Bolton á morgun

Þá er aftur komið að alvöru lífsins, okkar brauði og smjöri (sett inn bara fyrir Íslenskusnillana sem lesa bloggið :-)), okkar ær og kýr. Það er ekki langt fyrir okkar menn að fara, örstuttur bíltúr til Bolton þar sem við munum reyna að komast frá Reebok Stadium óslasaðir og með 3 stig í farteskinu. Bolton hefur í mínum huga breyst aðeins undanfarið, kannski svipað og með Chelsea. Ég hreinlega ÞOLDI EKKI Chelsea þegar Motormouth var að stjórna þeim, gjörsamlega þoldi þá ekki. Það hefur nú breyst talsvert og þeir eru aftur komnir á venjulegan stall, þ.e. ég vil að þeim gangi illa vegna þess að þeir eru að berjast á toppnum. Svipaða sögu má segja um Bolton, nema hvað þeir eru ekki nálægt því að vera að berjast eitthvað nálægt toppstöðunum. Ég samt þoldi þá alls ekki þegar “Big” Sam var með þá. Sá durtur fór hreint ótrúlega í mínar fínustu taugar. Í dag er mér eiginlega alveg sama um Bolton liðið, þeir hafa meira að segja skánað eilítið á að horfa, ekki lengur bara byggt á harðhausabolta, þó svo að hann sé í fyrirrúmi.

Það er nokkuð ljóst að allir útileikir í þessari deild eru erfiðir. Við höfum séð þessi litlu lið stríða hinum stærri all verulega á þessu tímabili. Við megum þó hreinlega ekki við neinum skakkaföllum, við verðum að nýta okkur þann byr sem í seglunum er og gefa Chelsea ekki tommu eftir í toppslagnum. Ef okkar mönnum tekst að vera í og við toppsætið þegar fram í janúar er komið, þá er ég á því að við eigum eftir að blanda okkur all verulega í titilbaráttuna (í og við toppsætið þýðir að vera ekki meira en c.a. 3-4 stigum frá því). Þess vegna VERÐUM við að vinna lið eins og Bolton, þrátt fyrir að á útivelli sé. Ef ekki þessa leiki, hverja þá?

Bolton eru nokkuð þéttir, þeir eru ekki að skora mikið og eru heldur ekki með neina hripleka vörn. Þeir eru búnir að skora 11 mörk í 12 leikjum, með Kevin Davies sem sinn langmarkahæsta mann (4 mörk) en búnir að fá á sig 13 kvikindi. Við erum búnir að setja þau 19 og fá á okkur 8. Bolton menn hafa oft farið langt á seiglunni og baráttuvilja, en þessi leikur snýst fyrst og fremst um það hvort okkar menn fari að breyta færum í mörk og klári leikina a la W.B.A í stað þess að ströggla og vinna naumt eða þurfa að koma tilbaka. Mér sýnist á fréttum að Bolton menn séu allir heilir heilsu, sem sagt fullskipað lið þar á bæ.

Það er lítið að frétta úr herbúðum okkar manna. Engin meiðsl sem maður hefur frétt af, Skrtel ennþá frá og verður það áfram, en ekkert annað sem vitað er um á þessari stundu. Ég ætla því að giska á að vörnin haldi áfram eins og hún hefur verið í deildarleikjunum. Arbeloa og Aurelio í bakvarðarstöðunum, en þeir tryggðu sæti sín umtalsvert þegar þeir léku EKKI í deildarbikarnum á móti Tottenham. Svo munu þeir Carragher og Agger sjá um miðvarðarstöðurnar (var reyndar að spá í Sami til að taka á Davies, en ákvað fyrir rest að tippa á Agger). Þeir félagar Javier og Xabi munu svo sjá um miðjusvæðið, Kuyt og Riera á sitthvorum kantinum, Stevie í holunni og Keane uppi á topp. Já, ég ætla að giska á að hann Torres okkar byrji þennann leik á bekknum. En sem fyrr, hvað veit maður hvernig Rafa leggur þetta allt upp? Liðið verður því svona samkvæmt minni spá:

Smá breyting, Arbeloa er víst í banni og því giska ég á að Carra fari í hægri bakvörðinn og Sami komi inn í miðvarðarstöðuna.

Reina

ArbeloaCarra – Sami – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia Darby, Dossena, Lucas, Babel, Benayoun og Torres

Já, þetta er eflaust hægt að ræða endalaust og sitt sýnist hverjum í þessu. Mínir 5 aurar (aftur tileinkað Íslenskufræðingunum) fara allavega á þessa uppstillingu. Það sem gildir í þessum leik er helst að skora snemma, fá Bolton til að æða fram á völlinn og opna sig þar með fyrir okkur. Ef ekki, þá verðum við að vera þolinmóðir og reyna að slútta þessum sóknum með skotum, ekki láta þær fjara út í einhverjum Arsenal stíl. Ég þoli ekki að sjá sóknir renna út í sandinn án þess að skot komi eða góð ógnun á varnarlínu og markverði andstæðingana. Verum beinskeyttir, verum einbeittir, náum í 3 stig og ekkert múður. Við tökum þetta 0-3 og ekkert kjaftæði. Keane er orðinn heitur og setur 2, svo verður það Dirk okkar sem smellir því þriðja. Allir sáttir?

