Jólaóskin mín

Kæri Jólasveinn,

ég hef verið einstaklega þægur í ár. Þegar Hitt liðið vann alla stóru titlana í vor sýndi ég virðingu og yfirvegun og óskaði stuðningsmönnum þeirra til hamingju, jafnvel þótt þeir gerðu stólpagrín að mér og mínum. Þegar Ríka liðið sló okkur loksins út í Meistaradeildinni í vor tók ég því með jafnaðargeði, og ég stillti mig um að öskra „gott á þig!!!“ þegar fyrirliði þeirra rann á rassinn í Moskvu.

Ég hef það sem af er á þessu tímabili brosað í gegnum tennurnar á meðan Robbie Keane hefur valdið vonbrigðum, Dirk Kuyt hefur klúðrað dauðafærum með lélegum fyrstu snertingum og Peter Crouch hefur leikið fyrir annað lið, vitandi að við hefðum getað notað hann í fjarveru ákveðinna manna á löngum köflum í vetur. Ég hef meira að segja náð að stilla mig um nafnaköll og upphrópanir þegar Ryan Babel hefur sýnt svo ekki verður um villst að maðurinn sem fyllti okkur þvílíkri von síðasta vetur virðist hafa horfið sporlaust í sumar.

Ég hef verið einstaklega þægur og mér finnst ég eiga eina ósk skilið. Ég mun ekki biðja þig um sigur í einhverri keppni, þar sem ég veit að það er engin alvöru dolla útkljáð í desember. Ég mun ekki biðja þig um neitt fyrir sjálfan mig, einu sinni.

Sjáðu til, jólaóskin mín í ár er eins óeigingjörn og hægt er að hugsa sér. Það eina sem ég vil þessi jólin er að ungur drengur, piltur sem ég hef aldrei hitt og býr hinum megin við hafið, geti notað báða fótleggi sína án frekari skakkafalla það sem eftir lifir þessu tímabili.

Elsku Sveinki, plís leyfðu Fernando Torres að spila!

Ykkur lesendum síðunnar óska ég gleðilegra jóla. Vonandi höfum við jafn góðar ástæður til að rífast eftir hátíðarnar og við höfum haft hingað til. 🙂

38 Comments

 1. Jamm,,vil fá Torres í jólagjöf líka.
  Hef fulla trú á að Babel hefði leyst hlutverk hans með sóma ef Benitez væri ekki búinn að brjóta sjálfstraust hans markvist niður.

 2. Elsku Sveinki, mín ósk er að Kristján Atli fái sína ósk uppfyllta. 🙂

  Góðar jólakveðjur til allra Liverpool manna

 3. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt að við séum efstir á meðan Torres hefur nær ekkert spilað. Ef hann verður heill seinni hlutann á tímabiliu þá eigum við frábæran möguleika á dollunni.

 4. NFL – Þakka þér fyrir. Þín jólaósk er enn óeigingjarnari en mín. Nú hlýtur hún að verða uppfyllt!

  einare, hvar er jólaskapið? Sleppum þessari umræðu í dag. 🙂

 5. Jólapistill frá himnum og ég vona innilega að sveinki sjái um viðvik innan Evrópska Efnahagssvæðisins líka!
  Gleðileg jól öll og höldum áfram að vona og trúa, því trúin flytur fjöll!!!

 6. Ef einhver á skilið að fá ósk sína uppfyllta að þá ert það þú fyrir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í þessa síðu.

  Óska öllum Púllurum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

  YNWA

  • Þetta er í raun alveg óskiljanlegt að við séum efstir á meðan Torres hefur nær ekkert spilað.

  Þetta er kannski ekkert eins óskiljanlegt og margir halda! Liðið er mun stærra en bara Torres og Gerrard. Auðvitað skipta þeir hrikalega miklu máli, en það er síður en svo vonlaust fyrir okkur að vinna án þeirra. Að við séum á toppnum núna er aðallega því að þakka að við höfum tapað EINUM leik það sem af er tímabili, og það var þjófnaður um hábjartan dag. Liðið er gríðarlega þétt og gefur ekki mörg færi á sér, eins býr það yfir gríðarlegum karakter sem hjálpar mikið til og cover-ar að einhverju leiti þann missi sem er af Torres. Með Torres lítur sókarleikur okkar töluvert gáfulegar út og er mikið mun beittari, án hans fáum við alveg okkar færi ennþá og skilum í það minnsta allavega stigi í hús. Það hjálpar auðvitað að andstæðingar okkar hafa verið að hiksta líka, meira en oft áður, en það gefur manni von að maður sér svo augljósa möguleika á því að Liverpool geti stórbætt leik sinn eftir áramót, með smá heppni auðvitað og því að ósk KAR til Sveinka rætist.

  Vona innilega að ósk KAR til Sveinka rætist, sveinki er reyndar að fara á vígalegt fyllerí í kvöld þar sem dágóð vinnutörn verður að baki og hann er í fríi fram að þrettándanum. Þannig að það er óvíst að hann fari mikið á netið og skoði póst fram að því!

  Ég myndi óska gleðilegra jóla núna, en who am I kidding, ég kíki hérna örugglega aftur á morgun 😉

 7. Tek undir óskina hans Kristjáns, og vil bæta minni ósk við, að Torres meiðist ekki næsta og næsta og næsta tímabil. Gleðileg jól og farsælt Liverpool tímabil.

 8. Fabregas verður frá næstu 4 mánuði þannig að ég held að Arsenal sé ekki líklegt til þess að vinna deildina.

 9. Sorrý strákar (og stelpur), ég get ekki orðið við þessari ósk.
  Skal samt kalla Voronin til baka úr láni ef þið viljið.

