Liðið komið!!!

Þeir sem hefja leik á White Hart Lane í kvöld:

Cavalieri

Degen – Hyypia – Agger – Dossena

Lucas – Plessis
El Zhar – Ngog – Babel

Torres

Eða kannski?

Cavalieri

Degen – Hyypia – Agger – Dossena

El Zhar -Lucas – Plessis – Babel

Torres – Ngog

Allavega eru á bekknum: Gulacsi – Riera – Darby – Insua – Benayoun – Carragher.

Ég held við getum sagt að það verði margt forvitnilegt að sjá í kvöld. Cavalieri, Degen, Plessis, El Zhar og Ngog eru þarna að fá upplagt tækifæri til að hrífa okkur!!!

55 Comments

  1. Klukkan hvað byrjar leikurinn, og veit einhver á hvaða rásum hann er sýndur í Danmörku (bý reyndar í Færeyjum en erum með danska útgáfu af canal sport pakkanum)

    Annars verður gaman að sjá Torres með nýjum mönnum (varaliðinu)

  2. Það vantar Alonso á bekkinn, hann er þar samkvæmt upplýsingum á e-season.

  3. Vá hvað Lucas og Plessis eru algjörlega út á þekju, Babel heldur að hann sé í spretthlaupi upp kantinn og gefur boltann ekki frekar en fyrridaginn…

  4. er verið að kinda mig, nánast allir í tómu tjóni. Spurs verðskuldað 2:0 yfir

  5. Þessir fringe players eru gjörsamlega að spila sig útúr þessu liði, þó fyrr mætti vera.

  6. Er þetta eitthvað grín? Hvað eru þessar sendingar og hvað erum við að drulla á okkur? 3-0!!!??? Erað klikkast!

  7. Já, stundum skilur maður af hverju þessir menn fá ekki tækifæri í aðalliðinu í alvöru leikjum. Algjörlega andlausir í fyrri hálfleik og eru að tapa öllum 50/50 boltum og jafnvel 70/30 boltum líka, Þetta eru mennirnir sem eru að berjast um sæti í Liverpool liðinu, og ekki er hægt að segja að þetta sé eitthvað unglingalið. Við erum með landsliðsmenn í hverri stöðu sem er verið að niðurlægja af hálfgerðu varaliði hjá Spurs (allavega ekki með alla sína sterkustu menn í liðinu).

    Þetta er skelfing

  8. Fyrir hvað fékk Torres gult spjald???
    Það er ekki einn maður hjá Liverpool að spila á sinni getu!!!

  9. Vá hvað þetta er mikið til skammar hingað til.
    Ekki veit ég hvað stjórinn gerir í hálfleik en ef þessi leikur er eitthvað annað en skokkæfing eiga Plessis og Degen að koma útaf í hálfleik. Lélegastir af 11 slökum leikmönnum hér fyrstu 45!

  10. Djöfull er Agger, Degen, Dossena, Cavalieri og Plessis skelfilegir auk þess sem Torres og Babel eru ekki að gera neitt. Mér finnst að Rafa eigi bara að taka Torres, Babel og Agger útaf í hálfleik og leyfa kjúllunum að spila.

  11. Heyrðu, þetta er bara besti fyrri hálfleikur sem ég hef séð í Liverpool leik á þessu tímabili. Verst með það hvaða lið er að skora.
    Smá athuganir samt:
    – Cavalieri lofar EKKI góðu
    – Degen ekki heldur
    – Dossena er drasl
    – Hyypia er orðinn hægur
    – Babel er líka orðinn hægur, merkilegt nokk
    – Torres er kolryðgaður

    Það er allt í bili

  12. Djöfull getur verið ógeðslega frústrerandi að horfa á Ryan Babel klappa boltanum endalaust og svo nöldra yfir öllu…

    Annars ömurlegur leikur hjá okkur, Torres og Ngog þeir einu sem komast sæmilega frá fyrri hálfleik einfaldlega vegna þess að boltinn er búinn að vera inní vítateig hjá okkur allan fokkings leikinn. Phillip Degen er ekki varnarmaður fyrir fimmaura, Bale er búinn að valsa upp og niður kantinn allan leikinn og ef hann gæti skilað boltanum almennilega frá sér þá væri staðan 5-0.

