Leikjatörnin framundan

Það er lítið að gerast í dag í boltanum, enda óvenju langt á milli leikja. Rúm vika í hvíld er líklega kærkomin fyrir þá leikmenn sem hafa spilað linnulítið síðustu mánuði, hvort sem það er með félagsliðum sínum eða landsliðum. Það er einnig að nálgast hin fræga jólatörn, þar sem óvæntir hlutir eiga það til að gerast. En hvernig er prógrammið framundan hjá liðunum þremur sem virðast ætla að berjast hart um titilinn? Byrjum á liðinu í efsta sætinu…bíddu, það erum við 🙂

Arsenal úti:
Skíthræddur við þennan leik, síðasti séns fyrir Arsenal til að draga aðeins á toppliðin. Tapi þeir leiknum tel ég þá endanlega úr myndinni í baráttunni um titilinn. Jú, 11 stig eru kannski ekki óyfirstíganleg til að ná upp fram á vorið, en þar sem það þurfa hvorki meira né minna en 4 lið að klúðra meira en þeir, þá tel ég þá úti ef þeir tapa. Því eiga þeir eftir að koma dýrvitlausir til leiks. Það er þó bót í máli að okkar menn virðast ná að lyfta leik sínum séu leikirnir nógu stórir, sbr. Man.Utd, Chelsea og Everton.

Bolton heima:
Við höfum ekki beint verið að riðlast mikið á feitum hesti þegar kemur að minni spámönnum á Anfield. Hef þó trú á að loksins sýnum við knapahæfileikana okkar og hleypum á sprett. Jólin komin og þau má ekki skemma.

Newcastle úti:
Ekki þekktir fyrir varnarleikinn þessir og það hentar okkur vel, sér í lagi á útivelli. Býst við bara lágmarki af hjartslætti.

(FA Cup) Preston úti:
Já, já, bikarleikur að trufla allt saman. En þetta er alvöru bikar þarna á ferð, en engu að síður býst ég við ströggli þar sem nokkrir lykilmenn verða hvíldir.

Stoke úti:
Nóg af útileikjum og maður verður að vera bara nokkuð bjartsýnn vegna þess þar sem það virðist henta okkur mun betur. Sami settur inn til að stanga innköstin í burtu og málið er dáið.

Everton heima:
Það þarf nú ekkert að peppa mannskapinn upp fyrir þennan leik og við náum tvennunni á ná-granna okkar á þessu tímabili.

Wigan úti:
Þetta Wigan lið hefur verið að heilla mig mjög mikið á þessu tímabili. Nokkrir alveg þrælmagnaðir leikmenn þarna innanborðs. Þeir spila fótbolta og eins og sást á Anfield, þá eru þeir sýnd veiði en ekki gefin. Þeir munu þó opna sig um of í þessum leik.

Þetta eru leikirnir fram að febrúar og næsti leikur í röðinni á eftir Wigan er Chelsea á Anfield. Ég hef sem sagt fulla trú á því að við verðum ennþá í toppsætinu þegar þar að kemur. Ég vil meina að við gerum jafntefli við bæði Preston og Arsenal, en vinnum rest. Sem sagt 16 stig út úr törninni.

Chelsea:
Everton úti – jafntefli
WBA heima – sigur
Fulham úti – sigur
(FA Cup) Southend heima – sigur
Man.Utd úti – jafntefli
Stoke heima – sigur
Middlesbrough heima – sigur

Sem sagt 14 stig út úr törninni.

Man.Utd:
Stoke úti – sigur
Middlesbrough heima – sigur
(FA Cup) Southampton úti – sigur
(Carling Cup) Derby úti – sigur
Chelsea heima – jafntefli
Wigan heima – sigur
Bolton úti – sigur
(Carling Cup) Derby heima – sigur
WBA úti – sigur

Sem sagt 16 stig úr törninni. Ég reikna með góðu “rönni” hjá þeim.

Við verðum sem sagt með 54 stig eftir þetta, Chelsea 51 og Man.Utd með 48 (en einn leik til góða). Þetta er kannski mikil bjartsýni, en ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að okkar menn muni fara að stíga upp og sýna það og sanna að þeir ætli sér að berjast um titilinn. Menn geta verið ósammála um einstaka leiki, ég er ekki beint að spá mótherjum okkar slæmu gengi heldur (Chelsea og Man.Utd) og ég held að þetta tímabil verði eitt það mest spennandi í manna minnum þegar kemur að slagnum um Englandsmeistaratitilinn.

15 Comments

  1. Miðað við spilamennsku okkar að undanförnu spái ég því að við hirðum 9 stig úr þessum leikjum okkar. Meðan Man U og Chelsea fá hvort um sig 16 stig. Sem gerir það að verkum að Chelsea verða með 53 stig MU með 48 stig (51 eftir Fulham leikinn) og við sitjum í þriðja með 47 stig.

    En hins vegar ef við tökum hausinn út úr rassgatinu á okkar mönnum og endurheimtum Torres og setjum kannski Kuyt á bekkinn gegn minni spámönnum og ýtum á ´On´ takkann á Keane þá gæti þetta breyst. Það er alveg ljóst að við höldum ekki toppsætinu lengi við það eitt að að treysta á hrakfarir Chelsea og MU heldur verðum við svo sannarlega að spila eins og toppliði sæmir.

