Staðan á sunnudegi

prem-14-des08

Takk, Tottenham, Boro og West Ham.

Þrátt fyrir allan pirringinn í gær þá vorum við að leika við lið með betri árangur en Chelsea og Man United voru að keppa við. Samt er niðurstaðan eftir helgina að forysta Liverpool er óbreytt. Það er allavegana gleðilegt.

Og við erum með þessa forystu án þess að hafa haft Fernando Torres að neinu ráði í allan vetur.

Leikurinn á Emirates um næstu helgi er lykilleikur. Við getum farið langleiðina með að stimpla okkur rækilega inn sem meistarakandídatar ef við vinum Arsenal á Emirates, hafandi nú þegar unnið Chelsea á Stamford Bridge og Man United á Anfield. Ég get ekki beðið.

52 Comments

 1. Úti gegn Tottenham er að sjálfsögðu miklu léttara en heima gegn nýliðum Hull.

 2. Vissulega góð úrslit í dag…

  ….en ég get samt sem áður ekki annað en hugsað hvernig staðan væri ef við hefðum sigrað þessi “litlu lið á Anfield” , West Ham, Hull, Fulham, Stoke, samtals 8 stig glötuð. Hvernig væri að fara inní jólin með 9 stig á næsta lið 😉

 3. Það er greinilegt að deildinn er jafnari núna en hún hefur verið undanfarið. ekki oft sem toppliðinn gera öll jafntefli í sömu umferðinni. en maður neitar því ekki að það er gaman að horfa á töflunna eins og er 🙂 nú styttist bara í enn eitt toppliðið liggur í valnum erum við ekki bestir nú til dags þegar við fáum alvöru lið. alla vega hallast ég á það eins og er

 4. já ég klappaði saman lófum þegar ég heyrði um árangur West Ham í dag.

  Ef við horfum til jólanna og toppliðanna þá er líklega man u með léttustu leikina (Stoke ú, middlesb h), svo chelsea (everton ú, west brom h) og síðan Liverpool (Arsenal ú, Bolton h). Þannig að það er á brattan að sækja yfir jólin – Rafa sagði að við eigum 80% líkur á sigri ef við erum efstir í deildinni í byrjun nýs árs :).

 5. Af þessum fjórum jafnteflum á Anfield í haust er ég minnst svekktur með leikinn gegn Hull. Ég er samt hundfúll með jafnteflið, hafið það á hreinu. Við byrjuðum skelfilega, unnum okkur vel inn í leikinn og fengum færi til að klára dæmið.

  Ef við skoðum úrslit Liverpool í haust þá má segja að nákvæmlega sama mynstur sé í úrslitum Liverpool eins og í fyrra. Alltof mörg jafntefli gegn slökum liðum á Anfield og núna hafa þau úrslit kostað okkur átta stig. Það er alltof mikið fyrir lið sem ætlar sér sigur í deild. En sigrar gegn Man Utd og Chelsea er það sem hefur breyst frá því í fyrra. Ef þeir leikir hefðu tapast værum við á nákvæmlega sama stað – Byrjaðir að hugsa um næstu leiktíð! En sem betur fer höfum við unnið þessa tvo “Sex-stiga leiki” og vonandi höldum við því áfram um næstu helgi.

  Mér er nokk sama hvar stigin vinnast svo fremi að þau verði nógu mörg í lok leiktíðar til að vinna fjandans dolluna! Ef við verðum við toppinn um áramót og Torres kemst á fullt þá er ég nokkuð bjartsýnn.

 6. Enn efstir, þrátt fyrir legvatnsmissi sumra hérna í gær. Hefur engum dottið í hug að deildin sé hugsanlega orðin sterkari, svona heilt yfir? Erum við eitthvað minna efstir þó við séum ekki að endurtaka hið taplausa tímabil Arsenal fyrir nokkrum árum? Það er ekki eins og við séum orðnir of góðu vanir í þessari blessuðu deild, ég var t.d. átta ára þegar við urðum meistarar síðast. Verð ég þá ekki að vera þakklátur fyrir stöðuna eins og hún er, nákvæmlega í dag? Mér er spurn.

 7. Takk Bellamy – Gott að hafa svona Liv. aðdáanda í West Ham í dag 😉
  Mikið hefði nú verið gaman að vinna síðustu heimaleiki en núna er bara að klára Arsenal.

