Tottenham – Liverpool 4-2

Jæja þá er ljóst að “fringe” leikmenn Liverpool þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að spila meira í vetur þar sem liðið er dottið út eftir sanngjarnt tap í kvöld. Ég hef ekki í hyggju að fara í leikinn í smáatriðum og beini þeim sem ekki sáu leikinn að lesa umfjöllun BBC Sport um hann hérna.

Já og þetta var byrjunarliðið í kvöld:

Cavalieri

Degen – Hyypia – Agger – Dossena

El Zhar -Lucas – Plessis – Babel

Torres – Ngog

Bekkurinn: Gulacsi – Riera – Darby (f. Degen) – Insua (f. Torres) – Benayoun – Carragher – Alonso (f. Plessis).

Mörkin: Plessis á 49 mín. og Hyypia á 63 mín.

Það sem var jákvætt við þennan leik var að Torres meiddist ekki og spilaði í 56 mín. and that´s about it!

Liverpool byrjaði leikinn betur og voru klárlega betri fyrstu 10 mínúturnar en síðan tók Spurs smátt og smátt yfir og ógnuðu markinu oft. Varnarmistök á varnarmistök ofan gerðu það að verkum að staðan var í hálfleik 3-0 heimaliðinu í vil og hefði að ósekju getað verið meiri munur.

Hyypia átti fyrsta markið, Cavalieri eða Dossena klikkuðu á að tala saman í öðru markinu og þriðja markið var sambland af mistökum hjá Agger og Dossena. Þótt ég minnist ekki á Degen hérna þá var samt klárlega slakasti af þeim fjórum í fyrri hálfleik, afburðaslakur varnarmaður þar á ferð.

Jæja ég hugsaði með mér að seinni hálfleikur gæti ekki verið mikið verri en sá fyrri og hann byrjaði líflega þegar Plessis skoraði mark eftir hornspyrnu (reynist yfirleitt vel gegn slökum markvörðum eins og Gomes). En áður en Liverpool gat farið að ógna að marki Spurs var Rússinn hávaxni, Roman, búinn að skora fjórða mark þeirra og gera í raun útaf við leikinn. Það mark átti upptökin sín í því að liðið hreinsar ekki almennilega frá, mennu eru værukærir og okkur er refsað. Óþolandi að horfa uppá flest þessi mörk í dag.

Liverpool kom tilbaka með marki aftur úr hornspyrnu og aftur eftir mistök hjá Gomes sem reyndar þurfti síðar að yfirgefa völlinn meiddur eftir návígi við Degen. Þessi leikskýrsla hefði getað verið eilítið öðruvísi ef doktor Mike Riley hefði dæmt víti á Bale þegar hann fellldi Degen en á einhverj óskiljanlegan hátt lét hann leikinn halda áfram, ótrúlegt! En Dr. Riley dæmti ekki víti og þrátt fyrir ágætar tilraunir náði Liverpool ekki að skora mark framhjá varamarkverðinu Cesar.

Ég staðið lengur á mér og hef þá reiðilesturinn… hvað í hoppandi helv… eru þessir svokölluðu varamenn Liverpool að hugsa? Hafa þeir engann áhuga á að komast í byrjunarliðið? Eru þeir bara sáttir við að fá mánaðarlaunin og fara í ljós? Leikmenn eins og Degen sem var gjörsamlega handónýtur í fyrri hálfleik en kom ágætlega tilbaka í þeim síðari og þá eingöngu sóknarlega. Dossena var kannski ekki eins áberandi slakur en hann var ekki góður, langt í frá. Plessis skoraði ágætt mark en Huddlestone gjörsamlega átti miðjuna þangað til Alonso kom inná og er ljóst að Plessis á langt í land til að spila reglulega með Liverpool. Lucas var skárri en hann getur ekki stjórnað miðjunni (ennþá) og hugsa ég að hann ráði eingöngu við einfaldari verkefni í bili. Getur hugsanlega orðið fínn varnarsinnaður miðjumaður enda óhræddur að fara fast í tæklingarnar. El Zhar var hörmulegur á hægri kantinum í fyrri hálfleik en lifnaði yfir honum þegar hann var færður meira inná miðjuna fyrir aftan Ngong. Babel reynir og reynir en voðalega kom lítið út úr því. Vissulega er gott að hafa einstaklingsframtakið með því tækni hefur Babel og hraða en það væri líka ágætt ef hann gæti klárað skot að marki eða sent afgerandi sendingu eftir sólóið. Einnig virkaði Hollendingurinn ungi afar pirraður í þessum leik og uppskar gult spjald fyrir múður. Ngong er hávaxinn og grannur framherji, kannski hefur hann einhverja hæfileika en hann sannfærði mig ekki í kvöld. “Vara”varamennirnir áttu fína innkomu og þá sérstaklega Alonso sem breytti mikið tempóinu hjá Liverpool og hann átti miðjuna og stjórnaði spilinu vel. Insúa átti einnig fína innkomu á vinstri kantinn, grienilega mikill bolti í þessum dreng. Darby fékk lítinn tíma og verður ekki dæmdur af þeim.

Heilt yfir vann Spurs sanngjarnan og sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Þeir vildu vinna, þeir börðust og þeir uppskáru. Varamennirnir hjá Spurs eru búnir að búa til gott vandamál fyrir Harry Houdini fyrir næsta deildarleik og fagna ég því fyrir hönd vinar míns Einars Baldvins. (mér persónulega er slétt sama).

Carling Cup er frá þetta árið og er mér líka slétt sama um það, ég er bara ógeðslega pirraður yfir frammistöðu varamanna Liverpool í dag og sýndu þeir ekkert sem réttlætir það að Rafa geti treyst þeim í framtíðinni. Næst væri meira vita að nota eitthvað af þessum ungu drengjum sem eru í unglingaliðinu, ekki geta þeir verið slakari en “varamenn” liðsins í dag.

Maður leiksins: Alonso átti flotta innkomu og sýndi gæði. Hann er minn maður leiksins. Það væri kannski meira vit í að fara með þetta alla leið og velja EKKI menn leiksins: Degen, Dossena og Ngong en ég læt það liggja milli hluta.

72 Comments

 1. guð minn góður hvað Dossena er lélegur.. hugsanlega lélegri kaup heldur en Pellegrino og Nunez til samans!

 2. Þvílíkt andleysi. Maður hefði haldið að þarna myndu leikmenn vilja nota tækifærið og minna Bentiez á sig.
  Markvörðurinn var virkilega slakur í kvöld og gerði sig sekan um slæm mistök í öðru markinu sem gerði eiginlega útúm leikinn.
  Bakvörðirnir voru herfilegir. Dossena án efa slakasti leikmaður vallarins. Kom við sögu í öllum mörkunum sem liðið fékk á sig. Arbeloa þarf ekki að hafa áhyggjur af samkeppni þennan veturinn. Hyypia orðinn of hægur, sem kostaði tvö mörk. Agger var slakur.
  Miðjan var engin í þessum leik. Maður bíður enn eftir að Lucas sýni af hverju hann er í Brasilíska landsliðinu og verðskuldi að vera í Liverpool. Plessis þokkalegur en alltof passívur og lítið skapandi.
  Kantarnir Babel og El Zhar voru slakir, sá síðarnefndi sérstaklega í þeim fyrri.
  Torres hafði sig lítils frammi, I dont blame him. Vorkenndi honum að þurfa vera innan um hina Liverpool mennina.
  Ngog…..what a joke….komst að því eftir því þegar seinni hálfleikur byrjaði að hann hafi byrjað inná. Án efa einn slakasti senter sem klæðst hefur Liverpool treyjunni síðan Sean Dundee var og hét.

 3. Þarna voru einstaklingar að spila en ekki lið. Hver var leiðtoginn á vellinum? Hvers vegna þarf allaf að hægja allt spil niður og bíða endalaust eftir að liðið silist fram völlinn? Hvar var einstaklingsframtakið? Þessi leikur var afleitur í alla staði og þeir leikmenn sem fengu ,,sjéns” að spila alvöruleik voru engan veginn tilbúnir! Hvers vegna? Orðlaus eftir þessa hörmung um leið og ég dáist að leikmönnum Tottenham! Þeir voru tilbúnir!

 4. Skelfilegt.Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt.Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt.Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt.Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt,Skelfilegt.

  Ég á ekki orð, var þokkalega sáttur með byrjunarliðið en leikurinn tapaðist á miðjunni með Lucas og Plesiss (stafs). Það sást best þegar Xabi kom inná hvað það færðist mikill ró yfir mannskapinn. Degen getur ekki rass, Dossena? “já! farðúr bænum” og N Gog fékk kanski ekki miklu úr að moða en hann er ekki Liverpool samboðinn. Nenni ekki að skrifa um Hyypia og rest.

