Gerrard

Hér er fín grein í The Guardian um fyrirliðann okkar í tilefni þess að á laugardaginn voru akkúrat 10 ár síðan að Steven Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar hann kom inná sem varamaður fyrir Vegard Heggem í leik á móti Blackburn 29.nóvember árið 1998.

Þá var ástandið slæmt. Houllier og Evans tilraunin hafði mistekist hrapallega og Liverpool hafði aldrei tekið þátt í Meistaradeildinni. Liðið var í 9. sæti í deildinni. Núna 10 árum seinna hefur Gerrard unnið fjölda titla, þar á meðal Meistaradeildina, við tökum þáttöku í Meistaradeildinni sem sjálfsögðum hlut og í kvöld hefur liðið tækifæri á að ná efsta sæti í deildinni.

Stundum þarf maður aðeins að rifja upp gömlu dagana (ekki bara þessa gömlu góðu) til að setja hlutina í samhengi. En við getum allavegana ekki verið annað en þakklát fyrir Steven Gerrard. Þvílíkur leikmaður og þvílík 10 ár.

4 Comments

  1. Ég man ennþá þegar hann kom inná í bakvörðinn og byrjaði strax að tækla eins og brjálaðingur!

    Það er alveg ótrúlegt hvað maður gerir miklar kröfur til hans enda ekki skrítið….maðurinn er ofurmenni sem hefur gefið okkur ótal sigra upp á eigin spítur.

    Það sem mér finnst að gleymist stundum í hans fari er hve magnaður karakter hann er. Hann er svo jarðbundinn og heill……sem er mjög sjaldgæft hjá þessum stærstu í boltanum (sjá Ronaldo og fl.).

  2. Gerrard er einn allra besti miðjumaður sem Liverpool hefur átt og að mínu mati sá besti í heiminum í dag, leiðtoga hæfileikar hanns eru meira en mikklir hann er framúrskarandi leikmaður, bæði utan sem innan vallar og hann er mikil fyrirmynd í öllu sem hann gerir. 10 ár manni finst maður vera orðin gamall þegar maður heyrir þetta. Það er alveg sama hverjir koma til félagsins og hvaða stjóri er við völdin upphafspunktur alls sem skeður á vellinum er í kringum Gerrard, það segir bara meira en lítið um hversu góður hann er. Það eru forréttindi að fá að hafa svona leikmann í sínu liði og það gerir allt starf stjórans mun auðveldara, vonandi á hann bara eftir að vera mikklu lengur hjá okkur 5 til 10 ár….

  3. Er Robbie Keane í liðinu í kvöld? Þvílíkt máttlaus leikmaður, ég vil fá Babel/N´Gog beint inn í hálfleik!

2-1

Liverpool 0 – West Ham 0