    Jæja, Bolton á laugardaginn…

  13. Djöfull er Degen búinn að drulla á sig, ALLAR sendingar inní teig komast í gegnum hann/framhjá honum.

  14. Vona að menn sjái nú hversu veikur hlekkur Daniel Agger er. Horfið á fyrsta markið og þriðja – Agger í hnotskurn. Alltaf úti á túni og fylgist ekki með mönnunum. Vörnin er búin að vera afar slök síðan Agger kom í liðið fyrir Skrtel. Væri frekar til í að sjá Hyypia með Carra þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að gera góða hluti í dag, hann er klárlega betri en Agger.

  15. Sælir félagar.
    Fyrri hálfleikur hreinlega hlægilegur. Enginn, ég endurtek – enginn þeirra leikmanna sem leika þennan fyrrihálfleik á skilið að komast á bekkinn hjá aðalliðinu, hvað þá meir.
    Ég undanskil þó Torres sem er ekki í neinni leikæfingu eins auðséð er en allir vita hvað hann getur þegar hann spilar með alvöru fótboltamönnum. Maður skilur gengi varaliðsins þegar maður horfir á þessa hörmung af fótbolta.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Jæja, 3-0 í hálfleik og það sorglega er að það er varla hægt að kenna ungum leikmönnum um hjá okkur. Þeir sem geta kallast ungir eru Plessis, Lucas, Babel, El Zhar og Ngog. Ngog, eins og Torres, hefur ekki fengið úr miklu að moða frammi og þá finnst mér Lucas hafa verið allt í lagi í dag. Hinir þrír miðjumennirnir okkar hafa verið slæmir og þar af El Zhar langverstur. Hann kemur ekki inná völlinn í seinni hálfleik.

    Vörnin er síðan skammarleg, ekkert annað. Degen er sá eini þeirra sem hefur ekki verið að leika mikið í haust og hann hleypir Bale allt of mikið upp hjá sér, en það eru þó hinir þrír sem eru sökudólgarnir í mörkunum. Fyrsta markið skrifast á Hyypiä sem átti aldrei að hleypa Campbell í fyrirgjöfina við endalínu, annað markið skrifast á Cavalieri sem átti aldrei að koma svona langt út í baráttu tveggja leikmanna um boltann og þriðja markið skuldfærist algjörlega á sofandahátt Agger og Dossena. Þetta eru fjórir leikmenn – Cavalieri, Hyypiä, Agger og Dossena – sem hafa kostað okkur einhverjar 20m punda. Og miðað við þessa frammistöðu eiga þeir ekkert erindi í aðalliðið okkar.

    Það sem mér finnst verst er að við getum ekki kennt því um að það vanti lykilmenn hjá okkur. Tottenham eru að hvíla heitasta framherja deildarinnar, Bent, auk rándýrra lykilmanna eins og Modric, Bentley, Jenas, Woodgate og Assou-Ekotto (í banni) og það er ekki að sjá á spilamennsku þeirra að þessa leikmenn vanti. Við tökum Reina, Carragher, Arbeloa, Aurelio, Mascherano, Gerrard, Alonso, Riera, Keane og hinn vanmetna Kuyt út og það er eins og hinir leikmennirnir viti varla í hvora áttina þeir eiga að sækja.

    Torres er greinilega ekki í formi og Ngog getur lítið gert óstuddur. Aðrir eiga að skammast sín fyrir þennan hálfleik. Vonandi laga menn stöðuna í seinni hálfleik, bjarga heiðrinum, en ég er hræddur um að þessi leikur sé þegar tapaður.

