Og Torres lengur frá!

Ekki alveg það sem mann langaði að heyra, en það er að verða ljóst að Fernando Torres verður lengur frá en reiknað var með.

Rafa vildi ekki gefa upp tíma á endurkomunni en flest blöðin telja að það verði í upphafi janúar. Ekki skemmtilegt eða gott.

Kannski bara að ungur maður grípi þetta tækifæri og detti óvænt í liðið eins og ónefndur leikmaður, sem Rafa ætlar örugglega ekki að kaupa í janúar, gerði forðum. Það er nefnilega ljóst að Krisztian Nemeth byrjar inná með varaliðinu í fyrsta sinn í vetur í kvöld.

Liðið er að leika gegn varaliði Blackburn á heimavelli sínum, Halliwell Jones Stadium, og hefst leikurinn kl. 19:00. Skora á þá sem eiga möguleika á að sjá LFC TV að kíkka á og skoða hann og Pacheco saman, stundum mjög skemmtilegt.

Í öðrum fréttum er það helst að nú er komið á hreint að leikur Preston og Liverpool í FA bikarnum verður sýndur beint, laugardaginn 3.janúar klukkan 17:30. Leikurinn verður sá fyrsti milli liðanna síðan 1962 og ljóst að þetta gamla stórveldi mun fylla heimavöll sinn, Deepdale, í fyrsta sinn frá því völlurinn var byggður.

Svo styttist auðvitað í janúargluggann og kjaftasögur að fara í gang af alvöru. Í gær var það brotthvarf Agger, en núna er það kaup á Adolfo Valencia hjá Wigan.

Hvað skyldi verða á morgun…..

17 Comments

 1. Varðandi meiðslin hjá Torres þá – RITSKOÐAÐ AF SJÁLFUM MÉR –

  Hvað slúðrið varðar þá er það aðallega eitt sem er efst á listanum hjá mér, EKKI KAUPA HESKEY, ekki einu sinni tala um kaup á Heskey, ég get svo svarið fyrir það að áhugi minn á fótbolta mun minnka um 5% ásamt því að gleðivísitala Babú verður beintend gengisvísitölunni ef við kaupum Emile Heskey!!

 2. Er ekki málið að reyna að kaupa Didier Drogba. Drogba og Torres uppá toppnum væri killer framherjapar !

  Jóladjók

 3. en svona að öllu gamni slepptu, höfum við yfir höfuð efni á því að kaupa nokkurn mann? Það hefur talsvert verið rætt um mjög slæma stöðu eigenda liverpool og er ég nokkuð viss um að þeir tóku ekki skortstöðu á móti krónunni.
  við þurfum væntanlega að láta einhverja menn til að geta keypt eins og venjulega. Hverjir fara?

 4. Talandi um leikmannakaup, þá ættu menn frekar um gera tilraun til að kaupa menn eins og david villa, lionel messi eða jafnvel luca toni frá bayern munchen. Frábærir leikmenn sem hafa farið hamförum síðustu vikur með sínum félagsliðum.
  Að ógleymdum sergio aguero frá athletico madrid.
  talandi um owen vin okkar þá vil ég ekki sjá hann í liverpool treyju.
  hans tími er liðinn, enda hefur hann ekkert getað með newcastle hingað til.

 5. Lionel Messi …. já takk!

  En haldið þið að það sé glæta að Barca vilji selja hann og hvað þá að Amerísku vinir okkar hafi efni á að borga uppsett verð?

  Að fá Messi í Liverpool er útópískur draumur.

 6. Torres meiddur lengur! Það er frábært, æðislegt alveg!&#%%&””E#

  …nú verða aðrir að stíga upp! Við erum á toppnum núna og við verðum að vera á honum eða í það minnsta seilingarfjarlægð við hann um áramótin. Við megum alls ekki klúðra þessari jólatörn. En þá verða líka aðrir að rífa sig upp á rassgatinu og fara að spila eins menn!

 7. Lítum nú raunhæft á hlutina. Ætla að leyfa mér að slá menn utanundir sem eru að tala um að Liverpool eigi að kaupa Messi, Villa, Aguero osfrv slapp. Frábært að fá þá en aldrei að fara að gerast.

  En að öðru þá er ég mjög sammála Magga að það þarf að fara að koma Nemeth í boltann með stóru körlunum. Mikið efni þar á ferð, slúttari af guðsnáð. Vonum að hann læri eitthvað af Torres. Skoraði reyndar ekki í kvöld en honum er fyrirgefið þar sem hann er að ná sér af erfiðum meiðslum.

  Blackburn um helgina og liðið verður í fyrsta lagi að skora og í öðru lagi vinna leikinn. Sjálfstraustið sem skein af liðinu í byrjun tímabilsins er að þverra með hverjum leiknum.

 8. Ef kanarnir ætla að fara að opna heftið hjá Wigan þá vil ég fá eitt stykki Zaki takk fyrir og alls ekki neinn Heskey fyrir afganginn.

 9. Adam Hammill: Ég sá hann hjá yngra liðinu fyrir tveimur árum í þónokkrum leikjum. Hann er mjög fljótur og með merkilega góða tækni fyrir að vera Englendingur. Örvfættur, góður spyrnu og skotmaður og með mjög góða boltatækni. Ég er viss um að hann gæti staðið sig vel í liðinu.

 10. andskotans vonadi að Torres komi sem fyrst en þið eruð ad tala um ad messi ,David villa ,Aguero,Til liverpool en þeir eru einaldlega of dýrir þó væri frábært ad á þá en efhverju keiprum við ekki Huntelar meðan æri var á

Á köldum miðvikudegi…..

Hvar verðum við eftir jólavertíðina?