W.B.A. á morgun

Á morgun, laugardag kl. 17:30 mæta nýliðar í deildinni á Anfield Road. Um er að ræða Miðlendingana í röndóttu búningunum – W.B.A.

Eftir fyrstu vikuna þar sem við höfum getað pirrað okkur verulega á úrslitum er ljóst að um verulega mikilvægan leik er að ræða. Einhverntíma hefði maður tippað á þennan leik sem “rotation” leik en ég er á því að það verði ekki í þetta sinn.

Mín spá um byrjunarlið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Keane

Torres verður held ég geymdur á bekknum. Auðvitað er aldrei að vita hvað spænski skipstjórinn gerir en ég held að hann leggi þennan leik upp sem sóknarleik og þess vegna komi Dossena og Lucas inn, varðandi framherjastöðurnar er maður alltaf eilítið óviss, en einhvernveginn finnst mér líklegt að Babel fái nú sénsinn.

Mótherjar laugardagsins er lið sem Liverpool hefur yfirleitt ekki lent í vandræðum með. W.B.A. kom upp í deildina í vor og talsverðar væntingar voru gerðar til liðsins. Það leikur góðan fótbolta undir stjórn gamalreynds varnarjaxls, Tony Mowbray, og hafa hingað til ekki legið í vörn með áherslu á skyndisóknir. Hvað sem nú verður á Anfield.

Lykilmenn liðsins eru sennilega markmaðurinn Scott Carson og miðjumaðurinn Jonathan Greening. Þeir eru fljótir og tæknilega góðir, en ekki sérlega góðir að verjast.

Krafan er skýr, þrjú stig takk. Nú er líka kominn tími á það að keyra á liðin frá byrjun og leyfa þeim ekki að komast upp með það að halda eitthvað hreinu fram undir lokin. Í vetur hefur það ekki ennþá gengið en ég er á því að leikmenn liðsins hafi nú það hungur sem til þarf og við fáum að sjá liðið virkilega í gírnum.

Um það hefur verið rætt hér á þessari síðu að geta liðs sjáist best í mótlæti. Það hefur blásið lítillega á móti að undanförnu og framundan eru leikir sem við eigum að krefjast sigurs í. Sá fyrsti er leikur laugardagsins. Á næstu vikum eru nokkrir innbyrðisleikir okkar aðalkeppinauta og því skiptir öllu að nýta nú tækifærið vel!

Í ljósi þess að ég hef mikla trú á þessu liði okkar þessa dagana ætla ég að spá því að allt fari eins og við viljum, liðið sigri leikinn 3-0 með mörkum frá Gerrard, Keane og svo Torres sem kemur inná síðustu 20 mínúturnar.

KOMA SVO!!!!!

30 Comments

  1. Setningin “Lykilmenn liðsins eru sennilega markmaðurinn Scott Carson og miðjumaðurinn Jonathan Greening. Þeir eru fljótir og tæknilega góðir, en ekki sérlega góðir að verjast.” er snilld.

    Gott að hafa markmann sem er fljótur, tæknilega góður en ekki góður að verjast 🙂

  2. Ef það var einhvertíman leikur sem var “must-win”, þá er það þessi. Við verðum að vinna, og spila vel! Ég höndla ekki svartan nóvember enn eitt árið, komum til baka strax með öruggum sigri um helgina!

    Spái 4-0 fyrir Liverpool, þar sem Torres setur 2, Keane 1 og Gerrard 1

    YNWA

  3. Hissa á því ef J M verði ekki með, eini maðurinn sem Maradona er búinn að ákveða að sé fyrsti kostur. Verðum að vinna, er á því að Torres verði inná og Keane á bekknum..

  4. Þetta er leikur sem við eigum að valta yfir. einsi kaldi er hissa á að JM verði ekki með – ég ætla bara rétt að vona að hann verði ekki með. Tilhvers þurfum við fimm varnarmenn á móti West Brom á Anfield?

    Vonandi fáum við að sjá Torres og ég er pottþéttur að hann skori ef hann fær að spila. Þurfum að byrja þennan leik á fullum krafti og setja mark á þá í byrjun.

  5. Ég væri alveg hreint til í að sjá Alonso og Gerrard á miðjunni ef Torres er nógu heill til að spila. Ef ekki, þá vil ég samt sjá þá á miðjunni 🙂 Ef Torres getur byrjað, þá myndi ég stilla Robbie upp fyrir aftan hann og Riera og Kuyt sitt hvorum megin. Ef Torres er ekki heill þá væri ég alveg til í að sjá Babel byrja uppi á topp og Keane fyrir aftan hann. En ég er engu að síður nokkuð viss um að Maggi hafi rétt fyrir sér með að Lucas hefji leik við hlið Xabi.

