Preston á morgun!

Janúarmánuður er hafinn og honum fylgir yfirleitt alls konar vitleysa þegar ensk knattspyrnulið eru annars vegar. Leikmannaglugginn er opinn og okkar menn þegar búnir að kaupa – íslenskan strák, hvorki meira né minna – auk þess sem heilir þrír deildarleikir verða leiknir í þessum mánuði. Ekkert sérstaklega erfitt prógram það.

En fyrst heimsækja okkar menn fyrstu deildar-Coca Cola Championship deildar-liðið Preston North End í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á morgun, laugardag. Við skulum skoða þessa mótherja okkar aðeins nánar.

Preston-liðið er sem stendur í sjöunda sæti næst efstu deildar Englands og virðist ganga bara ágætlega þar og vera í baráttu um að komast upp í Úrvalsdeildina. Skv. tölfræði BBC eru tuttugu og einn leikur síðan þeir lentu síðast í markalausu jafntefli svo þeir virðast bæði vera duglegir að skora og fá á sig mörk. Við getum því búist við markaleik á morgun, ekki síst þegar við lítum á framlínuna þeirra. Þeirra aðalframherji er ungur drengur sem margir ættu að kannast við, **Neil nokkur Mellor** sem skoraði eitt uppáhalds mark mitt fyrir Liverpool fyrir rúmum fjórum árum síðan. Fyrir þremur árum yfirgaf hann svo Liverpool og er nú hjá Preston þar sem hann er langmarkahæsti maður liðsins í vetur með átta mörk í öllum keppnum (næstu menn með þrjú mörk). Hann verður því væntanlega sá leikmaður sem þeir leita helst til í leiknum á morgun.

Þá að okkar mönnum. Mér skilst að lítið hafi breyst í meiðslamálum leikmanna frá því í leiknum gegn Newcastle um síðustu helgi þannig að Rafa hefur úr stórum hópi leikmanna að velja. Stóra spurningin er hvort hann muni hvíla lykilmenn á morgun (pottþétt) og hversu marga hann muni hvíla (óvíst). Hann er vanur að blanda þessu aðeins í enska bikarnum þannig að ef við skjótum í myrkrinu gæti ég ímyndað mér að við sjáum eitthvað þessu líkt:

Cavalieri

Darby – Carragher – Hyypiä – Insúa

Lucas – Gerrard
El Zhar – Benayoun – Babel
Ngog

**Bekkur:** Martin, Kelly, Skrtel, Spearing, Alonso, Kuyt, Keane.

Skv. þessari spá myndu þá Reina, Arbeloa (ef heill), Dossena (ef heill) Agger, Mascherano, Riera og Torres (ef heill) fá algjört frí og þeir Alonso, Kuyt og Keane væru á bekknum í neyð en annars fengju Kelly og Spearing fá að koma inná, auk Skrtel sem fengi mínútur til að koma sér í leikform.

Það er auðvitað mjög ólíklegt að þetta sé hárrétt hjá mér en ég sé allavega fyrir mér svona góða blöndu af lykilmönnum og kjúklingum, bæði í byrjunarliðinu og á bekknum.

**MÍN SPÁ:** Við höfum nú ekki alltaf riðið feitum hesti frá neðrideildarliðunum í fyrstu umferðum bikarkeppninnar síðustu árin en ég held að þetta ætti nú alveg að bjargast í þetta sinn. Preston-liðið er með einn markaskorara sem okkar menn þekkja vel og svo væntanlega baráttuglaða miðju þar fyrir aftan en að öllum líkindum ætti þetta að vera formsatriði fyrir okkar menn. Maður veit þó aldrei.

Þetta leggst samt vel í mig. Öruggur og áreynslulaus 2-0 eða 3-0 sigur okkar manna og allir leikmenn heilir fyrir næsta deildarleik, sem skiptir okkur öllu meira máli eins og staðan er í dag.

Áfram Liverpool!

25 Comments

 1. Ég held að Carra fái frí og Sktel eða Agger spili og ég tel líka að Robbie spili, en það er bara ég og ekki er ég stjóri Liverpool.

