrja einu sinni á bekknum því að ef öll þrjú stigin eiga að nást þarf að spila 4 4 2 með Torres og Kean frammi og þá fer Gerrard á miðjuna með Alonso og Torrtímandanum og Riera , þá er ekkert pláss fyrir Kyuit.
    En annars held ég að’ þessi leikur vinnist nokkuð auðveldlega vegna þess að Liverpool er alltaf tíu sinnum betra en blánebbarnir.

  10. Ánægður með þetta og þakka svo sannarlega vel fyrir ef að þessu spá þín rætist! Annars væri það alveg til að toppa allt ef að Stebbi G setur einn screamer af 25.metrum!!!

  11. Sælir félagar
    Góð upphitun hjá Babu og engu við hana að bæta í sjálfu sér. Og þar sem ég er pennalatur vil ég bara benda á það sem Stefán J #8 skrifar. það er eins og talað út úr mínu hjarta.
    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Stefán J. Því miður það er ekki að fara gerast hjá Benitez Jafntefli er sama sem sigur hjá honum. hann er svo mikið í tölfræðinni og er að reyna að hafa sem fæst töp á henni svo hann líti vel út karlinn, hann má nú eiga það hann er að gera gott mót í tölfræðinni.

  13. Beggi, þú fyrirgefur en ég verð bara að lýsa frati á þessi ummæli þín. Ef þú varst að reyna að vera fyndinn tókst það ekki. Ef þér var alvara með þessum skotum á Benítez veit ég ekki hvort þér er viðbjargandi.

    Það er hægt að gagnrýna Benítez fyrir ýmislegt varðandi það hvernig hann reynir að vinna leikina, en eitt er alveg á hreinu og það er að hann er alveg örugglega ekki að leggja upp með jafntefli gegn liðum eins og Stoke, Bolton og álíka. Við getum gagnrýnt hann fyrir íhaldssemi í innáskiptingum eða skort á ævintýramennsku gegn minni liðunum en ekki ljúga því upp á hann að hann sé bara að hugsa um að ná jafnteflum á útivelli þótt illa takist til í eitt eða tvö skipti.

    Það er einfaldlega ekki hægt að ræða kosti og/eða galla Benítez við menn sem ekki nenna að gera það á vitsmunalegum forsendum.

    Annars, góð upphitun Babú. Ég er spenntur fyrir þessum leik og vona að okkar menn nái að innbyrða sigur sem væri mikilvægari en allt. Við bara verðum að innbyrða toppsætið á nýjan leik og halda uppi pressunni á United. Ég efast ekki um að Benítez sækir til sigurs á morgun og vona að það gangi eftir.

  14. Flottur babú eins og alltaf, þetta verður svakaleikur á morgun sem endar 2-1 fyrir lfc.
    Um markaskorara þori ég ekki að spá um, enda hef ég sjaldan rétt fyrir mig í þeim málum. Hefur maðurinn að austan einhvert nafn eða er hann bara ónefndur starfsmaður á fm957? 🙂 Það væri gaman að fá nafn fyrir þá sem ekki vita hver hann er. 🙂 Annas er þessa pælingar mínar aukaatriði.
    Koma svo liverpool!.

  15. Ég held að sterkasta lið Liverpool í dag gæti verið með Gerrard á hægri kantinum, Keane í holunni, Riera vinstra megin og Torres fremstan. Gerrard sækir það mikið á miðjuna að hann er nánast í báðum stöðum hvort sem er…

    Þá gera Alonso og Mascherano spilað saman á miðjunni. Lýsi því hér með yfir að ég vilji sjá þessa uppstillingu á þessu tímabili! 🙂

  16. Ég held að þetta sé mikilvægasti leikur tímabilsins. Við erum alveg við toppinn en ef hann vinnst ekki gæti það breyst. Ég held það hefði of mikil sálfræðileg áhrif á liðið og þriðja sætið sígilda gæti þá orðið raunin.

