Us and Them

15jan2009

Og þá voru tvö lið eftir.

Við höfum öll séð í hvaða veseni Arsenal hafa verið í vetur og það er eiginlega langt síðan ljóst varð að þeir yrðu ekki með í baráttunni um titilinn þetta árið, heldur myndu berjast við Aston Villa (og hugsanlega Everton) um fjórða sætið í deildinni. Chelsea hins vegar leiddu hópinn framan af hausti en eftir að við fórum fram úr þeim einhvern tímann í október/nóvember hafa þeir misst flugið og virðast vera í allsherjar krísu núna (Drogba-rifrildi, meiðsli, Scolari undir pressu, o.sv.frv.).

Sem þýðir að titilbaráttan vorið 2009 mun, að mínu mati, standa á milli Liverpool og Manchester United. Eða öllu heldur, það er undir okkar mönnum komið að hindra United-liðið í að vinna sinn þriðja titil í röð. Ef við gerum það ekki gera það engir aðrir.

Eftir sigur United á Wigan í gær eru þeir tveimur stigum á eftir okkur og með leik til góða. Sá leikur er á heimavelli gegn Fulham í febrúar. Hins vegar, þar sem þeir leika gegn Bolton úti n.k. laugardag en við ekki fyrr en á mánudag gegn Everton, gæti sú staða verið komin upp þegar nágrannaslagurinn hefst að okkar menn séu þegar farnir að elta United í töflunni, eftir að hafa leitt deildina í næstum því tvo mánuði.

Ég held að möguleikar okkar manna á titli í vor séu talsverðir, í öllu falli meiri en þeir hafa verið í hjartnær tvo áratugi. Okkar möguleikar felast einna helst í þrennu sem þarf helst öll að ganga upp:

1 – Okkar menn missa ekki dampinn og halda uppi sama gengi og hefur verið hingað til í deildinni.
2 – Fernando Torres kemur af krafti inn eins og hann gerði á sama tíma í fyrra.
3 – Fáránlega erfitt leikjaprógram United í janúar og febrúar verður til þess að þeir tapi stigum í deildinni.

Ég óttast að ef United nái að lifa af leikjaprógrammið sem þeir hafa skapað sér næstu vikurnar og halda áfram að hala inn þrjú stigin í deildarleikjum verði þeir illstöðvanlegir, séu þeir jafnir okkur eða jafnvel aðeins á undan þegar marsmánuður hefst. Við eigum líka eftir að fara á Old Trafford í deildinni og þið vitið að ef United-menn eiga séns á að gera útaf við okkur í þeim leik munu þeir gera það.

Þetta United-lið er sem sagt feiknasterkt. Ríkjandi Englands- og Evrópumeistarar og hafa núna ekki fengið á sig mark í einhverjar 900 mínútur í deildinni. Það er oft sagt að ef þú vilt verða bestur þurfirðu að sigra þá bestu og það á hvergi betur við en hér. United-menn eru ríkjandi meistarar og við vissum öll að þeir myndu aldrei gera Liverpool FC auðvelt fyrir að ætla að hirða þá stöðu. Það er því ljóst að okkar menn þurfa að fara erfiðu leiðina að titlinum í vor, eigi hann að nást. Við þurfum að hala inn fleiri stig en United í næstu sautján deildarleikjum, og við þurfum sennilega að lifa af á Old Trafford í mars.

Auðvitað er þetta allt bara gleðiefni. Það kann að pirra suma að sjá United ógna okkur en ef menn skoða þetta aðeins blákalt hlýtur að vera hægt að gleðjast yfir því að liðið sé allavega með í titilbaráttunni þetta árið. Eftir að hafa ekki verið boðið í partýið í tæp tuttugu ár er ég glaður að fá boðskort í ár, þótt ég sé bara dansandi í anddyrinu. Auðvitað viljum við vinna dolluna, og auðvitað viljum við alls ekki að United-menn vinni sinn 18. titil í vor, en þangað til það kemur í ljós hver hefur betur að lokum getum við allavega notið þess að vera með.

