Chelsea 0 – Liverpool 1

86 leikir.

Fyrir daginn í dag var Chelsea búið að spila 86 leiki í röð á heimavelli án þess að tapa. Það eru næstum því 15 mánuðir síðan að þeir slógu fyrra metið í því hvaða lið hafði leikið flesta leiki í röð án taps. Það var í ágúst árið 2007 sem að liðið sló fyrra metið, sem var 63 leikir. Það met setti Liverpool á milli 1978 og 1980.

Það var því vel við hæfi að í dag, 26.október 2008 næði Liverpool að binda endi á þessa ótrúlegu hrinu Chelsea manna. Manchester United mönnum tókst það ekki, en okkar mönnum tókst það.


Chelsea hefur ekki tapað á heimavelli síðan 21.febrúar árið 2004. Þá tapaði liðið fyrir Arsenal liðinu, sem var ósigrað á því tímabili. Claudio Ranieri var þá þjálfari Chelsea og Eiður Smári var í liðinu. Viera og Edu skoruðu mörk Arsenal. Síðan þá hafa Mourinho, Grant og Scolari þjálfað þetta Chelsea lið án þess að tapa á heimavelli í deildinni. Þangað til í dag.

* * *

Rafa stillti upp nær óbreyttu liði frá Atletico Madrid leiknum. Kuyt kom inn fyrir Yossi og Aurelio fyrir Dossena.

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera

Keane

bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Lucas, Benayoun, Babel, Hyypia og Pennant.

Chelsea byrjaði betur í þessum leik og þeir voru miklu meira með boltann á fyrstu mínútunum. Nokkuð gegn gangi leiksins náði Liverpool þó forystunni á 10.mínútu. Liverpool sótti að marki Chelsea, einhver varnarmaður Chelsea átti misheppnaða hreinsun og boltinn barst til Xabi Alonso, sem átti skot á markið – boltinn fór í Bosingwa og í markið. Algjörlega típískt Chelsea mark, sem að Lampard og Joe Cole hafa skorað slatta af. Heppnismark, en mark engu að síður.

Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik var Chelsea miklu meira með boltann og þeir pressuðu mjög stíft á Liverpool. Þrátt fyrir að ég hafi verið verulega stressaður, þá var Chelsea liðið svo sem ekki að skapa sér mikil færi, en Liverpool liðið náði heldur aldrei að halda almennilega boltanum innan liðsins. Þrátt fyrir Chelsea pressu, þá komu engin færi hjá liðinu og Liverpool var yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik var þetta svipað. Chelsea var miklu meira með boltann (mig minnir að þeir hafi verið með boltann um 70% í leiknum. Liverpool átti þó að vissu leyti hættulegri færi. Gerrrard átti frábært skot í fyrri hálfleiknum, sem að Cech varði. Xabi átti skot í stöng úr aukaspyrnu og Babel átti frábært skot. Chelsea hins vegar náði í raun bara að skapa sér eitt almennilegt færi í leiknum þegar að Ashley Cole komst inn fyrir en klúðraði. Síðustu 20 mínúturnar var svo einsog Chelsea menn gæfust upp og þeir fóru að reyna vonlaus langskot.

* * *

Maður leiksins: Fremstu mennirnir hjá Liverpool gerðu svo sem ekki mikið í leiknum. Kuyt sást lítið en barðist auðvitað vel og Riera gerði ekki mikið. Hann var hins vegar afskaplega latur í varnarvinnunni og heima hjá mér var sennilega mest öskrað á hann, því hann lét Bosingwa nánast alveg í friði. Gerrard var ágætur.

Mascheran og Alonso voru mjög sterkir á miðjunni og það er með ólíkindum að sjá muninn á Xabi Alonso núna og í fyrra, hann hefur batnað svo mikið.

Vörnin var samt hápunkturinn í dag. Það er ekki auðvelt að hafa Chelsea liðið með boltann nánast allan tímann, en gefa þeim samt nákvæmlega engin færi. Aurelio og Arbeloa voru góðir í bakvörðunum, en menn leiksins voru án efa Daniel Agger og Jamie Carragher. Ætli Carra fái ekki tilnefninguna, enda var hann algjörlega frábær í leiknum og hélt sóknarlínu Chelsea algerlega niðri.

