Arsenal 1 – Liverpool 1

Okkar menn fóru á Emirates í dag og gerðu jafntefli við Arsenal 1-1 í frekar bragðdaufum leik.

Rafa Benitez var enn að jafna sig eftir aðgerð, þannig að Sammy Lee stjórnaði liðinu í dag. Benitez sá hins vegar um að velja liðið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Einsog ég sagði fyrir leikinn þá var ég mjög sáttur við þessa uppstillingu. Mascherano og Dossena voru ekki leikhæfir, þannig að Lucas og Insúa spiluðu fyrir þá og skiluðu þeir báðir sínum mjög vel.

Í fyrri hálfleik var Arsenal liðið ögn sterkara, án þess að eiga neinn stórleik. Liverpool átti hættulegasta færið þegar að Gerrard fékk boltann frá Keane í upplögðu færi en skaut beint á Almunia. Um miðjan fyrri hálfleik gaf Nasri sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Robin van Persie, sem snéri Carragher af sér á frábæran hátt og negldi boltanum í netið óverjandi fyrir Pepe Reina. 1-0 fyrir Arsenal.

Liverpool liðið hélt áfram að vera hálf dauft án þess að Arsenal væri sérstaklega sannfærandi. Jöfnunarmark Liverpool kom þó nánast uppúr engu. Daniel Agger dúndraði fram eftir sókn Arsenal á **Robbie Keane**, sem að tók boltann á lofti og dúndraði í þaknetið hjá Almunia. Frábært mark.

Stuttu seinna hefði Liverpool geta komist yfir þegar að Dirk Kuyt gaf fyrir á Steven Gerrard, sem var í dauðafæri en tókst að dúndra boltanum uppí stúku.

Í seinni hálfleik var Liverpool mun sterkara liðið. Okkar menn áttu nokkur færi, en Almunia varði vel. Á 62. mínútu fékk Emanuel Adebayour svo rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Fabregast hafði í hálfleik farið útaf meiddur.

Nú teljast það seint slæm úrslit að gera jafntefli á Emirates. HINS VEGAR þá spilaði Liverpool liðið einum fleira í 30 mínútur gegn Arsenal og það Arsenal lið án Cesc Fabregas. Okkar menn voru að berjast við Song og Diaby á miðjunni. Ef það var einhvern tímann tækifæri til að vinna á Emirates, þá var það í dag. Samt voru okkar menn einstaklega daufir síðasta hálftímann og það var hreinlega einsog menn væru ekkert sérstaklega hungraðir í sigur. Voru hreinlega sáttir með jafnteflið.

**Maður leiksins**: Þetta er frekar erfitt val þar sem það skaraði enginn framúr. Gerrard var slappur í dag og Keane sást lítið en hann skoraði markið. Lucas var betri af miðjumönnunum tveimur. Riera sást lítið og Kuyt var lélegur, sérstaklega þegar hann fór í senterinn. Varamennirnir Babel og N’Gog gerðu lítið, en Zhar var einna skástur af þeim. Vörnin var fín og Reina hafði ekkert að gera. Ætli bakverðirnir hafi ekki bara verið skástir. Insúa var fínn, en ég ætla að velja **Alvaro Arbeloa** sem mann leiksins. Hann var ekkert framúrskarandi, en hann var traustur og ógnandi í sókninni.

Núna þurfum við að treysta á Everton til þess að okkar menn verði áfram í efsta sætinu um jólin. 7 stig gegn Man U, Arsenal og Chelsea (þar af tveir leikir á útivelli) er mjög góður árangur, en þetta hefði samt átt að enda með sigri í dag.

86 Comments

  1. Eins og þetta voru nú svekkjandi úrslit (heyra í manni, kvartandi undan 1-1 á Emirates eins og það sé skandall) þá er Insúa klárlega maður dagsins. Ef menn hefðu fengið spurninguna “Hvaða bakvörður mun spila best í leiknum” korter í fjögur í dag og valmöguleikarnir væru Insúa, Arbeloa, Sagna og Clichy hugsa ég að fáir hefðu tippað á litla Argentínubúann.

  2. Insua án efa MOM.. mergjaður leikmaður á ferð. Allaveganna betri en pulsurnar Dossena og Aurelio. Hefðum átt að klára leikinn 1 fleiri.

  3. Insua afar hress þarna í bakverðinum, Arbeloa og Kuyt mjög góðir líka fannst mér og Lucas orðinn allt annars leikmaður en hann var í fyrra.

    Babel aldrei aftur á kantinn takk. Hann er algerlega handónýtur þar. Annað hvort að hafa hann bara á bekknum eða frammi.

  4. Þetta rauða spjald var klárlega djók og ef united vinna leikina sína þá eru þeir 1 stigi á eftir okkur og búnir með alla erfiðu útileikina

  5. Sú ákvörðun að taka Robbie Keane útaf fyrir El Zhar og setja Kuyt einan fram var ein sú metnaðarlausasta sem ég hef séð. Um leið og Adebayor fékk rautt þá áttum við að setja auka framherja með Keane og pressa á þá, en í staðinn settum við Kuyt einan upp og leyfðum Arsenal að pressa á okkur, einum færri! Vel gert!

  6. Ég ætla að fá að vera sáttur við margt í dag, þá kannski fyrst og fremst það að Arsenal skapaði sér 1 færi þær 62 mínútur sem þeir voru 11 á móti 11 á heimavelli. Ég er handviss að það gerist ekki oft í vetur og sýndi fannst mér að stjórnendur LFC voru búnir að lesa leik Gunners vel.
    Ég allavega var hneykslaður þegar Arnar Björnsson talaði um slen okkar manna gegn sprækum heimamönnum!!! Gerrard átti góðan séns á að skora allavega eitt, ef ekki tvö mörk og Almunia varði frábærlega frá Kuyt.
    Í upphafi seinni varði Almunia frá Lucas og Arsenal hreinlega ekki með! Hvernær var það síðast gegn okkur í London?
    Um leið og Adebayor fékk á sig þetta stranga rauða spjald drógu Arsenal sig til baka og notuðu taktík sem þeir gjörþekkja, ég er sannfærður um að þetta spjald vakti heimamennina og þeir kunna öllum liðum betur á skyndisóknir. Þess vegna fannst mér skynsamt hjá Lee og þeim á bekknum að halda skipulaginu sem lengst, því við ættum að þreyta mótherjann og fá færi í lokin. Sem við fengum, en því miður datt boltinn rétt framhjá fyrir Agger og El Zhar. Sigur á Emirates hefði verið stórkostleg úrslit en gott 1-1 jafntefli. Held við séum bara enn eilítið pirruð á heimajafnteflum. Arsenalmennirnir sem horfðu með mér á leikinn skrifuðu uppá það að liðið þeirra var yfirspilað lengstum í dag og það finnst mér talsverður umsnúningur ef við rifjum upp 1-1 jafntefli á Anfield í fyrra. Það að Arsenal lokaði sig til baka í þeirri stöðu að vera einum færri skyggir ekki á mína gleði, ég er handviss að við hefðum unnið 11 gegn 11.
    Mér fannst liðið eiga góðan dag, Við erum að pirra okkur á kantmönnunum okkar, en hversu oft komu bakverðir Arsenal upp? Hélt það… Sérstaklega fannst mér Hollendingurinn stúta Clichy og sendingin hans á Gerrard í lok fyrri hefði fengið margar endursýningar ef fyrirliðinn hefði nýtt hana.
    Mér fannst líka Robbie Keane verulega góður í fyrri hálfleik sem eini senterinn, dansaði flott á varnarlínunni og var mikið í boltanum. Markið var argandi stórkostlegt og gaman að sjá að umfjöllun af Liverpoolsvæðinu hrósar honum og nefnir hann sem mann leiksins, en Londonpressan með SkySports í broddi fylkingar setja í fyrirsögn; “Aðeins þriðja mark Robbie Keane skilar LFC stigi”!?!? Pathetic…
    En svo er bara að halda áfram, höfum ekki haft svona mörg stig eftir 18 leiki síðan 1991…… The dream is very much alive! Arsenal er aftur á móti úr leik eftir þetta held ég, sér í lagi ef Fabregas er að fara á sjúkrabekkinn!!!

