Liðin komin á hreint í Meistaradeildinni (uppfært með könnun)

Hverja viltu fá í 16 liða úrslitum?

 • Sporting (36%, 250 Atkvæði)
 • Real Madrid (31%, 215 Atkvæði)
 • Inter (13%, 92 Atkvæði)
 • Villareal (11%, 75 Atkvæði)
 • Lyon (10%, 67 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 699

Loading ... Loading ...

Jæja, umferð kvöldins í Meistaradeildinni er búin og því ljóst hvaða lið komast áfram.

**Liðin sem unnu riðlana sína**
Roma
Panathinaikos
Barcelona
**Liverpool**
Man United
Bayern Munchen
Porto
Juventus.

**Liðin sem lentu í öðru sæti**
Chelsea
Inter
Sporting
Atletico
Villareal
Lyon
Arsenal
Real Madrid.

Liverpool getur ekki lent gegn Atletico og ekki gegn öðru liði frá Englandi, sem útilokar Arsenal og Chelsea. Liverpool getur því lent gegn Inter, Sporting, Villareal, Lyon og Real Madrid. Af þessum liðum vil ég allra síst lenda gegn Inter aftur. Miklu frekar væri ég til í að sjá Rafa glíma við Real Madrid eða þá lenda gegn liðunum sem eru talin léttari í þessum pakka, það er Sporting og Lyon.

**Uppfært (EÖE)** Setti inn könnun.

37 Comments

 1. Liverpool – Real Madrid væri örugglega meiriháttar rimma, en auðvitað væri betra að fá ögn veikari mótherja, segi það ekki ….

 2. Inter nr 1,2 og 3. Henda Jose Motormouth út úr þessari keppni eins og skot 🙂 Þar á eftir kemur Real Madrid.

  Eina liðið sem ég vil ekki mæta er Lyon, veit ekki afhverju, hef bara slæma tilfinningu fyrir því liði.

 3. Mikið var nú gott að þessari hrútleiðinlegu riðlakeppni er lokið og keppnin getur hafist fyrir alvöru. Ég vil helst mæta Inter, aðallega þar sem það væri svo gaman að slá þá út, en á hinn bóginn væri eflaust auðveldast að mæta Sporting.

 4. það er sennilega lítið um auðveld lið þarna… Töpuðum við ekki fyrir Benfica hérna um árið. Það átti að vera ,,done deal”

  áfram LFC

 5. Tek undir að þessi riðlakeppni er algjört grín, gjörsamlega óspennandi og óathyglisverðir leikir.

  Spenni greipar og bið um Inter og Real, okkur hentar jú betur að spila gegn stærri liðum og tilgangurinn með þessari keppni er að fá að spila stórleiki.

  En seriously, horfði einhver á leiki kvöldsins?

 6. Sporting er á pappírnum veikasta liðið sem við getum fengið, Lyon þar skammt undan. Hins vegar er lið Rafa yfirleitt upp á sitt besta í þessari keppni gegn erfiðari andstæðingum og því segi ég Inter í 16-liða úrslitum, takk.

  Orðið allt of langt síðan stuðningsmenn LFC gátu fagnað á Anfield og hlegið að José Mourinho um leið. Hver er svo sem betri í að pirra þann mann en Rafa Benítez? 🙂

  Ef við fáum ekki Inter vil ég sjá Real Madrid. Klárt mál.

 7. Ég vill samt fá að tippa á hverjir mæta hverjum til að geta sýnt þegar dregið verður að ég hafi rétt á að starfa í þeim geira þar sem ég er með kristalkúlu mér við hlið:

  Liverpool Real Madrid –
  Roma – Lyon
  Panathinaikos – Chelsea (fá alltaf gefins leiki þarna í snobbhluta Lundúna)
  Barcelona – Inter
  Man United – Sporting
  Bayern Munchen – Villareal
  Porto – Atletico
  Juventus – Arsenal

 8. Ég vil, eins og endranær, sterkasta mótherjann sem völ er á. Ég vil Real Madrid, ekki spurning! Inter spilaði Liverpool við í fyrra og ég nenni ekki að horfa á replay af því, sérstaklega þar sem Jose Mourinho myndi væla í fjölmiðlum í tvo mánuði fyrir þá leiki og þá sérstaklega grenja yfir markinu hans Garcia 2005. Ég er bara búinn með Mourinho skammtinn fyrir lífstíð. Sem er slæmt vegna þess að ég er eiginlega alveg viss um að hann muni taka við af Ferguson hjá Man Utd!

  En Real leikirnir yrðu athyglisverðir. Við höfum ekki spilað við þá á undanförnum árum og tenging Rafa við liðið myndi gera þetta sérstaklega skemmtilegt.

 9. Inter eða Lyon. Að slá út Frakkana eða Mourinho, annað skiptir ekki máli. Geyma Real fram að úrslitunum.

 10. Ég vil fá Lyon. Held að það gætu orðið ótrúlega skemmtilegir leikir.

 11. Ég vil helst fá Villareal eða Sporting. Ég vil síður mæta Real Madrid enda held að að þeir nái sér vel á strik eftir að Ramos er mættur. Ef við fáum ekki þessi tvö sem ég nefndi þá bara fara í Inter og málið er látið! Ég horfði lauslega á Lyon gegn Bayern og þeir ótrúlega óheppnir að vinna þá ekki og það stórt!

  Að lokum vil ég óska AaB til hamingju fyrir frábæra frammistöðu í kvöld sem og Dudek sem hélt hreinu hjá Real!

