Upphitun: PSV – Liverpool

Á morgun er dagurinn sem við höfum öll beðið eftir, jahh alveg síðan flautað var til leiksloka á Ewood Park um helgina. Um er að ræða næststærsta leik tímabilsins það sem af er, þ.e.a.s ef við teljum hinumegin frá. Aðeins deildarbikarinn skipti minna máli heldur en leikur morgundagsins, sem er frábært.

Liverpool hóf riðlakeppnina þetta tímabilið gegn PSV Marseille í Frakklandi og henni líkur gegn PSV í Hollandi. Rétt fyrir fyrri leikinn gegn PSV skrifaði ég (í góðri trú um að allir leikmenn Liverpool læsu kop.is) smá pepp hér inn til handa leikmönnum og bað um sannfærandi sigur, enga endurtekningu frá síðasta tímabili þar sem við vorum með bakið upp við vegg eftir fyrstu þrjá leikina og staða Benitez var meira að segja komin í hættu. Þetta hefur aldeilis gengið eftir, PSV voru rukkaðir um aðgangseyri eftir leikinn síðast sem vannst 3-1 án mikillar fyrirhafnar og við höfum silgt nokkuð örugglega í gegnum riðilinn ásamt spræku A. Madríd liði í kjölfarið. Í þessum fyrsta leik riðilsins var reyndar Fernando nokkur Torres í feikna formi og átti einhvern þátt í öllum okkar mörkum, eins verður þess leiks líklega minnst fyrir það helst að fyrsta mark Robbie Keane í Liverpool búning leit dagsins ljós (minnir mig).Robbie Keane

Að vera búinn að tryggja farseðilinn í 16.liða úrslit nú þegar er snilld og frekar ólíkt okkar mönnum að fara ekki alerfiðustu leiðina. Því er samt ekki að neita að stemmingin hefur heldur betur, eins fáránlegt og það nú er, liðið fyrir þennan góða árangur. Rauði herinn er bestur þegar staðan er tæp og liðið þarf virkilega stuðning að halda, það hefur ekki alveg verið upp á teningnum núna og ég efa að þessi riðlakeppni okkar verði lengi í minnum höfð, gott ef hún verður ekki bara þegar gleymd í febrúar. Eitthvað sem góður árangur í deild kemur vonandi í staðin fyrir. (ATH: ég er samt ekki að segja að við séum svona ömurlegir stuðningsmenn neitt)

Og þar með er ég kominn að næsta leik, persónulega er ég alveg til í að fórna spennunni í maganum, stressinu og öllu því sem fylgir því að hafa ekki þegar tryggt sig áfram og þurfa að treysta á úrslit á útivelli í evrópu fyrir þá tilfinningu sem er í manni núna. Ég er svipað spenntur fyrir þessum leik og ég var fyrir deildarbikarleiknum gegn Spurs (sem ég hitaði líka upp fyrir), auðvitað vil ég sigur og toppsætið í riðlinum, en helst vil ég hvíla sem flesta og alls ekki missa neinn í meiðsli. Það er ekkert víst að það sé betra að vinna riðilinn hvað mótherja í næstu umferð varðar og því skiptir þessi leikur alveg afskaplega litlu máli þannig séð. Stærsti plúsinn við að vinna riðilinn er reyndar að þá fáum við seinni leikinn á Anfield í næstu umferð, það er þess virði að berjast fyrir.

Að spá fyrir um byrjunarlið í leikjum sem þessum er ekkert það léttasta, ég ætla rétt að vona að megnið af hryggsúlunni verði hvílt í þessum leik og mig grunar að 1-2 af kjúllunum hefji leikinn, jafnvel Cavallieri líka.

Wild guess á að Rafa stilli þessu svona upp:

Reina

Darby – Carragher – Agger – Dossena

Pennant Benayoun – Lucas – Gerrard – Riera

Keane – N´gog

Bekkur: Cavalieri, Arbeloa, Kuyt Babel, Mascherano, Riera, Spearing, Kelly og Irwin (eða einhver í andsk.).