  6. Já ég væri alveg til í eitt svona alvöru burst 3 eða 4 núll fyrir rauða herinn.
    Aðeins svona til að lappa uppá markatöluna.
    Held að nú sé komið að leikmanni #7 að brillera, hann setur 2 eða 3 mörk.

  7. sammála SSteinn, vill sjá keane fyrir aftan fremstamann, hvort sem það er Torres, Babel, Kyut eða jafnvel N´Gog. Það er alveg kominn tími á breytingar í framlínunni.

  8. Torres verður með á morgun, (Mbl.is) en ef Keane á að vera fyrir aftan hver dettur þá út frá miðju? einsi kaldi er hissa á að JM verði ekki með -segir Andri Fannar #5. Mér fynnst að J M eigi að vera með í öllum leikjum, Dæmi ef Liv vill bæta í sókn þá má taka varnarmann út, annað J M er búinn að skora mark (helmingi minna en Keane) og getur allveg Spilað sóknarbolta. Andri Fannr heldur áfram,Til hvers þurfum við fimm varnarmenn á móti West Brom á Anfield? Ég spy hvað gerðist á móti Stoke, og hvað gerðist á móti Tott, ekkert er gefið í þessum blessaða fótbolta. Áfram Torres og LIV.

  9. Verðum að klára þennan leik, það má ekki klikka. Hef það á tilfinningunni að Keane sýni okkur tilþrif á morgun. Kominn tími á að hann hrökkvi almennilega í gang. Veðja á að hann setji eins og tvö kvikindi. Babel þarf líka að minna á sig og ég held að Benitez láti hann líka byrja. Hann launar það með marki. 3-0 og við tökum toppsætið.

  10. Þetta verður slátrun. Ég segi það, og skrifa það, og stend og fell með því. Við gersamlega slátrum þessum leik. Að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á því sem ég set fram, eins og pólitíkusarnir í þessu landi og hreinlega segi af mér ef þetta reynist ekki rétt.
    Ég lýsi því hér með yfir, að Ssteinn má klæða mig upp í grímubúning að eigin vali og draga mig út um hvippinn og hvappinn í 9 klukkutíma, á næsta fánadegi, ef við gersamlega slátrum þessum leik ekki.

    Birkir Freyr Ólafsson … Carl Berg

    (þá er það orðið official)

  11. Torres byrjar Babel skorar ekki ,því að hann verðue ekki inná nema að einhver meiðist. Giska á———-Reina————————————————–Arbloa ———–Carr——– Agger——————Dossena————————————————–J M——————————————————-Kuyt —–Grrard—————————Alonso——————Riera————————————–TORRES———————————-.Veit ekki hvernig þettað kemur út

  12. Ég vonast eftir naumum 1-0 sigri…ætla svo sannarlega að verða vitni af því, og jafnvel taka þátt, þegar Steini klæðir Birkir upp og lætur hann hafa það óþvegið í 9klst 😀

  13. Úff, gat ekki svarað þessu fyrr, ákvað að hlaupa út í búningaleigu, sem var btw lokuð, en ég lét opna hana. Hef enga trú á því að við vinnum ekki stórt á morgun, en svona tækifæri bjóðast ekki oft, þannig að ef vera skyldi að þetta færi bara naumt eða illa, þá er ég allavega tilbúinn með einhvern al suddalegasta búning sem gerður hefur verið og er klár í slaginn að eyða 9 klukkutímum í að hengja Birki aftan í bílinn hjá Hyypia og keyra um öngstrætin á Akureyri.

  14. ég held að torres byrji.
    Liðið verði þannig.
    reyna
    Arbeola Carrager Agger Areilo
    Kuyt Alonso Gerrard Riera
    Babel
    Torres

  15. Einhvern veginn grunar mig að það verði spilað með 4-4-2 í dag.
    Keane og Torres upp á topp, Gerrard á mið-miðju með Alonso.
    4-5-1 eða 4-3-3 eins og sumir segja, það kerfi hefur verið að hiksta undanfarið.

  16. Sælir félagar
    Takk fyrir góða upphitun Maggi en ég held að þú hafir rangt fyrir þér hvað varðar uppstillingu liðsins. Því miður hefur RB óskiljanlegt álit á Fabio Aurelio og hann verður í vinstri bak, því miður, því miður. Riera verður á vinstri væng og Babel á bekknum. Lucas verður líka á bekknum og við hjökkum svo fyrir framan teig WB í 65 til 70 mín. Einhverjar skiptingar á síðustu 20 mín og við drulluvinnum þetta með einu marki. Þetta er bara raunsæ sýn miðað við frammistöðu og uppstillingu undanfarinna leikja. Hitt er annað að ég vona að þitt módel verði ofaná en þá með Babel fremstan og Keane þar fyrir aftan. En mín spá um uppstillingu er sem sagt þessi. Því miður.

