Torres og Aurelio meiddir

Staðfestar fréttir: Fokkití fokk fokk.

Fernando Torres tognaði á læri í gær og þarf að hvíla í 2-3 vikur áður en hann má byrja að æfa/spila aftur, á meðan Fabio Aurelio verður væntanlega ögn skemur frá eða í um tvær vikur. Þetta eru einfaldlega mjög slæmar fréttir.

Ég veit ekki hvor missirinn er verri, í fullri alvöru. Auðvitað er Torres einn af svona 3-4 mikilvægustu leikmönnum liðsins og missirinn af honum því að vissu leyti sárari, en Aurelio hefur í haust verið að spila ljósárum betur en Andrea Dossena í vinstri bakverðinum, auk þess sem hann hefur myndað miklu betra samband með Albert Riera á vinstri vængnum en sá ítalski, sem hefur yfirleitt skilað sér í betri frammistöðum hjá Riera þegar Aurelio er inná vellinum.

Ef þetta væri söguflétta í mafíósamynd væri í þessum töluðum orðum verið að leiða Robbie Keane og Dossena inn í illa upplýst herbergi. Þar í horninu, í gamaldags hægindastól, sæti Guðfaðirinn og segði einfaldlega: „Ég neyðist til að nota ykkur. Dirfist ekki að bregðast mér.“

En auðvitað sjá allir að Rafa myndi aldrei hegða sér svoleiðis. Hann myndi í staðinn sitja í skrifstofustólnum sínum við skrifborð. Boðskapurinn væri hins vegar sá sami; við getum ekki beðið eftir Keane og Dossena mikið lengur. Það er gífurlega mikilvægur leikjakafli framundan í deildinni og liðið þarf að hafa alla gíra í góðu lagi til að dragast ekki aftur úr.

**Einnig:** Þetta er 100% satt.

52 Comments

 1. Jesúss…….þarf maður að horfa á Keane í nokkrar vikur í viðbót!!!! Þá væri nú skárra að sjá Babel þarna frammi í þessa leiki sem Torres er frá.

  Annars er ég viss um að Dossena stendur sig……og mér finnst dáldið langsótt að rökin fyrir að hafa Aurelio í liðinu sé Riera spili þá betur. Auðvitað hefur það áhrif en ég er nokkuð viss um að aðrir áhrifavaldar séu fyrir mistæku gengi Riera en hinn slaki Aurelio.

  Annars er ég mjög jákvæður og finnst allir frábærir nema þessir tveir leikmenn……….og mér finnst átakanlegt að horfa á Keane og Arbeloa spila í okkar rauða og fallega búning (eða hinum miður fallega gráa búning).

 2. þetta er náttúrulega hætt að vera fyndið… en samt er maður allveg að fara að hætta að kippa sér upp við þetta

 3. Júlli, „hinn slaki Aurelio“? Hvað hefurðu fyrir þér í því? Fyrir utan einn lélegan hálfleik gegn Man City í deildinni hefur Fabio verið einn okkar besti maður í vetur. Algjörlega frábær bakvörður, varnarlega og sóknarlega. Og Arbeloa? Ég held við séum ekki að horfa á sömu leikmennina, því mér finnst einmitt í vetur í fyrsta skipti í langan tíma sem við höfum haft frábæra bakverði báðum megin í þeim Arbeloa og Aurelio.

 4. Sælir félagar
  Í einu orði sagt, HRIKALEGAR fréttir. 🙁
  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Já, mjög svekkjandi fréttir af Torres.
  Hann er nýstiginn upp úr sömu meiðslum og hafa hrjáð hann á þessu ári og í fyrra og Benitez hefur mikið verið að væla yfir því að hann sé að meiðast með landsliðinu…..samt er hann látinn spila fullar 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum.
  Ég var alltaf að bíða eftir því að hann yrði tekinn af velli á móti Marselle því ég hélt að Benitez væri skynsamari en þetta. Tognun aftan í læri er mjög erfitt að eiga við og verður erfiðar við að eiga eftir því sem það gerist oftar

 6. LFC – West Ham 01.12
  Blackburn – LFC 06.12
  PSV – LFC 09.12
  Liverpool-Hull 13.12
  Arsenal-Liverpool 20.12
  Liverpool-Bolton v 26.12
  Newcastle-Liverpool 28.12
  Það er bara óskandi þeir verði klárir í leikinn móti Arsenal en törnin er erfið framundan. Nú verður Gerrard að stíga upp og taka af skarið. Síðasti leikur hjá honum gaf góð fyrirheit þar sem hann tryggði 3 stig.
  Spurning hvort að Insua fái ekki tækifærið núna, ef ekki núna þá veit ég ekki hvenær. Í neyð gæti Arbelo gæti svo sem dottið í vinstri bakvörð og Carra út hægra megin. Að minnsta kosti býð ég ekki í það ef Arbeloa meiðist og Liverpool þyrfti að stilla upp Degen og Dossena í bakvarðastöðurnar.