 12. það yrði að vísu sætara að slá kvikindið út í undanúrslitum…. magnað ef Inter myndu slá man u út, það færi líklega í pirrurnar á þeim, svoooo slá Inter út í 8-liða eða undanúrslitum, sweet

 13. Menn virðast vera sjúkir í að fá Sporting en ég vil minna menn á það að við höfum átt í talsverðum vandræðum með portúgölsk lið í CL í gegnum tíðina. Gerðum t.a.m. jafntefli úti vs Porto í fyrra og duttum út í 16-liða gegn Benfica 2006.

 14. Höfum hinsvegar átt í afskaplega litlum erfiðleikum með frönsk lið síðan Benitez tók við, fyrir utan þennan eina leik v Marseille.

 15. Ef ég hugsa bara um að komast áfram þá er þetta óskalistinn.

  1. Sporting
  2. Villareal
  3. Lyon
  4. Inter
  5. Real Madrid

  Ef ég hins vegar hugsa um skemmtanagildi þá væri skemmtilegast að mæta (og vinna) Inter og næst skemmtilegast að mæta (og vinna) Real Madrid.

  Verð að viðurkenna að óskamótherjinn minn er Inter. Það væri svo gaman að slá Mourinho út í 16 liða úrslitum. Vá!

 16. Ég segi Real einfaldleg vegan þess að við tókum þá. Það er betra að fá gott lið á þessu stigi sem við tökum alvarleg. Held það sé ekki gott að mæta liði sem við eigum að vinna á þessu stigi. Ég tel real ekki eins sterkt og vanaleg um þessar mundir og því góður tími til að mæta þeim and eliminate them.

 17. Kanski sniðugt að lýsa ekki eigin skoðun í könnun, þ.e.

  Af þessum liðum vil ég allra síst lenda gegn Inter aftur. Miklu frekar væri ég til í að sjá Rafa glíma við Real Madrid eða þá lenda gegn liðunum sem eru talin léttari í þessum pakka, það er Sporting og Lyon.

  Er til þess fallið að hafa áhrif á útkomuna.

 18. Komiði með Inter. Komiði með Morinho! Látum hann rífa sinn kjaft og svo one two three- back to Italy!

 19. Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju lið frá sama landi geta ekki mæst í 16 liða úrslitum!?

  • Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju lið frá sama landi geta ekki mæst í 16 liða úrslitum!?

  Líklega til að reyna að koma í veg fyrir það eins og hægt er að lið frá sama landi lendi ekki saman í þessari keppni, nógu oft mætast þau í sinni deild. Persónulega finnst mér þetta mjög góð regla.

 20. er það ekki ljóst að LFC mættir Inter! – alveg klassíkst að hitta Móra aftur.

 21. Ég hef nú alltaf horft á þetta þannig að í meistaradeildinni vil ég mæta góðum liðum frá öðrum löndum. Mér finnst alveg nóg að spila við 3 stóru liðin á Englandi í deild og bikar, og að lenda á móti slöppum liðum í meistaradeildinni er jafn leiðinlegt og að borða ís með laukbragði.
  Þess vegna erum við (ég) í þokkalegum málum í ár. Aðeins 1 mögulegt lið er óspennandi = Sporting, og ég held aðeins með 1 mögulegum andstæðingi = Inter. Villareal sleppur fyrir horn og Lyon sleppur vel fyrir horn.

  Semsagt, ég vil fá REAL MADRID

 22. Afhverju vilja menn fá Sporting ?
  Okkur hefur nú ekki beint gengið vel gegn liðum frá Portúgal í gegnum tíðina, sbr Porto og Benfica..

  Ég finn það á mér að við fáum Inter, og fáum að njóta sirkusins sem er í kringum Morinho enn einu sinni.

  Ef ég mætti velja eitt lið þarna í dag, þá væri það líklega Inter, Real eða Villareal – en það er langt í að þessir leikir fara fram og lið sem etv eru ekki heit í dag geta verið sjóðandiheit þegar líður að einvíginu.

 23. Ég hef það mikla trú á Benitez að ég veit að við munum fara í gegnum, Real Madrid og Sporting án vandræði. Er örlítið smeykur við Villareal en Benitez hefur gengið vel á móti spænskum liðum svo ég held við förum í gegnum þá án teljandi vandræða. Sama með Lyon, örlítið smeykur en ætti samt ekki að vera mikil vandræði, og gegn Inter leggja sig allir 200% fram bara til að sigra Mourinho.

  Einu liðin sem ég sé slá okkur út úr þessari keppni er Chelsea og Man Utd. Við förum í gegnum öll önnur lið í keppninni, svo er það bara 50/50 gegn Chelsea og Man.Utd.

 24. Verð að fá að leggja orð í belg. Mönnum virðist koma saman um það að þessi riðlakeppni sé algjört grín og að loksina sé henni lokið þar sem það var bara formsatriði að spila þessa leiki. Gott og vel Liverpool fóru létt í gegnum hana í ár, en árið í fyrra var sko enganvegin formsatriði og leit heldur út fyrir það að við myndum detta út þar. Líka árið 2005.
  Einnig hafa verið að koma lið í þessa riðlakeppni í ár sem mjög gaman var að fylgjast með og hafa svo enganvegin verið eftirbátar stóru liðanna..og ellt bendir til þess að við fáum Hoffenheim í þessa keppni næsta ár og það virðist vera mjög athyglisvert lið.
  Svo er alltaf spennandi að sjá hvort að lið fái 1 eða 2 sæti riðilsins sem skiptir miklu máli upp á andstæðing eða heimaleikinn.

2 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

PSV 1 – Liverpool 3

Aðeins um Meistaradeildina