Gerrard, dívur, Keane, kóngafólk og vælukjóar

Flest allir high profile leikmenn eru undir alveg gríðarlegri smásjá sparkspekinga og þá sérstaklega þegar kemur að leikaraskap…já eða meintum leikaraskap og öðrum ólíðandi óheiðarleika sem fylgir sportinu. Fáir menn virðast fara meira í taugarnar á aðdáendum helstu andstæðinga Liverpool heldur en fyrirliðinn okkar og hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef þurft að verja hann í samtölum við misgáfaða félaga mína sem margir eiga það sameiginlegt að þola ekki Liverpool. Ég er reyndar með kenningu um að Gerrard sé allajafna það góður að reynt er að grípa í allt sem hægt er að gagnrýna hann fyrir og jaðrar þetta stundum við þráhyggju. Auðvitað minnkar það ekkert athyglina á Gerrard að hann hefur margoft, líkt og aðrir, opinberlega lýst andhúð sinni á leikaraskap.

Nýjasta dæmið sem suprise suprise hefur fengið gríðarlega athygli er meint díva Gerrards gegn A.Madríd. Flestir eru alveg sammála um að þetta var ansi strangur dómur, sérstaklega miðað við stöðuna í leiknum og tímasetninguna. En hvað leikaraskap varðar þá er ég bara ekki að sjá hann, Gerrard er á fullu gasi og fær Pernia alveg klárlega í bakið á sér og dettur.

Paul Tomkins orðar þetta ansi vel í góðum pistli sínum í dag:

This is not to say that I think the penalty that enabled the Reds to draw level against Atletico in the Anfield match this week was unjust. It’s crazy to suggest it was a dive, with the captain having been hit with such force, but Gerrard knew that if he won the header the defender may end up accidentally clattering him.

That is very intelligent play, and a world away from people going over imaginary tackles, which I will never countenance.

Þetta held ég að sé nokkuð nærri lagi, Gerrard berst alveg til enda og er að taka þessi hlaup og að reyna við þessa bolta allann tímann. Í þetta skiptið var hann á undan Pernía í boltan og hafði heppnina með sér og fékk dæmt afar ódýrt víti. (lítið minnst á það reyndar að við áttum alveg klárlega eitt ef ekki tvö inni úr þessum leik).

Önnur dæmi sem tekin hafa verið til um hrottalegan leikaraskap hjá Gerrard sem sönnun þess að hann sé hræsnari er hægt að finna t.d. hér. Þarna er úr svo litlu að moða að það er tekið til þegar hann missir jafnvægið á fullu gasi. Eina sem lítur illa út fyrir að vera leikaraskapur er síðasta myndbrotið. En þetta fylgir því líklega að vera stórstjarna. Leikaraskapur er auðvitað staðreynd í boltanum og þessi blábjáni hefur ekki alfarið rangt fyrir sér í þessu viðtali, sem er nokkuð óvenjulegt.

En sama hvað menn vilja röfla um þetta, tala um Dida, Rivaldo, Gerrard, Ronaldo, Drogba, Van Persie, Eboue o.fl. vinsæl target þá toppar enginn þeirra þessa agalegu dífu. Þetta á klárlega ekki að sjást í fótbolta :p

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Það bættist afar góð nýjung við hina frábæru Official síðuna í dag þegar King Kenny kom með sinn fyrsta pistil, en það stendur til að birta hans skoðanir mánaðarlega. Líklega fáir spekingar úr röðum gamalla leikmanna Liverpool sem tekið er meira mark á og virt eins mikið.

Hann var í dag, líkt og aðrir að tala um Gerrard, endurkomu Torres og Robbie Keane, byrjun hans hjá okkur………….. og allavega ég er á því að hann hafi hitt naglan nokkuð vel á höfuðið hérna:

I also think Robbie Keane will benefit when Torres returns because he’ll be able to move back into his preferred role. He’s not a recognised striker but he has been doing a good job up there for the team. When Torres comes back I am sure you will see the real Robbie Keane in a Liverpool shirt. He was a very good buy and is a very good player. He wants to do well for the club he has supported and I’m sure he’ll get the opportunity – but credit to him for doing a job in a position which wouldn’t be his favourite.

Þetta er málið, fyrir það fyrsta hefur hann ekki verið slæmur hjá okkur í upphafi, hann er held ég ekki alveg í sinni eiginlegu stöðu og hann er rétt búinn að spila 18 leiki hjá okkur. Ég vona allavega að hann fari með tímanum að hafa viðlíka áhrif á vellinum og hann hafði hjá Tottenham, hann má alveg skapa sér svipaðar vinsældir með góðri spilamennsku og baráttu líkt og hann hefur gert annarsstaðar þar sem hann hefur spilað á ferlinum.

WBA um helginaværi fínn leikur til að hefja markaskorun í deildinni enda virðist hann ekki vera vinsæll þar á bæ eftir dvölina hjá Wolves, erkifjendum WBA. Með Torres með sér inná hef ág trú á að Keane fái aðeins meiri tíma heldur en hann er að fá núna.

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Að lokum vil ég lýsa yfir fullum stuðningi við Arsene Wenger, hann er alls ekkert mesti vælukjói í sögu sögunnar og honum er alls ekkert fyrirmunað að kenna sjálfum sér og liði sínu um nokkurn skapaðan hlut!!! Líkt og Wenger ásamt flest öllum Arsenal mönnum bendir á núna (í fullri alvöru) og benti líka á í fyrra þá er nokkuð ljóst að allir dómarar eru bara hreinlega á móti Arsenal og vilja ekki að liðinu gangi vel. Eins sést það langar leiðir að andstæðingarinr eru bara ruddar sem reyna viljandi að meiða aumingjas leikmenn Arsenal, sem á móti eru mesta fair play lið í heimi.

