Sunnudagspælingar

(ATH: Olli skrifaði þennan pistil, var í vandræðum með að birta hann)

Sunnudagur eftir sigurleik er alltaf jafn ljúfur.

Færsla mín í dag á sér fyrirmynd, en fyrirmyndin var skrifuð á síðuna þann 16. ágúst árið 2002 og var hún skrifuð af meistara KAR. Þar tók hann saman þau lið sem að flestra mati væru að fara að berjast um titilinn og skipaði í stöður í eitt “draumalið” og velti fyrir sér hvaða lið hefðu bestu leikmennina í hverri stöðu fyrir sig.
Mig langar að leika sama leik til að búa til smá umræðu hér á sunnudegi og brjóta upp “markaþurrða – hveráaðveraíframlínunni – 442eða4231 – keane – kuyt” umræðuna.

Ef við tökum fjögur sterkustu liðin í deildinni þá eru það klárlega Liverpool, Chelsea, Arsenal og Man Utd. Þessi fjögur lið hafa verið þau sterkustu í nokkur ár en þó er bilið í næstu lið á eftir að mínu mati að minnka. Það eru lið á borð við Aston Villa, Everton og Man City sem koma í styrkleikaflokk 2 í enska boltanum að mínu mati. Þessi lið hafa verið að fá töluvert mikið fjármagn inn í rekstur sinn og hafa því verið að versla gæðaleikmenn, þó sérstaklega City og Villa. Þessi lið eru gríðarlega erfið heim að sækja og ég tel að útileikir við þau geti ráðið alveg jafn miklu um það og leikir innbyrðis milli toppliðanna, um hvað af þessum 4 bestu liðum klári deildina. Stigin sem þessir 4 toppklúbbar munu tapa í vetur verða mjög sennilega eftir leiki innbyrðis og þá einnig gegn hinum 3 klúbbunum sem ég taldi upp hér áðan og við höfum nú þegar séð toppliðin tapa stigum gegn þessum liðum á útivöllum.

En nóg um það, ég tel mig vera kominn svolítið út af sporinu hvað varðar markmið færslunnar og ætla því að byrja á því sem ég ætlaði mér.
Við höfum 4 mjög sterk lið sem eru að öllum líkindum að fara að berjast um dolluna í vetur.

Sterkustu byrjunarliðin (að mínu mati að sjálfsögðu, ég mun passa mig á hlutdrægni og horfa ískalt á þetta) eru hér að neðan og val mitt mun vera á milli þeirra leikmanna sem ég valdi í þessi lið. Ég átti í smá vandræðum með að finna sterkasta lið Man Utd en ég ráðfærði mig við nokkra sérfræðinga og fékk út þeirra sterkasta lið í dag.

Liverpool: Reina, Arbeloa, Carra, Agger, Dossena, Gerrard, Alonso, Kuyt, Riera, Keane, Torres.
Chelsea: Cech, Boswinga, Carvalho, Terry, A. Cole, Ballack, Lampard, J. Cole, Malouda, Deco, Anelka.
Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Nasri, Fabregas, Walcott, Denílson, Adebayor, van Persie.
Man Utd: van de Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Carrick, Fletcher, Ronaldo, Park, Berbatov, Rooney.

Markmaður:
Ok, fyrir mér er þetta aldrei spurning. Við höfum 4 misgóða markmenn. Þá Reina, Cech, van de Sar og Almunia. Það er ekki af ástæðulausu sem að Pepe Reina hefur unnið gullhanskann 3 ár í röð og hann er að mínu mati að auka forskot sitt á hina. Hann er frábær maður á móti manni, með góðar spyrnur og eldfljótur að koma boltanum í leik. Ég nenni ekki að ræða hina markverðina því Reina er að mínu mati bersýnilega bestur af þeim. Liverpool hefur vinninginn þarna.

Hægri bakvörður:
Þetta val gæti orðið mjög erfitt. Hér höfum við þá Arbeloa, Neville, Sagna og Boswinga. Arbeloa hefur verið að taka framförum en ég tel hann ekki nógu sterkan ennþá, hann verður orðinn mun sterkari kandídat í baráttu um besta hægri bakvörð deildarinnar á næsta tímabili. Neville er orðinn gamall en er mjög reyndur og hefur unnið marga titla, hann hefur þó aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mun seint teljast skemmtilegur knattspyrnumaður sem gaman er að horfa á. Sagna hefur komið mjög vel inn í enska boltann. Hann er fínn varnarlega, fljótur, með mikla tækni, tekur menn á og tekur virkan þátt í sóknarleiknum og að mínu mati hreppir Arsenal hnossið í þessari stöðu. Boswinga virkar fínn leikmaður en ég tel að hann þurfi fleiri leiki til að hægt sé að bera hann saman við hina almenninlega og líka til að komast betur inn í ensku deildina því það gerist ekki á einni nóttu.

Vinstri bakvörður:
Þetta er ekki erfitt val finnst mér. Þarna eru þeir Dossena, Evra, Clichy og Cole. Kalt mat, þá hafa vinstri bakverðir Liverpool ekki verið nógu sannfærandi á þessu tímabili. Cole er mjög góður leikmaður en hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var á sínum tíma hjá Arsenal þegar hann var bestur í sinni stöðu í heiminum. Skipti hans til Chelsea eru mér enn óskiljanleg, hann var að spila frábærlega með mjög góðu liði, en eins og ég segi þá finnst mér hann slakari en hann var og aðrir leikmenn orðnir betri í þessari stöðu. Clichy er mjög góður leikmaður. Mjög fínn varnar- og sóknarlega og er afar hættulegur í skyndisóknum Arsenal liðsins en allir þessi bakverðir standast Evra ekki snúninginn sem er að mínu mati besti vinstri bakvörður deildarinnar. Hann er sterkur, fljótur, með sjokkerandi stökkkraft, góður tæklari og er oft með hættulegri mönnum í sóknum Man Utd.