  7. ok Insúa er foking geðveikur
    en anars æ hevðum átt ad klára þetta gerrard átti ad skora

  8. Sammala med Insua, thar er mikid efni a ferd. Thetta var lika mjog umdeilanlegt rautt spjald og eg get alveg fullyrt ad eg hefdi ordid alveg brjaladur ef thad hefdi verid daemt a Liverpool. Thad voru lika undarleg kaflaskipti sem fylgdu i kjolfarid thar sem Arsenal vard allt i einu meira ognandi lidid a vellinum, einum faerri. Mer thykir leidinlegt ad segja thad en Man Utd. og Chelsea hefdu klarad leikinn i thessari stodu, ansi hraeddur um thad. Allavega, thad er haegt ad segja ymislegt i tha att ad 1-1 jafntefli se agaetis arangur a Emirates og ekki aetla eg ad fara ad motmaela thvi en eitt er samt alveg a hreinu, eg var ekki ad horfa a MEISTARAtakta hja okkar monnum i dag.

  9. Ég held ég sofi að mestu á þessum leik, jú jú 1-1 er fínt á þessum velli fyrir leik en ég var hreint ekki sáttur við okkar menn miðað við gang leiksins, Cesc fer útaf og við erum einum fleiri 1/3 af leiknum.

    • Sérstaklega fannst mér Hollendingurinn stúta Clichy og sendingin hans á Gerrard í lok fyrri hefði fengið margar endursýningar ef fyrirliðinn hefði nýtt hana.

    Maggi varstu að horfa á sama leik og ég? Það var jafnt í liðum þegar Ade fór útaf vegna þess að Kuyt var frekar til trafala heldur en hitt. Hann átti voðalega lítið í Clichy þrátt fyrir að hann væri meiddur mest allann leikinn. Pennant hefði gert meira gagn drukkinn heldur en Kuyt í dag, sérstaklega í seinni þegar við hefðum átt að sækja aðeins á þá. En jú gott og vel, fín sending sem þó fór ekki á samherjann.

    Menn dagsins, Keane og Insua.

    Rauða spjaldið var mjög vel réttlætanlegt þó að ruddinn Óli Þórða segi annað í 442, tala nú ekki um þar sem hann fékk gult fyrir það nákæmlega sama fyrr í leiknum. Heimska í Ade frekar en Webb segi ég.

    p.s. náðuð þið textanum í þessu eina lagi sem stuðningsmenn Arsenal kunna? búúúúúúúúúúúú ?

  10. Klár vonbrigði.
    Við hefðum kannski verið sáttir við eitt stig fyrirfram en eftir þetta finnst mér við hafa átt að fara með öll þrjú heim. Fyrstu 40. mín voru reyndar virkilega daprar, allt fram að markinu okkar þegar við náðum að taka boltann niður og spila með Lucas í broddi fylkingar. Segi aftur að við þurfum ekki Mascherano, gott að hann var með flensu í dag.

    Eftir markið vorum við klárlega öflugari og með Torres og Gerrard viðverandi myndum við klára þessa leiki.

    Hvað þarf marga leiki til að sjá að Babel kann ekki að spila vinstri kant og mun aldrei læra. Annaðhvort hægri kant eða fremstur, hann er nánast ónothæfur í annað. Kom inn á og byrjaði á að tapa tveimur boltum á einni mínútu og Arsenal fengu tvær skyndisóknir. Skil það ekki að taka Riera alltaf út fyrir hann – Riera er með betri mönnum þessa liðs.

    Agger var frábær í dag, þvílíkur gæðamunur á honum og Hyypia og Carragher. Augljóst að Skrtel og Agger eru framtíðarpar hjá okkur og lúxus að hafa mann sem getur borið boltann upp og ógnað með skoti eða sendingu. Svo var Insúa klassi, núna vil ég að hann fái að spila næstu mánuðina í vinstri bakverðinum, miklu betri en Dossena.

    Gott fyrir Keane að fá þetta mark en hann hentar bara enganveginn í þetta kerfi einn á toppnum miðað við boltann sem við spilum í dag.

    Djöfull er ég svekktur að hafa ekki hent öðrum framherja strax og Adebayor var farinn útaf.

    PS. Gaman að sjá Sammy Lee á línunni og Xavi Valero í stöðugu símasambandi við “the Boss”.

  11. sammála kommenti nr. 9. hefði viljað sjá liðið pressa meira á arsenal eftir að þeir urðu einum færri, prófa að hafa keane einan frammi fyrst. það virkaði klárlega ekki, þá hefði ég viljað sjá liverpool með 2 frammi! einum fleiri, virkaði á löngum köflum eftir rauða spjaldið að við værum einum færri.

    gerrard lélegur í dag, insúa langbestur að mínu mati. riera var líka fínn og liðið veiktist óhugnalega mikið við skiptinguna þegar að riera fór af velli og babel kom inná, leiðinlegt það.

    1-1 hefði ég alveg tekið fyrir leikinn svosem, en að vera manni fleiri í langan tíma þá er þetta óásættanlegt, menn með keppnisskap sætta sig ekki við svona úrslit.

  12. Samt voru okkar menn einstaklega daufir síðasta hálftímann og það var hreinlega einsog menn væru ekkert sérstaklega hungraðir í sigur.

    Bíddu bíddu varstu ekki að sjá samba boltann sem við spiluð hver sendinginn sem var að heppnast á fullu þarna og spila okkur í gegn að hætti barcelona???? fannst Kyyt brillera í þessum leik kom mér á óvart hvað first thouch var gott í dag og mikið að koma úr honum… Hann burt ???? eruði klikkaðir? Riera alltaf að sanna það beturu og betur að hann er maðurinn sem mun láta Ronaldo líta út eins og gömul tuska sem er búið að slá ansi oft.

    Man of the match klárlega Insúa eini sem var að reyna eitthvað án þess að ofreyna sig.

  13. Insúa var svo klárlega maður leiksins. Magnað að sjá hann í bakverðinum. Spilaði boltanum vel framávið og góður í vörn. Klárlega framtíðarmaður ef hann heldur áfram á þessari braut!

  14. Sammála Magga # 10, sáttur við okkar framistöðu. Hefði verið frábært að sjá hann syngja í einhverju færinu. Insúa var mjög góður í þessum leik og á skilið heiðurinn maður leiksins að mínu mati.

  15. Well well well.
    Leikurinn í dag hefur tvær hliðar.
    Hlið 1: Frábært að komast af Emirates með stig og ekki ósigur. Vera efstir í deildinni.

    Hlið 2: Sá aðili sem stal treyjunni n.r. 8 hjá Liverpool er vinsamlega beðinn um að skila henni og hleypa manninum aftur í treyjuna sem að á að vera í henni.

    Nenni ekki að taka þátt í sjálfumglaðri umræðu. Auðvitað átti Liverpool að spila til sigurs. Gerrard er vinsamlega beðinn að gefa sig fram og fara að vinna fyrir liðið. Hann gat ekki blautann í dag og ótrúlegt að horfa á hann taka aukaspyrnuna beint á Almunia sem og hvernig hann fór ótrúlega illa með dauðafærið. M.v. stemminguna í þjóðfélaginu þá á hann að taka á sig launalækkun !!!

    Þetta var gullið tækifæri til að taka öll þrjú stigin af Emirates, og menn settust of aftarlega. Þetta virkaði ekki og er ekki gott.

  16. Ég veit ekki með ykkur kæru félagar en ég er verulega svekktur með þetta 1-1 jafntefli.
    Fyrst að ljósu punktunum:
    Insua var virkilega öflugur. Hann varðist mjög vel í leiknum og þar að auki átti hann fínar sendingar fyrir markið þar sem t.d. El Zhar hefði getað klárað leikinn fyrir okkur.
    Robbie Keane átti sinn besta leik fyrir Liverpool hingað til að mínu mati. Skítt með að hann hafi skorað tvö mörk fyrr á tímabilinu, því núna var hann að fara í tæklingar, vann vel til baka varnarlega séð og skoraði líka þetta frábæra mark.
    El Zhar, Gerrard og Arbeloa voru líka fínir á meðan að Carra og Agger voru frekar hryssingslegir þarna aftast.