Ok, meira að segja bestu pennar þeirra og hörðustu nallarar eru hættir að geta étið allt þetta væl upp hrátt frá Wenger:

Arseblogger (einn albesti og öflugasti íþróttabloggarinn í dag):

The manager was hugely critical of Stoke saying that our players were ‘deliberately injured’. I think that’s really far too strong. You might say they were deliberately fouled but trying to say the Stoke players went out to deliberately injure our players is too much and is, frankly, unbecoming of Arsene Wenger. Normally I can see a logic to what he says but not this time.

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Læt þetta duga í bili

40 Comments

 1. Góður punktur hjá Tomkins þarna. Það er einmitt mjög stór munur á því að dýfa og fiska. Gerrard er í vonlausri stöðu og einfaldlega lætur Pernia hlaupa inn í sig og fellur þar með væntanlega. Skil svo sem ekki hvern fjandann Pernia var að gera því Stevie var í nákvæmlega engri stöðu til að gera eitt eða neitt og mjög líklega bara að skalla boltann beint útaf. Þess vegna finnst mér þetta vera víti því þetta sýnir augljóslega heimsku Pernia að vera að vaða í eitthvað svona rugl, ekkert að hugsa um mögulegar afleiðingar í staðinn fyrir að halda stöðu og einfaldlega pressa bara á Gerrard.

  King Kenny hefur auðvitað alltaf rétt fyrir sér. Ég hef bara ekki með nokkru móti skilið þessa vægðarlausu gagnrýni sem hann hefur fengið og hef engu við orð Kenny að bæta.

  Arsenal er eitt mesta rúnk sögunnar. Punktur. Arsene Wenger hefur í sínu liði hrotta á borð við Diaby og Eboue. Svo ætla ég ekki einu sinni að minnast á runkið yfir spilamennsku þessa liðs. Það er stundum eins og þeir þurfi bara að spila svona semí vel til að menn og hundar einfaldlega bara missi sig yfir þeim af því að enginn í liðinu er kominn með punghár. Dæmi um þetta var 5-2 leikurinn gegn Fenerbache. Jújú spiluðu ágætlega en lið á sínum besta degi á ekki hleypa tveimur mörkum inn. Hefðu þeir verið að spila svona gegn segjum Chelsea hefði leikurinn farið 0-2. Þetta sést kannski best á gengi liðsins í úrvalsdeildinni. En nóg um Arsenal og rúnk.

 2. Ætla ekki einu sinni að byrja á óheiðarleika liðsins og blindu Wenger á hina ýmsu hluti. Það er efni í langa bók og bíómynd.

 3. Ég er mjög ánægður með þennan pistil. Það mætti alveg hafa meira af svona pælingum….bæði frá góðum pistlahöfundum þessarar síðu og einnig benda á góða pistla eins og gert er í þessari færslu.

  Ég er alveg sammála því sem sagt er um Gerrard. Pernia veit líka alveg af Gerrard þegar hann hoppar upp. Hann er alveg að hugsa um manninn. Vítið er harður dómur……en þetta er ekki leikaraskapur heldur mjög klókt hjá honum að veiða Pernia í þessa stöðu.

  En þetta með Keane……ég bara veit ekki hvar hann á að fitta inn í þetta lið þegar Torres kemur aftur. Hvern á að taka út……Alonso eða Mascherano þegar Gerrard dettur niður!!!!
  Keane á ekkert heima í þessu liði og verður aldrei meira en bakköpp þegar einhver meiðist eða þegar það þarf að hvíla menn í leikjum við lakari liðin. Frekar dýr varamaður fyrir minn smekk. En svona er þetta…..það er alltaf áhætta þegar leikmenn eru keyptir.

 4. Flottur pistill Babú og margt til í þessu.

  Auðvitað eru auðveldara að gagnrýna Gerrard en Salif Diao hjá Stoke eða Robbie Keane frekar en Craig Fagan hjá Hull. Meiri væntingar eru til stærri leikmanna og þess vegna erum við fljótari til að gagnrýna Hemma Gunn í stað Loga Bergmans.

  Þetta var ekki víti en það var dæmt og málið er dautt.

  Flottur pistill hjá bæði Tomkins og Dalglish.

  Hvað varðar Keane þá munum við hvernig þetta var með Crouch, gekk nú ekkert sérstaklega í upphafi en síðan gat hann ekki hætt að skora.

 5. Ég held bara að málið með Keane er að hann er dálítið overwhelmed yfir því að vera að spila með Liverpool, hann þarf aðeins að læra að anda og vera yfirvegaðri á vellinum, svo væri ekkert verra ef að hann færi að klára þessi færi sín. En ég trúi því að það komi með timanum.

  Vítið á Gerrard var virkilega ódýrt, það er allavega ekkert hægt að benda á Gerrard í því tilviki, ef einhver á sök þá væri það dómarinn. Ég hefði ekki viljað vera í hans sporum þarna á 94 minutu á heimavelli Anfield. Það hefði líklegast allt orðið vitlaust ef að hann hefði neitað okkur um þriðju vítaspyrnuna.

  As for Arsene Wenger…. The stick up his ass must have a stick up it’s ass!

 6. En Arsenal liðið er náttúrulega svo ungt og efnilegt. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að nái þeir fleiri en fimm sendingum innan liðsins þá eru þeir auðvitað að spila flottasta fótbolta sögunnar. Svo þetta er auðvitað allt eitt stórt samsæri gegn Wenger og kornungum skósveinum hans…. eða þannig….