 5. Skil Rafa mjög vel að leifa kjúllunum og setuliðinu að spila þennan karmelluleik, ágætt að koma Torres í leikform, kallinn er að hugsa um úrvals og meitaradeildina. Sá ekki leikinn en miða við ummæli manna þá eru þessir kjúllar slappir, enda hefur Liv verið að kaupa efnilega kjúlla og vonast eftir að þeir verði góðir, sem hefur ekki gerst, nema í fáeinum undantekkningum.

 6. Eigi sá ég leikinn en las hinsvegar lýsingu Guardian af leiknum, í lokin sögðu þeir þetta um Dossena:

  The left-back Dossena gave what was almost certainly the worst performance in the history of football by anybody who cost more than £4.22. He was woeful but the game was cracking entertainment.

 7. Sælir félagar
  Þessi leikur og flestir leikmenn eiga skilið að verða ginnungagapi gleymskunnar að bráð. Ég vona bara að leikskýrslan veði stutt og menn flýti sér að koma einhverju alvöru sem máli skiptir efst á þessa annars frábæru aðstöðu sem kop.is er. Guði sé þökk fyrir að hafa gefið mannkind gleymskugenið.
  Það er nú þannig.

  Koma svo raunverulegt LFC lið um helgina og fá manni eitthvað gott til að muna 🙂 🙂 😉

  YNWA

 8. Sammála skýrsluni, vona bara að Reyna meiðist aldrei á meðan að Brassinn er á bekknum, Þessi leikur sannfærði mig líka um það að Agger er mun slakari varnarmaður en Skrölti, Breiddinn hjá okkur er bara ekki betri en þetta og menn geta því hætt að væla yfir því að hinn og þessi eigi skilið séns af þeim leikmönnum sem spiluðu í kvöld á enginn af þeim skilið séns. gefum næsta poolara knús og förum að hugsa um næsta leik

 9. Það hlýtur að nálgast einhvers konar met að í byrjunarliði Liverpool voru leikmenn frá tíu þjóðlöndum

 10. Þetta var ansi áhugavert!!! Get reyndar ekki sagt að ég sé eitthvað alveg miður mín þannig enda afar illa við þessa keppni, en það er aldrei gaman að sjá liðið sitt svona ofboðslega lélegt.

  Reyndar stillti Tottenham upp mun sterkara liði í dag heldur en við að mínu mati og líklega aðeins samæfðara liði.

  Cavalieri var hreint út sagt ótrúlega lélegur og hefði í 10 af hverjum 11 skiptum verið valin lélegasti leikmaður kvöldsins eftir þessa hræðilegu nýtingu á þeim fáu sénsum sem hann fær í þessu liði.

  En hann nær því ekki að vera lélegasti leikmaður kvöldsins þar sem hann Josemi bar af. Það vita það ekki allir en vinstri bakvörðurinn sem var inná í dag var áður hjá klúbbnum, spilaði þá hægri bak og var spánverji, hann var svo lélegur að hann flutti til ítalíu, færði sig í vinstri bak og fór að ganga undir nafninu Dossena. Og mikið ofboðslega var þessi Dossena lélegur!!! Ef þessi frammistaða hans var eitthvað eðlileg þá er ég á því að ítalir eigi að reka landsliðsþjálfara sinn strax í kvöld. Maðurinn spilaði verr heldur en Bjarni Harðason gerði í vikunni. Insua í hópinn eins og skot á meðan Dossena lærir ensku og æfir sig aðeins.

  Hinu megin var Degen sem veitti Dossena harða keppni um að ná að verða versti leikmaður kvöldsins. Ég vil auðvitað ekki dæma hann alveg bara af þessari frammistöðu……….en það var alveg típískt að sjá hann haltra þarna í lokin!!!

  Djúpur á miðjunni var svo Plessis og ég bara sé þann mann ekki fyrir mér aftur í þessu liði í ár, hann er alls ekki tilbúinn og nær því líklega ekki hjá okkur.
  Þessi fjórir umkringdu Hyypia og Agger sem eðlilega áttu ekki heldur góðan dag, og sínu verri var Hyypia sem var of oft tekinn á sprettinum.

  Lucas var ekki með í leiknum fyrr en Alonso kom inná og Nabil El Zhar olli mér töluverðum vonbrigðum. Babel var sá eini sem var með púls í fyrri hálfleik á meðan Torres og N´Gog fengu úr engu að moða. El Zhar var aðeins skárri á köflum í seinni en N´Gog sýndi að hann ræður alls ekki við 90-100 mín á þessu leveli strax.(góð reynsla samt fyrir hann).

  Ofan á þetta vorum við að spila 4-4-2, en það er kerfi sem ég bara man ekki til þess að hafi virkað vel hjá okkur.

  Við hefðum samt getað komist upp með þetta ef ekki hefði verið fyrir fáránlegar 7.mín í lok fyrri hálfleiks. En þessir fringe players okkar ollu mér hrottalegum vonbrigðum. Það er samt ljóst að það er hættuspil að henda þeim öllum inná í einu. Þetta lið var alls alls ekki að virka vel sem lið, óöruggur og stressaður markvöðrur, Hæg vörn með suma ekki í formi og afar ung miðja. Margir þessara leikmanna okkar í kvöld gætu litið mikið mun betur út með okkar bestu menn í kringum sig, svo það má ekki alveg dæma þetta út frá leik kvöldsins. Svo má ekki gleyma því að það er stutt milli hláturs og gráturs í þessu, það hefði verið fróðlegt að sjá Degen fá (réttilega) víti seint í seinni hálfleik.

  Maður leiksins: Það er nokkuð ljóst að maður leiksins var Dossena, hann var óviðjafnanlegur í kvöld. En besti maður Liverpool í kvöld var klárlega Xabi Alonso, leikur okkar tók U beygju eins og maður spáði þegar hann kom inná……..en rythmin fór úr þessu hjá okkur þegar Gomez meiddist. En sá kappi, sem ég vona er ekki alvarlega meiddur, var að spila á Liverpool klassa í kvöld (miðað við þennan leik) þar til hann rotaðist.

  p.s. Sáttur samt að vera bara með tvær villur hvað byrjunarliðið varðar, Torres (sem var óskhyggja) og El Zhar (hvar var Pennant?).

 11. Insua á klárlega að vera vinstri bakvörður númer tvö. Dossena á kannski að vera númer 6 í röðinni á eftir Aurelio, Insua, Carragher, Agger og Arbeloa.

  Ngog fannst mér hins vegar allt í lagi, sérstaklega miðað við hvað það var lítið að gerast framávið. Hann var fínn með boltann og getur orðið ágætur þriðji eða fjórði framherji en klárlega ekki byrjunarliðsmaður.

  Degen er bara einfaldlega hræðilegur varnarmaður og við þurfum klárlega annan varabakvörð hægra megin.

 12. Djöfull er ég sammála þér 100% Babu. Að einhver maður geti sagt að Dossena hafi ekki verið SKAMMARLEGA LÉLEGUR er ofar mínum skilningi. Degen var slakur, Plessis var slakur, Torres áhugalaus, El Zhar slakur, Hyypia slakur, Lucas slakur, Agger slakur+, N’Gog slakur, Cavalieri slakur, Babel slakur.

  En sama hversu slakir menn voru í kvöld, þá var Dossena alveg sér á báti. Shit. Ég bara man ekki eftir svona vondri framistöðu hjá leikmanni Liverpool eins og Dossena í kvöld. Eina jákvæða við hans leik er að vonandi steinheldur Sigkarl kjafti núna með Aurelio!

  Alonso sýndi hvað hann er mörgum klössum fyrir ofan þessa gæja sem í kvöld spiluðu, Insua er klárlega mun betri leikmaður en Dossena og Darby átti solid innkomu.

  En Dossena var hlægilegur! Ef ég mætti ráða yrðu allir byrjunarliðsleikmenn kvöldsins sektaðir um 3 vikna laun….nema Dossena, hann yrði sektaður um 3 mánaðar laun!

 13. Og annað, fyrir utan þennan einstaklega fjölþjóðlega hóp okkar (þrenn þjóðerni til viðbótar á bekknum), þá sakna ég gríðarlega hans Daniel Pacheco okkar í svona leikjum. Hvað varð um hann?

 14. Finnst menn vera að líta framhjá einu rosalegu atriði varðandi þennan leik. Vissulega var þessi leikur “biblical fuck-up” en í kvöld komu ekki 1 heldur 2 mörk eftir föst leikatriði. Sem er eitthvað sem hefur ekki sést í síðustu svona 50 leikjum.

  Föstu leikatriðin hafa verið vandræðaleg undanfarið, skemmst er að minnast leiknum gegn Stoke þar sem þeir hreinsuðu frekar í horn en innkast, þar sem það var minni hætta úr hornspyrnum.

  Einn jákvæður hlutur er betri en enginn.

 15. …já, þetta var nefnilega leikurinn til að taka út þessi tvö mörk per/tímabil úr hornspyrnum!!!

