Newcastle – Liverpool 1-5

Það er búið að vera bið eftir því allt þetta tímabil að Liverpool liðið springi almennilega út og taki leik nokkuð vel sannfærandi. Veit ekki hvort það segi meira um gæði Liverpool eða Newcastle en eftir þennan leik getur maður ekki annað en verið á því að vélin sé hrokkin í gang svo um munar hjá Liverpool FC. Við vorum ekki einu sinni næstum því með okkar besta lið inná en samt mega KR-ingarnir þakka íranum Shay Given kærlega fyrir að vera ekki búnir að verða sér ennþá meira til skammar.


En talandi um liðið, það var bara nokkuð fróðlegt i dag:

Reina

Carragher – Hyypiä – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas

Benayoun- Gerrard – Babel

Kuyt

**Bekkur:** Subs: Cavalieri, Keane, Riera, Alonso, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Það er spilað ansi þétt núna um jólin og líklega var Keane þreyttur eftir síðustu leiki frekar heldur að en að Benitez hafi verið að refsa honum eitthvað sérstaklega með því að láta hann byrja á bekknum í dag og bara ekkert koma inná. Xabi Alonso var einnig settur á bekkinn í þessum leik enda búinn að vera afar dapur það sem af er tímabils, á hans kostnað sáu Mascherano og Lucas um miðjuna. Babel kom svo inn fyrir Riera þannig að Dirk Kuyt var einn upp á topp í dag með Gerrard frískan fyrir aftan sig.

Fyrri hálfleikur
Það er ekki annað hægt en að lýsa yfir mjög mikilli ánægju með fyrri hálfleik í dag, við erum að tala um algera einstefnu frá fyrstu mínútu og aðeins Shay Given gerði það að verkum að Newcastle sá sér fært að láta sjá sig aftur í seinni hálfleik. Félagar mínir sem eru í þeirri villutrú að halda með Arsenal fóru ekki fögrum orðum um leik Liverpool um daginn, sögðu þetta lang leiðinlegasta leik sem Arsenal hefði spilað í ár og gott ef stuðningsmennirir okkar voru ekki bara slæmir líka að þeirra mati, þetta var auðvitað sökum þess að Arsenal náði enganvegin að spila þann fótbolta sem þeir vilja spila og því er ég nú bara nokkuð feginn að þekkja ekki marga sem teljast til harðra stuðningamanna Newcastle, þeir fengu varla boltann nema rétt til að láta okkur fá hann aftur og flest færin okkar voru aldrei þess vant að skila sér á rammann í byrjun leiks. Því var þetta einungis tímaspursmál hvenær, ekki hvort, Liverpool myndi koma blöðrunni framhjá Shay Given. Það gerðist svo loks a ca. 30 mínútu þegar Gerrard smellti boltanum í stöng og inn, eina sem vantaði upp á það snilldarmark var að Bjarni Fel væri að lýsa þessu.
Á 35.mín fengum við síðan hornspyrnu sem hættulegasti skallamaður deildarinnar, Sami Hyypia og í fyrra afgreiddi, snyrtilega í netið 0-2. En það var maður leiksins Steven Gerrard sem tók hornið. Hyppia var síðan rétt búinn að skora aftur eftir horn stuttu seinna en þá var eins og Newcastle hefði ákveðið að mæta til leiks. Duff var dæmdur rangstæður sem var þó nokkuð vafaatriði þar sem Owen skoraði í kjölfarið, en þetta var í fyrsta skipti síðan leikskýrlan kom á skjáinn að það nafn sást. Undir blálokinn fengu þeir síðan tvær hornspyrnur og úr annari þeirra skoraði næstbesti maður heimamanna David Edgar gott skallamark, hreint út sagt fáránlegt að þeir næðu marki efrir þennan fyrri hálfleik og magnað að staðan væri bara 1-2.