Miðverðir:
Hér höfum við Ferdinand-Vidic, Carra-Agger, Toure-Gallas og Carvalho-Terry.
Fyrir mér eru það tveir enskir leikmenn sem eru bestu miðverðirnir. Ég skyldi aldrei á sínum tíma af hverju þeir voru ekki hafðir í hjarta varnar enska landsliðsins, en það endaði með því að annar þeirra batt enda á landsliðsferil sinn. Þetta eru að sjálfsögðu Carragher og Terry. Mér finnst Carragher vera fullkominn miðvörður, leiðtogi og hefur í raun allt sem miðvörður þarf að hafa. Mér finnst hann betri en Ferdinand, Toure og hvað þá Carvalho og ætla svo sem ekkert að fjölyrða neitt frekar um það. Hvað varðar miðvörðinn vinstra meginn þá finnst mér Terry vera betri en Vidic, Agger og Gallas. Allt eru þetta heimsklassa leikmenn en þeir sem hafa fylgst með enska boltanum af einhverju viti í gegnum tíðina er það þeim vonandi bersýnilegt að Terry er bestur af þessum leikmönnum.

Vinstri kantur:
Þá eru það Riera, Malouda, Denílson og Park. Mér finnst í raun ótrúlegt að það eru ekki til sterkari vinstri kantmenn í þessum 4 toppliðum. Riera hefur komið frábærlega inn í lið Liverpool, skorað mark og verið virkilega líflegur. Hann er góður maður á mann, fljótur, tæknilega fínn og er mjög góður í að leysa úr flækjum aftarlega á vellinum með snaggaralegum hreyfingum og snertingum. Malouda er frábær knattspyrnumaður en hefur einhvern vegin ekki heillað mig uppúr skónum að undanförnu. Hann kom mjög beittur inn í enska boltann en oddurinn hefur farið svolítið úr hans leik. Denílson er ágætis leikmaður, maður sem er með leikjahæstu leikmönnum Arsenal á tímabilinu hlýtur nú að vera það. Hann er týpískur Arsenal leikmaður, góður í stuttu spili, tæknilega góður og snöggur. Á samt töluvert í land ennþá. Park er að sama skapi snöggur, fínn tæknilega og skeinuhættur í sóknum Man Utd, hann virkaði ekki vel á mig til að byrja með en hann vann sig jafnt og þétt í áliti og er fínn kantmaður í dag.
Þetta val er mjög erfitt og ég er ekki alveg 100% á því en ég ætla að gefa Riera þennan titil.

Hægri kantur:
Þetta verður aðeins auðveldara. Þarna eru þeir Kuyt, J. Cole, Walcott og Ronaldo. Allt frábærir leikmenn. Kuyt er langbestur af þeim í pressu og varnarvinnu, en sennilega sístur sóknarlega. Við þekkjum öll hans kosti og ókosti og ég ætla ekki að eyða frekari innslátti í þá. J. Cole er heimsklassa kantmaður, hefur allt sem þarf. Hann skorar líka mikið og Chelsea sóknin er ekki söm án hans. Walcott er líklega fljótasti leikmaður heims um þessar mundir og það eitt er gríðarlega sterkt fyrir hann. Hann er týpískur Arsenal leikmaður og er mjög góður sóknarlega, mætti bæta sig varnarlega þó. Það sem hann vantar er reynsla en hann kemur til með að verða hrikalega góður eftir skamman tíma. Ronaldo er náttúrlega yfirburðamaður þegar kemur að þessari stöðu og ég neita að rökstyðja það, tel það ekki þurfa. Hann einfaldlega er besti hægri kantmaðurinn af þessum leikmönnum.

Miðjumenn:
Þá höfum við þá Gerrard – Alonso, Ballack – Lampard, Carrick – Fletcher og Fabregas – Nasri. Gerrard er bestur af þessum leikmönnum held ég að sé alveg ljóst. Alonso er frábær dreifari á miðjunni og er mjög complete leikmaður sem hefur verið að spila frábærlega undanfarið. Ballack er mjög góður og Lampard spilar í 90% tilvika vel. Carrick er einnig skínandi fínn leikmaður en hann hefur einhvern vegin ekki enn náð sömu hæðum og hinir ennþá. Fletcher hefur verið góður í vetur og er einn sá alseigasti sem ég veit um. Hann hefur verið að skora mikilvæg mörk og spilað vel upp á síðkastið. Fabregas og Nasri eru mjög líkir leikmenn. Góðir spilarar og hafa í raun allt nema skrokkinn. Þeir eru seint að fara að taka Gerrard eða Lampard í öxl í öxl eða einhvers konar návígi og vinna það, það sé ég bara ekki gerast. Hins vegar báðir tveir magnaðir leikmenn en tel þá þurfa 1-2 ár til að ná sömu hæðum og Gerrard og Lampard sem ég vil velja sem bestu miðjumennina.

Sóknarmenn
Hér er samankominn rjóminn af bestu sóknarmönnum heims. Við erum með second strikers sem eru Keane, Deco, van Persie og Rooney og svo með first strikers sem eru Torres, Adebayor, Anelka og Berbatov.

