PSV 1 – Liverpool 3

Þannig lauk riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2008: Liverpool-liðið mætti Hollandsmeisturum PSV Eindhoven á útivelli og vann **góðan 3-1 sigur** þar sem sumir af umdeildari mönnum vetrarins voru í aðalhlutverki.

Rafa Benítez gerði nokkrar breytingar á liðinu sem vann 1-3 útisigur gegn Blackburn sl. laugardag:

Cavalieri

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Mascherano – Lucas
Babel – Keane – Riera
Ngog

**Bekkur:** Reina, Darby, Spearing, Kelly, Gerrard, Alonso, Benayoun.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill en þó nokkuð fjörugur. Liðin háðu stöðubaráttu á miðsvæðinu en gekk illa að skapa sér færi. Ég minnist þess að Cavalieri hafi þurft að verja einu sinni gott skot frá PSV-manni og þá var Babel næstum því búinn að skapa stórhættu með góðum einleik af hægri kantinum inná teiginn en náði ekki að fylgja því eftir með góðu skoti eða hættulegri sendingu.

Á 36. mínútu kom fyrsta markið. Eftir fyrirgjöf frá hægri barst boltinn að því er virtist í hönd PSV-manns og inn fyrir vörn Liverpool þar sem **Danko Lazovic** fékk boltann og skaut á milli fóta Cavalieri úr þröngu færi og í netið. 1-0 fyrir heimamenn og ég held við getum varla sakast við Cavalieri, sem þurfti fyrirvaralaust að mæta dauðafæri og var næstum búinn að verja skot Lazovic.

Adam var þó ekki lengi í paradís og á 47. mínútu fyrri hálfleiks jöfnuðu okkar menn metin. Dómarinn var við það að flauta til hálfleiks eftir 45+1 mínútu þegar brotið var á Liverpool-manni úti við hægri kantinn. Lucas Leiva sendi frábæra fyrirgjöf inní teiginn úr aukaspyrnunni og þar stökk **Ryan Babel** manna hæst og sneiddi boltann í jörðina og upp í markhornið fjær með skallanum. Frábært mark hjá Babel og hans fyrsta fyrir Liverpool í þrjá mánuði, eða síðan hann tryggði okkur sigur gegn United í deildinni.

Liverpool-liðið var ágætt varnarlega en frekar sofandi sóknarlega mest allan fyrri hálfleikinn en það var betra uppi á teningnum eftir hlé. Það var eins og menn fyndu hver aðra betur í sóknarlínunni og fyrir vikið skapaðist oftar opnun í vörn PSV-manna. Robbie Keane virtist á köflum vera umferðarstjórinn í sóknarflæði Liverpool auk þess sem mest allt sem hættulegt var virtist koma í gegnum Babel á kantinum, en hann var okkar frískasti sóknarmaður í kvöld.

Það var því eiginlega hálf öfugsnúið að þeir tveir sóknarmenn sem sáust lítið sem ekkert í leiknum skyldu gera út um þetta fyrir okkur. Á 66. mínútu fékk **Albert Riera** boltann vel fyrir utan vítateig PSV-manna, og þar sem enginn þeirra kom út til að stoppa hann lagði hann boltann í rólegheitum fyrir sig og negldi upp í markhornið. Eitt fallegasta mark vetrarins hjá liðinu og gjörsamlega óverjandi fyrir markvörð PSV.

Þegar um kortér var til leiksloka fékk Keane svo boltann á miðlínunni, eilítið hægra megin, og sendi hnitmiðaða stungusendingu inn fyrir vörn PSV þar sem **David Ngog** brunaði fram úr aftasta varnarmanni með boltann, lék honum inná teiginn og lagði hann örugglega með vinstri framhjá markverðinum. Klassískt framherjamark frá Ngog og lokatölur 3-1 fyrir Liverpool í þessum leik.

Kvöldið fór eiginlega eins vel og hægt var að þora að vona; jafntefli Atletico Madrid við Marseille þýðir að okkar menn ná fyrsta sæti riðilsins og eiga því seinni leikinn í 16-liða úrslitum á Anfield, Rafa náði að hvíla haug af lykilmönnum og gat leyft sér að setja þrjá kjúklinga – þá Darby, Spearing og Kelly – inná í þessum leik, auk þess sem menn eins og Babel, Lucas og Ngog fengu að spila heilan leik á útivelli í Meistaradeildinni og stóðu sig allir vel. Frábært kvöld í alla staði.

**Maður leiksins:** Cavalieri og vörnin stóðu sig vel allan leikinn, gátu lítið gert í marki PSV en hleyptu annars engu í gegn. Lucas og Mascherano voru þéttir á miðjunni og Keane var ágætur þar fyrir framan, en þó var enn áberandi hversu yfirstressaður hann er orðinn vegna þessarar blessuðu markaþurrðar sinnar svo að hann eyðilagði jafnan fyrir sjálfum sér þegar hann nálgaðist teig andstæðinganna. Riera á vinstri vængnum og Ngog fremst höfðu sig lengst af lítið í frammi og virtist lítið takast af því sem þeir gerðu en það er varla hægt að gagnrýna menn sem skora jafn góð mörk og þeir skoruðu í kvöld.

Maður leiksins að mínu mati var þó klárlega **Ryan Babel**, og það gleður mig sérstaklega að geta veitt honum þá nafnbót. Hann var í allt kvöld okkar mest ógnandi maður, skoraði gott mark og sýndi af sér þann kjark og þá sköpunargleði á vængnum sem við vorum farin að venjast að sjá til hans á síðasta tímabili. Góður leikur hjá þeim hollenska í heimalandinu og nú er vonandi, eftir tvo byrjunarleiki í röð, að hann geti stigið fleiri skref í rétta átt á næstu vikum.

Næsti leikur er á laugardaginn gegn Hull City á Anfield í Úrvalsdeildinni. Liðið er búið að vinna riðlakeppni Meistaradeildarinnar, nú verður allt kapp næstu 2-3 mánuðina lagt á að halda klúbbnum á toppi Úrvalsdeildarinnar.

(Myndir frá vef BBC)

73 Comments

 1. dossena virkilega goður i kvöld, keane með mjööööög goða sendingu i markinu hja ngog og lucas stuttu seinna, vantar bara fleiri mörk fyrir hann og þá fer hann vonandi a flug, lucas góður i kvöld líka, fannst ngog ekkert gera fyrir markið

 2. Þá er stóra spurningin hverjum getum við mætt í útsláttarkeppninni. Ætli að við fáum að henda Mourinho úr keppni? Ekki myndi ég kvarta.

 3. Bara jákvætt held ég …. enginn að spila áberandi verr en annar að mínu mati. Riera með frábært mark og Keane átti góðar rispur, m.a. stoðsendinguna á N’Gog.

  Bara gott mál að ná 1 – 3 útisigri með þetta marga menn hvílda.

 4. Lucas var maður leiksins að mínu mati ! Langbesti leikur hans hingað til. Benítez hefur aldeilis náð að byggja upp hans sjálfstraust undanfarna daga…….

