Liverpool – WBA 3-0

Þessa leiks verður nú líklega ekki minnst fyrir margt annað þegar fram líða stundir heldur en leiksins sem Robbie Keane sýndi í Liverpool búningi hversu hann er megnugur. Liverpool var allan þennan leik mun öflugra heldur en gestirnir og augljóslega mikill munur á þessum liðum. Spurningin var bara hvort við næðum að setja mark í leiknum og eftir að það var komið var þetta bara spurning um hversu mörg þau yrðu.

Byrjunarliðið var nokkuð áhugavert fyrir þennan leik, Gerrard datt niður í sína uppáhaldsstöðu á miðjunni á kostnað Alonso og var þar með Mascherano. Benayoun kom inn í byrjunarliðið og var settur út á kannt og þeir frændur Kuyt og Keane voru frammi.

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Benayoun – Mascherano – Gerrard – Riera

Kuyt – Keane

Á bekknum:Cavalieri, Hyypia, Torres (Keane 72), Alonso, Babel(Riera 63), Insua, El Zhar.

Fyrri hálfleikur var reyndar alls ekkert svakalega merkilegur, við fengum ekki okkar fyrsta færi fyrr en á 12.mín þegar Keane komst í fínt skotfæri sem fór beint á okkar mann í marki WBA, Scott Carson. Við héldum boltanum að mestu án þess að skapa mikið af hættulegum færum, WBA hræddi mann svo akkúrat ekki neitt. Svona var þetta fyrsta hálftíman og maður aðeins farinn að ókyrrast um “einn af þessum dögum”. Í því kom fyrirliðinn okkar með þessa líka fínu sendingu inn fyrir á mann dagsins, Robbie Keane sem vippaði laglega með vinstri yfir Carson í marki WBA og kom okkur í 1-0. Fyrsta mark Keano í deild fyrir Liverpool og það afar kærkomið, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur aldrei verið neitt sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum WBA sem muna ennþá vel eftir dvöl hans hjá erkifjendum þeirra í Wolves, en þá líkt og í dag lagði hann það sérstaklega í vana sinn að skora gegn WBA. Stuðningsmenn gestana púuðu duglega á Keane í byrjun leiks, sem ég held að sé afar röng ákvörðun hjá þeim þar sem slíkir karakterar tvíeflast við slíkt “bögg”.
Það segir svo kannski eitthvað um gæði WBA að maður var nokkuð viss um að þessi leikur væri búinn á 43. mín. Vörnin braut sókn WBA á bak aftur, boltinn barst til Aurelio sem kom með glæsilega sendingu á Robbie Keane sem komst einn í gegn og skilaði boltanum laglega í autt markið, aftur með vinstri fæti, 2-0.og eiginlega bara game over.

Seinni hálfleikur bauð svo ekki upp á margt óvænt, yfirburðir Liverpool voru töluverðir og andstæðingarnir aldrei líklegir til að fá blóðið hjá manni á mikla hreyfingu, m.ö.o. loksins tókum við leik bara þó nokkuð öruggt. Yfirburðirnir minnkuðu svo alls ekkert við skiptingarnar í seinni hálfleik, Babel fékk hálftíma á kostnað Riera, Torres mætti loksins aftur leiks í staðin fyrir Keane og Alonso leysti Gerrard af undir lokin. Við þetta jókst hraði sóknarmanna okkar töluvert og mikið djö….var gaman að sjá Torres mættan aftur.

Síðasta markverða sem gerðist svo í þessum leik var “einstakur” atburður! Kuyt fékk boltann rétt fyrir utan teig, las gott hlaup Arbeloa og lagði góðan bolta á hann, Arbeloa þakkaði pennt fyrir sig og smellti blöðrunni með vinstri í bláhornið, 3-0 og leikurinn flautaður af nánast því strax í kjölfarið.

Flottur leikur hjá okkar mönnum og loksins loksins kom öruggi sigurinn hjá okkar mönnum.
Maður leiksins: það þarf ekkert að orðlengja þetta frekar held ég, Robbie Keane fær þann heiður í dag fyrir tvö góð mörk, hans fyrstu í deildinni fyrir Liverpool. Liðið var annars að spila fínt og eflaust koma margir aðrir til greina sem menn leiksins.

37 Comments

  1. Fín úrslit, Keane med 2 og ætti tad ad setja enn meira sjálfstraust í hann.
    mikilvæg 3 stig í hús.
    Til lukku öll

  2. Hvernær skoraði bakvörður síðast fyrir Liv?
    Mjög jákvætt allt saman 🙂

  3. líklega var það riise sem að skoraði seinast fyrir Liverpool í bakvarðastöðunni.

