Portsmouth á morgun

Það hefur vægt til orða tekið ekki verið neitt sérstaklega leiðinlegt að vera púllari í upphafi þessa tímabils og þó ég hafi persónulega fengið meira út úr því að sjá okkar menn leggja United um daginn þá var sigur síðustu helgar ekkert nema algjör snilld og hreinlega sögulegur fyrir margra hluta sakir. Enduðum magnað og allt of langt heimaleikjamet Chelsea manna, unnum eitt af toppliðunum á útivelli í deild undir stjórn Rafa og skoruðum loksins á brúnni til að nefna eitthvað.

En kannski segir það meira um okkar menn þetta árið að þessi sigur kom manni þannig séð ekkert svo hrikalega á óvart, meira svona loksins loksins hafðist það. Ég reyndar viðurkenni að ég verð aldrei neitt sérstaklega hissa þegar Liverpool vinnur leiki, sama hvaða leik um er að ræða. Stemmingin í hópnum er þannig að maður bara trúir varla að liðið sé að fara tapa og maður er svo spenntur fyrir næsta leik að landsleikjahléin eru næstum óbærilega löng.

Þessvegna er þessi miðvikudagsumferð algjör snilld að mínu mati, til að halda uppi þessu góða skriði er best að spila bara nokkuð þétt og fórnarlömb morgundagsins koma frá suðurströndinni, n.t.t. Portsmouth með okkar mann Peter Crouch í fararbroddi sem þann sem hvað helst sker sig úr

Portsmouth hefur reyndar verið nokkuð mikið í fréttum þessa vikuna enda komu fréttir um skyndilegt brotthvarf Harry Redknapp eins og þruma úr heiðskýru lofti. Klárlega mikið áfall fyrir klúbbinn enda Harry verið afar vinsæll hjá Pompey og stýrt þeim á einhverju mesta velgengnisskeiði þeirra sem náði hámarki með sigi í FA Cup í maí sl. Það er allavega fullkomlega óvíst hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á Pompey fyrir þennan leik. Þeir segjast auðvitað bara halda áfram og hugsa sem minnst út í þetta. Pompey hafa allavega inn á milli gríðarlega góða leikmenn eins og James, Crouch, Muntari, Defoe, Kranjcar, Campell, Utaka o.fl. og eru bara með eru þétt lið sem getur verið afar erfitt við að eiga, sérstaklega ef þeir ná að þétta sig saman eftir Redknapp áfallið og finna einhvern neista og löngun til að sanna sig fyrir nýjum stjóra, sem ég spái þegar þetta er skrifað að verði Tony Adams.

En nóg um andstæðinginn og vandamál hans. Þrátt fyrir að velgengi í upphafi móts undanfarin ár hafi kennt manni að hafa báða fæturnar á jörðinni og rúmlega það á þessum tíma árs get ég ekki annað en verið þó nokkuð bjartsýnn fyrir Pompey leikinn á Anfield. Liverpool eru byrjaðir að reyna að endurheimta þetta met sem Chelsea stal af okkur og höfum við nú ekki tapað á heimavelli í 15 leikjum í röð (bara 71 to go). og liðið virkar orðið gríðarlega þétt. Hópurinn er eins orðin mun betri en hann hefur verið og virðumst við t.a.m. vera að sleppa mjög vel frá þeim kafla sem okkar lykilmenn hafa tekið upp á því að meiðast.

Allt væl um rotation stefnu Benitez er horfið og halda margir því fram að hann sé hreinlega hættur að rótera. Ekki veit ég með það og hvaða áhrif það kemur til með að hafa þegar líður á tímabilið, en ég spái í það minnsta ekki miklum breytingum á liðinu á morgun. Torres er held ég ennþá meiddur ásamt Skrtel auðvitað, ég veit ekki neitt um Degen en annars held ég að við séum með alla tiltæka:

Ég spái að liðið verði svona skipað annað kvöld: (sett upp sem 4-4-2 vegna tæknilegra örðugleika):

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

bekkurinn: Cavalieri, Aurelio, Lucas, Benayoun, Babel, Agger og Pennant.