Seinni hálfleikur:
Ég hef horft á Liverpool síðan ég man eftir mér (s.s síðan snemma á föstudaginn) þannig að í hálfleik var ég nokkuð viss um að sá seinni yrði alls ekki eins öflugur og sá fyrri. Það var alls ekki raunin, þrjú mörk bættust við og stórvinur minn Ryan Babú byrjaði þetta á 49. mín með stórglæsilegu marki 1-3. Hyypia missti af horni, boltinn fór í Lucas og þaðan í átt að markinu. Þar tók Babel hann og mokaði honum í netið. Við þetta mark var ég mjög feginn þar sem ég var farinn að óttast að okkur yrði refsað fyrir að hafa ekki nýtt færin í fyrri hálfleik. Á 60.mín átti Geremi stórgóða aukaspyrnu í slá, einnig kom Xabi Alonso inná fyrir Benayoun á þessari sömu mínútu. Á 65. mín áttu Lucas og Gerrard gott samspil sem endaði með því að Lucas laumaði frábærri sendingu innfyrir á Gerrard sem afgreiddi tuðruna skemmtilega framhjá Given. 1-4
Á 70.mín var Gerrard gefið frí og inná kom David N´Gog. Fimm mínútum seinna var hann búinn að fiska vítaspyrnu sem Xabi Alonso afgreiddi örugglega, 1-5. Á 78.mín var síðan ranglega dæmd rangstaða á okkar menn en Lucas hefði annars sett okkur í 1-6.
Síðustu tíu mínútunrar punktaði ég síðan ekki neitt hjá mér annað en að Skrtel kom inná fyrir Kuyt, varnarmaður fyrir varnarmann, og það er mjög gaman að sjá þann kappa mættan aftur til leiks.

Niðurstaðan 1-5 sigur í frábærum leik, svo sannarlega besta aðferðin til að losa sig við þynnku.

Leikmenn: Það eru ansi margir sem koma til greina sem maður leiksins í dag enda liðið að spila mjög vel:

Reina var svo öruggur í markinu að hann stökk í sjoppuna í fyrri hálfleik og fékk sér einn sveittann hamborgara og ískaldan Newcastle Brown Ale án þes að nokkur tæki eftir því, athugið að hann þurfti að klára bjórinn réttu megin við gulu línuna svo hann var alveg góðar 5-10 mínútur að þessu.

Í bakvarðarstöðunum voru síðan Carra og Insua, Carra svíkur mann aldrei, það er eins og áður, þeir bræður, boltinn og maðurinn fara afar sjaldan báðir framhjá honum, sóknarlega er hann ekkert geggjaður en það skipti svo sannarlega ekki máli í dag. Hinumegin er síðan Insúa að heilla mig gríðarlega, þessi pjakkur virðist alveg hafa þetta og virkar mjög öruggur þarna sem er afar jákvætt eftir óörugga mánuði með fjörugan ítala þarna. Efa að hann sé að fara mikið úr liðinu næstu árin.

Miðverðirnir hafa verið svipað áberandi í sókarleiknum undanfarið og í vörininni sem er líklega til marks um gæði okkar manna þessa dagana. Hyypia át alla bolta sem hann þurfti að takast á við, skoraði gott mark eftir horn og hefði hæglega getað gert tvö til viðbótar, norðanmenn vissu ekkert hvernig þeir áttu að verjast honum. Agger er að sama skapi að nálgast sitt gamla form og ég held svei mér þá að Carra megi fara að passa sig þegar Skrtel kemur aftur. Allavega kemur Skrtel með afar jákvætt vandamál handa Benitez.

Miðjan í dag var eign Liverpool frá a-ö, við áttum meira að segja smá í miðjunni hjá Newcastle (Guthrie). Spilið var stutt og hratt og gekk vel upp, Lucas átti mjög fínann leik og er bara að koma stórvel inn í leik Liverpool þessa dagana. Mascherano var traustur að vanda en skar sig svosem ekkert úr þannig.

Á könntunum höfðum við síðan Benayoun og Babel. Benayoun hefur líklega bara ekki spilað mikið betur fyrir Liverpool heldur en einmitt í dag og í síðasta leik, átti fínan dag þennan klukkutíma sem hann var inná. Babel var ágætur hinumegin. Hann var ekkert að komast mikið framhjá David Edgar og ég skil ekki ennþá hvaða djók það er að pína hann til að spila kannt þegar það er lítið um sóknarmenn hjá okkur. Kom samt ágætlega frá þessum leik og skoraði eins og áður segir stórglæsilegt mark sem hann var augljóslega ákaflega sáttur við.

Gerrard var síðan frábær í holunni, minn maður leiksins, skoraði tvö og lagði upp eitt, maður hreinlega svitnar við tilhugsunina af honum í þessu formi með Torres fyrir framan sig.

Frammi að ég held var síðan vinur minn Dirk Kuyt. Það er ekki að ástæðulausu að ekkert af mörkum dagsins eða færum ef út í það er farið kom frá framherja Liverpool og ég bara skil alls ekki hvað maðurinn er að gera í þessari stöðu. Þrátt fyrir það fannst mér Kuyt komast ágætlega frá sínu, sérstaklega framan af leik, hann var heilmikið í spilinu og við sóttum linnulítið. Dalaði aðeins í seinni hálfleik og var á endanum gefið frí. Ágætur leikur hjá Kuyt en ég held því ennþá fram að Benitez hafi verið að gefa Newcaslte forgjöf eða síðbúna jólagjöf með því að hafa hann einann frammi. Gummi Ben orðaði þetta best reyndar, “Insua lítur framávið en þar er bara Dirk Kuyt þannig að hann neyðist til að gefa til baka”.