Byrjum á second strikers.
Þar höfum við Keane til að byrja með. Hann hefur verið að valda vonbrigðum það sem af er af tímabili en virðist vera að ná formi sínu á annan stall eftir helgina þar sem við sáum að hann lék frábærlega. Deco er frábær leikmaður og það verður ekki deilt um það. Ótrúlegur skotmaður og útsjónasamur en árin eru farin að segja til sín. van Persie er mjög öflugur. Hann skorar mikið, leggur mikið upp og er nánast fullkominn second striker. Hann er hins vegar oft heimskur og bráður eins og við höfum séð og þar tel ég að reynslan eigi eftir að koma til hjálpar eftir nokkur ár. Rooney hefur átt erfitt uppdráttar í vetur þar sem honum hefur verið spilað eilítið út úr stöðu. Hann hefur því ekki spilað eins vel og hann hefur oft gert. En það vita allir hversu góður hann er og ég ætla að sleppa öllum milliskrefum til útskýringar á því máli. Mér finnst mjög erfitt að velja besta second strikerinn en Keane og Deco fá titilinn allavega ekki. Valið stendur þá á milli Rooney og van Persie og ég vel þann síðarnefnda þar sem hann hefur verið beittastur af þessum 4 í vetur.

First strikers.
Torres átti fullkomið fyrsta tímabil og það vita allir hversu góður hann er. Eini gallinn við Torres er að hann er svolítið gjarn á að meiðast. Adebayor er einnig góður. Hann skorar mikið og hefur gríðarlega tækni, er sterkur og fljótur. Anelka er góður klárari en örugglega einn sá leiðinlegasti í boltanum í dag. Ég hef t.d. aldrei séð glitta í tönn hjá honum því hann virðist ekki kunna að brosa. Hann er góður leikmaður en stenst hinum engan samanburð að mínu mati. Berbatov er klókur, hefur frábært spilauga en mætti skora meira. Hann er tæknilega fullkominn og það verður athyglivert að sjá tölfræði hans eftir tímabilið. Hann kemur til með að verða mjög góður í liði Man Utd og vera þeim mikilvægur.
Hér er hins vegar enginn vafi í mínum huga, Torres er bestur af þessum first strikers.

Þá er þetta “draumalið” tilbúið og lýtur svona út.

Reina

Sagna – Carragher – Terry – Evra

Ronaldo – Gerrard – Lampard – Riera
Torres – van Persie

Liverpool hefur 5 leikmenn, Man Utd hefur 2 leikmenn, Chelsea hefur 2 leikmenn og Arsenal hefur 2 leikmenn.

Mér finnst þetta sanngjarnt lið, ég átti í mestum vandræðum með vinstri kantinn og valið á Riera finnst kannski sumum vera “loðið”, en hann hefur leikið virkilega vel þá leiki sem hann hefur fengið og því set ég hann þarna.

En nú rétt í þessu var Chelsea að endurheimta toppsætið með 2 mörkum frá Anelka og spennan helst því í toppbaráttunni áfram. En það er ekki mikið búið af leiktímabilinu og þetta er mat mitt á besta liðinu eins og staðan er í dag, en ég skal gera aftur eins samantekt þegar tímabilinu lýkur og þá getum við séð hvernig tímabilið hefur þróast og hverjir halda þetta best út. En ég gef ykkur núna orðið, en óska eftir málefnalegum athugasemdum eingöngu.

37 Comments

  1. Já skemmtilegar pælingar. Mitt væri:

                   Reina
    

    Bosingwa Carra Terry Evra
    Ronaldo Gerrard Lampard Nasri
    Torres Rooney

  2. Liverpool vantar gæðabakvörð, þó aðallega vinstri bakvörð en Arbeloa er sterkari með hverjum deginum. Aurelio er gjörsamlega gagnlaust hræ og Dossena ekki skárri. Insúa er spennandi kostur en síðan hefur Gareth Bale alltaf heillað mig, eða þá leiki sem ég hef séð með honum. Bale gæti orðið Liverpool leikmaður í janúar þar sem hann hefur fengið fá tækifæri með Tottenham eftir að Houdini tók við. Við getum ekki einu sinni borið saman EVRA og DOSSENA/AURELIO þar sem Evra er heimsklassa bakvörður, sá besti í heiminum að mínu mati. Annars er ég sammála pistlinum hér að ofan að öllu leyti nema með Van Persie. Hann er frekar brottgengur og eftir seinustu helgi hallast ég á því að hann sé greindarskertur. Rooney er kannski ekki gáfaðasti maðurinn í bransanum en hann og Torres yrðu svo gourme framherja par, Rooney hlaupandi um eins vitleysingur með Torres fyrir framan sig.

  3. rosalega erfit val á milli framherjana fer bara eftir hvað herjum finnst

  4. Reina – Bosingwa Rio Terry Evra – Ronaldo Gerrard Fabregas Walcott – Torres Anelka

  5. Addorri þú ert að misskilja mig smá. Torres og Anelka voru báðir í hópi 1. striker…annar hvor er því bara valinn þar sem þeir gegna sama hlutverki hjá liðum sínum.

  6. Flottur pistill Olli og skemmtilegar pælingar. Ég er nú ekkert að öllu leyti sammála. Það er reyndar afar erfitt að tala um eitt eiginlegt byrjunarlið hjá þessum liðum en það á að velja 11 þá myndi ég stilla þessu svona upp…..

    Liverpool:
    Reina
    Arbeloa, Carra, Agger, Aurelio,
    Alonso, Mascerano,
    Gerrard, Keane, Riera,
    Torres.
    Mér finnst Aurelio hafa verið svona helmingi betri heldur en Dossena það sem af er ári. Ég held að það sé erfitt að velja besta lið Liverpool án Mascherano og því myndi ég setja þetta svona upp. Gerrard í free role út frá hægri kannti eða í holunni (Keane þá hægra megin eða auðvitað Kuyt). ATH þetta er mitt lið, sem útskýrir fjarveru Kuyt 😉

    Chelsea:
    Cech,
    Boswinga, Carvalho, Terry, A. Cole,
    Ballack, Essien
    Malouda, Lampard, Deco
    Drogba.
    Ég sé ekki að það sé hægt að tala um besta lið Chelsea án þeirra besta leikmanns, Didier Drogba og hef hann því þarna mun frekar en Anelka. Eins held ég að Essien verði að teljast til þessa hóps sem setur mig í smá basl með Deco og Lampard.