Ég held að Rafa stilli upp nokkuð sterku liði, hef Reina inni þó ég telji að Cavallieri væri ekki vitlaus hugmynd í þessum leik. Arbeloa fær litla hvíld þessa dagana enda hans cover að reyna fylla skarð Harry Kewell á sjúkrahúsinu, því vona ég að Darby fái bara sénsinn. Í miðvörðum eigum við bara fáa aðra kosti í stöðunni, því ver og miður. Insua er svo ekki í CL hópi Liverpool og því Dossena mjög líklega í byrjunarliðinu á morgun.

Miðjan held ég að verði eitthvað í ætt við þetta, skagamaðurinn knái, Benayoun, spilaði reyndar 90.mín um daginn en ég held að það sé fínt að gefa honum bæði tækifæri til að komast í smá spilaforum og eins leyfa honum að sprikla sem mest í þessum minni leikjum. Lucas verður svo að teljast afar líklegur á morgun og ég vona að það verði á kostnað Alonso. Upphaflega setti ég svo Mascherno inn, en þar sem hann virðist vera lítillega meiddur set ég Gerrard í staðin (vona samt ekki). Pennant hlítur svo bara að fá séns á kanntinum á morgun, staða hans er frekar furðuleg verð ég að segja og lyktar mikið af því að Rafa sé búinn að gefast upp á honum, hann þarf samt af fá einhverjar mínútur til að vera annaðhvort nothæfur þegar á þarf að halda eða þá í það minnsta sýna hugsanlegum kaupendum að hann er ennþá með púls.

Í framherjastöðunum var ég svo að vona að við fengjum að sjá Keane og Babel, en þar sem Babel virðist hafa meiðst þá held ég að N´gog byrji þennan leik. Kuyt er sagður meiddur og ef það er ekki raunin þá þarf hann klárlega á hvíld að halda.

Ég á ekki von á neitt sérstaklega skemmtilegum leik og því síður einhverri stjörnu frammistöðu okkar manna. Því er auðvitað alveg gefið að þetta verður fjörugur markaleikur sem við vinnum 2-3.

Að lokum set ég til gamans inn stöðuna í riðlunum og þann 25 manna hóp sem Liverpool hefur úr að moða í meistaradeildinni í næsta leik (má breyta þremur leikmönnum eftir hann).

58 Comments

  1. Nokkuð góður pistill. Ég verð að segja það að við verðum að vinna þennan riðil, það skiptir mikklu máli að fá heimalik í seinni leiknum í 16 liða keppnini. Varðandi þessa uppstilingu þá vil ég ekki sjá Lucas þarna inni maðurinn er ekki að gera neitt að viti, hann ætti að vera á æfingasvæðinu og æfa að taka á móti bolta og senda hann, og svo myndir ég vilja sjá El Zahar inni hann er búinn að sína það í þeim leikjum sem hann kemur inn á að hann er alveg frambærilegur til að fá að spreita sig í byrjunarliðinu. Ég er alveg sammála að það eigi að spara eitthvað af fasta mönnonum 3 til 4 helst, til að eiga þá gerska í törninga sem er framundan í deildinni. En samt verður að stefna á að vinna þennan riðil og ég held að við vinnum þetta 3 – 0…

  2. Eiginlega það eina sem ég er alveg viss um þessa uppstillingu er að Lucas kemur inn í byrjunarliðið, réttilega.

  3. Reina – Darby – Agger – Hyypia – Dossena – El Zhar – Lucas – Spearing – Riera – Ngog – Keane

    Spái liðinu svona, mikilvægt að hvíla Carra, Gerrard, Alonso og Kuyt fyrir leikinn sem skiptir verulegu máli næstu helgi.
    Eru til einhverjar upplýsingar um að þeir sem fá heimaleikina í seinni leiknum fari oftar áfram?