20 Comments

  1. Sammála uppstillingunni nema ég held að Mascherano verði ekki með heldur byrji Torres, og Gerrard og Alonso verði á miðjunni.

    Dossena og Degen eða The dobule D´s þurfa ekkert að spá í það að reyna að komast í byrjunarliðið fyrir jól…..

    Áfram Liverpool

  2. Þetta er leikur nr. 2 af þeim 6 sem þurfa að vinnast fram að jólum. Þetta verður erfiður leikur og miðað við það hvernig formi Jussi í markinu er, þá verður ekki hægur leikur að koma boltanum framhjá honum. 0-1 verða ákjósanleg úrslit, ég held að það verði ekki hægt að heimta stóran sigur úr þessu. Ég held að mörguleyti að það sé auðveldara að eiga við Bolton á útivelli, því þeir skulda sínum áhorfendum að koma fram á völlinn og ekki parkera í eigin teig.
    Tek líka undir með Bjarna, held að Torres byrji en held frekar að Alonso verði settur út.

  3. Damn, vissi það hreinlega ekki. Ég giska á að Carra komi þá í hægri bakk og Sami inn í miðvörðinn.

  4. Degen a.k.a (Kirkland) meiddur já og Arbeloa í banni…. Carra í hægri bak og Gamli í miðvörð

  5. Ég væri til í að sjá Darby koma inn í hægri bakvörðinn. Ef ekki á móti liðum eins og Bolton, hvenær þá? Þegar hann hefur fengið sénsinn hefur hann alltaf staðið sig vel, enda klassagutti.

  6. Þettað er í sjálfu sér ásættanleg uppstilling, en gaman væri að sjá Torres með Keane frammi og hafa 3 í vörn, hafa t,d Hyypia á bekknu og Dossena í frýi, bæði er Kuyt, Keane og J M duglegir að hjálpa til í vörn, bara smá óskhyggja. töku þettað , mín spá 0-3

  7. Torres verður pottþétt með frá byrjun, Rafa notar Torres ekki í deildarbikarleik til að geta hvílt í deild.

    Spá liðinu svona:
    Reina
    Arbeloa Carra Agger Aurelio
    Gerrard Alonso
    Kuyt Keane Riera
    Torres

  8. Ég er nú reyndar ekki á því að hann sé að hvíla Torres, frekar að hann sé að passa sig að henda honum ekki of fljótt í djúpu laugina. Keane var að þrælvirkar gegn W.B.A að því leiti að hann setti 2 mörk, og ég hugsa að Rafa muni gefa Torres svo síðasta hálftímann til að halda áfram endurkomu sinni. En hvað veit maður svo sem í þessu?

  9. Ég ætla að spá okkur 0-2 sigri og það verða Torres og Keane sem sjá um mörkin. Svona vill ég sjá liðið.

    —————Reina————–
    Darby—Carra—Agger–Aurelio
    ————Mascherano———
    Kuyt——–Gerrard——-Riera
    ———-Torres—Keane———-

    Ég vill frekar sjá Darby í bakverðinum heldur en Carra í bakverðinum og Hyypia í miðverðinum.
    Hafa þá 2 frammi og ef við verðum í góðri stöðu þá kippa Torres út fyrir Alonso og hafa þá Keane 1 frammi.

  10. Guðdómlega viskan sem ég setti hérna inn hefur horfið í þessari kreppu hérna á síðunni áðan :-/

  11. Ekki laust við að gamalt bros hafi tekið sig upp við brauð og smjör brandarann. Annars lítið að frétta.
    Kveðja, Súri.

  12. Sammála Ásmundi #11 með liðið. Þurfum ekki nema einn djúpan miðjumann í þennan leik og þrátt fyrir að Alonso sé mun betri á bolta þurfum við Mascherano svona til öryggis þar sem Bolton mun líklegast sækja mikið upp hægri kantinn (Liverpool séð) á Darby, sem ég ætla að vona að sé í liðinu.

    Þetta verður öruggur 0-4 sigur. Sóknarmennirnir okkar sjá um þetta, Carra með þrennu og Masch með neglu undir lokin.

  13. ég vona að sami verði saltaður yfir helgina og að vörnin verði svona:
    darby – carra – agger – aurelio

    hef ekki áhyggjur af restinni af liðinu, vona bara að benayoun spili ekki 1 sekúndu í þessum leik.

    spái sigri, tæpum, 1-2 jafnvel.

  14. Ég vonast mikið til þess að sjá Darby byrja þennan leik þar sem að Carragher verður að vera í miðverðinum og gaman að sjá ungan enskan leikmann úr akademiunni spila með aðalliðinu.
    Losna við Degen í januar og hafa Darby til að berjast um stöðuna við Arbeloa.
    Darby er 20 sókndjarfur bakvörður og það verður að virkja þessa stráka og láta þá fá 1 og 1 leik með aðalköllunum.

Valdano um fótbolta almennt.

“Íþróttafréttir”