  :-p

 16. 11.

  Tottenham hvíldi 6 byrjunarliðsleikmenn. Bent, Modric, King, Woodgate, Jenas og Bentley.

  • Anton

  • Finnst menn vera að líta framhjá einu rosalegu atriði varðandi þennan leik. Vissulega var þessi leikur “biblical fuck-up” en í kvöld komu ekki 1 heldur 2 mörk eftir föst leikatriði. Sem er eitthvað sem hefur ekki sést í síðustu svona 50 leikjum.

  Gomes var í marki Tottenham, nuff said.

   Nr. 7 Hrafnkell

  • The left-back Dossena gave what was almost certainly the worst performance in the history of football by anybody who cost more than £4.22. He was woeful but the game was cracking

  Þetta er á mörkum þess að vera of gott, minute by minute á Gaurdian er oft must read 🙂

 17. Í svona leikjum á Rafa Benítez að fá frí. Hann hefur enga virðingu fyrir þessari keppni, þó svo að meiri tekjur komi í kassann í næstu umferð og að stæstu leikirnir eru í síðustu umferðunum. Áhugaverðir leikir sem vekja athygli. Rafa er svo ofur þreyttur og heldur þetta ekki út, tja eins og hann heldur um suma leikmenn Liverpool. Flestir leikmenn vilja þó spila svona leiki. Það á að gera Sammy Lee að stjóra í þessari keppni og fá hann til að velja liðið. Ég gef Rafa gult.

 18. Nr. 19 Steingrímur

  Ertu ekki að grínast? Afhverju í fjandanum ættum við að vera henda okkar aðalleikmönnum í þessa, let´s face it, ómerkilegu keppni??? Þetta er og hefur verið lengi, fínn vettvangur fyrir stóru liðin að nota sína squad leikmenn. Stundum virkar það og stundum ekki.

  Ég var að nánast öllu leiti sáttur við uppstillingu Rafa á liðinu í kvöld. Bara ósáttur við hvernig þessir kappar nýttu tækifærið.

 19. Mér er svona nokkuð sama um að við séum dottnir út úr þessari keppni en hvernig við vorum slegnir út fer alveg afskaplega í taugarnar á mér. Liðið var bara engan veginn að virka saman og það var eins og að þessir 11 einstaklingar hafi bara hist fyrir utan White heart lane og ákveðið að prófa að spila fótbolta saman, hafandi aldrei hitt hvorn annan. Degen var lélegastur í kvöld að mínu mati, ef aldrei séð mann vera jafn sjaldan í stöðunni sinni í einum leik. Og þegar hann fór fram, sem var alltaf en aldrei kom neitt út úr því, þá var hann alltaf lang seinastur til baka. Skelfilegur leikmaður í alla staði og ekki nógu góður fyrir rauðu treyjuna.

 20. Frekar vill ég enda í öðru sæti í deild heldur en að vinna þennan plastbikar. Þetta var ömurlegur leikur í alla staði og að ég vona að ég sjái Liverpool aldrei spila svona aftur. Nabil El Zhar var mjög góður um leið og hann var færður fyrir aftan N’gog. Insúa var líflegur auk þess að Degen var að skapa smá í seinni hálfleik.
  Þetta voru einu ljósu punktarnir í þessum leik. Og mikið andskoti sakna ég Skrtl.

 21. Dossena blekkir dómgreind manna líkt og Kuyt hefur svo oft gert. Auðvitað var hann slakur, alveg hundslakur en mikið óskaplega eru menn nú að verða viðkvæmir ef það verður það sem draga út úr leiknum og nota svo orðbragðið “steinh***** XXXXXX kjafti”! Come on!
  Mér finnst Rafa þurfa að svara því hvers vegna við spiluðum 442 og notuðum svo tvo unga menn á miðjuna??? Lucas og Plessis voru aldrei líklegir til að ráða við miðjuna og hvers vegna við breyttum leikkerfi er mér ofvaxið skilningi?!?!?!? Var það svo að bæði Ngog og Torres fengju leik? Ef það var málið er ég afar ósáttur með slík vinnubrögð. Í stöðunni 4-1 glumdi hátt um völlinn hvatning Spursaðdáenda: “Are you Watford in disguise”. Við erum jú ekki Middlesboro eða Coventry – við förum í alla leiki til að vinna þá.
  Svo er ég ROSALEGA þreyttur á markmannaskiptum Rafa. Hélt satt að segja að eftir tvö síðustu ár þegar fyrst Dudek fékk á sig 9 mörk á fjórum dögum og svo þegar hinn ágæti Itandje felldi okkur út úr FA-bikarnum með jöfnunarmarki Barnsley væri honum ljóst að þessi sérspænska leið virkar ekki. Enda man ég ekki til þess að lið sem róterar markmanni í þessari keppni vinni hana? Leiðréttið mig ef það er rangt. Cavalieri var mjög slakur, var ekki í neinum takt við vörn sem var með Svisslending, Finna, Dana og Ítala. Mark númer tvö á hann að mínu mati skuldlaust fullkomlega og í marki númer fjögur hendir hann boltanum í bullinu á Plessis. Reina í FA-bikarinn takk!
  Ég verð að viðurkenna það að mér finnst Benitez skulda okkur alvöru bikargengi. Auðvitað vill maður árangur í deild, en ekki fleiri svona leiki takk!!! Þetta er ekki LFC boðlegt!
  Og frammistaða andlausra leikmanna er ekki boðleg. Skil alveg val Agga, mér fannst Lucas spila minnst illa af þeim sem byrjuðu og svo Hyypia eftir bullið hans í marki nr. 1. Sá viðtal við Rafa sem var sýnilega sleginn og talaði um “lack of commitment”.
  Fannst flestir þarna inná ekki neinn áhuga hafa á að spila þennan leik, þeirra attitude var “ég er of góður til að spila varaliðsleik” á meðan að Spursleikmennirnir hugsuðu “shit hvað er gaman að spila fótbolta”.
  Það er ekki boðlegt.
  En ef ég á að velja lélegasta leikmann LFC er það án vafa Degen. Maðurinn getur ekki varist, ÖLL mörk Tottenham eru byggð upp gegn honum, hann átti 35 feilsendingar hið minnsta og var ekki nálægt sínum manni. Stephen Darby gerði meira af viti þær 15 mínútur sem hann fékk og AUÐVITAÐ á hann að fá séns ef á að gera breytingar. Uppalinn fyrrum fyrirliði unglinga- og varaliðs á að spila í stað síslasaðs Svisslendings sem sannanlega lítur ekki vel út.
  En auðvitað er það ekki heimsendir að detta út úr þessum bikar, en ég vill fá BIKAR Í HÚS Í VETUR!!!!!

 22. Þetta var sennilega hræðilegasta frammistaða Liverpool sem ég hef séð. Það var eitt atvik í seinni hálfleik sem lýsir þessari hörmung vel, einhver leikmaður(Degen?) Liverpool fékk bolta rétt við miðjulínu hægra megin, hann stoppar og veit ekkert hvað hann á að gera, leikmaður Tottenham læðist aftan að honum, hirðir boltann auðveldlega og æðir í sókn. Mig langaði til að æla.

 23. Ég var að nánast öllu leiti sáttur við uppstillingu Rafa á liðinu í kvöld. Bara ósáttur við hvernig þessir kappar nýttu tækifærið. Babu þeir nýttu tækifærið eins og þeir gátu, en þeir geta ekki betur…..

 24. Sammála Babu í 20, var mjög spenntur fyrir að sjá þessa stráka spila en þeir fór nú aldeilis illa með sénsinn. Og Denni í 22, ég persónulega skil ekki hvernig menn myndu frekar vilja lenda í öðru sæti í deild en að vinna deildarbikarinn. Ég er á þeirri skoðun að maður eigi að fara í allar keppnir með því hugarfari að vinna þær, hvort sem það er deildarbikar eða meistaradeild.

 25. “Dossena blekkir dómgreind manna líkt og Kuyt hefur svo oft gert.” HAHAHAHAHAHAHAHA

  Sorry Maggi, en þú bjargaðir kvöldinu mínu, takk fyrir það 😀

 26. Hyypia getur enn verið traustur, en að hafa Degen hans við hlið – brandari. Dossena er spítukall, stundum á stultum – einfættur. Plessis var vonbrigði. Lucas og Babel eru ekki góðir nema með sér mun reyndari mönnum – eru enn bara efnilegir. Það sem vantaði voru reyndari menn í sambland við þá efnilegu.

 27. Meira um Dossena af The Guardian:

  “27 min Andrea Dossena. Ahaha. Ahahaha. Ahahahahahahahahahahahahahahahahaha.”

  “Liverpool are woeful, and Dossena is the worst footballer I have ever seen. He makes Titus Bramble look like the offspring of Baresi and Beckenbauer.”