 7. Klárt víti.
  Ég hef verið talinn þroskahefur, ruglaður og fleira þegar ég segi þetta en það ætla ég rétt að vona að ég sé ekki.

  Það hefði verið dæmt á þetta úti á vellinum, alveg pottþétt.

 8. Flottur pistill Babu.

  Varðandi Gerrard og vítaspyrnuna. Er algjörlega ósammála Agga með að þetta hafi ekki verið víti. Það hefði verið dæmt brot á varnarmanninn fyrir þetta úti á velli. Það var dæmt á nákvæmlega eins brot á Ngog stuttu áður í leiknum (sóknarbrot) og af hverju á að dæma öðruvísi af því að þetta er inni í teig? Gerrard er á undan í boltann og skallar hann, Pernia fer svo í Gerrard klaufalega og kemur honum úr jafnvægi (með hendina inn í síðuna á honum). Gerrard gerir eins mikið úr brotinu og hægt er og fær vítið. Eru menn í alvöru að halda því fram að það eigi að dæma öðruvísi á brot inni í teig eða utan hans (eða á sóknarmann vs. varnarmann)?

  Varðandi Wenger, þá verður hann nú sorglegri kall greyið með hverju árinu. Hann hefur löngum vælt, en hann er að taka af allan vafa með það að hann á heimsmet framkvæmdastjóra í væli. Ef þú sendir 12 ára pjakk í leik gegn fullorðnum mönnum, þá er hætt við að menn meiðist ef aðeins er hnubbað í þá. Nei, það eru allir svo vondir við Arsenal sem spila svo æðislega sexy bolta og eiga ekki skilið að tapa neinum stigum. Menn ættu ekki að vera að koma mikið við þá, heldur bara standa og góna á þá öfundaraugum. Hvað af þessu skildu Stoke-arar ekki? Sexy football my arse, mér finnst leikur Arsenal oft á tíðum alveg hundleiðinlegur. Spil manna í milli endalaust og oft með engu end-product. Pulis hitti naglann á höfuðið þegar hann talaði um bad looser og Wenger í sömu setningu.

 9. “en þetta er ekki leikaraskapur heldur mjög klókt hjá honum að veiða Pernia í þessa stöðu.”

  Spurning um að við hættum að tala um dýfur og tölum í staðinn um klókindi. Þannig verða Henry, C. Ronaldo, Drogba og co ekki lengur dýfarar heldur klókir leikmenn. Kannski væri hægt að taka upp verðlaun sem yrði úthlutað á sama tíma og Balon d’Or. Ég meina, þetta er allt hluti af leiknum er það ekki?

 10. Kjartan, point-ið er að þetta er ekki þessi típíski svívirðilegi leikaraskapur hjá Gerrard og alls ekki eins rosalega óíþróttamannslegt hjá honum og af er látið á sumum vígstöðum. Hann er í loftinu á fullri ferð og fær mann í sig, þætti gaman að sjá þig (eða hvern sem er) standa þetta af þér án þess að detta.

  Að hann geri mikið úr fallinu er stórlega ýkt þó hann detti auðvitað ekki alveg tilþrifalaust, en segið mér, who the hell would?

  p.s. sömu augum er auðvitað hægt að meta mörg dæmi um leikaraskap hjá öðrum leikmönnum, en Gerrard á alls ekki skilið að vera nefndur í sömu andrá og menn eins og Eboue, Ronaldo (áður fyrr) Drogba, Dida, Rivaldo o.s.frv.

 11. Það er eitt sem hefur lítið verið talað um í þessari svokölluðu Gerrard dívu, og það er hvernig Pernia dettur nokkuð harkalega, þannig að áreksturinn milli þeirra hlýtur einfaldlega að hafa verið nokkuð harður. Ef Pernia gat ekki staðið hann af sér, hvers vegna ætti Gerrard að geta það, þar sem þeir eru báðir í loftinu og auðvelt að missa jafnvægið?

 12. Jú jú þetta var árekstur og báðir duttu en þetta var ekki víti og við hefðum orðið brjálaðir ef þetta hefði verið á okkar menn kannski á móti Everton eða Manu. Það er pottþétt mál að Gerrard sækir þetta og um leið og hann finnur snertingu hendir hann sér niður. Pernia stekkur upp í skallann og Stevie kemur á siglingu og keyrir gumpinn í síðuna á varnarmanninum. Brot á Gerrard frekar en víti.

  Það breytti því ekkert að ég gargaði af gleði þegar hann síðan setti kvikindið í sammarann á eftir og jafnaði þetta helvíti sem stefndi í ekkert annað en tap.

 13. Er bara einfaldlega engan veginn sammála þér Kristinn. Það sást best í endursýningunni frá þeirri myndavél sem sneri að línuverðinum. Hlaupalínan hjá Gerrard er beint að boltanum, hann fer upp í skallann og hlaupalínan hjá Pernia er í aðra átt (s.s. ekki í þá átt sem boltinn er að fara) og fer beint inn í Gerrard og með hendina á undan í síðuna á honum. Í byrjun (fyrsta sjónarhorn) þá fannst mér þetta alls ekki vera víti. En þegar þeir á Sky (eða hvort það var ITV) sýndu þetta frá hinu sjónarhorninu, þá var þetta ekki minnsti vafi í mínum huga. Það hefði klárlega verið dæmt á Pernia úti á velli og hvernig í ósköpunum þú færð það út að dæma hefði frekar átt á Gerrard er eitthvað sem ég á bágt með að skilja. Hérna skiptir höfuð máli hvernig hlaupalínurnar eru og hvor er það sem er að leika boltanum.