Þetta var snilldin ein(ar) í dag, meira svona takk

Babú

84 Comments

  1. Góður sigur!
    En ætli sé eitthvað til í þessum Glen Johnson fréttum?

  2. Ég er rosalega ósáttur með að Robbie Keane hafi ekki fengið að skora gegn Newcastle.

    Svo missti Babel boltann í innkast einu sinni.

    Bara svona til að finna eitthvað neikvætt að segja. Annars voru þetta heldur betur gleðileg jól. 🙂

  3. Liiiitla snilldin! Yfirvegað spil og yfirkeyrsla yfir hitt liðið..! Þetta er rétta liverpool liðið, vá hvað það var gaman að horfá þá spila! Eins og ég sagði 3+ mörk! Glæsilegt, meirasegja Benayoun fór í klippingu:)

  4. Flottur leikur , Given var nú nokkuð góður þrátt fyrir öll mörkin
    Flott Jól!

  5. Sælir Liverpool félagar,
    Ég var sammála þeim sem gagnrýndu liðsuppstillinguna í dag, enginn Keane og enginn Riera, menn sem hafa staðið sig vel undanfarið og ég var ekki sáttur við Rafa fyrir leik.
    En þvílíkur leikur og þessi fyrri hálfleikur er eitthvað það besta sem ég hef séð til Liverpool síðastliðin ár ! Og þar voru menn sem hafa verið gagnrýndir hér undanfarið en sýndu klassaframmistöðu í dag; og þar ber fyrst að nefna Lucas sem var frábær og hefur sýnt mikið betri frammistöðu í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Ísraelinn sem hefur verið mikið gagnrýndur, hefur einnig verið að spila vel undanfarið, Babel var miklu betri en hann hefur verið undanfarið og var að spila einfaldara og ekki að reyna allt sjálfur. Og ekki má gleyma Insúa, hann lofar góðu og síðan eigum við Torres og Skrtel inni.
    Maður leiksins var nú samt okkar ágæti Steven Gerrard en liðið í heild spilaði frábæran leik, kominn tími til enda hefur frammistaðan verið gagnrýnisverð undanfarið.
    Þetta var bara frábært !
    Jóla-liverpool-kveðjur,
    Kaspi.

  6. Útí Hrísey ???
    Mér er bara fyrirmunað að skilja það hversvegna þú horfir á leikinn út í Hrísey!!!
    Við skattborgararnir á Akureyri greiðum ferjukostnað undir þig á milli menningar og eyjarinnar og þér bjóðast billjón ferðir á dag, á niðurgreiddu verði, og þú nýtir það ekki til þess að koma á Allann á Akureyri og horfa á Liverpool-leikinn ???
    Það ætla ég að vona Babu að þú hafir skýringu á reiðum höndum, sem afsakar að einhverju leyti afhverju þú valdir Hrísey, af öllum stöðum.

    Falleg úrslit í góðum leik.

    Insjallah…Carl Berg

  7. Frábær leikur hjá öllum í dag. Benayoun sérstaklega frískur, hann er snillingur í að taka af skarið og fara á vörnina hjá andstæðingnum þegar þeir eiga kannski ekki von á því. Vanmetinn leikmaður að mínu mati. Babel var oft frekar pirrandi, en hann bætti það svosem upp með því að vera á réttum stað og ná að þrýsta tuðrunni yfir línuna í 3. markinu. Lucas með sinn besta leik hingað til að mínu mati, hrikalega óheppinn að ná ekki að skora.

    Þessum góðu úrslitum var náð með Riera, Keane, Torres og Skrtel fjarverandi (f. utan Skrtel síðustu 10 mínúturnar eða svo), og Alonso einnig á bekknum rúmlega helming leiksins. Maður getur ekki annað en dáðst að breiddinni og verið bjartsýnn á framhaldið.

  8. Svo tregur er ég, að ég þurfti að lesa þetta tvisvar til að átta mig á því að þú værir bara alls ekkert staddur út í Hrísey (enda trúði ég því tæplega uppá þig).
    En það lýtur út fyrir að einhver annar sé í Hrísey, sem klárlega átti að nýta sér ferjusamgöngur og almannafé og mæta á Allann á Akureyri 😉

    Carl Berg

  9. Glæsilegur sigur, og vel spilað hjá okkar mönnum.
    Svo má til gamans geta þess að Fulham eru komnir yfir á móti Chelsea 🙂

    En til lukku öll með sigurinn 🙂

  10. Já Sæll

    Dempsey að skora fyrir Fulham á 10. mínútu

    Fulham 1-0 Chelsea

  11. mér fannst torres ekki sjást allann leikinn, ég meina tilhvers að kaupa rándýrann framherja sem svo getur ekki rassgat?