  4. En Babu, samkvæmt linkinum þá er El Zhar ekki í hóp, er það rétt? Kom hann ekki inná í síðasta meistaradeildarleik?

  5. Jahá, ég tók bara ekki eftir því og hafði hann meira að segja á bekknum (samt var ég með þetta í huga þegar ég setti Pennat á kanntinn ;p ).

    En þessi listi er held ég réttur, hann kom ekki inná gegn Marseille.

    Búinn að breyta þessu

  6. Fín upphitun Babu. Þar sem þið eruð oftast með staðreyndir á hreinu og viljið hafa það þannig þá hóf Liverpool riðlakeppnina með leik gegn Marseille en ekki PSV.

    Gefum Darby mínútur í CL sem og skella Spearing á bekkinn og leyfa honum að koma inn á. Hugsa að Riera byrji inn á, þá á kostnað N´gog og Youssi detti í holuna frægu. Annars sammála byrjunarliðinu.

  7. Valvar, djö PSV var fyrsti heimaleikurinn, sé það núna. (var að lesa upphitun fyrir fyrri leikinn og ruglaðist).

    og Lolli, Hyypia er ekki í CL hópnum.

  8. Fín upphitun. Sammála flestu en mundi vilja sjá fleiri kjúklinga í liðinu. Væri gaman að sjá Spearing og/eða Steven Irwin á miðjunni og jafnvel Martin Kelly í vörninni. Veit allt um það að þessir leikmenn eru alveg örugglega ekki ready í svona leik en mér finnst mikilvægara að gefa svona strákum tækifæri á stóra sviðinu heldur en að vera að keppast við að vinna riðillinn. Auk þess er engan veginn ljóst að sigur gefi efsta sætið í riðlinum.

    Svo er um að gera að blanda við reyndum mönnum eins og Keane og Dossena sem hafa verið að ströggla og sjá hvort þeir geti ekki dregið vagninn. Svona vil ég sjá liðið:

    Cavalieri
    Darby – Carragher – Kelly – Dossena
    Irwin – Lucas – Spearing – Benayoun
    Keane – N’Gog

    Það eru allar líkur á að þetta lið mundi tapa leiknum en það skiptir mig bara ekki nokkru máli. Ef við vinnum riðilinn eru allar líkur á að við fáum Real Madrid eða FC Bayern í 16 liða úrslitum. Auk þess getur vel verið að lið eins og Inter, Arsenal og Chelsea verði í neðri styrkleika flokknum og lið eins og Panathinaikos, Roma og Porto í efri styrkleikaflokknum en þetta kemur náttúrulega ekki í ljós fyrr en eftir leikina þannig að það er ekkert víst að það sé endilega betra að enda riðilinn í efsta sæti þó að vissulega sé heppilegra að eiga seinni leikinn heima.

  9. Ég er nú nokkuð viss um (allavega er það svoleiðis í FM) að leikmenn undir tvítugu þurfi ekki að vera skráðir í 25 manna hópinn til að vera gjaldgengir. Hins vegar er það svo að hið minnsta verða 4 heimaaldir leikmenn að spila.

    Annars vona ég bara að hann gefi sem flestum sénsinn til að sprikla. Oftast verða leikirnir skemmtilegir þá sem væri mikil tilbreyting í einni leiðinlegustu riðlakeppni seinni ára. Stóru liðin hafa einfaldlega valtað yfir hin liðin og ég kalla á breytingar á þessari keppni.

  10. Lolli, Hyypia er ekki löglegur í leiknum við PSV því miður hann er að spila frábærlega… og samkvæmt reglum þá verða minnst fjórir fasta menn að spila likina. En ég er algerlega á því að við eigum að hvíla Carra, Gerrard, Alonso og kuyt. Held að það verði erfitt að stilla upp liði fyrir þennan leik.