 8. Hvenær kemur svo Torres inn í liðið? Ætlar hann kannski að taka Kewel-inn á þetta mót?

 9. Góður dagur… glasið mitt er hálf fullt en ekki hálf tómt.

 10. Ég er bara nokkuð bjartur með útileik gegn hverjum sem er þessa dagana, get ekki sagt það sama með heimaleikina 🙁

 11. Það er auðvitað hundsvekkjandi að hafa ekki klárað þessa fjóra heimaleiki sem fóru jafntefli. Níu stiga forskot núna væri einfaldlega frábært! En við getum líklega líka prísað okkur sæla með þónokkra leiki sem hefðu hæglega getað endað jafntefli en við redduðum á síðustu stundu – Sunderland, Middlesboro, Man. City, Wigan og Portsmouth. United-leikurinn má kannski teljast með hérna líka. Þannig að lukkan jafnast kannski út í þessu. En liðið hefur bara ekki verið nógu sannfærandi í að klára leikina af öryggi, þess vegna hefur meirihluti leikjanna annaðhvort verið redding á síðustu stundu eða grautfúlt jafntefli.

 12. “Leikurinn á Emirates um næstu helgi er lykilleikur. Við getum farið langleiðina með að stimpla okkur rækilega inn sem meistarakandídatar ef við vinum Arsenal á Emirates,”
  Erum við ekki efstir í deildinni, eru við ekki búnir að spila álíka erfiða leiki og hin liðinn. Verandi efstir erum við þá ekki líklegri á að verða meistarar en hin liðin. Ég skil ekki hvað þú ert að meina með þessu.

 13. Hvernig er það með Nemeth er hann meiddur?
  Þessi framherjamál hjá okkur eru orðin undarleg og alveg spurning hvort Rafa verði ekki að fara taka sjénsa með að hleypa ungum og framagjörnum strákum að.
  Kuyt og Keane eru ekki að gera sig þessar vikurnar og El Zar og N’gog virðast ekki vera tilbúnir í slaginn.
  Því spyr ég hvar er Nemeth?

 14. Hvernig væri bara að hafa Babel sem fremsta mann og halda Kuyt áfram á kantinum.

 15. Áfram West Ham. Að lesa um þetta jafntefli er ein besta frétt sem ég fengið síðan Liverpool vann á Brúnni. Ég er endurnærður, þynnkunni reddað!

 16. Þetta voru svekkjandi úrslit í gær. Fyrir leikinn átti ég von á enn einum fulham, eða Westham leiknum, hrútleiðinglegum, en svo var nú aldeilis ekki. Þetta var hraður leikur og fjögur mörk. Mér fannst leikhléið koma á slæmum tíma því Hull var ekki að komast í boltan og voru við að brotna, en þeir náðu að koma sér í skikk fyrir seinni hálfleikinn. Eina sem ég hefði viljað að Keane hefði komið inn á fyrir Mascerano, Gerrard á miðjuna, og liðið hefði farið í 4-4-2 í seinni hálfleik með babe on el zahr á köntunum.
  Það er undarlegt að fylgjast með skrifum nú, Liverpool í efsta sæti í nokkrar vikur í röð. Miðað við umræðuna í upphafi leiktíðarinnar, kröfðust flestir þess að liðið héldi sér í toppnum fram á vorið, að tala um titil núna væri full mikil bjartsýni. En nú þegar við höfum verið í toppbaráttunni og nú leitt hana um skeið. Er að marka á umræðunni að liðið sé í fallbaráttu, skipta á um kapteinn í brúnni og hvað eina.
  Ég ætla að njóta þess meðan Liverpool er á toppnum og vonandi verðum við þar enn um sinn liðið sem leiðir keppnina.
  Hættum að andskotast út í liðið um stund og njótum þess að vera í efsta sæti þó svo að forskotið sé bara eitt stig. Þessi árangur er fram úr mínum væntingum fyrir leiktíðina og ég ætla að njóta þess meðan það varir. Það er ekki víst að það vari út leiktíðina.
  YNWA

 17. Hvenær verðum við Liverpool áðdáendur ánægðir??? alltaf erum við eitthvað að kvarta og kveina!!!
  Við erum á toppnum, njótum þess!!!

 18. “Erum við ekki efstir í deildinni, eru við ekki búnir að spila álíka erfiða leiki og hin liðinn.”

  Já/Nei.

  Ef þú berð leikjaprógramið hjá Pool saman við það hjá United þá sérðu að United hefur átt töluvert erfiðara leikjaprogram og er búið með nánast alla “erfiðu” útileikina, þar með talið hin Top 4 liðin.

 19. Staðreynd sem skiptir engu máli: Af þeim fimm mörkum sem voru skoruð í úrvalsdeildinni í dag, skoruðu fyrrum Liverpool-menn fjögur. Ef þetta eina mark sem ekki var skorað af fyrrum púllara hefði verið eina mark dagsins, hefðu úrslit leikjanna tveggja verið þau sömu.

 20. Og þrátt fyrir þessi jafntefli á heimavelli, þá erum við efstir. Ætli Guðni Hraundal sé ekki með lýsinguna bara á hreinu: glasið er hálffullt, ekki hálftómt.

