Tottenham á morgun í deildarbikar

Á morgun er komið að klárlega ómerkilegasta leik þessa mánaðar hjá okkar mönnum þegar þeir skella sér til London og etja aftur kappi við Spurs á White Hart Lane, nú í deildarbikarnum.

Liðið er núna búið að spila 6 leiki á 18 dögum, furðu lítið hefur verið um róteringar vilja sumir meina og því alveg morgunljóst að byrjunarliðið á morgun verður skipað B – liði okkar að mestu. Ég segi ekki varaliði þar sem ég býst ekki við nema örfáum eiginlegum varaliðsmönnum, heldur þessum fringe leikmönnum sem hafa lítið fengið séns.

Benitez hefur sjálfur staðfest fjarveru þónokkurra svokallaðra hryggsúlu leikmanna:

“It’s always difficult to play so many games in a row and you have to change some players depending on the competition. The majority of them can play games in a row but some need to be taken care of.
“Gerrard is one of them at this moment. Dirk Kuyt is another who has played almost every game. Xabi Alonso, Jamie Carragher and Robbie Keane are the same.
“You also have to consider that some of these players have played internationals this season too. I think Keane has played 23 games already.
“We will use players who haven’t played every game. I have confidence in them because they are all internationals.
“We will use players who haven’t played every game. I have confidence in them because they are all internationals

Þó maður píni sig til að hafa virðingu fyrir þessari keppni þá er ég á því að Liverpool eigi að gera einmitt þetta þegar kemur að deildarbikarnum og jafnvel á ennþá róttækari hátt á upphafsstigum, líkt og Arsenal gerir, þ.e. senda 5.flokkinn sinn í leikina. Í það minnsta slatta af þessum strákum sem hafa verið að vinna varaliðadeildina.

Það var einhver hérna um daginn að tala um að pistlahöfundar væru orðið í 90% tilvika með byrjunarliðið rétt fyrir leiki, hvað þennan leik varðar skal ég þá allavega viðurkenna að ég hef ekki grænan grun um liðið og stefni á að fá 5,5 eins og í Efnafræðinni í gamla daga (Giska á 6 rétta af 11)

Wild guess á byrjunarliðið:

Cavalieri

Degen – Hyypia – HobbsAgger – Dossena

Lucas – Plessis

Pennant – Benayoun – Babel

N´Gog

Á bekknum: Reina, Carra, Torres, Alonso, Spearing, Insua, El Zhar.

Ég er nokkuð viss um að Cavalieri fái þessa keppni eins og siður er hjá okkur. Ég set Degen inn sem óvæntan bakvörð frekar en Insua, þó veit ég ekki stöðuna á Svisslendingnum, held að hann sé farinn að æfa og væri mikið til í að sjá hann í þessum leik. Þetta er svo kjörinn leikur fyrir Dossena (Insua reyndar líka) og því held ég að hann fái sénsinn. Hvað miðverði varðar þá veit ég að það er ólíklegt að Rafa hvíli þá báða en tippa samt á að Hyypia taki Hobbs í Miðvörð 203 á morgun (hann var búinn að ná 103) og CarrAgger fái hvíld.

Ég er nokkuð viss um að Lucas byrji inná á morgun og held að Plessis fái sénsinn líka, hvort sem það verður frá byrjun eða komi inná. Pennant hlítur svo að vera í liðinu og mér finnst ekki ósennilegt að Benayoun og Babel sjái um sóknarleikinn með honum.

Framm set ég svo N´Gog, eiginlega meira af óskhyggju heldur en eitthvað annað því ég er skíthræddur um að það verði hætt á að nota Torres frá byrjun í þessum leik……og ef hann meiðist í svona deildarbikarleik verður sett nýtt HSK met í blótsyrðum innanhúss, því lofa ég.

Spá:Að spá fyrir um þennan leik er svo svipað “auðvelt” og það er að spá fyrir um byrjunarliðið, þetta gæti farið allt frá því að okkur verði skellt illa upp í það að hefna örlítið fyrir ránið sem við lentum í þarna um daginn. Ég segi 1-2 fyrir okkur með mörkum frá Pennant og Torres.

Að lokum, ótengt þessari skýrslu vil ég biðja menn um að taka svona tvær mínútur frá til að hlæja, helst í kór, af mannvitsbrekkunni Mbokani sem spilaði stórvel á móti okkur í haust :-p

Babú

35 Comments

  1. snildar skýrsla frá sjúkrabínum (babú) eins og venjulega.
    Spái jöfnum og skemmtilegum leik, 1-1. Segjum að torres komi inn í seinni hálfleik og setji markið.

  2. Já Johnny ég var farinn að spá í hvort ég ætti að hita upp fyrir einhvern af ítölsku leikjum vikunnar!! En er þetta ekki komið í lag hjá ykkur líka?

  3. Góð skýrsla fyrir karmellubikarinn. Ég vona að við vinnum en í raun vil ég frekar að “fringe” spilarar spili vel í þessum leik og úrslitin í raun aukaatriði.