  4. Já já. Ef Keane er farinn i gang þá er ég mjög sáttur, nú fynnst mér að maður þekkji mann sem klárar sitt dæmi. Vona svo ynnilega að hann haldi þessu áfram. LVERPOOL Bestir fyrir utan Færinga eða þannig

  5. glæsilegt, flottur leikur.

    ekki mikið að tala um eftir leikinn, það sem stendur upp úr er:
    -frábær leikur hjá keane, nú er komið sjálfstraust í hann f. framan ramann!
    -arbeloa er alltaf að bæta sig og er orðinn virkilega öflugur að mínu mati, varnar- og sóknarlega. (aurelio skoraði síðast f. liverpool sem bakvörður).
    -Torres er kominn til leiks aftur og eru það frábær tíðindi.

    nú er bara að halda svona áfram 🙂

  6. Fannst mest allt liðið spilla vel, Þó var ég sérstaklega ánægður með Aurelio, sennilega besti leikur hans að mínu mati.
    Annars fannst mér Riera ekki finna sig í dag og Gerrard var svona la la. Ekki það að ég sé að kvarta flottur leikur, liðið steig ekki feilspor. þannig ég er bara sáttur.

  7. Ég vil að það komi skýrt fram, að í mínum augum er 3-0 sigur á heimavelli gegn WBA, þar sem Keane skorar tvennu.. .ALGER SLÁTRUN 😉

    Það þarf ekkert að ræða það frekar.. við slátruðum þessum leik.

    Carl Berg

  8. Liðið í hæga gangi og vinnur góðann sigur, en ömurlegt að sjá Keane tekinn af velli strax á 65 mín. Það er varla til þess að hækka sjálfstraustið hjá honum. Kátur hefði mátt víkja svona til tilbreytingar. held sveim mér þá stundum að hr RB sé búinn að ákveða fyrir leik hverjum verður skipt útaf og á hvaða mínútu. Gott að vera komnir á toppinn aftur þar sem okkar staður er.

  9. jæja, flottur sigur og ánægjulegt að sjá keano komast loksins á blað og það með stæl, en ég er að horfa á 442 akkúrat núna, og Arnar Björns vill ennþá meina að það hafi verið Liverpool stuðningsmenn sem höfðu verið að baula á Keane, og enginn af sérfræðingunum með honum leiðrétta hann…. Keane er náttúrlega gamall Wolves-leikmaður og það er þessvegna sem WBA stuðningsmenn bauluðu á hann….

    en glæsilegur sigur liðið spilaði heilt yfir frábærlega

  10. Ég hefði viljað Torres inná fyrir Benayoun, og þá hefði Kuyt farið á kantinn. Ég held að það sé mjög mikilvægt að Torres og Keane spili mikið saman, til að fá dýnamík á milli þeirra. Ef þeir ná vel saman þá gætum við verið að horfa á besta framherjapar í deildinni.

  11. Fannst Aurelio, Arbeloa, Mascherano og Keane allir eiga jafna möguleika á MOM í leiknum í dag. Þrátt fyrir góðan sigur fer örlítið í taugarnar á mér hversu lélegir við erum án bolta. Það vantar algjörlega hreyfingar á leikmönnum og bjóða sig fram, ég sá amk tvisvar í leiknum þar sem möguleiki hefði verið að 2-3 leikmenn hefðu getað tekið hlaup inn fyrir varnarmenni þegar Gerrard var með boltann fyrir utan teig.

    Hef trú á því núna að Keane fari að skora sæmilega mikið, búinn að losa sig við mikla pressu en ég er sammála að í næstu leikjum þurfa Keane og Torres að spila saman þó án þess að Gerrard verði settur djúpur á miðjuna.

    En núna vonar maður að Paul Ince geri okkur einhvern greiða.

  12. Fínn leikur. Gott að taka einn öruggan svona til tilbreytingar. Gaman að sjá Keane spila vel og mjög sáttur með Mascherano í þessum leik. Hann sýndi að hann getur vel nýst okkur í leikjum sem við stjórnum. Hann var góður á boltanum og dreifði spilinu vel. Maður saknaði ekkert Alonso með Gerrard á miðjunni. Merkilegt að Dossena komist ekki í hópinn, Insúa kominn fram fyrir hann, alla vegan í þessum leik.
    Mikil vægt að ná öruggum sigri. Frábært.

