Liðið gegn PSV í kvöld

Góða kvöldið, já.

Rafa gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik og stillir upp eftirfarandi liði gegn PSV:

Cavalieri

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Mascherano – Lucas
Babel – Keane – Riera
Ngog

**Bekkur:** Reina, Darby, Spearing, Kelly, Gerrard, Alonso, Benayoun.

Ég skýt á uppstillinguna hér fyrir ofan, en kannski er Babel bara frammi með Ngog og Keane á væng eða e-ð álíka. Kemur í ljós eftir tæplega klukkutíma, en mér líst allavega vel á þetta byrjunarlið. Það verður fróðlegt, ef ekki annað, að sjá hvernig nokkrir leikmenn standa sig í kvöld.

Leikskýrsla kemur líklega seint inn í kvöld þar sem ég verð ekki strax við tölvu, nota bene.

10 Comments

 1. Ég hugsa að Babel og og Riera séu á köntunum og Ngog og Keane séu frammi!

 2. Já sammála Magga með uppstillinguna.

  En þetta er flott lið og það verður gaman að sjá hvernig framlínan virkar.

 3. Frabært að lesa lýsinguna á Soccernet, lýsandinn er ekki sáttur við þennan hundleiðinlega leik 🙂

 4. Hér eru nokkur dæmi

  39´ Robbie Keane on the ball. He is actually playing, you know.

  28'  Only another HOUR to go
  24'  I went to the same school as Stoke City's Richard Cresswell, you know. I hope you're impressed.
  
 5. Lýsingarnar á soccernet, þ.e.a.s. þegar þeir sjá sér fært á annað borð að láta einhverja lýsa leikjum, eru oft ansi skondnar. Þessi er það eflaust líka fyrir flesta aðra en liverpool aðdáendur en þegar lýsandinn lætur út úr sér setningarnar “Welcome to the most exciting game the world has ever seen!” og “Oh yes, a rubbish PSV Eindhoven side against a lucky Liverpool team. How can we wait?” áður en leikurinn hefst er varla annað hægt en að efast um hæfni mannsins til að lýsa knattspyrnuleik. Og svo eru menn að kvarta yfir lýsingunum á sýn. Þá held ég að ég haldi mig við BBC eða eurosport, heldur hlutlausari lýsingar þar á bænum.

 6. Jæja ég er ánægður með að Babel hafi skorað, flott hjá honum að nýta tækifærið.

 7. Nýta tækifærið??? Þetta er það eina sem hann hefur gert í leiknum, þ.e. að reka hausinn í aukaspyrnuna.
  Held að Keane rífi af Babel hausinn eftir leikinn…

 8. Finnst Lucas búinn að vera mjög líflegur á miðjunni, er að dreifa spilinu og er ákveðinn varnalega, flottur leikur hjá honum.

 9. Góður bolti frá Keane.
  Nokkrir leikmenn búnir að eiga 10-15 mín góðar en ekker áberandi.
  Riera, Lucas búnir að vera einna skástir.
  Vörnin búnað standa sig vel líka.
  Gaman að sjá þessa kjúklinga detta inn…
  Þarna hefði Lucas getað fengið MOM…

Upphitun: PSV – Liverpool

PSV 1 – Liverpool 3