United geta unnið 18. titil sinn í vor og það virðist vera að aðeins Liverpool – liðinu sem stendur ógn af titlasöfnun United – geti stöðvað þá. Erum við að tala um æsilegasta endasprett í sögu Úrvalsdeildarinnar? Það hlýtur allavega að vera einhver ástæða fyrir því að ég er búinn að vera að raula Us and Them undanfarna daga …

31 Comments

  1. Hjartanlega sammála KAR!
    Við erum eina liðið sem mögulega getur stöðvað United. Það er mitt mat núna eins og síðustu tvo mánuði. Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að við stöndumst ekki alla pressuna, en við erum massívasti andstæðingur United.
    Arsenal alltof sveiflukenndir og alveg ljóst að ekkert jafnvægi er í kringum Chelsea liðið.
    Algerlega rökrétt nr. 1, 2 og 3. Ef það gengur eftir vinnum við!!!
    EKKERT VÆL! Bara trúa…

  2. Kem United megin frá þessu og er alveg sammála…nema: “Fáranlega erfitt leikjaprógram United í janúar og febrúar”?? Hef séð það erfiðara en þetta:

    14.jan. Wigan H
    17.jan. Bolton A
    27.jan. West Brom A
    2.feb. Everton H
    8.feb. West Ham A
    17.feb. Fulham H
    21.feb. Blackburn H
    28.feb. Portsmouth H
    4.mar. Newcastle A
    Reyndar bætist þarna Derby 20. jan í Carling og Inter 24 feb í Evrópu og hugsanlega úrslit í Carling 3. mars, en aftur, ha?? Var einmitt að skoða þetta í vikunni og hugsa að þarna hreinlega yrðum við (United) að hala inn meira eða minna öllum stigum til að vera með í baráttunni. Næsti deildarleikur á eftir þessum er svo auðvitað Liverpool á Old Trafford.
    Það er viðurstyggilega spennandi að það sé Liverpool sem við erum að berjast við, og ég hugsa þá hugsun ekkert til enda að…
    En það var eins og einhver blaðasnápur skrifaði um daginn eftir jafnteflið ykkar við Stoke: “Hvernig er það, langar engan til að vinna þessa deild?” Öll liðin hafa verið svaka sveiflukennd og það er nóg eftir enn.
    P.s. vona þetta formattist rétt hjá mér , vinsamlega laga ef svo er ekki.

  3. Björn, ég meinti ekki að gæði andstæðinganna gerðu prógrammið erfitt heldur það hversu margir leikirnir eru. Horfðu á dagsetningarnar. Þetta er hrikalega þétt dagskrá og eftir ferðalagið til Japan í desember hlýtur þreytan einhvern tímann að fara að setja til sín. Og þá er einmitt hætt við að menn tapi stigum með jafnteflum og/eða stöku tapi gegn lakari liðum. Það er það sem ég er að meina.

    Við sjáum til. 😉

  4. Sammála Birni með þetta.“Hvernig er það, langar engan til að vinna þessa deild?”

    Við höfum alltof oft tapað stigum í vetur í leikjum sem á að vera búið að klára!!!!
    Er þar best að nefna leiki á Anfield við Stoke, Fulham og Hull þar sem við áttum þá leiki en óskiljanlega komum ekki boltanum í netið og svo tapið á móti Tottenham þar sem við áttum að vera komnir í 3-0 þaður en þeir skoruðu.. þarna er bara hægt að sjá 9 stig töpuð….auðvita er alltaf hægt að telja svona til baka og segja líka EF Torres hafi verið á lífi þá værum við langt á undan.. En nú er Torres með og ekkert sem seigir að við förum ekki að klára þessa leiki núna þar sem við erum komnir með alvöru striker…Nú fer maður að sjá fram á æsispennandi lokaslag milli þessara liða.. En ég verð að benda Birni á eitt, þó að liðin séu kannski ekki ýkja sterk á pappír þá er strembið prógramm hjá United næstu 2 mánuði..Þeir hafa rétt verið að kára síðustu leiki 1-0(fyrir utan Chelsea) og sumir af þessum leikjum alveg getað dottið í jafnteli… Svo er bara Áfram Liverpool og taka dolluna!!

  5. Ég verð að viðurkenna það blákallt að mér finnst og hefur fundist allt þetta ár að United sé lang líklegast til að taka þessa dós í vor, þeir hafa rosa vörn sem inniheldur bakverði sem eru nokkrum klössum fyrir ofan okkar, liðið er bara hætt að fá á sig mark.
    Frammi hafa þeir svo tveimur 20-30 m.p. frammherjum fleira en við og það telur, sérstaklega gegn litlum liðum, sem þeir klára nánast alltaf meðan við klúðrum niður í jafntefli. Þeir hafa Tevez, Berbatov, Rooney og Ronaldo frammi meðan við höfum Torres, Keane og Kuyt….og notum Kuyt þegar Torres meiðist. Munurinn á þessu er að United vinnur leiki eins og Wigan í gær á meðan við hefðu pottþétt gert jafntefli við þá……..og reynt að líta á það sem jákvæðan hlut.