* * *

Núna eru 9 leikir búnir í deildinni. Við erum búnir að spila við Chelsea, Aston Villa, Manchester City og Everton á útivelli. Og við erum búnir að spila við Manchester United á heimavelli. Og eftir það erum við í efsta sæti deildarinnar með 23 stig og höfum ekki enn tapað leik. Það er frábært!

Næstu tveir leikir eru gegn (Harry Redknapp-lausu) Portsmouth á Anfield og svo á útivelli gegn Harry Redknapp og Tottenham. Eftir það er svo nokkuð auðvelt prógramm gegn West Brom, Boltron, Fulham, West Ham og Blackburn áður en við spiluðm við Hull og Arsenal í desember.

Þetta tímabil byrjar vel. Ég sagði fyrir þennan leik að ef við myndum vinna, þá gætum við vel blandað okkur í baráttuna um titilinn. Ég ætla ekkert að tapa mér í bjartsýninni strax, því ég hef brennt mig alltof oft á því. En við getum varla beðið um mikið byrjun tímabilinu.

76 Comments

 1. Loksins Loksins

  Ég held að við höfum gert öllum enskum liðum greiða nema auðvitað Chelsea með því að “eyðileggja” heimavöllinn þeirra.

  Fannst við samt spila illa í þessum leik en Carragher var eins og svo oft áður, frábær! Ég trúi ekki öðru en þetta tímbabil eigi eftir að enda með alvöru baráttu um titilinn.

  YNWA

 2. Þetta var svo sanngjarn sigur… hreint út sagt frábær frammistaða! Takk Liverpool… takk fyrir mig! YYYYYEEEEESSSSSSS!!!!!

 3. Frábært… taugarnar þandar til hins ýtrasta… Carra maður leiksins…. Þvílíkt það sem þessi maður stendur uppúr í stóru leikjunum…. Allt liðið magnað… Trú frá fyrstu mín að við ætluðum að sigra þetta… Getum farið að selja Torres bara… 😉 hehe… nei alveg magnað að ná að klára Manjú og Chelsea án hans… sýnir svakalegan styrkleika…. meira af þessu 😀

 4. Spila illa Lolli varstu allsgáður? frábær framistaða Chelsea fengu ekki 1 færi. Þrátt fyrir að hr Webb væri chelseamegin í vafaatriðum þá unnum við mjög svo sanngjarnan sigur. Hef tekið Benitez í sátt. Yfir og út

 5. Sælir félagar!!!!
  Loksins og allir að spila vel, meira að segja Aurelio var í lagi. Minn maður Carra maður leiksins ef hægt að taka einhvern sérstaklega út úr þannig séð. Sigur liðsheildar, baráttu og sjálfstrausts. Bara glæsilegt og óstjórnlega gaman.
  Svo vinnur West Ham Arsenal og það verður líka gaman
  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Frábær sigur hjá okkar mönnum. Svona 6 stiga leikir telja grimmt til að haldast í toppbaráttunni!!! Alonso klárlega maður leiksins, þó hann hafi sýnilega verið orðin þreyttur í lokin.

 7. http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N161831081026-1540.htm Carra í viðtali eftir leikinn og heldur sér á jörðinni sem er bara gott…. Maður er svo ánægður að manni líður eins og manni hafi hlotnast sá heiður að spila einn leik með Liverpool og skorað sigurmarkið í uppbótartíma… Maður svífur bara um íbúðina sína 🙂 Skemmtilegir tímar svoleiðis 🙂 Flying high

 8. það getur vel verið að Che$ hafi verið meira með boltan, en við vorum að spila flottari sókn en það vantaði að klára dæmið.Við erum með flott lið og það vantar Torres, ég vona að hann fari að koma, og þá verða hin liðin að vara sig. Maður leiksins??????Gerrard er að vakna, en Alonso er vaknaður ,en samt voru allir að gera góða hluti, ég segi ALONSO……

 9. Frábær leikur!

  Einir á toppnum og eina taplausa liðið enn sem komið er. Tveir 6 stiga leikir unnir. Getur bara ekki orðið betra, eða hvað … jú … við eigum Torres inni 🙂

 10. Það er svo fallegt að eyðileggja heimavallarrunnið þeirra og með því að fella þá gjörsamlega á eigin bragði, öskrandi snilld og ég hef trú á massa skýrslu frá afmælisbarni helgarinnar.