    Þá eru það slæmu punktarnir.
    Dirk Kuyt er alveg skelfilega lélegur og búinn að vera það í síðustu leikjum. Riera er alltof rólegur í tíðinni, hann er lítið í því að taka menn á og kemur alltof sjaldan með sendingar fyrir. Lucas komst alveg ágætlega frá sínum hlutverki í dag en það vantar mikinn sóknarhug í kappann og þá meina ég það að hann setur boltann alltof mikið til baka í stað þess að horfa fram sóknarlega. Ryan Babel er DRASL. Hann getur ekki blautan þessi ágæti Hollendingur og þegar hann kemur inná í leikjum gerir hann lítið sem nákvæmlega ekki neitt. Hann ætti að kvarta meira. Núna fékk hann 25 mínútur og gerði ekki rassgat. Alltof ragur, alltof hægur, sendir boltann of seint frá sér og er í þokkabót með lélegar sendingar. Selja hann bara og fá betri mann í staðinn fyrir hann.
    Liverpool voru alltof ragir eftir að við urðum einum manni fleiri, það kom ein álitleg sókn á markið í 25 mínútur og það var þegar El Zhar skallaði hárfínt framhjá. Það er auðvitað GLATAÐ. Það hefur verið hent líflínu í þetta Liverpool lið trekk í trekk á þessu tímabili, núna held ég bara að Chelsea taki toppsætið á morgun.
    Og annað……horfði einhver á 4-4-2 áðan þar sem Óli Þórðar var að segja að Arbeloa hafi kastað sér niður og leikið þetta fáránlega vel þegar að Adebayor fékk að líta sitt annað gula spjald ? Óli Þórðar er mesti hræsnari sem ég veit um. Gerir hann sér ekki grein fyrir að mesti leikarinn í deildinni er í hans liði ? Hann heitir Ronaldo og er í Man Utd. Taktu hausinn úr rassinum á þér Óli Þórðar, þú hefðir heimtað rautt spjald ef þetta brot hefði verið á einhvern í Utd.
    Skrifum lokið :0)

  17. Jæja.
    Þá er fyrsta þessum leik lokið og ég verð að segja að mér finnst þetta vonbrigði. Miðað við það að vera manni fleiri stóran part af seinni hálfleik, Fabregas meiddur og fór útaf og svo ég get verið sammála Babú með Kuyt.
    En samt ekkert verstu úrslit sem við hefðum getað fengið og árangur okkar gegn stóru liðinum í ár er mun betri en síðustu tímabil. Aftur á móti verður sóknarleikurinn að verða aðeins beittari og hugmyndaríkari, liðið virkar frekar gelt sóknarlega.
    Ef við lítum á björtu hliðarnar er staða liðsins mjög góð ef við tökum það með í reikninginn að Keane hefur ekki verið eins og við var að búast og Torres meira og minna meiddur, þetta hefur oft verið verra og einhvern vegin finnst mér liðið eiga fullt inni.

    En ég horfði á 4-4-2 og ég skil bara ekki hvernig stjórnendur þessa þáttar geta með góðri samvisku fengið Óla Þórðar í það hltverk að gefa sitt álit á Liverpool leik. Það er svo augljóst að maðurinn hatar Liverpool meira en allt og reynir ekki að fela það. Hann opinberaði heimsku sína trekk í trekk varðandi seinna gula spjald Adebayor og vildi meina að Arbeloa hefði ýkt viðbrögðin. Fyrir það fyrsta að þá fer Adebayor með olnbogann í kjálkann á Arbeloa og þetta var ekki laust þó svo að það hafi verið sýnt hægt. Sólinn á undan hátt á lofti (í hné hæð) og það er ekki Adebayor að þakka að hann slapp við fætur Arbeloa. Guðni Bergs gerði þó ágæta altögu í því að verja þetta spjald og benda á að þetta er háskaleikur og fyrir það er verið að dæma, en óli sagði að hann hefði fengið spjald fyrir olnbogann (hvernig vissi hann það). En að vísu fannst mér fyrra sjaldið frekar ódýrt.

  18. Liverpool eru búnir að spila við toppliðin, vinna 2 og jafntefli, er bara sáttur…. Við tökum þessa dollu, sammála?

  19. Enn á ný vantaði drápseðlið. Vorum bara að bíða eftir lokaflautinu eftir að við urðum verðskuldað einum fleiri, Reyndum varla að sækja Lucas var frekar slakur braut klaufalega af sér og var hálf utangátta, hefði viljaðskipta honum út um leið og rauða spjaldið kom. Insúa spilaði sig vonandi inn í liðið. Að öllu jöfnu hefði maður veriðsáttur með stig en eins og leikurinn var er ég drullu svektur, fyrri hálfleikur fínn en sá seinni lognmolla og bara hangið í reitarbolta án þess að ógna marki Arsenal að ráði. Vonandi fær Keane frið fyrir hrægömmunum a.m.k fram að næsta leik

  20. Fín úrslit við toppliðin og það er lítið hægt að kvarta yfir þessum úrslitum.

    Insúa var maður leiksins að mínu mati og það er yndislegt að sjá loksins Liverpool leik með tvo mjög trausta og sóknarþenkjandi bakverði. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.

    En það eru einfaldlega of margir í þessu liði sem eru jaaaaa…….einfaldlega ekki nógu góðir. Keane var ömurlegur í þessum leik ef hann hafði ekki skorað þetta mark. En hann sýndi að hann er meira en vælandi kelling og hefur greinilega ekki tapað öllum fótboltahæfileikunum á leiðinni yfir til Liverpool. Ef hann gerir eitthvað þessu líkt í næstu leikjum þá getur maður sest aðeins rólegri fyrir framan imbann án þess að klára blótkvótann í hvert skipti sem 7-an mætir til leiks.

    Ég held að Babel hafi valið vitlaust sport þegar hann var lítill. Hann er enginn fótboltamaður….mamma hans og pabbi hefðu frekar átt að senda hann í dans eða að æfa skíði. Einhver einstaklingsíþrótt hefði hentað honum miklu betur.

    Kannski ósanngjarnt að taka þessa tvo út en við erum ennþá í efsta sæti og ég er viss um að Everton heldur hreinu á móti Chelsky á morgun.
    Skál í boðinu!

  21. Insua ætlar greinilega ekki að gefa þetta byrjunarliðssæti svo glatt eftir í okkar ástsæla liði og það gleður. Hann var maður leiksins að mínu mati og ég vona að hann byrji inn á gegn Bolton. Hann á það skilið.

  22. Já, þið segið það.
    Ég er nú almennt frekar sáttur við þennan leik. Verð að vera ósammála leikskýrslunni því mér fannst leikurinn frekar fjörugur. Er ánægður með flestalla leikmenn.
    Reina átti að gera betur í markinu því Carra var með fjærhornið koverað. Hann hefði átt að staðsetja sig betur. En þetta var óneitanlega frábærlega gert hjá Van Persie.
    Insúa er pottþétt maður leiksins. Hann gefur boltann bara fyrir þegar hann getur, oftast á fyrsta tempói, án þess að vera með skæri og dúllur sem stoppar alla hreyfingu í teig. Hann áfram í byrjunarliðið takk.
    Lucas var frekar slakur, sendingarnar hans eru ekki nógu góðar. Svona gaurar eiga að geta gefið 10-20 metra sendingar skammlaust. Góðar sóknir runnu nokkrum sinnum út í sandinn með lélegum sendingum, reyndar ekki bara frá honum.
    Kuyt var eins og vanalega betri án bolta en með bolta. Clichy gerði ekkert í leiknum og sama má kannski segja um Sagna, þeim var haldið niðri. Bæði gulu spjöldin hjá Adebayor eru mjög umdeild, við myndum blóta í sand og ösku ef Torres fengi svona spjöld. En samt heimskulegt hjá honum að gera nákvæmlega það sama aftur og hann hafði fengið spjald fyrir. Og grófara ef eitthvað er.
    Almennt sáttur við þetta, hugmyndaleysið í lokin er ekkert sem kemur manni á óvart, þetta er vandamál hjá liðinu og það þýðir ekkert að vera endalaust að veina yfir því. Benítez og Sammy Lee eru eflaust að vinna í þessu og meðan við erum ennþá á toppnum eða við hann þá getur maður verið sáttur.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  23. Sínum augum lítur hver silfrið og ég skora bara á menn að rúlla yfir heimasíður blaða og fréttastöðva sem fjalla um leikinn. Ákaflega ólíkt hvernig tekið er á mönnum og málefnum.
    Ég ætla ekkert að pirra mig eða aðra á neinu varðandi einstaklinga í þessum leik. Stig á Emirates sætti ég mig við, en langar til að ítreka að á 12 ára ferli sem knattspyrnumaður í meistaraflokki og á þeim 17 árum sem ég þjálfaði þýddi það að verða einum fleiri ekki endilega skilyrðislausa uppgjöf andstæðingsins.
    Þegar lið verða manni færri breyta þau undantekningalaust leik sínum og þar með fer uppleggið oft ansi illa. Við höfum reyndar brugðist vel við slíkum aðstæðum í vetur, gegn Wigan og M.City, en það er allt önnur ella og ég fer ekki ofan af því að Arsenal ræður ágætlega við það að verða 10.
    Ég er nú samt að verða á því að umfjöllunardálkurinn hér á kop.is er held ég núna neikvæðasta lesning gagnvart liðinu að þessum leik loknum.
    Það þykir mér nú frekar miður……..

