Tottenham á morgun

Það er stutt milli stríða þess dagana, og það er BARA gott. Svona á þetta að vera, sér í lagi þegar vel gengur. Næsta verkefni er útileikur gegn Tottenham, og ég held að það sem af er tímabilinu, þá er þetta líklega versti tímapunkturinn til að mæta þeim, sé eingöngu horft til þeirra aðstæðna. Auðvitað eru aðstæður okkar þannig að menn eru stútfullir sjálfstrausts og maður hreinlega sér það á andlitum leikmanna þegar þeir koma inn á völlinn, að þeir trúi því að þeir geti unnið alla leiki.

Tottenham hafa byrjað tímabilið hörmulega, en akkúrat núna eru batamerki á liðinu. Þeir unnu sinn fyrsta leik um síðustu helgi og áttu svo fáránlegt “come back” gegn Arsenal á Emirates í vikunni. Nýr stjóri í brúnni sem kann sitt fag. Þeir koma því í fyrsta sinn á tímabilinu inn í leik með sjálfstraustið í virkilega góðu lagi. White Hart Lane hefur líka oft reynst okkur ansi erfiður völlur, en við vitum nú hvað gerðist á Stamford Bridge um daginn, völlur sem er líklega sá lang versti þegar kemur að úrslitum Liverpool FC.

Á síðasta tímabili fannst mér Tottenham vera með virkilega góðan hóp. Hann er hreinlega síðri núna, þeir hafa selt nokkra “fringe players” og svo 3 af framherjum sínum sem hófu síðasta tímabil. Það er ansi hreint stórt skarð og það hefur líka sést vel í upphafi þessa tímabils, því fram að leiknum gegn Arsenal, þá hefur þeim gengið alveg hreint herfilega illa að skora mörk. Við eigum nú samt að teljast vera með mun sterkari vörn og markvörð heldur en Arsenal, þannig að ég efa það að við séum að fara að hleypa einhverjum 4 kvikindum inn hjá okkur. En það eru margir öflugir spilarar hjá Spurs. Modric hefur mikla hæfileika, en er að venjast ensku deildinni. Jenas er einnig öflugur leikmaður, sem og Bentley. En notum gömlu góðu klisjuna, ef við spilum okkar leik, þá eigum við að leggja þá að velli. Ég hreinlega bíð í ofvæni eftir leik þar sem ég er ekki byrjaður að naga fingurnar af mér út af háu spennustigi. Einn svona átakalítinn leik takk til að bjarga heilsu minni. En reyndar býst ég alls ekki við því að það verði raunin á morgun.

Rafa róteraði aðeins í vikunni, allt sem mér fannst fyllilega skiljanlegt. Keane og Riera tæpir á meiðslum, og þar sem Pennant var búinn að spila virkilega vel stuttu áður gegn Wigan, þá átti hann alveg skilið annað tækifæri. Hyypia var svo settur inn til höfðus Crouch og tókst virkilega vel upp, algjörlega skiljanlegt útspil þar hjá Rafa. Ég reikna þó fastlega með að Agger komi aftur inn í liðið, því það er mun meiri hraði í sóknarmönnum Spurs heldur en hjá Crouch blessuðum. Ég reikna heldur ekki með að Torres byrji þennann leik, mun í besta falli taka sæti á bekknum. Kuyt mun droppa aftur í sína stöðu hægra megin og Keane upp á topp. Ég ætla því að spá því að liðið verði svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio
Mascherano – Alonso

Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Bekkurinn yrði þá eitthvað á þessa leið: Cavalieri, Hyypia, Dossena, Benayoun, Babel, Pennant og Torres.

Ég vil sigur, ekkert annað en sigur. Það yrði alveg hroðalega sterkt að ná þrem stigum út úr þessum leik og halda forskoti okkar á toppnum áfram. Andstæðingar okkar eftir þennann leik eru lið eins og WBA, Bolton, Fulham, Blackburn og Hull. Allt lið sem eru ekki með jafn sterkan mannskap og hinir keppinautar okkar. Auðvitað eru engir leikir léttir í þessari blessuðu deild, en fyrirfram eiga þeir að vera miserfiðir. Það væri því agalega fínt að fá 3 stig á morgun og halda þessu “momentum”. Spilum okkar leik, stígum upp og sýnum hvers vegna það séu 18 lið á milli þessara tveggja liða í deildinni eins og staðan er núna. Ég ætla mér að vera áfram bjartsýnn og spá því að við vinnum þennann leik 1-2. Ég er harður á því að Keane eigi eftir að láta stuðningsmenn Tottenham gráta yfir því að hafa misst hann, setur sem sagt eitt kvikindi. Eigum við ekki að segja að það verði fyrirliðinn sem setji hitt markið. Koma svo, fulla ferð.