    Ég er alls ekki að segja að það sé útilokað að við náum að halda í við þá og jafnvel verður almættið aðeins með okkur og United fer aðeins að fatast þetta svaka flug sem þeir eru á, ég bara sé það ekki í bráð.

    Á hinn bóginn er ég langt í frá búinn að afskrifa Chelsea, í janúar…glætan. Þeir eru 4.stigum á eftir okkur!! Sama á eiginlega við um Arsenal, ég afskrifa ekki lið frá Wenger í janúar, en ég sé ekki hvernig þeir eiga að ná öllum þremur liðunum sem eru fyrir ofan sig….en munurinn er bara 8-9 stig.

    United eru lang líklegastir, en Chelsea og Liverpool geta alveg staðist þeim snúning ef allt sem getur gengið upp hjá United hættir að ganga upp hjá þeim, Chelsea klúðraði t.a.m. gullnu tækifæri listilega gegn United og átti sinn versta leik síðan Roman tók við þeim.

    Eftir sem áður vildi ég óska þess að titilbarátta, vor, maí o.s.frv. væri bannorð á Melwood og Anfield, það er Everton næst og það er það eina sem við ættum að vera spá í.

  6. Tja, Japan gæti vel setið aðeins í okkur en annars er það bara Derby í Carling og svo Fulham þar sem Liverpool á ekki leik á sama eða næsta degi við. Ekki að ykkar prógram sé miklum mun erfiðara en þar er þó Everton og Chelsea heima og Pompey úti, þannig ég ætla aðeins að leyfa mér að vera bjartsýnni á næstu tvo mánuði en þú 🙂
    En þetta gæti amk ekkert verið mikið meira spennandi.

  7. Hættum að rifja upp fortíðina. Þessi deild er geysilega spennandi og hefur ekki verið það í manna minnum. Hinsvegar þá er þetta allt í höndum Liverpool manna ennþá. Liverpool hafa verið að spila betur og taka inn fleiri stig á seinni hluta tímabilsins og vonandi heldur það bara áfram. Ég hef ekki áhyggjur af því að tapa á Old Trafford heldur hef ég áhyggjur af því að næstu jafntefli verði á móti Arsenal heima og Chelsea heima og þar eru bara fjögur stig farin í súginn. Ef Liverpool ætlar sér að vera í toppslagnum fram til loka þá mega þeir ekki og ég ítreka MEGA EKKI misstíga sig neitt. Þetta eru kröfur ég veit það en á meðan Utd er að spila svona vel og ná þó að klára sína leiki með einu marki þá verðum við bara að performera. Ég ætla rétt að vona að Benitez stilli upp okkar sterkasta sóknarliði á móti Everton á mánudaginn. Við verðum að fara skora og senda skilaboð á önnur lið. Við gerðum það ekki um síðustu helgi.

  8. ALONSO HANDS REDS DERBY BOOST
    Xabi Alonso today declared himself fit to face Everton in the first of next week’s Merseyside derbies on Monday.

    glæsilegt, sást gegn stoke hvað hann er buinn að vera mikilvægur a þessu timabili…

  9. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja afhverju í fjáranum við ættum
    A – að selja Agger
    B – að selja Agger í janúar þegar við erum í fullu fjöri í öllum þeim keppnum sem skipta máli.

    Þetta myndi veikja vörnina töluvert og yrði einnig nokkuð áfall þar sem maður lítur á Agger sem framtíðarleikmann í hjarta varnarinnar. Eins er ekki hlaupið að því að finna nýjan Agger á nóinu og nýr miðvörður þarf alltaf sinn aðlögunartíma. Ég bara trúi ekki að við ætlum að selja Agger núna í janúar.

  10. Hvaða bull er þetta ?? Af hverju að selja Agger ?? Ég hélt að hann og Skretel væru framtíðar miðvarðarparið hjá LFC

  11. Var að sjá þetta rétt í þessu. Agger er ekki að fara neitt.

    “While Agger has been busy doing rehabilitation work at Melwood his agent has been spotted holding talks with representatives of AC Milan in Italy.
    Per Steffersen was pictured having a lunch meeting with Milan’s sporting director Ariedo Braida and agent Rino Foschi at Giannino, a restaurant which is regularly used by officials of the Serie A club and which consistently attracts the attentions of paparazzi photographers.
    With Agger having entered the final 18-months of his current Liverpool deal and no sign on progress being made on contract talks there will inevitably be concern that his agent has held a meeting with one of Liverpool’s European rivals.
    Agger has consistently made it clear that he sees his future only at Anfield and sources in Denmark have indicated to the ECHO that the latest development is likely to amount to little more than posturing on Steffersen’s behalf.”