  17. Það sem okkur vantr er að skora fleiri mörk, og ég tala nú ekki um á heimavelli, en nú er Torres kominn í gang og þá lagast þettað. Sammála með liðið, maður hefði viljað sjá Insun inná en það er ekki hægt núna og í næstu leikjum. Kuyt er ágætur á hægri kanti, en er Pennant verri en hann? Koma svo LIVERPOOL tætum og trillum eða þannig. 2 eða 3 -0.

  18. Flott upphitun Babú.
    Ég reyndar hef bara áhyggjur af einu, það er hvernig miðjan okkar dílar við slagsmálin sem fylgja Cahill og félögum. Javier Mascherano hefur átt afleitan vetur og ég viðurkenni alveg að ég hef talsverðar áhyggjur af því!
    Everton hefur verið að gera verulega gott mót að undanförnu, hafa unnið fjóra leiki af síðustu fimm og ekki fengið á sig mark síðan 7.desember, nokkuð sem telur 6 leiki. Þess vegna er þetta fantaerfiður leikur sem við erum að fara að spila og morgunljóst að við þurfum að eiga góðan dag til að vinna okkar blámennina.
    Verst finnst mér svo að heyra það að vinalegur rígur milli þessa liða er nú uppfullur af heift og hatri, nokkuð sem lýsir kannski ágætlega breytingunum á umgjörð fótboltans síðustu árin. Á deildarbikarúrslitum 1984 sungu þessir aðdáendur saman “Merseyside” lungan úr tveimur leikjum, en að undanförnu hafa svívirðingar, t.d. á dóttur SG, verið helstu söngvarnir.
    En ég tippa á 2-1 sigur í rosalegum leik. Erfiðum!

  19. Þetta verður erfiður leikur, en skemmtilegur ég vildi vera á Anfield og upplifa stemminguina. Ég vona að okkar menn hafi þetta 3-1.

    ÁFRAM LIVERPOOL ÞIÐ ERUÐ OG VERÐI ALLTAF BESTIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  20. Flott upphitun, akkurat tad sem madur tarf svona til ad lita a bjortu hlidarnar. Eg er alveg sammala ter med byrjunarlidid, en einsog madur veit alltad getur madur aldrei treyst a rafa ad stilla upp lidi sem madur vill sja. En tad eina sem eg vill ekki sja er kuyt einan frammi.
    En eg aetla ad spa 2-0 fyrir liverpool. Torres med eitt i fyrri halfleik, og babel med eitt i uppbotartima.

  21. Ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur svo lengi sem benajún sé í úlpu á tréverkinu og komi ekkert inná. Kuyt má vera á kantinum og djöflast þar en væri samt til í að sjá Babel prófa einn leik hægra megin.

  22. Verð bara að þakka fyrir skrifin… Endilega meira af svona skrifuðum greinum…

  23. Úff..gameday. Við VERÐUM VERÐUM VERÐUM að vinna þennan leik, svo einfalt er það. Vil sjá Agger spila og svo verður Xabi að koma inn og Torres að byrja tímabilið almennilega, þá gengur þetta upp.

    Koma svo!!

  24. Ef Torres getur ekki spilað heilan leik, þá er betra að hann byrji inná, ekki að koma þegar að 20 mín eru eftir, eins og í stoke leiknum KOMA SVOOOOOooooo

    • Eg er alveg sammala ter med byrjunarlidid, en einsog madur veit alltad getur madur aldrei treyst a rafa ad stilla upp lidi sem madur vill sja. En tad eina sem eg vill ekki sja er kuyt einan frammi.

    Tek svosem undir þetta en árétta að þetta er það lið sem ég held að Rafa stilli upp á morgun, ekki endilega mitt óska lið.

    Það væri líklega eins og Hjalti (nr.15) stillir því upp og helst með Agger í því.

  25. Ef Torres getur spilað þennan leik þá á hann að byrja inná, ekki koma inná til að redda einhverju í restina – byrja leikinn og taka hann þá frekar fyrr útaf ef þess gerist þörf.

    Ég held að það sé nokkuð öruggt hvernig liðið verður …. í svona leikjum vill Rafa hafa Masch og Alonso á miðjunni, Kuyt á kanntinum, Gerrard í holunni og Torres frammi (ef tilbúin).