  12. Jú hann sást nú reyndar, Given varði vel frá honum í lokin og svo fiskaði hann líka vítið.

    Kristján!!

    Hafðu staðreyndirnar á hreinu ef þú ætlar að gagnrýna 🙁

  13. Þetta var það sem knattspyrnuleikur er… Skemmtun frá A til Ö þetta er það sem maður er að borga fyrir smáaura til Stöðtvösporttvö….

    áfram LFC

  14. Torres ? Sannfærandi sigur og ég ætla að leyfa mér að lýsa því yfir að downkaflinn sé búinn. Spáði reyndar 5-0 fyrir LFC en 5-1 er ok.

  15. Þar sem ég er á leið í jólaboð þá segi ég einfaldlega þetta áður en skýrslan frá Babu kemur inn.

    Þetta var hreint út sagt frábær frammistaða hjá Liverpool. Vissulega var Newcastle ekki að dansa í þessum leik en enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir!

    Ég held að ég hafi ekki séð Liverpool spila svona vel síðan 1989-90 tímabilið.

    Það voru allir að spila vel í þessum leik, frá markmanni til fremsta manns.

  16. Maður þessa leiks var Shay Given og er það gjörsamlega útilokað að velja annan sem mann leiksins, skildi vel pirring hans í lokin, var að spila leik lífs síns en var samt að tapa 5-1, en ef ekki væri fyrir hann hefði úrvalsdeildarmet verið sett í dag.

    En þrátt fyrir að skora “bara” fimm mörk getur maður ekki verið annað en sáttur.

    Plúsar:
    Insúa er klassabakvörður, þvílík frammistaða hjá gutta.
    Skrtel er kominn aftur
    Benayoun var nokkuð góður í dag, allavega pirraðist ég ekki mikið á honum.
    Lucas Leiva, þessi brasilíski David Hasselhoff í liði okkar kann svo eftir allt að spila fótbolta og það VEL.
    Ryan Babel fékk vonandi vænan skammt af sjálfstrausti í dag.
    Hægt að hvíla Alonso og Gerrard að hluta til
    Bættum markatöluna okkar um +4
    Liðið var loksins að hreyfa sig án bolta, sem ég sé ekki oft til leikmnana Liverpool.

    Er þetta ekki vænn skammtur af plúsum fyrir komandi ár?

  17. ég er allavega mjög ánægður með þennan sigur í dag, við erum búnir að tryggja það að við föllum ekki. finnst það mjög ólíklegt að við gerum það úr þessu. torres þarf samt að fara að taka sig á ef hann ætlar að halda sæti sínu í byrjunarliðinnu, frekar að nota luis garcia frammi.

  18. Luis Garcia er samt með einhverja heimþrá …. var að heyra það

  19. Oh my!
    Mikið er ég feginn að hafa þurft að éta glórulausu (1-0) spá mína.
    Frábær leikur og liðið geislar af sjálfstrausti!
    Held að Owen hafi verið í rauðri treyju undir KR-bolnum. Allavega spilaði hann þannig.

  20. Sælir félagar.
    Tveir síðustu leikir hafa verið frábærir. Það er gaman að vera Liverpoolmaður í dag.
    Það er nú þannig

    YNWA

  21. Fín skýrsla eftir frábæran leik. Er þó stórkostlega á móti því að Alonso sé að eiga vont tímabil, því talað hefur verið um það að gamli góði Alonso hafi verið kominn aftur. Og hann hefur verið meira traustur en ekki það sem af er tímabilinu.

    En glæsilegur leikur sem hefði að ósekju mátt enda 9:0 … frábærir yfirburðir, glæsilegur leikur. Liverpool er hrokkið í gírinn, Liverpool will be difficult to beat. Setningu dagsins fannst mér þulur Sky eiga, þegar Michael Owen fór út af og sást á hnéð á honum: “Many supporters say at least he still bleeds red…” 🙂

    Gerrard maður leiksins! Annars var liðið frábært! Áfram Liverpool!

