Preston 0 – Liverpool 2

0-2 útisigur hafðist á Preston og ánægjulegt að vera komnir í 4. umferðina. Eftir leikinn er ég nokkuð sáttur en áhyggjuefnin eru tvenn. Annars vegar skelfileg nýting færa hjá Robbie Keane og hins vegar meiðsli Xabi Alonso sem vonandi eru ekki alvarleg. En kíkjum betur á þetta.

Liðið var eftirfarandi.

Cavalieri

Carragher – Hyypia – Agger – Insúa

Mascherano – Alonso
Babel – Gerrard – Riera
Keane

Bekkur: Reina – Torres (Keane ’73) – Aurelio (Mascherano ’83) – Skrtel – El Zhar – Ngog – Lucas (Alonso ’46).

Fyrri hálfleikur:
Leikurinn byrjaði eins maður bjóst við. Preston menn mættu kolvitlausir til leiks og börðust um hvern bolta eins og þessar fyrstu mínútur leiksins væru þeirra síðustu inn á knattspyrnuvelli. Fljótt urðu þeir þreyttir á því og Liverpool fór að halda boltanum betur og fengu meiri frið. Fyrsta alvöru tækifærið fékk Robbie Keane en hann hitti ekki boltann í dauðafæri eftir frábæran undirbúning Riera. En fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu þegar að Riera náði valdi á boltanum hægra megin í teignum, tók skemmtilegar hreyfingar og hamraði boltann loks upp í bláhornið, stórkostleg afgreiðsla hjá Spánverjanum sem virðist vera að hitna í markaskorun. Liverpool tók öll völd á vellinum eftir markið og fleiri færi litu dagsins ljós. Babel var næstur en hann hitti ekki boltann í fínu færi. Keane var næstur í röðinni og fékk dauðafæri eftir frábæra sendingu Alonso en Keane klúðraði sannkölluðu dauðafæri einn á móti markmanni. Enn og aftur fékk Keane sannkallað dauðafæri eftir magnaðann undirbúning Gerrard en Keane sem fyrr klúðraði þessu færinu mjög klaufalega. Mínútu síðar óð Gerrard í gegnum vörnina lagði boltann fyrir á Keane sem var einn fyrir framan markið, en á einhvern óskiljanlegan hátt ákvað Keane að senda boltann á Riera sem var dekkaður af varnarmönnum og að lokum barst boltinn til Alonso sem fórnaði sér fyrir málstaðinn og meiddist eilítið á ökkla að mér sýndist. En sjálfstraust Keane algjörlega í lágmarki, maðurinn á náttúrlega bara að hamra þessum boltum inn.

Síðari hálfleikur:
Ein breyting var gerð á liðið Liverpool, Alonso fór útaf meiddur og Lucas kom inn. En sá síðari hófst eins og sá fyrri endaði. Liverpool pressaði og pressaði og Mascherano og Gerrard voru mjög nálægt því að skora með langskotum. Preston tókst svo að setja boltann í net gestanna en brotið var á Carragher inn í teignum og dómarinn var búinn að flauta aukaspyrnu réttilega áður en þeim tókst að skora. Preston óx ásmegin eftir því sem leið á en það var Liverpool sem gerði út um leikinn á 90. mínútu þegar að Gerrard slapp inn fyrir og hafði hálfan völlinn og mikinn tíma til að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Hann þurfti nú ekki að velta vöngum yfir því lengi því að Fernando Torres kom á mikilli siglingu vinstra megin við Gerrard, fékk boltann einn fyrir auðu marki og þakkaði pent fyrir sig og kláraði leikinn. Örugglega eitt allra auðveldasta mark Torres fyrir klúbbinn en mjög mikilvægt að fá hann í gang í markaskorun.

Maður leiksins:
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Robbie Keane í þessum leik, hann fékk 4 sannkölluð dauðafæri en náði ekki að klára neitt af þeim. Ég var hundfúll með hann í dag sem og Ryan Babel. Flestir aðrir léku vel. Xabi Alonso var bestur í fyrri hálfleik og hann einfaldlega má ekki vera alvarlega meiddur. Insúa var fínn ásamt Hyypia en ég ætla að velja Albert Riera sem mann leiksins. Hann skoraði stórkostlegt mark og var sífellt ógnandi á báðum köntunum, að mínu mati okkar hættulegasti maður fram á við í dag.