Ég held að Hyypia gamli fái þennan leik á kostnað Carra eða Agger, hann er mjög rökréttur kostur hvað glímuna við Crouch varðar og eins held ég að Rafa nýti tækifærið og hvíli varnarmann i leiknum. Segi að það verði Agger enda hann að koma sér inn í þetta aftur og eins vegna þess að Carra var ómenskt góður gegn Chelsea. Eins held ég að Dossena komi aftur inn fyrir Aurelio, alls ekki að það sé eitthvað sem ég er að óska mér, held bara að Aurelio sé ekki klár í að spila svona þétt. Að öðru leiti held ég að liðið verði óbreytt frá Chelsea leiknum, Allir útileikmennirnir sem eru á bekknum eru samt alveg líklegir til að byrja inná, Babel og Lucas fara að banka fast á sæti í liðinu og það er erfitt að venju að reikna Rafa út hvað þetta varðar.

Fyrir síðasta leik var talað um að þetta yrði prófsteinn á Liverpool liðið, ef svo var þá stóðumst við það próf með stæl, en næstu leiki tel ég að séu engu minni prófsteinar á þetta lið okkar. Það veit það hvert mannsbarn að það dugir ekki að peppa sig upp í stóru leikina til að glopra því svo niður gegn miðlungsliðunum, núna verður sem aldrei fyrr pressan okkar helsti andstæðingur og hana hefur Liverpool oft ekki tekist að sigra á svipuðum árstíma. Okkar menn eru vel meðvitaðir um þetta og segja alla réttu hlutina í fjölmiðlum og virðast halda sig kyrfilega á jörðinni:

Carra á Official síðunni:

“But we’ve got Portsmouth next, and if we don’t get a good result there then we won’t have really capitalised on this win.”

Carragher added: “Being top of the league, we’re now going to be the team people will look to beat.

“I’m sure people will talk about us more. We’re going to have to deal with that now.”

Maður hefur svosem séð og heyrt þetta alltsaman áður, það er samt eitthvað sem segir manni og gefur manni þá tilfinningu að þetta sé öðruvísi í ár, það er meiri trú hjá bæði liðinu og stuðningsmönnum og því vona ég heitt og innilega að sú trú verði ekki fyrir neinum áföllum gegn fyrrum lærisveinum Harry Redknapp………og reyndar ekki heldur gegn núverandi lærisveinum hans um næstu helgi.

Mín spá: Ég segi að við lengjum þann tíma sem Liverpool hefur haft forystu á Anfield í ár úr 18 mín í svona 70.min og vinnum þennan leik án þess að lenda undir. 2-0 með mörkum frá Gerrard og Kuyt, hverjum öðrum? Reyndar virðist handritið segja þriggja marka sigur og svo jafntefli (sjá hér), en ég stend við mína spá.

38 Comments

  1. ” James, Crouch, Muntari, Defoe, Kranjcar, Campell, Utaka”
    er ekki Muntari farin til Inter?
    Annars er ég hræddur um að tapa stigum á morgun, týpist að vinna Chelsea og gera svo jafntefli heima fyrir Portsmouth

  2. Heyrðu já það getur bara vel verið, ég las líklega Mvuemba ekki nógu vel þegar ég var að skima yfir lið pompey og fékk út Muntari.
    Kallgreyið að þurfa að hlusta á Mourinho day in day out.

  3. Tony Adams verður í brúnni að því að það virðist, en það er blaðamannafundur til að tilkynna nýjan stjóra á hádegi. Oftar en ekki koma lið tvíefld eftir slíkar ráðningar…

    Við verðum, bara verðum að halda áfram á þessu skrifið. Væri sorglegt að tapa stigum á heimavelli gegn Pompey eftir útisigur gegn Chelsea. Til dæmis þá gerðum við jafntefli við Stoke eftir Utd sigurinn…

    Ég ætla að vera nokkuð svartsýnn í minni spá og spá 0-0, í frekar jöfnum leik…

  4. ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!