  12. Já það er vonandi að liðið okkar verði við eða á toppi deildarinnar þegar maí gengur í garð. Hins vegar hef ég sagt það allt tímabilið að manu og Celski séu líklegustu liðin til að vinna deildina ef við tökum mið að leikmannahópi þeirra. Manu sem vann deild og meistaradeild síðasta vor er með sama mannskap og þá nema þeir bættu við sig 30 milljón punda sóknarmanni (einum þeir besta í deildinni). Auðvitað hljóta þeir því að vera líklegastir til að vinna deildina. Hver man ekki eftir því hvernig þetta var hjá Liverpool í þá gömlu góðu þegar liðið vann deildina nánast ár eftir ár, þeir héldu sama mannaskap og keyptu svo 1 til 2 nýja leikmenn fyrir hvert tímabil. Svo varðandi Celski þá er liðið með leikmannahóp sem gæti myndað tvö topp lið í sterkustu deild í heimi. Þeir eru að fá Essien inn eftir löng meiðsli sem er þeirra lang besti miðjumaður. Það eina sem gæti komið í veg fyrir að þeir endi í 1 eða 2 sæti er lélegur andi í hópnum, sem virðist vera tilfellið í dag. Vonandi verðu það út tímabilið.

    Þannig að ef menn horfa svolítið raunsætt á hlutina sjá allir hversu gríðalegt afrek það yrði ef Liverpool næði að hampa deildartitli í lok þessarar leiktíðar. Ég hef trú á mínu liði en geri mér um leið grein fyrir því hversu mikill brattinn er.

    Kv
    Krizzi

  13. Krizzi…! Voðalega náðiru úr manni alla von… en líklega rétt hjá þér.
    Áfram Liv.

  14. Mér finnst alveg út í hött að afskrifa Chelsea á þessum tímapunkti. Eins og einhver sagði eru þeir að endurheimta Essien sem er nokkurs konar tvöfaldur Mascherano sem getur samt skorað mörk. Ef þeir kannski kaupa einn kantara í janúar eða þá að Malouda og Joe Cole fari að gera eitthvað af viti þá er allt hægt, ég meina Lampard þarf bara að skjóta boltanum í varnarmann og þá skorar hann mark.

    Ég verð að segja eins og er að á þessum tímapunkti myndi ég segja að það væru 65% líkur að Man Utd taki þetta, 20% að við tökum deildina, 10% að Chelsea hirði þetta og 5% að Arsenal hirði dolluna. En ég trúi á þessi 20%. Lykillinn að velgengni er að fá Torres og Keane almennilega í gang, halda Alonso í sama formi og hann hefur verið og fá Agger til að koma í vörnina og spila boltanum til miðju í stað fyrir að negla á markmann andstæðingana. Það er bara einn leikur sem við þurfum alltaf að vinna til að vera meistar, það er næsti leikur.

    Svo þarf Rafa að sjá að þegar við spilum gegn lakari liðum þar sem við þurfum að stjórna þá hefur maður ekki Kuyt einan uppi á topp, skamm Rafa.

  15. Lolli – Kuyt var einn frammi gegn Newcastle.
    Hvers vegna kvartaði enginn þá? Sömuleiðis hafa margir komið hingað og sagt að Mascherano og Lucas virki ekki saman á miðjunni. Þeir voru líka þar gegn Newcastle.
    Hvers vegna kvartaði enginn þá?

  16. Snorri, það koma kannski einn og einn leikur þar sem þetta smellur, segir líka eitthvað um gæði varnarleiks Newcastle.

    Annars sá ég ekki markið sem Kuyt skoraði gegn Newcastle

  17. Lolli segir:

    „Eins og einhver sagði eru þeir að endurheimta Essien sem er nokkurs konar tvöfaldur Mascherano sem getur samt skorað mörk.“

    Ha?! Essien er góður leikmaður, en tvöfaldur Mascherano? Sorrý, get ekki verið sammála því.

  18. Sammála Babu, maður þarf að vera ansi blindur til að telja Utd. ekki sigurstranglegasta.

    Það sem þarf að gerast fyrir okkur er:
    1) Torres tilbaka með sinnepið í afturendanum (okkur vantar X-factorinn framávið þar sem Benitez hefur ekki trú á Babel)
    2) CR7 flytur til Madrid í huganum og klárar ekki dæmið eins og í fyrra og hittífyrra.
    3) Leikjaprógram Man Utd. verður þeim að lokum ofviða (virðist loða við lið sem fara til Tokyo í desember)

  19. Essien er töluvert mörgum klössum á undan Mascherano sem knattspyrnumaður, alveg hægt að taka undir það.

  20. Nei Kjartan, Essien er kannski töluvert mörgum klössum ofar en Titus Bramle eða Paul McShane, en hann er ekki mörgum klössum ofar en Mascherano!