En eftir daginn í dag er ég í heildina sáttur, maður er alltaf ánægður með sigra, en við vonum að sjálfsögðu að Alonso og Mascherano séu ekkert alvarlega slasaðir.

Næsti leikur er á móti Stoke City á Brittania Stadium á laugardaginn 10. janúar.

Mynd var fengin af vef BBC.

38 Comments

 1. Þetta er ein mest falda og mest leim auglýsing sem ég hef séð a netinu í langan tíma. Má ég giska, er frír matur og meðí á Brekkunni fyrir Siguróla í kvöld? Bara ein lítil áminning?Það við séum Liverpool nördar þýðir ekki endilega að við séum fífl.
  Annars býst ég við þægilegum sigri okkar manna í dag, vona að Torres fái hvíld og bíð eiginlega spenntastur eftir úrslitum erkióvinana í deildinni næstu hulgi.

 2. Keane anyone… Babel anyone…
  Fer nú ekki að verða tími á að setja þá í varaliðið og spila þar smá tíma??
  Fá einhverja smáputta þarna inn í staðinn til að gefa þeim reynslu…

 3. 1. Hvað var þetta???

  Skyldusigur og engin ástæða til að pirra sig of mikið. Nema auðvitað mögulegum meiðslum Alonso og Masch.
  Meira eftir skýrslu.

 4. Unnum og komumst áfram það skiptir mestu. Torres kominn aftur kórúnaði endurkomuna með stórglæsilegu marki, betra heldur en Babel skoraði síðustu helgi.

  Meiðsli Alonso eru gríðarlegt áhyggjuefni en ég efa að JM sé mikið tjónaður.
  Keane og Babel áttu ekki góðan leik frekar en margir aðrir, samt fín ógn í baðum og á öðrum degi setur Keane alla þessa bolta inn, fáránlegt að ætla að fara úthúða þá vegna þess að menn hafa lengi furðað sig á fjarveru þeirra. Frekar vil ég þá báða aftur í næsta leik, koma þessum mönnum í gang.

  Nr.1 Gummi

  • Þetta er ein mest falda og mest leim auglýsing sem ég hef séð a netinu í langan tíma. Má ég giska, er frír matur og meðí á Brekkunni fyrir Siguróla í kvöld? Bara ein lítil áminning?Það við séum Liverpool nördar þýðir ekki endilega að við séum fífl.

  um hvað ertu að tala?

 5. Eitt sem var frábært við þennan leik, var að sjá solid vinstri bakvörð í Liverpool. Með hverju tækifæri sem Insua fær sýnir hann að hann er framtíðarmaðurinn í þessa stöðu.

 6. gerrard yfirburðamaður á vellinum. Þátt í báðum mörkunum og var mjög ógnandi með fín skot og tvær frábærar sendingar á Keane. Án efa maður leiksins.

 7. Var að fræðast meira um þetta fyrsta komment. Héðan í frá ætla ég klárlega, KLÁRLEGA að beina öllum viðskiptum mínum í Brekku………….þegar ég er í Hrísey.

  (Gerðist síðast svona ´91)

  p.s. Gummi minn reyndir þú að fara vegg-megin framúr í morgun eða? og sérðu okkur aldrei tala um Players, Allann eða Serrano án þess að blikka?? 😉

 8. sammála babu keane og babel þurfa á stuðningi okkar að halda en ekki skammir. Það vita allir að þeir geta betur og með réttum stuðningi þá kemur þetta hjá þeim. Annars fínn sigur menn gerðu bara nóg til að vinna. Vona að alonso sé ekki meiddur.

 9. Spurning hvort Finninn gamli geti ekki tekið Agger í smá kennslustund í hvernig eigi að skalla bolta? Agger má alveg fara að bæta þetta í leik sínum, eins og sást í leiknum í dag. Það getur verið ansi mikilvægt að eiga varnarmenn sem geta skorað, e.g. Vidic svo oft fyrir MUFC.

