Byrjunarliðið komið

Þá er komið í ljós hverjir hefja leik á Brittania Stadium í dag.

Það eru eftirtaldir:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Riera

Kuyt

Á bekknum: Cavalieri, Keane, Torres, Dossena, Babel, Plessis, El Zhar.

Sex breytingar frá því síðast, Agger tekinn út úr hóp og bæði Keane og Torres á bekknum! Enginn hafsent á bekknum, en Plessis í fyrsta skipti þar lengi.

Koma svo!!!

47 Comments

 1. Ég er ánægður með liðið að öllu leiti nema að ég skil ekki af hverju Kuyt er einn frammi. Miklu eðlilegra að hafa Torres eða Keane. En ég vona að Kuyt standi sig vel og að áhyggjur mínar séu óþarfar.

 2. einfalt. Kuyt er búinn að skora mikið meira en keane og torres var að koma inn úr meiðslum þannig að það er fullkomlega eðlilegt að hann láti hann ekki spila heilann leik.

 3. Ég var nú sammála nafna mínum Einari Erni í gær þegar hann sagðist elska Benitez, í dag tek ég það algerlega til baka. Á Kuyt homma klám af honum eða er þetta einhver sjúkur brandari??????

 4. Okey ég er smeykur núna. Skrtel kemur inn og okkar best spilandi miðvörður Agger ekki í hóp á móti liði sem pakkar eflaust?

  Mascherano tilgangslaus í þessum leik og slæmt að okkar besti maður í svona leik, Alonso, geti ekki spilað.

  Vonandi láta þeir mig éta þetta ofan í mig en miðað við svipaðar uppstillingar hér fyrr á tímabilinu erum við að sigla inn í leik þar sem hugmyndasnauður sóknarleikur verður í fyrirrúmi. Vonum ekki! 🙂

 5. Ok ég skal gefa þér þa Stafán Páll að ég var kannski að hafa of miklar áhyggjur, en ég fæ samt ekki betur séð en að Keane og Kuyt séu búnir að skora jafnmörg mörk (7 ) fyrir Liverpool á þessu tímabili. Það getur verið að ég sé að rugla eitthvað.

 6. Held að Kuyt sé settur upp á topp út af líkamsburðum, munum t.d. hvernig hann lék gegn Bolton úti. Ég er meira undrandi á því að Daniel Agger sé ekki í 18 manna hóp og viðurkenni alveg áhyggjur af því…

 7. Ég skil ekki það að hafa Keane á bekknum loks þegar hann er farinn að sýna einhver skref í rétta átt.

  Ætli að Agger sé í Milan að skrifa undir?

  Var að vona að Torres væri orðinn það góður að spila heilan leik en kannski tekur Rafa engar óþarfa áhættur enda völlurinn líklegast harður enda skítakuldi í Bretlandi.

  0-0 ætli að það sé líklegt?

 8. Fyndið á þessum link hjá Einari Erni að í top 11 eru fjórir fyrrverandi Liverpool menn og einn núverandi 🙂

  Og Kalli …. guð minn góður!!

 9. Hvernig stendur á því að allir leikmenn nema Kuyt þurfa á hvíld að halda. Maðurinn nánast búinn að spila hverja einustu mínútu í deildinni. Hefði viljað sjá Keane byggja ofan á sjálfstraustið sem komið var í hann í jólafríinu.
  Set einnig spurningamerki við Benayoun, maðurinn virðist fastur í byrjunaliðinu eftir að hann vældi í fjölmiðlum um stöðu sína í liðinu.
  Ekki eykst sjálfstraustið hjá Babel á bekknum í þessum leik.
  Ekki meira væl, koma svooooo…..

 10. Voðalega eru menn fljótir að gleyma hérna! Þetta er alls ekki ósvipuð sóknarlína og slátraði Newcastle hérna fyrir 2 vikum.. Eina breytingin er að Riera er inn fyrir Babel og ég get ekki séð að það veiki liðið að einhverju leyti.

 11. Og Kuyt spilaði ekki mínútu á móti Preston, var alltaf ljóst að hann yrði í byrjunarliðinu, en hins vegar hélt ég að Gerrard yrði á miðjunni með Masch og Keane fyrir aftan Kuyt…

 12. Ein skemmtileg, Fellaini, yfirburðamaður hjá Everton í dag fékk sitt TÍUNDA gula spjald í vetur og missir af báðum leikjunum gegn Liverpool.
  Gott og skemmtilegt!

 13. Jæja

  Gummi Ben segir allavega að Agger sé meiddur, það hefði verið mikið kjaftshögg fyrir agger ef honum hefði verið kippt svona fyrirvaralaust úr hóp eftir nokkuð góða frammistöðu undanfarið.