    En Mbokani fær ekki að fara í rússibanann í Köben á næstunni, snilld!

  4. Þetta er glæsilegt hjá þér Babu, eins og allar þínar upphitanir. Les ekki alltaf upphitanir á síðunni hérna en les alltaf þínar ! 😉

  5. Nr.4 FDM
    Já ég var að tippa á að hann yrði MJÖG óvænt í byrjunarliðinu!!!!!

    nei oki ég talaði við Agger áðan og hann samþykkti að koma inn á morgun í staðin fyrir Hobbs.

  6. mæli með því að allir skelli sér á youtube og horfi á THE TORRES STORY sem er í 6 pörtum. farið yfir ferilinn hjá el nino til þessa + skemmtileg viðtöl við leikmenn og þá sem hafa haft inpact á ferilinn hjá þessum meistara.

  7. Insua er vinstri bakvörður ekki satt og myndi þá líklega byrja fyrir Dossena. Tel þó líklegt að Dossena spili þar sem honum virðist ekki veita af leikæfingu.

  8. ekki hægt að spá mikið fyrir um þennan leik. ég vona það besta bara og að við förum með sigur af hólmi nema hvað. samt feiki ánægður með að þeir bestu verði hvíldir, veitir ekki af, mikið framundan og mikið að baki.

  9. Mitt slump á liðið er svona

    Cavaleri – Degen – Hyypia – Agger – Dossena
    Spearing – Plessis
    El Zhar – Ngog – Babel
    Torres (því miður, fótbrotnar á 44. mín)

    Töpum leiknum 3-1 enda Spurs með aðalliðið sitt.

  10. ég vona að Insúa verði í vinstri bak, svona til að skoða hann, sjá hvort hann er ekki möguleiki sem gæti reddað okkur út úr þessari vinstri bak kreppu.

  11. Væri ekki hægt að fara að bæta aðeins málfarið á þessari síðu? Þetta er farið að minna á þýddar fréttir á fótbolti.net. Að spila niður væntingar, hvað er það? Fyrir utan klassíkina “klárlega” og “róteringar”.

    Kveðja, sá súri.

  12. Verður skemmtilegt að sjá uppstillinguna í kvöld, maður veit sannarlega ekki á hverju maður á von. Ég vona samt að við sjáum Darby í bakverðinum og El Zhar í stað Pennant.
    En þetta verður hörkuerfiður leikur gegn sitjandi meisturum Carling Cup með sitt sterkasta lið. Samt ánægjulegt að fara í svoleiðis leiki, tiltölulega áhyggjulaus. Þótt við töpum enginn heimsendir en frábært ef við vinnum.

  13. Nr.14. Súri
    Var ekki mánudagur hjá þér á mánudaginn eða?
    Allavega sé ég klárlega ekkert að því að tala um róteringar hérna á kop, en það er kannski bara ég!! Lít á þetta sem bloggsíðu, ekki íslenskuverkefni, þó maður reyni auðvitað að vanda sig.

    Nr.13. Ingi T
    Sannarlega ekki góðar fréttir þó þær geti ekki talist mjög óvæntar. Þetta eru samt ennþá áhyggjur eins manns og ekkert hefur komið á þessa leið frá okkar eigendum. Þannig að kannski er ekki tímabært að fara velta sér of mikið upp úr þessu strax. En ef þessir %&%# kanar ná a sigla klúbbnum okkar í strand hverfur áhugi minn á enska boltanum líklega með.

  14. Minn áhugi á enska boltanum mundi klárlega ekki hverfa ef Liverpool færi á hausinn en ég mundi eflaust rótera spænska, ítalska, þýska og enska boltanum ef út í það færi.

    En maður fer nú kannski ekki að umturna áhuga sínum á enska boltanum fyrr en það kemur í ljós að þessir &/$%& kanar selja Torres, Gerrard og restina til þess að borga þessi lán. Þeir hljóta að fara að sjá út í hvað stefnir og fyrst þetta eru nú buisness menn hljóta þeir að sjá að það er væntanlega að klúbburinn sé söluvænni í dag heldur en á næsta ári sem neðrideildarlið í Englandi …

  15. Já, hvað skal segja. Maður hefði eflaust getað skrifað “dempað væntingar” en mér fannst hreinlega ekkert að því að skrifa “spila niður væntingar”. En ef það fer svona hrikalega í pirrurnar á mönnum þá skal ég bara lofa því að gera það aldrei aftur. Ég tel mig nú vera slarkfæran í íslenskunni, og sá/sé hreinlega ekkert athugavert við það.

  16. ég væri svo himinnlifandi ef að El Zhar myndi byrja inná. Það væri geðveikt. Vil sjá meira af honum.