 5. Vá hvað Keane er pirraður, það er eiginlega bara kjánalegt.
  En mér fannst Dossena bara mjög fínn í kvöld

 6. Það áttu allir klassa leik. Þetta lið, sérstaklega síðustu 20-30 mín hafði lítið spilað áður, með nýjan markmann t.d… Lucas sérstaklega góður, fékk Assist og mömmu frá mér.. Babel, klassi. Keane, klassi. DOSSENA KLASSI.

 7. Babel frábær í leiknum, sýndi og sannaði að hann á svo sannarlega skilið að fá mínútur í þessu liði. Var áræðinn og greinilegt að hann ætlaði að sanna sig. Hann meira að segja var duglegur til baka. Hann var algjörlega frábær fyrsta hálftímann í síðari hálfleik, sem sínir bara hvað hann hefur ekkert úthald í þetta:p Riera fínn, N’Gog var ekkert spes en fékk smá kipp eftir markið sem hann afgreiddi mjög vel. Keane slakur, gerði þó vel í sendingunni á N’Gog, en lítið annað gekk upp hjá honum. Mascherano var góður varnarlega en þarf virkilega að fara laga sendingarnar hjá sér. Cavalieri fannst mér bara mjög góður, lítið hægt að kenna honum um markið, hann reyndi að loka vel en var klobbaður. Markið skrifast af stórum hluta á Rieira sem gleymdi sér og sat eftir og því var markaskorarinn réttstæður. Vörnin var fín með Agger sem besta mann. Dossena fín fyrir utan ein mistök í síðari hálfleik, Carra á pari og Arbeloa fínn.

  En maður leiksins var af mínu mati Lucas. Gæjinn átti bara príðisleik og var óheppinn að skora ekki í lokinn. Hann ásamt Babel stóðu algjörlega uppúr.

  En flottur sigur og frábært að sigra án Gerrard og Torres. Nú vil ég bara fá Inter og slá Motormouth út 😀

 8. Góð spurning Helgi, fyrst hugsaði ég, það er örugglega bannað að auglýsa bjór í Hollandi……..en svo hugsaði ég pínu meira og áttaði mig á hversu fáránlegt það væri nú 🙂
  En flottur sigur og efsta sætið tekið með stæl.
  Sá því miður ekki leikinn en er búinn að sjá mörkin og bíð nú spenntur eftir skýrslu frá Kristjáni.
  Til lukku öll.

 9. Helgi: Líkt og í Frakklandi þá eru áfengisauglýsingar bannað í Hollandi á keppnistreyjum.

  Ætla að bíða með að tjá mig um leikinn þangað til hinn nýgifti KAR ausar úr viskubrunni sínum.

 10. Flottur sigur og gaman að sjá að ungu strákarnir fengu að koma inn á í seinni og upplifa hvernig alvaran er. Liðið í heild að spila alveg ágætlega og með líflegri 30 mín sem Keane hefur sýnt í vetur. Babel átti fínar rispur og stóð sig vel en hefði mátt vera aðeins minna eigingjarn í seinni hálfleik að mínu mati, vissulega gott að vera smá eigingjarn við markið en það voru nokkur skipti sem hann átti að gefa boltan. Skildi vel pirringin í Keane á honum í eitt eða tvö skipti í leiknum. Dossena stóð sig vel og Lucas skilaði fantagóðri vinnu og var að mínu mati maður leiksins.

  Thumbs up að vinna PSV svona á heimavelli með nokkra menn af bekknum og kjúklinga inná í lokin, lofar bara góðu yfir breiddinni okkar. Sem samkvæmt öllum á að vera svo miklu minni en hjá hinum toppliðunum

 11. Fínn leikur. Dómarinn var ekki alveg með okkur í leiknum en fengum samt 3 stig og á toppinum á riðlinum, ungu mennirnir voru flottir í dag , Darby og Spearing virka góðir þótt Spearing fékk nú ekki mikinn tíma en minn vinur Dossena stóð sig vel, með góðar sendingar og hleypti engum fram úr sér í dag. Keane var orðin nokkuð pirraður á Babel enda var hann sjálfselskur með boltann og gaf hann ekki mikið. Flott mark hjá Riera!

 12. Babel fór gjörsamlega á kostum… að þessi maður skuli ekki spila miklu meira!! OG KEANE er maðurinn að grínast þarna inná!! Hann skammast og skammast og vælir og vælir og fórnar höndum trekk í trekk.. lætur sig detta við minnsta högg! Og svo hristir hann bara hausinn og skammast útí Babel sem er miklu yngri og bara miklu betri leikmaður!! burtu með Keane og það straxx.. þetta er [ritskoðað -KAR]!!

 13. Varðandi bjórauglýsingarnar þá er Holland nú skrítið land, mátt reykja hass á börum en ekki sígarettur… alveg í tjóni þarna í Hollandi.

  En mjög sáttur við leikinn. Vona að þetta assist hafi gefið Keane eitthvað til að byggja sig upp á og Babel var nokkuð góður og flott mark hjá Riera. Ótrúlegast var samt að Dossena var ekki það hrikalegur.

 14. það var akkúrat ekkert að þessu í kveld hjá okkur… flott mörk og sigurinn aldrei í hættu…. nema þegar við lentum undir.. en só what

  Áfram LFC

 15. og já eitt í sambandi við eina færið sem Keane náði að skapa sér í leiknum.. var þetta sending á Ngog eða var þetta bara Robbie KEANE í hnotskurn??:D

 16. það var akkúrat ekkert að þessu hjá okkur í kveld… flott mörk og siurinn aldrei í hættu… nema þegar við lentum undir en so what skildurðu.
  Gaman líka að sjá þessar innáskiptingar, flott fyrir þessa stráka

  Áfram LFC

 17. Hann kostaði nefnilega ekki nema 20 milljón pund… Hefði alveg eins getað kveikt í þessum peningum!

 18. hver er þessi tens gæi nr #16 og #18

  hahaah sorry… allt í steik

 19. Nú hefur Dossena átt 2 góða leiki í röð.. mér finnst hann vera miklu rólegari en hann var… eins og Benítez hafi sagt honum að vera ekki svona ofvirkan. Vonandi heldur hann þessu áfram.. allt á réttri braut.

 20. Góður leikur, það sem ég sá af honum. Ungu strákarnir komust ágætlega frá því sem þeir áttu að gera.

  Hinsvegar er bannað að auglýsa bjór í Hollandi, og það má reykja hass á börum. Það er hinsvegar að þrælvirka þar sem Amsterdam er afskaplega þrifaleg og fín borg þar sem Rauða hverfið er t.d. alls ekkert svo slæmt, þótt margir haldi öðru fram.

 21. Lucas syndi og sannaði að hann á framtíð í þessu liði. Loksins fengum við að sjá afhverju hann var keyptur, hvað Rafa hefur séð í honum og um hvað hann talar þegar hann segir að hann eigi framtíð í Liverpool. Hann var gjörsamlega frábær í dag!

  Fannst Liverpool liðið spila betur í dag en í síðustu leikjum, kannski vegna þess að engin pressa var á liðinu og eða kannski var PSV liðið einfaldlega slakt. Gaman að horfa á seinni hálfleikinn í kvöld.