    Var að lesa á DV að Arsenal séu að gæla við að fá Alonso í janúar ef Liverpool ætlar að reyna að ná í Barry, trúi því bara ekki að þetta sé enn inn í myndini hjá Rafa… bara trúi því ekki…

  11. Las fréttina um Xabi, eða þ.e.a.s. þá frétt sem mig grunar að DV sé að vitna í. En þar stóð að Arsenal ætlaði að bjóða 12 milljónir í Xabi Alonso, ef Liverpool fær Barry í janúar.

    Það eitt og sér fær mig til að efast um áræðanleika þessarar fréttar, þar sem það sér það hver heilvita maður að miðað við hvernig Xabi hefur verið að spila er mjög ólíklegt að við viljum skipta honum út…og það fyrir “skitnar” 12 milljónir.

  12. Já Anton ég er alveg sammála þér að Alonso á ekki að fara hann á heima í Livepool og hvergi annarsstaðar. En Rafa er bara svo fjandi hrifin af Barry að það hálfa væri nóg, og að skpta á þessum leikmönnum væri það allra vittlausasta hægt væri að gera. Og ef Keane er með verðmiða upp á 20 millur punda þá er Alonso með verðmiða upp á 30 millur hið minsta, en ég trúið því bara ekki að þetta sé rétt… og vona að svo sé ekki…

  13. Það er ekki séns í helvíti að selja Xabi núna. Ég er einn af þeim sem vildu selja hann í sumar og kaupa Barry en núna finnst mér það bara alls ekki inni í myndinni. Xabi er að stjórna miðjunni eins og herforingi og það má bara alls ekki breyta því sem er að virka hjá liðinu. Það sem þarf að laga er sóknarleikur liðsins án Torres og enn finnst mér mega bæta kantstöður liðsins. Það mætti splæsa í öflugan mann hægra megin og, ef Keane fer ekki að hrökkva í gang, sóknarmann. En svo er ekkert víst að það séu til neinir peningar og við verðum að átta okkur á þeim möguleika. Það er fjárskortur alls staðar þessa dagana.

    Varðandi leikinn á morgun þá skiptir hann akkúrat engu máli. Efsta sætið þarf ekki að gefa neitt þægilegri drátt í 16 liða úrslitum og reyndar vil ég alltaf í þessari keppni fá besta liðið sem hægt er að fá. Bæði vegna þess að keppnin er til þess að fá að spreyta sig gegn þeim bestu og líka að Liverpool gengur yfirleitt þrusuvel gegn sterkustu liðunum. Það er ekkert lið í Evrópu sem við getum ekki unnið!

  14. Vel mælt!

    Ég skýt á þetta lið 🙂

    Duyan

    Darby – Kelly – Agger – Dossena

    Flynn – Lucas – Spearing – Benayoun

    Keane – N´gog

    Bekkurinn: Hansen, Irwin, Ecclestone og síðan einhverjir sem eru heilir.

  15. Skv off síðunni þá er Pennant ekki í hóp:

    The Liverpool squad in full: Reina, Cavalieri, Dossena, Agger, Carragher, Arbeloa, Darby, Kelly, Spearing, Gerrard, Alonso, Lucas, Mascherano, Benayoun, Riera, Keane, Babel, Ngog

    Skv því eru dossena, agger og carra sjálfvaldir. alonso og babel tæpir þannig að Gerrard,Riera og bennijón spila, Keane verður frammi. Líklegar viðbætur eru Arbeloa (vonast eftir Darby), Lucas (með Gerrard fyrir framan hann og masch)

  16. Hrumpf
    Ég var greinilega aðeins of fljótur að skila inn skýrslunni.
    Btw. hvað er eiginlega málið með Pennant!! Kemst ekki í hóp…og við erum í meiðslavandræðum.
    Rafa er líklega bara búinn að gleyma honum.

  17. Ég myndi nú alveg vilja sjá Benayoun inn á miðjunni og hvíla bæði Alonso og Gerrard. Við eigum ekkert að taka áhættu í þessum leik þegar hann skiptir eiginlega engu máli.