  13. Flottur leikur sem sýnir glögglega mikilvægi þess að ná öðru markinu og drepa leikinn. Svo innilega sammála Totaa með Arnar Bjöss, hreinlega víbraði af pirringi þegar hann endurtók þetta í 442. Því þetta er það sem maður elskar við Liverpool, einmitt að menn púa ekki á leikmenn liðsins.

    ps. vona að Agger fari nú að hætta þessum klaufagangi. Hann er alltof góður leikmaður til að gera svona mistök eins og þegar hann lét boltann fara yfir sig beint á Miller sem blessunarlega tók Kuyt móttöku á boltann.

  14. Rafa sýndi kænsku og fór úr 4-1-2-2-1 kerfinu í 4-4-2 og viti menn svínvirkaði. Gerrard kom úr “djúpinu” og gerði mikinn usla. Varnarmennirnir voru meira “exposed” en að sama skapi voru vopnin beittari í sókninni. Takk Rafa, akkúrat sem ég bað um eftir síðasta leik.
    WBA var svosem ekki mikil hraðahindrun, leikurinn svona la la en 3-0 sigur er fínt.
    Halda áfram takk.

  15. Sælir félagar. Ég bíð svolítið spenntur eftir að sjá komment frá reyndari pennum þessa bloggs. Ástæðan er sú að ég sá þennan leik greinileg ekki með sömu augum og þeir sem hafa kommentað hingað til (kannski fyrir utan #8 Þórhallur). Ég var ekki nógu sáttur með okkar menn í dag. Við héldum boltanum ekki vel innan liðsins og mér fannst þar að leiðandi sóknaruppbyggingin ekki góð, of hæg og ómarkviss. Móti liði eins og W.B.A. á heimavelli vill ég sjá meiri sannfæringu í spili liðsins. Ekki misskilja mig, 3 – 0 sigur er stór sigur en ég er að einblína á spilamennsku liðsins, sem mér fannst ekki nógu góð. Mér fannst auðsjáanlega vanta Alonso á miðjuna til að stýra spilinu og breyta í tvo framherja fannst mér ekki virka. Hvað sem því líður þá erum við með flest stig allra liða sem stendur og auðvitað er stigafjöldinn sem telur í restina. En til þess að hafa flest stig þegar upp er staðið í maí 2009 verður það lið að hafa gæði í spilamennsku sinni, þessi gæði sá ég ekki í dag, en tek þó fram að leikur liðsins framan af tímabili hefur verið jákvæður og góður. Er ég einn á þessari skoðun? (með spilamennskuna í dag)

  16. 16 nei nei.. það þarf ekkert endilega að vera að þú sért einn á þessari skoðun. En hvað varðar þennan tiltekna leik, þá er mikilvægt að allir séu sammála því, að hér var um slátrun að ræða. Það er bara prinsipp mál að menn taki undir það. Þetta var sem sagt slátrun og allir eru sammála um það …

    Að öðru leyti tjái ég mig ekki um þennan leik…

    Carl Berg

  17. Ég veit ekki hvað skal seigja um spilamennskuna í þessum leik.Mér persónulega fannst hún alveg ágæt,þótt maður hafi tekið eftir því að það vantaði oft herslumunin í að vita hvenær á að gefa boltan og hvert á að gefa hann,Benayoun er alveg snillingur í þessu að vita ekki hvenær og hvert á að gefa boltann,vill alltaf hanga of leingi á honum með lélegri útkommu..En samt vannst þessi leikur 3-0 án þess að við höfum eitthvað verið að dominera hann á fullu,prik til wba fyrir að vera ekki að pakka öllum inn í sinn teig til þess að halda jöfnu,þeir allavega reyndu að spila smá bolta…En fyrirfram var þetta svona týbiskur 0-0 leikur þar sem við sóttum og sóttum án þess að skora og gera jafntefli,svipað og með stoke leikinn..Svo en einn sigurinn án þess að vera að spila einhvern súperbolta er flott fyrir vikuna

  18. Flottur og sannfærandi sigur. Bara að liðið næði alltaf svona leik á móti neðri hluta liðinum eins og gegn Stoke um daginn. Skiptir alltaf máli að brjóta múrinn gegn liðum sem spila með 11 menn inní teig, það opnar auðveldar hlutina í framhaldinu.
    Virkilega sáttur, nú er bara að taka Tottenham næst og slá út núverandi deildarbikarmeistara. Þarf að þagga niður í þeim.