40 Comments

  1. Eftir því sem Krisján Atli segir að Torres sé byrjaðr að æfa á fullu, þá held ég að hann byrji á móti tott, held að hann heimti það, en við klárum þettað á morgun 0-3 og ekkert kjaftæði. LIVERPOOL- LIVERPOOL KOMA SVO. 😉

  2. Ef það er skotið á í hverjum leik að Keane skori þá hlítur þetta að fara að takast hjá ykkur 😀 En við gerum súrt jafntefli 1-1 og komumst aðeins niður á jörðina. Vinnum svo restina af 2008 takk 😀

  3. Keane skorar í þessum leik, hann og Kuyt með sitthvort kvikindið í 2-2 jafntefli. Er alveg sammála Ssteinn með byrjunarliðið. Giska samt á það að Pennant nái ekki á bekkinn því miður fyrir hann.

  4. Sammála Steina, nema að kannski við sjáum Dossena, Aurelio náttúrulega búinn að vera meiddur og held að Rafa vilji eiga hann á þriðjudaginn. En erfiður leikur. Sjáum til, held 1-1 eða 1-2……

  5. Er alveg pottþéttur á því að þetta gæti orðið okkar erfiðasti leikur hingað til. Man Utd og Chelsea leikurinn voru að sjálfsögðu erfiðari fyrirfram en þetta verður erfiðari leikur. Úti á móti fínu liði Spurs sem eru komnir með sjálfstraust þar sem allir vilja sanna sig fyrir Harry Houdini. Er skíthræddur fyrir þennan leik ólíkt öllum örðum leikjum það sem af er. Tel þó að við merjum sigur 1-2. Yrði þó ekki fúll með jafntefli.

  6. sammála byrjunarliði, spurning þó hvort væri sniðugt að segja Hyypia að vera skuggin af Pavluchenko fyrst hann er aðallega háloftamaður, hann er ekki með neinnr osalegann hraða..

    2-3, pavluchenko Lennon – Gerrard Keane Torres

  7. Fyrir síðustu helgi þá bjóst maður við léttum leik gegn Tottenham, en svona er boltinn. Það getur allt breyst á ögurstundu. Eftir ágæta síðustu 2 leiki hjá Tottenham þá held ég að við gerum jafntefli. Þeir eru með gríðarlega gott sóknarlið á pappírnum og náðu að nýta sér það í vikunni. Tel samt að Agger og Carra eigi að geta tekið Bent og Pavo í þurrann og Mascherano getur rúllað Modric upp í pappír og reykt hann með annari.

    1-1 held ég að fari. Riera eða Arbeloa með markið.

    Pz

  8. Sem Spursari er ég mjög hræddur við þennan leik. Liverpool menn eru örugglega búnir að kortleggja veikasta hlekk Spursara sem er Gomez. Hann er alveg skelfilegur. Hornspyrnur,aukaspyrnur og góðar háar fyrirgjafir inn á teiginn eiga eftir að gefa Liverpool pottþétt mark eða mörk í þessum leik því Gomez grípur ekki einn einasta bolta. þetta sást vel á móti Arseanal og eins í leiknum á móti Bolton þó Bolton hafi ekki getað nýtt sér mörg mistök Gomez í leiknum.

  9. væri alveg til í að sjá þetta lið byrja. torres er ekki klár í 90 mín held ég þannig það er fínt að eiga hann bara upp í erminni fyrir seinni hálfleik, hann þarf bara einn sprett.

    keane verður vonandi áfram grimmur og heldur sinni fagmennsku áfram.

    er smá hræddur f. leikinn en held samt að þetta hafist.

  10. Hvaða hvaða Liverpool vinnur þennan leik! – núna halda leikmenn Tottenham að þeir séu svaka-góðir, fá svo alvöru mótspyrnu og brotna.
    Voru búnir að fá 2 stig eftir 7 leiki! – eru ljónheppnir að fá stig á móti Arsenal sem skifast meira sem klaufaskap á reikning Arsenal heldur en einhverja snill frá Tott.
    Bentley skorar ekki svona mark á næstunni.
    Liverpool þarf að sýna smá þolinmæði og þá er þetta komið. Leyfa þessum Tottenham snillingum að dansa aðeins og sýna Redknapp hvað þeir eru klárir og svo brjóta þá! – vona að við sjáum Torres spila.
    Hlakka til!