  18. Eigum við ekki bara að treysta Benna til að velja það sem dugar til að tapa ekki!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  19. hugsa að þetta verði einhverneginn svona
    Cavarieli
    Darby- Carra – agger – dossena
    Benayoun lucas mascherano babel
    keane – ngog

    Hvar eru samt Plessis og Insúa?

  20. Hvar eru samt Plessis og Insúa?

    Svipað með þá og Hyypia, þeir eru ekki uppaldir á Englandi og ekki enskir (döhh). Því vinnur þessi nýja regla um uppalda leikmenn og heimamenn ekki með þeim.

  21. Er menn alveg að missa sig hérna?? Vissulega skiptir þessi leikur ekki öllu máli en að setja menn eins og Martin Kelly og Steven Irwin í liðið á útileik á móti sterku hollensku liði sem auðvitað gerir allt til að sigra.

    Raunsærra er að horfa á að Spearing, fyrirliði varaliðsins eða Stephen Darby fái mínútur þar sem þeir hafa nú verið viðloðandi hópinn nokkrum sinnum. Þessi leikur væri líka fínn fyrir El Zhar, sem átti fína innkomu gegn Blackburn, og Cavalieri sem þarf að sína að hann komist að minnsta kosti í annan hanskann hans Reina.

    Þessi leikur er kjörinn fyrir tappa eins og Lucas, Babel, Benayoun, N´gog og Keane að hrista af sér slyðruorðið og spila eins og þeir sem vilja byrja inná fyrir Liverpool FC.

  22. Ég er að tryllast úr spenningi!

    Mér sýnist að sportbarin, sem ég hef horft á CL leikina muni taka heila 4 leiki fram yfir þennan Liverpool leik: Roma – Bordeaux, Panathinaikos – Anorthosis Famagusta, Chelsea – CFR Cluj og Inter – Werder Bremen

  23. 15 Babu
    Aggi – er þetta einhver asískur gjaldmiðill í markinu hjá þér eða?

    Ég grenjaði úr mér augun þegar ég las þetta…..
    BABU þú ert snilld

    Áfram LFC

  24. Sammála síðasta ræðumanni, þessi athugasemd var algjör gullmoli!

  25. ég held ad liðið verði svona
    calvelieri
    darby garra agger dosena
    el zar lukas plessis babel
    kean N gogg

  26. Mér finnst leiðinlegt að sjá hæfileikaríkan leikmann eins og Pennant fá svona treatment. Vissulega veit maður ekki hvað hefur gerst bak við tjöldin, en þar hlýtur skýringin að liggja. Miðað við getu hans í fótbolta þá ætti hann vel að geta verið squad-player enda er hann ekkert síðri fótboltamaður en Benayoun, Lucas, Babel, eða El Zahr. Kannski er munurinn sá að þessir hafa hausinn í lagi ólíkt Pennant.

  27. Ekki beint áreiðanlegur miðill Rosco en annars mjög skiljanlegar fréttir verð ég að segja. Það gera sér held ég flestallir grein fyrir því að Babel þarf að spila fótbolta til að verða topp leikmaður, ekki bara æfa.

    Hlítur líka að vera pirrandi að vera eiginlega alltaf settur aftarlega í goggunarröðina á eftir sér verri (að mínu mati og líklega hans líka) knattspyrnumönnum.

    Og talandi um Babel, þá er þetta það fyndnasta sem ég hef séð í dag

  28. Það er eitt sem ég fatta bara ekki og get ekki haldið aftur af mér lengur…

    Þegar liðið spilar vel, þá viljum við ekki að það sé verið að hræra of mikið í því, og skiljanlega er erfiðara fyrir aðra leikmenn að vinna sér inn sæti í liðinu og/eða fá tækifæri.
    Það var t.d ástæðan fyrir fjarveru Aggers í haust, þegar Skrtel var að spila óaðfinnanlega.