 14. Sæl öllsömul!
  Ég er sammmála Bjögga #12, við skulum horfa á hvernig vernarmaðurinn fer út úr þessum samskiptum. Ef horft er á þetta myndbrot hér að ofan sést greinilega hve hve mikil snertingin er á því hvernig varnarmaðurinn endar láréttur í loftinu eftir að hafa keyrt inn í Gerrard. Að tala um að Gerrard hafi verið að leika þetta er ekki með öllu ósatt, hann hendir sér strax niður á hnén í stað þess að reyna að standa í lappirnar, sem by the way hafði verið miklu betra fyrir hann því þá hefðu menn kannski sagt að hann hafi að minnsta kosti reynt, en hann hefði aldrei getað staðið í lappirnar eftir þessi viðskipti.
  Még finnst svolítið varasamt að koma með fullyrðingar eins og pistlahöfundur kemur með þegar hann segin innan sviga: (lítið minnst á það reyndar að við áttum alveg klárlega eitt ef ekki tvö inni úr þessum leik). Það má líka segja með mjög góðum rökum að lið AM hafi verið rænt tveimur vítum þannig að ég held að það halli aðeins meira á þá í vítum sem ekki voru dæmd.
  kv.
  Ninni

 15. En engu að síður ninni, þá verður allt að skoðast í samhengi. Leikur breytist við að lið skori, ef vítið hefði verið gefið í byrjun, þá hefði leikurinn gjörbreyst. Þetta er svipað og þegar við skoruðum löglegt mark í stöðunni 0-1 á útivelli. Þeir skoruðu svo einnig lögleg mörk sem dæmd voru af eftir það, en ef það fyrsta (okkar) hefði verið dæmt réttilega gilt, þá hefði leikurinn verið á allt öðru stigi fyrir okkur. En þetta er bara alltaf svona, sumt fellur með manni og sumt ekki. Við erum stundum heppnir með svona og stundum óheppnir. Held að pistlahöfundur hafi verið að vísa til fréttaflutnings eins og var á Stöð 2 í fréttunum, þegar talað var um dæmalausa heppni Liverpool með það að fá óverðskuldað víti á lokasekúndunum og búið að sleppa tveimur vítaspyrnum sem A.Madrid hefði átt að fá. Ekki einu orði minnst á þessar tvær sem komu á undan þessu öllu sem við áttum að fá.

 16. Þetta voru klárlega klókindi hjá Gerrard að koma sér í þessa stöðu og alveg réttlætanlegt að dæma víti þar sem um snertingu var að ræða.
  Það er nú oft sagt við leikmenn að koma sér með boltann inn í teig því ef það er brotið á þeim þá er víti. Ef þetta hefði átt sér stað utan teigs hefði enginn sagt orð ef dæmd hefði verið aukaspyrna.
  Carragher kallar eftir því í ævisögunni sinni að enskir leikmenn sýni af sér meiri klókindi á borð við Evrópska leikmenn. Það eina sem böggar mann við ensku leikmennina, þar á meðal Gerrard er þessi heilagleiki sem þeir taka gagnvart “diving foreign players”. Þess vegna voru ummæli Carraghers bæði áhugaverð og laus við hræsni.

 17. sá leikinn á ITV og í settinu voru Hamann og einn fyrverandi leikmaður úr úrvalsdeildinni man nú ekki alveg nafnið núna,þeir sögðu báðir að þetta hafi verið víti og mjög klaufalegt hjá Pernia þar sem Gerrard var á leiðinni útá endalínu og sögðu einmitt eins og Steini að þetta er brot útá velli og þá klárlega inní teig líka þó svo að Gerrard hafi ekki verið að hlaupa í átt að markinu.Finnst líka ansi skondið að stuðningsmenn Liverpool séu að draga í efa að Liverpool fái réttmætt víti eða ekki.

  • Mér finnst svolítið varasamt að koma með fullyrðingar eins og pistlahöfundur kemur með þegar hann segir innan sviga: (lítið minnst á það reyndar að við áttum alveg klárlega eitt ef ekki tvö inni úr þessum leik).

  Þetta finnst mér bara hreint ekkert varasamt. Þetta var ekki aðalatriði í póstinum enda var ég að tala um að þetta væri ekki eins ofsalegur leikaraskapur og af var látið og ekki, eins og Steini bendir á, eingöngu ein gengdarlaus heppni hjá Liverpool. Tvisvar í leiknum fannst okkur að við ættum klárlega að fá víti, áður en A.Madríd gerði slíkt hið sama. Þar fyrir utan voru þessi atvik ekki alveg eins:

  Vitna aftur í Tomkins:

  I won’t say that all officials are stupid, too, as it’s a thankless job, but the idiosyncrasies of the men in black all add to the lunacy of the sport. Clear penalties were denied Liverpool for a foul on Agger with the goal at his mercy, then a blatant handball, before one was given in the 95th minute when all hope seemed lost. Atletico had two decent appeals themselves, but both times the ball inadvertently struck a Liverpool player’s hand, rather than the intentional hand-to-ball that Perea got away with.

  Mjög hlutdrægt auðvitað en smá til í þessu, ekki að þetta skipti neinu einasta máli.

 18. það er engin spurninga að þetta var mjög klaufalegt hjá Pernia og því kannski var þetta víti. Hins vegar vantar ekki tilþrifin við að henda sér niður og öskra hjá Gerrard og ég held að hann sé ekki að gera sér neinn greiða og þetta það er ekkert ólíklegt að þetta muni koma niður á okkur ef gerrard á í hlut inní vítateig andstæðinganna.
  Mín persónulega skoðun er að þetta sé ekki víti. Hvað hefði okkur t.d. fundist um þetta ef þetta hefði verði Cristiano Ronaldo???

