Samningavandamál!

Eftir margra mánuða vinnu hefur enn einn möguleikinn á neikvæðri umfjöllun litið dagsins ljós!

Um allan netheiminn birtist nú frétt sem kemur fyrst frá Liverpool Echo þar sem Rafa Benitez hefur neitað nýjum samningi við Liverpool.

Aðalástæðan er sú að hann vill losna við að bera leikmannakaup undir Rick Parry, vill fá budget frá eigendunum og ráða sjálfur hvaða menn hann kaupir og á hvaða launum.

Algerlega ljóst að enn einu sinni er búið að brjóta Liverpoolhefðir og nú er það Rafa sem stekkur fram í viðtölum til að hreinsa skítugan þvott! Ég er verulega ósáttur við þetta allt, skil alveg að menn séu ósammála, en það að fara með ágreininginn í blöðin er versta leið í heimi.

Hvað þá í þeirri stöðu sem liðið er í deildinni OG á leiðinni í tvo leiki við Everton!!!

Hvenær skyldi líða tímabil sem snýst bara um fótbolta á Anfield!? Ands*****

38 Comments

  1. Maður vonar bara að þetta rugl allt saman fari ekki að hafa áhrif á liðið, en það vill verða þannig ef það er óviss hver er og verður stjórinn.

  2. Ég á ekki aukatekið andskotans orð……………………. Hvenær endar þessi andskotans farsi. Ég farinn að hallast að því að Benitez sé agalegur þrákálfur. Ekki til að fegra hlut hinna, en þetta helvítis dagblaða rugl Benna nær engri helvítis átt.

    Klárið málið á skriftofunni, ekki í blöðunum

  3. Ég er nú bara hættur að bera sama traust til Echo og áður. Um daginn kom svipuð frétt um samningamálin og þá átti það að vera peningahlið samningsins en svo kom Benitez og leiðrétti það nokkru síðar. Sú leiðrétting var einnig birt í Echo.
    Nú í dag birtist þessi grein í Echo um önnur vandamál og nokkrum tímum síðar birtist grein á mbl þar sem Rafa neitar þessum sögum. Ég ætla ekki að bera saman áreiðanleika mbl og Echo hérna en það kæmi mér ékkert á óvar að sjá Echo draga þessa grein til baka innan fárra daga……ég vona það amk.

    YNWA

  4. En og aftur er verið að beina athygglinni frá leikmönnunum og láta slúðurblöðin skrifa um illdeilur Rafa við stjórnina en eitt árið.Þótt þetta komi fyrst frá Liverpool Echo,þá skylst mér að það sé 100% Liverpool blað og því ekkert mál að fá ritstjóranna þar á bæ til að spinna smá sögu fyrir hin blöðin á englandi,sem gleypa þetta hrátt fyrst þetta kemur frá þeim og byrja að rita bull og vitleysu um þessa “deilu” og einbeita sér minna að liðinnu sjálfu.Sá ekki betur en Rafa og Parry hafi setið hlið við hlið í síðustu 3 leikjum og virtust bara annsi sáttir við hvorn annann…Kallast þetta ekki á englandi blaðatrykk 101 ala Mr ferguson??

  5. Ég verð að segja það að ég treysti Benítez fullkomlega fyrir leikmannakaupunum, en Parry treysti ég ekki. Afhverju er ekki fyrir löngu búið að skipta þeim manni út fyrir yngri. Ég held að svona löng stjórnarseta sé aldrei af hinu góða. Mikið betra að skipta reglulega. Benítez hitti naglann á höfuðið um daginn þegar hann benti á að Liverpool er meðal sögufrægustu liðum í heimi og eiga adáendaklúbba í 180+ löndum(ef ég man rétt), en af hverju geta þeir ekki selt eins mikin varning og Real Madrid og Man. utd. hann vildi meina að það væri ekki haldið rétt á spöðunum markaðssetningu og svo framvegis…en hvað varðar þessar nýjustu fréttir þá hef ég ekki góða tilfinningu fyrir þeim, Benítez lenti upp á kannt við stjórn Valencia af sömu ástæðum. sem sagt hann vildi hafa meiri stjórn á leikmannakaupum……….YNWA