 7. Skelfileg tíðindi. Sem betur fer ekki snúnir leikir á pappírunum fyrr en 21. des. Þá ætti kappinn að vera kominn í gang á ný.
  Vonandi fær Babel að spreyta sig í framherjanum núna. Maður efast samt stórlega um það, hinn baneitraði Keane fær að hrella varnir andstæðinganna þar til Torres snýr aftur…

 8. æjj…my mistake. Þetta átti auðvitað að vera Aurelio þarna í lokin en ekki meistari Arbeloa. Ég bið Arbeloa afsökunar á að líkja honum við Aurelio.

  En já rétt….Aurelio hefur staðið sig ágætlega undanfarið en hann verður aldrei meira en ágætur.

 9. fari þetta logandi til heitasta helvítis!

  þetta ætlar að verða ansi erfiður vetur fyrir torres.

 10. Rosco…..hamstrings eru vöðvahópar aftan í læri. Upptök þeirra eru reyndar uppí mjaðmagrind sem gæti flokkast undir nárasvæði en hamstrings flokkast ekki hóp náravöðva. Vona ég fari með rétt mál hér.

  Engu að síður þá eru þessi hamstring meiðsli þau sömu og Torres hefur verið að díla við síðan hann kom til Liverpool….

 11. Mjög leiðinlegt, og er sammála #5 með að Rafa notaði hann of mikið eftir þessi meiðsli. Vona að Babel fái að spila núna sem framherji

 12. Torres er nú búinn að vera inn og út í allann vetur. Samt er LFC þar sem LFC er, á toppnum í deildinni.
  Ég veit að það voru ekki ekki allir sáttir við Dossena í gær, en sjálfum fannst mér hann ekki koma svo illa út. Við skulum ekki gleyma því að eftir allt saman þá hélt LFC hreinu!

 13. já Hamstring er aftaní læri en það voru amk tvær fréttaveitur í gær sem sögðu nári

 14. Sammála Lýð, það er skrýtið að Benitez láti Torres spila 90 min í síðustu 2 leikjum með tilliti til þess að hann er að stíga upp úr meiðslum, svo finnst mér ekki rétt að sóknarmaður spili fullar 90 mín ef hann sýnir ekki neitt allan leikin, þó hann heiti Torres. Þess vegna fannst mér furðulegt að síðasta skipting á móti Marseille skyldi vera Lucas inn fyrir ég man ekki hvern, þarna átti hann að setja sóknarmann inn fyrir Torres

  annars vona ég að batinn gangi vel hjá honum og hann komi sterkur inn í jólatörnina.

 15. Þetta er slæmt, KAR sagði það sem flestir hugsa: fokketí fokk fokk. En þrátt fyrir meiðslin hjá Torres núna í vetur, ekki nógu góða spilamennsku frá Keane og fleirum, þá er liðið á toppnum, komið áfram í meistaradeildinni … the best is indeed yet to come. Ég held satt best að segja ummæli Ballack um að þetta verði barátta milli Chelski og Manure (og ekki Liverpool) séu bara hræðsluáróður. Ég finn það næstum … !

  Ánægður með ummæli KAR um Aurelio, því sannarlega hefur hann ásamt Arbeloa verið að gera flotta hluti í vetur. Og ég horfði á leikinn í fyrradag, og er sammála KAR: Riera kemur betur út þegar Aurelio er inná.

  Hver veit nema Keane-Babel-Kuyt eigi eftir að verða algjört gulltímabil hjá okkur??? Desember: we salute you!