 22. Í ljósi þess að ég sá ekki leikinn er etv rétt að setja smá fyrirvara við það sem hér fer á eftir. Menn kvarta yfir því að Babel sé of eigingjarn – allir markagammar eru eigingjarnir. Persónulega vill ég frekar að Babel sé eigingjarn og skjóti 10 sinnum á markið og skori einusinni eða tvisvar – fremur en að hann gefi á Keane tíu sinnum – og ekkert mark skorað. Nú er ég ekki að segja að Babel sé einhver lausnari sem leysa muni öll okkar vandamál í framlínunni, en hann er töluvert líklegri til að leggja sitt af mörkum (með því að skora þau) fyrir liðið heldur en Robbie Keane. Keane er, því miður, ekki að standa undir verðmiðanum á sér – og langt frá því. Markaþurrðin hjá honum er greinilega farin að hafa veruleg áhrif á leik hans – mér hefur alltaf þótt Robbie Keane skemmtilegur leikmaður – allt frá því að hann var iðinn við markaskorun hjá Leeds, en hann á ekkert erindi í okkar lið. Fyrir 20 kúlur á hann að skora 12 – 17 mörk í deildinn á hverju tímabili, það er ekki að fara að gerast á þessu sísoni, efast um að margir geri ráð fyrir því að það gerist á því næsta.
  Vona að Babel, N’gog og El Zhar fái allir mun fleiri tækifæri en þeir hafa fengið hingað til (á kostnað Keane), þá skortir alla meiri reynslu og eiga allir möguleika á því að vaxa sem leikmenn (öfugt við Keane).
  Annars fínt að vinna góðan útisigur á PSV – til lukku með það.
  P.S. veit einhver hvar ég get séð mörkin?

 23. Ég var nú bara þræl sáttur við þennan sigur. Auðvitað var hellingur um mistök og þessi sóknarlína hefur greinilega ekki spilað mikið saman, fyrir utan að Gerrard og Alonso, okkar playmaker-ar voru ekki með.
  Þrátt fyrir þetta var þetta alveg að ganga hjá okkur, Cavallieri átti mjög flottan dag í dag í markinu. Hann gat lítið gert við þessu heppnismarki hjá PSV, shit happens og góður leikur hjá honum heilt yfir og stórbæting frá því við sáum hann síðast.
  Carra og Aggar spiluðu svo eins og kóngar og Arbeloa kom litið á óvart með traustum leik. Dossena er bara hreinlega að sýna okkur að hann er bara mun betri en hann leit út fyrir að vera (döhh). Hann er að vaxa og átti mjög fínan leik í dag.

  PSV er ekki alveg það lið sem krefst þess að Mascherano sýni sínar bestu hliðar en hann var að éta þá vel þegar til þurfti. Sóknarlega er hann nú ekki upp á marga silunga að vanda. Lucas var flottur í dag, núna gekk þetta mikið betur hjá honum þó hann væri bara einn með JM á miðjunni, honum óx mjög ásmegin þegar leið á leikinn.

  Sóknarleikurinn batnaði svo með hverri mínútunni sem leið, Riera var flottur í dag og má alveg endilega halda áfram að smella inn svona mörkum, þetta var alveg keppnis og hann er nýbúinn að lofa fleiri mörkum frá sér. N´gog virkaði svolíti ungur lengi vel í leiknum en þetta góða mark hans virtist gefa honum fínt sjálfstraust, flott hjá honum að skora. Robbie Keane var svo bara fínn í dag, það var gríðarleg vinnsla í honum, hann var oft nálægt því að koma sér í færi og greinilega að fá þó nokkuð meira af boltanum en oft áður. Varðandi röflið í honum þá skildi ég hann nú í flestum tilvikum bara nokkuð vel, samstarf hans og Babel hefur fengið glæpsamlega lítinn tíma og það er greinilega hægt að byggja mikið meira ofan á það sem við sáum í dag. Efast allavega um að nokkur maður fari að biðja um hollenska glókollinn í staðinn miðað við það sem við sáum í kvöld og síðan miðað við það sem við höfum séð í síðustu leikjum.
  Ryan Babel fékk svo ekki að spila þa stöðu sem manni langar mest að sjá hann í, nú kom hann inn í stöðu Kuyt/ Benayoun á hægri kannti og til að gera langa sögu stutta þá mætti hann bara gera það héðan í frá. Hann gerði helling af mistökum í leiknum, en það var alltaf mikil ógn af honum ásamt því að hann skoraði gott mark, getur bara orðið betri með meiri spilatíma og er nú þegar mun betri en þeir sem hafa spilað þarna undanfarið.
  Menn leiksins: 1. Lucas. 2. Babel/Dossena/Cavallieri

  Þrátt fyrir að þetta hafi verið hollensku meistararnir, sl. 4 ár. þá er þetta ekki endilega alveg nógu marktæk prófraun, enski boltinn er allt öðruvísi, harðari og hraðari. En ég væri mikið til í að sjá þessa menn má mikið fleiri mínútur saman í sókinni. (Gerrard/Kuyt inn fyrir N´gog (í fjarveru Torres)).

  p.s. Stebbi Nr.24.
  Babel var stundum of eigingjarn og tók rangar ákvarðarnir. Hann var (því miður) ekki að spila sem framherji þó hann gleymdi því stundum, Keane hafði mikið til síns máls og var ALLS ALLS EKKI eins slappur og þessi fugl er að halda fram (nr.16 og 18)

 24. Babel góður og ánægjulegt að sjá B liðið í evrópudollunni fremur en í ÚRVALSDEILDINNI

  YNWA

 25. Fínn sigur hjá okkar mönnum, virkilega góður síðari hálfleikur.

  Ég er ekki frá því að Lucas hafi átt einn sinn besta leik í rauðri treyju í kvöld, Keane var fínn í síðari hálfleik, lagði upp gott mark og hefði átt að fá annað assist þegar Lucas klikkaði einn gegn markverði PSV eftir frábæra sendingu frá Keane.

  Babel var alltaf hættulegur – ákvarðanir hans stundum skrítnar, sérstaklega í fyrri hálfleik – en með markinu koma meira sjálfstraust.

  Var ánægður með að sjá viðbrögð hjá Riera við skrifum mínum hérna, besti leikur hans í nokkrar vikur , toppaði það svo með frábæru marki.

  En maður leiksins fer til Lucas – besti leikur hans með Liverpool sem ég man eftir, og kærkomin enda var (er ?) ég komin langleiðina með að afskrifa hann og framtíð hans hjá félaginu eftir vægast sagt slakar frammistöður það sem af er tímabili.

 26. Ég veit nú ekki hvort að það sé bannað að auglýsa bjór í Hollandi, það var nefnilega Heineken auglýsing á vellinum allan leikinn.

 27. Varðandi bjórauglýsingarnar sem vantaði á búninginn breytti það ekki miklu fyrir þá sem söknuðu þeirra. Heineken auglýsingarnar alls staðar í kringum völlinn sáu um þann hluta og stóðu sig með prýði.

