Á köldum miðvikudegi…..

….daginn eftir að það var klárt að tvö 1.deildarlið a.m.k. munu spila í undanúrslitum deildarbikarsins er ágætt að ylja sér við slúður. Þó langar mig fyrst til að lýsa þeirri skoðun minni að í fyrsta sinn er ég tilbúinn að leggja niður deildarbikarinn, eða breyta honum í unglingakeppni. Það að fylgjast með Burnley leggja Arsenal að velli án þess að vera nokkuð spenntur, hvað þá sjá einhverja unglingasnillinga, leiddi mér þann sannleika í ljós. Bara kveðja þessa keppni ef henni verður ekki breytt allverulega, á hvaða hátt veit ég þó ekki enn, hugmyndir vel þegnar.

Við að fletta í slúðri kemur eitt og annað upp, fyrst ber að nefna góðan sigur unglingaliðs félagsins á Leeds United, 1-2 á Elland Road í unglingabikar FA (FA youth cup) með mörkum Della Valle og Ince nokkurs, sonar stjóra Blackburn. Flott það!!!

Leiðindaslúður virðist komið upp um það að Agger heimti tvöföld laun eða hann fari og þá er verið að tala um að hann fari til AC Milan eða Real Madrid. Daniel karlinn hefur vissulega ekki náð hæstu hæðum í vetur, en ég er sannfærður um að það batnar og við megum ekki missa hann.

Nokkrir miðlar tala um það að Rafa muni halda ungum og efnilegum leikmanni, Adam Hammill á Anfield eftir að hann kemur úr láni frá Blackpool í janúar. Strákur hefur verið lánaður áður, til Southampton og Dunfermline og skrifaði undir þriggja ára samning við LFC í sumar. Miðað við vandamál okkar á köntunum væri margt vitlausara en að leyfa honum að prófa aðeins!

Enn er ekkert staðfest um nýjan samning við Rafa en umræða var í helgarblöðunum að nýr samningur, til 2012, yrði undirritaður fyrir jól hið minnsta, jafnvel í þessari viku.

9 Comments

 1. Til að bæta aðeins við þennan pistil þá hryggir mig mikið að benda á, þvert á það sem margir halda, að fyrirliðinn okkar les að öllum líkindum ekki Kop.is:

  “When I started in the first team, the fan mail came from just within Liverpool,” he added.

  “But over the last three or four years, the letters have come from places where you wouldn’t imagine anyone knows your name, places in the Far East, Iceland, Norway, Germany.

  Restin af liðinu les síðuna samt auðvitað reglulega, takið líka eftir að ég tala um fyrirliðann okkar, hér veit enginn hvað hann heitir 🙂

 2. En samt skemmtilegt að hann skuli nefna okkur í sömu andrá og Þýskaland og Noreg!!!!!! Sami stærðarflokkur auðvitað.
  Ísland, BEZT í heimi….

 3. Babu, ég held að málið sé líka að hann (Gerrard) hafi kíkt í ljósmyndabók af Íslandi sem ég gaf Torres þegar SPánverjarnir komu í fyrra 😉

 4. Babu: ég held hann heiti HverAnnarEn Steven Gerrard… Það segja allavega íslensku lýsendurnir alltaf þegar hann skorar…

 5. Hann hljómar eins og alvarlega greindarskertur maður. Þýskaland og Noregur eru bara einhverjar fjarlægar eyjur fyrir honum.
  En með Agger, mér finnst eins og það vanti aðeins upp á ástríðu hans til félagsins.

 6. Friðrik: eru knattspyrnumenn þekktir fyrir að vera þeir gáfuðustu ? fara nú varla í menntaskóla/háskóla þegar þeir eru að græða margar miljónir á mánuði. Annars skemmtilegt að hann skuli hafa nefnd klakkann 🙂

 7. Birgir Thor, thad eru til margar leidir adrar en haskolanam til ad efla greind sina. Thvi midur hefur Gerrard alltaf virkad frekar thunnur pappir a mig, svona halfgerd gufa. En hann spilar fotbolta betur en flestir adrir og sem betur fer er hann i vinnu hja okkar monnum vid thad, ekki vid ad halda uppi heimspekilegum samraedum vid Rafa karlinn. Ef thad vantar hins vegar mann i thad djobb a Anfield tha held eg ad se best ad hafa samband vid Olaf Stefansson. ….BIB…..

Liverpool með 2 af 10 bestu leikmönnum í heimi

Og Torres lengur frá!