    Núna, þegar liðið er að spila þannig fótbolta að maður sofnar nánast yfir leikjum liðsins …. við erum ekki búnir að skora á Anfield gegn “minni spámönnum” tvo leiki í röð, og erum virkilega að ströggla á öllum vígstöðum… hvers vegna í veröldinnni fær Babel ekki nokkra leiki í byrjunarliðinu til að sína sig og sanna ? Ég tek undir það að hann hefur ekki verið að gera neinar rósir í þau skipti sem hann hefur fengið sénsinn í vetur – en til þess að geta sýnt stöðugleika í leik sínum verða menn að fá að spila reglulega og ég hreinlega neita að taka undir það að Riera og/eða Yossi hafi verið að spila betur en Babel síðustu vikurnar – og ég tel að í Babel sé meira potential en í hinum tveimur til samans. Það er kanski til of mikils ætlast að Babel sé að fara að sigra heiminn þegar hann kemur inná í leikjum á 60 min + í lítilli sem engri leikæfingu…

  29. Eyþór Guðj, ég er algerlega sammála þér Babel er sveltur leik eftir leik og svo skilja menn ekki af hverju hann er ekki að sýna neitt, maðurinn er ekki í neinni leikæfingu. Hann hefur átt góða leiki fyrir Liverpool og hvað þá jú honum er kippt út úr liðinu og settur á bekkinn, það er endalaust verið að tala um að hann sé svo ungur og að hann hafi ekki úthald í heilan leik, þetta finnst mér kjaftæði maðurinn er einfaldlega ekki að fá að spila nóg. En ég verð þó að segja að Riera er búinn að spila vel að mér finnst, en það verður samt að láta Babel spila meyra, það endar bara með því að þessir menn vilja fara ef þeir fá ekkert að spila. Og svo er það eitt sem verður að hafa í huga að það er mun meyri framtíð í Babel heldur en Riera hann er ju að nálgast þrítugs aldurinn. Og það er algerlega rétt að það getur engin ætlast til þess að leikmaður síni einhverjar rósir þegar hann fær að spila 15 til 20 mín stöku sinnum… og annað að bera Yossi saman við Babel, þá finnst mér Babel mun bertri…

  30. Eyþór og valli, hvað fattið þið ekki? Var ekki Babel að fá að byrja inni á í síðasta leik? Mikilvægum deildarleik? Hann var bara óheppinn að meiðast og þurfti að fara út af. Einnig er ég nokkuð viss um að Babel hefur átt að fá að spila leikinn við PSV, svo verður bara að koma í ljós hvort hann hafi heilsu í það. Svo veit maður ekki nema að Benitez hafi ætlað að gefa honum Hull leikinn um næstu helgi til að sjá hvort hann treysti honum í Arsenal leikinn. Ég tel að þetta hafi akkúrat verið tíminn þar sem Babel hafi átt að fá sénsinn nokkra leiki í röð.

    Ég held alla veganna að það sé ekki rétti tíminn núna að hneykslast á að Babel fái ekki að spila þegar hann er nýbúinn að vera í byrjunarliðinu. Hins vegar er ég alveg sammála því að ég hefði viljað vera búinn að sjá hann fá fleiri tækifæri, og þá sérstaklega í framlínunni þegar Torres var meiddur og Robbie Keane “kannski” ekki alveg að slá í gegn.

  31. Þröstur …. til að undirstrika það aftur hvað það er sem ég fatta ekki, það er hvers vegna Babel fær aldrei “run of games” í liðinu – maðurinn mun aldrei ná að sýna hvað í honum býr eða ná einhverjum framförum ef hann kemur inná í korter annan hvern leik og byrjar inná í tíunda hverjum leik.

    Hvort að hann fái það núna mun bara koma í ljós, en ef einhvertíman voru ástæður sem styddu þá skoðun mína, þá er það núna þegar liðið getur ekki brotið á bak varnir West Ham og Fulham á Anfield og varla skapar sér marktækifæri svo að leikjum skiptir.

