West Ham annað kvöld….

Annað kvöld kl. 20:00 flautar dómari til leiks á Anfield Road í Liverpool. Mótherjar heimamanna koma frá Austur-London, West Ham United, sem er jú enn í eigu íslenskra manna, hversu lengi sem það nú endist.

Ef við byrjum á að renna yfir söguna er ljóst að andstæðingar okkar að þessu sinni hafa ekki haft mikið upp úr heimsóknum sínum á Anfield í gegnum tíðina. 37 deildarleikir eru frá síðasta sigri „Hamranna“ þar og Liverpool hefur unnið síðustu sjö leikina. Í fyrra unnum við öruggan 4-0 sigur þar sem Torres setti þrennu og Gerrard eitt!

West Ham United sitja nú í 15.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, hafa unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Sá sigur vannst um síðustu helgi, á Stadium of Light-vellinum í Sunderland.

Ef við byrjum á að skoða okkar lið er ljóst að leikurinn gegn Marseillekostaði okkur tvo góða leikmenn, þá Aurelio og Torres. Ég held að maður reikni með því að Rafa breyti litlu í leikkerfinu og því tippa ég á að liðið verði svona…..

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera

Keane

Ég sjálfur hefði viljað láta Babel byrja á toppnum, en held að Rafa haldi sig við traust á írska landsliðsfyrirliðanum, ekki síst þar sem Keane spilaði ekki mínútu á miðvikudaginn (reyndar Babel ekki heldur).

Ef við skoðum mótherjana er ljóst að leikur þeirra hefur verið afar sveiflukenndur í vetur, maður veit hreinlega ekki á hverju maður á von. Ég horfði á leik þeirra frá síðustu helgi og þar fannst mér þeir vinna sanngjarnt. Reyndar virðist frjálst fall á Sunderland þessa dagana svo erfitt er að gera sér alveg grein fyrir því hversu mikið þeir þurftu að leggja á sig þar. Þeir virka með massíva, en hæga, vörn og miðjan þeirra er full af litlum baráttujöxlum. Frammi hafa svo að undanförnu verið litli og stóri, þar sem Cole flikkar löngu boltana fyrir hlaupin hans Bellamy.

Á undanförnum vikum hefur ákveðin „orrahríð“ gengið á milli liðanna, fyrst var farið að pumpa Mascherano um tilfinningar hans til West Ham, sem eru semsagt engar. Þá var komið að opinbera leikprógramminu að telja líklegt að Zola fái reisupassann ef hann tapar þessum leik, og auðvitað svaraði litli Ítalinn.

Maður beið alltaf eftir að Craig “7-iron” kæmi inn í umræðuna, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var sá bara þögull!!!

Það er auðvitað alveg ljóst að eftir frekar óspennandi frammistöður á heimavelli undanfarnar vikur er heldur betur kominn tími á alvöru frammistöðu okkar drengja! West Ham er sýnd veiði en ekki gefin, skyndiupphlaup þeirra verða án vafa skeinuhætt og það þarf að pressa vel á varnarlínu þeirra sem er líkamlega sterk og hávaxin, en ekki fljót eða góð tæknilega.

Nú treysti ég því að menn hysji sig upp og vinni á heimavelli. Ég er nú ekki viss um markasúpu en treysti því að við vinnum 2-0 sigur með mörkum frá Kuyt og Gerrard. Koma svo!!!

28 Comments

 1. Það hlítur að kveikja vel í okkar mönnum að vita að með sigri (stig nægir reyndar) situr liðið eitt á toppnum í deildinni. Hljótum að mæta bandbrjálaðir til leiks annað kvöld og rúlla yfir West Ham, hef ekki trú á öðru.

 2. Sigur annað kvöld tryggir okkur toppsætið þar sem að Chelskí var rétt í þessu að tapa á móti Arsenal ! 🙂

  Koma svo !!!!!!!

 3. Ef úrslit leiksins á Bridge í dag verður ekki til þess að kveikja í þessu liði, þá veit ég nú bara ekki hvað gæti kveikt í þessu liði.

 4. Þetta eru leikirnir sem við einfaldlega verðum að vinna ef við ætlum okkur einhverja hluti í toppbaráttunni. Getum skilið Chelsea eftir.