 2. Öfunda þig ekki KAR að skjóta á byrjunarlið í þessum leik! Held þú sért ekki langt frá því, utan þess að ég held að Keane og Kuyt byrji þennan leik. Svo gæti þetta alveg orðið allt öðruvísi!
  Ég vona svo sjálfur að Reina fái að spila þennan leik gegn Preston. Fer ekki ofan af því að Dudek og Itandje áttu STÓRAN þátt í því að við höfum fallið út úr FA bikarnum undanfarin tvö ár. Tvö af mörkum Arsenal í 1-3 tapi og jöfnunarmark Barnsley í fyrra eru góð dæmi um slaka vinnu markmanns og það að setja Cavalieri í liðið, í hörkukulda gegn gríðarlega hörðu CocaColadeildarliði veit ekki á gott að mínu viti.
  En auðvitað eigum við að gera kröfu á að komast áfram, Rafa er búinn að lenda í auðmýkjandi FA-bikartöpum og ég hef trú á því að hann vilji ekki falla út auðveldlega þetta árið.

 3. Ég er á því að Reina ætti að spila þennan, Diego var ekki sérlega sannfærandi á móti Spurs í deildarbikarnum og auk þess ætti þetta að vera kjörið tækifæri á að leyfa að Torres að sprikla smá og koma honum í gang.
  Ég er búinn að skoða nýja Wembley og þar lofaði ég mér því að þegar Liverpool mætir þangað fyrst að þá mun ég mæta og ég vona að það verði núna, smá efnahagskreppa má ekki fá að skemma slíkt.

 4. Fernando Torres and Martin Skrtel ready to start for Reds – Liverpool FC latest

  FERNANDO Torres and Martin Skrtel have handed Liverpool a major double boost by declaring themselves fit to start tomorrow’s FA Cup clash with Preston.

  Frábærar fréttir fyrir okkur

 5. Hvað er verið að eyða kröftum Torres í þennan leik? Með fullri virðingu fyrir Preston þá held ég að það sé ekki gott að senda Torres út í hasarinn aftur gegn áköfum tæklurum úr 1.deildinni.

 6. Rafa Benitez today confirmed Steven Gerrard will feature in the FA Cup third round clash with Preston North End on Saturday, while Fernando Torres returns to the squad.

 7. Ég hreinlega vona að Torres byrji ekki á morgun. Hann er að stíga upp úr meiðslum og þarf ekki á því að halda að vera tæklaður í spað af hungruðum championship strákum með allt að vinna og ekkert að tapa. Það er hins vegar flott að hann sé kominn í form, kannski að hann taki þrennu á móti Everton!

  Gleðilegt ár.

 8. 1-4 sigur, Gerrard er mikið í mun að sýna sitt besta eftir ósköpin um daginn og skorar þrennu, Riera skorar afganginn.

  Gleðilegt ár!

 9. Tek undir með það að Reina eigi að byrja þennan leik. Finnst líklegt að Carra verði hvíldur.

  Vona að liðið verði líkt þessu:
  Reina
  Darby – Agger – Hyypia- Insúa
  Gerrard – Alonso – Lucas
  Kuyt – Keane – El Zhar

  Meðal varamanna verða svo Torres og Skrtel auk einhverra kjúklinga. Tek það fram að þetta Preston lið er ekkert slakara en t.a.m. WBA og það má ekki vanmeta þetta lið of mikið, sérstaklega ekki á útivelli og það í keppni þar sem minni liðin hafa allt að vinna og ekkert að tapa. Smá mistök hér geta kostað okkur stóra dollu í maí.

  Spái leiknum 1-2 þar sem Keane og Hyypia skora.

 10. Ég vill sjá liðið svona

  ————–Reina———
  Darby—Skrtel–Agger—Dossena
  El Zhar—Lucas—Gerrard—Babel
  ———-Robbie—N’Gog———–

  Ég vill halda Reina áfram enda mikilvægt að klúðra þessu ekki með markmanni í engri leikæfingu.
  Darby í liðið til að hvíla Carragher og Skrtel og Agger í miðvörðinn í þennan leik.
  Dossena finnst mér eiga að fá þennan leik til að sýna eitthvað enda á Insua að sjá um deildina.
  El Zhar finnst mér að eigi að fá heilan leik og hvergi betra tækifæri en núna.
  Babel verður að fá tækifæri á að komast í leikæfingu.
  N´Gog og Robbie frammi og svo setja Torres inná í hálfleik til þess að komast í form.