  32. Jamm, Eyþór, ég er reyndar alveg sammála þér með þetta. En eins og ég segi þá hef ég trú á að Benitez hafi akkúrat hugsað sér að gefa Babel þetta “run of games” núna, eða alla veganna svona 2-3 leiki.

  33. Það er óskandi – því sóknarleikur okkar hefur verið svo geldur síðan Torres meiddist (gegn Mars.) að ég held að hann sé leikmaður sem gæti brotið hlutina eitthvað upp – allavega efast ég stórlega um að það gæti versnað.

    Hann þarf að fá nokkra leiki til að sýna sig – ef hann nýtir það ekki þá skal ég halda mig hægan 😉

  34. Svei mér hvað það verður létt að vinna þessa deild þegar Torres kemur aftur.
    Getum ekkert án hans og almennt allt vonlaust. 1.sætið var bingólottóvinningur klárlega…..

  35. Ætlaru þá að tryggja að það hefði skilað sama árangri og liðið hefur náð nú og ef Babel hefði verið gefið “run of games”?

  36. Er einhver sjálfvirk ritskoðun á málfari eða einhverju slíku í commentum? Eða er commenta kerfið bara að krebera. Þessir póstar áttu sem sagt að vera talsvert innihaldsmeiri. 🙂

  37. ég held að Babel ætti nú að hisja upp um sig buxurnar og hætta að væla um sénsa og nýta
    sénsinn þegar að hann gefst eins og Yossi hefur gert

  38. Það er aldrei hægt að tryggja neitt – og hef ég ekki verið að viðra þær skoðanir mínar (né haft þær ef út í það er farið) að ég hafi talið að Babel eigi að vera fastur byrjunarliðsmaður þegar við vorum að spila vel – en hinsvegar tel ég að hann eigi skilið tækifæri þegar menn í hans stöðum (Kannt- og sóknarmenn) eru ekki að spila vel (frekar en aðrir í liðinu).

    • Er einhver sjálfvirk ritskoðun á málfari eða einhverju slíku í commentum? Eða er commenta kerfið bara að krebera. Þessir póstar áttu sem sagt að vera talsvert innihaldsmeiri.

    Efa það, þeir foringjar láta að ég held oftast vita ef það er gert. En mig minnir að ég hafi einhverntíma lent í þessu líka.

    Gott samt að það er ekkert pirrandi 😉

  39. Ég geri þá aðra tilraun. Ekkert svo pirrandi Babu, allavega ef maður gerir copy áður en maður sendir inn. 🙂
    Ef drengurinn áttaði sig ekki á því að það er aðeins annað mál að komast í byrjunarlið liverpool en ajax, augljóslega minni möguleiki á spilun, áður en hann kom. Þá er hann og hans umbi bara vel steiktir. Eða þá að hann hafi ekki hugarfarið eða metnaðinn til að sýna það sem þarf eða er óskast eftir af honum. Það að sýna minni áhuga á og dugnað í leiknum en vallarstarfsmaður í ófá skipti sem hann hefur fengið tækifæri þetta tímabil gefur honum varla mörg prik hjá Rafa, allavega ekki mér. Ég vil Babel frá síðasta tímabili aftur og byggja upp frá því. Vonandi er þetta eins og Þröstur er að tala um að hann hafi átt að fá leiki og muni fá þá áfram. Verði algjört ofurmenni sem heldur Torres úr liðinu og ekkert vesen, stingi umbanum í vasann og ekkert væl o.s.frv. ballon d’Or, kransar og blóm. Babel, Þetta gæti allt orðið þitt!
    Svo er spurning. Ef lfc væri svo vænt að sigra deildina og meistaradeildina og guð má vita hvað, en Babel væri superglued á bekkinn, jafnvel meðan ekki stæði yfir leikur. Kæmuði hingað og hneyksluðust á spilatíma Babel eða væri það í who gives a trönuber (tilraun til ritskoðunar) hluta heilans, því sigurvíman væri yfirgnæfandi. Því eins og staðan er í dag, þá er það í þeim hluta míns heila.