  Spilamennska okkar manna hefur aftur á móti ekki verið upp á marga fiska og þurfum við að fara að sýna hvað í okkur býr..menn þurfa að fara að stíga upp. Keane, Babel og þessir kallar. Vil sjá nóg af mörkum á morgun!

 5. Jæja frábært hjá Arsenal að gefa okkur tækifæri á að komast í fyrsta sæti á morgun og það er eins gott að þeir klúðri þessu ekki enda frábært að ná 3 stiga forystu á Chelsea. Ég vonast til þess að sjá Babel í byrjunarliðinu og þá frammi. Ég tel enga þörf á Mascherano á morgun heldur spila 4-4-2.

  ———-Babel——Robbie——-
  Riera—–Alonso—Gerrard—Kuyt
  Dossena—Agger—Carra—Arbeloa
  —————–Reina—————–

 6. Það er alveg rétt sem fram kemur hérna að þetta séu leikirnir sem við þurfum að vinna (reindar þarf að vinna þá alla). Og það er líka rétt að liðið hefur ekki verið að spila eins og það á að gera, en vonandi kemur það núna á móti West Ham, en við skulum líka vera minnugir þess að Nóvember hefur sjaldnast verið góður mánuður hjá okkur og því tími til komin og gera Desember að topp mánuði og vinna það sem er í boði og byrja nýtt ár á topnum… Það er sárt að hafa ekki Torres í kvöld honum finnst nú ekki leiðinlegt að skora gegn West Ham, en vonandi fer Keane að smella í gang og hitta boltan meira en hann hveru gert það væri algerlega frábært Ég held að við tökum þennan leik 2 – 0 og það er bráð nauðsinlegt að halda hreinu og saxa á markatölu Chelsea, og að lokum þetta…

  Áfram LIVERPOOL…

 7. Sýna þeir ekki nánast alla leiki?

  Svo ætla ég að tippa á að Gummi Ben lýsi þessu í kvöld. Guði sé lof bara að Gummi sé, þrátt fyrir forherta United mennsku, þræl góður lýsir. Gruna hann um að taka aukavakt þegar Liverpool á leik 😉

 8. 1-0! Gerrard á 55mín, hver annar!

  Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir deildarleik á móti miðlungsliði í mörg ár!!

  Gauji Þórðar fyrsti kostur á eftir Zola? Eitthvað til í því? 😛

 9. Ég á í vandræðum með að setja inn nýja færslu. Allavegana, byrjunarliðið gegn West Ham er komið og það lítur svona út. Ég giska á 4-4-2.

  Reina

  Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena

  Benayoun – Alonso – Gerrard – Riera

  Kuyt – Keane

  Á bekknum: Cavalieri, Insua, Agger, Babel, Mascherano, Lucas, Ngog.

  Mascherano er refsað fyrir afleitan leik síðast og Agger er settur á bekkinn. Babel er líka á bekknum, sem mun væntanlega leiða til frumlegrar umræðu í kommentakerfinu. 🙂

  Ég er annars nokkuð sáttur við þetta.

 10. Ég set spurningar merki með Hyypia útaf Bellamy sem að á eftir að skilja hann eftir á staðnum. Og einnig skil ég ekki þetta Babel- Benayoun dæmi alveg. Flott að vera með 2 sóknarmenn sem halda sig oftast á miðjunni.

 11. rétt hjá þér meistari einar örn.
  Samkvæmt soccernet er liðinu stylt svona upp:
  No. NAME POS
  25 Pepe Reina (G)
  4 Sami Hyypia (CD-L)
  23 Jamie Carragher (CD-R)
  2 Andrea Dossena (LB)
  17 Álvaro Arbeloa (RB)
  14 Xabi Alonso (CM-L)
  8 Steven Gerrard (CM-R)
  11 Alberto Riera (LM)
  15 Yossi Benayoun (RM)
  7 Robbie Keane (CF-L)
  18 Dirk Kuyt (CF-R)

 12. Kemur svo sem ekki á óvart.

  Væri mikið til í að sjá Rafa fylgja því eftir sem hann hefur sagt og látið Babel fá sénsinn.

  Vona annars að Benayoun taki nú einn stjörnuleik í holunni gegn sínum gömlu félögum.

  p.s. hvað stendur á mosaic myndinni í kop?