    Það er helst spurning um hvort að Arbeloa verði hent beint í byrjunarliðið, hvort að Skrtel sé búin að henda Agger á bekkinn og hvort að það verði Riera á vinstri kanntinum.

    Ég er svolítið smeykur fyrir þennan leik, okkar menn hafa virkað taugastrekstir á Anfield það sem af er leiktíðar – og ég held að það sé ekki minna núna með’ Utd á toppnum og að öll efstu liðin unnu sína leiki…
    Ég ætla að spá þessum leik 0-0 þar sem við sköpum okkur helmingi fleiri færi en gegn Stoke, tvö talsins -.-

  26. Ég borða nú pulsu með öllu nema tómatsósu.. En verð samt að segja að ég vil ekki sjá liðsuppstillinguna í kvöld án Alonso..

  27. góð upphitun hjá þér Babúúúú

    …er samt kominn með ræpu af stressi fyrir þennan leik.

  28. Ég ætla að vera kröfuharður og fara fram á 3-0 sigur í kvöld á Everton. Skorum þrjú mörk, höldum hreinu og umfram allt sendum skilaboð til hinna liðanna. VIÐ ÆTLUM OKKUR AÐ BERJAST UM TOPPSÆTIÐ TIL ENDA. Torres og Gerrard skora í kvöld, þriðja verður eflaust sjálfsmark :0)

  29. þetta verður hörkuleikur það er ljóst. Er samt skíthræddur við að þetta endi í steindauðu 0-0 jafntefli. Everton eru það sterkir varnarlega að sóknarleikur okkar þarf að vera extra góður sem hann hefur því miður ekki verið hingað til.Kristjan Atli þú ferð alveg í flækju ef menn voga sér að gagnrýna hr Benitez fyrir að reyna frekar að hanga á jafnteflum (sjáðu öll 0-0 jafnteflin) en sækja sigra þetta er nákvæmlega málið. Stokeleikurinn er nákvæmlega sönnun þess og hægt er að taka fleiri dæmi hversu mikla áherslu er lögð á að tapa alls ekki stiginu. Fín skýrsla babu fyrir utan þá verstu málfarsvillu sem sést hefur á þessari síðu að mínum meðtöldum orðið pulsa!!!!!!!!! arg þetta er pylsa og ekkert annað, efa það að þú kallir litla fermingarbróðir þinn tuppi.
    Áfram Liverpool

    • Fín skýrsla babu fyrir utan þá verstu málfarsvillu sem sést hefur á þessari síðu að mínum meðtöldum orðið pulsa!!!!!!!!! arg þetta er pylsa og ekkert annað, efa það að þú kallir litla fermingarbróðir þinn tuppi.

    Þetta er einhver sú mesta arga vitleysa sem ég hef heyrt!!

    Það var fullkomlega viljandi pulsa þarna. Sunnlendingar borða pulsu, ekki pylsu.

    Það skal vera alveg á hreinu 😉

  30. Ég ætla ekki að vera leiðinlegur en mér er í alveg svakalegum 0-0 fíling fyrir þennan leik. Vonandi hef ég kolrangt fyrir mér.

  31. Ég hef fulla trú á okkar mönnum í kvöld. Tökum þetta 2-0, Torres setur hann og Gerrard tryggir þetta síðla leiks. Koma svo drengir, sýnið karakter og refsið þessum kórdrengjum í bláu.

  32. Ég held að leikurinn á eftir skipti öllu máli, ef við klúðrum honum þá er voðinn vís, að sama skapi ef hann vinnst þá held ég að við séum nokkuð góðir allavega framm að Man utd leiknum

  33. The Reds XI in full is: Reina, Carragher, Hyypia, Skrtel, Aurelio, Alonso, Gerrard, Riera, Kuyt, Keane, Torres. Subs: Cavalieri, Dossena, Arbeloa, Mascherano, Babel, Lucas, Benayoun.

Torres um Kaká geðveikina

Liðið komið!