  24. Finn leikur, góð úrslit. Samt er maður alltaf ósáttur við eitthvað. Ég skil ekki hvað menn sáu við Rieira í dag, hann var skelfilega slakur.

  25. Þetta er t.d. af ArsenalAnalysis.blogspot.com þar sem verið er að ræða um leik heimamanna. http://www.football365.com/story/0,17033,8742_4678409,00.html

    Clichy
    I was surprised that we did not see more of him in the opponents half. He was more concerned in keeping Kuyt quiet rather than going forward.6

    Á football365.com http://www.football365.com/story/0,17033,8742_4678409,00.html er skrifað að Reina hafi átt markið og fær einkunnina 5, Arbeloa er sagður “average” og fær 6, Carragher er valinn maður liðsins og fæ einkunnina 8.

    Silfrið sko.

  26. Sælir félagar.
    Fyrirfram var ég ánægður með þetta stig en mér fannst stjórinn (RB í símanum) ekki bregðast nógu vel við að vera manni fleiri. En hvað um það. Það var frábært að sjá loksins alvöru vinstri bakvörð og Insua er tvímælalaust maður leiksins. Hvernig sem fer á morgun þá erum við í frábærri stöðu eftir langt og erfitt Torreslaust tímabil. Vonandi fer því að ljúka og við að vinna heimaleikina í kjölfarið.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Fyrirfram var ég sáttur við eitt stig og spáði þessum leik reyndar 1-1. Ekki oft sem ég hef rétt fyrir mér en um að gera að minna á þennan spádóm 🙂

    En þegar Adebayor var rekinn út af fannst mér Liverpool sína sinn helsta veikleika á síðustu 30 mínútunum. Það getur illa stjórnað leikjum. Mér fannst fyrstu mínúturnar eftir brottrekstur Liverpool vera að reyna að stjórna leiknum en eftirlét svo Arsenal þar hlutverk. Ég er samt sammála því að það er erfitt að henda öllu liðinu í sóknina gegn Arsenal því þeir eru fljótir að refsa.

    Eitt stig á Emirates er ásættanlegt og árangur liðsins í stóru leikjunum góður í vetur. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn stóru liðunum og vonandi ganga þeir betur en heimaleikirnir gegn litlu liðunum. Jafnteflin fjögur á heimavelli pirra mig allavega mun meira en þessi úrslit í dag.

  28. Wenger fer mikinn í fjölmiðlum eftir leikinn

    ,,I believe Liverpool will drop many points. I am convinced of that. They had four draws at home. That means they dropped eight points, why shouldn’t they drop eight more in the second half of the season?”

    Hann ætti kannski að skoða árangur Arsenal á heimavelli… það vill svo skemmtilega til að þeir hafa tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli, sem gera jú 8 stig 🙂 Það er auðveldara að sjá flís í auga náungans en bjálka í eigin auga….

  29. Svakalega þykir mér gaman að sjá hve jákvæðir menn er hér á Lýðnetinu, væri gaman að sjá stemninguna ef við værum aðdáendur City.

    Mér er minnisstæður annar leikur sem við spiluðum við Arsenal og lentum manni fleiri lungan af leiknum. Sá leikur var spilaður á Anfield um Þorláksmessu 2001. Eftir að Gio var rekinn útaf á 36. mín þá héldu allir að björninn væri unnin. Þeim leik töpuðum við eftir að 1 – 2 eftir að hafa lent 0 – 2 undir.

  30. Ágætur leikur hjá okkar mönnum í dag, hlægilegt að sjá og heyra ummæli Wenger eftir leikinn, maðurinn hlýtur að þurfa að leita álits annars læknis. Ég er búinn að bíða lengi eftir að Insua fengi sitt tækifæri, mjög ánægður að sjá hvernig hann grípur það báðum höndum, klárlega maður leiksins!

  31. Ég verð nú bara að segja að ég hefði verið nokkuð sáttur við 1-1 svona fyrirfram. En eftirá, þá er ég gríðarlega svekktur. Það eru nokkur atriði:

    1. Dirk Kuyt, eftir fína byrjun í haust er hann kominn í sama ruglið og hann var í á síðustu leiktíð. Hann var skelfilegur í dag. Menn tala um að Gerrard hafi klúðrað færinu þegar Kuyt gaf á hann, mér fannst hins vegar sendingin frekar vond, of föst og of framarlega þannig að Gerrard þurfti að teyja sig ansi langt. Þarna hefði Kuyt átt að gera miklu betur. En hraðaleysið hans, fyrsta snertingin, hvað hann er gjarn á að gefa til baka, þetta var allt svo áberandi í dag. Og ekki má gleyma sendingunni hans til baka sem rataði beint á Arsenalmann og við heppnir að þeir gerðu sér ekki meiri mat úr því.

    2. Rieira/Babel skiptingin. Mér dettur ekki til hugar að reyna verja Babel eftir hans innkomu í dag, hann gat ekkert. En afhverju þarf alltaf að taka Rieira útaf og setja Babel á kantinn? Afhverju þurfti að setja hinn vitavonlausa Kuyt upp í stað Babel? Ég hefði viljað fá Kuyt út, Babel inn fyrir hann og setja hann upp með Kenae og Gerrard út til hægri. Þegar við urðum einum fleirri fannst mér krúsíal að setja annan stræker inn til að halda ógninni uppi svo Arsenalliðið myndi ekki færa sig of framarlega, sem þeir og gerðu.

    3. Andleysið/áhugaleysið/sóknargetuleysið eftir að við urðum manni fleirri. Það er ótrúlegt að Rafa skuli ekki ennþá vera kominn með svar þegar við eigum að stjórna leikjum, bara alveg stórfurðulegt. Þetta á að heita heimsklassastjóri en hann er ekki betri en það að í marga mánuði(ár ef útí það er farið) getur liðið ekki stjórnað leikjum og sóknarleikurinn allt of tilviljunarkendur. Hann bara verður að finna svar við þessu ef hann ætlar að gera okkur að meisturum.

    En til að vera ekki of neikvæður þá áttum við nú alveg nokkur færi og skotfæri til að klára leikinn og ég er hundfúll með bara eitt stig eftirá. Markið hjá Keane var snildarlega afgreitt. Insua var mjög góður og ætti að fá sénsinn í næstu leikjum. Ég hefði þó viljað hafa Mascherano í stað Lucas inni. Og þetta rauða spjald, ég skil ekki hvað Adebyor var að spá. Hann gaf olnboga, braut með löppinni og hélt áfram eftir að dómarinn flautaði og sparkaði boltanum í burtu, dómarinn gat bara valið fyrir hvað hann ætti að spjalda hann. Af mínu mati var þetta rauðaspjald 100% rétt.

    En nú verðum við að fara vinna leiki, við getum ekki endalaust reitt okkur á að hin liðin klúðri sínum leikjum líka. Er sannfærður um að við missum efsta sætið á morgun og við getum ekki kennt neinum um það nema okkar eigin spilamennsku undanfarið. Góðu fréttirnar eru að við eigum Torres inni og vonandi breytist okkar spil til hins betra þegar hann kemur, það er allavega mun meiri ógn með hann uppá topp heldur en Keane eða Kuyt.

    Síðan er krúsíal af mínu mati að kaupa hægri kantmann í janúar. Við bara getum ekki sætt okkur við Dirk Kuyt þarna lengur í öllum leikjum. Torres heill og sterkur hægri kantmaður og við ættum að eiga fínan séns í vor.

  32. babel er fjarri því að vera lélegur, hann er bara ekki með neitt sjálfstraust og það sést langar leiðir. karlgreyið þarf fleiri mínútur EF hann á einhverntíman að vera góður.