  40. Ég er mjög spenntur að sjá hvort Spearing fái að spila, en ég held að hann eigi eftir að verða góður leikmaður í framtíðinni. Annars vona ég bara að lykilmenn fái hvíld og að við einbeitum okkur að PL.

    Ég held að þessi leikur fari 0-0 en Atletico tapar fyrir Marseille.

    • Ef lfc væri svo vænt að sigra deildina og meistaradeildina og guð má vita hvað, en Babel væri superglued á bekkinn, jafnvel meðan ekki stæði yfir leikur. Kæmuði hingað og hneyksluðust á spilatíma Babel eða væri það í who gives a trönuber (tilraun til ritskoðunar) hluta heilans, því sigurvíman væri yfirgnæfandi. Því eins og staðan er í dag, þá er það í þeim hluta míns heila.

    Þar sem það er bara desember ennþá hjá mér og mér finnst vera til staðar einföld og augljós lausn til að bæta aðeins vandamálið okkar í sóknarleiknum þá verð ég nú bara að segja að þessi sigurvíma er ekkert að gera útaf við mig ennþá, enda höfum við ekki unnið nokkurn skapaðn hlut. Við erum á toppnum núna, þrátt fyrir ansi þvingaðan, takmarkaðan eða hvað sem það kallast sóknarleik. Það er mjög vel hægt að bæta það. Rafa er nú sjálfur frægur fyrir að vera aldrei fullkomlega sáttur. En ef þetta helst svona til loka þessa tímabils verð ég fljótur að færa mig í þennan hluta þíns heila, talandi um hversu drullusama mér sé þótt Babel hafi þurft að mála bekkinn at one point.

    Eins tek ég það alls ekki þannig að maður sé að gagnrýna allt varðandi stjórnun Benitez á klúbbnum og vilji að hann víki þó maður sé ósáttur við að Babel fái ekki að spila á meðan Benayoun, Kuyt og fleiri gera það reglulega án árangurs.

    Þegar á heildina er litið er ég gríðarlega sáttur við Benitez og hef verið einn mesti stuðningsmaður hans síðan hann kom til liðsins. Þetta er jafnt og þétt að verða betur og betur smurðari vél og manni finnst hún eiga feiki nóg inni og að hægt sé að bæta hana töluvert meira.

    Að móta Babel er þolinmæðisvinna, Rafa er líklega að sýna þolinmæði og við óþolinmæði því Babel hefur mjög mikið potential, margir hérna vilja sjá hann strax nýta Babel, sérstaklega þegar Torres er meiddur en Rafa virðist hafa aðra sýn. Kannski útskýrir hann þetta einhverntíma þannig að maður skilji alveg hvað hann var að fara, en núna er ég allavega ekki alveg að ná þessu. Án þess að trú mín á Rafa minnki eitthvað við það.

    p.s. Brynjar – svei mér ég held að ég hafi aldrei tekið eins mikið þátt í þræði!!

  41. Þetta er örugglega HSK met, samt góðar umræður sem spinnast útfrá mest óspennandi leik það sem af er tímabili.
    Ég er algjörlega sammála með Babel, hann er ungur og þarf tíma.
    Honum hefur oft verið líkt við Henry, Henry varð ekki svona góður á einni nóttu, allavega tveim:)

    YNWA

  42. The Liverpool team in full: Cavalieri, Dossena, Agger, Carragher, Arbeloa, Riera, Mascherano, Lucas, Babel, Keane, Ngog.
    Subs: Reina, Gerrard, Alonso, Benayoun, Darby, Spearing, Kelly.

Gerrard: ég hafði rangt fyrir mér!

Liðið gegn PSV í kvöld