  22. Ég fór bara í mína 3 mánuði í sóttkví í Hrísey áður en ég fékk að koma til landsins, ekki þurft að fara þanngað síðan 😉
    Olli er hinsvegar ennþá sendur þanngað reglulega.

    og Doddi, þetta var að sjálfsöðgu kaldhæðni með Alonso (svipað og með markið hjá Babel;)

  23. Drullugóðir Liv menn, eins og á móti Bolton, hef engu yfir að hvarta, nema hvenær kemur Torres? varla í bikarnum þar sem er barist upp á líf og dauða, og þar sem meiðslin verða mest. Vona að chel$$$$ tapi. Já já. 🙂

  24. Flottur sigur og gaman að vinna 1-5 á útivelli þrátt fyrir að spila manni færri í 80min. Gerrard klárlega maður leiksins og gaman að sjá hvernig Babel gjörsamlega sleppti sér þegar hann skoraði, sá var sáttur.

    Það var enginn að spila illa, Lucas var góður og meira að segja Benayoun var fínn. Pepe átti nokkur shaky moment en það kom ekkert á sök. Insua er algjörlega búinn að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna og maður getur ekki annað en verið sáttur með pilt. En við erum komnir með fjögra stiga forskot á toppnum, reyndar var Fat Bastard að jafna fyrir Chel$ki gegn Fulham.

    Ég er sáttur og eftir svona framistöðu þá verður maður sveittur á efri vörinni af tilhugsuninni að fá Torres til baka, þá yrði actually sóknarmaður inná sem var ekki í dag fyrr en N’Gog kom inn.

  25. Ég trúi því ekki að ég hafi fallið svona kylliflatur fyrir þessari kaldhæðni 🙂 Sjitturinn! 1:0 fyrir Babu! 🙂

  26. Fyrri ummæli mín lentu ekki í síunni, en núna lenda þau seinni í henni… what gives? Kudos til Babu 🙂

  27. …og btw, fannst engum að Taylor ætti að fá rautt þegar hann reyndi að skalla Pepe? Mér fannst þetta bara klár árás og hann var stálheppinn að meiða ekki Reina.

  28. Ég hef bara ekki hugmynd um það hvernig þessi sía virkar, en hún er full öflug. Líklega er þetta eitthvað að gera með að það komi mörg komment (tvö í þessu tilviki) á stuttum tíma, eins virðist þessi sía hafa mikla complex-a gagnvart linkum, við samþykkjum þetta um leið og við sjáum.

  29. Hafliði viltu ekki bara fara eitthvað annað ef þú ætlar að vera með einhver leiðindi 😉

  30. Djöfull er ég sáttur við Super Danny Murphy og co, ég hafði svo sannarlega aldrei trú á þeim!

    Verst með bölvaða nallarana

  31. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Farnir að spila eins og herforingjar, ekkert hikst eða hik, bara keyrt á fullu. Það er svo gaman að horfa á þá í þessum ham.

    og líka, takk Fulham!

  32. þannig að LIVERPOOL er komið með þriggja stiga forskot á Cehe$$$$$. Frábært og WBA komið í 2- 0 á móti Tott þannig að Middlesbro gætu alveg strítt M U, hver veit..

  33. Middlesborough eiga það til að spila vel gegn stóru, sterku liðunum. Hver man ekki þegar þeir skelltu United 4-0 hérna tímabilið 2005-6 ef ég man rétt. Hver veit nema það gerist aftur 🙂

  34. ”Xabi Alonso var einnig settur á bekkinn í þessum leik enda búinn að vera afar dapur það sem af er tímabils”

    Hvaaaaaaaað í andskotanum sérð þú við frammistöður Alonso sem fær þig til þess að segja þetta ? Ég er alveg algjörlega 100% ósammála þessu góði minn! EN yndisleg 3 stiga forysta yfir jólin, fráááábært!!:)

  35. Snilld. Virkum sannfærandi í síðustu leikjum. Eigum svo eitt stykki Torres inni. Flottur leikur og góð leikskýrsla, verð þó að taka undir með nr. 23 skil ekki gagnrýni á Alonso sem hefur verið fínn þetta tímabil og allt annar en í fyrra td. Chelsea töpuðu svo stigum á móti Fulham, bara flott mál. Sennilega of bjartsýnt að vona að man utd misstígi sig á móti getulausu liði Middlesborugh.

  36. Einar mér sýnist þú verða að setja grín eða kaldhæðni í sviga fyrir aftan þegar þú ákveður að setja mál þitt fram á þennan hátt. Menn eru bara ekki að ná þessu.

  37. sem gamall markmaður hefði ég viljað sjá Reina fara með hnéð í kassann á Taylor þegar að hann greip boltann rétt áður en Taylor réðst á hann og sýna aðeins hver ræður… annars púra rautt á Taylor fyrir árás, sæll ég hefði bilast hefði hann gert þetta við mig

  38. “Xabi Alonso var einnig settur á bekkinn í þessum leik enda búinn að vera afar dapur það sem af er tímabils, á hans kostnað sáu Mascherano og Lucas um miðjuna.”

    ha!? er alonso búinn að vera dapur á þessu tímabili???

