Þessi Dossena….

Búinn að vera óvinnufær vegna veikinda í nokkra daga og ákvað í morgun að nýta tímann aðeins í eitthvað uppbyggjandi!

Heyrði í einum kunningja mínum sem er mikill aðdáandi ítalska boltans, já ég veit, sérstakt, en Valtýr Björn er allavega ekki sá eini. Ég hringdi í hann í vor þegar ljóst var að við höfðum keypt ítalska vonarstjörnu, Andrea Dossena, til að uppfylla skarð Jóns Árna Rísmanns sem sumir segja að verði kominn til Englands aftur í janúar.

Kunninginn sagði mér í vor að Dossena hefði átt frábært tímabil með Udinese, en hafi lítið sést áður og í raun verið eitt af “surprises” leiktímabilsins. Hann væri gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, væri hins vegar óhefðbundinn ítalskur varnarmaður. Hann væri sókndjarfur með afbrigðum, slakari varnarlega og ekki sérlega harður. Hefði í raun leikið nokkra leiki sem vinstri kantmaður og var með númerið 8 hjá Udinese.

Svo fékk ég ræðu um það að óvíst væri að Ítali myndi meika það í enska samfélaginu, veðurfar, harkan og pressan væri svo allt öðruvísi. Í lok þess samtals sagðist hann þó hafa trú á að Dossena myndi meika það hjá LFC sem sóknarbakvörður því hann hefði hraðann og tæknina í það.

Í morgun heyrði ég nú greinilega að hann var orðinn ítalskur, kunninginn. Byrjaði á að tala um ósanngjarna meðferð á Dossena karlinum, hann væri ekki eins slakur og menn vildu vera að láta og minnti mig á, sem ég er sammála, að Patrice Evra átti mjög slaka byrjun á ferli sínum hjá United, ekki síður vegna þess að liðið hans varð að fella sig að sóknarhlaupum hans.

En við tókumst eilítið á um þetta mál, mér finnst Dossena í raun versna eftir því sem á tímabilið líður og mér virtist samtalið ætla að enda í rökræðum um rigninguna í Liverpool versus sandalaveðrið í Udine.

Þá kom félaginn með punkt sem er nú ástæða þess að ég blogga þetta.

“En þú veist að þessi kaup eru ekkert að marka strax”….. “Nú”, sagði ég.
“Því Rafa ætlaði að láta hann spila með Barry fyrir framan sig og Gerrard inni á miðjunni með Mascherano og Keane og Kuyt undir Torres”.

Tek það nú strax fram að þessi kunningi er svo mikill Ítalíujaxl að hann heldur ekki einu sinni með ensku liði (nema núna West Ham og Milton Keynes Dons vegna stjóranna) en fylgist heilmikið með öllum fótbolta.

Við áttum saman heilmikla umræðu um þennan skilning hans. Hann er alveg handviss um að hugmyndir Rafa voru þessar, benti mér á hversu seint vinstri kantur var keyptur og sagði mér líka að lítil alvara hafi í raun verið á Juventusdæmi Alonso, á meðan að Rafa hefði losað Riise, Kewell og Leto af vinstri kantinum. Með Barry á vinstri kantinum hefði Dossena orðið sá “overlap” bakvörður sem hann sé hugsaður en það að hann þurfi nú að verja vængmann eins og Riera sé nokkuð sem ekki sé hægt að reikna með að hann geti gert án fyrirvara. Barry hafi semsagt átt að verða vinstri kantur!

En kunninginn vill meina að ef að veðrið og maturinn klári ekki Andrea karlinn muni hann eins og Evra og Henry vinna hug og hjörtu allra. Sjáum til……

Ég hef hugsað heilmikið um þetta í dag og ákvað að láta þetta flakka hingað inn og leyfa fólki að spá í þetta með mér. Finnst þetta alveg ganga upp að sumu leyti….

Þeir sem vilja skoða tölfræði karlsins geta kíkt á síðuna hans hjá Wilkipedia. Auk allra þessara leikja með félagsliði hefur hann í dag spilað 5 landsleiki fyrir Ítali, þar af 4 í byrjunarliðinu.