 10. Babel og Keane með réttum stuðning bla bla. Hvað erum við búnir að vera leng með stuðning við þessa menn og tímabilið hálfnað. Já Keane átti að skora 1 ef ekki 2 mörk og Babel hefði átt að sýna betri leik, en þei eru ekki að gera það gott fyrir LIVERPOOL. Mér fannst Hyypia vera alveg frábær, og hann gæti allveg verið maður leiksins ásamt Alonso, en Lukas kom inná og var þrusu góður, en við gerðum mörk og við unnum. Sammála að Riera er maður leisins

 11. Sá að það eru villur hjá mér, en ég var ekki með gleraugun mín sem ég var að finna núna, vona að menn og konur skilji komment #11

 12. Miðað við að þetta var / er bikarkeppnin, þá er ég feykiánægður með þennan sigur. Preston sýndi flotta baráttu, og á heiður skilið fyrir hana! Ég veit að City er í neðri helming úrvalsdeildarinnar og allt það, en að sjá þá samt vera skellt á heimavelli af Nottingham Forest!! Allt getur gerst í bikarkeppninni.

  Robbie Keane brenndi af færum, en það hafa aðrir menn sosum gert líka. Vildi gjarnan sjá Babel, Torres og Keane saman inn á. Rieira var góður, slæmt að missa Alonso af velli … en eftir allt saman, þá var þetta góður sigur. Riera maður leiksins og Liverpool komið áfram. Ég hef akkúrat engar áhyggjur … nema þá helst ef meiðsli Alonso séu alvarleg. Annars … við erum á góðu róli!

  Áfram Liverpool!

 13. Sælir félagar
  Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að einhverjir lykilmenn kynnu að meiðast. Það fór svo að Alonso meiddist en ég veit ekki hvað mikið. Sjáum til hvort hann verður til taks í næsta leik eða ekki en hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum í nhaust eins og öll Liverpoolþjóðin veit.

  Sigur hafðist í leik þar sem okkar menn sköpuðu aragrúa dauðafæra en niðurstaðan 2 mörk. Keane kemur sér í færi leik eftir leik og það er jákvætt og Babel verður að fá meiri leiktíma og tækifæri til að verða sá leikmaður sem hann hefur efni til að verða.

  Niðurstaðan ásættanleg en okkur ef til vill ekki til sóma. Preston barðist og barðist og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Eini vandinn var auðvitað færanýtingin. Keane lenti verst í því öllu en markmaðurinn varði reyndar vel og Agger og Gerrard áttu að gera betur í sínum færum.
  En liðið leit fínt út fannst mér á mögulegu “bananahýði” á Deepdale í kvöld og bara verulega ánægjulegt að þurfa ekki replay þetta árið eins og gegn Luton í fyrra á sama tíma! Enn ein sönnun þess að liðið er í betra standi nú en oft áður.
  Diego Cavalieri á heiður skilinn, ég var skíthræddur að hafa hann í markinu, en þetta er greinilega ekkert kex þessi strákur. Greip vel inní leikinn og virkaði afar traustur. Varnarlínan góð og miðjan okkar orðin gríðarlega góð á boltann og velur oftast réttu kostina. Riera er flottur leikmaður og ég styð hr. Siguróla Brekku-áhorfanda í vali hans, þó fyrirliðinn hafi líka leikið gríðarvel. Robbie Keane átti ekki góðan dag í færunum en lék vel að öðru leyti fannst mér, hlakka til að sjá hann fyrir aftan Torres sem kom klár í slaginn inná.
  Ég varð svo fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Ryan Babel, en þó megum við ekki afskrifa þátt hans í öðru markinu. Ég aftur á móti sé ekki réttlætanlegt að hann haldi sæti í byrjunarliðinu miðað við þessa frammistöðu. Til að leika með toppliðinu í deildinni þarftu að vera klár þegar þú færð sénsinn, það er bara svo einfalt.
  En góður sigur og gott að slaka á og bíða eftir drættinum í næstu umferð, þetta þýðir leik 24.janúar og því verða leikirnir í mánuðinum fimm talsins, vonandi að Xabi og Masch séu ekki lengi frá.
  En ég verð að viðurkenna það að þegar Neil Mellor labbaði útaf langaði mig mest að faðma Rafael Benitez. Neil Mellor lék nokkra leiki í byrjunarliði Liverpool á sínum tíma og það finnst mér hlægilegt í dag! Og við urðum EVRÓPUMEISTARAR það árið og hann átti meira að segja þátt í því…. Magnað.
  Heimaleik í næstu umferð, gegn Southend bara takk!!!
  p.s. Athugasemd mín nr. 3 átti einmitt að spyrja Gumma útí komment nr. 1, hvaðan var það eiginlega að koma?!?!?!?!?