    ÉG SEGI AÐ ÞETTA VERÐI 3-0

    GERRARD MEÐ ÞRENNU 😀 !!!!

    SVO VILL ÉG ENGA NEIKVÆÐNI FRÁ EINARI ERNI OG FÉLÖGUM !!!!!!!

  5. Drési, slakaðu á hástöfunum. Ég vil ekki þurfa að banna ummælin frá þér af því einu að þú slekkur ekki á Caps Lock-takkanum.

    Og hvaða neikvæðni? Get ekki betur séð en að þessi síða sé bara nokkuð björt og brosandi þessa dagana, enda liðið á toppnum. 🙂

  6. Ágæt uppstilling á liðinu, en ég held að Hyypia verði á bekknum og Agger inná, hann þarf að spila meira. Keane 1 frammi, Rafa vill örugglega fá hann til að skor, og Gerrard fyrir aftan Keane og Kuyt á kantinum, en hvað veit maður, Babbel og Yosse B gætu alveg eins byrjað. Ég ætla að halda mig við 3-1, hætti ekki fyrr en það rætist. KOMA svo LIVERPOOOOOOL, UPS, CAPS look.

  7. Er ekki Keane meiddur?
    Spái því að Kuyt verði áfram á kantinum og Babel verði settur á toppinn…… Vona það allavega.

  8. Þriðjudagsbjór?

    Annars fer leikurinn 3-2, þar sem öll mörkin verða skoruð í uppbótartíma.

  9. Frábær mynd af Portsmouth, það er eins og Crouch sé með einhvern krakka með sér á myndinni í gervi Defoe.

  10. Já findin mynd, en er þettað ekki Hemmi Hreiðars sem situr lengst til vinstri, ætli að hann sé að fá jafnvægi í veggin, eða er þettað ekki veggur?

  11. Þessi leikur er alveg crusial… reyndar er vel hægt að færa rök fyrir því að allir leikir séu crusial en þessi leikur verður að vinnast.

    Ég hef trú á liðinu og ætla að spá því að við vinnum þetta 2-0. Það er lykilatriði að Agger verði í byrjunnarliðinu, bæði fyrir hann sjálfan og liðið held ég. Hann þarf að spila sig í gang strákurinn,og ég hef fulla trú á því að hann geri það.

    Hvernig er staðan á Torres strákar ?

    Carl Berg

  12. Ef það var ekki ástæða til að banna ummæli frá Drésa áður þá má segja að sú ástæða sé kominn kristaltær. Það er lítil eftirsjá af svona mönnum. Einfalt komment um að caps lock takkinn væri fastur inni hefði líklega dugað. Spjallborð liverpool.is er ágætur vettvangur fyrir svona menn.

    En ég hef fulla trú á okkar mönnum fyrir leikinn á morgun og ætla leyfa mér að vera bjartsýnn í ljósi þess að Portsmouth hefur átt misjöfnu gengi að fagna á þessu tímabili, farið í raun allan skalann, frá því að vera mjög góðir og sýna líklega sitt rétta andlit í að falla algjörlega í svaðið og tapa ill. Ég spái því að Anfield reynist þeim um megn og að okkar menn sigri þetta örugglega. Ef það gengur ekki eftir og við töpum stigum á heimavelli á móti Portsmouth þá er það merki þess að þó við færumst nær titlinum þá gæti þetta tímabil skilað sé í enn einu 3-4 sæti.
    Ég held að lykilatriði fyrir Liverpool sé að halda dampi út árið og vera í svipaðri stöðu þegar nýtt ár hefst þá ætti trúin á að liðið geti tekið þetta að vera kominn grjótnegld í undirmeðvitun manna. Enda Liverpool undantekningalítið sterkastir allra liða á endasprettinum.