  33. Já Maggi, öðruvísi mér áður brá ….
    Auðvitað er maður sáttur með að ná stigi á Emirates, auðvitað er maður rosalega sáttur með að LFC skuli vera efstir í deildinni og vonandi enn efstir ef Everton gerir Chelsea skráveifu en …. þeir hefðu getað svo auðveldlega með smá meiri greddu og fimari fótaburði náð 3 stigum á Emirates og það er það sem fer í pirrunar á mér. Ég skal viðurkenna að m.v. lestur færslanna hérna á undan eru sárafáir sáttir.
    En andinn í okkur er bara sá, að núna er farið í alla leiki til að vinna.
    En kannski er ekki hægt að ætlast til þess, Torres lausir og í raun Gerrard lausir líka.
    En núna fer jólaskapið að detta yfir okkur, og þá vonandi líður öllum vel.

  34. Váá… Sammála #40.. Babel hefur hæfileikana til staðar, engin spurning. En hann á ekki að þurfa sýna þá í upphitun fyrir leiki. Hann þarf spila tíma og það mikinn. Held þetta sé svipað dæmi og Nani, hann væri eflaust orðinn rosalegur ef hann spilaði meira.

    Það er ekki að ástæðulausu að Babel hafi verið líkt við Henry.

  35. Ótrúlegt að menn skuli vera að afhausa Babel svona. Hann þarf náttúrulega að fá fleiri mínútur samfellt. Hann kemur inn með hraðann og tekur menn á sem vantar hjá alltof mörgum í liðinu.

  36. Ég er búinn að komast að því hvað það er sem hefur pirrað mig stóran part vetrar við spilamennsku liverpool. Hingað til hef ég ekki komið fingri á það.

    En í dag áttaði ég mig á því af því að liðið sem við spiluðum við er einna best í því sem við erum lélegastir í.

    Mikið óskaplega þoli ég ekki þegar við sendum fastar sendingar upp völlinn og SENDUM SVO ALLTAF VIÐSTÖÐULAUST TIL BAKA og helst á þann sem sendi boltann. Eigum við ekki aðeins að róa okkur á einnar snertingar fótboltanum? Þetta minnir mig á setninguna “eitt skref áfram en tvö afturábak”. Við sendum góða sendingu inní svæðið en það er bara eins og að dúndra í vegg, boltinn kemur beint/eða skakt til baka og ekkert gerist, hann yfirleitt endar hjá Carrager og 5 sek. áður var hann á síðasta þriðjungi vallarins. Hvernig væri að spila boltanum framávið, stoppa og horfa, senda til hliðar og jafnvel FRAMÁVIÐ og upp í hornin!!!!

    Kannski er þetta bull í mér en er enginn hérna sem tekur eftir þessu og hvað við erum lélegir í því að bera boltann fram völlinn????

    Endilega tjáið ykkur um þetta því mér finnst við vera að spila of flókinn fótbolta og sem við hugsanlega ráðum ekki við.

  37. 9 Það að hrúga mönnum inní boxið er ekki endilega ávísun skjótan gróða. Keane var augljóslega búinn á því þegar hann fór útaf. El Zhar hefur fyrr á tímabilinu komið inná í svipaðri stöðu og átt þátt í því að snúa leiknum. Einnig fanst mér aðdáunarverð sú vinna sem leikmenn Arsenal unnu eftir að þeir urðu manni færri. Í stað þess að leggja rútunni inn í vítateig, eins og mörg/flest önnur lið hefðu gert, þá notfærðu þeir sér hvert tækifæri til að pressa leikmenn Liverpool og gáfu þeim lítinn sem engann tíma á boltanum.

    14 Babel er klárlega ágætis knattspyrnumaður. Hinsvegar þykir mér hann vera háður svipuðum annmörkum og Cisse. Báðir fljótir og fyrirtaks skotmenn, en með fyrstu snertingu ávið bílskurshurð og almennt lélega knattækni. Svo er það að knattspyrna er ekki síður spiluð með gráu sellunum, og það er þar sem skóinn kreppir hjá þessum annars ágætis mönnum. Svo var það annað sem ég hnaut um í máli þínu. Þú skrifar: “Segi aftur að við þurfum ekki Mascherano, gott að hann var með flensu í dag”. Eitt af því sem dýrið færir okkur í leikjum sem þessum er “taktísk” yfirsýn og það hve fljótur hann er að loka á menn í skyndisóknum. Með hann aftastan á miðjunni er hægt að leyfa sér það að ýta bakvörðunum upp völlinn og skilja miðverðina tvo eina eftir með sóknarmanninn.

    39 Ef þú skoðar þetta aftur þá muntu sjá að Kyut þurfti að senda boltann í gegnum klofið á varnarmanninum, þannig að ekki var hægt að setja boltann mikið aftar. Þess utan, ef boltinn er of laus þá eru allar líkur á að markmaðurinn taki hann. Þætti gaman að sjá þig í þessari stöðu og gera betur. Annars er það með hann líkt og flesta aðra, að hann á sér sínar veiku hliðar. Hans veikleiki er sá að hann er ekkert sérlega fljótur. Þess vegna er það skiljanlegt að hann reyni ekki að hlaupa af sér bakvörðinn (sem þess utan er einn af snarpari mönnum deildarinnar) heldur velji frekar að spila boltanum á samherja. Svo segir þú: “. Þegar við urðum einum fleirri fannst mér krúsíal að setja annan stræker inn til að halda ógninni uppi svo Arsenalliðið myndi ekki færa sig of framarlega, sem þeir og gerðu”. Vísa í svar til #9 hér að ofan. Varðandi: “Síðan er krúsíal af mínu mati að kaupa hægri kantmann í janúar. Við bara getum ekki sætt okkur við Dirk Kuyt þarna lengur í öllum leikjum. Torres heill og sterkur hægri kantmaður og við ættum að eiga fínan séns í vor.”, þá vil ég meina að hann sé einmitt rétti maðurinn til að spila þessa stöðu í þessu kerfi, sérstaklega í leikjum þar sem gera má ráð fyrir að við séum meira með boltann en andstæðingurinn. Vídd má fá á fleiri máta en að vera með mann á vængnum hlaupandi upp og niður hliðarlínuna. Ég er þess fullviss um að ef Degen hefði verið heill (ólíklegt ég veit) þá hefðum við fengið að sjá hann mikið í slíkum leikjum.

    42 Nani er líkari Quaresma. Ekki að ástæðulausu að hvorugur fær að spila. Vísa í hinn sérstaka: “He is a great talent, but the joy I have at seeing the way Ibra (Ibrahimovic) works for and with the team I do not yet have with Quaresma. He will have to learn, otherwise he won’t play, and I am sure he’ll change and become more tactically disciplined.”

  38. Menn tala um að Babel þurfi sjálfstraust hér að ofan. Mér finnst það algjört bull að tala svoleiðis, menn byggja upp sjálfstraustið SJÁLFIR og Babel er held ég ekki manna bestur í því. Ákvarðanatakan hans með boltann er oft svo svakalega vitlaus og út úr kortinu að ég held að það sé vandamálið.

    Ef menn byrja leik vel, ná nokkrum einföldum sendingum vel, vinna fyrstu tæklinguna, fyrsta skallaeinvígið eykst sjálfstraustið hjá manni og að sama skapi minnkar það hjá andstæðingnum.

    Í dag, eins og oft reyndar áður, kemur Babel inn..hefur kannski hálftíma til að sýna hvað í sér býr en hvað gerist. Ekkert. Jú vissulega ætlar hann auðvitað að sigra heiminn – sýna hvað hann getur og sanna sig. Hann reynir að fara inn í þvöguna eða stoppar og í dag meira að segja byrjaði hann á að tapa boltanum tvisvar og við fengum skyndisóknir í andlitið á okkur og svo gat hann ekki sent fimm metra sendingu með vinstri fætinum svo hann gaf hann á auglýsingaskilti með hægri í staðinn.

    Ég er mjög hrifinn af Babel þegar hann hefur gert þetta rétt, byrjað á því einfalda og svo hefur hitt komið koll af kolli og þegar ákvarðanatakan hjá honum er skárri. Hann hefur klárlega potential, en það þarf að vinna með þetta. Fyrsta skref væri að færa hann á hægri kant.