 15. Alls ekki gott að missa Alonso en með Lucas sem backup er maður ekki eins áhyggjufullur og ella. Strákurinn hefur verið að standa sig virkilega vel og ég er spenntur að sjá hvernig hann kemur til með að fylla í skarðið.

  Sömu sögu er að segja af Insua… Ég rétt held vatni yfir honum (og hann er fokking vinstri bakk!) Nú vil ég fara að sjá einn og einn strák úr varaliðinu fá séns í byrjunarliðinu með þeim stóru; þ.e. okkar sterkasta lið + einn kjúlli per leik. Einsog þegar Plessis kom inn gegn Arsenal. El Zhar, Darby, Spearing, Nemeth, Kelly og jafnvel litlu spanjólana… Eflaust fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Ég vil leyfa þeim að finna smjörþefinn af alvörunni og fá smá blóðbragð í munninn! En – In Rafa we Trust!

  Annað:
  Sigkarl segir nr. 14:
  … en hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum í nhaust eins og öll Liverpoolþjóðin veit.
  — nhaust —
  Við sjáum alveg að þetta er klárlega falin auglýsing fyrir Naustið… Platar mig a.m.k. ekki 😉

  YNWA
  kv.
  – Sæmund –

 16. Ég skil ennþá ekki komment númer 1. Nennir einhver að útskýra þetta fyrir mér?

 17. Ekki ætla ég að verja lélegan leik Keane og Bebel sem virðast “lenda” oftar en aðrir í því að eiga lélega leiki…..miðað við komment sumra.

  Menn spila bara eins og þeir geta. Þú skapar þér þína eigin getu…..með því að geta eitthvað. Það er eins og sumir haldi að menn geti í raun meira en þeir sýna!!?? Ef leikmaður spilar einn góðan leik á móti tíu lélegum (eins og Keane) þá er það ekkert flóknara en það. Menn geta ekki verið óheppnir leik eftir leik oglenda ekki í neinu!

 18. Gulli: Þetta komment á við það sem stóð í færslunni þegar leikurinn var að hefjast. Það var síðan fjarlægt og leikskýrslan kom í stað þess.

  • Ég skil ennþá ekki komment númer 1. Nennir einhver að útskýra þetta fyrir mér?

  Olli sagði nú bara í sakleysi sýnu að hann gæti líklega ekki komið með skýrslu inn strax eftir leik þar sem hann var að horfa á leikinn á Brekku í Hrísey, (ekki þar sem hann ætlaði að gera skýrsluna).

  Það sem ég skil bara ekki er hvaða máli það myndi skipta ef þarna væri falin auglýsing og hvað í andskotanum það kæmi Gumma við skil ég alls ekki. 😉
  En þetta er óvart að verða fjandi góð auglýsing, ég kem pottþétt til með að versla þarna allavega.

  En varðandi Keane og Babel þá finnst mér ofmetið mjög hversu slappir þeir eiga að hafa verið.

 19. Smá pæling, allir eru svo spenntir að sjá Keane fyrir aftan Torres(búinn að sýna það að hann er enginn maður til að spila einn uppi á topp). Hvað á þá að gera við Gerrard? Færa hann aftar og henda þá annað hvort Alonso eða Mascherano útaf eða setja hann útá hægri kantinn og annað hvort að setja Kuyt, sem Benitez hefur alveg gríðarlegt álit á, út úr liðinu eða setja hann á vinstri kantinn? Ég er ekki að sjá að við förum í 4-4-2 þar sem að Keane myndi liggja aðeins aftar en Torres, þetta kerfi sem við erum að spila núna hentar liðinu lang best. Persónulega er ég ekki alveg að sjá hvað Benitez ætlar að gera við Keane þegar Torres verður kominn á fullt, varaskeifa fyrir Torres, Gerrard eða Kuyt? Maður sem kostar 18 milljónir punda (næst dýrasti leikmaður Pool frá upphafi) Á að vera byrjunarliðsmaður þannig að mér þætti forvitnilegt hvernig menn ætla að leysa þetta.