 16. Vonandi er Torres ekki að fara breytast í meiðslahækju eins og Owen, þá erum við slæmum sk..

 17. Já.
  Ljóst að lærin á Torres eru mikið vandamál. Nári og læri tengjast auðvitað talsvert og öll hans meiðsli eru á sama svæðinu. Þetta þarf að skoða, því það er ljóst að þessi frábæri leikmaður er alltof mikið meiddur!
  Sama á auðvitað við um Aurelio sem hefur leikið afar vel í vetur, en er enn eina ferðina að meiðast.
  Krossum fingur þar til þeir brotna.
  Styð hugmyndina um að Babel fái nú senterinn um sinn…..

 18. Frá physioroom.com. Meiðslasaga Torres frá því hann kom til LFC

  Hamstring Injury Liverpool Injuries 2008 October 15th
  Hamstring Injury Liverpool Injuries 2008 August 31st
  Hamstring Injury Liverpool Injuries 2008 February 7th
  Groin Strain Liverpool Injuries 2007 October 13th

  Og enn á ný er það Hamstring Injury November 28th……

 19. Láta Torres fara til gæjans sem Houllier lét Gerrard fara til á sínum tíma. Gerrard var alltaf meiddur í upphafi ferilsins og alltaf á sömu stöðunum en þessi gæji kom honum í toppform og hann hreinlega hætti að meiðast svona mikið þó hann hafi nú meiðst stöku sinnum eins og gengur og gerist.

  Mér líst bara mjög illa á það að maðurinn sé að meiðast í fjórða skiptið á einu ári, og allt sömu meiðslin.

 20. meiðslin sem hrjá Torres eru ekki nákvæmlega þau sömu og áður. Vöðvi í hægra læri er tognaður, en ekki rifinn eins og hefur verið hjá honum undanfarið, og meiðslin eru ekki á sama stað í lærinu og áður, þótt þau séu vissulega á svipuðum slóðum.
  þannig þessi meiðsl eru ekki þau nákvæmlega sömu og áður.

 21. Hrikalegt að Torres skuli vera meiddur, var að vona að hann væri að komast í form aftur. En ætlar Benítes að gera eitthvað í leikmannamálum í janúar? Hvað segja menn með það að Owen sé á free transfer í janúar…hef verið að velta þessu fyrir mér?? Eða kaupa Amir Zaki? hann fer e.t.v til man city.

 22. keane heppinn, fær enn eitt tækifærið til að láta ljós sitt skína. ég vill meina að sterkasta sóknartönnin sé:

  gerrard
  torres

  og ég tel að Rafa myndi velja þessa tvo fremsta gegn stórliðum, keane fengi að vera í byrjunarliði í enska í leikjum sem væru í smærri sniðum.
  að mínu mati á keane ekki mikinn möguleika gegn þessum tveimur en þar sem þeir eru oft meiddir þá fær hann meiri spiltíma en hann ætti að fá ef menn væru heilir. nú verður drengurinn að nýta þetta, en hann er samt að keppa við ofjarla sína og er því seint að fara að taka stöðuna af gerrard eða torres. keane er striker og því er hann í baráttu við þessa tvo. sjáum bara, torres er meiddur í fleiri fleiri vikur, en labbar inn í liðið um leið og hann er heill og keane bekkjaður.
  er orðinn pirraður á keane, hann verður að gera e-ð af viti á næstunni.

 23. Hvernig væri nú að gefa Dani pucheco(ekki viss hvernig maður stafsetur) eða Nemeth tækifæri í framlínunni og emanuel Insúa, tækifæri í vinstri bakverðinum? Ef ekki núna, hvenær þá? allavega prófa Insúa, hann getur hreinlega ekki staðið sig verr en Dossena. Setja annaðhvort Pucheco eða nemeth á bekkinn og gefa þeim einhvern spilatíma í næsta leik….Bara smá hugmynd sem mér var að detta í hug

 24. já væri gaman að sjá Németh og Pacheco fá nokkrar mínútur en það væri allt of venjulegt ef Keane verði settur einn fram í þessa leiki sem Torres missir af og Babel látinn sitja sem fastast. Síðan færi Kuyt af kantinum og í framlínuna og hel…… Benayoun skipt inná á kantinn og kæmi með enn einn stórleikinn

 25. Persónulega botna ég aldrei í þessari Owen til Liverpool umræðu, en það er kannski bara ég. Hann er í mínum huga búinn með sinn Liverpool feril og við höfum alveg næg störf fyrir sjúkraliðið eins og er, þarf ekkert að bæta við extra workload á þá.