  13. Þú ert samt að gleyma langöflugasta leikmanni Portsmouth í upptalningunni þinni. Lassana Diarra. Ég skil ekki hvernig hvorki Chelsea né Arsenal gátu ekki fundið pláss fyrir þennan snilldarleikmann.

  14. Flott upphitun og er ég að flest öllu leiti sammála. Þetta er mín ágískun á byrjuanrliðið:

    Reina

    Arbeloa – Hyypia – Agger – Dossena

    Mascherano – Lucas
    Benayoun – Gerrard – Babel

    Keane

    bekkurinn: Cavalieri, Aurelio, Alonso, Kuyt, Riera, Carragher og Pennant.

    Ss. 5 breytingar frá leiknum gegn Chelsea og þá einungis til að hvíla leikmenn. Í seinni hálfleik koma síðan þeir Kuyt, Alonso og Carragher inná fyrir Gerrard, Masherano og Arbeloa.

    Við vinnum þenna leik nokkuð örugglega 3-0 þar sem Keane, Babel og Agger skora mörkin.

    • Þú ert samt að gleyma langöflugasta leikmanni Portsmouth í upptalningunni þinni. Lassana Diarra.

    Verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert of mikið um þann leikmann!

    …Annars það sem Nr.14 sagði

  15. Yndislegt að fá svona mid week leiki. Nammi namm. Ef þessi leikur vinnst ekki verður Chelsea leikur pointless.

    Spá liðinu svona:

    Reina-Arbeloa-Agger-Hyypia-Dossena-Lucas-Mascherano-Benayoun-Gerrard-Babel-Keane.

    Carra, Alonso og Kuyt verða svo varamenn í leiknum í stað Agger, Mascherano og Gerrard ef við verðum komnir í góða stöðu eftir 70 mínútna leik.

  16. Mér fannst innkoma babel mjög góð á móti chelsea. Held að það væri góð hugmynd að láta hann byrja á kostnað Keane. Gefa honum allavega 60 til 70 mínútur. Ef að hann dytti í markaskorun værum við í góðum málum.

  17. Er sammála Magnúsi með þessa uppstillingu, ætti að vera nóg, spurning ef Keane er tæpur hvort Kuyt komi þá í senterinn

    2-1, 3-1 ef keane spilar..Babel Gerrard og Keane

  18. Þið eruð nú alveg magnaðir pistlahöfundarnir með Daniel Agger. Framan af tímabili kepptust þið hver um annan þveran að spá honum í byrjunarlið og núna keppist þið hver um að setja Hyypia inn á hans kostnað.
    Það mun auðvitað ekkert gerast. Liðið verður óbreytt frá síðasta leik, nema mögulega kemur Babel inn fyrir Keane, enda var sá fyrrnefndi mun betri í síðasta leik.
    Það áhugaverða í þessum leik verður að sjá hvernig Carra og Agger ná að díla við Crouch. Ég er ekki í nokkrum vafa með að við skorum 2-3 mörk í þessum leik, en Crouchy hefur verið ansi öflugur fyrir Portsmouth í haust og kæmi mér ekki á óvart að hann skoraði. 3-1 fyrir okkur.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  19. Come on Ívar, það er ekki svo órökrétt að tippa á að Hyypia komi inn í liðið í þessum leik. Ekki verður hann notaður í CL leikjunum allavega og eins er Agger nýkominn aftur inn í liðið og því líklegur……líklegri til að lenda í meiðslum ef hann verður keyrður of mikið út strax í byrjun. Ég byggði þessa spá mína allavega á því hvað ég teldi að Rafa myndi gera í ljósi þess að það er þétt prógramm í gangi núna og það er hrikalega mikilvægt að Agger meiðist ekki aftur, hef ekki spáð mikið í það hvað hinir hafa verið að spá í sínum upphitunum!
    (ekki skilja þetta sem svo samt að ég verði eitthvað ósáttur við óbreytta vörn á morgun)

    …og Nr. 18 Aggi, thanx man.