  En annars flottur leikur og gaman að sjá Dossena öruggan í sínum aðgerðum. Missti mann einu sinni fram hjá sér en kom vel til baka og komst í veg fyrir skotið sem varð til úr þeirri sókn. Cavalieri fínn en þarf alvarlega að æfa hægri fótinn á sér þar sem hann virkaði nú bara sem stuðningur við þann vinstri þegar hann fékk sendingar til baka. En þetta er nú bara smá punktur og ekkert undan honum að kvarta. Ég er sammála því sem var talað um eftir leikinn að Keane þarf aðeins að slaka á og hætta að fara svona úr stöðu. Hann var of oft kominn til baka og fækkaði þar með mönnum óþarflega á síðasta þriðjungi vallarins. Babel fínn en Keane átti alveg rétt á að kvarta þegar Babel lét vaða af löngu færi þegar hann var í fínni stöðu til að renna boltanum inn á Keane inn í teig en skiljanlegt þar sem hann vildi sanna sig á þessum leik. Skilaði flottum leik og ég er sammála þeim sem segja að hann á miklu frekar erindi í þetta lið en Kuyt og BenniJón.

  En til hamingju með fyrsta sæti í riðlinum 🙂

 28. Bara frábært. Lucas góður, N´Gog sýndi hverju maður getur átt vona á frá honum. Ég held að hann eigi eftir að vera mjög góður eftir nokkur ár, hann hefur allt, stór, snöggur, góða bolta tækni og gott skot. Babel líka bara fínn, góður leikur fyrir hann, reyndi mikið sem er gott, hann er að koma til. Keane greiið þarf aðeins að slakka á. Mjög sáttur með mína menn.

 29. Ég verð nú bara að vera sammála því að hegðun Keane í þessum leik var til háborinnar skammar. Að svekkja sig pínkulítið er eitt en að haga sér eins og frekur smákrakki er annað.

  Sýnir að sjálfstraustið er ekki mikið þar á bænum þegar hann kýs að eyða orkunni svona. Annars má hann fara að snúa henni í átt að marki vegna þess að ég er með kassa af bjór undir á að hann nái 15 mörkum í vetur 🙂

  Babel er óhræddur við að reyna. Segir að sjálfstraustið sé í lagi. Væri gaman að sjá meira af honum.

  En annars vel gert, enn og aftur í vetur.

 30. Eg er alveg sammála babu með keane hann var nokkuð góður þegar leið á leikinn og menn eru að segja að hann átti bara þessu einu sendingu í markinu. Enn eru menn að gleyma sendinguni hans á Lucas sem var stórkostleg og það eru svona sendingar sem skila mörkum,hann var bara þvílíkur klaufi að setja ekki mark þar.
  En ekki miskilja mig Lucas átti sinn besta leik í liv-treyjunni og var bestur ásamt babel.
  En ef lucas hefði nýtt það færi hefði keane verið með 2 stoðsendingar, og voru menn ekki að lofsama kuyt í síðasta leik fyrir að vera með 2 stoðsendingar sem var á endanum held ég hafi verið engin stoðsending.
  En með markaþurrðina hjá keane þá mætti hann bara aðeins róa sig þegar hann kemst í færin og þá fer þetta að detta með honum.
  Og strákar slökum aðeins á gefiði manninum smá tíma hann er búin að skora 4 mörk og eiga nokkra stoðsendingar og tímabilið er varla hálfnað þetta kemur.
  Hann endar þetta með 10-15 mörk og fullt af stoðsendingu yfir allt tímabilið vitiði til. Og hann verður en betri á næstu leiktíð.
  Og ég var mjög ánægður að sjá Riera og Babel á köntunum þarna er komnir 2 alvöru kantmenn sem eru alltaf hættulegir, kuyt og bennayoun mega svo koma inn á fyrir þá en ekki öfugt mjög mikill klassamunur á þessum leikmönnum.

 31. Flottur leikur í alla staði.
  Bíð með fleiri hugsanir þar til leikskýrslan liggur klár.

 32. Mér fannst Lucas frábær í dag. Gaman að sjá hann fara í allar tæklingar, eiga frábærar sendingar og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Held að við séum loksins komnir með einhvern mann sem getur gert e-ð úr föstum leikatriðum, ekki það að ég sé að ætlast til þess að Gerrard og Alonso detti úr liðinu. En gaman að sjá loksins hættu eftir aukaspyrnur.
  Áfram Liverpool 🙂

 33. Lucas var maður leiksins og mér fannst hann frábær. Loksins kom þetta hjá honum! Gaman að sjá Dossena líka sem er að taka þessa stöðu í sínar hendur (vonandi). N’gog var ágætlega sprækur og Babel var líka fínn þó það sé farinn að læðast að manni sá grunur að hann verði ekki sá leikmaður sem allir búast við að hann verði. Riera var góður og ungu strákarnir voru fanta góðir ásamt Cavalieri. Vonandi byrja þessir kantmenn í næsta leik.

  En það slæma (eða sá slæmi)……ég er gjörsamlega búinn að gefast upp á Keane. Þetta er ömurlegur karakter sem á ekki skilið að vera í Liverpool búningi. Ég sagði þetta sama um Bellamy og sem betur fer fór hann fljótt….eins og Keane mun gera. Þrátt fyrir þessar tvær sendingar hans í leiknum þá getur maðurinn ekki neitt. Eftir fyrstu 3 leikina í Liverpool treyju fannst mér hann ömurlegur en hélt aftur af mér því hann átti skilið að fá séns. Hann er búinn að spila um 20 leiki með Liverpool og það er hægt að segja að 2 hafi verið ágætir en hinir verulega lélegir. Nú er sénsinn búinn í mínum bókum vegna þess að hann; skammast alltaf út í samherja fyrir að gefa ekki á sig þrátt fyrir að hann kingsi í annað hvert skipti eða lætur stíga sig út og hendir sér niður kvartandi í dómaranum fyrir eigin aumingjaskap – hann vælir yfir því þegar honum er skipt útaf eftir að hafa verið ömurlegur í leikjum og sýnir samherjum vanvirðingu sem vilja koma inná og hjálpa liðinu. Ég tek glókollinn frá Hollandi fram yfir Keane any day of the week enda er hann langtum betri leikmaður og karakter en kötturinn í sekknum.
  (Þið verðið að afsaka en þetta er uppsafnað hjá mér gagnvart Keane).

  Þrátt fyrir þetta er ég samt mjög glaður með liðið í heild.

 34. Menn geta ekki endalaust verið að kúka yfir Keane þegar hann er spilaður útúr stöðu. Maðurinn er ekki framliggjandi miðjumaður og ekki gæji sem fílar að vera aleinn uppá toppi. Ég veit hann kemur mikið til baka en það er óþarfi að spila honum í holunni með þeim verkefnum sem því fylgir. Spilaðu honum í 4-4-2 og hann droppar niður ósjálfrátt og skapar eitthvað, því það er hluti af leik hans. Það er erfiðara þegar það er orðið hans aðalhlutverk.

  Til hvers var Rafa að eyða 20 millum í mann ef hann leyfir þeim manni svo ekki að spila í sinni náttúrulegu stöðu?

  P.S: Ég geri mér grein fyrir því að Keane er búinn að vera hörmulegur. Þannig ég er ekki að verja frammistöðu hans. Minn punktur er að ef þú ert frábær dramaleikari, getur verið erfitt að þurfa allt í einu að vera fyndinn í gamanmynd, þótt þú sért hæfur dramaleikari.