    Arsenal:
    Almunia
    Sagna, Toure, Gallas, Clichy
    Nasri, Fabregas, Rosicky, Walcott,
    van Persie
    Adebayor
    Ég þoli ekki Arsenal

    Man Utd:
    Van de Sar,
    Rafael, Ferdinand, Vidic, Evra
    Carrick, Anderson
    Ronaldo, Scholes, Rooney.
    Berbatov
    Ég held bara svei mér þá að baraselíska barnið sé orðið betra en Gary Neville akkurat eins og staðan er í dag. Eins held ég að Andreson sé töluvert betri en Fletcher og ef um stórleik væri að ræða þá set ég Scholes þarna inn þó Tevez eigi auðvitað að vera í þessari jöfnu líka.

    Ef maður á svo að velja besta liðið af leikmönnum úrvalsdeildarinnar þá sakna ég nú manna eins og Robinho, Modric (sanniði til), Zaki jafnvel, ofl.

    En prufum þetta….

    Reina

    Sagna – Carragher – Terry – Clichy

    Ronaldo – Gerrard – Fabregas – Nasri
    Torres – Drogba

    Mark: Ég er sammála því að Reina er besti markvörðurinn í þessari deild og var bara einmitt að ræða það í gær við nokkra United menn. Ég myndi aldrei vilja skipta á honum og Cech, Van Der Sar er kominn á aldur og Arsenal er ekki með í þessari deild.
    Bakverðir: Sagna er mjög flottur þarna í hægri bakverðinum og ég held að ég myndi vilja fá Clichy með honum hinu megin. Hann hefur tekið þá stöðu gríðarvel hjá Arsenal og þar á bæ talar enginn lengur um Chasley Cole. En aftur á móti þá eru Evra, A.Cole og Bosingwa ansi nálægt því hjá mér að vera á þessum lista.
    Miðverðir: Þarna átti ég í miklu basli með að velja, set Carra og Terry eins og Olli gerði. Carra hefur verið afar traustur í ár og hefur svo rosalegan vilja fram yfir hina. En Ferdinand, Vidic, Gallas o.fl. eru kannski betri leikmenn. En hef þetta svona meðan liðin þeirra eru ennþá á toppnum.
    Kanntar Ronaldo er óumdeilt og ég set Nasri hinumegin. Riera hefur verið fínn og komið sterkur inn hjá okkur, en það hjálpar honum líka töluvert að þetta hefur verið vandræða staða hjá okkur undanfarin ár og hver sem kemur og fyllir hana vel verður vinsæll hjá stuðningsmönnum. Walcott gæti einnig verið á þessum lista.
    Miðja: Ég myndi allajafna setja Ballack sem pottþéttann í þessa stöðu en hef bara ekki séð nóg af honum í ár svo ég hef Fabregas þarna í staðin ásamt Gerrard auðvitað.
    Btw. mér finnst og hefur alltaf fundist Ballack mikið betri leikmaður heldur en Lampard. Gallinn við þetta hjá mér er samt líklega sá að þarna vantar Mascherano, Essien, Andreson, Carrick, Alonso eða einhverja þannig týpu með.
    Sókn Torres er sjálfkjörin þó t.d. Robinho ætti það líklega meira inni ef við tækjum bara mið af þessu tímabili. Eins held ég að Torres og Drogba yrðu hrikalega óáreinilegt sóknarpar og hef hann því þarna í stað manna eins og Van Persie og Adebayor (stafs) og Berbatov, sem væru þó líka allir vígallegir. Upphaflega gleymdi ég Drogba þegar ég var að gera þetta og var með Berbatov í staðin.

  7. Ég ætla að koma frá hlið og stilla þessu svona;

    Reina
    Sagna – Ferdinand – Terry – Evra
    Gerrard – Lampard – Mascherano – C.Ronaldo
    Torres – Rooney

    Geri þetta til að koma Mascherano verðskuldað að og hversu slappt val Riera er á vinstri kanti. Gerrard átti líka eitt sitt besta tímabil með Liverpool á hægri kant.
    Þetta lið gæti unnið HM, CL og ensku deildina blindandi.

  8. Úpps gleymdi Drogba líka, hann kemur inn fyrir Rooney. Myndar svaðalegt sóknarpar ásamt Torres.

  9. Skemmtileg pæling og égværi í raun til í að sjá hvernig fans frá hinum liðunum myndu velja í sitt lið. Hvort það yrðu “bara” 5 leikmenn úr þeirra liði eða hvort þeir myndu líta á þetta raunsæum augum. Ég veit allavega að ég myndi hafa Carragher, Terry, Gerrard, Torres, Ronaldo, Rooney í mínu liði hvað sem öðru líður.

  10. Menn mun alltaf deila um þetta, en ég get lofað ykkur því að það eru bara stuðningsmenn Liverpool sem myndu velja Carragher í svona lið. Síðan er ljóst að ef velja á lið í jafnvægi kemst bara einn af Gerrard og Lampard að, mér er nett sama um hvor það ætti að vera. Carrick er búinn að skila sínu feykivel hjá okkur, og Mascherano er sterkur en Essien uppá sitt besta er rosalegur og það þarf einn af þessum þremur til að hafa jafnvægið fyrrnefnda. Nasri, Park, Walcott og Deco gætu síðan allir skilað vinstri kanti betur en Riera.
    Drogba og Torres saman frammi myndi leiða til umferðaröngþveitis, sjálfur myndi ég velja Rooney og líklega Torres

  11. Rooney hefur átt erfitt uppdráttar í vetur þar sem honum hefur verið spilað eilítið út úr stöðu. bíddu hann átti frábæran kafla um daginn og var skora helling. ekki það að ég sé að verja hann enda hardcore liverpool fan 🙂 en það er vitað mál að Rooney skorar alltaf í kippum 😉

    Annars mjög skemmtilegar pælingar og mjög erfitt að velja liðið.
    held samt að ég myndi hoppa mína hæð ef ég liverpool væri skipað svona

    Reina – Sagna – Agger – Terry – Evra – Ronaldo – Gerrard – Fabregas – Malouda – Rooney – Torres.