  11. Ég held að þessi leikur verði nokkuð strembinn og hann verður erfiður á að horfa. Það eiga margir eftir að blóta í sand og ösku yfir lélegum leik okkar manna. Ég held að lykillinn að þessum leik, eins og svo mörgum öðrum sé hin gullna regla Rafa… ÞOLINMÆÐI…!
    Þetta er útivöllur og klárlega ekki sá léttasti. Tottenham er með ágætlega spilandi fótboltalið og komnir með nýjan stjóra sem blæs þeim byr í seglin. Þeir ætla sér að ná sér í sjálfstraust og það á að koma með sigri í þessum leik. Þess vegna er fátt sem við getum gert annað en að sýna það, að við erum með besta liðið á Englandi þessa stundina, og spila betri bolta en þeir. Við vinnum þennan leik, ég er sannfærður. Ég segi eins og Gerrard hefur sagt…. við hræðumst engan og erum klárir í hvaða leik sem er.

    Það er hugarfarið sem við munum fara í þennan leik með, og það skilar okkur árangri. Ég spái því að það komi mark í síðari hálfleik frá okkar mönnum og við vinnum þennan leik 0-1 í frekar slöppum fjögurra bjóra leik.

    Við norðanmenn hittumst að sjálfsögðu að vanda á Allanum, heimavelli okkar og horfum saman. ÁFRAM LIVERPOOL !!!!

    Carl Berg

  12. Sammala Himma #10 að sjálfsögðu vinnum við þennan leik, og hvað eru menn að tala um Harry Houndine, er hann búinn að vera með eitthvað lið á toppnum í gegn um tíðina, og eins og Himmi segir þá var þetta slembilukka hjá Tott, og eins og ég sagði í kommenti i pisli hér á undan þá bökkuðu Ars til baka og urðu kærulausir, sem má ekki gerast þótt þú sért yfir, bara halda áfram eins og staðan sé 0-0. Áfram Liverpool

  13. er ekki alveg sammála Carl Berg þetta verður klárlega tveggja fötu leikur og málið dautt. Carl skot í N6 fyrir leik

  14. Þetta er akkúrat rétti andin “einsi kaldi” Tottenham verða lagðir á morgurn og við höldum okkar striki í áttina að titlinum, og svo er bara að vona að hin liðin sem eru á eftir okkur misstígi sig. Ég hef ekki rú á að Rafa láti Torres byrja þ.e.a.s. ef hann verðúr í hópnum setjum hann bara inn til að skora mörk 2 og 3…..

  15. 8 Harry

    Alltaf gaman að sjá stuðningsmenn annara liða hér inni!

    En að leiknum.. Ég er ekki sammála því að þetta hafi verið slembilukka hjá Tottenham í síðustu 2 leikjum.
    Hinsvegar er ég á því að þetta sé búið að vera mjög svo óvenjuleg/slæm byrjun hjá góðu liði og nú með nýjan brilliant þjálfara eiga þeir eftir að vera hættulegir!
    Sigur með einu marki eða jafntefli er mín spá!!

  16. Eins og þið vitið er Keane ekki búinn að skora mikið fyrir Liv(frekar lítið)og menn eru alltaf að segja að hann skori núna, Nú ætla ég að segja að hann skori núna, ef hann verður með, hann hlýtur að hafa metnað maðurinn eða þannig. Enga svartsýni, það er víst nóg af henni þessa dagana. LIVERPOOL FREMSTIR og áfram þannig

  17. Gaman að sjá liverpool liðið líta vel út þrátt fyrir misgóða leiki.
    Annas spái ég jafntefli á morgun 2-2. keane og dirk kuyt með mörkin.

  18. Þetta fer 0-2, Tottenham er með alveg handónýtann markvörð og það mun kosta þá. Samt er ég alltaf smeykur við menn eins og Aaron Lennon en hef trú á að vörnin haldi.

  19. Liverpool verða að nýta sér veikleika Gomes. Ef þeir spila þetta rétt og nýta sér veikleikana þá ættu þeir að geta skorað 3-4 mörk.