 35. Af er það sem áður var, ég get svarið það að PSV væri meðal Championship lið í Englandi.

 36. Því miður, Keane hefur hæfileika og viljann, en hann minnir mig á annann sem hafði þetta og stoppaði stutt, Morientes! Eitthvað þarf að fara að detta inn hjá Robbie kallinum.

 37. Já, þá er maður búinn að sofa á þessu. Eitt hefur ekki breyst eftir svefninn, ég var bara ansi sáttur við liðið. Fannst vera mikill kraftur í því og nokkrir leikmenn sem ekki hafa verið tikka vel voru að standa sig og það bara mjög vel. Ánægður með Babel, vonandi þessi röggsemi og áhugi kominn til að vera. Maður sá það á honum strax á fyrstu sekúndum leiksins að nú ætlaði hann að grípa tækifærið. Dossena var jafnframt virkilega sterkur og er loksins farinn að sýna það að hann er ekki slæmur knattspyrnumaður og vonandi að hann haldi áfram að koma sterkur inn.

  Lucas var svo minn maður leiksins, engin spurning. Virkilega fínn leikur hjá stráknum og var ég impressed með yfirferðina og yfirsýn þá sem hann var með á leiknum.

  Mér finnst menn vera ansi harðir hérna við Robbie Keane. Mér fannst hann virkilega sprækur og mikið af sóknaraðgerðum okkar fóru í gegnum hann. Hann var að finna menn með fínum sendingum og sendingin hjá honum í markinu hjá Ngog var frábær. Þetta eru sendingar sem geta unnið leiki. Hann átti fleiri slíkar. Ég skildi líka vel að hann hafi orðið svekktur út í Babel þarna á tímabili, enda í mun betri stöðu og hefði átt að fá sendinguna. Ég var heilt yfir mjög ánægður með hann og vona svo sannarlega að þetta sé hluti af því sem koma skal hjá honum.

  Annars fannst mér enginn vera virkilega slakur í þessum leik, og gleymum því ekki að við vorum að spila á útivelli í Meistaradeildinni gegn ríkjandi meisturum Hollands (búnir að vera lang bestir þar í landi) og ekkert Álaborgar eða Basel lið þarna á ferð. Ngog skoraði gott mark en var þar fyrir utan líklega okkar slakasti maður, en mark er alltaf mark og sem framherji skilaði hann því sínu.

  Nú er það bara fókus á deildina, halda toppsætinu áfram og vera í góðri stöðu þar þegar Meistaradeildin hefst á ný.

 38. Held að það væri mun gæfuríkara að senda Keane jákvæða strauma heldur en að drulla endalaust yfir hann. Keane átti fína spretti í gær og hefði hugsanlega skorað ef Babel hefði ekki verið með leppana fyrir augunum í þau skipti sem Keane reyndi þríhyrningsspil við hann sem hefðu komið Keane í dauðafæri. Babel átti fína spretti á kantinum ég vildi samt hafa hann frammi. Lucas var yfirburðamaður hjá okkur að þessu sinni. Cavaleri þurfti varla að verja skot skil því varla af hverju hann kemur til greina hjá sumum sem maður leiksinns. En það sem gladdi mig mest var að sjá hr Benitez henda kjúllunum inná. Fínn sigur og vonandi ruslum við Inter út í 16 liða úrslitum.
  Hugheilar

 39. Það er kannski erfitt að fá það á hreint fyrir leikina í kvöld hvaða liðum við getum mætt, en það er á hreinu að við getum mætt:

  Inter
  Sporting

  og svo annað hvort:

  Villarreal
  Porto
  Lyon/Bayern
  Real Madrid

  Alls ekki léileg lið þarna, væri til í Sporting eða Porto.

 40. Gagnrýnendur Keane, ef þið lítið á eftirfarandi mynd þá er augljóst að Robbie Keane var sjóðandi heitur í leiknum.

  http://cache4.asset-cache.net/xc/83969895.jpg?v=1&c=NewsMaker&k=2&d=17A4AD9FDB9CF193003A50471BAAE0D5170FD88FA1310FA0E30A760B0D81129d

  En svona í alvöru tala þá átti Keane ágætisleik sem amk verðskuldar ekki rakk á manninn. Hann þarf eins og fleiri bara að vera þolinmóðari. Dossena er að vaxa, um daginn var ég sammála því að í samanburði við Titus Bramble að hann léti Bramble líta út eins og afkvæmi Beckenbauer og Baresi. Hann skilaði sínu varnarlega sem og átti ágætis spretti fram á við. Lucas sýndi yfirburðar frammistöðu á vellinum í gær. Nú vantar bara að hann setji eitt og þá þaggar hann í flestum gagnrýnisröddum. N´Gog getur gert fína hluti en á margt eftir ólært, getur orðið næsti Anelka (langt í land vitaskuld).

 41. Þetta var fínasti leikur og margt jákvætt. Lucas var flottur og mér fannst Robbie Keane vera góður í þessum leik, finnst hann passa miklu betur þarna í holuna heldur en sem fremsti maður. Ég skil reyndar ekki hvað menn eru að væla að hann henti betur í 4-4-2, eins og Benitez stillir þessu upp þá eru 4-4-2 kerfið nánast alveg eins og þetta 4-2-3-1 kerfi sem þessu er oftast stillt upp í. Í 4-4-2 dettur annar framherjinn alltaf töluvert aftar og er því de facto kominn í holuna. Mig minnir nú að Kristján Atli hafi einhvern tímann gert mjög góða færslu um það að það væri sama hvort við köllum þetta 4-4-2, 4-2-3-1, 4-3-3 eða 4-5-1 þetta er í raun alltaf sama sýstemið sem þetta er byggt á. Held það væri ágætt að minna fólk á þá færslu og skella henni aftur hérna upp á síðunni í einhverju landsleikjahléinu eða þegar er almenn gúrkutíð 🙂

  Annars var ég svolítið að spá hvort það hafi verið okkur til góðs að vinna þennan leik. Ef við gerum ráð fyrir að Juve nái þessu jafntefli sem þeir þurfa á móti BATA Borusov til að sigra riðilinn sinn, að Man Utd geri ekki í buxurnar á móti Álaborg og að FC Bayern nái ekki að vinna Lyon í Frakklandi þá er eini riðillinn sem sigurliðið er ekki ljóst riðill Porto og Arsenal, þá lítur þetta svona út (samkvæmt minni spá):

  Liðin sem við getum mætt í 16 liða úrslitum: Internazionale, Sporting, Villarreal, FC Bayern, Real Madrid, Porto.

  Ef við hefðum endað í öðru sæti í riðlinum hefðum við getað mætt þessum liðum: Roma, Panathinaikos, Barcelona, Lyon, Juventus, Porto.