    Eins og alltaf þá eru misjafnar skoðanir manna og ég á ekkert að þurfa verja þetta lið. svo bekkurinn myndi skipa Cech – carra – chlichey – Essien – Teves – Van pirsie – Walcott.

    samkvæmt þessu liverpool með 5 leikmenn í hópnum United 4 leikmenn arsenal 5 leikmenn og Chelsea 4 leikmenn.

  12. babu, þessir leikmenn sem þú m.a. taldir upp í byrjunarlið liðanna … þá meina ég rosicky, drogba og essien, eru klárlega sterkari heldur en leikmennirnir sem ég setti í liðin, en ég reyni að setja þá leikmenn sem hafa verið mest áberandi í vetur og hafa skarað fram úr í vetur. þessir leikmenn eru heimsklassaleikmenn en hafa lítið/ekkert sést í deildinni so far (eru á tilboðsverði í ikea, leðuráklæði og allur pakkinn) þannig ég ákvað að hafa þá útundan. svo skulum við sjá í lok tímabils hvernig draumaliðið verður og þá getum við séð c.a. hvernig liðin halda seasonið út.

    svo væri líka gaman að láta alla penna þessa bloggs velja í lið ársins í lok tímabils með þá úrtak úr öllum liðum.

  13. Þú ert samt smá í mótsögn við sjálfan þig Olli þegar þú segir að þú sért að setja inn þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í vetur og velur síðan Torres og Gerrard í liðið á frammistöðu vetrarins.

    Anelka hefur klárlega verið besti leikmaðurinn í þessum svokallaða 1.flokki enda hefur hann skorað helmingi meira en sá næsti í þveim flokki í deild.

    Gerrard hefur ekki verið með bestu miðjumönnum í deildinni hingað til þar sem að mér hefur fundist hann eiga of marga slaka leiki af þessum 12 leikjum sem spilaðir hafa verið.

    Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hef ekki séð jafnmikið af hinum í hans flokki en mér finnst Carrick hafa verið mjög stöðugur í þeim leikjum sem ég hef séð.

    En ef að Nasri er í miðjumannaflokknum með Gerrard (hélt að hann væri búinn að vera að spila sem kantmaður) þá myndi ég hiklaust velja hann.

    En annars eru þetta skemmtilegar pælingar en geta verið svolítið erfiðar ef að þessu er skipt í svona flokka.

    Það eru náttúrlega ýmsar leiðir til að velja þetta en besta leiðin til að velja hið fullkomna lið og fá jafnvægi væri að skipta í varnarsinnaða og sóknarsinnaða miðjumenn.

    En þetta er ein leið og hún virkar á sinn hátt enda er ætlunin kannski ekkert að velja lið með góðan balance 🙂

  14. What? Denilson er ekkert vinstri kantur og Deco er ekkert second striker.

  15. Deco hefur verið að spila fyrir aftan anelka sem hefur verið fremstur, þannig hann er í “holunni” sem kemst næst því að vera 2. striker.

  16. Sindri Þór..þegar ég skrifaði greinina og valdi Torres þá var hann kominn með 5 mörk en Anelka 6 mörk. stuttu síðar hafði anelka skorað 2 mörk þegar ég var búinn að skrifa færsluna, uppfærði það að hann hefði skorað 2 mörk á móti blackburn neðst í færslunni en ætlaði svosem ekkert að fara að uppfæra liðið út frá þessum eina leik.
    og þó að torres hafi verið kominn með 1 marki minna en anelka þegar hugsunin af liðinu átti sér stað, þá hefur hann leikið færri leiki en hinn og er miklu meiri team player í þokkabót. hann er miklu duglegri heldur en klárarinn anelka, að mínum dómi allavega, og gefur miklu meira af sér inn á vellinum og er því betri knattspyrnumaður heldur en anelka.

  17. Fín grein hjá þér Olli.
    Ég ætla ekki að segja neitt til um mína skoðun og mér finnst að menn eigi að virða skoðanir annarra hér þó hún sé ekki sú sama og þeirra eigin.
    Hver hefur sína skoðun á málinu og mér finnst gaman að sjá hversu fjölbreytt valið er á milli manna.
    Endilega halda áfram umræðum þó svo að menn geti verið ósammála um einstaka leikmenn.
    Kv. Hjalti

  18. Olli
    Að sjálfsögðu er Torres betri leikmaður almennt en þó ég sé Liverpool maður þá finnst mér Anelka hafa verið betri í þessum tólf leikjum 🙂

    Annars sýndi ég nú bara kurteisi í mínu svari og sagði svo mína skoðun en sumir aðrir hérna eru bara í bullinu og þeirra skoðun er alltaf rétt og hinir eru vitlausir.

    Þetta er eitt sem ég vildi að væri hægt að laga 🙁

  19. Þrátt fyrir að ég haldi með Arsenal finnst mér óskiljanlegt að þú setur Persie sem secondary center.
    Hann er mjög góður leikmaður en að mínu mati verið virkilega slakur í fyrstu leikjum þessa tímabils, allavegna í deildinni.
    Annað er að þú setur ekki Rooney í liðið þó að hann hafi að margra mati verið einn besti leikmaður deildirinnar í byrjun.