 20. Kobbi, hvað á United að gera við Berbatov, Rooney, Tevez og Ronaldo alla í einu?
  Chelsea með Drogba, Anelka, J.Cole, Malouda, Deco, Lampard o.s.frv.

  Það eru nokkur ár síðan það var hægt að tala um eitt ákveðið best 11 hjá stóru liðunum. Persónulega held ég að Gerrard gæti færst aftar endurum og eins þegar Keane og Torres eru báðir inná. Eða þegar við spilum 4-4-2.

 21. Babu; Rooney, Ronaldo og Berbatov spila saman í byrjunarliðinu í 95% leikja hjá utd. Tevez er ennþá lánsmaður hjá utd og er ekkert öruggt að hann verði keyptur til félagsins, líklast þar sem mönnum þar á bæ þykir of mikið að borga 20 millur fyrir mann sem að er þriðji senter.
  Chelsea hefur nátturlega verið sér á báti í leikmannakaupum síðustu ár, þegar að við kaupum mann á 7-10 millj. punda til að styrkja hópinn að þá leikur Chelsea sér að því að kaupa mann á 20 millur sem gæti þess vegna endað sem 12,13 eða 14 maður. Gerrard er klárlega bestur í þessari stöðu sem hann er að spila í dag, það er gríðarlega erfitt að klippa út mann sem að er í “holunni”, alltaf spurning hvort varnarmenn eða miðjumenn eiga að dekka hann og ef það á að setja “frakka” á hann að þá gerir sá maður ekkert annað allan leikinn en að elta Gerrard. Greinilegt að Gerrard nýtur sín í botn í þessari stöðu. Ef Gerrard væri færður aftar að þá væri hann farinn að festa sig við ákveðin svæði sem gerði andstæðingunum mun auðveldara fyrir.

 22. Kobbi, United hefur þessa fjóra og notar þrjá í einu. Þ.e. þeir hafa fjóra GRÍÐARLEGA sterka leikmenn í þremur stöðum, það fer enginn að segja mér að það kæmi enginn í staðin fyrir Tevez ef svo afar ólíklega vildi til að hann færi frá United á næstunni. Ég fagna því að hafa þetta líka hjá okkur, hafa Keane sem möguleika þegar Torres er frá, sem partner í 4-4-2 eða sem leikmann sem spilar aðeins fyrir aftan striker (með Gerrard þá á miðju eða hægri kannti).
  Þar fyrir utan held ég að þrátt fyrir markaþurrð séu þeir Rafa og Sammy Lee ekkert ósáttir við fyrstu mánuði Keane hjá klúbbnum, og hann getur mikið betur.

 23. Vandmálið hjá okkur er það, að þegar Torres er ekki með þá eigum við ekki menn sem fylla hans skarð. M U eiga góða sóknarmenn, en Keane eða Babel eða Kauyt eru ekki að leysa Torres af. Við vitum að Keane var djö,,, góður, en er hann búinn að vera eða hvað? Það er ekki nóg að hann skori í einum leik af tíu, en það getur vel verið að hann þurfi heilt tímabil til að komast í gang. Ég vona að hann fari að nýta sín færi betur. Nú er um að gera að halda þessu áfram og vinna leiki og skora mörg mörk….

 24. Ég get nú varla annað en hlegið þegar ég sé menn kvarta hástöfum yfir frammistöðu keane og á sama tíma titla berbatov sem einhvern nauðsynlegan hlekk í manutd liðinu. Þið ættuð að skoða tölfræði þessarra manna það sem af er tímabilinu og ræða kanski við nokkra manutd menn! Ég neita hreinlega alfarið að gefast upp á keane fyrr en hann er búinn að fá a.m.k. eitt heilt tímabil með liðinu og ef liðið verður meistari í vor gæti mér ekki verið meira sama hvort keane skorar 4 eða 40 mörk.

  Ég skal hins vegar fyrstur viðurkenna að ég er að missa alla þolinmæði gagnvart babel. Ég sagði það í sumar að ég héldi að babel myndi springa út í vetur og yrði um jól orðinn einn okkar mikilvægasti leikmaður, aðra eins hrakspá hef ég sennilega sjaldan látið frá mér. En til að láta reyna á smá “reverse jinx” ætla ég að spá því að babel geri ekkert nema sóla sjálfan sig og skora sjálfsmörk það sem eftir er af tímabilinu og verði svo seldur til fylkis í vor. Nú er bara að vona að þessi spá mín gangi jafnvel eftir og sú fyrri.