  20. Þetta verður örugglega erfiður leikur. Tottenham liðið virðist vera að hrökkva í gang með tilkomu Redknapp. Jafntefli væri ekkert hræðileg úrslit en hins vegar er sjálfstraust okkar manna í toppi núna. Við klárum þetta 1-2, held að Keane skori og svo komi Babel inná og tryggi okkur sigur. Koma svo, halda sama dampi!! Þetta er það sem lyftir manni upp í kreppu-þunglyndinu.

  21. Mig langar (þar sem ég hef lítið að gera þetta föstudagskvöldið), að varpa smá spurningu fram til ykkar. Ég virðist oft hafa aðrar skoðanir á hlutunum en þeir sem tjá skoðanir sínar hér, og stundum finnst mér eins og ég hafi verið hreinlega að horfa á annan fótboltaleik en margir hverjir, þegar umfjöllun um leiki er annarsvegar. En það er eðlilegt og satt að sega “the beuty of the game”, að mínu viti.

    En nú tala menn um að markmaður Tottenham, sé ekki sá sterkasti í álfunni og því þætti mér gaman að sjá stórskotahríð að marki þeirra.

    En mér hefur hinsvegar oft fundist vanta uppá, að enda sóknir okkar með skoti !! Mér finnst við oft ætla að spila okkur hreinlega í gegnum markið. Ég myndi miklu oftar vilja sjá skotið á markið ENDA SÓKNIRNAR MEÐ SKOTI..
    Eru fleiri sammála mér um þetta, eða er ég algerlega á skjön við skoðanir annarra hvað þetta varðar.. ??

    Carl Berg

  22. Carl Berg ég er sammála að menn eiga að skjóta oftar, heldur en að gefa á næsta mann og ætlast til að hann skjóti. Ég hef sagt það oft í komment frá mér að það vanti að menn skjóti,já ég hef sagt skjóttu skjóttu. Tökum þettað á laugardag kl 17/30. 😉

  23. Afsakið að ég bæti smá at,semd við, en það þarf engin að segj mér að nýr stjóri breyti einhverju liði sí sona. Dæmi,, ekki breytti Rafa Liv á nokkrum dögum og ekki Ferguson eða Venger.Guðjón Þ tók alltaf við góðu búi en núna með skaganum gerði hann ekkert, vegna þess að hann var ekki með gott bú. Já það þarf alltaf góðan og samheldinn mannskap til að liðið spili sem ein heild og þjálfarinn þarf sinn tíma eða þannig, 😉

  24. ég skil ekki menn sem segja að Gomez sé veikasti hlekkurinn hjá spurs. Hann er klárlega betri en Robinson. Það sem að ég er smeykur við er Harry Redknapp, því hans lið hafa haft lag á, þ.e. hann hefur haft lag á að stýra liðum gegn Liverpool og ná árangri. Mér finnst lélegt hjá spursurum að kenna Gomez um lélega vörn.
    Þetta verður erfiður leikur, sérstaklega þar sem sjálfstraust er að koma í leikmannahóp spurs, en ef Liverpool spilar eins og þeir hafa gert þá er það minnsta sem getur gert er að hafa væntingar um jafntefli.
    Þar sem ég er einstaklega hjátrúarfullur og trúi á jinx til hins ýtrasta, þá þori ég ekki að spá Liverpool sigri en verð þokkalega sáttur við jafntefli.

  25. Tottenham er með mjög sterkt lið, og ætti engin að vanmeta þá þó svo að þeir séu neðstir um sinn. Leikirnir á WHL hafa alltaf verið erfiðir í gegnum árin, en í dag eru stigin þeim gríðarlega mikilvæg, þeir koma til baka eftir flotta endurkomu gegn Arsenal sem gefur þeim von og þeir þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

    Það kæmi mér ekki á óvart þó svo að við myndum tapa okkar fyrsta leik hérna, fer svolítið eftir því hvaða Liverpool lið við fáum að sjá, er það sama lið í sama gír og var gegn Chelsea fyrir tæpri viku síðan, eða er það liðið sem mætti Portsm. ?

    Fyrsta markið verður gríðarlega mikilvægt, og er mikilvægt fyrir okkur að setja mark á þá snemma.