  “Campbell, who was allowed to run free by – yes, you guessed it, Dossena – headed back across goal and into the far post from six yards. Dossena is unbelievably bad.”

  “”Rafa could have bought 142,944 Dawson Creek box sets for the price of Dossena, and he would have had a princely £32.32 left – by your
  reckoning good for 376 bottles of Lambrini. Hindsight is a wonderful thing.” So is laughing your head off at the £7m gift that keeps on giving.

  The bloke at Udinese who got £7m for him: “Ha. Ahaha. Ahahahahahahaha. Ahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha.”

  innsk. Babú : minute by minute

 28. “En ef ég á að velja lélegasta leikmann LFC er það án vafa Degen. Maðurinn getur ekki varist, ÖLL mörk Tottenham eru byggð upp gegn honum, hann átti 35 feilsendingar hið minnsta og var ekki nálægt sínum manni.”
  Ég er svo sammála þessu. Ég held að menn ættu að horfa aðeins meira á hvað hann var að gera í þessum leik heldur en Dossena. Ég er nánast orðlaus yfir því að þessi leikmaður skuli vera á launaskrá hjá klúbbnum. Vægast sagt hörmulegur leikmaður svo vægt sé til orða tekið.

 29. Hvar voru Reserve stjörnurnar mínar Daniel Pacheco, Kriztian Nemeth og Craig Lindfield??? (meiddir?) Þeir eru svo margfalt betri framherjar heldur en Ngog.

 30. Finnur, miðað við leikskýrslur undanfarið frá varaliðinu þá er Pacheco langt frá því að vera klár í það að vera á bekknum. Nemeth hefur ekkert verið með undanfarið vegna meiðsla ef ég man rétt og Lindfield var lánaður út.

 31. minute by minute hjá guardian er must þegar maður getur ekki horft á leiki. Þeir hafa egg álit á Dossena og ekki skánaði þaðnúna. Tek undir með BjarnaH kommentinu hérna að ofan.

 32. Chelsea töpuðu í þessari umferð í kvöld … á heimavelli gegn neðrideildarliði.

  Shit happens.

  Slæmt kvöld, afskrifast hér með. Ef menn vilja missa sig í of hörðum viðbrögðum og selja alla sem skitu á sig í kvöld yrðum við sennilegast að selja Torres, Agger og Babel líka því þeir voru jafn lélegir og hinir. Stundum skíta jafnvel bestu lið á sig.

  By-gones. Ég ætla aldrei að hugsa um þennan leik aftur.

 33. Gott ég bjargaði kvöldinu hans Benna Jóns, þess öðlings!
  Það sem ég meinti er að hver af öðrum dettur í að hamast sem mest á honum en reyna svo lítið að brjóta meira til mergjar.

 34. Babu#18 þú segir “Gomes var í marki Tottenham, nuff said”, kann ekki að gera þetta quote dót.

  Nema að minni mitt sé farið að bila rosalega var hann það líka í leiknum á White Hart Lane, sem við skoruðum 1 mark í og það var ekki eftir fast leikatriði.

  Ég var einfaldlega að benda á að það var allavega einn jákvæður hlutur sem kom úr þessum leik. Þetta tap var fyllilega verðskuldað, hvaða ástæðu sem menn vilja telja fyrir því, þá var það bara þannig.

 35. …mikið er ég feginn að hafa misst af þessum leik. Af skýrslu og commentum að dæma átti Dossena vægast sagt lélegan leik. Ég hef reyndar ekki séð Dossena gera neitt í þessum leikjum sem hann hefur spilað..Degen til málsvarnar þá hefur hann nú spilað lítið sem ekki neitt, Dossena hefur spilað nokkra leiki og virðist á ótrúlegan hátt spila bara verr og verr með hverjum leik…úfff spurnig hvort við fáum ekki alveg 5 mills í janúar fyrir hann…ef hann klúðrar fleiri tækifærum, þá neyðumst við til að selja kauða á 1 milljón punda í sumar…Ef ég man rétt þá er þetta fyrsti Ítalinn sem spilar fyrir Liverpool(fyrir utan unglingamarkmanninn, sem fór eftir einn spilaðann leik) hann skráir sig á spjöld sögunnar sem verstu kaup enskrar knattspyrnu með þessu áframhaldi

 36. Nr.36. Anton
  Horfðu á þessi mörk okkar aftur, þá sérðu hvað ég er að meina 😉

  p.s. til að gera quote er oftast nóg að setja bandstik og eitt bil fyrir framan textann sem þú vilt vitna í.

  Bætt við:

  Hér er svo mynd dagsins 😉
  Bakvarðavandamálið loksins leyst

 37. Toppliðin töpuðu í kvöld, sem segir mér bara eitt,,,, þeim er skítsama um þennan bikar. Kjúklingarnir meiga sýna hvað þeir geta svo að stjórinn geti skoða þá og ákveðið síðan hverjir eru nothæfir og hverjir ekki, hef engar áhyggjur af þessu og er líka skítsama um þennan bikar, eða þannig!!!!!!!!!!

 38. Ég held að Tottenham sé að koma mjög jákvætt út frá þessum leik þar sem Gomes meiddist. Held að hann sé einn mesti trúðurinn í deildinni frá upphafi! Annars er leikskýrslan að skila sínu og lítið hægt að bæta við hana nema því að þeir varaliðsmenn sem vildu minna á sig á þessu tímabili gerðu það svo sannarlega……og fá fast sæti í varaliðinu út þetta tímabil.
  Annars er “2ja mánaða tímabilið” sem varir oftast um og yfir jólin og hrjáir Liverpool á hverju ári jafnvel að renna upp, þ.e.a.s að liðið lekur niður töfluna hægt og rólega.

 39. Fínt að tapa þessu bara, skiptir greinilega engu máli þessi bikar. Þá er hægt að snúa sér að öðrum bikurum og þá veit Benitez hverjum er ekki treystandi í það verkefni. Hann stillti reyndar upp þessu liði á útivelli, mönnum sem hafa ekki mikið verið að spila saman og alveg magnað að Leiva átti að vera maðurinn sem stjórnaði spilinu á miðjunni ótrúlegt. En hey! Bolton um helgina 0-3!

 40. Hvað skal segja, hörmungar frammistaða svo vægt sé til orða tekið. Hefði viljað upplifa æsandi lokamínútur ef Riley blessaður hefði haft guts til að dæma réttmæta vítaspyrnu þegar um 10 mínútur voru eftir. En það eru fáir sem geta borið höfuðið hátt eftir þennann leik. Mér fannst Lucas vera á tímabili sá eini sem eitthvað var að reyna, hann allavega sýndi vilja. Það sem mér finnst verst í þessu öllu saman var að menn voru ekki að reyna að sýna sig og sanna, auka líkurnar á að berjast um sæti í aðalliðinu. Trekk í trekk töpuðu menn boltanum af hreinu kæruleysi og áhugaleysi. Það er auðvelt að pikka út menn og gagnrýna, en það voru bara svo margir slakir að það er eiginlega ekki hægt að pikka út einstaka menn.

  En hver tapar mest á þessu? Jú, þessir fringe players, þetta var þeirra keppni og núna geta þeir engum nema sjálfum sér um kennt að fá ekki fleiri tækifæri. Nú er bara að fókusa á deildina og taka slaginn við harðhausana í Bolton á laugardaginn. Þar þurfa menn að mæta til leiks með hreðjarnar í lagi. Þessi leikur tryggði þeim Arbeloa og Aurelio sín sæti í aðalliðinu, um það þarf hreinlega ekki að deila.

 41. Í lok leiksins lokaði ég augunum og hugsaði:

  “Landsliðþjálfarar Sviss og Ítalíu sjá ástæðu til þess að velja Degen og Dossena í landslið sín. Án þess að nokkur maður miði að þeim skammbyssu.”

  Það er margt í þessum heimi sem ég skil ekki. Hverjum hefði dottið í hug að Benitez myndi takast að finna vinstri bakvörð, sem spilaði verr en John Arne Riise? Af prinsipp ástæðum neita ég þó að afskrifa þessa tvo menn strax, en ég áskil mér rétt til að gera það ef ég sé aftur svona frammistöðu.

 42. Já, eitthvað hljóta þeir nú að geta fyrst þeir eru valdir aftur og aftur og eins hefur verið fylgst með þeim af útsendurum ansi lengi áður en þeir voru fengnir til liðsins. En það er ekkert, EKKERT í dag sem þeir hafa sýnt sem fær mann til að trúa því að um sömu menn sé að ræða. En eins og EÖE segir, the jury is still out there og vonandi eigum við eftir að sjá að þeir eigi eitthvað erindi inn á völlinn í Liverpool treyjunni, en það þarf allavega að verða stór breyting á þeirra spilamennsku, og þá er ég að tala um STÓRA breytingu.

