Torres á bekknum

SSteinn var með byrjunarliðið 100% rétt en ekki nóg með það þá var bekkurinn einnig hárréttur. Þetta þýðir bara 11-0 sigur í dag!

Reina

Carra – Sami – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Bekkurinn: Cavalieri, Darby, Dossena, Lucas, Babel, Benayoun og Torres

25 Comments

  1. Já SÆLL, ekki bara byrjunarliðið heldur bekkurinn líka 🙂

    Dirk félagi vor líka að hefja vonandi rétta ágiskun í úrslitum 😉

  2. Löglegt mark dæmt af Bolton alveg í lokin á fyrri hálfleik. Heppnin er með okkur í þessum leik.

  3. Það er áhyggjuefni að við erum ekki að klára svona leiki finnst mér, við erum búnir að vera með pressu allan fyrri hálfleikinn en náum ekki að klára.
    Svo er það líklega bara dómaranum og Robbie Keane að þakka að við erum í forustu í hálfleik.
    Ég er hræddur um að Chelsea væri 3-4 mörkum yfir eftir svona 45 mín.
    En við erum þó yfir og það er það sem skiptir máli : )
    Rúllum bara yfir þá í seinni : )

  4. Lolli, þetta mark var engan veginn löglegt og hárrétt að dæma það af. Horfðu á endursýningarnar af því hvað Kevin Nolan hindrar Reina svakalega.

    Annars gott að vera 1-0 yfir í hálfleik og Kuyt er snillingur dagsins. 🙂

  5. Í útsendingunni sem ég er að horfa á var Dion Dublin að fullyrða að þessi dómur á lokamín hafi verið réttur, og fer ekki ofan af því.
    Hann hefur örugglega rétt fyrir sér : )

  6. Hvað er eiginlega í gangi?
    Er ég að horfa á Tottenham leikinn aftur?
    Þetta mun enda illa með þessu áframhaldi!

    Kooooma svo!

  7. Sjitturinn nei. Hvernig er hægt að klúðra svona færi !!!
    Gerrard Skamm skamm.

  8. Komment dagsins, Gummi Ben: “Rob Styles er oft á milli tannanna á fólki, enda fyrrum tannlæknir” 🙂

    En núna þurfa menn að girða sig í brók og NÝTA ÞESSI DJÖFULSINS FÆRI. Leikurinn ætti að vera löngu búinn.

  9. SSteinn, Andy Gray er nú aðeins gáfulegri en Gummi Ben …
    Það besta við að hafa netið er að þurfa ekki að hlusta á raupa og félaga.

  10. Nei, ég er engan veginn sammála með Andy Gray, tæki Gumma Ben fram yfir hann any time, any day. Andy Gray á hreinlega ekki að fá að koma nálægt leikjum Liverpool, aldrei.

  11. Góð úrslit á erfiðum útivelli 🙂
    Leikur hinna illa nýttu færa endaði vel þrátt fyrir að ég væri farinn að finna lykt af Tottenham leiknum fyrir 2 vikum síðan.
    Topp sætið er okkar í a.m.k. nokkra klukkutíma 🙂
    Til lukku öll.

  12. Worst miss of the season, the voting has been closed.
    Contenders Gardner and Liverpool players 🙂

  13. Hversu mörgum dauðafærum er eiginlega hægt að klúðra í einum og sama leiknum? Frábær frammistaða liðsins ef undan eru skildar fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik og þessi dapra nýting dauðafæra, vonandi detta þau bara hinu megin stanganna í næsta leik.

  14. Sárt að hafa unnið þennan leik “bara” 0-2

    En liðið spilaði vel og við sköpupum okkur nokkur færi.

    Gerrard, Alonso og Kuyt með tilnefningar til manns leiksins.

  15. Hversu mikið hefur Xabi Alonso stigið upp á þessarri leiktíð? Hann er búinn að vera að spila eins og dýrðlingur þessi drengur, nú þekki ég hann. Góð innkoma hjá Torres og svei mér þá, mér finnst hann Aurelio blessaður vera að stimpla sig heldur betur inn, búinn að vera virkilega impressive núna í talsverðan tíma.

  16. Mér fanst þetta bara vera alveg þokkalegur leikur. Við spiluðum bara vel, og unnum. hefðum reyndar getað unnið hann með fleiri mörkum, en Bolton menn höfðu líka getað skorað…
    Bara ágætis leikur.

“Íþróttafréttir”

Bolton 0 – Liverpool 2