Helv… Gerrard missir af landsleiknum. (uppfært)

Ég get ekki sagt að ég hafi grátið þegar ég las þær fréttir að Gerrard mun ekki spila gegn Þýskalandi á miðvikudaginn. Hann mun hafa tognað lítillega gegn Bolton, hhhmmm… gott mál? hehehe

Þá er ljóst að hann mun örugglega einungis kannski geta verið með gegn Fulham um næstu helgi.

Uppfært 17.nóv (Aggi): Capello hefur farið fram á að Gerrard verði skoðaður af læknum enska landsliðsins þrátt fyrir að Liverpool hafi gefið út að fyrirliðinn hefði rifið/tognað á lærvöðva. Þetta ýtir undir það sem ég hafði áður gefið í skyn að Gerrard sé ekki eins alvarlega meiddur og gefið er í skyn. En sjáum til.

Uppfært 17.nóv, aðeins seinna (Babu): Eins og Ian Cotton, Benitez og flest allir púllarar þurftu alveg örugglega ekki að fá lækna enska landsliðsins til að benda okkur á þá er Gerrard meiddur og ekki leikfær í ómerkilegan vináttuleik með landsliðinu.

Ég er nokkuð viss um að Capello megi eiga von á boðskorti í afmæli Rafa Benitez……..og verði sendur í vitlaust heimilisfang. Ég man allavega ekki eftir því að læknaliði annara stórliða hafi verið vantreyst svona!!?

25 Comments

 1. maður veltir því óneitanlega fyrir sér með öll þessi meiðsl á leikmönnum svona rétt fyrir landsleiki, Gerrard hjá okkur, Rio + Rooney hjá Utd. og einnig því að Torres skyldi ekki byrja gegn Bolton, það er búið að spila nokkuð þétt núna hjá klúbbunum og er þetta ekki bara eina örugga leiðin til að gefa mönnum frí í svo sem eina viku, þetta eru jú vináttuleikir.

  • “Þá er ljóst að hann mun örugglega geta verið með gegn Fulham um næstu helgi.”

  Hvernig er það ljóst ? Ef það er rétt að maðurinn sé meiddur og verði frá í 7 til 10 daga, hvernig er það þá ljóst að hann muni örugglega vera með á móti Fulham??
  Lastu það út úr fréttinni sem þú linkaðir á ? Því ekki gat ég lesið það þannig.

  Carl Berg

 2. Ólafur Örn, nákv. þetta sem ég er að gefa í skyn með Gerrard og ljóst að Carl Berg er ekki lesa milli línanna.

 3. Ég las alveg á milli línanna og fattaði alveg hvað þú varst að segja Magnús. Hinsvegar er alveg möguleiki á því að hann sé meiddur líka. Það sem ég var að tala um er hinsvegar kommentið þitt um að hann myndi örugglega ná að spila gegn Fulham.
  Þú segir að það sé LJÓST AÐ HANN MUNI ÖRUGGLEGA geta verið með á móti Fulham!!!

  Ég bara sé hvergi að það sé eitthvað öruggt.. hvar sérð þú það?

  Carl Berg

 4. Voða eru menn eitthvað þrætugjarnir þessa dagana 🙂
  Samkvæmt mbl.is er hann með rifu í vöðva og ef það
  er rétt þá er ég nú ekkert bjartur með að hann verði með gegn Fulham, en held reyndar að hann megi alveg vera í fríi í þeim leik.

 5. Ég mér rétt til þess að hafa sjálfstæða skoðun og ef Ég tel sjálfur líklegt að hann spili þá skrifa ég það. Eina sem ég segi skv. tengingunni sem ég læt fylgja með er að Gerrard muni ekki spila gegn Germany. Síðan gef ég mér að hann sé ekki meiddur og að hann muni spila gegn Fulham.

 6. Ég les þetta á annan hátt og kannsk fæ bágt fyrir mína túlkun en hvað um það. Mér sýnist Benitez, sem nýbúinn er að gefa í skyn að Gerrard þurfi hvíld, sé að taka næstu 10 daga í að gefa Gerrard þessa hvíld sem hann þarf. Ég jafnvel tel að Gerrard geti spilað landsleikinn en Rafa sé að nýta sér það sem Mourinho nýtti sér oft sem þjálfari hjá Chelsea; blása út meiðslin þannig að leikmenn hans þyrftu ekki að spila landsleiki og fengju góða hvíld í staðinn. Sniðugt hjá kallinum ef þetta reynist rétt!

 7. Það er naumast að Rafa ætlar sér að vinna. Þegar hann er farinn að gera svona hluti. Ekki hélt ég að ég myndi sjá Rafa “Pull a Mourinho” eins og einhver hafði sagt á hinum 20 síðum sem sýndu þessa frétt.