 43. Daginn eftir er maður aðeins rólegri, hefði kannski átt að taka SStein á þetta og kommenta bara ekkert í gær….
  En kannski verðum við líka að líta á heildarmynd varnarleiksins í gær. Degen fékk náttúrulega enga aðstoð við það frá El Zhar og var því oft að lenda í því að fá á sig tvöföldun, sem kannski varð til þess að hann festist í bakkgírnum og tapaði sjálfstraustinu.
  Dossena fékk nú heldur ekki mikla hjálp frá Babel varnarlega, hvað þá þegar markmaðurinn slátraði honum í marki tvö og svo þegar Agger karlinn missti boltann yfir sig í marki þrjú, svo að sennilega er rökréttast að segja að þessi fimm manna varnarlína, auk Plessis í dýpinu á miðjunni, er vonlaus saman.
  Varðandi landsliðsþjálfarana er Dossena fastur vinstri bakvörður og hlýtur því að hafa hæfileika, spurningin er hvort hann ræður við enska boltann. Í augnablikinu er hann heldur betur ekki að því! Degen er hins vegar annað Voronin dæmi held ég. Ókeypis á lágum launum eftir fína frammistöðu lengst af í Þýskalandi. Viðurkenni alveg að ég fékk ákveðnar efasemdir þegar ég sá hversu lítið hann spilaði á EM og finnst hann bara ekki nálægt því að vera í Liverpoolklassa. Darby á bara að fá að vera í hans hlutverki hjá LFC, löngu tímabært að ungur heimamaður fái þann séns!
  En Plessis og El Zhar? Mér finnst sjálfum að við ættum að “gera Guthrie” á þeim, lána þá í gott 1.deildarlið eða slakt Premier lið. Ef þeir ná sér ekki það vel á strik þar að við sjáum að við getum notað þá er allavega hægt að fá fyrir þá pening! Þeir eiga að mínu mati ekki að bíða eftir FA leikjunum eða marklausum meistaradeildarleikjum. Við eigum að stilla upp okkar besta liði í FA cup og ef að upp kemur CL leikur sem skiptir ekki máli verður nóg að leyfa Darby og Spearing að fá mínútur þar með góðum mönnum.
  Ég held alltaf að “fringe” leikmenn bæti sig lítið með að spila bara hver með öðrum. Þó þeir leiki vel. Það sást bara í gær eftir að Alonso kom inná að þar fékk Lucas séns á að skína og kantspilið batnaði mikið, bakverðirnir komu meira upp o.s.frv.
  Skoðið bara útkomu Arsenal undanfarin ár. Ansi margir þessara “ungu demanta” nú aðeins að missa ljómann og liðið ekki unnið titil í nokkur tímabil….

 44. Af hverju er Liverpool að taka þátt í þessari keppni???
  Til að láta London-liðin líta út fyrir að vera Brasilíumenn á sterum???
  Skil það ekki.

 45. Ég held að það hljóti nú að liggja alveg ljóst fyrir að þessir tveir eru nú ekki svona lélegir. Degen á 30 landsleiki og Dossena spilaði sig inn í ÍTALSKA landsliðið á síðasta tímabili. Þeir voru bara alls ekki með á nótunum í gær og líklega var liðiðskipað of mikið af leikmönnum sem ekki eru vanir að spila saman á þessu leveli.

  Degen er nú bara að koma úr (og líklega fara aftur í) meiðslum og alls ekki í leikformi og enn síður kominn með sitt hlutverk á hreint. En miðað við hvað hann var sókndjarfur þá er þetta líklega, eins og maður hefur svosem talað um áður, svona típa af bakverði sem ætti að geta spilað með Kuyt á hægri vængnum. Hann hafði allavega ekki yfirferðina í gær til að geta sótt svona mikið fram. Eins efa ég að Zhar sé mikið fyrir mikla varnarvinnu, eins og hann sannaði í gær.

  Hvað Dossena varðar þá er útlitið eins og er alls ekki gott með hann, sá er þokkalega ekki að finna sig vááá.Þá er ég ekki bara að tala um bara í mörkunum, heldur öllum leiknum.
  Ég neita samt að trúa að hann sé svona ofboðslega slappur, njósnalið okkar, Benitez og landsliðsþjálfari ítala geta ekki allir verið svona heimskir.
  En ég var að vonast eftir SVO MIKLU MEIRU af manninum sem kæmi í stað Riise………….fyrir hellings pening.

  Gaman að þessu samt

 46. það vantaði.. samhæfingu og stjórnun.

  Miðjan gat ekkert í fyrri hálf leik..Þar var Babbel lélegastur með sínu tilfefnis lausu sóli í stað þess að senda einfaldar sendingar.

  Vörninn var líkt og þeir höfðu aldrei séðst áður fyrir þennan leik.

  Sóknin var ekki upp á margar fiska þar sem Torres foraðist alla bolta eins og hann best gat og þegar hann fékk boltan var hann við miðju og var fljótlega tæklaður. (Hugsanlega að forðast að lenda aftur í meislum í svona ómerkum leik).

  Seinni hálf leikur var betri en sam ekki nógu góð framistað hjá liðið sem á að hafa betra varalið en þetta.

  Við getum núna einbeitt okkur að því að halda okkur í toppnum betur. Enda sýndi það sig greinilega að við erum ekki nógu góðan mannskap til að keppt í mörgu keppnum í einu.

  Með von um að Liverpool vinni í lottóinu
  áfram liverpool

 47. Dossena hefur lítið sem ekkert sýnt sem réttlætir tilvist hans í byrjunarliði Liverpool eða í ítalska landsliðinu á þessari leiktíð. Ef hann fer ekki að sýna virkileg batamerki og/eða framfarir á sínum leik höfum við nákvæmlega ekkert við hann að notast.

  Þannig er nú það, eins og e-r segir.

 48. Ég var ekki alltof sáttur í gær og ákvað að láta af mér rennan reiðina og commenta á þetta í dag. Liverpool voru overall slakir í gær, bæði sem einstaklingar og sem lið. Torres, Agger, Hyppia, Alonso, ætla ég ekki að commenta á, þeir eru miklu betri en þeir sýndu í gær, ætla að commenta frekar á þá leikmenn sem eru að fá minna að spila og hefðu því átt að nýta þennan leik til að láta ljós sitt skína.

  Er sammála Magga og fleirum hérna að Degen fannst mér bera af í slæmri spilamennsku, hann spilaði illa sóknarlega og mjög illa varnarlega. Ástæða þess að El Zhar sást ekkert í fyrri hálfleik er því hann var að vinna varnarvinnuna fyrir Degen sem var að taka endalaus hlaup fram á við án þess að drulla sér til baka á réttum tíma. Mér fannst El Zhar virka sprækur hins vegar á köflum í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik og ég er ekki tilbúinn að afskrifa hann strax, væri mikið til í að sjá hann fá að spila með aðilliðinu síðustu 30 min í einhverjum leikjum.

  Dossena, hann átti ekki góðann leik, ég held (vona) hins vegar að hann eigi eftir að standa sig betur og hrista þetta slen af sér, hann hefur baráttuandann sem fylgir liverpool liðinu, gefur sig allann í leikina en spilamennskan hefur hingað til ekki verið eins og best verður á kosið, markið þegar hann og Cavalieri skullu saman tel ég líka tilkomið á reynsluleysi þessara varnarlínu á að spila saman, menn tala ekki saman og virðast ekki skilja hvorn annan, augljóslega því þeir hafa lítið sem ekkert spilað saman.

  Cavalieri, maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, í einhverjum markanna gat hann lítið gert, öðrum átti hann meiri sök, hann var með slaka vörn fyrir framan sig sem spilaði illa saman, hann átti nokkrar markvörslur í leiknum frá Pavulychenko minnir mig sem voru finar, ég skelli frammistöðu hans meira á reynsluleysi hans, og illa spilandi varnar sem stóð fyrir framan hann. Held hann sé ágætis markmaður, og er tilbúinn til að vera varamarkmaður fyrir Reina, gætum alveg haft verri mann þarna en hann held ég.

  Mér fannst Insua eiga góða innkomu, hann kom inn á kantinn og virtist kunna vel við sig þar enda er hann að meginstefnu mjög sókndjarfur bakvörður. Ég vil hiklaust fá að sjá hann og var að vona í vor að hann fengi að berjast um bakvarðastöðuna á næsta tímabili en svo var Dossena keyptur. Ég vona innilega að hann fái að spila meira á þessu tímabili með aðalliðinu.

  Ngog fékk ekki auðvelt hlutverk, hann er stór og sterkur hins vegar og maður sér að hann hefur ágæti seiginleika til að geta orðið góður fótboltamaður. Ég tel hann ekki vera orðinn nógu góðann hins vegar ennþá og hvort hann nái þeim hæðum veit ég ekki.