  39. 46 – Það að færa hann yfir myndi gera hann enn gagnslausari. Þar sem gert er ráð fyrir því að hann ógni með að sækja inn á völlinn og opni fyrir bakvörðinn. Sjá t.a.m. Messi hjá Barca, ekki er hann neitt sérstakur með stoðfætinum, samt spilar hann vinstri “kant”.

  40. 47 – afhverju að sækja inn í allan pakkann? Við þurfum einmitt á því að halda að opna og teygja hitt liðið, við getum það oft ekki á Anfield þar sem þau pakka.

    Ég tel að ef Babel yrði færður yfir á hægri myndi hann fara á bakvörðinn og upp að endamörkum og koma með kross. Riera getur það og það eru langhættulegustu boltarnir sem koma þaðan, ekki utan af kanti, 15 metrum frá endalínu.

    Þeir sem hafa spilað fótbolta hljóta að þekkja þetta, boltarnir eru bæði erfiðari við að eiga og svo er erfiðara að dekka framherjann. Ef þeir koma bara utan af velli stangaru boltann auðveldlega í burtu en ef Babel myndi vera kominn upp að endamörkum þarf varnarmaðurinn að taka augun af sóknarmanninum og fara að hugsa um fyrirgjöfina og þá myndi sóknarmaðurinn(Torres, Keane) vera kominn eitthvað annað, eins og RVN er snillingur í t.d.

  41. Ætla að vera sammála nr. #46 með Babel og hans framlag að undanförnu. Það væri afar sérkennilegt að láta hann fá byrjunarliðsleik miðað við það “input” sem hann hefur lagt fram þegar hann hefur komið inná. Varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hans frammistöðu í dag og er hjartanlega sammála því að ákvarðanir hans séu of oft kolrangar.
    Hann verður einfaldlega að gera betur þegar hann fær sénsinn. Svoleiðis á að virka.
    Sjáið bara Insua, hann er orðinn alvöru valkostur og eftir síðustu 3 leiki hjá Lucas held ég að vafaraddirnar séu lágværari. Babel þarf að sýna fram á að hann geti leikið í þessu leikkerfi og með þessum leikmönnum. Ef það tekst ekki er hann í vondum málum…

  42. Ef við skoðum þessi lið sem alla jafna eru í toppbaráttunni á Englandi í dag, hve mörg þeirra spila með slíka kantmenn?

  43. Babel hefur lítið að gera á hægri kantinn, bakverðirnir eru með ógnina sem Andri Fannar nr.48 talar um. Ég er alveg sammála því að það borgar sig oftar en ekki að komast upp að endamörkum en eins og ég segi og tek undir með Varmenni, þá er nútímafótboltinn þannig að kantmenn koma oftar með ógnun inn á við og bakvörðurinn sér um að koma upp að endamörkum.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  44. Veit ekki hvort það hefur eitthvað komið fram en……
    Búningar
    ………eru þetta ljótustu búningar sem við höfum séð Liverpool spila í ?
    Sérstaklega samsetningin á Emirates 🙂

  45. Umræðurnar hérna alltaf jafn jarðbundnar.

    Leikurinn í gær fór 1-1 og get ég varla annað en verið sáttur við það. Eins og EÖE segir í leikskýrslunni náðum við 7 stigum af 9 mögulegum úr þremur viðureignum við stóru liðin, og þar af voru tveir leikir á útivelli. Ef þið skoðið töfluna núna yfir jólin eru þar í sætunum fyrir neðan okkur Chelsea, Man Utd, Arsenal og Aston Villa … og við eigum þrjú af þeim eftir heima, aðeins United úti, eftir áramót. Það er ekki slæm staða.

    Annars var leikurinn ágætur, ekkert meira svo sem. Stöðubarátta í fyrri hálfleik þar sem Arsenal voru aðeins ofan á, og nálægt því að bæta við öðru í svona fimm mínútna panikki eftir að Van Persie skoraði. En okkar menn jöfnuðu sig og voru nálægt því að ná klassísku 1-2 sökkerpönsi á heimamenn þegar Keane smellti einu í fésið á þeim og Gerrard var næstum því búinn að koma okkur yfir í kjölfarið, á meðan heimamenn voru enn dasaðir.

    Seinni hálfleikurinn var svo bara skrýtinn. Við vorum með alla yfirburði á vellinum … þangað til Adebayor var rekinn útaf. Þá jafnaðist þetta og fjaraði svo bara einhvern veginn út í jafnteflið. Mjög skrýtið.

    Einnig: Kuyt var m.a. varamaður í liði vikunnar á BBC og ég var á þeirri skoðun við sessunauta mína í gær (og þeir sammála mér) að hann hefði verið mjög frískur í þessum leik. Það er því skrýtið að koma hér inn og sjá menn kenna honum um allan fjandann. Hvernig var það t.d. honum að kenna að rúlla boltanum á Gerrard sem skaut svo yfir? Jú, Gerrard fékk boltann ekki beint á sig og þurfti að teygja sig aðeins í hann en þetta eru engin nákvæm vísindi og Kuyt var bæði undir pressu að aftan og þurfti að ná nógu fastri rúllu til að Arsenal-menn næðu ekki í hann á undan Gerrard. Á endanum er alveg eins hægt að skamma Gerrard fyrir að skófla þessu yfir, en auðvitað gerir hann aldrei neitt rangt og þetta var allt Kuyt að kenna. Alveg eins og kómískt sjálfsmark Carragher um síðustu helgi var ekki honum að kenna heldur Dossena sem hleypti fyrirgjöfinni fyrir.

    Sumir vilja bara gagnrýna ákveðna leikmenn, no matter what.

    Eitt að lokum: hvor fannst ykkur sýna meira á þeim mínutum sem hann fékk sem varamaður; Babel eða El Zhar? Hvor þeirra á frekar skilið stærra hlutverk í næsta leik eftir góða innkomu í gær?

    Hélt það líka …

  46. Til dæmis hjá heimsmeisturum, evrópumeisturum og englandsmeisturum núna þá er það Ronaldo sem gerir þetta oft og svo Evra hinumegin í overlappi frá bakverðinum.

    En þau eru líka með allt öðruvísi leikmenn en við, United er með Berbatov og Rooney og það eru allt aðrar týpur af leikmönnum en Kuyt og Keane td.

    Arsenal hefur RVP og Adebayor. Adebayor er svipaður Torres og vill fá boltann í fætur eða rétt fyrir framan sig en Berbatov vill fá hann beint í lappir og svo býr hann eitthvað til.

    Fleiri einstaklingar í hinum toppliðunum sem geta tekið þetta í sínar eigin hendur, tekið tvo þrjá menn á og klárað. Við höfum svo fáa þannig leikmenn og því þurfum við að spila eins og okkur hentar.

  47. Jú, mjög ljótir búningar. Eins og þeir hafi tekið óvart sitt hvora töskuna með sér til London, önnur taskan með rauðum buxum og hin með gráum treyjum.
    En ég furða mig oft á hversu mikil neikvæðni er í gangi gagnvart liðinu okkar. Liverpool hefur sýnt gríðarleg batamerki og er að mínu mati að nálgast það að vera eitt af 3 sterkustu liðum Englands. Er það ekki það sem við allir höfum verið að óskast eftir undanfarin misseri?
    Við getum verið vel sáttir við liðið okkar eins og staðan er í dag. Höfum að ég held eingöngu tapað 2 leikjum á þessu seasoni, pre season og allar keppnir meðtaldar. Ekki mörg lið sem státa sig af slíku jafnvægi. Torres og Skretl eigum við inni ásamt vonandi einhverri viðbót í janúar.

  48. Málið með búningana er að Arsenal spilar í hvítum buxum og hvítum sokkum, af þeim sökum gátum við ekki spilað í gráu buxunum og gráu sokkunum.

  49. Þetta var geeeeðveikt mark hjá Keane, einstaklega skondið að áhorfendurnir bauluðu einmitt á Agger þegar hann tók þessa löngu sendingu fram. Meðan boltinn er í loftinnu breytist þetta í eitthvað kliður.. svo gífurlegan fagnað. 🙂

    • Þetta var geeeeðveikt mark hjá Keane, einstaklega skondið að áhorfendurnir bauluðu einmitt á Agger þegar hann tók þessa löngu sendingu fram

    Þarna ertu aðeins að misskilja, þetta baul er í raun og veru aðallag stuðningsmanna Arsenal og hefur verið í þó nokkurn tíma. Þeir sungu það hástöfum að vanda í gær.