  19. Já góðan daginn eða þannig. Auðvita er allt í lagi að gagnrýna liðið þótt að við hefðum unnið. En mér fannst allt liðið vera að gera betri hluti en í síðustu leikjum. Sammála dídí með Yossi B að hann lá stundum of mikið á boltanum en það kom ekki mikið að sök, enda hefur hann ekki spilað mikið en hann er BARA þrusu góður. Komment # 16 fannst ekki virka að hafa 2 framherja , en það virkaði!!! 3 mörk,,, það er ansi langt síðan að við unnum svo stórt. Auðvita hefðu menn geta haldið boltanum betur innan liðsins og Alonso er góður og allt það, en það er ekki nóg að halda boltanum, það þarf að skora, sem gerðist í dag. Og # 4 þettað átti að vera að sjálfsögðu,,,bestir fyrir utan FÆREYINGA, Takk Takk

  20. P,S .það hafa um 20 þúsund manns skrifað þakkarbréf til Færeyinga, vegna láns sem þeir veittu okkur.Hvernig væri að allir púllarar sendu þakkarbréf. Mbl.is er með frétt um þettað og þar er að finna slóð….

  21. Örugg 3 stig í hús og málið er látið. Einstaklega jákvætt að Keane skyldi setj´ann og ekki verra að Arbeloa skoraði einnig. Vonandi eru þessi tvö mörk bara upphafið af einhverjum miklu meira…

  22. Vorum við að spila 4-4-2? Ekki tók ég eftir því. Ef Kuyt átti að vera frammi þá fór hann lítið eftir því, hann var úti á kanti allan leikinn eins og undanfarið. Ég sá ekki betur en þetta væri hefðbundið 4-2-3-1, það kerfi sem Rafa hefur spilað mestmegnis í eitt ár eða svo.

    En spilamennska liðsins var ekki góð. WBA litu allt of vel út fyrstu 20min, og sóknarleikurinn er ekki nógu markviss. Auðvitað skoruðum við þrjú mörk og er það vel, en við erum ekki nógu sannfærandi í spilamennsku. Kuyt var slakur á kantinum, Benayoun átti alls ekki góðan dag og Riera var ekkert spes. Gerrard fannst mér slakur á hans mælikvarða en Masch var mjög góður ásamt Arbeloa. Menn dagsins þó klárlega Aurelio og Robbie Kenae. Loksins sýndi Robbie Keane að hann getur klárað færi. Einnig fannst mér Babel gera vel eftir að hann kom inná og ég bara skil ekki hvernig Benitez fær það út að það sé betra að svelta hann á bekknum og gefa Benayoun séns. Er hann viljandi að reyna bola Babel í burtu? Ótrúleg meðferð á einum af okkar hæfileikaríkasta knattspyrnumanni.

    Þrjú góð stig í sarpinn en það hringja ennþá viðvörunarbjöllur. Þetta WBA lið getur ekki rassgat en við létum þá líta allt of vel út á löngum köflum, án þess þó að þeir næðu að ógna af viti. Rafa verður að fara æfa sóknarleik okkar betur. Vonandi lagast það með tilkomu Torres í liðið aftur, en ég er þó á því að allur sóknarleikur liðsins þurfi að lagast.

    …og til að hafa það á hreinu þá var þetta ekki slátrun. Þetta var frekar slöpp spilamennska gegn skítlélegu WBA liði. 7-0 hefði verið slátrun, 3-0 telst bara eðlilegt gegn svona liði!!! Sorry Carl Berg, en mig hlakkar virkilega til næsta fánadags fyrir norðan, nú fer ég klárlega norður 🙂

  23. Sælir, ég hef smá áhyggjur af Riera. Mér fannst hann byrja rosalega vel hjá okkur fyrstu 3-4 leikina leist mér svakalega vel á hann. En í undanförnum leikjum hefur hann verið langt frá því sem hann var í fyrstu leikjunum sínum. T.d í dag þá held ég að hann hafi misst boltann 5 sinnum bara í fyrri hálfleik þegar hann var að reyna taka varnarmenn á. Ég vona alla vega að þetta sé bara tímabundin lægð hjá honum og hann sýni okkur aftur afhverju hann var keyptur.