 11. Eitt sem mér finnst menn ekki minnast á ….

  Carra er vel að því komin að vera valin maður leiksins, en ég verð að hrósa Rafa fyrir enn einn taktíska sigurinn! Liðið var svo massíft að Chelsea skapaði sér ekkert alvöru færi í 93 mínútur á sínum eigin heimavelli. Með smá heppni hefðum við getað unnið þetta með tveimur til þremur mörkum þrátt fyrir að vera mun minna með boltan!

  Eins og einhver orðaði það svo vel …. það skiptir ekki máli hve mikið þú ert með boltan, heldur hvað þú gerir með hann þegar þú færð hann.

 12. JAMIE CARRAGHER stóð svo uppúr í þessum leik að það er ekki venjulegt. ég held ég hafi sjaldan séð íþróttamann jafn fókuseraðann og með hausinn í svona góðu lagi eins og carra. hann brillerar hvern stórleikinn af fætur öðrum þessi maður, ómetanlegur tappi!! 😀

  en nú er bara að halda sigurhrynu áfram og hafa gaman af þessu, þá hefur maður engar áhyggjur af þessu 🙂

 13. Þetta er náttúrulega komið þegar Þórhallur er búinn að taka Benítez í sátt. Verð þó að vera ósammála ýmsu. Mér fannst dómarinn frekar á okkar bandi ef eitthvað var – sérstaklega í seinni hálfleik. Vörnin var fantastic, og það er magnaðra en frá er að segja að það reyndi ekkert á Reina nema í tveimur úthlaupum allan leikinn, á útivelli, gegn Chelsea. Þessi múr fyrir framan hann var magnaður. Kuyt og Arbeloa geldu gjörsamlega vinstri kantinn, Malouda sást ekki neitt allar 60 mínúturnar sem hann spilaði. Alonso og Mascherano létu Deco og Lampard líta út eins og vörnin hjá Besiktas í 8-0 leiknum. Gerrard fannst mér frekar slakur, sendingarnar hans fúnkeruðu almennt ekki, líkt og hjá Keane. Var mjög ánægður með Babel eftir að hann kom inn á en eins og rætt er um þá voru Carragher og Agger stórkostlegir í þessum leik, ásamt Alonso.
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 14. Ívar Örn. við vorum að spila á móti sterkasta liði á englndi(fyrir utan LIV) og við bjuggum til betri færi en þeir, og vorum á útivelli. Og eins og ég sagði áður#9 þá geta nánast allir verið maður leiksins, en ég kaus Alonso, vegna þess að hann verður bara BETRI OG BETRI

 15. Ég tek ofan fyrir liði sem spilar svona og nær þessum árangri. Þessi sigur var enginn heppnissigur eða í þ áttina; við áttum þetta fyllilega skilið. Og nú er bara bæta í og moka ofan á hrúguna sem er komin. Njótum dagsins og vonandi endist hann fram á vor.

 16. Ég vil ekki segja meira en að þetta verði tímabilið sem Liverpool blandar sér allverulega í toppbaráttuna. Liðið byrjar frábærlega, ekki spurning, en ég myndi ennþá setja mína peninga (ef ég ætti einhverja) á Chelsea og Man Utd. Frábær sigur í dag og enn einn mjög móralskt sterkur sigur síðustu vikurnar. Áfram Liverpool!

 17. jjjáááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááá

 18. ekki fannst mér webb á okkar bandi þegar hann spjaldaði Gerard fyrir fullkomlega löglega tæklingu og stoppaði sókn okkar sem hefði mjög líklega endað með marki.

 19. Það er fáránlegt að það sé hægt að vera í sigurvímu án þess að hafa séð leikinn! Jööööööösssssssssssssssss 🙂

 20. glæsilegur leikur í alla staði, bara ef við höfðum unnið stoke og aston vill þá væri 9 stiga forskot!;)

 21. Ertu ekki að grínast með Riera, Einar Örn ???? Hann var mjög öflugur og tók menn á hvað eftir annað……….. Annars jíííííhaaaaa !!!!!!!!!!