  21. Og ég tók tvo hundlélega knattspyrnumenn sem dæmi sem eiga samt eitt sameiginlegt og það er að hafa skorað á móti Liverpool, frábært!

  22. Essien er frábær leikmaður, það er engum blöðum um það að fletta. Mascha er líka hrikalega góður leikmaður, hann hefur bara ekki náð sér á strik í vetur, blákaldur sannleikur. En betri varnarmiðjumann er erfitt að fá því Mascha er snillingur í því. Vantar hinsvegar aðeins í sóknarhliðina hjá honum.

  23. þess vegna á ekki að nota hann gegn “slakari liðunum” nema þá kanski ef gerrard eða alonso eru með honum.

  24. nr17(Snorri) Það var Alonso sem spilaði með lucas en ekki mascherano og það hefur bara sést þegar Alonso er á miðjunni stjórnar hann miðjuni.
    Það sást greinilega á móti stoke að þegar Alonso er ekki með verður Gerrard að fara niður á miðju og reyna að stjórna miðjunni því það sést greinilega að hinir tveir saman eru bara of líkir leikmenn er ekki að ganga upp.

  25. ég er nú búinn að afskrifa arsenal en chelsea afskrifa ég ekki strax. þeir eru hreinlega með alltof sterkan leikmannahóp heldur en arsenal.

    lítið hægt að segja um þetta á þessum tímapunkti finnst mér, skýrist svolítið mikið eftir leikinn við chelsea á anfield sem ég er nokkuð confident á.

    en vááá hvað ég hlakka til að sjá derby leikinn á mánudaginn, sæller!!

  26. Ég held að Liverpool – Chelsea núna 1.feb verði ágætis prófsteinn fyrir okkur Liverpool menn. Þá geta Chelsea blandað sér í toppbaráttunna á ný með sigri.

    Mér finnst okkar menn líka vera að lenda í ágætlega erfiðu prógrammi núna í janúar. Everton er aldrei gefins, þótt við eigum að klára þá heima. Wigan úti er ekki jafn auðveldur leikur núna og venjulega.

    Leikjaálagið líka talsvert. Leikur næsta mánudag (Eve), svo sunnudag (Eve bikar), svo miðvikudag (Wigan úti), svo Chelsea heima á sunnudegi.

  27. Eru menn ekki að grínast með þessa Mascherano vs. Essien umræðu og tal um að Essien sé mörgum klössum ofar?
    Grasið virðist alltaf grænna hinum megin hjá sumum. Á sama tíma í fyrra voru fótboltaspekúlantar að spá í hvort Mascherano eða Cambiasso hjá Inter væri besti varnarmiðjumaður í heimi. Essien var ekki álitinn í þeirra hóp. Núna er Essien búinn að vera meiddur í mjög marga mánuði og hann er skyndilega mörgum klössum fyrir ofan Mascherano! 🙂

    Mascherano skilaði sér dauðþreyttum frá Ólympíuleikunum og hefur átt slakan fyrri hluta tímabilsins, eftir frábært ár í fyrra. Ég er alveg viss um að hann hefur fengið sína hvíld og mun stíga glæsilega upp núna seinni hlutann.
    Við eigum hann, Skrtel og Torres alveg inni á meðan annar hver byrjunarliðsmaður Man Utd er að hrynja niður úr meiðslum. Það má vel búast við enn meiri meiðslum hjá þeim miðað við leikjaprógrammið og þeir fara fyrr eða síðar að missa þessa 1-0 sigri niður í jafntefli.eða töp.
    Ef við vinnum Chelsea þá finnst mér ekki ólíklegt að við höfum 3-5 stiga forskot á Man Utd þegar kemur að leiknum á Old Trafford.

    Skulum síðan aðeins rifja upp hverslags monster leikmaður Mascherano er. http://www.youtube.com/watch?v=CbafAMsoCKo&NR=1
    Þarna sjást líka ýmsir sóknartaktar. Það sem er ógnvekjandi er að hann er bara 24ára og á enn eftir að bæta sig… 🙂

  28. Mascherano er frábær leikmaður en Essien er að mínu mati einn besti, ef ekki sá besti, varnarsinnaði miðjumaður í heiminum.

One Ping

  1. Pingback:

Smá tölfræði, sem vonandi kætir

Meiri tölfræði