  Vissulega hefur maður bölvast yfir spilamennskunni stundum, vissulega myndi maður vilja sjá meira koma út úr heimaleikjunum sérstaklega … en við höfum verið að standa okkur mun betur eftir áramót, og eins og horfur eru núna … þá eru bjartir tímar framundan!

  Við verðum í titilbaráttu, ekki spurning. Áfram Liverpool!

 21. Það er alveg með ólíkindum að við séum efstir miðað við spilamennskuna á okkur. Þegar Arsenal leikurinn er búinn þá erum við búnir með alla erfiðustu útileikina (fyrir utan OT). Ef við töpum þeim leik þá verðum við kannski 2 stigum frá toppnum, en það er ok að mínu mati, því að við eigum mikið léttara prógram eftir jól og Torres og Keane eiga alveg eftir að fara í gang.

 22. Eg er alveg handviss um að 20 milljonir punda fyrir Keane seu lelegustu kaupin i ensku deildini i ar. (og Riera bestu) eg veit ekki hvort að maður ætti kanski að leifa Keane að spile þessa leiktið buna, eða selja hann strax (við faum ekki rassgat fyrir hann nuna) verðum að fa torres. Gerrard er markahæsti maðurinn okkar!?
  Bara eitthvað sem mer þotti rettara að koma a frammfæri…

 23. Ég held að Tottenham á White hart lane sé nú erfiðari en Hull á Anfeild burt séð frá stöðu þeirra í deildinni í dag. Við töpuðum nú þar í tvígang. Ekki það að það skipti máli.

  En mér finnst stjórinn okkar aðeins vera að falla í gamla farið sem við bölvuðum sem mest hérna um árið þ.e. að koma með óskiljanlegar skiptingar. Svona er þetta bara, stundum virkar það en stundum ekki.

 24. “Þrátt fyrir allan pirringinn í gær þá vorum við að leika við lið með betri árangur en Chelsea og Man United voru að keppa við.”

  Athyglisverð nálgun 🙂

 25. Allveg merkilegt hvað menn hamast á því að segja að Liverpool eigi enga möguleika á meistaratitlinum. Fyrst Mourinho og nú Redknapp. Hvað ætli liggi að baki svona ummælum?

 26. Liverpool á alveg góða möguleika á titlinumm,allavega ekki minni líkur en United eða Chelsea. Við eigum eftir að fá Arsenal og Chelsea á Anfield og úti við United.
  Og ef við klárum Arsenal um næstu helgi þá eigum við góða möguleika á titlinum.

  • Allveg merkilegt hvað menn hamast á því að segja að Liverpool eigi enga möguleika á meistaratitlinum. Fyrst Mourinho og nú Redknapp. Hvað ætli liggi að baki svona ummælum?

  Ég held að það sem liggi helst að baki er líklega reynsla undanfarina ára, munurinn á verðmiða liðanna (byrjunarliðanna) og tiltölulega ósannfærandi spilamennska okkar manna á köflum það sem af er tímabili.

  Það er ekkert óeðlilegt við það að menn spái að United og Chelsea sigli framúr okkur, og fyrir mér mega menn keppast við að spá því. Þeim mun sætara yrði að láta þá éta orð sín.

  Allavega líður mér alltaf nokkuð vel þegar Liverpool eru vanmetnir.

 27. Hættið þessu væli alltaf!! Liðið er á toppnum.. Snilldin ein í mínum augum og besta mál að liðið spili svona á meðan Keane er að slípa sig til… setur 15 mörk í lok season-sins og setur lokið á dolluna fyrir okkur.. burt með þessa neikvæðni..

 28. Þegar á heildina er litið og eftir allt það sem gengið hefur á, verður að segjast að árangurinn í vetur hafi verið framar vonum. Eitt tap í deild so far á klaufalegu marki í uppbótartíma gegn Tottenham í leik sem Liverpool átti að vera búið að klára eftir nokkur skot í tréverk andstæðinganna í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool. Það sem er gagnrýnisvert eru fjögur jafntefli gegn liðum sem á pappírnum voru mun lakari. Því miður virðist vandamáið á heimavelli gegn smærri liðum enn vera til staðar.
  Það jákvæða í þessu öllu saman er að við eigum Torres og Skrtel (mikill missir að hann datt út) inni og þá á liðið talsvert inni.

 29. Ég fer alltaf að verða meira spenntur fyrir því að fá Owen til baka. Hann er að skora, trúlega að detta í landslið Englendinga á nýjan leik og okkur sárvantar góðan slúttara. Ekki verra að það er líklega hægt að fá hann á kreppuverði!