  20. hressir??? gaman að því..
    Datt í hug að tjékka á fyrrum stórstjörnum okkar Kewell og Baros hjá Galatasary. Baros með 5 mörk í 5 leikjum, Kewell er EKKI meiddur, ótrúlegt en satt, 3 mörk í 7 leikjum og áfáar stoðsendingar.

    Snilldar snyrtipinnar þar á ferð 🙂

  21. “Allt væl um rotation stefnu Benitez er horfið”
    Vinsamlegast ekki stimpla þá sem eru óssamála ykkur sem vælukjóa. Ef þið getið gert úttekt á hrókeringum Rafa í ár miðað við fyrra á lykilmönnum þá væri það vel þegið og góð fréttamennska sem stuðla myndi að málefnalegri umræðu.

    ES rótera er ekki íslenska

  22. Nr. 25.arinbjörn

    • Vinsamlegast ekki stimpla þá sem eru óssamála ykkur sem vælukjóa.

    Já en allt væl um rotation stefnu Rafa er horfið!! Svo væri betra fyrir sjálfstraustið ef það væri talað um mig í eintölu, ekki fleirtölu. Það sem ég er að skrifa í minni upphitun þarf ekki að endurspegla skoðun hinna pennana.

    • Ef þið getið gert úttekt á hrókeringum Rafa í ár miðað við fyrra á lykilmönnum þá væri það vel þegið og góð fréttamennska sem stuðla myndi að málefnalegri umræðu.

    Ég nenni ekki að gera pistil um þetta núna enda er þetta bara upphitun, en kíktu á þýðingu á pistli Paul Tomkins hérna til hliðar, hann var góður og ef ég man rétt var fín umræða um þetta fyrir ekki svo mörgum mánuðum. En góð hugmynd og endurnýjuð umræða um þetta væri ekki svo vitlaust og kannski snarar einhver upp pistli.

    • ES rótera er ekki íslenska

    Ég bara vissi ekki að þetta væri íslensku verkefni!! Ritstíll minn á bloggsíðum er frekar í ætt við það hvernig ég tala dagsdaglega þó ég reyni nú að vanda mig hérna og ef rótera er óskiljanlegt og óviðeigandi nýyrði….then so be it.

  23. Babu: Ég vil bara að það komi skýrt fram, að með því að nota orðið “rótera”, þá storkaðirðu réttritunnarkennd minni svo gríðarlega, að ég sé ekki fram á að ég jafni mig, nema lesa Málrækt 1,2,3 og 4 allavega tvisvar fyrir svefninn ásamt snörpu yfirborðslegu gluggi í bókina “fram á ritvöllinn” eftir Ritrúnu G. Skriftan !!!

    Carl Berg

  24. Carl Berg, átt þú ekki að vera semja einhverjar Britney Spears spurningar fyrir gríðarstórt og feykivinsælt pub-quiz á Dalvík???

    Annars er ég algjörlega sammála mönnum hér, réttritunarhæfni Babu er fyrir neðan allar hellur, finnst hann skulda okkur afsökunarbeiðni!!!

    PS: Babu, hefurðu séð göngustílinn hjá Olla eftir helgina…ég heyrði að hann væri eitthvað öðruvísi en venjulega :p

  25. haha sorry maður, getur huggað þig við það að allt sem Ritrún hefur skrifað er í hæsta gæðaflokki 🙂

    …..og já BJ var einmitt að spá í þessu haha!!

  26. Babu á skilið hrós fyrir stórgóða upphitun! klapp klapp
    Takk fyrir mig

  27. ég ætla að láta mér fátt um finnast hvað varðar komment benna jóns. finnst þessi orð hans í minn garð vítaverð og tel að hér sé um að ræða algjöra lágkúru !!

    ég heimta víti!

    hehehe, RÖGL!

  28. Bíddu bíddu, ég heyrði bara að þú hefðir verði tæklaður í bolta með vinunum…hvað hélst þú eiginlega að ég væri að tala um? Er einhver önnur ástæða fyrir göngulaginu?