    Reina
    Sagna – Ferdinand – Terry – Clichy
    Ronaldo – Lampard – Gerrard – Nasri
    Anelka Rooney

  20. Flottur pistill hjá þér og góðar pælingar.

    Hinsvegar er ég ósammála því að þú setur Lampard, Riera og van Persie í liðið. Í þeirra stað vil ég setja Fabregas, Nasri og Rooney.
    Því yrði liðið svona:
    Reina, Sagna, Terry, Carra, Evra, Gerrard, Fabregas, Nasri, Ronaldo, Torres, Rooney.
    Bekkurinn: Cech, Vidic, Clichy, Lampard, J.Cole, Berbatov og Adebayor.
    Semsagt í 18 manna hóp eru 4 frá Liverpool og Arsenal og 5 frá MU og Chelsea.

  21. Gleymdir að tala um hægri kantinn… það er kannski óþarfi þar sem ronaldo hirðir það auðveldlega.

    Hins vegar verð ég að segja að Boswinga tekur hægri bakvörðinn að Arbeloa eins og er, hann er búinn að koma helvíti sterkur inn.

    Eins myndi ég segja að Aurelio sé betri vinstri bakvörður en Dossena og þá jafnframt útkljá það sem jafntefli, ekki gefa neinu liði þann vinning.

    Annars góðar pælingar

  22. Það að setja Fabregas inn finnst mér persónulega ekki vera að gera sig.

    Hann er fyrst að komast í gang núna og það hefur einmitt verið rætt það á sportmiðlunum hversu slakur hann hefur verið.

    Minnir að Andy Gray hafi sagt eitthvað svona í gær : ,,When Cesc Fabregas remembers how good Cesc Fabregas really is …. we’ll all be sorry” 😉

    Reyndar gæti það hafa verið sá sem lýsti leiknum með honum.

  23. Í fyrsta lagi, þá skrifaði Einar Örn pistilinn frá 2002, ekki ég. Þegar við færðum síðuna yfir á WordPres fyrir rúmu ári gerðist það að mikið af elstu pistlum Einars voru einhverra hluta vegna skráðir á mitt notendanafn, og það er of tímafrekt að laga það.

    Í öðru lagi, þá er fyndið að rifja þennan pistil upp og lesa orð Einars um að Jerzy Dudek hafi „klárlega“ verið besti markvörður deildarinnar þá. Hve hlutirnir breyttust hratt. 🙂

    Í þriðja lagi, flottur pistill Olli en ég verð að lýsa yfir smá frati á tvær stöður: van Persie og Riera? Riera er of nýr í deildinni og búinn að gera of lítið enn til að koma til greina þarna. Ég persónulega myndi troða Fabregas þarna, þar sem hann á alltaf að vera í svona liði, en ef ekki þá myndi ég sennilega velja Joe Cole eða Ryan Giggs umfram Riera. Nú, eða bara Samir Nasri, sem er sem nýliði í deildinni búinn að gera meira en Riera hingað til.

    Hin staðan er van Persie. Ég skil rökfærslur þínar fyrir því að velja einn target-senter og einn second-striker en ef við eigum að velja target-senter við hliðina á Torres hljóta Adebayor, Berbatov og Anelka allir að koma til greina umfram van Persie, nema þú sért að byggja valið á orðspori en ekki frammistöðu leikmannana síðasta árið eða svo. Persónulega myndi ég velja Adebayor þarna, hann hefur verið óstöðvandi síðasta rúma árið.

    Annars, góður pistill.

  24. Já, best að henda inn sínum 5 centum hér inn. Þetta er auðvitað alltaf gífurlega hlutlægt mat hverju sinni og menn sjá þetta mikið með sínum eigin augum. Ég myndi persónulega stilla liðinu svona upp og þá er ég að velja þá 11 leikmenn sem ég tel vera sterkasta í stöður sem þeir spila alla jafna. Ég fer sem sagt í hreint 4-4-2 kerfi sem er svona uppstillt:

    Reina
    Boswinga – Carragher – Terry – Evra
    Ronaldo – Gerrard – Alonso – J.Cole
    Torres – Tevez

    Ég átti í mestum vandræðum með varnartengiliðinn, en valdi fyrir rest Alonso. Ef Essien hefði verið heill og búinn að spila eitthvað, þá hefði hann tekið þessa stöðu. Eins var erfitt að velja framherja með Torres. Finnst hreinlega Tevez vera bestur af þessum leikmönnum sem í boði voru (svipað með Drogba, hefði sett hann inn þarna í staðinn ef hann væri heill). Það kemst enginn Arsenal maður í liðið, enda finnst mér Arsenal liðið ekki nærri jafn gott og hin 3 eins og staðan er í dag og þeirra sterkustu menn eru að keppa við sterkustu mennina í hinum liðinum.

  25. Skemmtilegar pælingar Olli!
    Svosem ástæðulaust að ryðjast fram með miklum röksemdum, en ég er nokk sammála pistli #24 og myndi velja Fabregas í mitt draumalið, held að miðjupar Gerrard og Cesc væri frábært og svo er alltaf gaman að hamast á Rooney, en hann væri í mínu liði.
    Vinstri kanturinn er eins og þú lýsir erfiðasta staðan en ef ég ætti að velja mér leikmann úr leikmannahópi þeirra væri það án vafa Joe Cole.
    Óumdeildir LFC menn eru að mínu mati Torres, Gerrard og Reina. Ég myndi alltaf velja Carragher, en ég held að fæstir utan LFC myndu velja hann, enda eiga þeir engan slíkan mann og skilja ekki hans mikilvægi….

  26. Mitt lið væri svona skipað:

    Reina
    Sagna – Carragher – Terry – Clichy
    Ronaldo – Gerrard – Fabregas – J.Cole
    Torres – Adebayor

    Flottur pistill annars Olli! Alltaf gaman að pæla í þessu!