 8. hehe, menn eitthvað pirrípú í dag.
  ég vona náttúrlega að gerrard spili alla leiki fyrir liverpool, en skv. þessu þá er spurning hvort hann verði nokkuð með gegn fulham. en þá verða keane og torres bara saman frammi, það ætti að reddast 😉
  unnum chelsea og man utd án torres, ættum að geta klárað fulham án gerrard.

 9. Já, ég hef pínu áhyggjur af þessum sífelldu nárameiðslum hjá Gerrard. Vona að menn komist fyrir þetta svo þetta haldi ekki áfram að hrjá hann.
  Perónulega tel ég engar líkur á því að Gerrard sé ekki meiddur heldur sé verið að hvíla hann og losa hann frá landsleik, hann er ekki þannig karakter að hann sætti sig við slíkar tilfæringar.

  Annars nokkuð ánægður með leikinn gegn Bolton, Torres kom sterkur inn.

 10. Davíð það er ástæðulaust að vera að hafa áhyggjur af nárameðislum hjá Gerrard þegar að hann er tognaður á læri enda er það ekki sami hluturinn.

 11. Ánægður með að sjá að Rafa er að læra hvaða hlutir virka í Ensku deildinni. Þó það sé hægt að segja ýmislegt slæmt um Sir Alex þá verður seint sagt að hann hugsi ekki fyrst og síðast um sitt lið og þennan leik var hann byrjaður að leika löngu áður en Jose Mourinho kom í ensku deildina

 12. Hvar er maðurinn sem segist þekkja alla í Liv og var að blogga hér fyrir c,a, 3. vikum, hann ætti að upplýsa menn um Gerrard. 🙂 Ef þettað reynist rétt þá fer maður að vera hræddur um Reina eða Alonso,, fyrst Skrtel, Torres og núna Gerrard, allt bestu mennirnir….

 13. Ásmundur á þeim vefmiðlum sem ég hef lesið er talað um groin injury hjá Gerrard, sem sagt þessi eilífu nárameiðsli td liverpoolfc.tv og sky sport. Ef það er rangt og þetta eru smávægileg meiðsl á læri þá er ég bara sáttur. Aðalmálið að hann fái hvíld og komi sem allra ferskastur inn sem fyrst.

 14. Held reyndar að þessir æfingaleikir á þessum tímapunkti séu gríðarlega mikilvægir þar sem liðin þurfa að spila sig saman vegna þeirra leikja sem framundan eru mjög fljótlega hjá þessum landsliðum :-s Held að næst sé spilað í lok febrúar.

 15. Veit einhver hvernig er með þessa vináttu og landsleiki yfir leitt, er hægt að skikka menn til að spila? Geta þeir ekki sagt nei ég spila ekki núna vegna meiðsla sem ég er ný staðin upp úr. Rafa er ekki par hrifinn að það sé búið að kalla Torres til leiks, og Gerrard og Keane voru skikkaðir í læknisskoðun hjá landsliðinu. Ég skildi ætla að þessir menn þurfi ekki vináttuleiki og þaðan af síður ef þeir eru eitthvað tæpir, og þótt þeir missi einhverja alvöru leik, þá hvað með það!!!!!

 16. Þeir eru náttúrulega ekkert skikkaðir til að spila ef þeir eru eitthvað tæpir, menn tala saman þarna. Mér finnst samt alveg eðlilegt að leikmenn taki þátt í undirbúningi landsliða sinna fyrir undankeppnina, þó að hver og einn vináttuleikur sé kannski ekki nauðsynlegur.

 17. Maður spyr sig samt um það hversu mikill undirbúningur það er að spila saman einn leik og æfa saman í einhverja 2 daga fyrir leik í undankeppninni sem fram fer 3-4 mánuðum seinna. Meikar bara akkúrat ekkert sens í mínum huga allavega.

 18. Þessir æfingaleikir eru fyrst og fremst notaðir í flestum tilfellum sem fjáröflun fyrir knattspyrnusamböndin. Það er bara svoleiðis hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Enska knattspyrnusambandið t.a.m. mokar inn peningum á hverjum æfingaleik og auðvitað sínum heimaleikjum í undankeppni. Þetta getur þó verið varasamt. Skotar þurfa 35.þúsund manns á Hampden Park í kvöld til að ná upp í kostnað við það að fá Argentínumenn í heimsókn. Ekki er víst að það takist miðasala verið dræm vegna fjármálakreppunnar.

 19. Já, það meikar allavega engan veginn sense að þetta sé “undirbúningur” fyrir undankeppnina. Mér líkar þetta allavega verr. Þetta er hreint út sagt bara algjör steypa. Menn algjörlega útþvældir og mikið leikjaálag og þá er FIFA með þetta tilgangslausa æfingalandsleikjaþvaður.

Bolton 0 – Liverpool 2

Parry vill ekki fara.