    😀

  29. Flott upphitun Babu.

    Gott að sjá að húmorinn er í lagi hjá Rafa. Fréttamaður að spyrja hann út í það hvernig hann ætli sér að stoppa Crouch:

    Journalist: Without giving any secrets away, how do you practice when you haven’t got a six foot seven player in the squad? How on earth can you prepare?

    It’s about beating him in the air, so we will use Mascherano against him!

  30. Það sagði einhver hér fyrir ofan einhvað á þessa leið að ef við vinnum ekki þenna leik þá núllast sigurinn gegn Chelsea út. Þetta er hreint bull. Því að til þess að verða Englandsmeistari þarf að vinna ákveðin fjölda leikja ekki einhverja ákveðna leiki.
    Man utd unnu 27 leiki í fyrra af 38 og töpuðu 5 leikjum sem dugði þeim til sigurs. Ég tel að Liverpool þurfi að vinna svona 26 leiki til að vinna deildina. Því fleiri sigrar gegn Arsenal, Chelsea og Man utd því afslappaðri getum við farið inní leikina gegn hinum liðunum ef við gefum okkur að þessi lið ásamt Liverpool verði í 4 efstu sætunum. Ef okkur tekst að fjölga töpuðum stigum þessar liða þá megum við tapa fleiri stigum.
    Ég persónulega væri samt mjög til í sigur í kvöld. En ef hann kemur ekki þá verður sigurinn gegn Chelsea samt ennþá mjög mikilvægur og bara mikilvægari ef einhvað er.

  31. Tek undir með þeim sem segja að leikurinn í kvöld verði prófsteinn á liðið. Svo er líka spennandi að sjá hvernig leikmenn Portsmouth bregðast við stjóraskiptunum. Þessi komu ekki í kjölfar slaks gengis og engum var sagt upp þannig nú er að sjá hvernig Tony kallinum tekst að mótivera liðið.

    Ég sagði strax í haust að ég hefði afar góða tilfinningu fyrir liðinu. Ég rökstuddi það fyrst og fremst með því að við værum með sterkara byrjunarlið en oft áður og búnir að losa okkur við miðlungsleikmenn sem því miður fengu að spila allt of mikið.

    Í mínum huga er svo aðal atriðið að Rafa er hættur að hringla með liðið. Hvað sem hver segir þá var þetta rotation system algert rugl. Liðið veiktist gríðarlega þegar menn í fullu fjöri voru hvíldir og liðið náði einhvern veginn aldrei að stilla saman strengi sína. Það er alveg ljóst að samheldnin í liðinu og baráttuandinn, sem vantaði fyrra og þar áður, er að mestu leiti sprottinn af því að menn fá tækifæri að spila sig saman sem lið. Svo ég tala nú ekki um að menn fá nú betra tækifæri að koma sér í leikform.

    Svo verð ég nú að viðurkenna að ég skil ekki af hverju ennþá er linkur á greinin hans Tomkins hér á síðunni. Jú ágætis grein svo langt sem hún nær en þegar Rafa sjálfur kemur fram og viðurkennir að kerfið hans hafi ekki gengið upp þá hlítur greinin að falla um sjálfa sig.

    Svo verð ég bara að þakka fyrir þessa síðu og viðleitni ritstjórnar hennar að halda henni málefnalegri. Strákar gefið það aldrei upp á bátinn.

    Áfram Liverpool!

  32. Greinilegt að annarhver leikur liðsins á að vera “áhveðinn prófsteinn” á liðið..leikurinn á móti united var það leikurinn þar strax á eftir var það,leikurinn við everton var prófsteinn ásamt leiknum á móti chelsea.Þetta er orðið ágætis magn af prófsteinum fyrir eitt lið…Verða ekki bara restinn af leikjunum “áhveðiin prófasteinn” fyrir liðið…..Útskýrið endilega fyrir mér afhverju þetta sé prófsteinn á liðið og seigið mér líka hvenær er ekki prófsteinn???

Gerrard og Torres í liði ársins hjá FifPro

Liverpool í Stokkhólmi