  27. skemmtilegur pistill og allt það, en þetta er pinku ponsu mikið Liverpool-rúnk sko… Ég er Liverpool maður í húð og hár, en við erum samt ekki með 5 bestu leikmennina af þessum 4 liðum. Man Utd. og Chelsea eru með betri menn í flestum stöðum. Liðið mitt er svona:

    Reina
    Boswinga- Rio- Terry- Evra
    Ronaldo- Gerrard- Fabregas- Nasri
    Torres- Anelka

    Myndi stilla þarna upp 2 aðal strikerum.
    þetta er semsagt: 3 liverpoolmenn, 3 chelseamenn, 3 manchestermenn, 2 arsenalmenn

  28. Með fullri virðingu finnst mér þessi pistill bera þess merki að þú hafir ekki fylgst nógu mikið með hinum liðunum þremur síðasta árið eða svo. Þá myndirðu sjá að Denilson er hinn varnarsinnaði miðjumaður Arsenal og Nasri hefur verið út á vinstri kanti, ekki inn á miðju.
    Annað sem kemur mér á óvart að enginn skuli nefna Wes Brown sem hægri bakvörð. Hann hefur verið meiddur mikið af þessu tímabili en að mínu mati var hann besti hægri bakvörðurinn í fyrra – sterkur varnarlega og með góðar fyrirgjafir (t.d. stoðsendingu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar), og hefur hann tekið gríðarlegum framförum.
    Næst verð ég að nefna Ryan Giggs (n.b. ég er Liverpool-maður!) sem hefur unnið deildina oftar en nokkur annar í deildinni og hefur verið fastamaður í liði Man U frá 1991. Þá var ég tveggja ára. Því finnst mér magnað að geta tekið mann sem hefur leikið tæplega 10 leiki í deildinni fram yfir hann, jafnvel þó Giggs sé ef til vill betri sem miðjumaður í dag.
    Að lokum verð ég að nefna Wayne Rooney. Þú sagðist taka van Persie fram yfir Rooney vegna þess að sá hollenski hefur verið beittari það sem af er tímabils: van Persie hefur skorað 7 (hollenska landsliðið meðtalið) í öllum keppnum, Rooney 9 (enska landsliðið meðtalið) auk þess sem hann býr til mun meira fyrir liðsfélaga sína með vinnu sinni og yfirsýn heldur en van Persie. Að lokum, allir aðrir en Liverpool-stuðningsmenn myndu velja Terry og Ferdinand sem miðverði – sem og líklega Cech í markið. Því finnst mér hlutleysi þitt í hæsta lagi vafasamt. Skemmtileg lesning engu að síður og ég þakka fyrir það.
    Mitt lið yrði svona:
    Reina
    Brown Carra Terry Evra
    Fabregas Lampard
    Gerrard Ronaldo
    Rooney
    Torres.

    Þetta eru að mínu mati bestu einstaklingarnir í hverri stöðu. Hins vegar er þetta langt frá því að vera besta liðið, þá kæmu menn eins og Ferdinand, Essien og jafnvel Mascherano sjálfsagt inn.

  29. jájá. cech í markið segiru, reina með gullhanska 3 ár í röð segir semsagt ekki neitt. af hverju myndu menn frekar vilja cech í markið, ég skil það bara engan vegin því fyrir mér er það augljóst að reina sé betri markvörður. hefur margoft sýnt það. býr rooney til meira en van persie?? enginn rökstuðningur á því þannig sá málsflutningur dæmir sig sjálfur að mínu mati. van persie hefur átt margar stoðsendingar í ár og skorað líka. rooney hefur verið fínn fyrir england en man utd aðdáendur eru ekkert að springa úr gleði yfir getu hans í vetur. hann er að klikka á fleiri færum en hann gerði og fyrir mér hefur hann ekki verið að leika eins og hann á að sér. giggs hefur nú ekki verið neitt rosalega góður á þessu tímabili er það? þetta lið er ekki byggt á því hvað menn hafa gert í gegnum tíðina því þá væri það allt öðruvísi. wes brown sem hægri bakvörð, nei held ekki. stoðsending í úrslitum meistaradeildarinnar segir mér lítið um afrek hans í úrvalsdeildinni, en liðið er valið út frá því hvað menn hafa gert í PL. að öðru leyti finnst mér wes brown alls ekki eiga heima í þessu liði einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki sýnt fram á það inn á vellinum í ár.

  30. og svo er það samanburðurinn á carra vs. rio.
    ég get ekki fundið nein rök fyrir því að rio sé betri varnarmaður en carra. hann hefur hugsanlega meiri tækni og er betri á boltanum, en annað finn ég ekki og ég veit ekki hvað það forskot ætti að hjálpa honum blessuðum mikið, m.v. stöðuna sem hann spilar.

    carra er hins vegar með töluvert stærra hjarta og stjórnar vörn liverpool eins og herforingi. hann stýrir henni algjörlega. hann er að mínu mati hugrakkasti leikmaður sem ég hef séð spila fótbolta og myndi deyja fyrir klúbbinn sinn. að öðru leyti eru þetta svipaðir leikmenn sem erfitt er að gera upp á milli. stuðningsmenn annarra liða skilja ekki af hverju við púllarar viljum sjá carra í svona liði, en ég held að það sé vegna þess að þeir vita ekki hvernig er að hafa mann eins og carra innanborðs. það er vegna þess að hann er mjög sjaldgjæfur leikmaður og á sér fáa líka. ómetanlegur.