  Németh er nú hreinlega ekkert búinn að leika fyrir varaliðið að ráði, hefur verið meiddur og því held ég að það sé lítið í spilunum með það núna að hann sé að fara að koma inn í aðalliðið. Ég hefði haldið að nú sé ekki tími til svoleiðis tilrauna þegar við erum með Keane, Babel og Kuyt availeble. Pacheco held ég að eigi ennþá svolítið í land með það að slá þessa kalla út, þó svo að sumir þeirra hafi átt erfitt uppdráttar. Held til að mynda að það sé ansi mikill gæðamunur á Babel og honum eins og staðan er.

  Insúa er svo önnur Elín. Búinn að spila vel fyrir varaliðið og það reglulega. Ekki jafn margir að berjast um þessa stöðu í liðinu og því get ég alveg séð fyrir mér að hann fari að koma á bekkinn í það minnsta og ef Dossena hysjar ekki upp um sig fljótlega, þá ætti hann hreinlega að fá tækifæri á hans kostnað.

 26. Ég ætla nú aðeins að fá að vera pínu á því að Owen hafi ekki alltaf fengið “fair deal” hjá okkur í LFC.
  Hann var andstæða Fowler, kom frá millistéttarfólki í Chester og var ekki mikið í því að promotera borgina, eða gera margt til að verða maður fólksins. Nema jú hann skoraði haug af mörkum!!!
  Á þeim tímapunkti sem hann yfirgefur LFC er liðið á hnjánum eftir tvö ömurleg ár hjá Houllier og Real bankar. Ég varð hundfúll með að hann gaf ekki nýja stjóranum séns, en eins og staðan var þá hjá okkar liði var það kannski ekki alskrýtið. Skulum nú ekki gleyma að SG var nú nærri farinn þrátt fyrir Istanbul, ári seinna.
  Hins vegar varð ég reiður þegar Owen treysti ekki Rafa og fór til Newcastle. Rafa þekkti Real og vissi að þeir myndu lækka verðið kortér fyrir lokun, en Owen “chickenaði out” og stökk á St. James’ Park, sem auðvitað var og er bull.
  Ég væri alveg til í að sjá Owen aftur í rauðum búningi. Skulum ekki gleyma því að t.d. yfirhetjan Ian Rush fór á sínum tíma burt í eitt ár og skilaði fínu verki við heimkomu. Auðvitað ekki jafn góðu og áður en hann fór. Sama yrði uppi á teningnum hjá Owen nú, hann myndi skora, en ekki eins mikið og áður, held t.d. að hann yrði flottur kantsenter í okkar kerfi, auk þess sem að hann og Gerrard eru ennþá bestu vinir, spiluðu saman í einhver 10 ár og þekkjast ansi vel inni á vellinum.
  Hins vegar þekkir maður meiðslasöguna og auðvitað er meiddur Michael Owen lítil hjálp.
  En bara sigurinn á Arsenal 2001 er eitthvað sem fær mig til að brosa til hans strákangans. Alveg eins og 2006 var “Gerrard final” var 2001 “Owen final”. Ég er ennþá að nugga Gunnersvinum mínum upp úr því…..

 27. Já, til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég Owen ákaflega þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir okkur, því gleymir maður ekki, afar margar ánægjustundir með honum.

  Ég vil samt ekki sjá hann aftur, hjá mér eru Liverpool dagar hans að baki. Jú, gott og vel, það er erfitt að neita Real Madrid þegar þeir koma bankandi á dyrnar. Það er fyrst og fremst það hvernig hann fór að því sem fór í pirrurnar á mér. Hann tók McMoneyman á þetta, þ.e. dró alla á asnaeyrunum afar lengi, sagðist alltaf rétt vera að fara að skrifa undir samninginn og hoppaði síðan burtu einn tveir og bingó og ætlaði sér í raunninni aldrei að kommitta sig áfram. Við þurftum því að selja hann á brunaútsölu til að fá eitthvað fyrir hann.

  Svo hitt dæmið sem Maggi talar um hér að ofan þegar hann fer til Newcastle. Það var sér kapituli út af fyrir sig.

  En eins og áður sagði, þá er ég honum þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir okkur og það mun lifa í minningunni. En aftur til Liverpool núna? Nei takk.