  Áfram Liverpool !

 22. Mig langar núna að setja link í þau comment sem mar hefur verið að setja hérna inn og tala um carra og þvílíka drullu sem mar hefur fengið fyrir það. Er ekki nokkuð ljóst að Carra er besti varnarmaður í heimi ? Ef ekki hver þá ?
  Hefur einvher leikmaður leikið betur í deildinni en Carra það sem af er ?

  Æðislegt að sjá kallinn hann Rafa. Síðasti meistradeildar leikur var sérstakur hvað skiptingar varðar og menn á kop.is töluðu um að hann væri að leggja áherslu á deilina. Ég er sammála því og hvað nú. Jú kallinn er með liðið í 1.sæti. Hann hefur lagt áherslu á meistarad. og klárað það dæmi og hann er í gírnum núna að klára deildina heima. Þannig að mar spyr sig hvort að þessi stjóri geti allt sem hann vill, en þó eitt í einu 🙂

 23. Gummi H, mér þykir það slæmt að þú átt enga peninga , en ef mamma þín eða amma á eitthvað af aurum, þá settu þá peningal í LIVERPOOL

 24. Mikið svakalega er ég feginn að Rafa hafi ekki selt Alonso í sumar. Með fullri virðingu fyrir Barry þá vil ég frekar sjá Alonso í rauðu treyjunni en hann. En frábær leikur og gaman að sjá hvað Carra er góður í þessum stóru leikjum.

 25. Ég veit ekki hvort er verra að vera undir og klára dæmið á síðustu tíu eins og undanfarið eða þetta, að skora á fyrstu tíu og þurfa að halda því.

  Bendi þó á að færin okkar voru miklu miklu hættulegri, sbr. stangarskotið o.fl.

 26. Verð að taka undir með Boga #27. Riera var klárlega einn af betri mönnum liðsins í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

  Spurning um að hafa bara Riera – Babel á vinstri kantinum alla leiki. Rieira hefur verið, að City leiknum frátöldum, frekar slappur í seinni hálfleik og þá aðallega undir lok leiksins. Við erum síðan með Babel þennan rosalega Super-sub á bekknum. Hafa þetta bara Riera ‘0 – ’65 og Babel ’65 – ’90 😀

 27. Hvernig væri bara að fara leyfa Babel að byrja inná og henda svo Riera inná. En annars frábær sigur 😀

 28. Þórhallur: Það var nú talað um á Soccernet að fyrirliðinn hefði verið heppinn að þurfa ekki að fara snemma í sturtu eftir þessa tæklingu, enda tæklingin af svipuðum toga og menn hafa verið að fá rautt á sig í leikjum gegn okkur.

  Annars toppleikur, bókstaflega!

 29. Eða henda Keane út og setja Babel í byrjunarliðið. Babel hefur uppá mikið meira að bjóða sem eini framherjinn en Keane, alla vegna í þessum leik. En frábær sigur. Loksins er meistaradeildar formið og baráttuandin að skila sér í deildina.

 30. Mjög sammála því að velja Carra mann leiksins, hann er auðvitað ekki besti varnarmaður i heimi, en ég er ekki viss um að hann hafi frétt af því! Hann er hreint út sagt ótrúlegur oft í svona leikjum.

  Annars er mann dagsins að finna í þessu myndbandi

 31. “Við eigum að vera að spila í gulu vegna þess að þetta er eins og að sjá Braselíu spila:)”..”(we should be playing in yellow because it´s just like watching Brazil”)…Annsi skemtileg setning sem kom út úr einum í Fanzone á sky.Sér það ef þú klikkar á linkinn sem Babu kom með

 32. Aldrei smeykur við þetta og sagði það hér áður!!

  Þessi sigur er okkar statement um að við gerum atlögu að titlinum.
  Núna reynir fyrst á liðið okkar þar sem titlapressan er mætt á svæðið!!!

  Frábær liðsheild og karakter skóp þennan sigur!
  0-2 hefði verið sanngjarnt en 0-1 sleppur í þetta skiptið 🙂
  YNWA!!

