Fulham á morgun.

Á morgun mætir Roy Hodgson með drengina sína á Anfield og á meðan mætir Chelsea Newcastle. Þetta er klárlega skyldusigur og ég á ekki von á neinu öðru. Allir landsliðsmenn okkar virðast hafa komist heilir útúr vináttulandsleikjunum en þrátt fyrir stór orð á ég von á því að Gerrard muni ekki spila á morgun.

Ég ætla að skjóta á þetta byrjunarlið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Keane – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Benayoun, Dossena, Babel, Lucas, Hyypia, Darby.

Fulham var með fullt af drengjum að spila landsleiki þannig að þeirra lykilmenn ættu að vera alveg jafn “þreyttir” og okkar, s.s. jafnast út. Fulham liðið er með góðan framherja í Andy Johnson og ég vona að Evertonpúkinn í honum komi ekki upp og hann fari að stríða Reina á morgun, sjáum til. Annars finnst mér hann Roy vera búinn að búa til fínt lið í Fulham. Þetta er lið án stjarna, vel samæft og hörku duglegir leikmenn eins og Danny Murphy, Andy Johnson, Brede Hangeland, Fredrik Stoor, Jimmy Bullard o.s.frv.

EN sama hversu duglegir þeir eru þá er þetta skyldusigur og 3 stig er krafa og ég veit að Rafa er sammála mér í því. Hann mun því stilla upp sínu sterkasta liði og spila til sigurs. Ég geri ráð fyrir því að Gerrard verði hvíldur og að Torres muni spila frá upphafi. Ennfremur tel ég að Keane sé klár en ef hann er ekki tilbúinn þá muni Babel eða Benayoun koma inn í liðið.

Liðið vann góðan sigur gegn Bolton um daginn og er á góðu skriði. Torres er að koma tilbaka og skoraði í landsleiknum á miðvikudaginn og hann mun skora í þessum leik. Kuyt setti hann einnig með Hollandi og mun einnig skora núna. Þetta verður solid 3-0 sigur þar sem Babel setur lokamarkið eftir A La Maradona sóló í lok seinni hálfleiks.

Þarf eitthvað að ræða þennan leik frekar? Ssssææælllll… við VERÐUM að vinna þennan leik!

Áfram Liverpool (og Newcastle gegn Chelsea, koma svo Owen).

23 Comments

  1. Já þetta á að vera skyldusigur og ég vonast til þess að sjá Babel frammi með Torres í þessum leik. 3 stig og ekkert annað.
    Og vonandi að Aston Villa og Owen í Newcastle geri okkur greiða og taki stig af Chelsea og United.
    Ég er nokkuð sammála þér með uppstillinguna nema ég vill fara í 4-4-2 með Babel og Torres frammi og Kuyt og Riera á köntunum.

  2. þettað er fín uppstilling, og þótt að Keane sé fyrir aftan Torres þá er hann ekki fastur það = 2 framherjar eða þannig. Mín spá 4-0

  3. Ég er reyndar á því að Keane verði líka hvíldur og við sjáum Kuyt aftan við Torres og Benayoun eða Babel á kantinum. Að öðru leyti er ég algerlega sammála Agga, en spái 2-0 sigri og síðan því miður held ég að Newcastle eigi ekki séns í Chelsea.
    En við vonum heitt auðvitað!

  4. 100% sammála liðinu – vona að 3 stig komi i hús því þetta er sannkallaður skyldusigur, það er ekkert flóknara en það.

    spái 3-0 sigri með mörkum frá alonso úr víti, torres og hinum sjóðheita kuyt að sjálfsögðu 😉

  5. Ég vona að Rafa sýni smá hugrekki og stilli upp þessu liði:

                     pepe
    

    arb. carra agger aurelio
    alonso
    kuyt keane riera
    torres babel

    Við þurfum að setja okkar sterkasta sóknarlið inná til að brjóta þá niður

  6. DóriG.. Ef þú ætlar að hafa einn miðjumann til þess að stoppa sóknirnar hjá Fulham þá væri Mascherano rétti maður ekki satt? En aftur á móti er ekki séns að rafa stilli svona liði!

  7. Sælir félagar
    Sammála upstillingu og að þetta sé skyldusigur. En ég vil fara að sjá stærri sigra en þetta. 4 – 0 eða 5 – 1 er ásættanlegt og ekkert minna. Það mun ekki verða létt að landa því en er samt góður möguleiki.
    Fulham er með sterka miðju þar sem Murphy (góður púllari á sínum tíma)og Bullard skila góðri vinnu og Andy Johnson er farinn að skora og mun gera eitt mark að öllum líkindum.
    En á heimavelli og með lið sem á að vera einum til tveimur klössum betra en Fulham liðið á þetta að vera hægt. Gaman væri að sjá einu sinni öll færi detta inn fyrir marklínuna og þá er þetta í húsi. Ég vil fá amk 4 marka sigur og helst meira.
    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Ég held að Rafa taki smá blöndu af því að miða við að það er nýbúið að vera landsleikjafrí og að það er meistaradeildarleikur í vikunni og stilli upp frekar mikið gömlu liði…..

    Grobbelar

    Rob Jones – Hansen – Mark Wright – Nicol

    Souness – Whelan
    Houghton – King Kenny – Barnes
    Rush.