  Ég verð nú að segja eins og er að ég sé nú ekki neitt rosalegan styrkleika mun á þessum hópum og því kannski skiptir það bara mestu máli að eiga seinni leikinn á Anfield, þannig að jú, jú, það var fínt að vinna þennan leik 🙂

 42. Ætli Keane líti betur út í gömlu sjónvarpi heldur en t.d. á flatskjá? Ég horfði allavega á leikinn í frekar gömlu sjónvarpi og fannst hann bara koma vel frá sínu, betur en t.d. Riera og N´gog þó þeir hafi jú skorað! Eins og með Babel þá var gaman að sá hann fá að klára heilan leik loksins, ekki vera tekinn útaf á 60.mínútu. Hann vann á og það stafaði heilmikil ógn af honum mest allann leikinn.

  Varðandi hans hlutverk þá var þetta ansi nærri því held ég að vera hans besta staða á vellinum, hann er típa sem hleypur út um allt og er mikið í link-up spili. Eins verður bara að horfa í það að með honum voru menn sem hann er ekki mikið vanur að spila með í sókninni og þetta kemur ekki bara á nóinu. N´gog átti t.a.m. ekki neitt rosalegan leik sem hjálpaði Keane ekki ásamt því að hann og Babel voru augljóslega ekki í mikilli samæfingu. Þetta batnaði samt mikið þegar leið á leikinn.

  Nr. 38 Júlli

  En það slæma (eða sá slæmi)……ég er gjörsamlega búinn að gefast upp á Keane. Þetta er ömurlegur karakter sem á ekki skilið að vera í Liverpool búningi. Ég sagði þetta sama um Bellamy og sem betur fer fór hann fljótt….eins og Keane mun gera. Þrátt fyrir þessar tvær sendingar hans í leiknum þá getur maðurinn ekki neitt. Eftir fyrstu 3 leikina í Liverpool treyju fannst mér hann ömurlegur en hélt aftur af mér því hann átti skilið að fá séns. Hann er búinn að spila um 20 leiki með Liverpool og það er hægt að segja að 2 hafi verið ágætir en hinir verulega lélegir.

  Þetta er svo frekar spaugilegt. Keane skammaði Babel fyrir að senda ekki á sig og hristi af og til hausinn og er í kjölfarið hreinlega ömurlegur karakter. Það er stórskrítið því þessu hefur einmitt verið þveröfugt farið í að ég held bara öllum þeim liðum sem hann hefur áður spilað fyrir, frábær karakter sem hefur oftar en ekki gert hann að vinsælasta manni síns liðs.

  Hans karakter líkist Bellamy alls ekki mkið að öðru leiti en því að þeir eru miklir keppnismenn og halda mikið með Liverpool. Getur verið að það sé blásið HELDUR MIKIÐ upp þessar skammir í Keane í gær? Þar fyrir utan sé ég bara ekkert að því að láta menn aðeins heyra það eins og Keane gerði við Babel. Efa að þeir séu einhverjir óvinir í dag.
  Ég vil að Keane endurheimti að fullu sjálfstraustið sitt og byrji að reka við og rífa kjaft eins og hann eigi lífið að leysa. Þannig er hann bestur.

  Að lokum finnst mér frekar magnað að afskrifa leikmann (sem hefur margoft sýnt að hann er þræl góður) eftir 20 leiki, sérstaklega þar sem hann hefur nú oft bara ekki verið eins slappur og af er látið ásamt því að fá frekar litla þjónustu í stöðu sem er ekki alveg hans sterkasta. Tek sem dæmi að Peter Crouch var búinn að vera helmingi slappari á þessu stigi málsins heldur en Keane núna, og hann kom nú alveg til.

  Júlli og co. þá eru allavega fleiri að því er virðist sammála mér í því að þetta var bara alls ekki rétti leikurinn til að “fá nóg af Keane” og hvað þá segja að “þetta sé skítakarakter sem eigi ekki skilið að vera í Liverpool búning”

  Sky

  Senata

  Fann ekki fleiri í fljótu bragði

 43. Mér finnst vert að taka það fram að markið sem við fengum á okkur kom úr hornspyrnu… eins og á móti Blackburn. Ég er reyndar ekkert á móti því að við fáum á okkur mark því yfirleitt höfum við klárað leikina þegar við höfum fengið á okkur mark. En ég hef það á tilfinningunni að menn séu ekki nógu öruggir í föstu leikatriðum mótherjanna. Og að sama skapi kemur sjaldan eitthvað úr hornspyrnum okkar!
  Mér fannst Keane ekki lélegur í þessum leik eins og flestir vilja meina. Það var mikil barátta í honum og hann spilaði boltanum fínt þegar hann fékk hann. Babel var hins vegar ekkert rosalega duglegur að koma boltanum á samherja. Hins vegar var að Babel spila sig frían allan leikinn og fékk því mun oftar boltann en Keane. Babel var fyrirmunað að koma boltanum á Keane. Mér fannst hvorugur vera lélegur en á tímabili var ég pirraður á þeim báðum. Babel gaf ekki boltann og missti hann í einhverju sóló á meðan Keane var ekki að sýna sig og var pirraður út í Babel. Mér fannst samt báðir berjast vel í leiknum og vildu greinilega báðir fá eitthvað út úr leiknum. Ég ætla enn að halda í vonina að hann að Keane verði góður kostur og ég held að Babel þurfi meiri leikreynslu og þá verður hann frábær.

 44. Tek það strax fram að ég sá ekki leikinn í gær, en ég verð að segja að mér finnst að menn sem eru búnir að afskrifa R. Keane vera bráðlátir.
  Að afskrifa mann sem hefur skorað 13 – 19 mörk í deild fyrir Tottenham á þeim 6 árum sem hann var þar er bara rugl finnst mér.
  Auðvitað vonuðust allir eftir flottari byrjun hjá honum og að segja að hann hafi valdið vonbrigðum er rétt, en að afskrifa hann og segja sé ömurlegur karakter og eigi ekki skilið að spila í rauðu treyjunni eftir 16 umferðir í deild finnst mér bara of mikið.
  Hann hefur einmitt þvert á móti verið frægur fyrir mikinn karakter og að gafast ekki upp, og það er einmitt það sem maður vonar eftir að hann geri.
  Sá Robbie Keane sem við keyptum frá Tottenham gæti verið ómetanlegur fyrir okkur, og það er bara spurning um tíma hvenær sá gaur mætir.
  Vonandi sem fyrst auðvitað.

 45. Anelka var nú ekki beint að rokka fyrstu 30 leikina hjá Chelsea, nú er hann í góðum gír og skorar grimmt. Gefum Keane smá tíma!

 46. Oddur,

  Það var óttalegur slysamarks stimpill á þessu marki PSV fannst mér. Mascherano skallar boltann frá, lendir beint í skrokkinum á PSV manni og endurkastast þaðan í lappirnar á PSV manni sem klárar færið vel.

  Markið sem við fengum á okkur gegn Blackburn úr horni var mun verra þar sem augljóst var að bæði Inusa & El Zhar gleymdu sér aðeins í pressunni og okkur tókst ekki að skalla frá fyrirgjöfina.

  En að leiknum í gærkvöldi þá var þetta by far lang besti leikur Lucas, hann var mjög vinnusamur, mikil hreyfing og alltaf tilbúinn að taka við boltanum. Mascherano sinnti sínu hlutverki en tapaði fannst mér boltanum nokkrum óþarflega með lélegum sendingum sem er eitthvað sem hefur verið að gerast æ oftar í undanförnum leikjum.