  Uppfært, guð minn góður, Babel hlítur að hafa gert eitthvað af sér, með svona bitlausa sókn hættir manni til að sakna Voronin

 13. 16 Babu

  Sá ekki betur en þarna stæði Michael now.

  Hlýtur að vera til Owen, eða hvað?

 14. Nei já auðvitað, Free Michael, gaurnn sem hefur verið í fangelsi í Búlgaríu síðan Istanbul 2005.

  ….þá kysi ég nú Litla Hraun frekar……þó það myndi vissulega þíða búsetu á Eyrabakka!!!

 15. Með fullri virðingu fyrir benayoun, þá finnst mér hann sá lélegasti liðinu í dag ásamt lucas. ‘eg bara skil ekki þessa ofbogslegu dýrkun rafa benitez á yousi benayoun. er ekki að ná þessu.

 16. Ja hérna hér.
  Enn einn leikurinn með 20 skotum á markið, 65-70% með boltann.
  Kræst…..
  Þarf ég að senda þeim númerið hjá Gauja þórðar til að hrista aðeins upp í þessu.

 17. AAAAAAAAARG!!
  Takk Rafa og félagar fyrir enn eitt hurðalausa helvítið.

 18. Hvað heitir Stripbúllan sem Houller fór með þá á.
  Er einhver til í að senda Rafa leiðbeiningar?

 19. Sælir félagar
  Það er ekki hægt annað en fallast á það sem Benni Jón hefur verið að segja undanfarið um sóknarleik liðsins. 100 skot á markið en tvö bestu færin eða tilraunirnar fær WH. Ömurlegt
  Það er nú þannig.

 20. Okeeeeeeeeeeeeeeeey!

  Andvarp

  Sorglegt…. þrátt fyrir að vera einir á toppnum… Sorglegt!

  Eitthvað sem heitir skapandi sóknarleikur var ekki fyrir hendi í dag. Svo einfalt er það nú.
  Sjálfstraust er eitthvað sem skortir leikmenn Liverpool þessa daganna og mín skýring er að sálræna hliðin er ekki að höndla pressuna… Pælið í því að Liverpool hefur undanfarin ár ekki hafið sína leiktíð fyrr en í nóvembermánuði… Ástæðan fyrir því er sú að þá eru þeir dottnir úr titilbaráttunni og engin pressa! Nema þá jú að ná efstu 4 sætunum… eða ná 4. sætinu til að hafa þetta alveg rétt…

  Það er búið að ske áður að við höfum haft tækifæri á að komast 3 stigum framúr þegar Chelsea hefur misstigið sig og hvað gerist ? Þetta er sálrænt ekkert annað! Getum alveg spilað bolta sem skilar mörkum… jafnvel með þessa menn inná vellinum…

  Hyypia fínn… segir slatta um mennina að það er enginn sem getur unnið skallabolta inní teig andstæðingana nema hann…

  Keane var skelfilegur vægast sagt…en það er hægt að segja um flesta reyndar… þó held ég að enginn hafi verið eins slakur og Keane greyið…

  Greinilegt að Rafa sagði Dossena að halda sig í vörninni til að byrja með..og stilla strengi með Hyypia og félögum…

  Ótrúlegt að segja það en í raun og veru heppnir að ná í stig, þrátt fyrir yfirburðina… En eitthvað þarf að gera í sálrænu hliðinni og já jafnvel smá taktískt dæmi:)

  ps. er hægt að fá að spila heimaleikina okkar annarsstaðar ? S.s. Reebok stadium eða City og stadium? alveg viss um að við myndum ekki standa okkur verr á þeim stöðum, þessa stundina…

  Niðurstaða… stórefast um titillinn eigi nokkurn séns á að koma til okkar þetta árið… Þar sem við virðumst vera of hræddir við hvað gæti gerst þegar hann loksins kemur… en getum sjálfsögðu glaðst yfir að vera á toppnum… en þetta verður erfitt sérstaklega miðað við spilamennskuna…

  Næsti leikur úti á móti Blackburn minnir mig…. svo þetta ætti að vera meiri sigurlíkur en í þessum leik…

  Allir að anda svo inn út nokkrum sinnum áður en menn skrifa…

  YNWA!

Torres og Aurelio meiddir

Preston úti í FA bikarnum