    Annars snilldar leikur, allir að standa sig vel.

  39. Frábær leikur og mjög gott veganesti inn í nýja árið!
    Það eru 2 leikmenn í seinustu 2 leikjum sem að hafa hrifið með með sér, loksins!
    Lucas Leiva og Benayoun eru bunir að spila seinustu 2 leiki alveg hreint gríðar vel. Henda bara Kuyt á bekkinn á móti litlu liðunum, leyfa Benayoun að spreyta sig með Torres/Keane frammi.
    Frábært.

    Já og mikið hefur Alonso spilað illa í allan vetur, skelfilegt.

  40. Ég er ekki alveg með á nótunum í þessu Alonso hjali ykkar, er þetta ekki örugglega einhverskonar form af kaldhæðni?

    Alonso búinn að vera besti leikmaðurinn so far á tímabilinu.

  41. já er ekki alveg að ná þessu með alonso. finnst hann bara búinn að vera mjög solid með eitraðar sendingar þegar hann spilar djúpann með gerrard, lucas eða mascherano.

  42. Þessi dagur er náttúrulega bara snilld…. :-). Magnað að okkar menn skuli taka Newcastle í nefið. Og .. takk Fullham.. :-).

  43. Hjá hverjum einasta Liv, manni voru slæmar sendingar og menn gera mistök,,en þaug voru færri en það sem gekk upp. Af hverju eigum við að velta okkur upp úr mistökum, í staðin fyrir að hrósa því sem var gott, sem var oftar en það slæma. Er bara drullu sáttur. 😉

  44. Nr. 45 Jói

    Híhí nei nei þetta er skemmtilegra svona 😛

    Alonso hefur spilað þannig í vetur að fyrir mér er varla hægt að taka þetta öðruvísi heldur en sem kaldhæðni.

  45. Já þetta er reyndar alltaf að verða fyndnara:) Enda ekkert gaman að skýra út brandarana sína þekki það frá fyrstu hendi.

  46. ,,Xabi Alonso var einnig settur á bekkinn í þessum leik enda búinn að vera afar dapur það sem af er tímabils,,
    Ertu að grínast eða hefurðu ekki hundsvit af fótbolta?

  47. Magnaður leikur og hressandi í þynnkunni. Einnig held ég að menn ættu að temja sér þá reglu að lesa yfir þau komment sem komin eru. Þá þyrftu menn til dæmis ekki að vera röfla enn yfir þessari kaldhæðni hjá Babu.
    Gleðileg jól og farsælt komandi Liverpool ár!!!

  48. Er ég sá eini sem læt það fara í geðið á mér, að United eigi þrjá leiki til góða ?
    Geta þeir ekki bara spilað sýna leiki eins og önnur lið ? Ég þoli ekki þetta lið, og ég þoli ekki þegar þeir eiga svona marga leiki til góða. Það getur oft komið fyrir að lið þurfa að eiga einn leik inni eða svo, en mér finnst United alltaf eiga leik inni, og núna eru þeir þrír…og ég er að láta það fara í pirrurnar á mér…

    Annars er þetta ekki dagur sem maður á að vera að pirrast yfir einu eða neinu……þetta var ljúfur dagur

    Carl Berg

  49. Já Sissi það gengur ekki að láta menn sem hafa ekki hundsvit á fótbolta sjá um leikskýrsluna. 😉

  50. Ég vil frekar vera á toppnum heldur en að eiga þrjá leiki inni sem með sigri gætu skilað mér á toppinn. Við höfum margoft klúðrað þannig stöðu. Þetta auglýsingamót sem þeir fóru á Í JAPAN er auðvitað bara djók en þar er aðalástæða þess að þeir eiga leiki inni.

  51. Pistilritari mætti fylgjast betur með leiknum, Owen kom fyrst í mynd á 12. mínútu þegar hann hnaut um lappirnar á Carra.

    Annars þykir mér það vel af sér vikið að vinna þennan leik 10 á móti 11. Viss um að genarannsókn myndi leiða í ljós það að Babel er afkvæmi Riise og Bílskúrshurðar…
    😀

  52. ef einhver vogar sér að gagnrýna Xabi Alonsa.. þá getur sá hinn sami bara farið að fylgjast með ameríska fótboltanum í staðinn!! Hann er klárlega búin að vera einn okkar allra besti leikmaður í vetur! ég gjörsamlega elska að horfa þennan mann vera að dreifa spilinu.. svo missir hann aldrei boltann og er alltaf búin að hugsa hvað hann ætlar að gera áður en hann fær boltann! Skil ekki fólk sem ætlar sér að gagnrýna Xabi!!!