    Hvernig Kuyt er í liði vikunnar á sumum miðlum er óskiljanlegt fyrir mér, hann hélt hálf meiddum Clichy ágætlega niðri sóknarlega og komst einu sinni framhjá honum (og kom með ágætis bolta sem Gerrard hefði átt að klára og fljótari maður hefði líklega klárað). En varðandi Kuyt þá var það aðallega síðasta hálftímann sem hann var að gera útaf við mig, því eins og svo oft áður var afskaplega lítið bit í sóknarleik okkar með hann fremastan í flokki.

    Annars fannst mér leikkerfi okkar í gær öskra á eldfljótan framherja (eða kanntmann). Keane skoraði snilldarmark, en mikið ofsalega held ég Torres/Babel (já eða Owen 😉 ) hefði skapað mikið meira vesen fyrir varnarmenn Arsenal og bundið þá aftar á vellinum.

    • Eitt að lokum: hvor fannst ykkur sýna meira á þeim mínutum sem hann fékk sem varamaður; Babel eða El Zhar? Hvor þeirra á frekar skilið stærra hlutverk í næsta leik eftir góða innkomu í gær?

    Orðum þetta svona, ég hef mun meiri trú á að Babel geti klárað leiki heldur en El Zhar, jafnvel þó að hans innkoma á vinstri kannt hafi verið slöpp í gær. Hann hefur nú t.a.m. klárað United og Arsenal á þessu ári ef ég man rétt. Þar fyrir utan hafa tvær síðustu innkomur El Zhar nú ekki verið neitt æðisgengnar (samt ágætar).

    p.s. Elías, ég veit afhverju búningarnir voru svona samansettir, en eru þetta þeir ljótustu sem við höfum spilað í 😉
    Einn United vinur minn sendi mér að þetta væru ljótustu búningar sem hann hefði séð síðan United spilaði síðast í sínum gráu (sælla minninga), ég gat ekki mótmælt því.

  50. Kristján, þú mátt ekki misskylja, Gerrard hefði hugsanlega átt að gera betur, átti að leggja fyrr af stað eða what ever, en það breytir því ekki að sendingin var langt fyrir framan hann, mér fannst Kuyt líka eiga að gera betur. Ég segji síðan eins og Einar, ég skil ekki hvernig Kuyt kemst sem varamaður í eitthvað lið vikunnar, mér fannst hann svo vondur í þessum leik. Ég gaf honum það í haust að hann var að spila vel, loksins, en undanfarið hefur hann vera hrikalega slakur af mínu mati. Vonandi annað hvort rankar hann við sér og fer að spila eins og fyrst í haust eða við fáum annan betri. Ég er reyndar á því að við eigum að kaupa annan þó Kuyt sé að spila vel, bara til að geta sett öðruvísi kantmann inn í suma leiki, einhvern svipaðan Rieira.

    Og einhver ágætur maður hérna að ofan vildi meina að Babel hefði lélega fyrstu snertingu og enga tækni??? WHAT? Það vantar margt í Babel sem hann gæti öðlast með meiri spilatíma og trausti frá stjóranum, en fyrsta snerting og tækni er langt frá því að vera hans veikasta hlið, er viðkomandi viss um að hann hafi ekki verið að meina Dirk Kuyt?

    En ég er sammála þér Kristján að maður er með smá mixed feelings eftir þennan leik. Fyrirfram hefði maður verið bara ágætlega sáttur við 1-1 en eftir því hvernig hann spilaðist þá er maður hálf pirraður að hafa ekki unnið. Mér fannst þessi síðasti hálftími eftir að Arsenal lennti einu færri ótrúlega lélegur af okkar hálfu. Á móti kemur að ég gef Arsenal stórt og feitt kredit hvernig þeir spiluðu þessar mínútur einum færri.

    Og btw, hver sagði að sjálfsmarkið hans Carra hefði verið Dossena að kenna? Jújú, kannski hefði Dossena getað gert betur en Carra var ótrúlega klaufskur og í raun kláraði þetta færi eins og sannur framherji, hehe. Hvað sem Dossena gerði út á kanti þá breytir það því ekki að Carra átti að koma þessum bolta auðveldlega í burtu.

    En það er samt ákveðið áhyggjuefni hvernig við spiluðum sóknarleikinn síðustu 30min, einum fleirri og áttum að stjórna leiknum. Þetta hefur sýnt sig svo oft í vetur að við erum mjög hamlaðir sóknarlega þegar við eigum að stjórna og Rafa verður að finna lausn á þessu.

    Og þetta með Babel Kristján, ertu að grínast? Ertu að reyna vera bara á móti? Jújú, Babel gat ekkert í gær, en ég held að hver sem er sjái hvor er hæfileikaríkari leikmaður og hvor á að fá fleirri mínútur…full mikil einföldun að miða bara við leikinn í gær því Babel var slakur þar. Af sama skapi gæti ég sagt hvor ætti að vera í liðinu, Kuyt eða El Zhar miðað við framistöðuna í gær. Í gær hefði ég viljað fá Kuyt úr, Babel uppá topp með Keane og Gerrard út til hægri. Sömuleiðis fannst mér N’Gog skiptingin koma allt of seint, loksins settum við tvo uppá topp og þá voru eftir hvað, tvær mínútur?

    Eins og ég sagði, mixed feelings, ánægður þannig séð með stigið en óánægður að við klúðruðum þessu miðað við hvernig þetta spilaðist. Hvenær er betri tími til að vinna Arsenal úti en einum fleirri og þeir án leikmanna eins og Rosicky og Fabrecas?

    Ég er þó sammála að staðan lítur svo sem ekkert illa út, það er allavega auðvelt að vera ánægður með hana. Torres inn, annan hægri kantmann og Rafa leysir þennan sóknaróleik okkar og þá er ég bara mjög bjartsýnn…bara Torres inn myndi meira að segja hjálpa mikið 🙂

  51. Hvad er eiginlega langt i ad Torres naer ser, er thetta ekki ad fara ad koma hja kallinum?

  52. ég held að menn ættu að hætta að verja Babel hér held að hann verði seldur,það getur ekki hafa hjálpað hans málstað að reyna að þvinga leigusamning til Ajax í gegnum umboðsmann sinn.

  53. Maður er búinn að ná sér núna eftir svekkelsið að ná ekki að klára leikinn og er farinn að horfa í það að 1 stig á Emiraties er kannski svo slæmt (fyrir utan að nú var aldeilis sénsinn á þremur. Það er því ekki úr vegi að kíkja á hvernig liðin hafa verið að standa sig gegn hinum 3 stóru (ekki Villa) þar sem þau hafa öll spilað innbyrgðis.
    Liverpool 7 stig 2 mörk
    arsenal 7 2
    manutd 1 -2
    chelsea 1 -2

    Þetta er langt frá því að vera leiðinlegt. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að við eigum tvo heimaleiki eftir en chelsea t.d. engan. Sömuleiðis á manutd alla heimaleikina eftir. Hins vegar er sorglegt til þess að hugsa að þessum góða árangri höfum við sóað í fáránleg jafntefli.

  54. Ég var ekki ánægður með leik minna manna. Sóknin alveg bitlaus og þegar við urðum einum fleiri þá datt liðið niður í einhverja meðalmennsku.
    Betur má ef duga skal!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

  55. Það er ekkert grín að vera púllari, undanfarinn ár hefur verið hraunað yfir liðið fyrir að vera búnir að tapa deildinni fyrir jól. En svo gerist það frábæra, að við erum efstir 22 des og í versta falli einu stigi á eftir Chelsea yfir hátíðarnar. Þetta er frábær árangur en samt er vælt meira en nokkurntímann fyrr. Takið nú höfuðinn út úr ra******* og njótið þess að liðið er að stórbatna.

    • Þetta er frábær árangur en samt er vælt meira en nokkurntímann fyrr.

    Fjandans viðkvæmni er þetta alltaf hreint, það er ekki verið að setja nein met í röfli eða væli hérna. Það hafa alltaf síðan ég fór að skoða umræðuvefi tengda fótbolta komið fram mjög mismunandi skoðanir. Þetta er ekkert halelúja samfélag hérna frekar en annarsstaðar í þjóðfélaginu og því alveg í lagi að spá í hvað mætti betur fara og jafnvel gagnrýna liðið þó vel gangi. Það að gagnrýna einn ákveðinn þátt í leik liðsins eða leikmann þarf ekki að þýða að maður sé ósáttur við allt og alla. Þar fyrir utan er FULLKOMLEGA eðlilegt að maður sé frekar pirraður á 4 jafnteflum í síðustu fimm leikjum, því maður veit að liðið getur betur.