  Dossena átti ágætis leik, mér fannst hann eiga nokkrum sinnum fínar sendingar frá vinstri yfir á Babel sem var þá á hægri kantinum. Mér fannst Babel oft á tíðum mjög fyrirsjáanlegur og það var eitthvað sem varnarmenn PSV voru fljótir að átta sig á, þeir einfaldlega biðu eftir því hvað hann gerði og settu út fótinn og tóku af honum boltann. Tók sérstaklega eftir þessu nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Hann þjáist ennþá af því að eiga erfitt með að endurmeta aðstæður þegar forsendur breytast, er búinn að ákveða fyrir lifandi löngu hvað hann ætlar að gera og það virðist engu máli skipta hvort aðrir komist í betri stöðu eður ei. Það sást kannski best þegar Keane varð brjálaður út i hann fyrir að senda ekki á sig í stað þess að skjóta á markið.

  Það var svo virkilega gaman að sjá þá Darby, Spearing & Kelly koma inná. Sérstaklega fannst mér Darby standa sig vel og hann á hiklaust að fá að spila í næsta FA Cup leik.

 47. Maður efast ekkert um að formið mun koma hjá Keane. Það er bara leiðinlegur vitnisburður um menn þegar þeir eru vælandi í samherjum. Hef ekki tekið eftir þessu hjá honum áður og vonandi verður þetta ekki aftur.
  Held að allir sem spila fótbolta, sama hvort það sé með vinunum eða í úrvalsdeild geti verið sammála um það að það er fátt leiðinlegra heldur en gæjinn sem er alltaf að skammast út í samherja sína. Það eitrar fljótt útfrá sér.

 48. 47

  Ágætis pæling, en þó að 4-4-2 og 4-51 (4-3-3) geti verið svipuð, þá eru þetta samt tvö mismunandi leikkerfi.

 49. Þetta var nú með því skásta hjá Keane í seinni hálfleik. Hann væri betri á miðjunni með Gerrard. Hann hefur gott auga fyrir leiknum, en er enginn sentir.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!

 50. Daði, ef þér fannst Robbie Keane væla í gær farðu þá á leik með FH og fylgstu með Tryg.. nei skiptir ekki 😀

 51. sko kean er góðu búr leikmaður vinnur mikið og alt það en þegar hann kom átti hann að vera hin fullkomni félaigi Torres en gallin er ad þeir haa lítið spilað saman a því Torres er búinn að vera mikið meiddur sjáið þið t.d.leikinn á móti everton þá var Torres med og kean vann vel í þeim leik en hann verður ad fara að spila betur það er augljóst

 52. Jæja, loksins tími til að rabba aðeins.
  Reyndar fullkominn óþarfi eiginlega, er nær 100% sammála meistara SSteini í ummælum nr. #43 um flest.
  Mig langar samt að kommenta aðeins um Robbie Keane sem mér hefur ekki fundist leika vel að undanförnu, en var verulega sáttur við hans framlag í gær! Hann var sívinnandi og hljóp mikið, var stanslaus höfuðverkur fyrir andstæðinga sína og átti hreina gullsendingu á Ngog sem gaf mark. Varðandi karakterinn hafa menn nú bara tekið eftir því að hann var að pirra sig á Babel, en ekki séð töluvert pepp hans í átt Ngog og svo ungu mannanna sem komu inná. Svo hefur fólk heldur ekki tekið eftir því held ég að í lok leiks labbaði Keane fyrst að Ngog til að gefa honum fimmu og síðan rakleitt til Babel. Að tala um tvær sendingar í lagi en annað ömurlegt finnst mér grínið eitt.
  Flott að sjá Babel. Þrátt fyrir eigingirni á kostum gaf markið honum sjálfstraust og flott að sjá hann brosa, og tala svo strax um það eftir leik að hann ætlaði ekkert til Ajax. Meira svona Ryan og þá verða öll rifrildi óþörf.
  Lucas sömuleiðis. Enn fannst mér Masch ekki ná fyrri hæðum en ungi Brassinn var greinilega staðráðinn í að nýta tækifærið vel. Þvílík vinnusemi, flottar stuttar og langar sendingar og meira segja kom hægri kanturinn fínt út í hans höndum. Öll vonuðum við auðvitað að þessi Brassi yrði stjarna og í gær sá maður allavega að hann hefur efni til að verða góður, hvernig hann svo spilar úr því kemur fljótlega í ljós.
  Varðandi ungu mennina fannst mér þeir almennt flottir og hafa verið himinlifandi eftir gærdaginn. Vissulega vantar Ngog kjöt og grimmd en hann er með mikinn bolta finnst mér og hann kláraði sitt færi vel, Scousararnir þrír voru augljóslega uppnumdir og leystu sína hluti flott.
  Semsagt, flottur leikur og fín úrslit! Ekki það að við getum fengið hunderfiða viðureign í 16 liða, ég hefði t.d. frekar viljað Panathinaikos en Jose og Inter….

 53. Keane er flottur og á eftir að verða flottari, Babel má fara, of eigingjarn að mínu mati og ekki nógu góður “LIÐS”maður

 54. Ekki það að það skipti öllu máli, en tók einhver eftir því hver fékk fyrirliðabandið eftir að Carragher fór út af?

  • Ekki það að það skipti öllu máli, en tók einhver eftir því hver fékk fyrirliðabandið eftir að Carragher fór út af?

  Fyrirliði Argentínu tók við bandinu held ég alveg örugglega

  p.s. svo geri ég ráð fyrir að “aðdáendur” Keane hafi allir kosið hann þarna 😉

 55. Sælir félagar
  Fín skýrsla og fínn leikur og fínn sigur og Lucas fínn og Babel fínn og Keane fínn og Rafa bara sæmilega fínn í tauinu og sem sagt allt fínt nema ég. Ég er bara í vinnugallanum og er því ekkert fínn.

  Lucas bestur og Babel og Keane sýndu svipaðan styrk þó bara annar skoraði. Keane er auðvitað helpirraður og það auðvitað mest útí sjálfan sig og það kemur svona út.

  Maður eins og hann sem er Liverpoolmaður frá grunni er auðvitað hundsvekktur að hafa ekki skorað nema 3 mörk í það heila fyrir liðið sitt. Hann á sér örugglega engan draum heitari en vinna leiki fyrir liðið og þessi markaþurrð er honum örugglega mjög erfið. Sýnum honum þolinmæði því hann leggur sig allan í alla leiki og hann á eftir að skila sínu, það er ég viss um.

  Ég hefi að vísu eins og margir hér bölvað honum fyrir að nýta ekki færin sín en maður sem kemur sér svona oft í færi eins og hann á eftir að skora fleiri en eitt og fleiri en tvö.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 56. Riera þarf núna helst að fara lýsa því yfir fyrir hvern leik að hann ætli að skora meira… Flott mark hjá honum. En annars gaman að vinna þennan leik og ná fyrsta sætinu og gaman að sjá menn nýta tækifærið, svolítið annað en tækifærið sem menn fengu gegn Tottenham.

 57. Sigkarl.

  Ég er 100% sammála þér með Keane, en er hann ekki búinn að skora 4 mörk í það heila?