  31. Þetta eru alltaf skemmtilegar pælingar og minna mig alltaf á sögu af Greame Souness þegar hann var stjóri Liverpool. Held að Roy Evans hafi sagt þessa sögu: Greame setti lið niður á blað og rétti Evans, Evans sagði að þetta væri ansi sterkt lið, verst af 8 af þessum leikmönnum voru ekki Liverpoolmenn.
    En, að pistlinum. Ég skil ekki alveg forsendurnar sem eru gefnar og tek undir með sumum hérna að Torres og Gerrard hafa svosem ekkert spilað neitt frábærlega í haust – aðallega vegna meiðsla. Ef maður ætti að velja lið út frá frammistöðu síðustu, ja, 2-3 ára eða bara einfaldlega besta liðið þá er það ekkert mál. En maður verður, þrátt fyrir HUGlægt mat (ekki hlutlægt – það er svona mælt og óskeikult Ssteinn:)) að beita sömu aðferðafræði á allar stöður. Svona til að vera svolítið vísindalegur.

    Reina á heima í markinu, hann hefur verið hvað stöðugastur af öllum síðustu árin. Fengið fæst klaufamörk á sig.

    Gary Neville var ekkert með í fyrra, Sagna var góður, Finnan/Arbeloa voru ekki að spila vel í fyrra en Arbeloa hefur heldur betur verið vaxandi síðan ég talaði illa um hann fyrir nokkrum vikum. En Bosingwa er sennilega bestur í þessa stöðu, er algjör þeytipíka fram og aftur kantinn og er líka sterkur varnarlega.

    Haffsentastaðan er lang erfiðust. Margir Utd. menn telja Vidic betri en Ferdinand, Poolarar eru harðir á að Carra sé bestur í heimi og Chelseamenn eru á þeirri skoðun að Terry sé það. Nallararnir dýrka síðan Toure. Ég held að af 8 frábærum haffsentum séu Terry og Carragher þeir bestu, jafnvel þótt enskir landsliðsþjálfarar hafa af einhverjum undarlegum hvötum valið Rio Ferdinand fram yfir Carra. Ferdinand er góður, ansi mikill kýlari og mistækari en Carra. Hann er þó stærri og sterkari skallamaður og myndi eflaust vinna Carra í þeirri deildinni. Kannski má segja svipað um Vidic. En Carra er tæklari dauðans, hefur kollinn og ákvarðanatökuna og síðast en ekki síst stjórnunina. Það hefur Terry reyndar líka.

    Evra held ég að sé algjörlega sjálfkjörinn í vinstri bakvörðinn, bara sem besti vinstri bakvörður heims. Algjörlega óskiljanlegt af hverju frakkar velja stundum Abidal fram yfir hann.

    Miðjan er líka erfið. Ég dýrka Alonso en hann er samt ekki eins góður og Essien með Gerrard. Um Gerrard þarf ekki að ræða. Essien er líka betri en Lampard en Fabregas væri sá sem ég myndi vilja spila með Gerrard á miðjunni. Annar option væri að hafa Essien og Fabregas og svo Gerrard fyrir framan þá. Svo myndi Drogba, Adebayor eða Torres vera uppi á toppi, fer kannski eftir því hve mörg ár er horft aftur. Ef við tökum bara síðasta tímabil þá eru það Adebayor eða Torres – og Torres toppar Adebayor nokkuð örugglega. Fyrir nokkrum árum hefðu Scholes og Giggs komist í þetta lið ásamt Drogba.

    Ronaldo er sjálfkjörinn á hægri kantinn en ég er í miklum vandræðum með vinstri kantinn. Þar eru sennilega slökustu leikmennirnir í þessu liði – þótt þetta séu síður en svo slakir leikmenn. Ef Babel hefði haldið áfram þeim framförum sem hann náði á síðasta tímabili þá væri hann kandídat. Ef Robben væri ennþá hjá Chelsea þá væri hann þarna og Tevez ætti kannski líka heima í þessari stöðu, ef hann spilaði hana. En ég held að síðustu ár hafi Joe Cole spilað hvað best í þessari stöðu.

    Þannig að svona lítur mitt lið út – ekki margir leikmenn sem spila annars staðar sem komast í þetta lið – helst kannski Kaká, Messi og Casillas.

                                               Reina
    

    Bosingwa Carragher Terry Evra

                                 Essien             Fabregas             
    

    Ronaldo Gerrard Cole
    Torres
    4 frá Liverpool, 2 frá Man Utd., 4 frá Chelsea og 1 frá Arsenal.

  32. Þið gerið ykkur grein fyrir að eina ástæðan af hverju að Reian fær þennan gullhanska er að hann spilar fleiri leiki heldur en Van der Sar og Cech.
    Reina hélt semsagt einu sinni oftar en VDS í fyrra en spilaði miklu fleiri leiki.

  33. ,,Boswinga virkar fínn leikmaður en ég tel að hann þurfi fleiri leiki til að hægt sé að bera hann saman við hina almenninlega og líka til að komast betur inn í ensku deildina því það gerist ekki á einni nóttu.”

    Skemmtilegt að færa þessi rök fyrir því að velja ekki Boswinga og velja síðan Riera á vinstri kantinn. Þetta kallast að vera í hrópandi mótsögn við sjálfan sig 🙂

  34. hehe. ég sagði líka að valið á riera væri “loðið”. gat bara ekki valið neinn af hans keppinautum fram yfir hann, fannst mér. hann var bestur af þeim sem valið stóð á milli að mínu mati, allavega miðað við framistöðu þessara manna á tímabilinu.

  35. Sælir félagar
    Flottur pistill og skemmtilegar pælingar. Ég er sammála öllu þar nema Riera. Enn sem komið er er hann á eftir hinum þremur því miður nema ef til vill Park. En líta ber á að hann er búinn að spila stutt í enska og á bara eftir að verða betri þegar hann aðlagast enska boltanum og liðinu betur.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  36. mit lið yrði svona
    Reina
    Sanga Carragher Terry Evra
    Kuyt Gerrard Fabregas Riera
    Torres Villa

    þetta lið yrði þokkalega gott Torres og Villa síðan væri kannski Aguero í staðin fyrir Villa en það er spurning hann er svipaður pleyer og torres

Liverpool – WBA 3-0

Að spila niður væntingar