    Reina
    Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio (oj bara)
    JM – Alonso
    Kuyt – Gerrard – Riera
    Keane

    Niðurstaða 1 – 0 fyrir oss alla, konur og kalla.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. Þetta kjánalega hatur þitt á Aurelio er eitthvað sem ég bara skil ekki. Ég er ekki að segja að hann sé besti bakvörður í heimi, alls ekki, en hvað viltu í staðinn? Dossena afþví að hann hefur staðið sig svo vel? Það er lítið vit í að rembast eins og rjúpa við staurinn að drulla yfir sinn eigin leikmann ef þú ert ekki með neina aðra lausn. Aurelio má eiga það að hann kvartar aldrei og leggur sig alltaf fram. Hann er með góðan vinstri fót en vantar hraða og mætti bæta staðsetningar sínar. En hvað viltu, Carra í vinstri bakk og engan sóknarþunga eða? Það tekur enginn mark á bilaðri plötu sem ropar það sama aftur og aftur en kemur aldrei með lausnir. Skora á þig að hætta þessari Aurelio sýniþörf þinni eða koma með alvöru lausn.

  18. Rafa segir(mbl.is enski boltinn). Við vildum ekki taka neina áhættu með Torres en nú er hann orðinn heill heilsu og nú er fullkominn tími fyrir hann að koma til baka. Það verður gott fyrir liðið að fá Torres aftur. Afhverju halda menn hér að Torres verði ekki með? TÖKUM ÞETTAÐ GLÆSILEGA.Og ekkert kjaftæði

  19. Benni Jón #20; ég er algerlega sammála þér í þessu. Þetta er hreint einelti. Hræddur að viðkomandi væri búinn að fara til skólastjóra ef hann þetta væri í grunnskóla.

  20. Ég væri til í að prófa Agger í vinstri bakverðinum og Hyypia með Carra í hafsent á meðan Skrtel er meiddur. Agger hefur spilað vinstri bak áður með Bröndby og danska landsliðinu held ég alveg örugglega. Hann þarf svo sem heldur ekki að eiga neina stórleiki til að slá Aurena bræðrum við.

  21. Var að lesa þessa dýfufrétt um Gerrard hér að neðan og ummæli lesenda, ég á varla orð. Menn eru bara ansi sammála um að þetta hafi verið vítaspyrna. Það er álíka gáfulegt og ef ég héldi því fram að kaupin á Tomas Brolin væru þau bestu í sögu míns félags.
    Gerrard er bara dáldið lúmskur að fiska, það nær ekkert lengra og ekki eins og hann sé sá eini sem gerir þetta.
    Kveðja, Leedsari

  22. Já Kalli, sé þetta alveg núna og miklu skýrar en þegar þetta var greint á ITV. Maður á ekki að trúa eigin augum, heldur frekar orðum Leedsara sem ekki á orð 🙂

  23. Held að sumir hérna (25) myndu sjá Stevie Mbe sem saklausan hvítvoðung jafnvel þótt hann væri með stutt yfirvaraskegg, íklæddur nasistabúning og talaði þýsku…

  24. Það skiptir ekki máli hvort Gerrard hefði náð boltanum eða ekki, varnarmaðurinn var klárlega ekki að hugsa um boltan og braut á Gerrard innan vítategs= víti, eigum við að ræða þettað eitthvað eða þannig..

  25. Byrjunarliðið komið:

    Reina-Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio- Kuyt, Macherano, Gerrard, Rieira, Benayoun- Keane.

    Torres á bekknum með Babel og fleirum.

    Þetta væri tilvalinn leikur að hafa Babel með frá byrjun en Rafa virðist ætla að nota kænsku Benayoun gegn vörn WBA í dag.

  26. Ég held að þessi leikur sé einn af fjölmörgum prófsteinum á getu liðsins til að standa í toppbaráttu. Ef þeir klára ekk þeinnan leik örugglega, þá vinna þeir ekki titilinn.

  27. Það var eins gott að við vorum að spila við eitt slakasta liðið í deildinni, algjörlega glatað að skapa aðeins þrjú færi á heimavelli gegn svona liði

Gerrard, dívur, Keane, kóngafólk og vælukjóar

Liðið gegn W.B.A