18 Comments

 1. Uff veit ekki hvað skal segja, var að hugsa þetta um daginn.
  Nú er Skrtl að koma til baka vonandi í næsta mánuði og væri ég þá til í að sjá Arbeloa – Carrgher – Skrtl – Agger og svo Hyypia til taks ásamt Insúa.
  En svo er alltaf spurning um Agger í vinstri bakverði…

 2. Já, rétt er það að hann byrjar ekki sannfærandi blessaður karlinn. Maður verður engu að síður stundum að taka sjálfan sig í smá status tékk þegar kemur að nýjum leikmönnum. Það er algjör staðreynd að leikmenn eru mislengi að aðlagast og sumir gera það hreinlega ekki. Gott dæmi sem þú tekur um Evra, því hann kom til síns liðs í janúar og var vægast sagt skelfilegur til að byrja með. Það var ekki fyrr en nýtt tímabil byrjaði að menn fóru að sjá eitthvað í honum sem gaf til kynna hvað koma skyldi. Það var svo á seinasta tímabili sem hann sprakk alveg út.

  Hvað verður um Dossena veit maður ekki, þó maður hafi verið ákaflega ósáttur við hans frammistöðu til þessa, þá held ég að maður verði að bíða með endanlegan dóm yfir honum.

 3. Ég held að Dossena eigi eftir að fá sinn skerf af leikjum þar sem að Aurelio er nú þekktur meiðslapjesi en vonandi að hann sé búin með þann pakka.

  Það má vel vera að Dossena eigi eftir að koma sterkur inn en eins og hann hefur spilað hingað til þá er maður ekkert rosalega bjartsýnn á það.

 4. Hann fer varla neitt á næstunni, kostaði of mikið og á of mikið inni, miðað við spilamennsku annarstaðar en hjá lfc, til þess eins að selja hann og sjá hann ná sér aftur á strik hjá einhverjum öðrum. Úr þessu verður hann áfram og hvort hann komi til með að geta eitthvað verður bara að koma í ljós, þó auðvitað innan einhverra tímamarka.

 5. Ég trúi því að Dossena hafi aldrei spilað jafn slakann bolta og nú. En ég meina hann er að verða fyrsti kostur í ítalska landsliðið og það er nú ekki eins og ítalir hafi verið þekktir fyrir lélega varnarmenn. Þannig að ég held að við verðum að gefa honum meira rúm til að venjast mjög ólíkum aðstæðum. Þar sem Ítalía og England eru jú eins og svart og hvítt.

 6. Dossena fer í janúar í síðasta lagi næsta sumar. Rafa má eiga það að hann hefur losað sig fljótt við menn sem hafa ekki virkað þrátt fyrir að hafa keypt þá. Algerlega öfugt við Houllier sem lét menn spila fram í rauðan dauðann þrátt að geta nákvæmlega ekki neitt.

 7. Það eru engin geimvísindi að Rafa ætlaði að skipta út Alonso fyrir Barry, og að Gerrard, Barry og Mascherano eru miðjumenn sem spila á miðjunni á meðan Keane og Kuyt eru sókndjarfir leikmenn og hefðu spilað framar 🙂
  Er samt sammála þessum vini þínum varðandi það að það á ekki að dæma menn strax. Ég í raun þoli ekki ítalska leikmenn og er verulega á móti slíkum kaupum en hef séð hlut hjá þessum manni sem ég bara hef ekki séð hjá Liverpool síðan einhvern tímann “in the 80´s”. Það er að sjá bakvörð komast upp að endalínu og gefa boltann fyrir markið! Hann verður klárlega að fá sinn tíma og dömpa honum síðan ef hann stendur sig ekki eftir árið og fara út í gæðakaup í staðinn fyrir magnið.

 8. Ég veit ekki hvaða gæða vinstri bakvörð Liverpool getur keypt… Þetta er erfið staða að manna. Þó finnst mér ég sjá í honum vissa kosti þó hann verði vissulega að laga varnarleik sinn… Nema uppröðun miðjumanna komi til með að gefa honum meira frelsi, svosem að hafa Mascherano vinstramegin við Alonso á miðjunni til að hreinsa upp eftir hann. Veit ekki??? En vil gefa honum séns amk út tímabilið.

 9. Reyndar hjartanlega sammála Sverri U.
  Veit ekki um marga vinstri bakverði. Horfði á Tottenham gegn Fulham um síðustu helgi til að skoða Gareth Bale. Það er útí hött að kaupa hann miðað við þann leik, hreinlega hundslakur varnarlega og alls ekki sérstakur sóknarlega.
  Veit ekki alveg um marga vinstra megin, utan kannski Lahm, sem myndi kosta svakalegan pening….