 19. Að kalla Gerrard “diver” fer óstjórnlega í taugarnar á mér. Hann fer bara niður þegar búið er að brjóta á honum og koma honum úr jafnvægi – þegar hann er á undan í boltann og það er snerting. Hann reynir aldrei að blekkja dómarann heldur hjálpar honum að taka réttar ákvarðanir. Það er annað en þeir sem hafa komið óorði á boltann eins og Rivaldo, Dida og fleiri.

 20. Sæl öll aftur!
  SSteinn ég er slgerlega sammála þér í því að ef við hefðum fengið víti þegar við áttum að fá víti, og þá er ég að tala um hendina, ég efast að um víti hafi verið að ræða í tilfelli Aggers. Með sömu rökum má segja fyrst ekki var dæmt víti á okkur þá hefði það breytt leiknum ef víti hefði verið dæmt á okkur og Gerrard aldrei komist í þessa stöðu sem hann var í þarna í lokin. Þetta er allt spurning um ef og hefði ekki satt?
  Varðandi fréttaflutning Stöðvar2 þá heyrði ég þessa frétt og átti ekki orð yfir þessum fréttaflutningi, getur Höddi Magg ekki komið vitinu fyrir þessa menn?
  Babu! Ég veit að þetta er ekki aðalatriðið í þessum pistli hjá þér sem er mjög góður annars. Æi mér fannst þetta bara lykta svolítið af svona allir á móti okkur dæmi eins og þú ert einmitt að gagnrína í þessum pistli. Fótbolti er einföld íþrótt með öll sín mistök, bæði leikmanna og dómara, og leikmenn lenda í ákveðnum atvikum í leiknum sem þeir hefðu ekki lent í ef þetta eða hitt hefði verið dæmt já eða ekki dæmt.
  kv.
  Ninni

  • Æi mér fannst þetta bara lykta svolítið af svona allir á móti okkur dæmi eins og þú ert einmitt að gagnrína í þessum pistli.

  Má vera, ætlunin var bara að koma Gerrard til varnar því ég efa ekki að það hafi verið fleiri en ég sem hafi lent í rökræðum (vægt til orða tekið) um Gerrard almennt og þetta atvik sérstaklega. Að líkja þessari vörn minni við væl Arsenal manna finnst mér svipað og að setja Gerrard í flokk með t.d. Eboue í leiklistinni 😉

  Hvað dómarana varðar þá segir það kannski eitthvað um þeirra starf að við erum ennþá að spá í þessu atviki og það er ekki ennþá komin niðurstaða, línuvörðurinn hafði innan við fimm sek og bara eitt sjónarhorn á þetta.

 21. Sæl öll.

  Ég er sammála Sigursteini um að ef eitthvað er brot fyrir utan teig þá er það einnig brot inn í vítateig.

  Mig langar svo að benda á eitt. Ef boltinn hefði verið við jörðina og Gerrard hefði náð honum þar á undan varnarmanninum og varnarmaðurinn hefði snert löppina á Gerrard þá hefði enginn verið að deila um hvort um víti væri að ræða eða ekki.
  Það fór nefnilega gríðarlega í taugarnar á mér þegar leikmaður Portsmouth fékk ekki spjald fyrir að skalla aftan í hnakka Liverpool leikmanns í þeim leik. Ef hann hefði sparkað aftan í hann þá hefði það verið púra gult ef ekki bara rautt. Á það að skipta máli hvort boltinn er í loftinu eða við jörðina?

  Svo varðandi það hvort Gerrard var að íkja þetta eða ekki þá vilji ég segja þetta. Í fyrsta lagi þá var um svo harkalega snertingu að ræða að Pernia var láréttur í loftinu og skall í jörðina. Var hann að íkja eitthvað? Í öðru lagi ef það er brotið á þér og þú settur úr jafnvægi áttu þá að launa varnarmanninum það með því að standa það af þér og fá hugsanlega ekki víti? Hefðum við til að mynda fengið víti ef Agger hefði ekki reynt að ná skoti á markið og standa brotið af sér fyrr í leiknum því það var augljóslega brotið á honum?

  Varðandi Kean þá finnst mér öll gagnrýni á hann undarleg. Hann er hlekkkur í afar sterku byrjunarliði Liverpool sem er í efsta sæti í deildinni og afar góðum möguleika að komast upp úr riðlinum sínum í CL. Auðvitað mætti hann skora meira en Liverpool liðið er einfaldlega ekki lið sem skorar mikið en fær hins vegar á sig fá mörk. Hann og Riera hafa að mínu mati staðið sig mjög vel og eigan stóran þátt í því að Rafa hefur tekist að styrkja liðið frá á síðasta ári. Loksins var líka farið í það að kaupa leikmenn sem áttu að styrkja byrjunarliðið en ekki varamannabekkinn. Sést kannski best á því að varaliðið okkar er miklu veikara en aðalliðið sterkara. Svona á þetta að vera.

  Þá líst mér bara nokkuð vel á þennan Ngog sem átti góða innkomu í síðasta leik. Hörku samkeppni um byrjunarliðssæti og það er af hinu góða.

  Ég vil svo taka það fram að Liverpool er búið að spila við manu og Chelsea og vinna en þau eiga eftir að leika saman. Nú er bara að vinna liðin sem við eigum að vinna og leggja allt í sölurnar í þeim leikjum. Ég hef í fyrsta skipti í mörg ár fulla trú á Rafa og því sem hann er að gera og verð að segja að ég er afar ánægður með þá stefnu að hætta að hringla með liðið.

  Áfram Liverpool!

 22. Það er hægt að taka álíka mikið mark á skrifum Paul Tomkins varðandi svona vafaatriði hjá Liverpool, eins og gagnrýni Bill O’Reilly á Demókrata.