  Plessis og Lucas fannst mér ekki góðir. Miðjan var alveg út úr okkar spili lengst af (þangað til Alonso kom inná) og þó að þeir tveir geti spilað ágætis fótbolta þegar þeir spila með aðalliðinu (og þá með talsvert betri leikmönnum) þá finnst mér þeir ekki hafa, miðað við þessa frammistöðu, það að bera að þeir geti einir borið uppi miðjuspil liðs eins og Liverpool.

  Babel getur klárlega mikið meira en hann sýndi í þessum leik. Vil því reyna að forðast að dæma hans frammistöðu hér því hún var ekki góð.

  Darby fannst mér eiga góða innkomu, ég er búinn að horfa á nokkra varaliðsleiki og hefur hann verið að spila fínann fótbolta, ég vil hiklaust fá hann inn sem backup fyrir Arbeloa og Degen má fara á sölulista í janúar.

  En annað finnst mér líka gleymast að Tottenham voru megnið af leiknum að spila mjög góðann fótbolta. Mikill hreyfanleiki og áræðni í þeirra spilamennsku og þeir hreinlega yfirspiluðu Liverpool.

  En overall þá er þetta enginn heimsendir, nú gefst meiri tími í að einbeita sér að stærri sigrum. Ég vona hins vegar (eins og aðrir höfðu bent á hér að ofan) að þessir leikmenn (Degen, e.a. Dossena ofl) sem keyptir hafa verið og eru ekki að standa sig vel séu ekki að útiloka ungu strákana sem eru í varaliðinu frá því að fá fleiri tækifæri, hef horft á marga varaliðs og unglingaliðsleiki og þar eigum við raðirnar af mjög góðum og efnilegum fótboltamönnum sem gætu þróast útí stórstjörnur.

 49. Anda með nefinu strákar. Óþarfi að taka hálft liðið af lífi útaf einum leik.
  Það voru einfaldlega svo margir leikmenn Liverpool að spila saman fyrsta sinn í gær að það er enginn furða að liðið virkaði ósamhæft og ráðvillt. Vorum “outmuscled” á flatri miðjunni og Tottenham

  Maður spyr sig samt hvort stjórnarformaðurinn hjá Udinese sé ekki enn í hláturskasti. Miðað við frammistöðuna hingað til hefðum alveg eins getað kveikt í þessum 7m punda sem við eyddum í Dossena. Hef þó séð hann spilað vel með Udinese og hann á að geta betur. Virðist bara ekki höndla hraðann á Englandi.

  Maður spyr sig líka um scout-systemið hjá Rafa Benitez. Einhverstaðar las ég að hann kaupir inn leikmenn sem passa inní sínar stærðfræðiformúlur(hávaxnir, hlaupageta og body index stuðull) og hafi rétt attitude til að bæta sig, en horfi lítið sem ekkert í gæði, tækni og boltameðferð.
  Rafa er frábær að vinna úr þeim efnivið sem hann hefur en hans sterkasta hlið er greinilega ekki að spotta player ability eða potential.

  Svo er hann einnig mjög íhaldssamur varðandi sumt og er að kaupa fringe leikmenn úr deildum eins og S-Ameríku, þýsku og ítölsku deildunum þó þessar deildir séu í mikilli lægð um þessar mundir.
  Menn eins og Leiva, Paletta, Dossena, Degen, Voronin o.fl. hafa alls ekki staðið undir væntingum. Rafa verður að kaupa fleiri fljóta og líkamlega sterka leikmenn úr deildum þar sem hraði og tækni er ráðandi. Leikmenn sem geta spilað af sjálfstrausti í enska boltanum.

  Mér þykir aðalliðið okkar vera frábært í dag en hópurinn ekki nógu sterkur. Bið bara til Guðs að Torres o.fl. álíka mikilvægir byrjunarliðsmenn haldist heilir.

 50. Er ekki alveg að ná nokkrum punktum hjá þér Sölvi.

  Rafa verður að kaupa fleiri fljóta og líkamlega sterka leikmenn úr deildum þar sem hraði og tækni er ráðandi

  Hvaða deildir eru það? Veit ekki betur en Rafa hafi mest keypt leikmenn úr spænsku deildinni, sem verður að teljast í topp tveimur er kemur að gæðum. Ég myndi telja að Ítalía og Þýskaland kæmu svo í 3-4 sætið yfir gæði deilda í Evrópu.

  Rafa er frábær að vinna úr þeim efnivið sem hann hefur en hans sterkasta hlið er greinilega ekki að spotta player ability eða potential
  Torres, Mascherano, Alonso, Skrtel, Agger, Arbeloa, Riera, Babel, Reina to name a few sem nú þegar eru hjá okkur.

  Lucas var nú yngstur allra leikmanna til að vera kosinn leikmaður ársins í Brasilísku deildinni, þannig að það má segja að potential hafi svo sannarlega verið fyrir hendi þar þegar kaupin voru framkvæmd. Voronin var frágenginn áður en salan á klúbbnum fór fram, var á free transfer þegar budget var nánast í núlli. Paletta var promising og var með tærnar við að komast í landslið Argentínu, en átti afar erfitt með að aðlagast aðstæðum í Evrópu. Varðandi Dossena og Degen, þá er erfitt að dæma þá strax, en allavega með Dossena, þá virtist vera leikmaður með ability, þar sem hann var búinn að vera að flestra áliti besti vinstri bakvörðunni síðustu 2 tímabil á Ítalíu og kominn í landsliðið þar.

  En auðvitað má gagnrýna margt og allir stjórar gera mistök á leikmannamarkaðinum, það er einfaldlega staðreynd. Spurningin verður alltaf hversu stór mistökin eru og hversu hátt hlutfall vel heppnaðra kaupa um ræðir.

 51. Takk fyrir þetta SSteinn.

  Til að útskýra betur þá vil ég sjá Rafa kaupa fleiri góða leikmenn úr t.d. frönsku eða jafnvel austur-evrópskum deildunum. Leikmenn eins og Nemeth eru gott dæmi. Evrópsk lönd sem hafa þannig kúltúr að aðeins hinir öguðu og hæfileikaríkustu skara frammúr. Spánn er með mjög afslappað viðhorf sem hentar yfirleitt ekki í enska boltann.(Er t.d. enn stórefins um Xabi Alonso)
  Suður-Ameríka hefur síðan sína ókosti útaf menningar og tungumálamun. Ég vil t.d. sjá góða landsliðsmenn frá löndum eins og Rúmeníu til að fá meira jafnvægi milli aðal og varaliðs. Fá týpur eins og Pandev eða Adrian Mutu til að sprengja leiki upp. Leikmenn sem passa inní leikkerfið en geta búið til mörk uppúr engu. Leikmenn sem hafa sjálfstraust, vilja sanna sig og halda áfram sama hvað staðan er.

  Leiva er t.d. klár vonbrigði hingað til vegna þess hversu mikið hann kostaði. Maður bjóst við leikmanni sem gæti brotist inní aðalliðið á 1-2 árum fyrir 8m punda. Í dag er hann alls ekki tilbúinn að stjórna leik liðsins eins og sást gegn Tottenham. Ég hef séð nokkra leiki í brasilísku deildinni undanfarin ár, þetta er ekkert nema endalausar tæklingar og bitlausar 30-sendingar sóknir eða einstaklingsframtök. Að vera valinn besti leikmaður slíkrar deildar segir ekki mikið.

  Ég er samt mjög jákvæður og þetta er allt á réttri leið en mér finnst að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig. Við eigum frábært aðallið og einn efnilegasta kjarna í Evrópu af ungum leikmönnum. Enn…við eigum bara ekki að tapa á þennan hátt gegn varaliði Tottenham. Það skortir einhvern karakter, þor og hæfileika í þessa fringe leikmenn hjá Liverpool í dag. Hvað kom t.d. fyrir Ryan Babel?

 52. OK, þetta er alltaf mat hvers fyrir sig hverju sinni varðandi þessar deildir.

  Er nokkuð sammála þér með Lucas, bjóst við meiru af honum fyrr, en er ekki búinn að gefa hann upp á bátinn strax. Það hafa reyndar verið ansi merkir kallar sem hafa hlotið þessa nafnbót í deildinni þar í landi, langstærstur meirihluti þeirra hafa farið til Evrópu og skipað sér í röð fremstu knattspyrnumanna í heiminum. Og btw. Lucas kostaði 5 milljónir punda, ekki 8 (ekki að það skipti höfuðmáli).

  Ég er einnig sammála þér með þennann leik gegn Tottenham og hvernig við töpuðum honum. Þetta getur nú samt seint talist vera varaliðið þeirra. Gomes, Corluka, Hutton, Bale, Zokora, Dawson, O’Hara, Huddlestone, Campbell, Pavlyuchenko, Lennon og Bent hafa nú spilað nokkra leikina fyrir þá á tímabilinu og held ég að þeir hafi nú ekki verið tíðir gestir í varaliðinu. Má alveg segja að 8-9 þeirra séu hluti af þeirra sterkasta byrjunarliði og allir hluti af þeirra sterkasta hóp. Þannig að það er að mínu mati ansi djúpt í árina tekið að kalla þetta lið þeirra varalið.