  6. Ég skil nú alveg að Rafa hafni samningi sem hann telur ekki nógu góðann,hann er ábyggilega kominn með upp í háls af Parry .Rafa er maður sem tekur starf sitt alvarlega og ætlast til atvinnumennsku á öllum sviðum LFC og hefur sýnt það oft að hann losar sig við menn sem vilja ekki vinna á hans forsendum sem ætti jú að vera réttur hvers stjóra. Parry er núna síðasti maðurinn sem hann vill í burtu og hann virðist vera tilbúinn að fórna stólnum sínum ef ekki verður gengið að þessari kröfu hans og það finnst mér vera merki um áhættu sem hann telur sig þurfa að taka ef hann á að halda áfram með klúbbinn. Við vitum allir sem erum eldri en tveggja ára að Perry hefur með seina gangi og oft á tíðum ófaglegum vinnubrögðum komið í veg fyrir að liðið fengi þá leikmenn sem Rafa hefur talið sig þurfa og á því er hann orðinn þreyttur og setur nú eigendonum úrslita kosti , tímasetningin gæti ekki verið betri þegar liðið trónir á toppnum og til alls líklegt.
    Ég segi því að þetta sé alls ekki slæmt fyrir Liverpool fc og þegar Parry fer þá losnar okkar ástkæra lið úr álögum og því ættu allir LFC fans að fagna.

  7. Er alveg sammála því að Parry ætti að fara og gríðarlega sáttur að sjá Hicks slá strax á umræðuna. Kemur kannski ekki á óvart því Hicks vill líka losna við Parry!
    En ég skil ekki alveg út af hverju Rafa kemur þessu í blöðin!
    En hvað er með Moggann??? Setja gamla frétt í gang um málið!!!

  8. Ef rétt er að Parry hafi ekki viljað kaupa Barry og selja Alonso veit ég með hverjum ég held í þessu máli.

  9. Kárinn 15#
    Hvar heyrðirdu að Parry hafi komið í veg fyrir kaupin á Barry og söluna á Alonso ?

  10. Ef þetta er rétt þá kann Rafa ekki grundvallaratriði í sálfræði. Svona mál leysa menn ekki í fjölmiðlum. Hugsið ykkur hvaða áhrif þetta rugl hefur á liðsheildina? Þjálfari í deilum við toppana og hugsanlega á leiðinni burt; leikmenn munu eiga erfitt með að einblína á fótbolta á næstunni. Þetta er svo víðáttuheimsk leið að mér er nær að halda að einhver í öðru liði hafi látið þetta leka (eða búið jafnvel til) og fjölmiðlar sleikja allt neikvætt upp og birta án þess að blikka auga. Samt óttast ég að þetta sé rétt. Þá erum við í djúpri skítaholu.

  11. Helgi, hefur þú ekkert fylgst með ummælum Rafa og Hicks?

    • Journalist: What’s your message to any Liverpool fans out there?

    Hicks: They should relax – Rafa is going to be manager of Liverpool for the next five years and we’ll work through these little lawyer issues.

    • Rafa: “This is solely about being allowed to manage Liverpool Football Club to the best of my abilities as I see them.

    “I believe that this club has the potential to improve and I just want to be able to help this to happen.

    “I will continue to do my job as manager and concentrate on the thing that our fans want me to focus on – winning trophies for them.”

    Ég sé ekkert í þessum ummælum sem bendir til þess að við séum í djúpri skítaholu.

  12. Er ekki verið að búa til einhverja frétt, sem engin fótur er fyrir, sem margir fréttamenn eru frægir fyrir. Ef Parry er að skipta sér af, er það vegna þess að Liv eiga ekki pening fyrir þann sem Rafa vill kaupa, eða annig…..