  24. Þetta er held á annað mark arbeloa skoraði hann ekki gegn Chelsea hér um árið stórkostlega fallegt mark úr skyndisókn.
    Fínn sigur áreynslulaus leikur, sérstaklega fyrir sálina.
    Mér fannst báðir bakverðirnir mjög góðir í þessum leik, en ég skil ekki að menn sjá Aurelio allt til foráttu. Styður vel sóknir tekur menn á, tekur hlaup inn í teig. góðir krossar.
    Mér fannst Kyut og Rieara ekki vera mættir í leikinn, Riera lukkaðist nánast ekkert fyrri hálfleikinn og Kyut var ekki með sömu vinnslu og venjulega.
    Nú verður spennandi að sjá hvað gerist hjá Blackburn og chelskí

  25. Fynnst mönnum virkilega skemmtilegra að horfa á Liv spila sambabolta, sendingar góðar og flottur bolti, en engin mörk, maður situr og nagar á sér handarbökin, í staðin fyrir að sjá menn stundum með slæmar sendingar og missa boltan, en skora mörk og nýta tækifæri sem Liv gerði í gær. Það hefur verið að hrjá Liv að nýta ekki tækifæri, en nú er það að lagast, og leikurinn gengur jú út á það að skora…. Liv hefur undanfarið átt allan leikinn en skora ekki mörkin.. Flott í gær eða þannig

  26. Þetta var fínt. Erum búnir með tiltölulega erfitt prógram. Torres að mæta á svæðið og Keane að hitna.
    Mér finnst liðið þokkalegt. Sáttur ef við höngum sem efst í deildinni og vonandi ná þeir svo að toppa á réttum tíma.
    ….áfram Blackburn…..

  27. 26: Arbeloa skoraði reyndar gegn Reading á sínu fyrsta tímabili, en ekki gegn Chelsea.

  28. Sælir félagar
    Ég er sammála Benna Jóni um allt nema Aurelio. Hann var ömurlegur eins og alltaf þó hafi oft verið mikið slakari en í þessum leik sem var einn af hans skárstu.
    Skiptingar RB fannst mér orka tvímælis og að láta Benayoun klára leikinn var fáránlegt. Hann átti að fara útaf fyrir Babel, Aurelio fyrir Dossena og leikurinn hefði endað sem slátrun en gerði það ekki.
    Þetta var ásættanleg niðurstaða en ekkert meira en það. WB liðið leit oft mjög vel út og þó aðallega fyrstu 20 mín þar sem þeir stjórnuðu leiknum en við áttum einhverjar skyndisóknir. Við fyrsta markið riðlaðist leikur þeirra og þeir náðu sér ekki á strik aftur.
    Það er auðvitað ekkiþolandi að lið eins WB komi á Anfield og spili þar eina mínútu eins sá sem valdið hefur. Hvað þá 20 mín.
    Það er alveg rétt hjá Benna Jóni að það eru ákveðin hættumerki í leik liðsins. Hæg sóknaruppbygging, ákveðið fát á vörninni stundum jafnvel gegn liði eins og WB (sjá Tottenhamleikinn) og markaskorun er ekki nógu mikil. Við hefðum átt að vinna þennan leik 4- til 8 – 0 og stjórna honum algjörlega frá fyrstu sekúndu til hinnar síðustu.
    Með menn eins og Benayoun og Aurelio í byrjunarliði er þetta lið einfaldlega ekki nógu sterkt og of brothætt. Það skelfir mig.
    Auðvitað er ég ánægður með stigin þrjú en þetta var ekki slátrun eins og það hefði átt að vera heldur það sem maður getur kallað ásættanleg niðurstaða úr leik sem var ekki nógu vel spilaður af okkar mönnum.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  29. Sælir félagar aftur.
    Ég má til að gera athugasemd við komment sem fór fram hjá mér. Það er komment 26
    “Mér fannst báðir bakverðirnir mjög góðir í þessum leik, en ég skil ekki að menn sjá Aurelio allt til foráttu. Styður vel sóknir tekur menn á, tekur hlaup inn í teig. góðir krossar.
    Að Aurelio taki menn á er nánast einstakt fyrirbæri. Oftast tapar hann boltanum sem hann gerði reynda í þessum leik oftar en einu sinni. Krossar hans síðan hann kom til LFC eru teljandi á fingrum annarrar handar. Hann er seinn og klaufskur og styður þar af leiðandi illa við sóknir og sendingargetan er slök. Hann kemur helst fram fyrir miðju til að taka aukaspyrnur og einstaka horn. Hann mætti að ósekju sleppa því. Hann hefur held ég skorað eitt mark fyrir LFC og átt eina stoðsendingu sem gaf mark. Það er auðvitað skelfilegt ef liðið okkar er ekki betra en það að mönnum finnist hann góður leikmaður og passa inn í liðið.
    Það er nú þannig

  30. Við skulum róa okkur á neikvæðninni Sigkarl!!!

    “Hann [Benayoun] átti að fara útaf fyrir Babel, Aurelio fyrir Dossena og leikurinn hefði endað sem slátrun en gerði það ekki.” Ef þú hefðir horft á leikinn með smá athygli hefðuru kannski séð að Dossena var ekki varamaður í leiknum. Svo ætti knattspyrnugreiningarsnillingur eins og þú að vita að ef og hefði fer ekki vel með fótbolta.