 10. Robbie kjellinn farinn frá Blackburn.. samningslaus fínt að fá hann aftur? eða ekki?

 11. Ég óska okkur öllum gleðilegra jólahátíðar og farsælla 6 stiga fyrir ármót.
  því trúin flytur fjöll og hugurinn og metnaður rest LIVERPOLL FOOTBALL CLUB

 12. Ég vona að óskir þínar (og mínar) rætist allar, en vitið þið eitthvað um það hvenær er gert ráð fyrir að Torres geti farið að spila aftur ??

 13. Arsenal verður í baráttu um 4 sætið þar sem Fabbi er frá í 4 mánuði og kominn er tími á reglubundin meiðsli hjá Van Persie.
  Það er eitthvað ójafnvægi hjá Chelsea síðustu vikurnar sem er reyndar ekki skrítið þar sem Drogba, Terry, A. Cole, Carvalho, Ballack gætu drepið flesta úr leiðindum.
  Manchester verður pottþétt í baráttunni en það fer mikið eftir því hvort Ronaldo klárar tímabilið svipað og það síðasta.
  Ég er alveg sannfærður um að Liverpool verður í baráttunni til enda en hjá okkur er líka örlagavaldur sem ákvarðar hvort við endum í 1, 2 eða 3 sæti. Mér sýnist það vera jólasveinninn sem ákveður hvar við lendum!

 14. OG Skertl er mættur á svæðið á full throttle! Held að við getum bara verið jákvæðir með framhaldið, ekki að þetta hafi eitthvað verið rosalega neikvætt hingað til! 🙂

  Gleðileg jól Púllarar nær og fjær!

 15. Eftir mikla hugsun að baki hef ég ákveðið að bregðast við ósk þinni og mun leyfa Torres að spila meiðslalaust eftir áramót. Ég er búin að fá þúsundir óska en það var eitthvað við þessa ósk sem mér fannst vera einlægara en við aðrar.

 16. Ok, víst að Jólasveinninn ætlar að uppfylla óskina hans Kristjáns, má ég þá bæta við minni:

  Kæri Jólasveinn! Geturðu fært Liverpool Úrvalsdeildartitil á næsta ári? Ég er búinn að biðja um þessa jólagjöf í nærri því 20 ár. Láttu þetta vera árið.

  Gleðileg jól öll!

 17. Sælir félagar
  Ég ætla að vera svo óeigingjarn að sleppa að minna jólasveininn á ´skina hans KAR. Þess í stað ætla ég að biðja hann um að láta óskina hans #2 NFL rætast því hún er svo óeigingjörn og falleg og réttlætanleg og allt. 🙂

  Gleðileg jól félagar af öllum kynjum, öllum kynþáttum, í öllum sólkerfum í öllum alheimi. 🙂 Áfram svo lið allra liða og allra tíma og allra veralda: LIIIIVEEEERPOOOOOOOL!!!!

  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Gleðilega hátíð!

  Kæri Jólasveinn.
  Hérna kemur óskalistinn minn:
  1. Enski titillinn
  2. Evrópumeistari
  3. Bikarmeistari

  takk

  Er ekki örugglega aðfangadagur?
  Reds consider Pennant bid

 19. Hræddur um að Alonso fari til Arsenal 14 mill
  Babel og Agger til Italíu 34 mill
  Pennant til Real 6 mill
  Dosena til KR – 1 Mill
  Dirk Kuyt til Hol 7 Mill
  Torres til Sánar 18 mill
  Glrðileg Jól

 20. Sævar hvað bull er þetta í þér maður…………..Dossena kæmist aldrei í KR.

  og Aggi er 24.des eitthvað tengdur 1.apríl þarna á bretlandi!?

 21. Ég vil nota tækifærið og óska öllum Liverpool-aðdáendum ,nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!!!! Ég er alveg hand viss um að við vinnum einn stóran titil í Apríl eða Maí. Það er allavega mín stærsta ósk!!!!

 22. Ég ætla að vera hógvær, og óska þess að síðustu leikir hafa verið down kaflinn hjá LFC. Og nú með tilkomu Torres munu þeirt brillera.

  YNWA

 23. Ég fékk Liverpool kaffibolla í jólagjöf og vaknaði snemma til að fá mér kaffi.
  Er hægt að fá eitthvað stærra og betra en það í jólagjöf?
  Ég held ekki.

 24. Fékk líka Liverpool könnu í jólagjöf og finn aukinn styrk með því að drekka úr henni núna!

  Mæli með þessu…

 25. Jólaóskin mín er einföld: að ég geti brosað framan í ákveðna einstaklinga í vor sem halda með fáránlegum liðum í EPL! 🙂

  Í fyrra fékk ég frá mínum konum hérna á heimilinu Liverpool-glas, Liverpool-könnu, Liverpool vatnsbrúsa, Liverpool handklæði, Liverpool sængur- og koddaver. Í ár fékk ég Liverpool húfu og svo Liverpool outfit á litla ófædda krílið mitt sem kemur í heiminn 1. apríl 2009… er þetta ekki fyrirboði um titil? 🙂

  Gleðileg jól kæru vinir!!!

 26. Heimavallar rekordið okkar gegn Bolton er alls ekki slæmt í síðustu leikjum:
  Nóv.2007 4-0
  Jan.2007 3-0
  Apr.2006 1-0
  Apr.2005 1-0

 27. Hvaða óþolinmæði er þetta Ásmundur 🙂
  Leyfa hangiketinu að setjast í belginn í rólegheitunum……….sclaka….sclaaaaka…….

 28. Engin óþolinmæði hérna, maður vill bara sjá og tala meira um fótbolta. Enda frábært að geta verið í jólafríi og horft á bolta.
  En upphitunin er kominn…..

Hverjir eru á toppnum um jólin?

Bolton á morgun