  Skil ekki alveg þessa neikvæðu umræðu sem oftast er í gangi um okkar lið. Við rúlluðum CL riðlinum upp, erum einir efstir í deildinni, erum að vinna 6stiga toppleikina. Einungis tapað einum leik í deildinni og Torres verður kominn á flug innan tíðar!
  Ég allavega hef séð það svartara 🙂
  YNWA!

 30. ef við bara hefðum klárað einsog tvo af þessum heimaleikjum.
  Þá værum við strax komnir með miklu betra forskot.

 31. Vorum heppnir með úrslit í öðrum leikjum, og sitjum því enn efstir.

  Ég var ekki jafn heppinn í Fantasy Premier League samt, og því heimta ég topp-leik á sunnudaginn!

 32. Heyrðu fyrirgefðu en er það ég eða er þetta satt.
  Manchester kemst upp með marga hluti t.d Rooney atvikið á móti Aab
  og Ronaldo þegar hann sparkaði í áttina að Dawson…
  Algjörar beljur sem eru hálfvitar og eiga ekki skilið að spila í ensku deildinni!!

 33. Sælir félagar
  Það er gott halda áfram að verma toppsætið.
  Og það er gott að vera efstir.
  Og það er gott að hin toppliðin eru að tapa stigum.
  Og það er ýmislegt verulega gott í leik okkar manna.
  Hitt er að mér fannst Benitez klikka verulega í síðasta leik og á ég þá við skiptingar sem í besta falli orkuðu tvímælis og svo tímasetningar á þeim Annað er svo það að meðan við sitjum á toppnum er ef til vill ekki ástæða til að gagnrýna Benitez.
  En samt – áhyggjur mínar og margra annarra af markaleysi á heimavelli, sem einhverntíma var amk. ósigrandi gryfja, eru eðlilegar. Vona samt að við tökum enn einn leikinn á útivelli um næstu helgi. Okkur tókst það með frábærri taktik Benites á Brúnni og ég hefi þá trú að Rafa muni lesa Arsenal og Wenger eins og opna bók. 😉
  Það er nú þannig.

  YNWA

 34. Sælir aftur félagar.
  Svona til gamans þá er samkvæmt þessari síðu næsti leikur okkar við Hull á Anfield þann 13 des nk. 😉
  Ekki förum við að endurtaka þann leiða leik eða hvað.
  Það er nú þannig

  YNWA

 35. Er loksins búinn að finna út úr því hvernig breytt er um leik í þessu nýja WordPress dæmi, takk fyrir ábendinguna þó Sigkarl.

 36. Væri ekki sneddí að hafa þetta leikjadæmi sjálfvirkt? Ég gæti mixað smá feed með með öllum næstu leikjum okkar sem þið gætuð látið lesast beint inná vefinn. Þá væri þessi fídus bara að mestu sjálfvirkur, nema ef vera skyldi að prógrammið myndi breytast einhverra hluta vegna og þá þyrfti manually að breyta feedinu.

  Einhver vilji fyrir slíkum fídus? Maður er nú hálf skuldbundinn til að láta eitthvað af hendi rakna á þennan vef 🙂

 37. 26 ég er hættu að trúa á létt prógram…

  Ég er mikið sammála þessu miðað við hvernig deildin er búin að þróast á þessu tímabili. Minni liðin eru búin að vera að stela stigum af þeim stærri í meiri mæli en undanfarin tímabil. En ef Anfield fer að verða það heimavallavígi sem það á að vera eigum við að vera í nokkuð góðum málum í vor 😉

 38. Málið er að verða einfalt.
  Ef við finnum taktinn á Anfield hirðum við dolluna. Mörg stærri vandamál verið á undanförnum árum en það…

 39. Við erum alltaf að stóla á að önnur lið tapi, í staðinn að krefjast þess að við vinnum sem flesta okkar heimaleiki. Þessi jafntefli við léleg lið heima eiga eftir að koma okkur í koll síðar á tímabilinu.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 40. Ég held nú reyndar Magnús að við krefjumst öll að við vinnum flesta okkar heimaleiki svo ekki þurfi að stóla á að önnur lið tapi. Því miður er það bara ekki alltaf raunin og alveg rétt að það gæti komið okkur í koll síðar meir. En ég held að það sé klárt að krafan hjá bæði stuðningsmönnum og öllum tengdum félaginu sé að vinna sem flesta heimaleiki.

 41. Að öðru, verður ekki dregið í CL í þessari viku?
  Vitið þið hvænær?

 42. Þessi lausn hjá Hauki er komin inn, þannig að núna ætti “Næsti leikur” að uppfærast betur. Þökkum honum kærlega fyrir aðstoðina!

Liverpool – Hull 2-2

Íslenskur strákur til Liverpool?