Íslenskur strákur til Liverpool?

Hérna er [athyglisverð frétt](http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=70187) um að Liverpool hafi gert tilboð í 17 ára gamlan íslenskan strák, Guðlaug Victor Pálsson, sem spilar fyrir lið í Danmörku.

Ég veit auðvitað ekki neitt um þennan strák, en það væri gaman að heyra ef einhverjir vita meira um hann. Það væri auðvitað mjög ánægjulegt að sjá íslenskan strák á mála hjá Liverpool, þótt hann viðurkenni í viðtali þá höfuðsynd að halda með Manchester United.

3 Comments

  1. Þetta var spennandi allt fram að síðustu línunni, þar fór þetta.

    Annars held ég að United mennska sé vel læknanleg og því ekki öll nótt úti enn fyrir þennan pjakk.;)

  2. Hann er fokk góður þessi strákur, ég spilaði á móti honum nokkru sinnum þegar hann var hjá Fylki ennþá. Hann gæti alveg orðið stórleikmaður með réttu æfingunum og þjálfurum. Ekki vitlaust að kaupa þennan strák.

Staðan á sunnudegi

Leikjatörnin framundan