 28. Skil þig alveg Steini og þetta er mér ekki hjartans mál. Annað, kíkti á Aurelio á physioroom…

  Groin Strain Liverpool Injuries 2008 April 25th
  Calf/Shin Injury Liverpool Injuries 2007 October 5th
  Ankle/Foot Injury Liverpool Injuries 2007 April 4th
  Ankle/Foot Injury Liverpool Injuries 2007 February 2nd
  Calf Muscle Strain Liverpool Injuries 2006 November 24th
  Groin Strain Liverpool Injuries 2006 October 29th
  Calf Muscle Strain Liverpool Injuries 2006 July 30th

  Núna? Calf strain…..

 29. Ég vona svo innilega að Rafa taki hausinn úr rassgatinu á sér og láti Ryan Babel spila nokkra leiki (sem senter) á meðan Torres er í burtu.

 30. Owen er sennilega einn sá allra besti framherji sem klæðst hefur rauðu treyjunni ásamt Fowler og Rush. Hann á mikið þakklæti skilið fyrir störf sín í þágu klúbbsins. Það yrði samt sem áður tímaskekkja að bera víurnar í hann í dag. Í seinni tíð hefur Owen verið ein framhalds-meiðslasaga. Eigum við að taka sénsinn með svoleiðis leikmann? Ég held ekki. Það er varla að hann getur spilað heilan leik án þess að meiðast. Einnig finnst mér aðþ að væri nær að líta fram á við heldur en til fortíðar.

 31. Að mínu mati væri allt í lagi að fá Owen fyrir lítinn pening og ekki of langan samning. Mér er alveg sama um fortíðina ég vil bara að Liverpool vinni titilinn og held að Owen myndi hjálpa okkur mikið. Ef heill (ég veit stórt EF) þá skilar hann alltaf mörkum, hann er ótrúlega lunkinn við að losa sig við varnarmenn í teignum. Torres er að meiðast töluvert núna og er ég ekki að sjá Babel né Keane leysa hann almennilega af hólmi.

  Annað mál, alveg sammála að Aurelio sé búinn vera einn af betri mönnum í vetur. Hann var líka að spila vel í fyrra, hefðum farið í úrslitaleikinn í CL hefði hann ekki meiðst á móti Chelski og Riise sveiflað sínum hægri fæti.

 32. Mér er reyndar ekki alveg sama um fortíðina. Ég er stoltur af henni, enda hefur klúbburinn unnið sín glæsilegustu afrek í deildinni þegar litið er til fortíðar. Ég tel samt nauðsynlegt að líta til framtíðar í þeim skilningi að byggja upp þá hæfileikaríku leikmenn sem við höfum í t.d þeim Babel og Nemeth, en ekki eltast við gamla leikmenn líkt og Owen og Heskey. Það hlýtur líka að vera stefna klúbbsins þegar fjárfest er í ungum og efnilegum efniviði, sé það gert með þeim tilgangi að notast við hann. Þetta EF er líka alltof stórt ef. Dáldið svona eins og að spila í lottóinu, til að treysta á peninga til leikmannakaupa? Ég vill líka að Liverpool vinni titilinn, þess vegna vill ég skýra valkosti og engin ef. Owen er bara og mikið ef.

 33. Sama um fortíðina, þá átti ég við það að menn eigi ekki að láta það hafa áhrif á sig að Owen hafi farið frá okkur á sínum tíma og valið frekar Newcastle, heldur að hugsa um það hvort hann geti hjálpað okkur að vinna titilinn. Hann getur vissulega lagt sitt af mörkum ef hann er heill. Já mjög stórt ef enda lagði ég áherslu á að vilja ekki eyða of miklum pening í að fá hann til liðsins.
  Mér finnst allavega þurfa að gera eitthvað til að hressa upp á sóknarleikinn. Efast samt um að Rafa hafi nokkuð til að moða úr í Janúar.

 34. Sammála #28 með innáskiptingar helvit djö gyðingurinn, til hvers var verið að gefa David Ngog tækifæri í undirbúnings tímabílinu. Ég er ánægður með Keane já Robbi, en hann er meiri ” matari” sóknarmiðjumaður. Owen nei sorry((#######)(símanúmer brenglað)), hanns tími því miður búinn, hann skoraði mörk fyrir LIVERPOOL( að vísu dass af mörkum, þess á milli ekkert)og leyfði svo skipinu svo að sökkva (eða hvað)þegar hann fór til spánar.
  Ég er stuðningsmaður LIVERPOOL og ég hefði viljað að Fowler hefði verið kvaddur með meistarleiknum með innáskiptingu.
  Babel var tiltlaður ef mig brestir ekki minni, við kaup á Albert Riera mundi Babel EKKI vera notaður sem kantmaður en hvað mann maður frekar en Steingrímur Hermannsson!
  Svo er verið að kvarta yfir Dossena, er búið að gleyma litla mömmustráknum sem mamma hans sveik?
  Benítez gleymdi bara að kaupa hægri kantara eða kannski kemur hann eftir áramót?!