  53. Nú grunar mig að kaldhæðnin sé farin að geta af sér meiri kaldhæðni :/
    Annars vil ég taka undir með komennti #59
    Happy day 🙂

  54. Babu þú hefur þá getað vaknað í leikinn þrátt fyrir kvíðakastið sem þú varst í í gær útaf leiktímanum;-)

    Leiðinlegt með myndavélina! hahaha

  55. Eftir svona leik þá nennir maður ekki einusinni að röfla yfir sápuhönskunum hans Reina. Ef Given hefði ekki verið í toppstandi þá hefði leikurinn getað endað 10-0. Bara frábærframmistaða, sérstaklega í fyrri hálfleik. Enda vörn Newcastle eins og vængjahurð.

  56. Alonso er búinn að spila alla leiki með Liv, því ekki að hvíl’ann, ég skil ekki að menn og (konur) segi að hann sé slappur BULL

  57. HAHAHAHAHAHAHAHA….

    Maður getur ekki annað en hlegið af þeim mönnum sem brjálast hérna útaf þessu Alonso dæmi…LESIÐI öll commentin og svo á milli línanna í skýrslunni. Kannast engin ykkar við kaldhæðni? Hún er svo augljós þarna :p

  58. Haha þessi Alonso brandari er toppurinn á frábærum degi.

    Annars var línuvörðurinn fjær maður leiksins, hann kom í veg fyrir þrjú lögleg mörk hið minnsta 🙂

    Annars fannst okkur félögunum einkar skemmtilegt að sjá varnarlínuna síðustu mínúturnar þar sem fjórir svakalegustu miðverðir deidarinnar stóðu vaktina 🙂

  59. Þetta er snilld dagsins, bæði leikskýrlan, Hrísey, Alonzo og allt bullið.
    Og toppurinn er svo þegar Fulham tekur 2 stig af Chelsy.

    Allavega, topp leikur hjá okkur, ótrúlegt að á BBC er Given valinn maður leiksins með 8,90 í einkun en fékk á sig fimm mörk. BBC ákvað að kommenta sérstaklega á það mál.

    Gleðilegt ár félagar, lets keep it up.

  60. Jahá. Rafa gagnrýndur fyrir leikinn fyrir að rótera liðinu innan við tveimur sólarhringum eftir síðasta leik. Vinnur 5-1 á útivelli á meðan hann pósar fyrir myndir uppí stúku. Virðist vita eitthvað aðeins meira um þetta þjálfaradæmi en við hin. 😉

    Annars veit ég ekki hvort þetta var bara góður sigur hjá okkar mönnum eða hvort þetta var líka ömurlegt tap hjá Newcastle. Það er allavega langt síðan ég sá jafn lélega vörn í Úrvalsdeildarleik (sennilega bara Derby á Anfield í fyrra). Newcastle-menn, eins og flestir aðrir sem vilja græða, opnuðu greinilega flugeldasöluna í dag og okkar menn versluðu og skutu upp helling af flottum rakettum.

    Markið hjá Babel er eiginlega sérstaklega minnisstætt úr þessum leik, því það er sennilega fyrsta markið sem ég man eftir að hafa nokkurn tímann séð þar sem varla er hægt að þakka markaskoraranum fyrir að hafa gert neitt gott í að skora markið. Ég meina það ekki illa gagnvart Babel heldur var Newcastle-vörnin svo hlægilega léleg í því marki að maður gat ekki annað en hlegið með Babel þegar hann skokkaði sjálfur hlæjandi að hornfánanum. En samt, heill leikur hjá Ryan í dag og mark, vonandi eykur þetta sjálfstraustið hans.

    Allavega, okkar menn hafa víst ekki enn leikið “vel” í deildinni en eru með 3ja stiga forskot á næsta lið, 22 mörk í plús eftir 20 leiki og þetta hefur allt verið áorkað ÁN Fernando Torres. Endurkoma hans mun bara styrkja það lið sem er að leika best í Úrvalsdeildinni þetta rúmlega hálfa tímabil sem af er. 😀

    Maður getur ekki annað en brosað fram í miðjan janúar. Ég hlakka til næsta deildarleiks. Við skuldum Stoke City víst mark …

  61. frábær leikur á allan hátt það er aðeins hægt að setja út á eitt og það er að við skoruðum ”bara,, fimm mörk sem kallast nú gott (vanalega) en hefði viljað sjá 7-8 vorum mjög óheppnir (þá sérstaklega Lucas). finnst skemmtilegt að sjá hvað sumir eru að svara gagnrýninni með frábærri spilamensku þá má hels nefna Lucas leiva og Benayoun, einnig frábært að sjá að Insúa ætli hreinlega að hirða LB stöðuna, frábært að sjá hvað er komin góð breidd í hópinn, sum stór nöfn þurfa bara að fara að passa sig hreinlega á að missa ekki bara stöna í byrjunarliðinu eins og Carra sem þarf að berjast við Agger, Skrtel og hyppia!