 25. En ef Liv verða ekki meistarar, væri þér þá sama hvort Keane hefði skorað 4 eða 40 mörk? Og í sambandi með Babel þá hefur hann ekki fengið eins mörg tækifæri og Keane + hann er ekki oft að spila sýna stöðu. Ef einhver hefur klúðrað tækifærum þá er það Keane, en eins og ég sagði hér að ofan, þá vona ég að Keane fari að nýta sýn færi. Babel er ekki fyrsti kostur til að fara í fylki, ég hed að Keani sé á undan, en þessir tveir meiga allavegana að fara að gera eitthvað með BESTA LIÐI Í HEIMI. 🙂

 26. Fyndið þegar menn eins og Svenni koma hérna inn og segja að þeir hafi ennþá fulla trú á Robbie Keane sem þó hefur fengið endalausa sénsa en því miður nýtt þá allt of báglega, en segjast síðan á sama tíma vera að missa þolinmæðina gagnvart Ryan Babel sem enga sénsa hefur fengið.

  Ryan Babel er maður sem hefur á síðasta ári klárað lið eins og Arsenal og Man utd fyrir okkur og áttu fullt af frábærum innkomum, líka á þessu tímabili og átti príðisgóða leiki um daginn þegar hann fékk þá 3 í röð. En neinei, fyrst hann sigrar ekki heiminn í hverjum leik þá skulum við bara gefast upp á honum, en Robbie Keane sem sýnir sára sjaldan nokkurn skapaðan hlut sem réttlætir þessar 20kúlur, hann á sko skilið heilt tímabil í að spila illa áður en það er farið að ræða hann. Fáránlegt.

  Bara að leiknum í gær, þar var Robbie Keane langt frá sínu besta enn og aftur. Maður sá hann ekki í mynd fyrr en hann klúðraði fyrsta(af fjórum) dauðafærinu sínu eftir ca hálftíma leik. Hann var algjörlega vonlaus. Þegar maður hlær í stað þess að pirra sig á honum þá segir það ansi margt. Hvenær hætta menn að vera óheppnir og eru bara lélegir?
  Ég hef þó margoft sagt það að ég vil bíða með einhvern dauðadóm yfir Keane þangað til hann hefur fengið að spila með Torres fyrir framan sig því Keane getur ekkert og hefur aldrei getað einn uppá topp.

  Annað með Babel. Hefur engin tekið eftir því hvað hann er orðinn passívur í leik sínum? Hann er hættur að taka af skarið og fara framhjá mönnum eins og hann gerði svo mikið og er farinn að reyna spila boltanum einfallt. Ég veit ekki hvort þetta eru fyrirmæli frá Benitez eða einfaldlega skortur á sjálfstrausti(sem færa má rök fyrir að séu líka skilaboð frá Benitez) en ég hef tekið eftir þessu undanfarið og alveg sérstaklega í leiknum í gær. Mér fannst Babel langt frá því að vera frábær, en að hann hafi verði lélegur finnst mér algjörlega fáránlegt. Hann átti t.d. tvær frábærar sendingar á Gerrard þar sem Gerrard hefði átt að gera betur, hann var mjög hreyfanlegur og hjálpaði vel til baka. Engin stjörnuleikur, en langt frá því að vera vonbrigði. Ef þetta hefði verði Dirk Kuyt með svona framistöðu hefði henni örugglega verið hrósað sem kandidat til mann leiksins.

 27. Þegar allir leikmennirnir eru klárir þá er þetta sterkasta liðið að mínu mati.

  —————-Reina———–
  Arbeloa—Carra—Skrtel—Insua
  ———–Gerrard—Alonso———–
  –Kuyt———Robbie——–Riera
  ——————Torres————

  Ég vill að Babel fari að sýna að hann eigi skilið að fá byrjunarliðssæti því í dag á hann það ekki skilið enda spilað mjög illa undanfarið og Riera aftur á móti spilað eins og engill.
  Gerrard vill ég fá aftar á völlinn til þess að stjórna þessu og hann sækir auðvitað fram þegar honum dettur í hug. Gerrard skorar reyndar aðeins meira þegar hann er fyrir aftan sóknarmanninn en ég sakna bara þessarar barráttu hans á miðjunni og þar vill ég halda besta miðjumanni liðsins.