 14. Veit ekki með ykkur en ég stórlega efast um að vinnum þennan leik, ekkert sem bendir til þess að við skorum, Stoke miklu fljótari og hættulegri en við í sóknarleiknum. enda snýst okkar bolti mest um að Lucast – Mache – Hyppia og Carra sparki boltan á milli sín á miðjunni, Svæfandi bolti í gangi hjá okkur mönnum. Bara eintóm heppni að við skulum ekki að vera tapa fyrir liði sem kom upp fyrir þetta tímabil. Við erum greinilega ekki góðir á móti liði sem beitir hápressu á okkur og spilar Agaðan varnaleik, því til sönnunnar öll fjandans jafnteflinn okkar á þessari leiktíð sanna það 😀 en ég lifi í bjartsýniskasti vonandi skorar Torres á eftir 😀

 15. Það er greinilegt, Beggi (20) að þú lifir í “bjartsýniskasti”. Leyfi mér að vitna í fyrstu setningu þína: …”…ég stórlega efast um að við vinnum þennan leik, ekkert sem bendir til þess að við skorum..”

  Þvílík bjartsýni 🙂

 16. lélegasti hálfleikur liverpool á tímabilinu… miðjan er alveg geld, og sóknin er ekki til staðar

 17. Ekki nógu góður fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum ef frá eru talið fyrsta korterið.
  Verðum að koma einbeittari í seinni hálfleik og Torres verður að koma inná.
  Svo vil ég lýsa eftir Cap. Fantastic, ég sé að hann er á skýrslu en hann er ekki inná vellinum.

 18. Guðni lík ein tactik að halda okkur aðeins uppi 😉 þú hefur greinilega náð að kasta fram brosi 😉 enn þvílik hörmung ef Benitez er ekki reiður eftir þennan hálfleik þá veit ég ekki hvað. Gerrard er greinilega komin eitthvað down eftir þetta mál um dagin, Hann hefur ekki sést í þessum leik og ég efast um leitarhópur myndi finna hann svo miklum feluleik er hann í. en Þetta getur bara batnað vonandi fer Kyyt og Benna jón útaf og Torres og Keane inn á vantar allveg hraða í þennan leik hjá okkur,

 19. Gerard þarf að komast meir í boltann. Vil sjá hann færðan á miðjuna eða út á kant. Lucas eða benayoun útaf fyrir keane eða torres.

  koma svo!!!!!!

 20. Já slæmt er þetta

  Stoke hefur jafn vel litið út fyrir að vera betri aðilinn í þessum leik.

  Mín tilfinning er sú að það þurfi að koma manni með sendingagetu á miðjuna. Gerrard verður að fara þangað og Lucas(Masch) útaf. Inn á þarf að koma Keane eða Torres(fer eftir formi). Benayoun búinn að vera tilgangslaus, alltaf að leita inn á miðju og hefur misst boltann í næstum því hvert skipti sem hann hefur fengið hann. Boltinn endar síðan oftar en ekki hjá carragher þar sem hann er staddur einn út á kanti og sendir hann oftast í næsta mann eða út af. Næsta skipting væri þá Yossi út af og Keane/Torres inn á og senda Kuyt út á kant þar sem hann á heima.

  Gerrard verður að fara að fá boltann í fætur hvar sem hann spilar, leikurinn byrjaði ágætlega, héldum boltanum þokkalega en svo var bara eins og allt færi í baklás og eftir það hefur Gerrard aldrei fengið boltann. Flæðið er ekkert, þó finnst mér vinstri vængurinn að virka þokkalega (miðað við þann hægri allavega) Aurelio/Riera að vinna vel saman. Riera að hanga kannski fulllengi á boltanum en hefur komið með nokkra góða bolta inn í teig (þar hafa því miður verið allt of lítið af fólki).

  Þetta kemur í seinni hálfleik

  YNWA

 21. Sælir félagar
  Þessi fyrri hálfleikur algjör hörmung hjá okkar mönnum. Getur ekki annað en batnað og ekki síst ef Benayoun fer af velli og Keane inná og Kuyt útá kantinn. Svo væri gaman að sjá Fernando Torres koma og stja nokkur.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Hvaða uppstilling er þetta?!?

  Fyrir það fyrsta þá er ég ekki að skilja þessa Lucas dýrkun hjá RB. Maðurinn er mesti miðlungsmaður í öllum sínum aðgerðum, varnarlega/sóknarlega. Það er skarð fyrir skildi að það skuli vanta Xabi en ég hefði viljað sjá Gerrard settan inná miðjuna til að fá smá jafnvægi þar sem Lucas og Masch eru álíka líklegir til að búa eitthvað til og Carragher í hægri bakverðinum. Svo í nafni Guðs föðurs sonarins og hins heilaga anda þá gætum við alveg eins verið með Gary Dogherty frammi þegar Dirkarinn er þarna. Hreyfigetan hjá honum hæfir frekar líkamsræktarmanni og sjálfsagt með nokkrum ljósatímum þá væri hann fínn í Fitness hérna heima.

  Vil sjá einhvern djöfulsins neista núna!