  62. such a perfect day.

    newcastle slakir, liverpool góðir, það endar bara með bursti.

    sami hyypia er snillingur í hornum, hann er með fáránlega góð hlaup, tímasetur þau fullkomlega og er ALLTAF þar sem boltinn er. Finn ekki marga sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessum fræðum!

    lucas er heldur betur að spila vel þessa dagana, þessi sending hjá honum inn á gerrard mann leiksins var “delicious”.

    gerrard náttúrlega klárar færin sín snilldarlega og verðskuldar að vera maður leiksins.

    en frábært að enda árið á þennan hátt, nú er bara að halda áfram og skemmta sér 🙂

  63. Frábært.
    Enginn Torres, enginn Keane, enginn Riera, lítið af Alonso.
    Enn einn leikurinn sem við höldum bolta upp undir 70% og frábært að sjá liðið leika eins og einn maður!
    Samvinnan í sóknarfærslunum var svakalega flott, þar megum við ekki gleyma Kuyt sem var gríðarlega öflugur að tarfast í varnarsleðunum, eða hlaupunum hans Gerrard inn og út úr senternum.
    Lucas Leiva er sýnilega flottur fótboltamaður og Insua er framtíðarlausnin held ég bara!
    Frábær dagur og toppaði allt að heyra “Travelling Kopites” söngla, we’re gonna gonna win the league”.
    Er ákveðinn í því að frá og með deginum í dag er ég alveg harðákveðinn í því að halda því fram af sannfæringu að titill númer nítján er verulega mikill möguleiki. Frammistaðan að undanförnu verið góð og greinilegt að breiddin hjá okkur er svakaleg.
    Fyrst við höfum náð þessum stigum án “El Nino” getur það ekki versnað eftir að hann mætir á svæðið!
    YESSSSS!!!

  64. Flottur leikur og frábær Jól, Carl Berg leifur Man Utd að eiga þessa leiki inni, þeir eru ekki búnir að vinna þá og rúsinan í pilsuendanum að þó að þeir innu þá alla þá næðu þeir okkur ekki. Og ég er alveg eins og þú, hata þetta Man Utd drast og þá sérstklega G Nevile…. En eins og þú segir svo réttileg þá er þetta bara dagur til að gleðjast…. og ég er bara eiginleg kátur….. Áfram Liverpool…

  65. Ég held að það sé alveg ljóst að Hyypia verður að fá áfram sjénsinn að minnsta kosti fleyri leiki en hann fékk áður en meiðslavandræðin byrjuðu í vörninni, hann hefur staðið sig gríðarlega vel og enginn af okkar varnarmönnum er eins mikil ógn í teig andstæðinganna.

  66. Ég sé að menn eru jákvæðir í dag. Sem er vel, enda full ástæða til. Glæsilegur 5-1 útisigur á Newcastle og við, ennþá – efstir í deildinni.

    En stóra myndin breytist ekki. Lið sem leggja megináherslu á sóknarleik en leggja minna upp úr vörninni hafa alltaf reynst Rafa auðveld bráð. Það kemur manni þess vegna ekkert rosalega á óvart að við höfum unnið stórsigur í gær.

    En Akkilesarhællinn er ennþá getuleysi gagnvart slakari liðunum sem pakka í vörn á Anfield. Það hefur ekkert breyst. Ef titillinn kemur í hús, verður það þrátt fyrir þetta vandamál. Ef titillinn kemur ekki í hús, verður það vegna þess vandamáls.

    Heildarmyndin hefur semsagt ekkert breyst. Við erum í heildina litið á góðu róli, eigum bullandi séns á titli. Erum efstir og verðum það fram yfir áramót.

    En fyrst að menn eru á annað borð komnir í bjartsýnishaminn, þá vill ég biðja menn að geyma hann vel og spara svartsýnisrausið næst þegar stigin tapast. Einn leikur til eða frá breytir litlu varðandi heildarmyndina. Hún breyttist ekkert eftir þennan Newcastle leik og mun ekkert breytast næst þegar við gerum 0-0 jafntefli á Anfield.

  67. Það jákvæðasta við leikinn er klárlega það að Skrtel spilaði aftur!!!

  68. En samt Kristinn.
    Bolton heima leit líka vel út og við skulum vona að aðferðin í þeim leik, hápressa og hraði virki áfram!

Liðið gegn Newcastle

Gerrard handtekinn í nótt?! (uppfært x 3)