    Ég ætla að spá 0-2 samt sem áður, kanski meira óskhyggja en eitthvað annað…

  26. Ég held að Lucas verði nú á bekknum í stað Pennant, alger óþarfi að hafa 3 kantmenn á bekknum og engann miðjumann 😀

  27. Ég held að Gomez hafi átt sérlega lélegan leik gegn Arsenal í vikunni en fram að því hafði hann staðið sig ágætlega fyrir utan það að vera varnarmönnum sínum stórhætturlegur – er búinn að slasa Corluka og King ef ég man rétt. Hann er óður í úthlaupum og það ber að nýta sér. Hann er hins vegar fínn á línunni og það þýðir ekkert að ætla að skjóta alltaf þegar við komumst fram yfir miðju nema maður heiti Alonso. En varðandi punktinn frá Carl Berg – þá get ég tekið undir að menn virðast oft ætla að troða sér inn fyrir á ansi þröngu svæði í stað þess að lúðra á rammann. Oft er það þó þannig að pakkinn á vítateigslínunni er ansi þéttur og því er ólíklegt að skotin nái í gegn. En svo er líka jafnlíklegt að þau fari í annan leikmann – a la Lampard og Alonso og í netið.
    Annars held ég að leikurinn verði erfiðut en við höfum samt sigur í restina.

  28. Gomez er að mínu mati arfaslakur markmaður, ein og ein blaðamannaskutla hefur lyft upp hans “reputation”. Hann er vonlaus í úthlaupum og arfaslakur í allri fótavinnu.
    Ég veit ekki alveg með skotin, við erum nú yfirleitt að skjóta 20 – 25 boltum að marki, hins vegar finnst mér skotvalið okkar stundum skrýtið. Neglur af 35 metra færi í of háu hlutfalli en skot í kringum vítateiginn of lágu.

  29. Ég sá markið sem tott skoraði á móti ars, þettað var langskot sem sveif í boga í ca 3 sek, og hafnaði í markinu, ég þori að veðja að Reina hefði varið þennan bolta eða þannig. 😉

  30. Ef við lítum á breiddina í báðum liðum er Liverpool að fara að vinna þetta.
    Ef við lítum á byrjunarlið beggja liða er Liverpool að fara að vinna þetta.
    Ef við lítum á sjálfstraust beggja liða er Liverpool að fara að vinna þetta.
    Ef við lítum á undanfarna viku er þetta að fara að vera spennandi en Liverpool vinnur þetta 1-4.

  31. Hárrétt Óli B, Lucas verður pottþétt á bekknum. Líklega í stað Pennant.

    En djöfull er ég viss um að þessi Gomez eigi eftir að eiga leik lífs síns gegn okkur eftir þessi ummæli um hann. Það væri alveg eftir því.

  32. eikifr margt til í þessu en Tottenham hefur eitt vopn sem má alls ekki vanmeta. Redknapp nýbúinn að taka við því og lið fá oft svona vítmínsprautu í fyrstu leikjunum. svona áður en bakslagið kemur aftur. þannig að ég sé þetta virkilegan erfiðan útileik sem ég hefði viljað klára fyrir 2 vikum heldur en núna.

  33. Mín spá er sú að við komumst í 0-3 og fáu svo á okkur eitt í lokin.
    Við munum loksins klára leik snemma og spila mjög sannfærandi. Loksins ná þeim leik sem við höfum eiginlega verið að bíða eftir.

    Mörkin
    Keane 2
    Gerrard 1

    Modric 1

  34. Góður punktur hjá þér Carl Berg, það er MJÖG mikilvægt að enda sóknir með skoti, það egtur endað með marki, markmaðurinn getur varið og við tekið frákastið, nú ef skotið fer framhjá, þá gefst tími til að stilla upp. Þannig að það er mjög mikilvægt að enda með skoti. Varðandi leikin í dag þá held ég að okkar menn séu með það mikið sjálfstraust að þeir taka þennan leik 0 – 3 áfrm Liverpool…

  35. Ég held nú að það sem við höfum séð til Gomez á þessu tímabili sé ótrúlega langt frá því sem hann getur og að hann sé bara alls ekki svona slappur markvörður. Hann er ekki með sýnishorn af sjálfstrausti en þegar hausinn á honum er í lagi er ég á því að þetta sé bara fínn keeper og ég veit ekki betur en að hann hafi verið góður í PSV, í deild og CL.

    En ég hef frekar slæma jafnteflistilfinningu fyrir þessum leik.

  36. Menn voru frekar borubrattir fyrir Che$ leikinn, lið sem var í sama sæti og við, en nú erum við að spila við lið í NEÐSTA sæti og menn eru efins hvað er í gangi?

Liverpool 1 – Portsmouth 0

Byrjunarliðið gegn Tottenham komið