    …..það er föstudagur, come on 😉

  9. Ég er ekki sammála Babu með þetta lið.

    staunton á klárlega að fá sénsinn. Einnig hlýtur að fara koma tími á Beardsley 🙂

  10. 8 ég vona að þú hafir varnartröllið Glen Hysen a.m.k. á bekknum.

  11. 8

    Ef það er ekki kominn tími til að McManaman fái sénsinn þá veit ég ekki hvenær það gæti orðið! Hann er búinn að vera að standa sig frábærlega með varaliðinu undanfarið og ég held að hann sé tilbúinn í þetta verkefni !

    Carl Berg

  12. Persónulega myndi ég vilja sjá Elysha Scott eða Clemence á milli stangna en Brúsi köttar það sossum alveg.

    Annars var ég rétt í þessu að kaupa mér ferð á Liverpool – Chelsea þann 2.feb n.k og verð að segja það að ég er yfir mig sáttur við það. Hinsvegar veit ég ekki alveg hvernig ég á að segja konunni minni frá því………….

    Nei nei, hún vissi þetta alveg 🙂

  13. Já, ég set helst spurningarmerki við Rob Jones í bakverðinum, myndi vilja sjá Phil Neal þar. Þá finnst mér bæði Lawrenson og Thompson eiga að vera fyrir framan Wright í haffsentinum. En Rafa ræður, erfitt að eiga við róteringuna í kallinum.
    Annars er þetta leikur nr. 3 af 6 sem þarf einfaldlega að vinnast. Sammála Sigkarli að við þurfum fljótlega að fá stóran sigur, ekki viss um að hann komi núna samt. 2-0 er gott mál fyrir mína parta, sérstaklega þegar Gerrard er ekki með. Tek undir liðsuppstillingu Agga, hún er basic og góð.

    1. Babu. Sammála. En í ljósi Gerrard viku, hefði maður ekki átt að finna pláss fyrir Capt. Fantastic.
  14. Helvíti eru menn hressir…!
    Liv – Che….
    Hvað kostar á svoleiðis? ef má spyrja..

  15. Nei strákar hann er að nota hópinn, þetta er “bara” Fulham :p
    Neal og Lawrenson eru samt á bekknum enda meiðast Jones og Wright auðvitað í fyrri hálfleik 😉

    ………og Tryggvi, mér sýndist það vera á kostakjörum á vegum Liverpool klúbbsins, 93.000 ca með gjörsamlega öllu inniföldu að ég held. (kostakjör segi ég og tek inn í reikinginn að menn hafi frétt af kreppunni). Finn ekki auglýsinguna á liverpool.is í mjög fljótu bragði þar sem þeir eru svo öflugir að uppfæra síðuna en mig minnir þetta alveg endilega.

    Annars var ég á síðasta Liv – Che leik á Anfield og seldi John Arne Riise til Roma strax eftir leik. Vita það ekki allir, en ég sá um þá sölu.

  16. Babu kallinn er kominn í blöndu, áður en hún verður OF sterk þá vill ég hafa kallinn með nefið útá hlið Alan Kennedy, en hann gat skotið betur enn John Arne Riise. Liverpool liðið getur ekki verið án mansins frá BJÓRLANDINU sem hefur stutt okkur með auglýsingum. Já bjórsekkurinn Molby,við getum haldið áfram(Sammy sem var undir bumbu MolBy, vantar fleiri og já

  17. Wenger var eitthvað að röfla um að það ætti að sekta menn ef þeir eru “meiddir” og geta ekki spilað landsleik, en spila svo nokkrum dögum seinna með sínu liði. Kanski verður Keane á bekknum vegna þessa ummæla, og kanski er hann ekki nógu heill. þá fær Babel kanski séns (Benni Jón verður þá hress) eða Yosse B, hver veit……

  18. 16 Tryggvi.

    Það kostar mörg föstudags og laugardagskvöld, sitjandi með kassagítar á einhverjum skítapöbb að spila, edrú, fyrir blindfullt fólk sem hlustar ekki á annað en Bubba og Stuðmenn…… 🙂

  19. Já, þessi leikur gæti orðið fróðlegur hérna mitt í kreppunni. Fulham hafa verið að ná úrslitum hér og þar og eru með rosalega skemmtilega menn eins og títtnefndur Bullard.

    Vil hins vegar sjá Rafa leggja upp með slátrun. Jafnvel skilja Masch eftir á bekknum, a.m.k ekki hann og Alonso inn báða. Þurfum á öllum okkar sóknarþunga í dag. Vona líka að Babel fá tækifærið og nýti það. Sérstaklega ef okkar mönnum tekst að skora snemma gæti verið spennandi að sjá hvað Babel gæti gert með hraða sínum. Þurfum auðvitað ekkert að ræða það hvað Fernando Torres varðar. Nú er um að gera að senda skýr skilaboð til hinna liðanna og slátra þeim.

    Ætlaði líka að spurja þá sem nota Mac hérna, þar sem að maður liggur veikur heima, hvort þeir viti um forrit í anda SopCast og svoleiðis fyrir makkana ? Með fyrirfram þökkum,

    Brúsi

  20. Liðið er komið: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Kuyt, Riera, Lucas, Mascherano, Torres, Keane. Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Babel, Dossena, Alonso, El Zhar, Benayoun

Landsleikir miðvikudagskvölds

Byrjunarliðið í dag….