  17. SSteinn, orðið að dempa minnir óneitanlega mikið á to dump, spurning hvort það sé of nálægt enskuslettu …

  18. skv. teamtalk eru þetta þeir 19 sem koma til greina í hópinn í kvöld:

    Reds (from): Cavalieri, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Lucas, Alonso, Babel, Torres, Keane, Ngog, Pennant, Insua, Spearing, El Zhar, Plessis, Reina, Degen.

    m.v. þetta þá skýt ég á þetta lið:

    Cavalieri
    Degen, Carragher, Hyypia, Insua
    Plessis, Lucas
    Pennant, Benayoun, Babel
    Ngog

    Er ekki klár á hvaða stöðu Spearing spilar, ef hann getur spilað hafsent þá gæti verið að Carra fái hvíld og Spearing verði hafsent. Torres kemur vonandi snemma inn í seinni hálfleik og nær sér vonandi í ca. 30-35 mín til að ná upp leikæfingunni.

  19. Súri skrifaði: [“Væri ekki hægt að fara að bæta …”]. Betur færi: “Mætti ekki bæta …”. Varð fyrir talsverðu áfalli að lesa þessa ambögu 😉

  20. Ég þarf auðvitað að taka eigið málfar til skoðunar líka. Það sama gengur yfir alla hér!

  21. TORRES VERÐUR INNÁ Í STAÐINN FYRIRI BENAYOUN ANNARS ER ÞETTA RÉTT OG SPILAÐ MEÐ LEIKERFIÐ 4-4-2
    MARKI CAVILARIE
    VÖRN DEGEN-CARRA-HYPPIA-DOSSENA
    MIÐJA LUCAS-PLESSIS-PENNANT-BABEL
    FRAMI N´GOG-TORRES

  22. Nr.24
    Rólegur í HÁstöfunum maður, meira að segja ég sé þetta ágætlega á venjulega mátann.

  23. Ahem, sem íslensku menntaður maður 🙂 þá er mér ljúft og skylt að legga orð í belg varðandi það að málfarið hér inni megi bæta af hálfu pistlahöfunda.

    Ég hef lengi komið inn á þessa síðu í fróðleiksleit og hugleiðingar um málefni er varða klúbbinn minn, klúbbinn okkar. Ég lít svo upp til þessarra ungu manna hér inni fyrir það að nenna að standa í því að halda úti skrifum um félagið okkar og flytja okkur þýddar fréttir af líðandi stundu.
    Ég hef einnig tekið eftir því að málfarið hér, amk. af hálfu pistlahöfunda og stjórnenda síðunnar, er undantekningarlítið til fyrirmyndar.

    Ég þakka ykkur fyrir að nenna þessu.

    Ps. Varðandi athugasemd frá nr 14, þá tel ég að fyrirsögnin hefði hljómað betur sem svo: “Að draga úr væntingum” því hitt, “Að spila niður væntingar” er sennilega tilraun til að þýða beint enska frasann: “To play down expectations” en ég átel ekki SStein fyrir það – þvert á móti.

    Keep it up lads.

  24. Flottur upphitunar póstur Babú.. Kop.is er svo sannarlega ríkt að hafa mann eins og Babú við skrif.

    Að leiknum þá held ég að þetta verði skemmtilegur leikur í kvöld. Mínir menn munu hvíla Bent og Modric sem verða á bekknum. Pavlychenko mun koma inn í stað Bent. Líklega mun Harry spila með 2 strikera í kvöld og þá fær Fraizer Campbell að spila.

    Vonandi mun þetta koma til með að fara eins og síðast. Annars vonast ég bara eftir skemmtilegum leik tveggja góðra liða.

    Come on you Spurs!

  25. Ég vil sjá Insua, Torres, El Zhar og PACHECO eða Németh! hvar eru þeir búnir að vera? pacheco og nemeth eiga að fá þessa sénsa.. þessi bikar er drasl og skiptir engu

  26. Sælir félagar.
    Er ekkert að koma um liðið sem verður uppstillt í kvöld. Það eina sem ég veit er að Gerrard og Keane verða örugglega ekki með en ef til vill á bekknum. Gaman væri ef kjúklingarnir fengju margir að spila og gott að vita að Babel er í hefndar og sóknarhug. 😉
    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Nemeth er að jafna sig eftir aðgerð…… Enda er varaliðið að skíta á sig þessa dagana………………..

  28. Gaman að sjá El Nino í byrjunarliðinu í kvöld. Einnig verður forvitnilegt að fylgjast með Degen.

    The Liverpool team in full:Cavalieri, Degen, Agger, Hyypia, Dossena, El Zhar, Lucas, Plessis, Benayoun, Ngog, Torres. Subs: Gulacsi, Riera, Darby, Insua, Benayoun, Carragher.

  29. Babel inn fyrir Benayoun sem getur augljóslega ekki verið bæði inná og á bekknum!

  30. Jónsi..

    Benayoun væntanlega ekki á bekknum ef hann byrjar..?

    hehe, þú hefur copy/paste af .tv síðunni greinilega 🙂

  31. Jebb c/p af .tv þeir eru búnir að laga þetta núna. Skrítið að Pennant sé ekki einu sinni í hópnum.

Að spila niður væntingar

Liðið komið!!!