 58. Eftir að hafa séð þessi rifrildi milli R.Keane og Babel þá langar mig að koma með kenningu;

  Getur verið að Babel fái lítið að spila með aðalliðinu vegna þess hversu hrokafullur og eigingjarn hann er á æfingum liðsins?
  Einhverstaðar las ég að á einni af fyrstu æfingum sínum með Liverpool hafi Babel öskrað á Riise “where is your touch”? Hollenski hrokinn er allavega víðfrægur í fótboltaheiminum.

  Það hvernig Keane brást við að fá ekki boltann leit út fyrir að vera uppsöfnuð reiði og þeir hafi lent í þessum aðstæðum áður, jafnvel oft. Liðfélagarnir segja Babel að gefa boltann oftar, hann finnur sig utangarðs á æfingum og reynir þá að gera hlutina á eigin spýtur til að heilla Rafa á æfingum og komast í liðið. Lendir þannig í vítahring þess að reyna of mikið til að sanna sig fyrir þjálfara sem leggur mikla áherslu á liðsheild. Maður æfir sjálfur fótbolta og hefur séð þetta gerast.

  Rafa verður að geta treyst á ákveðnar færslur í sóknarleiknum, að vinstri vængmaður í 4-2-3-1 gefi boltann í vissum aðstæðum en sóli ekki eða vaði inná miðjuna í hvert sinn sem hann fær boltann. Ef þetta er rétt hjá mér þá skil ég vel af hverju Rafa velur ekki Babel oftar í aðalliðið.
  Spurning hvort Rafa verði ekki að læra af meðferð Alex Ferguson á C.Ronaldo? Svipaðir leikmenn, svipuð egó.

  Annars stórfínn sigur í gær og fínt að sjá Lucas Leiva sýna loksins gamla takta. Mikið rosalega hefur PSV þó farið aftur eftir að Hiddink hætti með þá. Mikilvægt líka að gefa unglingunum smjörþefinn af CL. Þetta hvetur allt varaliðið til dáða að eiga séns á að spila þar.
  Nú er bara spurning hvaða lið við fáum í 16liða úrslitum. Væri alveg týpískt að fá Inter á meðan Atletico Madrid fái Panathinaikos! 🙂

 59. Sölvi – snilld!
  Einmitt það sem ég var að velta fyrir mér í dag.
  Þetta tengist síðan ákvarðanatöku Babel þegar hann er með boltann, alltof oft sem hann velur slakasta valkostinn þegar við erum komnir inn á síðasta þriðjunginn.

  Allt í lagi að vera smá arrogant í leikjum og reyna sjálfur en þegar þetta gerist svona oft eins og í gær að hann valdi sig oftast sem fyrsta kost í staðinn fyrir að gefa boltann á aðra sem voru betur staðsettir finnst mér ekkert að því að láta menn vita af því. Þetta er liðsíþrótt.

  Mér finnst menn vera að gera alltof mikið úr þessum “meintu” skömmum hjá Keane. Mér fannst hann bara eiga rétt á þessu, ég tók þessu aðallega sem leiðbeiningum sem myndu gagnast Liverpool – Keane spilaði vel í gær, sýndi karakter og ‘leadership’.

  Lucas var virkilega góður, hrikalega ánægður með kallinn, lét hinn stórkostlega Mascherano líta illa út við hliðina á sér hvað varðar bæði vinnusemi og gæði.

  Koma svo áfram svona, ungu mennirnir fengu debut og gott betur en það. Höldum áfram á þessari braut.

 60. vá það er alveg skuggalegt hvað ég var sammála með Keane og Babel í þessari lýsingu! alveg magnað helviti…

 61. Ég bara verð aðeins að taka upp hanskann fyrir Babel hérna. Hann kom inn í gær, stóð sig virkilega vel og hressti allsvakalega uppá sóknarleik okkar, og menn gera stórmál útaf einu skipti þar sem hann gaf ekki á Keane, sem btw missti svo til alla bolta frá sér á sem hann fékk(menn voru farnir að hlæja mikið af þessu þar sem ég horfði á leikinn). Babel var í góðri skotstöðu og átti bylmingsskot sem fór rétt yfir. Það hefði enginn sagt neitt ef þetta hefði verið Steve G. sem skaut. Ekki misskylja, ég er sammála að betri kostur hefði verði að gefa á Keane, en ef þetta er það eina sem menn geta sett útá þá hljóta menn bara að vera mjög sáttir.

  Annað, einhverntíman í leiknum var Keane með boltann aðeins vinstra megin fyrir framan vítateigin og N’Gog bauð sig og hefði Keane komið með stunguna hefði N’Gog verið kominn einn á móti markmanni. Í stað þess snéri Keane við og gaf boltann til baka. Enginn talar um þetta. Keane klúðraði mjög lofandi tækifæri, Babel í það minnsta bjó til góða ógn með virkilega góðu skoti.

  Babel hefur verið algjörlega fyrstur í vetur, hefur núna fengið tvo leiki í röð, var ágætur í síðasta leik og átti í gær síðan alveg príðisgóðan leik og skoraði mark. Hann fór með okkar sóknarleik alveg klárlega upp um allavega eitt level miðað við sóknarleikinn að undanförnu. Hvað vilja menn meira? Að hann sigri heiminn í svo til engri leikæfingu?

  Rafa sagði um daginn að Babel væri að æfa virkilega vel, væri á sér æfingum til að æfa tactical awareness og myndi fá sín tækifæri, vonandi stendur hann við það. Einnig er Babel oft lengur á æfingasvæðinu eftir hefðbundna æfingu þar sem hann æfir tæknileguhliðina sína. Þetta er eitthvað sem er vitað(ekki uppgerðar samsæriskenningar eins og Sölvi hér að ofan…ekkert illa meint Sölvi, mér finnst bara óþarfi að búa til svona sögusagnir) og lýsir vel manni sem vill ná langt. Einnig er allt hans látbragð inná vellinum þannig að hann virkar alls ekki sem illa liðinn eða hrokafullur. Gæjinn er trúaðari en flestir og virkar í öllum viðtölum sem hinn mesti öðlingur.

  Vonandi fær hann aftur tækifæri gegn Hull á laugardaginn. Ég var búinn að biðja um að Babel fengi run of games, núna virðist það aðeins vera gerast(allavega tveir í röð) og hefur hann af mínu mati vel sýnt að hann á það skilið.

  Ég var allavega virkilega ánægður með Babel og vona svo sannarlega að Rafa gefi honum núna tækifæri til að þroskast sem leikmaður og þróa leik sinn.

 62. uss allt sem benni jón sagði er ég sammála… þú lest mig einsog opna bók!

  Hringið á vælubílinn fyrir Robbie Keane… takk fyrir!

 63. Það væri gaman að setja saman allar afsakanir fyrir því að Keane getur ekki rass með Liverpool og setja saman í eina bók fyrir jólin. Það gæti verið hressandi jólagjöf fyrir alla aðra en Liverpool áhangendur.

  Ég legg til að Babu skrifi inngangsorðin.

Liðið gegn PSV í kvöld

Liðin komin á hreint í Meistaradeildinni (uppfært með könnun)