  17. Allar þessar varaskeifur hjá Liverpool eru hlæilega lélegar. Er ekki búið að eyða fúlgur fjár í þetta? Tek svo allt aftur sem ég sagði um Dossena um daginn, hann er úti að aka. Degen er líka djók. Aumingja Agger er svo með afa við hliðina á sér og á sér ekki viðreisnar von. Miðjan, fyrir utan kannski Lucas að kafla, er í tómu tjóni. Torres er svo ekki að nenna þessu, kannski skiljanlega. Ég vona bara að Benitez fari ekki að setja Alonso eða Riera inná í þetta bull. Þetta er búið, Bolton í hádeginu á laugardaginn er næst á dagskrá. Við erum því miður ekki með breiddina til að dóminera í öllum keppnum. Þetta Tottenham lið er annars nokkuð öflugt þessa dagana, en 0-3 í hálfleik er skandall!

  18. Gæti ekki verið meira sama um þennan leik en þetta er full gróft, og þá er ég að tala um spilamennsku liðsins sem er brandari ársins! Getum einbeitt okkur meira af deildinni ef við dettum út sem er gott. En þessi spilamennska er algjör óþarfi

  19. Það þarf að setja einhvern inná sem getur komið boltanum á Torres. Ég er ekkert gríðarlega spenntur fyrir þessari keppni, en að tapa svona fyrir Tottenham er náttúrlega rugl. Liverpool á bara að leggja allt í þetta svona stoltsins vegna.

  20. Djöfull er ég feginn að vera að ganga frá ritgerð og “þurfa” því ekki að horfa á þessa hörmung …

    Það er alveg greinilegt að menn eru bara ekki með fókusinn í lagi þarna, eru örugglega að hugsa um eitthvað allt annað en að spila þennan leik.

  21. Dossena, Degen, Babel og El Zhar fá mitt atkvæði sem lélegustu leikmenn kvöldsins. Ég hef séð sterkari hægri bakvörð í fokkin utandeildinni hér á landi! Ég hef líka séð sterkari vinstri bakvörð í fokkin utandeildinni! El Zhar er ekki að ná að senda boltann í fætur, ég hef séð menn gera það í fokkin utandeildinni! Djöfull er þetta pirrandi!

  22. plessis að minnka muninn 😀
    þessi leikur er vægast sagt fáránlegur!

  23. Stend við það sem ég segi, þetta er frábær leikur !! Komin 5 mörk !!!!!

  24. Dossena og Cavalieri eru búnir að vera hræðilegir! Það hefði mátt gera eitthvað allt annað við þessar 10m punda!

  25. Dossena er sennilega slakasti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Út á sjó með hann og nota hann sem hákarlamat!

  26. Ég hef ekki trú á neinu örðu en að Dossena, Degen, Cavalieri og El Zhar verði seldir í janúar, eða gefnir frekar.

    Gjörsamlega útí hött þessi spilamennska okkar.

  27. HAHAHA, er Gomes og Cavalieri í keppni um hvor stendur sig verr?

    Algjör brandari!

  28. Þessi leikur er farinn að minna mig á ákveðinn 3-6 leik. Farsi og tímasóun…..

  29. Gomez í stuði 🙂
    Hvar haldiði að Ngog sé í goggunarröðunni hjá Liv?

  30. Er það gjörsamlega ómögulegt fyrir Babel að senda hann í fyrsta, alltaf að stoppa hann og klappa honum eitthvað….

  31. Ef einhverjum líður betur að heyra það, að þá er Burnley búið að jafna á Stamford brigde.

  32. Jahérna, Mike Riley hefur greinilega ekkert batnað sem dómari. Þetta var hrein og klár vítaspyrna. Þetta F***

  33. Þó Mike Riley sé búnað vera lélegur þá er Liverpool liðið bara búið að vera enn lélegra.
    Algjörlega áhugalausir fringe players að sýna það og sanna að þeir eiga alls ekki heima í byrjunarliðinu og kæmust varla í annað úrvalsdeildarlið…
    Unglingalið arsenal flengir Wigan 3-0, lið sem við áttum í vandræðum með og það var með aðalliðinu okkar…
    Svo komum við með að maður hélt ágætlega sterkt lið á móti tottenham og menn bara skíta í buxur, get ekki sent einfaldan bolta á milli, virðast ekki kunna að dekka og hafa engan áhuga á að spila sig inn í aðalliðið…