 28. Ásmundur, af hverju vilt’u að Keane sé fyrir aftan Torres? Af hverju ekki að nota Babel þar. Annars held ég að Riera sé betri framherji en þessir gaurar sem eru titlaðir sem framherjar, að sjálfsögðu er hann frábær þarna á kantinum, en hann er líka góður inn á teig. Þannig að Keane á að vera frammi þegar að við erum að spila við lið sem eru frekar slöpp, og í þeim leikjum hefur hann skorað, skoðið bara leikina sem hann hefur skorað…Bolton og W B A, annars er Rafa sá sem ræður og sér eflaust þettað betur en við.

 29. Nú líklega að því að Keane hefur spilað sem second striker lengi og gerði það vel fyrir Tottenham þegar hann spilaði fyrir aftan Berbatov. Mér finnst ekki rétt að setja Babel þarna því að hann virðist ekki vera nógu góður í að búa til hluti en það er Keane góður í og hefur sýnt það oft.
  Babel á ekki að fara í liðið fyrr en hann hefur sýnt að hann hafi það sem þarf til, vissulega langar mig að sjá Torres og Babel saman frammi í framtíðinni en eins og Babel er að spila þá á hann það ekki skilið.
  Einnig vill ég fá betri leikmann á hægri kantinn sem allra fyrst, einhvern í svipuðum klassa og Riera.

 30. Er sannfærður um að þegar Torres verður orðinn heill sjáum við einmitt Gerrard detta niður á miðjuna með Alonso, Masch eða Lucas gegn slakari liðunum eins og við sáum að svínvirkaði heima gegn Bolton. Keane er erfitt að dæma almennilega fyrr en hann og Torres fá tíma saman, nefni t.d. Evertonsigurinn í haust þar sem Keane lagði heldur betur upp fyrir Torres. Keane er pottþétt keyptur sem “second striker” en hefur í vetur lent oftar upp á topp en hann reiknaði með. Þess vegna vill ég bíða með hann fram á vor og sjá þá hvernig staðan verður.
  Við sátum hjá mér í gær gamlir Babelaðdáendur og vorum vissir um að hann myndi nú sýna margt. Við töluðum um það í hálfleik að hann væri bara ekki að finna sig á hægri kantinum og öll hættan okkar kæmi frá Riera og Gerrard. Þá fórum við að spá í bakvörðinn, sem var maður sem ekki komst í liðið gegn Blackburn á sínum tíma. Eftir um 15 mínútur af seinni hálfleiknum sá bekkurinn hvað var í gangi og settu Riera á hægri kant, sennilegast til að reyna að kveikja í Babel. Það var ekki skárra og eina sem við uppskárum var að draga tennurnar úr frekar einfættum Riera.
  Ég er ennþá á því að Ryan Babel sé efnilegur leikmaður og verði góður. Ég er þó farinn að hallast að því að hann falli annaðhvort ekki inn í liðið okkar eða enska boltann, kannski bæði. Nú er þessi strákur búinn að spila 180 mínútur og alls ekki gegn neinum snillingum. Ekkert hefur hann sýnt til að réttlæta að vera í byrjunarliðinu í næsta leik að mínu mati. Fyrir utan það að hann kann ekki að verjast, en þess er krafist í innherjastöðunni í 4231 leikkerfinu.
  Svo svei mér þá held ég að allar stjörnuframmistöður þessa stráks hafi komið eftir að hann kom inn af bekknum og satt að segja hafi fáir leikir gengið upp hjá honum í byrjunarliðinu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur óski eftir því að hann sé framar Riera í röðinni allavega. Við höfum að mínu mati ekki nokkuð að gera með það að “spila honum í form” á þessum tímapunkti.
  Ég fer ekki ofan af því að nú ættu eigendurnir að setja STÓRA upphæð í að kaupa Simao eða Ribery í janúar, fá inn þann X-factor sem við þurfum í þessa innherjastöðu sem Kuyt ekki sýnir og Babel virðist ekki ráða við. Eftir frábæra innkomu Insua má bara selja Dossena og Pennant til að fá upp í að kaupa slíkt nafn.
  Ég held að liðið okkar þurfi að fá sinn “Cantona” eins og United þurfti á sínum tíma. Flottur markmaður, frábær vörn og miðja, besti senter í heimi. En innherjastaðan hægra megin þarf að fá stjörnu og málið er dautt!