  2. En má ekki líka snúa þessu við, hafa Chelsea og MU ekki verið að treysta á hrakfarir okkar sem gætu alveg eins tekið enda eins og þeirra hrakfarir? 🙂 MU eru núna í erfiðu ferðalagi til Asíu, eru svo að spila 2 aukaleiki í Carling Cup (þó svo að þeir noti eflaust fringe players) að þá dregur það ákveðinn fókus í burtu. Auðvitað gætum við verið lentir í 4 sæti ef allt fer á versta veg, ég er þó bara ansi hreint bjartsýnn á framhaldið, sér í lagi ef við fáum Torres inn í góðu standi. Væri alveg til í að hafa rangt fyrir mér strax í fyrsta leiknum gegn Arsenal og taka 3 stig þar.

  3. Held að 13-14 stig séu nærri lagi, en ef Torres kemur strax í jólaleikina alveg dýrvitlaus þá gætum við verið að tala um 16 stig.

  4. 2: Jú vissulega, það getur allt gerst. Ég vona að sjálfsögðu allt það besta en geri ráð fyrir því versta. Lykilatriði í jólavelgengni er samt að Torres komi sterkur til baka og að leikmenn eins og Kuyt og Dossena verði hvíldir, enda er jólastressið nógu slæmt fyrir hjartað á stuðningsmönnum að ekki þurfa að bæta þeim tveimur við.

  5. Þar sem Man Utd eru að spila í Japan núna þá verða þeir tveimur leikjum á eftir öðrum í deild, skrítið fyrirkomulag þetta :/

  6. Ég les 11-14 stig út úr þessu. Bjartsýni er ekki til nema við hliðina á svartsýni þannig að 3-2-1 finnst mér ekki ólíklegt, sigrar gegn Bolton, Newcastle og Stoke, jafntefli við Wigan og Everton og tap gegn Arsenal. Eða eitthvað í þá áttina. Betra samt að tapa fyrir Stoke, gera jafntefli við Newcastle og vinna Everton og Arsenal.
    Held líka að Man U og Chelsea eigi eftir að tapa fleiri stigum en gert er ráð fyrir þannig að 45-50 stig eru málið á þennan hóp.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  7. Arsenal leikurinn er það eina sem ég spái í núna, það er algjör lykilleikur miðað við hvernig þetta hefur spilast og það væri afar ljúft að losna aðeins við þá í stað þess að hleypa þeim aftur í baráttuna.

    Ég hef reyndar ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik, þeir eru ekkert búnir að gleyma CL frá síðasta tímabili og eru eins með bakið upp við vegg og verða að sigra. Þeir hafa eins tekið United og Chelsea í ár og það er frekar típískt að þeir taki þessa leiki sem þeir eru taldir vera miklir underdogs fyrir.

    Vona samt að við stöndumst þetta próf og endum árið með sigri á risunum þremur.

  8. Sælir félagar
    Ég hefi engu við að bæta þessa úttekt. Ég er fullkomlega sáttur við þessi 16 stig sem SSteinn töfrar uppúr hatti sínum. 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Svartsýni er þetta endalaust í mönnum hérna. Ég ætla að spá okkur góðu rönnu og við tökum allavega ÞRJÁTÍU STIG úr þessari törn !!!!!!

    Við förum að spila myljandi góðan fótbolta yfir hátíðarnar og fáum þessa fínu jólagjöf frá LFC..áframhaldandi efsta sætið.

    Insjallah…Carl Berg

  10. Já, Carl Berg, þú hefur ávallt verið reiknimeistari mikill 🙂

    Enginn að tala um að við séum ekki að fara að byrja á Arsenal leiknum Ómar, hann er fyrstur í upptalningunni, en er eitthvað að því að spá aðeins í spilin, hvaða lið þessi 3 topplið eiga framundan?

  11. Góð spá og hún getur vel ræst!

    Ég yrði trylltur ef Liverpool þyrfti að fara núna í tilgangslausa sýningarferð til Asíu. Er ekki að skilja alveg hvað menn eru að troða þessu inn í þarna en fyrst þetta er mu þá allt í lagi 🙂

  12. Spurning um að leggja það mikla áherslu á að vinna deildina að sleppa því að vinna Cl til að þurfa ekki að fara svona ferð á miðjutimabili 😉

  13. Verð að hrósa SSteina fyrir þessa upptalningu. Þetta var akkúrat það sem ég var að hugsa þegar ég fór hingað inn og Bingó. SSteini búinn að lista næstu leiki upp fyrir mig 🙂

  14. Newcastle reyndar búnir að vera taplausir 5 leiki í röð, og héldu m.a. hreinu gegn Chelsea. Wigan líka búnir að tapa 1 leik af síðustu 7, og það á útivelli gegn Arsenal (1-0) . Ég held því að við getum ekki gefið okkur sigur í neinum af þessum útileikjum, ekki einu sinni Stoke, miðað við frammistöðu okkar gegn Hull á fokking Anfield.

    En aftur á móti er ég á því að ef við komumst í gegnum þessa törn og verðum enn efstir, að þá sé góður séns á titli.

Íslenskur strákur til Liverpool?

Pennant í stuði, Keane og Benitez