  34. Arsenal mun ekki vinna þessa keppni. Hins vegar eru ekki margir í LFC sem virðast hafa áhuga á að spila þennan leik, þeir hugsa finnst manni: “Oj, ég er að spila varaliðsleik” á meðan kjúllar hugsa oft “Yes, ég fæ að spila”.

    Illþolandi!

  35. Miðað við “ability” og “potential ability” hlýtur Babel að fá titilinn lélegasti leikmaðurinn í kvöld.

  36. Xabi Alonso var yfirburðamaður í þessu liði. Á eftir honum kom aðstoðadómari nr 1

  37. Shit hvað Dossena er slakur,,,,,,váá, hann kom við sögu í öllum mörkunum sem Liverpool fékk á sig. Átti stóran þátt í tveimur þar sem hann átti manninn sem skoraði…

    Mín vegna mætti hann fjúka strax í janúarglugganum.

  38. Innkoma Alonso var eini ljósi punkturinn við þennan leik. Svo á síðustu 20 lifnaði El Zhar og Agger aðeins við en samt ekki ásættanlegt.

    Finnst mjög ólíklegt að Dossena eigi eftir að spila mikið í deildinni eftir þennan leik.

  39. Sigurgeir: eða Torres? eða Agger? Fannst Babel með sprækari mönnum þarna, var alla vegana að reyna þótt að allt gengi ekki upp. Sýndi svo smá skap og fékk gult. Þannig að hann sýndi þó að honum var sama sem er meira en margir aðrir sýndu. Þannig engin sýning í kvöld sem var samt sýnt á sýn.

  40. Ætla að bíða eftir skýrslu Agga, en menn hljóta nú að taka Dossena leppinn af auganu og ræða frammistöðu annarra. Rafa sá alveg það sama og við, því Insua var bakvörður í lokinn og Dossena á kantinum. Babel? Agger? Cavalieri? DEGEN?????
    Meira eftir Agga…..

  41. Sælir félagar
    Þegar maður horfir á Dossena finnst manni Aurelio afburða bakvörður. Cavalieri gerir Comes að snillingi. Hyypia/Agger martröð. Babel sýnir afhverju Benayoun er framar í röðinni en hann. Torres svo ryðgaður að það flagna af honum ryðflyksurnar. Plessis gerði ekkert af viti nema þennan skalla sem gaf mark. El Zhar nær ekki að komast í liðið sem vatnsberivægast sagt. Degan er þannig að maður þakkar fyrir að hafa ekki séð hann oftar. Ngog sýndi lítið en fékk svo sem ekki úr miklu að moða. Leiva sá eini sem spilaði nokkurn veginn sæmilegan bolta. Sjáanlegt er að allir nema Leiva og Torres eiga heima í 4. deild í Færeyjum en ég vil vinum okkar þar ekki svo illt að fá þessa skussa þangað. Eins og einhver benti á. Berið saman kjúklingalið Arse og svo þessa hörmung. RB verður að fara versla því við eigum ekkert til vara í þessum hópi.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  42. Sælir strákar

    Ég er að mörgu sammála því sem hefur komið hér fram að ofan en ég get ekki tekið undir að Lucas sé með skárri mönnum inn á vellinum. Persónulega er ég að gefast upp á kauða því hann er ekki með góðar sendigar, brýtur oft asnalega á sér og er ekki með góðar staðsetningar á miðjunni. Hann leitar alltaf inn í pakkan aftur þegar að þarf að færa boltann yfir. En annars ætla ég ekki að vera að pæla frekar í þessum leik.

Tottenham á morgun í deildarbikar

Tottenham – Liverpool 4-2