 53. Hefur Benni gaman að því að niðurlægja klúbbinn okkar í bikarkeppnum. Ég bara spyr? Við verðum að beita okkar bestu mönnum þegar um er að ræða svona leiki sem eru eins og úrslitaleikir.
  Ég hélt að menn væru ekki búnir að gleyma Arsenal-leikjunum fyrir tveimur árum.
  Þetta var algjört metnaðarleysi á móti Tottemham!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM MINN ELSKULEGI KLÚBBUR LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 54. Gleymdi reyndar að tiltaka rússnesku deildina sem eina þeirra sem Rafa ætti að líta mikið meira til. Ef leikmenn meika það í frosthörkunum hjá Boot-Camp liðum þar í landi þá eru þeir sko tilbúnir í slagsmálin í ensku deildinni.
  Þú sérð t.d. hversu mikill happafengur Skrtel er fyrir Liverpool og hvað vörninni hefur hrakað í hans fjarveru. Sjá einnig Nemanja Vidic hjá Man Utd. Svona agaðir naglar svínvirka í enska boltann.

  Mig minnir endilega að Lucas Leiva hafi kostað 7-8 millur. Oh well. Alltént vantar hann sjálfstraust(leitar alltaf fyrst að sendingu á Gerrard) og lætur líkamlega sterkari leikmenn taka sig úr jafnvægi. Hef heldur ekki séð hann taka þessi deadly run með boltann sem hann var að taka í brasílísku deildinni. Vona innilega að hann fari að bæta sig.

  Jújú það er rétt að þetta var blanda af aðal og varaliði Tottenham. Annars
  sýnir þetta “varalið” þeirra best hverskonar peningamokstur var hjá liðinu í sumar. Það átti að bryðja undir Ramos og herja á toppliðin og Evrópu, keyptir eintómir landsliðsmenn en minna spáð í hvort þeir pössuðu saman í lið. Maður spyr sig bara hvað Rafa gæti gert ef hann fengi sama pening frá Hicks og Gillett.

  Svo legg ég til að fleiri fylgi fordæmi okkar SSteinn. Ræði málefnalega hvernig væri hægt að bæta Liverpool hópinn í stað þess að skrifa níðgreinar um leikmenn félagsins. Þessi deildarbikars leikur var ekki svo mikilvægur er það?
  Rafa, Agger og fleiri hafa komið fram og beðist stuðningsmenn afsökunar á þessari frammstöðu. Hún væri ekki Liverpool samboðin. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Sjáum um helgina gegn Bolton hvort þetta séu karlmenn. Þeir skulda okkur núna 1 góða frammistöðu gegn öðru miðlungsliði.

  Liverpool er enn í toppsætinu ásamt Chelsea en þurfa líklega að kaupa leikmenn í janúar glugganum til að viðhalda toppsætinu. Bara spurning hvernig og hvaðan leikmennirnir eiga að koma/vera. Við erum öruggir áfram í CL og þetta lítur enn mjög vel út. Verum kátir og bjartsýnir…

 55. Sælir félagar
  Ég kann ekki að steinhalda kjafti Benni Jón enda ekki ástæða til. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Líka þú og líka ég.
  Það er ef til vill Fabio Aurelioa til framdráttar að vera betri en Dossena????
  var í þessum leik. Varla. Sá bakvörður sem ekki væri betri en hann væri varla finnanlegur í “hele verden” minn kæri.
  Hitt er auðvitað vandamál að Fabio drengurinn skuli vera okkar besti vinstri bak.
  Eins og þú sérð Benni Jón þá kann ég ekki að steinhalda kjafti 😉

  En meira um bakverðina í þessum leik. Menn greinir á um hvor þeirra var verri. Það er ekki gott. Ég vildi í mínum villtustu draumum að við værum að rífast um hvor væri betri 🙂 En því miður…
  Látum þetta duga um þessa hörmung og endilega góðu drengir sem stjórnið þessarri síðu. Komið með eitthvað skemmtilegt til að taka þennan leik neðar. Hvað sem er, jafnvel afrita og líma eitthvað gamalt, bara eitthvað blessaðir drengirnir 😉 Gangið á Fowlers vegum.
  Það er nú þannig

  YNWA

 56. Ég er nú ekki vanur að byrja menn að róa sig og halda aftur gagnrýni en ég geri það núna! Þetta var Carling Cup við lékum á móti liði á útivelli sem leggur mikið upp úr þessari keppni. Við eigum að slaka á og það verða allir búnir að gleyma þessum leik ef við vinnum Bolton á laugardag. Liverpool verður ekki dæmt af framgöngu sinni í Carling Cup ekkert frekar en Chelsea sem féll úr leik á heimavelli gegn fyrstu deildarliði. Menn verða að setja hlutina í samhengi og hætta þessu niðurrifi í hvert skipti sem að liðið tapar leik.

 57. Hörður, mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að menn séu ósáttir við framistöðuna í gær. Leikmenn voru á hælunum allan tímann og virtust ekki hafa nokkurn áhuga á að spila þennan leik. Það er vanvirðing við keppnina, rauðu treyjuna og ekki síst okkur stuðningsmennina. Að detta út úr þessari keppni er enginn dauðadómur, en hvernig við duttum út er til háborinnar skammar.

  …og Sigkarl, þetta átti nú að vera meira grín en alvara að þú myndir vonandi steinhalda kjafti með Aurelio núna 😉

 58. Tek að mestu undir með Benna Jón, við eigum að vera svolítið reiðir eftir svona frammistöðu. En mín tilfinning er nú samt sú að menn séu alveg pollrólegir yfr þessu þannig séð og viðbrögðin við frammistöðu gærdagsins eru nú ekki svo hræðileg. Allavega ekkert í grennd við það ef við hefðum tapað svona með okkar besta lið inná.

  En ég endurtek að ofan á afar áhugalausa frammistöðu “fringe” leikmanna sem ekki eru vanir að spila saman þá held ég að leikkerfið hafi verið það sem varð okkur að falli þegar yfirlauk. Tottenham stillti upp flottu liði sem er gríðarsnöggt og hættuegt í skyndisóknum. Þetta var því frekar hættulleg uppstilling, sérstaklega þar sem fáliðuð miðjan hjá okkur var með of ungum og óreyndum leikmönnum …..og þeir töpðu þeirri baráttu.

  Í sögunni verður þessa leiks vonandi minnst fyrir verstu frammistöðu hjá nokkrum leikmönnum, sem verður orðið hlæjilegt seinna 😉

 59. Ég held það sé nú ekki áhugaleysi sem skýri lélegan leik hjá liðinu í gær. Það einfaldlega vantaði meiri gæði í liðið.

  Ég sammála flesum með Dossena, Plessis og Degen. Reyndar gef ég Degan að þetta var fyrsti alvöru leikurinn hans á Englandi, auk þess að hann var að spila sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hann sýndi ágæta takta í síðari hálfleik.
  Ég vill líka gefa Cavalieri séns og ég hefði mun meiri áhyggjur ef aðalmarkaður Liverpool væri Gomez greyjið á hinum endanum…Jesús!

  Ég er líka ósammála gagnrýninni á Babel….hann var fínn í gær. Ég er sérstaklega ánægður skapið í honum sem sást í fyrsta skipti í gær. Það fer mikið í pirrurnar á mér hve rólegur hann er og virðist skítsama um allt. En líklega hefur hann horft á einhver myndbönd með Rooney og Van Persie (ekki að ég sé að óska honum að líkjast þessum herramönnum).

  Leikur á laugardaginn og þessi leikur er búinn. Shitt happens.