 10. Hann á enn eftir að sýna hvað hann getur að mínu mati. Það er allavega klárt að ef hann sýnir ekki meira en hann hefur gert hingað til þá fer hann fljótlega. Ég get einhvernveginn ekki séð Aurelio fyrir mér sem fyrsta bakvörð í meistaraliði – en það er kannski bara ég. Ef við pælum í því hvaða vinstri bakverðir koma til greina hjá okkur þá vil ég nú bara benda á Lopez hjá Atletico Madrid. Almennt fylgjumst við nú kannski ekki nógu vel með öðrum liðum en af því sem ég hef séð í vetur þá ber hann af öðrum sem við höfum spilað gegn.

 11. Til gamans og með öllu ótengt þessari frétt

  Var að hlusta á kvöldfréttir á RÚV og þar var verið að segja frá landsleik Englands og Þýskalands sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar stúlkan sem las íþróttafréttir var að lýsa marki Þýskalands Þar gerði STEVE Carson herfileg mistök í marki englendinga. Hann var samt furðulega líkur Scott nokkrum Carson.

  Alltaf hægt að brosa þegar íþróttafréttamenn RÚV eru annars vegar

 12. Já við verðum að gefa honum séns. Við erum varla annarra kosta völ miðað við að hafa Aurelio sem fyrsta kost í þessu liði þó Aurelio hafi átt einn og einn leik.

  Ég hlakka mikið til að sjá Skrtel koma aftur inn fyrir Agger og mér finnst skrítið ef Benítez prófar ekki Agger í bakvörðinn. Hann er allavega nógu villtur og vill alltaf hlaupa fram sem hefur nú kostað sitt þessa leiki sem hann hefur spilað. Held hann muni plumma sig mjög vel í bakverðinum.

  Á meðan við höfum bara Dossena sem er að aðlagast og Aurelio sem er ekki nægilega góður þá er allt í lagi að prófa Agger eða Insúa.

 13. Júlli, hvenær hefur það kostað okkur að Agger taki hlaupið fram? Man ekki eftir neinu atviki sem að við höfum fengið mark á okkur eftir framhlaup Agger. Stærstu klúðrin hans hafa verið á eigin vallarhelmingi.

  og aurelio hefur verið að spila mjög vel finnst mér, finnst fínt að hafa hann í vinstri bak eins og staðan er í dag. gætum alveg unnið deildina með hann í vinstri bak, en allt slíkt tal er ótímabært að mínu mati og tilgangslausar pælingar. aurelio er að bæta sig og spila vel 🙂

  hvað dossena varðar, þá má nú allavega gefa honum heilt tímabil og leyfa honum að aðlagast. hann hlýtur að fá einhverja sénsa sem hann verður þá líka að nýta vel!

 14. Ég held reyndar að Agger sé of hægur í bakvörðinn, en auðvitað er hann flottur sem varnarbakvörður aftan við Riera. Í slúðri dagsins er enn talað um að Gabriel Heinze komi á Anfield. Ég yrði sáttur við það, ljóst að Dossena væri ekki í okkar liði ef Heinze hefði komið.

 15. Ég held nú að Dossena þurfi að vera með blússandi niðurgang í allan vetur til þess að verða seldur næsta sumar. Hann fær allavegna 2 tímabil til að sanna sig. Rafa og hans lið hafa einfaldleg eytt of miklum tíma og penningum til þess að seljan hann næsta sumar.

 16. Tek undir með Olla… Aurelio hefur verið að sanna sig sem sá leikmaður sem maður bjóst við af honum eftir orð Benitez um hann. Væri líka spennandi að sjá Agger sem vinstri bak, þó ekki væri nema til að koma honum í byrjunarliðið þegar Skertl kemur aftur. Sjá svo hvort hann plumi sig þar.

 17. Flottar pælingar Maggi

  Vinstri bak er samt ekki nýtt vandamál…………. ég hugsa t.d. með hryllingi núna til þessarar færslu

  …….gat ekki farið mikið verr.

  Þegar menn tala um að Evra hafi verið frekar óþekktur áður en hann kom til Englands virðast þeir vera að gleyma tímabilinu sem hann átti með Monaco, þegar þeir fóru í úrslit CL. Ég vildi allavega fá hann þarna og var ekki sáttur þegar hann fór tl United. Á meðan höfum við verið með okkar Riise, meiddan Aurelio og nú hetjuna mína, Dossena.

  Annars er ég sammála Dóra, Dossena fær mjög líklega smá tíma til að komast inn í enska boltann

Yossi vill meiri spiltíma.

Landsleikir miðvikudagskvölds