 31. Er af stórum hluta sammála þér Maggi. Eins og staðan er núna finnst mér að Babel eigi ekkert að vera í byrjunarliðinu ef við erum með okkar sterkasta lið, en okkur vantar þó sárlega hægri kantmann fyrir Dirk Kuyt. Það sem fer þó í taugarnar á mér er þegar menn eru til í að henda honum en vilja þó gefa Keane séns sem lítið hefur getað sem réttlætir verðmiðann. Babel er klárlega leikmaður sem gefur okkur mikla sóknarógn og getur brotið upp leiki, hvort heldur er sem byrjunarliðsmaður eða inná sem varamaður. Mér finnst þó menn gera rosalega mikið úr þessari framistöðu hans í gær sem mér fannst bara allt í lagi, ekkert meira og ekkert minna.

  Mitt sterkasta byrjunarlið er eftirfarandi:

  Reina
  Arbeloa, Carra, Agger, Insua
  Mascherano, Alonso
  Nýr, Gerrard, Rieira
  Torres

  Keane er síðan fyrsti maður inn fyrir Gerrard ef hann þarf hvíld eða fellur aftur á miðjuna á kostnað Alonso eða Mascherano. Babel fyrsti kostur fyrir nýja hægri kantmanninn, Rieira og Torres. Með þessum hætti fengi bæði Keane og Babel fullt af mínútum því eins og Babú benti á hérna að ofan þá er ekkert besta byrjuarlið sem er aðal máið heldur besti ca 16 manna hópurinn.

  En okkur vantar alveg sárlega hægri kantmann og Ribery væri draumur þó ég telji það mjög ólíklegan draum. Einnig setti ég Agger í stað Skrtel einfaldlega vegna þess að hann hefur spilað undanfarið. Skrtel stóð sig þó frábærlega í haust og Carra og Agger þurfa að spila virkilega vel á næstu vikum ætli þeir ekki að missa sætið sitt til Slóvakans.

 32. Ég pirra mig oft endalaust yfir því hvað Keane er slakur í leikjunum. Hann hefur samt verið að koma til það er engin spurning á öðru. Takið saman tölfræðina á Berbatov og svo á Keane. Þar hefur Keane vinninginn, fleiri mörk í CL og í PL. Babel þarf hinsvegar að girða sig í brók. Hann átti ágætis leik í gær, var að leggja upp á félaga sína í stað þess að hlaupa sig alltaf í vandræði. Ég held að þetta sé að koma hjá okkur. Sást hinsvegar í leiknum í gær hvað við þurfum mikið á Alonso á halda eftir að hann fór útaf. Það er áhyggjuefni ef hann verður meiddur í einhverjar vikur. Og hvað varðar Brekku í Hrísey, þá vann ég í Frystihúsinu í Hrísey fyrir mörgum árum síðan og borðaði töluvert á Brekku. Topp veitingahús og frábær að borða þar. ÞETTA er ókeypis auglýsing :0)

 33. En af hverju ekki að láta Babel spila meira hægra meginn, er þettað ekki fyrsti eða annar leikur hjá honum þar. Hann hefur staðig sig þokkalega vinstra meginn , en hann er réttfættur og við getum gefið honum séns hægra meginn. Riera og Babel skiptu um kant sem er bara gott, og Riera skoraði mark og þá var hann á hægri kanti, þannig að það er bara gott að geta verið báðu meginn, það ruglar mótherja….Áfram Southampton

 34. OK – Babel er orðinn 22 ára og ég vil fara að sjá hann springa út, einsog fleiri. Ég vona heitt og innilega að það gerist sem fyrst því hann virðist hafa hæfileika til þess…

  Málið er þó að við þurfum á báðum þessum leikmönnum að halda; Keane og Babel. Þeir eru báðir að skila ýmsu sem ekki er augljóst, t.d. bara ógnin að hafa þá hefur áhrif á andstæðinginn. Þeir eru að mínu mati einfaldlega mjög stór partur af, því sem nú er orðin, mjög sterk liðsheild. 1. sætið lýgur engu um það.

  YNWA

Liðið gegn Preston

Dregið í 32-liða úrslit: EVERTON!