  Snerting Pernia er alls ekki meiri en bara, í öllum eðlilegum skallaeinvígjum. Vissulega náði Pernia ekki boltanum, en þótt hann hafi komið Gerrard kannski aðeins úr jafnvægi þá var þetta ekki víti. Svo féll Gerrard líka niður til jarðar svona bara um leið og hann fann fyrir hörundi Pernia, líkt og Lee Harvey Oswald hefði skotið hann í bakið.

 23. Í gegnum tíðina hef ég einstöku sinnum gagnrýnt Steven Gerrard fyrir að vera ekki nógu klár knattspyrnumaður. Að einu leytinu verður þó ekki sagt annað en að fyrrnefndur Gerrard sé mjög klár knattspyrnumaður. Hann kann að fiska brot á andstæðingana. Maður hefur séð þetta oft hjá honum í gegnum tíðina.
  Elsta dæmið og ef til vill það frægasta er Istanbul-vítið. Klárt víti, en hann lét sig detta.
  Á þessu tímabili sérstaklega hef ég tekið eftir er hann farinn að gera þetta í hverjum einasta leik. Oftar en ekki á krítískum augnablikum í leikjum keyrir hann í leikmann andstæðingana og maður sér það fyrirfram að hann ætlar ekki að komast fram hjá honum, gefa boltann eða koma sér í skotfæri. Hann ætlar að fiska aukaspyrnu eða víti. Undantekningalaust tekst honum markmiðið.

  Reyndar er það efni í eilitla utandagskrárumræðu af hverju hann sé farinn að gera svona mikið af þessu. Er það bara út af því að hann er orðinn svona djöfulli klár að nýta sér aðstæður eða hefur það eitthvað með það að gera að hann sé farinn að missa hraða? Viti það að hann geti ekki framkvæmt alla þá hluti sem hann helst vildi? En var kannski fær um fyrir 2-8 árum? Og er ástæða þess að hann sé ekki lengur fær um sömu hluti einungis sú að hann sé settur í mun betri gæslu en áður eða líka sú að hann sé farinn að missa hraða?

  Oft höfum við grætt á þessum hæfileika hans og við skulum ekki gera lítið úr þeim. Sumir leikmenn eru vitlausir, framkvæma heimskulega hluti á krítískum augnablikum og missa boltann, aðrir eru ögn klárari geta haldið ró sinni og hugsað út fyrir ramman og það getur Gerrard.

  Það er tvær ástæður fyrir því að Gerrard kemst upp með þetta. Hann er mjög fær í þessu, lang oftast er réttilega dæmt brot. Hin ástæðan, sú virðing sem Gerrard nýtur í enskri knattspyrnu. Staðreyndin er einfaldlega sú að handfylli leikmanna; Gerrard, Terry, Ferdinand og e.t.v. einn eða tveir aðrir komast upp með hluti inn á vellinum sem minni spámenn eða erlendir komast ekki upp með. Auk þess hefur Gerrard komið fram og lýst ímugust sínum á leikaraskap og hann kappkosti að troða því inn í höfuðið á erlendum skrælingjum Liverpool-liðsins að slíkt sé ekki við hæfi í enskum fótbolta. Slíkt heillar náttúrlega alla dómara upp úr skónum. Því hver trúir því að Píví Hermann sé barnaníðingur eða að Jesse Jackson langi til að rífa eistun af svarta frambjóðandanum? Nei, slíkt gerist ekki þannig ef Gerrard dettur í teignum, þá hlýtur það bara að vera brot!

  Það vakti sérstaka athygli mína í leiknum í gær að á einum tímapunkti gerði Gerrard nákvæmlega þetta, fiskaði aukaspyrnu en ekkert dæmdi dómarinn. Gerrard virtist vart trúa því og varð alveg snælduvitlaus. Enda vanur því að hann fái sín fríspörk. En uppsafnaða virðingin sem enskir dómarar bera fyrir honum er bara ekki endilega til staðar hjá dómurunum á meginlandinu. Fyrir þeim er hann hver annar.

  Svo við komum okkur nú að vítinu í gær. Þá var þetta að mínu mati ansi langt seilst af honum Gerrard. Tvem sekúndum áður en Gerrard fer upp í skallaboltann er ekkert að gerast í leiknum. Enginn Liverpool maður inn í teig. Atletico-maðurinn gerir sig viðbúinn að skalla boltann sem er í loftinu burt þar sem enginn er nálægt honum og ekkert að gerast. Steven Gerrard er 10m í burtu. Hann sprettir að manninum og kastar sér síðan í skallaboltann.

  Ef við stoppum aðstæður aðeins hérna. Hvað ætlar hann að gera svo? Hann fer í einvígið á svo miklum krafti og hraða (og sannar þar með allar mínur tilgátur um að hann hafi misst hraða) að það væri ekki nokkur leið fyrir hann að drepa boltann. Honum tækist aldrei að stýra skallanum á næsta mann, það var enginn maður nálægt. Í besta falli næði hann boltanum langt út á hægri kanti áður þar sem hann væri stífpressaður. Líklegra var að hann myndi aldrei vinna skallaeinvígið, en ef hann myndi vinna það færi boltinn hreinlega í innkast. Versta falli yrði dæmd á hann aukaspyrna og leikurinn myndi fjara út. Miklu mun gáfulegra hefði verið að leyfi atletico-manninum að skalla boltanum burtu (boltinn var í erfiðri stöðu, Atletico maðurinn hefði aldrei nóð góðum skalla) og taka sér stöðu þar sem hann gæti náð frákastinu í góðu skotfæri. En sannleikurinn er hinsvegar sá að það var enginn hugsun í þessu önnur en sú að fara í skallaboltan, koma sér í snertingu við varnarmanninn og láta sig detta.