 60. Sölvi, er ekki viss um að Mutu eða Pandev bæti margt í liðinu okkar. Ekki mjög langt síðan ég fór yfir öll kaup Rafa og ég held að ég fari ekki að dæma svo mikið af einstaklingum.
  Hins vegar skulum við átta okkur á því að þetta lið í dag er liðið hans Rafa. Í sigurleiknum gegn United nýlega léku 14 leikmenn einhverjar mínútur. 13 þeirra keypti Rafa svo ég ætla að fá að vera andstæðingur þessara ummæla þinna….
  -“Rafa er frábær að vinna úr þeim efnivið sem hann hefur en hans sterkasta hlið er greinilega ekki að spotta player ability eða potential.”-
  Einfaldast er að rifja upp Masch sem komst jú ekki í liðið hjá West Ham, Agger sem fáir þekktu og Skrtel sem enginn þekkti. Auk margra efnilega sem hann er að pikka upp og við fáum ekki enn að sjá.
  Svo varðandi deildirnar sem við eigum að kaupa frá. Auðvitað skiptir það máli að menn leiki í almennilegum deildum en það er ekkert öruggt. Jo var t.d. langstærsta stjarnan í Rússlandi í fyrra en er nú ekki að flá feitan gölt hjá Mark Hughes! Á móti er hægt að benda á Berbatov sem dæmi um einhvern sem náð hefur árangri á Englandi komandi úr Bundesligunni (þó ég reyndar persónulega fíli alls ekki þann leikmann). Patrice Evra var ekki stórt nafn í frönskum fótbolta en Djibril Cissé var það stærsta.
  Benitez er vissulega oft að leita að ákveðnum atriðum en það sem mér finnst stöðugt meira áberandi að hann er fá leikmenn sem hann getur sett í nokkrar stöður.
  En auðvitað eru úrslit gærdagsins ekki aðalatriðið, mann bara langaði í betri frammistöðu hjá leikmönnum sem maður ekki oft sér. Það varð hreint ekki, en við getum öll verið sammála um að sigur á Reebok hreinsar allan pirring í burtu……

 61. Sæll félagi Benni Jón!!!! Sammála um grínið enda ekki ástæða til annars eftir svona grínleik 😉 Vonandi verðum við báðir sáttir og glaðir eftir leikinn gegn Bolton flækingunum. Og svona okkar á milli ef þú lætur það ekki fara lengra. Mikið óskaplega yrði ég hamingjusamur ef Fabio litli Aurelio yrði innan skamms einn albesti vinstri bakvörður í heimi :-). Ég veit að til eru menn sem halda að svo geti orðið og verði þeim endilega að ósk sinni. Mikið yrði ég glaður 😉
  Það er nú þannig

  YNWA

 62. 55 – ssteinn.

  “Ég er einnig sammála þér með þennann leik gegn Tottenham og hvernig við töpuðum honum. Þetta getur nú samt seint talist vera varaliðið þeirra. Gomes, Corluka, Hutton, Bale, Zokora, Dawson, O’Hara, Huddlestone, Campbell, Pavlyuchenko, Lennon og Bent hafa nú spilað nokkra leikina fyrir þá á tímabilinu og held ég að þeir hafi nú ekki verið tíðir gestir í varaliðinu. Má alveg segja að 8-9 þeirra séu hluti af þeirra sterkasta byrjunarliði og allir hluti af þeirra sterkasta hóp. Þannig að það er að mínu mati ansi djúpt í árina tekið að kalla þetta lið þeirra varalið.”

  Jáhá. King, Woodgate, Jenas, Bent, Modric, Bentley, allt byrjunarliðsmenn. Þannig ég veit ekki hvernig þú færð það út að 8-9 úr byrjunarliðinu í gær séu hluti af sterkasta byrjunarliði Tottenham.

  Þetta var alveg jafnmikið varalið hjá Tottenham og Liverpool. Dossena, Agger, Hyypia, Lucas, Babel, El Zhar Torres allt leikmenn sem eru að spila eitthvað fyrir Liverpool.

 63. Sælir.
  Þessi leikur var alveg hörmulegur! En eru þetta virkilega mennirnir sem við höfum til vara ef einhver meiðist. :O… Sorglegir menn þarna.
  Alonso var besti maðurinn á vellinum og Hyypia. (Gomes markvörður Tottenham getur ekki blautan skít!! ) en vona að hann jafni sig.

 64. Mér finnst nú ekki vera um niðurrif að ræða þó menn segi sannleikann þess efnis að liðið hafi orðið sér til skammar sem bara rétt. Mér er slétt sama hvað keppinn heitir þeir sem valdir eru til þess að verja heiður félagsins eiga að berjast til síðasta manns ekki jogga um völlinn með hausinn niður í bringu af því að deildarbikarinn skiptir ekki máli. Það er enginn afsökun að þetta hafi verið deildarbikarinn. Því miður voru gæði þess liðs sem spilaði í gær ekki næg.

 65. 63# Maggi taka betur eftir, ég talaði ekki um að kaupa Pandev eða Mutu per se. Ég talaði um “týpur eins og þá”;
  Helst unga og hrokafulla en agaða gaura sem vilja sanna sig og bera enga virðingu fyrir stjörnunum í liði Liverpool og telji sig jafnvel betri. Menn sem þora að keppa við þá um byrjunarliðssæti.
  Ég bara sé ekki enn þessa greddu sem þarf t.d. í Leiva, Babel, Plessis og Agger í dag. Þessir leikmenn þora ekki að taka af skarið og stjórna leik Liverpool. Það sást gegn Tottenham. Sem er áhyggjuefni enda keypti Rafa þá sem framtíðarleikmenn liðsins.

  Varðandi leikmennina sem þú nefnir í ýmsum deildum þá er Jo nú brasilískur tæknibolti. Ekki sú týpa sem ensk lið hafa verið að fá til sín af ástæðu. Undarleg kaup hjá Man City.
  Mascherano var nú þekkt stærð og eftirsóttur af ýmsum stórliðum heims þegar við stálum honum frá West Ham sem voru að nota hann í vitlausri stöðu.
  Rafa talaði einmitt um Djibril Cisse sem heimsklassa leikmann þegar hann báðir komu á svipuðum tíma til Liverpool. Hann hefði spáð mikið í kaup á honum fyrir Valencia. Reyndist ekki beint mikill happafengur né gott mat.

  Skal reyna finna eina mikilvæga grein sem gagrýnir harkalega scout-systemið hjá Rafa. Annars viðurkennir Rafa að hann hefur gert ýmisleg mistök, sum hans eigin og önnur sem hafa skapast af litlum peningum til leikmannakaupa og stolti yfir að vilja ekki borga yfirverð fyrir leikmenn. Höfum misst ýmsa feita bita þannig.
  Eins og ég segi þá er þetta allt á réttri leið og Rafa veit hvað hann er að gera og uppá hár hvað þarf til sigurs. Mér finnst þetta bara gerast fullhægt og Rafa þurfi að taka mun meiri áhættur og hugsa oftar “outside the box”. Finnst hann alltof íhaldssamur oft á tíðum.

 66. Djibril Cisse var reyndar arfur frá Hullier, Hulla gafst bara ekki tími hjá Liverpool til ad nota hann.

 67. Ætla nú ekki að vera að þræta um þetta magggi en þessir Tottenham menn hafa leikið þetta marga leiki fyrir AÐALLIÐIÐ á þessu tímabili:

  Gomes 18
  Bale 14
  Dawson 7
  Corluka 11
  Hutton 7
  Huddlestone 11
  O’Hara 11
  Zokora 16
  Lennon 18
  Bent 17
  Pavlyuchenko 10
  Campbell 7

  Menn eins og Bentley hafa ekki verið með fast sæti þar í byrjunarliði. Hann er til að mynda kominn með 14 leiki, Modric 14, King 9, Woodgate 16 og Jenas 15. Ég flokkaði sem sagt menn eins og Gomes, Bale, Hutton, Corluka, Zokora, Lennon, Bent og Pavlyuchenko sem menn sem gætu gert tilkall í að teljast vera meðal þeirra sem til greina koma í sterkasta byrjunarlið þeirra.

  Ég stend því algjörlega við það að það verður seint sagt að þetta Tottenham lið sé varalið þeirra, þó það hafi verið 5 leikmenn sem ekki spiluðu leikinn og teljast með sterkari mönnum hjá þeim. Við vorum til dæmis ekki með Reina, Carra, Skrtel (meiddur), Arbeloa, Aurelio, Mascherano, Gerrard, Riera, Kuyt, Benayoun, Pennant og Keane. En hvað um það, við spiluðum illa, þeir vel, við töpuðum og þeir unnu. Annað er aukaatriði.

 68. Maður er bara hundfúll yfir frammistöðunni hjá Liverpool gegn Tottenham.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 69. Ég er alls ekki hundfúll, þessi bikar er fyrir þaug lið sem hafa smá möguleika að vinna Þessa dollu og enga aðra, það er bara gott að láta kjúllana sjá um þessa leiki. Hins vegar stóðu þeir sig illa (kjúllarnir) og sumir segja að Liv (B liðið)hafa aldrei splað svo illa, en þeir skoruðu 2 mörk en fengu á sig 4. Rafa er ekki að fórna sínum bestu mönnum í svona leiki sem er gott, þótt að Torres hafi fengið Ca 50 mín upphitun, hann(Rafa) er að hugsa um úrvals og meistaradeildina, og ég sagði það í byrjun tímabils að við vinnum tvöfalt ef ekki meira en það. Í margra huga er þessi bikar ekki neitt´, núll og nix´, kjúllarnir gerðu eins og þeir gátu en þeir geta bara ekki meira en þettað, Fer annars ekki upphitun fyrir leikinn á morgun að koma, maður bíður spenntur eftir einhverju öðru en að velta sér upp úr svona karmellu leik. ‘AFRAM LIVERPOOL….

Liðið komið!!!

Valdano um fótbolta almennt.