 23. Ef við vinnum ekki þennan leik sendi ég reikninginn beint á Rafa..lærir hann ekkert? Hví stillir hann ekki upp sterkasta liðinu sínu? Hollenska undrið þarna frammi fær ÓTRÚLEGAN séns!! Já réttum United þetta bara sisvona,,,,með helv..klúðri og heimatilbúnum þráhyggjuvandamálum…

 24. Jæja 55 mín liðnar af þessum leik og má segja að Stoke eigi alveg jafn mikið (lítið) og við í þessum leik.

  Torres, Babel og Keane allir ennþá á bekknum… það hlýtur eitthvað að fara að gerast hjá Rafa og co. því þetta er alls ekki næginlega gott.

  Breytist það þegar þessir leikmenn koma inná (ef þeir gera það)? VONANDI…

 25. ég er að spá. má vera með svona handklæði til að þurrka bolta á hliðarlínunni?

  damn. erfitt að brjóta þetta lið niður. þeir pakka í vörn og LFC algjörlega hugmyndasnauðir.

 26. Jæja 70 mín komnar og ég er að verða verulega pirraður.
  Við höfum ekki efni á því að tapa hér 2-3 stigum.
  Þar sem Man Utd og Chelsea gera jafntefli á morgun þá er hér kjörið tækifæri til að auka bilið á toppnum.
  Koooooma svo!

 27. tvö jafntefli við Stoke gengur bara ekki upp. Ég vil frekar tapa þessum leik en að gera jafntefli…

  inná með Keane og Babel og hendum í gang.

 28. ég er ekki frá því að þetta Mind Games er að fara með leikmenn liverpool þeir eru ekki að sýna að þeir geti höndlað pressu. Sirinn hlýtur að liggja í hláturskasti ef leikurinn endar svona og segir að Benna að kenna sjálfum sér um.

 29. Almáttugur. Þetta er það allra slappasta sem ég hef séð, og með því leiðinlegasta………Þetta verður ekki okkar tímabil með svona frammistöðu…..

 30. Lucas og Masserano eru frábærir í svona leik. Sendingarnar hjá þeim eru til fyrirmyndar. Lucas maður leiksins.

 31. Jæja þá er að nýta gömul comment sem ég hef komið með…
  Það sem háir þessu liði og hefur gert síðustu 5 árin eða svo er skortur á tækni, skortur á sendingagetu og hugmyndaleysi.
  Það er alveg hræðilegt að sjá menn klikka á 2-3 metra sendingum, sem eru kenndar í fimmta og sjötta flokki.
  Það að leikmenn á þessu kaliberi þurfi 2-3 snertingar á boltann áður en þeir geta farið að hugsa um sína sendingu er til háborinnar skammar.
  Hugmyndaleysi… hvað höfum við marga leikmenn sem geta gert hið óvænta, komið með “killer” sendinguna, brotið upp svona leiki með einleik eða hættulegri stungusendingu… það er akkúrat enginn.
  Einhvern veginn virðumst við detta niður á sama plan og Stoke, Fullham og þessi lið þegar við spilum við þá en þegar við spilum við sterkari lið þá sækjum við og keyrum á fullu…
  Þannig að ég get bætt við fjórða atriðinu stöðugleiki…

 32. 90 mínútur af stoke gaurum að þurrka bolta og dómarinn að gera mann vitlausan með vitlausum dómum.

 33. Síðustu 5 ár……… bíddu hvaða leikmenn voru í liðinu fyrir 5 árum sem að voru teknískir og gátu sent þessar killer sendingar og gert hið óvænta?

  Það hefur ALDREI verið svona leikmaður í Liverpool!

 34. Erum en á toppnum 4 stig í næsta lið. gleði og hamingja. Fínt að fá einn svona leik, menn geta þá rifið sig upp fyrir næstu leiki sem eru engir smá leikir.

 35. Djöfull vorum við ógeðslega lélegir :S
  Sammála Begga, þetta mindgames fer illa í leikmennina 🙁

 36. Arfalélegt!!!!!Nú vil ég að þessi spánverji klári samninginn sinn og komi sér síðan heim!! Djö..er maður orðinn þreyttur á að horfa svona leiki með liðinu….Stillt upp í varnarbolta..slakasti senter knattspyrnunar í dag einn frammi,tvo topp sentera á bekknum…..heilum klukkutíma eytt í ekki neitt!!!Hví getur maðurinn ekkki skipt inn á í hálfleik???Hverju átti Rafa von á eftir hálfleikinn?? Að Kuyt skapaði sér 10 færi og skoraði 8?? Nei við erum að kasta þessu frá okkur því stjórinn okkar er haldinn þráhyggju!!Við áttum hvað 7 skot á markið í þessum leik?? Húrra!!! Við erum á toppnum því að hin liðin eru bara miklu slakari en í fyrra..Við erum að hjakka í sama skítnum!!

Rafa um Ferguson

Stoke 0 – Liverpool 0