  Allt tal um að Atletico maðurinn hafi keyrt í hann á við engin rök að styðjast.
  Það sést vel hér: http://www.youtube.com/watch?v=PVthv1RqHqo

  Jafnvel þó það hefði verið einhver snerting var Gerrard einfaldlega á það miklum hraða og í þannig líkammstöðu að bakhrinding á mann sem er á fljúgandi siglingu í sömu átt hefði aldrei átt að leiða til þess að Gerrard myndi missa jafnvægið. Auk þess var hann með hendurnar vel staðsettar upp á jafnvægisskyn að gera (annað en markmenn sem eru með þær upp í lofti).

  Ef við klippum Atletico manninn úr atvikinu og veltum fyrir okkur hvað hefði þurft að gera til að koma Gerrard úr jafnvægi – brjóta á honum í þessari líkamsstöðu á þessum hraða. Þá gætum við sagt tvennt. Það hefði verið hægt að keyra í neðri hlutan á honum, mjaðmir eða fætur og hann hefði misst jafnvægið. Einnig hefði einhver getað komið úr gagnstæðri átt og truflað hann. En að kyrrstæður maður geti truflað jafnvægi manns á þessum hraða úr þessari átt með því að fara í efri hlutann? Aldrei.

  En hvað er ég eiginlega að væla? Ætla ég að krossfesta Gerrard? Kalla hann lúða og óheiðarlegan svindlara fyrir að hafa tryggt okkur stig á seinustu sekúndum einn síns liðs? Nei. Þetta er hluti af leiknum. Svo framarlega sem þú fiskar ekki rauð spjöld eða leikbönn á menn með óheiðarleika ala Eiður Smári, Rivaldo eða Ronaldo, þá mega menn þetta mín vegna.

  Ástæðan fyrir því að ég er þá að eyða orðum að þessu er trúverðugleiki. Í þetta sinn var þetta einfaldlega of augljóst og of fyrirsjáanlegt. Hann missir traust og dómarar fara að fylgjast betur með honum. Hann hættir að geta fiskað aukaspyrnur og worst case scenario verður hætt að dæma á brot gegn honum jafnvel þó um púra brot sé að ræða. Það gæti reynst honum dýrkeypt, og það gæti reynst liðinu dýrkeypt. Því þetta er einfaldlega orðinn það stór partur af leik hans. Ein-Tvær aukaspyrnur í leik að meðaltali á hárréttum augnablikum. Ég myndi segja að ein fiskuð aukaspyrna af Gerrard með góðri tímasetningu sé ígildi þess að geta tekið einnar mínútu leikhlé eins og í handboltanum og körfuboltanum. Kveikir í mönnum þegar á þarf að halda, róar leikinn niður þegar á þarf að halda.

  En þegar kallað er úlfur úlfur…

  Talandi um úlfur úlfur..
  Þá er þetta væl í honum Arsene Wenger náttúrlega löngu orðið merkingarlaust. En ég vill samt biðja menn um að hætta að pirra sig á þessu. Þetta er þekkt dæmi í þjálffræði. Að verja liðið í gegnum allt og búa til sameiginlega andstæðinga sem geri allt til að klekkja á samheldni og árangri liðsins. Við sáum þetta hjá Mourinho, við sáum þetta hjá Bill Shankly og við höfum óneitanlega séð þetta hjá Benitez. Ég vill biðja menn að vera samkvæmir sjálfum sér og sleppa því að gagnrýna Wenger fyrir þessa taktík á sama tíma og menn hylla arfleifð Bill Shankly hjá Liverpool.

  Enn fremur vill ég benda þeim mönnum á það sem sáu allt sameiginlegt með Rafael Benitez og Rinus Michels í mjög góðri grein sem birt var hérna í haust – að Rinus Michels fyrirmynd Benitez gerði mikið af þessu sjálfur og minnist á það í bók sinni – og biblíu Benitez Teambuilding: The Road To Success. (Mjög fróðlega bók sem ég mæli með að allir lesi).

  En reynum bara að vera samkvæm sjálfum okkur og gagnrýnum ekki andstæðinga fyrir hugsunarhátt sem við temjum okkur sjálf og teljum til fyrirmyndar.

 24. Halldór með gott innlegg eftir að hafa ekki lesið eitt einasta þar áður.
  Þetta var ekkert venjulegt skallaeinvígi, Gerrard var á fullri ferð og varnarmaðurinn allt of seinn og ekki nálægt því að ná boltanum. Einnig veit ég ekki betur en að það sé oft dæmt á brot í skallaeinvígum. Var þessi litla hörundsnerting þá einnig það sem veldur því að Pernia er eins og tuskudúkka þarna í loftinu?

 25. Vildi bara hrósa Kristni fyrir gott innlegg og afar ítarlegt. Ég er ekki að segja að ég sé neitt sérstaklega sammála honum en virði hans skoðun.

  Hvað Wenger og Benitez varðar í væli þá er nú bara ansi stór munur þar á. Mér er slétt sama í hvaða tilgangi hann er að væla þetta, þetta er leiðinda væl í mínum eyrum sem smitar út til stuðningsmanna Arsenal.