 11. —–Reina—
  Darby-Skrtel-Hyypia-Insúa
  El Zhar-Plessis-Gerrard-Dossena
  —Babel-N’gog—-

  Ég held að N’gog fari hamförum og skori 2 eða meira, Gerrard á lélegan leik en Plessis bætir upp fyrir það með sínum besta leik fyrir Liverpool í langan tíma. Svo vona ég líka að Torres komi inná rétt eftir hálfleik.
  5-2 !

 12. öööö…. sorry guys and girls, Reina verður ekki með og
  Gerrard verður í góðum gír, Torres vona ég að verði ekki með í tæklingarleiknum…, hinsvegar verða það ungstirnin sem koma okkur áfram.

  MARKALEIKUR – EKKI SPURNING KOMA SVO ALLIR SAMAN NÆR OG FJÆR

  S K Á L Í BOÐINU

  Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

 13. Hvernig væri að reyna að fá Guðlaug Victor Pálsson til þess að skrifa reglulega gestapistla hér á kop.is? Gæti gefið okkur skemmtilega innsýn inn í lífið í Liverpool.

 14. 15 heyr heyr. Ef einhver þekkir til kauða þá væri það mjög skemmtilegur vinkill á þessa annars frábæru bloggsíðu.

 15. Ég vil sjá Benitez stilla upp sínu sterkasta liði enda er þetta FA Cup. Ef Skrtel er tilbúinn til þess að byrja leikinn þá væri gaman að sjá hann spila við hlið Agger í hjarta varnarinnar. Svo mætti jafnvel gefa Torres 10-20 mín ef hann er klár í slaginn svo hann komist í smá leikæfingu fyrir Stoke leikinn.

  Reina
  Carragher – Skrtel – Agger – Insua
  Mascherano – Alonso
  Kuyt – Gerrard – Riera
  Keane

 16. 15: Er eitthvað gaman að heyra af einhverjum Man Utd ketti sem hefur villst inn á Melwood?

  Segi svona, ekki væri það slæmt að fá myndskretta pistla frá honum um fótboltann og lífið í Liverpool.

 17. væri til i ad fa pistla fra Gudlaugi 🙂 , en eg held ad vid vinnum 3-0

 18. jebb, Benitez segist í viðtali ætla að tefla fram sterku liði. Torres sagður í hópnum. Persónulega vona ég að Torres og Skretel fái einhverjar mínútur til að komast aðeins í taktinn. Svo finnst mér að menn eins og Lucas og Keane sem hafa verið að hitna eigi að fá sénsinn og þeir sem hafa virkað þreyttir undanfarið eins og td Kuyt fái hvíld. Annars auðvitað aðalmálið fyrir okkur púllara að komast áfram án þess að einhver meiðist því prestonmenn verða ekkert að spara tæklingarnar.

 19. ‘Asmundur: leikurinn er sýndur á stöð2 sport(sýn) á morgun kl 17:20.
  Eflaust er hann líka sýndur á players.

 20. sammála byrjunarliðinu, á von á mjög svipuðu liði.
  tek undir það að það er gríðarlega mikilvægt að allir komist heilir út úr þessum leik, hætt við e-um meiðslum reyndar þar sem þessi neðri deildar lið eru oft hörð í horn að taka, en vonum það besta og að liverpool liðið nái að skora snemma.

 21. Ánægður með liðið sem Rafa stillir upp í dag að því undanskildu að ég hefði viljað hafa besta markvörðinn sem spilar á Bretlandseyjum og þó víðar væri leitað til að verja mark Liverpool í dag.

  The Reds XI in full is: Cavalieri, Insua, Carragher, Hyypia, Agger, Babel, Riera, Alonso, Mascherano, Gerrard, Keane. Subs: Reina, Torres, Aurelio, Lucas, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Gleðilegt Ár!

Liðið gegn Preston