    Ég hef allavega ekki ennþá séð þann mann sem er eitthvað sérlega ósáttur við stöðuna í deildinni þó sumir séu ekki sáttir við boltann sem hefur fleytt okkur í þessa stöðu, hvar er betra að viðra þessar skoðanir á vitiborinn hátt (að því er maður best veit;p ) heldur en á síðu sem heitir Liverpool bloggið?

    Tek það svo fram að ég fer bara nokkuð sáttur Liverpool lega séð inn í jólin, hvort sem Everton hjálpar okkur í kvöld eða ekki. Liðið er í góðri stöðu og í sjónmáli eru póstar sem ættu að stórbæta liðið (80% af því heitir Torres) og vonandi fáum við að njóta krafa hans það sem eftir lifir tímabils.

    p.s. Ef þið viljið væl þá bendi ég á umræðuvefi tengda Arsenal 😉

  56. Ég sá því miður ekki leikinn, tja nema fyrstu 15 mínúturnar og verð að segja að þeim sem fannst hart að Adebayor færi af velli með 2 gul þá verð ég að benda á það að á 8 mín stökk hann upp í skallabolta í teig LFC og laumaði svo höndunum upp og reyndi að slá boltann í markið, en hann slapp með að fá ekki spjald fyrir það.
    Því segi ég að hann átti aldrei að fá að klára þennan leik þar sem hann var bara alltof of oft brotlegur.
    En að öðru, ég er alveg viss um að Chelsea fara ekki með 3 stig í kvöld frá Goodison Park, vinir okkar í Everton gætu tekið upp á því að vinna leikinn jafnvel : )
    Svo vil ég að lokum segja vegna þessarar neikvæðu umræðu sem hefur verið hér þrátt fyrir að við séum á toppnum að það eina sem ég er ekki sáttur við er að Anfield virðist ekki vera næjanlega sterkt vígi fyrir okkur þetta tímabilið, veit ekki af hverju þetta er svona en ég veit að það er alveg eðlilegt að missa nokkur stig á útivelli en heimavöllurinn er allt annað mál.
    Það þarf að laga.

  57. Hæhó.
    Smá gleði að vakna yfir besta árangri liðsins í deildinni í 17 ár. Gott. Er viss um að við getum öll verið sammála um það að við höfum ekki verið með svona gott lið afar lengi og loksins komin með lið sem öll önnur ensk lið eru í vandræðum með. Öll, á hvaða velli sem er. Frábært.
    Hins vegar held ég að við ættum að skoða aðeins nánar hvaða týpur af leikmönnum spila á köntunum í leikkerfinu 4231, og um leið hvaða bakverðir.
    Er að hugsa um að taka smá jólafíling í kvöld og skoða t.d. lið Barcelona og Spánar sem spila jú þetta leikkerfi. Um leið aðeins að líta á tölfræði leikmanna okkar hjá Opta, við fyrstu kíkk lítur ýmislegt þar út skemmtilega…

  58. Fín grein hjá Guillem Balague. http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=On%20Arsenal%20-%20Liverpool&id=170

    Ég er annars sammála því sem kom fram í máli Arsene Wenger að Liverpool virtust “hræddir við að vinna”, 1 fleiri. Rafa stjórnaði Liverpool af sjúkrahúsinu í gegnum síma og ég bara get ekki skilið þessa stöðugu íhaldssemi og hræðslu hjá honum oft á tíðum. Það nákvæmlega sama gerðist í heimleiknum gegn Hull, Rafa var með áhyggjur af skyndisóknum Hull og sagðist ekki hafa þorað að bæta við öðrum striker í lokin af ótta við þær. Óþolandi því jafntefli við Hull á heimvelli er sama og tap.

    Ég hef skrifað áður hér að þessi mikla pressuvörn hefur tekið stóran toll af þreki leikmanna Liverpool. Við munum gefa pínu eftir uppúr áramótum og koma síðan aftur upp undir lok tímabilsins. Við þyrftum því að hafa nokkra stiga forskot til að geta tekið þá dýfu sem er óumflýjanleg.

    Við erum búnir að missa niður þetta forskot og virðumst hræddir við að sækja sigra. Ég sé ekkert annað í spilunum en raunsæi og hægt fall niður í 3.sætið. Eina sem gæti haldið okkur í toppsætinu er endurkoma Torres og kaup í janúarglugganum á 1-2 virkilega góðum leikmönnum sem bæta kantspilið og koma með ógn af miðjunni.

  59. Við kanski höldum sætinu … 36 mín búnar 0:0 og Terry útaf með rautt !

  60. Ég er að fara að kaupa mér Everton búning á morgun ef þeir halda út síðustu 5 mínúturnar! 🙂

    ….. eða nei, það þarf talsvert meira til en það svo að ég klæðist bláu.

    En samt sem áður, áfram Everton!!!

  61. Vá, erfitt að segja þetta, en vel gert Everton

    Við erum efstir!!!

  62. Everton gáfu mér jólagjöf. Liverpool FC er efst á meðan á messunni stendur á Aðfangadagskvöld!!! Frábært, frábært, frábært!
    Og Terry á leiðinni í minnst þriggja leikja bann, það sem ég sá af leiknum virka Chelsea þungir og pirraðir, lítil sannfæring í leik þeirra og Scolari ráðalítill.
    Verst reyndar að Everton unnu ekki, trúi ekki ég sé að segja þetta!!!

  63. He he he, snilld 🙂
    Svo er bara að koma heimaleikja forminu í lag, sigra Bolton á annan dag jóla og hamingjan heldur áfram 🙂

  64. Fær Terry ekki 4 leiki þar sem þetta er annað rauða spjaldið hans á tímabilinu??

  65. Já, má segja að við séum töluvert heppnir að Chelsea sé að hiksta svona svakalega á sama tíma og við gerum hrinu jafntefla. Við erum á toppnum yfir jólin, en það er alls ekki okkur sjálfum að þakka, en glasið mitt er oftast nær hálffullt þegar kemur að gengi LFC og því fagna ég þessu mjög.

  66. Hvað skyldi vera langt síðan við vorum á toppi deildarinnar um jólin?
    Veit það einhver?

  67. Jæja, efstir um jólin. Það hefur ekkert gerst síðan 1996-1997 tímabilið ef minnið svíkur mig ekki. Mikið svakalega eru toppliðin léleg að safna stigum þessa dagana, jafntefli í hverri viku í desember. Furðulegt eiginlega. Ég er viss um að Ferguson og félagar brosa út að eyrum yfir þessum úrslitum um helgina.

    Nú eru tveir leikir framundan sem við verðum að vinna og við eigum klárlega að geta það. Bolton heima og Newcastle úti eru leikir sem Liverpool á að klára og vonandi verður það raunin. Ef það tekst förum við inn í seinni hluta tímabilsins í efsta sæti og vonandi að Torres komi sterkur inn í janúar.

    • Fær Terry ekki 4 leiki þar sem þetta er annað rauða spjaldið hans á tímabilinu??

    Fer ekki í bann, það er bannað að setja hann í bann.

    Annars sá ég nú bara mest lítið að þessu rauða spjaldi, ansi hraustleg tækling sem verið er að reyna fjarlægja úr boltanum.

    Annars var atvik leiksins þegar Ballack fékk gult fyrir að röfla yfir veggnum. Dómarinn tók skerfin sem pössuðu upp á millimeter og spjaldaði Ballack í kjölfarið fyrir röfl, þriðji leikmaður Chelsea sem fékk gult fyrir röfl í dómara.

  68. Var að horfa á Setanta… Helv. góð “Big Four Table” eftir 3 leiki.

    Ars. 7
    Liv 7
    Ch 1
    Scum Utd. 1

  69. Skemmtilega margar kveðjur til annara liða en Liverpool hérna á spjallinu síðustu vikur 😉 En þetta verða ánægjulega Liverpool rauð jól þetta árið.

    Gleðileg jól kæru félagar og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

    YNWA

Liðið gegn Arsenal

Hverjir eru á toppnum um jólin?