  Að líkja vælinu í Wenger við aðkomu Shankly að fjölmiðlum jaðrar við að vera guðlast

 26. Þetta er á rosalega gráu svæði. Það er erfitt að sjá hversu öflug þessi snerting með olnboganum er hjá Pernia. Til þess þarf annað sjónarhorn á brotið, það besta sennilega frá endalínu. Eins og brotið er sýnt, með sjónhorn á framhluta Gerrards virkar það sem samblanda af einhvers konar snertingu með olnboga Pernia og dýfu ala Gerrard. Það þarf þó að taka tillit til þess að Gerrard er alls ekki í góðu jafnvægi þegar/ef brotið á sér stað, þar sem hann er í loftinu, auk þess sem hann er á töluverðri ferð. Séu tveir fyrrnefndu þættirnir teknir inn í dæmið þarf ekki snilling að átta sig á þvi að lítil snerting getur komið hverjum sem er úr jafnvægi, hvort um sé að ræða Gerrard heldur Ronaldo. Þá er vert að íhuga hvort slík brot verðskuldi yfir höfuð vítaspyrnu, þ.e þegar brotið er ekki afgerandi. Maður sér oft dæmt fyrir smábrot á miðjum velli sem ekki er dæmt á í vítateig, t.d þegar varnartengiliðir brjóta niður sóknir með tuddaskap. Ég er á þeirri skoðun þar sem vítaspyrnudómar eru í eðli sínu oft “make or brake” dómar að sé víti dæmt verði brotið að vera augljóst og brotavilji einbeittur. Auðvitað eru dómarar og línuverðir oftast í betri aðstöðu að sjá brot sem eiga sér stað á vellinum heldur en áhorfandinn heima í stofu. Myndavélar geta líka oft skorið úr hvort um brot hafi verið að ræða eða rangur dómur dómarans staðreynd. Þess vegna finnst mér ómögulegt að dæma um það hvort brotið hafi verið á Gerrard þegar ekki eru til betri og nákvæmari myndskeið af atvikinu en hér að ofan. Það sem pirrar mig samt mest eru óumdeilanlegir leiktilburðir Gerrards að mínu mati, sem ættu betur heima hjá áhugaleikurum líkt og Drogba.

  • sem ættu betur heima hjá áhugaleikurum líkt og Drogba

  Hann verður nú seint talinn vera einungis áhugaleikari!! 😉

 27. Ég hef oft pælt í því, til hvers er vítateigurinn? Hann er jú svæði markmannsins til þess að handleika boltann, en hann er líka það svæði þar sem að brot á sóknarlið = vítaspyrna.

  Er þetta allt í einu orðið þannig að brot ? brot? þ.e.a.s. brot útá velli ? brot inní vítateig?

  Nei, það á alltaf að vera brot = brot. Ef það er dæmt á eitthvað útá velli, á það að vera gert líka inní vítateig.

 28. Babu skrifaði:

  Í þetta skiptið var hann á undan Pernía í boltan og hafði heppnina með sér og fékk dæmt afar ódýrt víti. (lítið minnst á það reyndar að við áttum alveg klárlega eitt ef ekki tvö inni úr þessum leik).

  En Babú það er heldur ekkert minnst á það að A.Madrid hefði átt að fá 1-2 vítaspyrnur líka.!

 29. Eins og ég segi, þetta er svosem ekki það sem pósturinn gekk út á og skiptir ekki höfuðmáli, en sjáðu svar nr. 19.

  Ef við ættum að þræta yfir hver kæmi verr út úr vafaatriðum þá hefðum við líklega unnið báða leikina gegn A.Madríd (þar sem okkar voru á undan) en sú umræða er afar tilgangslaus.

 30. Reynir: Ég sagði aldrei að þetta væri eðlilegt skallaeinvígi, heldur að snertingin væri ekki meira en í eðlilegum skallaeinvígjum. Eðlilegt skallaeinvígi er að mati flestra jafnt skallaeinvígi milli tveggja leikmanna í knattspyrnuleik án þess að brotið sé á leikmanni, hence the word “eðlilegt”. Svo sá ég líka einnig þegar Babu kallaði Tomkins hlutdrægan, ef þú hélst að það hefði farið framhjá mér.

  Þetta er bara það sem ég þoli ekki aðallega er þessi hræsni hjá mörgum annars ágætum Púlurum. Kalla Drogba, Ronaldo o.fl. vælukjóa fyrir að leika, og standa ekki í lappirnar þegar Captain Fantastic hjá okkur gerir þetta svo jafnt á við aðra.

 31. Þú ert ekki ennþá að ná punktinum Halldór, hann er einmitt að það er verið að dæma á svona brot úti á velli og á sóknarmenn inni í teigum, af hverju á að sleppa því þegar varnarmaður gerir það inni í teig hjá sér?

  Fínt svar Kristinn en þessi linkur sem þú setur inn af Youtube sannar akkúrat ekki neitt. Þetta er akkúrat sjónarhornið þar sem þetta sést verst. Myndavélin sem sýndi betur hlaupalínur leikmannanna sýndi þetta algjörlega svart á hvítu, var sýnt aftur og aftur á ITV og þar voru menn algjörlega sammála um þetta atriði. Hlaupalínan hjá Gerrard er í átt að endamörkum, hann nær boltanum, hlaupalínan hjá Pernia er nánast þvert á hina og því er hann brotlegur. Ef hann hefði náð boltanum, þá hefði það verið Gerrard sem væri brotlegur og pottþétt dæmt á hann.

 32. Er einhver til í að koma með link af þessu atviki eins og það sást á ITV, ef það finnst e-s staðar

 33. Ef þetta hefði gerst úti á velli SSteinn, þá hefði Gerrrard heldur aldrei fallið til jarðar, og þar af leiðandi hefði ekkert verið dæmt.

 34. Þú hefur sem sagt aldrei séð svona brot úti á velli Halldór? Mæli þá með því að þú byrjir að fylgjast með boltanum áður en þú ferð að tjá þig um hann.

Verður Mascherano fyrirlið Argentínu?

W.B.A. á morgun