    “Það er auðvitað ekkiþolandi að lið eins WB komi á Anfield og spili þar eina mínútu eins sá sem valdið hefur. Hvað þá 20 mín.” Ég ætla ekki að eyða tímanum mínum í að svara þessu, því kanttspyrnugreiningarséníið hlýtur að vita þetta betur en allir sem lesa þessa síðu.

    “Hann er seinn og klaufskur og styður þar af leiðandi illa við sóknir og sendingargetan er slök.” Styður illa við sóknir já…einmitt, hann vann boltann sem skilaði fyrsta markinu. Hann átti 50metra sendingu á Keane í marki nr.2. En það breytir því samt ekki að Aurelio var skítlélegur í þessum leik, og ætti helst að losna við hann sem fyrst og kaupa aðra Neville-systurina til að leysa af stöðuna.

    Þú mátt hrósa leikmönnum sem þér finnst lélegir, þegar þeir eiga góðan leik eins og Aurelio í gær.

  31. Sammála Bjögga varðandi punkta um neikvæðni Sigkarls.
    Hefðum átt að vinna 8-0…! WBA eru kannski ekkert topplið en þeir eru í úrvalsdeild og þar spila atvinnumenn.
    3-0 eru fín úrslit og leikur Liverpool var ágætur, sérstaklega í ljósi þess að liðið hefur ekki verið að sækja mörg stig í síðustu tveimur leikjum.
    Endilega slakaðu á Sigkarl og vertu ögn bjartsýnni.

  32. WBA er nú eitt af örfáum botnliðum í Ensku Úrvalsdeildinni undanfarin ár sem reyna að halda boltanum innan og spila fótbolta. Verum ekki að tala svona illa og hrokafullt um þá. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta og bara eðlilegt að þeir eigi sín móment í leikjum.

    Nr.8: Ég las einhverstaðar að já, Rafa Benitez skipuleggur nákvæmt fyrir leiki hverjir fara útaf og hvenær ef hlutirnir ganga eftir hans plani, allt uppáskrifað í stílabók. Hann notar einhver fótboltaforrit til að reikna út allar mögulegar útkomur og ef Liverpool er með örugga 2-0 forystu þá prófar hann hluti og verndar mikilvæga leikmenn eða gefur þeim séns á að sanna sig, eða kemur mönnum sem eru að stíga uppúr meiðslum nokkrar mínútur. Þetta gerir hann til þess að greina ástand leikmanna og ná í meiri upplýsingar til að setja í forritið.

    Auðvitað átti Benayoun að klára leikinn. Hann er þannig leikmaður að hann þarf sem flestar mínútur að halda sér í formi og fá aukið sjálfstraust. Rafa þarf líka að meta hvort hann verður seldur eður ei. Það hefur líka undanfarið verið merkjanlega mikil þreyta í okkar leik enda spilað stanslaust á aðalliðinu og við hreinlega verðum að rótera leikmönnum næstu leiki gegn botnliðunum.

    3-0 sigur og engin meiðsli er bara ekkert nema frábær úrslit og góð fyrir móralinn. Leikmenn líka sanna fyrir sjálfum sér að þeir geta skorað 2 markið og klárað þessa leiki.

  33. Ég verð nú að taka undir hérna með mönnum. SigKarl, þessi andúð þín á Aurelio er orðin too much og þú ert greinilega algjörlega hættur að meta leik hans hverju sinni vegna fyrirfram ákveðinnar skoðunar þinnar á honum. Ég meina, hefur hann gert eitthvað á þinn hlut persónulega? 🙂

  34. Þetta var nú með því öflugra sem frá þér hefur komið í þessum þræði 😉

    Aurelio er enginn Clichy, Cole eða Evra, en hann er engu að síður góður bakvörður og hefur verið góður það sem af er tímabili. Líklega okkar besti bakvörður.

Liðið gegn W.B.A

Sunnudagspælingar