 35. Ég man nú ekki betur en Owen hafi grátbeðið Liverpool stjórnina að kaupa sig fyrir hærra verð en Newcastle, eða að borga það sem Real M setti upp, man ekki hvort var..þannig að ég lít ekki á hann sem svikara

 36. Mér finnst þessi umræða bara fyndin. Séð hana hér og á fleiri stöðum. Torres meiddur umræða endar í enn einu rifrildinu um Michael Owen.
  Owen hugsar um sjálfan sig. Hefur alltaf gert það. Hann er talinn vera á 100-130 þús pundum á viku hjá Newcastle. Haldiði virkilega að Liverpool ætli að borga honum svoleiðis pening fyrir að rótera við Torres á sjúkraborðinu. Ef hann tæki á sig umtalsverða launalækkun þá er kannski hægt að pæla í þessu en ég á ekki von á því frá honum.

 37. Ég verð nú bara að viðurkenna að mér er stórlega misboðið þegar ég les svona ummæli eins og hjá Sæma nr 41 !

  Sæmi: Þú skrifar með stórum stöfum að þú sért stuðningsmaður Liverpool, en leyfir þér hinsvegar að kalla einn leikmann okkar
  “helvit djö gyðingurinn”. Þó svo að það sé ekki nema rétt rúm 30% af þessu rétt skrifað og læsilegt, þá tel ég mig alveg skilja hvað þú ert að reyna að segja þarna, og mér finnst það afar ósmekklegt.

  Nú játa ég fyrstur manna að Yossi Benayoun er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá Liverpool. En því fer fjarri að ég myndi láta nokkuð svona út úr mér um leikmann Liverpool.

  Mér finnst það algert virðingarleysi gagnvart klúbbnum að tala svona um leikmenn liðsins. Það er mín skoðun, að þeir sem telja sig vera stuðningsmenn Liverpool, ættu aðeins að gæta tungu sinnar þegar talað er um leikmenn liðsins. ( já eða gæta fingra sinna, þegar þeir skrifa um leikmenn liðsins.)

  Áfram Liverpool… Carl Berg

 38. “helvit djö gyðingurinn”

  Svona þvættingur er óþolandi!!!

 39. Nú játa ég fyrstur manna að Yossi Benayoun er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá Liverpool. En því fer fjarri að ég myndi láta nokkuð svona út úr mér um leikmann Liverpool, segir Carl Berg. Ég vil bæta við, að maður segir svona lagað ekki um nokkurn mann. það er í lagi að gagnrýna menn og kalla þá lélega, slappa, osf. en að kalla menn helv, djöf,,, þessi orð notar maður bara um sjálfan sig þegar að maður gerir eitthvað vitlaust. Koma svo Ars í dag og LIVERPOOL á Morgun.

 40. Já aðalatriðið er nú varla að þarna sé rætt um leikmann Liverpool, svona lagað er bara ekki sagt um fólk, eins og sá einsi bendir réttilega á.
  Hann hefur greinlega hafið daginn á einum köldum.

 41. breki, hvað ertu að fara með þessum “köldum” er það út af einsi kaldi? Og ef það er svo, þá vil ég leiðrétta að nafnið, einsi kaldi, er vegna þess að ég er svo svalur, kaldur, kjarkmikill, og ég er ekki “innundir” hjá meyjunum, heldur uppundir hjá meyjunum. 🙂 😉

 42. Þér finnst gott að fá þér einn kaldan nokkrum sinnum á dag og það er bara hið besta mál.

 43. Ok. Torres meiddur og þá vonar maður að Babel fái tækifærið og tala nú ekki um á heimavelli þar sem við ættum að spila með 2 frammi og blússandi sóknarbolta. Þá vænti maður þess að El Zahr og Daniel Pacheco komi á bekkinn og væntanlega inná. Eða Ngog.

One Ping

 1. Pingback:

Skemmtileg lesning.

West Ham annað kvöld….