Svona rétt til að velta okkur áfram upp úr sigrinum….

Er svo glaður í dag að ég ákvað að velja hérna þrjá uppáhaldstenglana mína vegna gærdagsins. Fyrst langar mig að vitna í taktíkpistil David Pleat hjá Guardian.

Er alveg sammála honum, þetta var ekki “smash and grab” sigur heldur snilldartaktík þjálfarans framkvæmd óaðfinnanlega af leikmönnunum. Flott, flott…

Svo er það Scolari, sem hefur sýnt í kringum þessa leiki að það er hægt að vera eins og maður þó maður stjórni Chelsea. Hann segir hér frá því að leikmenn Chelsea hafi smám saman misst trúna á sig þar sem hvergi voru svæði þar sem hægt var að skapa neitt og liðið hafi tapað fyrir “sniðugu” liði Benitez.

Svo er það skemmtilegt að skoða samanburð milli þessa liðs og meistaraliðs Valencia hjá Rafa.

Svona til að vera áfram glaður á mánudeginum eftir sunnudaginn.

12 Comments

 1. Má til með að spyrja hvort David Pleat hafi ekki horft á einhverja leiki með Liverpool á seinni hluta tímabilsins í fyrra. Hann talar eins og Benitez hafi verið að nota Gerrard í þessari stöðu sem hann spilaði í Chelsea leiknum í fyrsta skiptið. Finnst þetta full asnaleg skrif hjá manni sem á að heita sérfræðingur. En það verður samt ekki tekið af honum að þetta er allt rétt sem hann segir. Bara ekki í fyrsta skiptið sem Gerrard er fyrir framan tvo miðjumenn og fyrir aftan framherja.

 2. Rafa er einfaldlega snillingur, hann er einfaldlega gríðarlega fær um það að ná því besta útúr sínum liðum. Vonandi fær hann nýjan samning sem allra fyrst. YNWA.

 3. Félagar við skulum ekki fara upp á tærnar. Þetta er rétt að byrja.
  Rafa er á réttri leið!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 4. Þeir sem horfðu á leikinn í gær sáu að Gerrard var ekki fyrir framan miðjumennina heldur var hann einfaldlega frami með Kean.
  Það var ekki fyrr en á 70 mín þegar hann færðist aftar á miðjuna.
  Er búinn að horfa á þennan leik aftur og Gerrard var einfaldlega að spila frami meirihlutan í leiknum.

 5. Hef ekki tíma í þessa linka strax…
  En ég tek undir með Magnúsi, alls ekki vera að fara upp á tærnar…..það er hrikalega vont og stórhættulegt!

  Eins er ég sammála Sigga, nánast þanngað til Babel kom innþá þá var Gerrard bara mestmegnis frammi, oftar en ekki framar en Keane.

 6. Liverpool að bjóða í Guðlaug Victor Pálsson. Reyndar frétt á DV en gaman ef satt reynist.

 7. Ég myndi telja hann sem sóknarmann. Búinn að vera á mála hjá AGF í eitt og hálft ár ca í Danmörku en hann kom þaðan frá Fylki. ’91 módel.

 8. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti Gulla og hann er virkilega fjölhæfur, hann spilaði held ég 4 stöður eða e-h í 3 flokk þegar að ég keppti á móti honum. Þá var hann á miðjunni svo á kantinn svo fram og endaði í miðverðinum:P

 9. Ok, takk fyrir það.
  Ég hef bara aldrei heyrt um þennan dreng, en hann yrði þá annar íslendingurinn sem skrifar undir hjá LFC.

 10. Æi ég veit ekki alveg með þessa kenningu þessa ágæta manns. Carra, Xabi, Javi og Gerrard voru alveg líka í liðinu í fyrra. Eins og menn bentu á í commentunum þá eru ManUre og Chel$ki líka með sömu uppbyggingu. Held að helsta breytingin á liðinu frá því í fyrra sé hugarfarið, Rafa er greinilega búinn að þjappa því í hausinn á þeim að þeir geti virkilega gert atlögu að titlinum ef þeir hreinlega trúa því sjálfir, þeir hafa alveg getuna í það, það vita allir.

  Vá hvað Xabi Alonso er kominn í mikið uppáhald hjá mér, ég vildi ekki eitt augnarblik í sumar selja hann fyrir GBarry því ég vissi að það byggi miklu meira í þessum dreng heldur en hann sýndi á síðasta tímabili, hann er virkilega farinn að sýna sínar betri (réttu) hliðar.

 11. Eflaust er það rétt hjá Óla B að Rafa hefur trú á sínum mönnum og hefur þjappað því í haus sinna mann. En allavegana hafa 2 af þessum mönnum sem voru (líka) í fyrra verið að bæta sig, Alonso og Kuyt. Ég hef ekki verið hrifinn að Keane eins og menn vita og hann þarf virkilega að taka sig á, en eins og svo margir hafa bent á þá er hann að þvælast nánast út um allt og að eiðileggja sóknir mótherja, sem telur eflaust heil mikið, svo skemmir það ekki að vinstri kanturinn er orðin þræl góður sem var nánast ekki til í fyrra. Tökum einn leik fyrir sig, eins og Gerrard segir.

Chelsea 0 – Liverpool 1

Gerrard og Torres í liði ársins hjá FifPro