  13. Þessi frétt (fréttir) er náttúrulega ekkert annað en snilldarlega skipulagður leikur af Benitez og Hicks til þess að reyna koma Parry út. Ef tíminn er ekki núna til þess að losna við þann apa út þá veit ég ekki hvenær.
    Benitez kemur með yfirlýsingu þar sem hann eiginlega segir að hann vilji Parry út og fáeinum sekúndum eftir það kemur Hicks og í raun og veru og bakkar hann upp.
    Núna finna Gillett og Parry hitann koma, því að aðdáendur eru ekki að fara missa stjórann sem er búinn að stýra Liverpool í toppsætið í deildinni og enginn scouser er að fara stjóra fara sem nýbúinn er að pissa fram í Mr Ferrr -gú – sonnn

  14. Sammála síðasta ræðumanni. Ég held að þessar yfirlýsingar Benitez síðustu dagana séu partur af hannaðri atburðarrás sem er ætluð til að treysta kallinn í sessi og herða tök hans á stjórnun klúbbsins. Og ég er bara býsna sáttur við það.

  15. Parry er einn að þeim sem eru áskrifendur af laununum sínum, og er ekki að gera neitt sem skiptir engu máli. Hann má alveg fara, ekki verður liðið verra við það. Rafa getur alveg séð um þettað. Koma svo LIVERPOOL. 😉

  16. Þetta tengist þessu ekki neitt en…

    Mér finnst að
    Benitez ætti að leyfa Pennant spila nokkra leiki áður en maður selur hann.
    Hver man ekki eftir góðu sendingunum hjá honum. Þetta er eini góði gaurinn sem spilar á hægri kant. Væri rosalega til að sja liðið einu sinni svona:

            Reina
    

    Arbeloa – Carragher- Agger(Skrtel) – Insua
    Penannt – Gerrard – Alonso – Riera
    Torres – Keane

  17. Hafliði, heldur þú að Pennant sé að neita þeim útaf því að hann vilji endilega berjast um sæti í liðinu hjá Liverpool ?
    Hann er að neita þeim svo að hann geti farið frítt í sumar og hirt alla peningana sjálfur.

    Það á annað hvort að reyna að þvinga hann í burtu eins og Benitez hefur gert eða hótað að spila honum þannig að samingurinn hans framlengist um 1 ár í viðbót og þá verður hann að vera í varaliðinu í ár í viðbót.

  18. Reynir Þ., takk fyrir að pósta þessum tengli hérna. Það var mjög fróðlegt að lesa þetta og ef þetta er allt satt veitir þetta mikla innsýn í stöðuna á bak við tjöldin í klúbbnum núna. Mæli með að menn lesi þetta áður en þeir tjá sig um samningsmál Rafa.

  19. Þakka Reyni Þ. kærlega fyrir tengilinn. Er sammála Kristjáni Atla í að þetta mál teygir anga sína mun víðar en við höfum sennilega gert okkur grein fyrir áður.

    Í framhaldi af þessari lesningu, fór ég að láta mér detta í hug hvernig skipuritið hjá Liverpool liti út – ætli Parry standi virkilega í veginum fyrir uppbyggingu liðsins með því að vera til staðar á OF mörgum sviðum?

  20. Já Ásmundur ég held það bara, ég ætla ekki öllum að vera peningagráðugir eiginhagsmunaseggir.
    En þér er auðvitað velkomið að vera á þeirri skoðun.

  21. Fokking Man Utd stal sigrinum á 90mín eftir skallamark hjá Berbatov!!!!

    Týpiskur Manshitter sigur!

  22. Helvítis fokkíng fokk, á ágætlega við á þessari stundu.

    Carl Berg

  23. Ég ætla ekki að hugsa um fótbolta næstu 2 dagana. Man Utd vinnur dæmigerðan 90. mínútu sigur og Chelsea líka. Þeir gera það sem þarf að gera. Heppnin er með þeim góðu. En við? Liverpool getur ekki einu sinni samið við þjálfarann sinn án þess að vera með hávaða í fjölmiðlum. Nú er kominn tími til að bölva. Eru álög yfir Liverpool borg?

Meiri tölfræði

Torres um Kaká geðveikina