 33. Sælir drengir.. og til hamingju með daginn.

  Ég er sammála mörgum í dag, en eins og venjulega þá er ég ekki sammála öllum.

  Til að byrja með, þá er ég ekki sammála því að Riera hafi gert lítið í dag. Mér fannst hann alveg hreint déskoti magnaður og virkilega gaman að sjá hann taka menn á, þarna vinstra meginn.

  Mér fannst þetta ekki vera gult spjald á Gerrard.Við horfðum á þetta sexþúsund sinnum í endursýningu, og þetta var bara frábærlega vel gert hjá honum.

  Carragher var frábær í þessum leik. Hann var gríðarlega einbeittur og það skilaði sér. Á einhverjum tímapunkti ætlaði Terry eitthvað að fara að rífa kjaft við hann og það lá við að uppuúr hefði soðið. Þegar Carragher er í svona ham, þá eiga menn bara að hafa vit á því að drulla sér í burtu, en ekki vera að rífa kjaft.. þar að segja ef menn vilja halda fótunum á sér heilum.

  Á fyrstu mínútu leiksins, sá ég blik í augunum á Gerrard sem sannfærði mig um, að allt yrði í himna lagi. Ég sá neista sem við höfum ekki séð það sem af er þessu sísoni. Ég var sannfærður frá fyrstu mínútu um að Gerrard myndi berjast eins og ljón í þessum leik, ef þess þyrfti. Ég er sannfærður um að þetta smitaði sér til hinna leikmannanna líka.

  Þetta var bara gargandi snilld…

  Carl Berg

  p.s: who the fuck is Fat fucking Fart Lampard ??

 34. Ég verð að vera ósammála þér EÖE þegar þú talar um að Riera hafi verið slakur. Mér þótti hann einmitt standa sig vel og í raun í leiknum dag sannfærði hann mig um að vandamál okkar á vinstri kantinum eru ekki lengur til staðar.

  Varnavinna Carra og Agger var framúrskarandi og erfitt að gera uppá milli þeirra.

 35. Frábær sigur og mikil gleði. Ekki stjörnuleikur hjá okkar mönnum nema í því að halda Chelsea algjörlega niðri og eiga góðar skyndisóknir. Við felldum þá á eigin bragði og það gera bara snillingar. En ég er ósammála því sem hér hefur komið fram að Arbeloa hafi verið góður. Hann var vægast sagt hörmulegur og ég veit ekki hversu oft Boswinga og félagar komust upp kantinn og gátu sent inn í teiginn. Cole átti síðan besta færið þegar Arbeloa gleymdi sér. Hann var á hælunum. Aðrir áttu góðan dag, ekki síst Carra og Agger. YNWA!

 36. Ætla að koma með einkunnir leikmenna samkvæmt mínum huga, þið megið endilega gagnrýna mig í drasl eða hrósa mér í hnapp.

  Reina 7 Hafði lítið sem ekkert að gera
  Arbeloa 8 Var solid í hægri bak, átti Malouda og lét Cashley Cole gráta.
  Agger 7,5 Var traustur, finnst hann samt of duglegur að koma sér úr stöðu, sem opnar alltof mikið í teignum og gerir Carra erfitt fyrir. Hrífst samt af kraftinum hans og þori til að sækja á Chelsea.
  Carragher 9 Var framúrskarandi, tæklandi, skallandi. Hann átti þennan leik. Trúi ekki öðru en að Terry og félagar fái sér Carragher Tattoo fyrir leikinn gegn Hull til að motivera þá.
  Aurelio 7,5 Ótrulegt en satt, hann var nokkuð góður í leiknum. Lokaði vel á Kalou. Fékk samt að mínu mati litla aðstoð frá Riera miðað við hve Kuyt var duglegur að hjálpa Arbeloa
  Alonso 8 Skoraði mark og var að dreifa spilinu eins og höfðingi.
  Mascherano 6,5 Hann var góður í þessum leik en hann verður að læra að haga sér í návist dómara. Var ekki eins og hann gerist bestur í þessum leik auk þess sem það sást afhverju hann er ekki framherji í dag.
  Kuyt 7 Eins og alltaf barðist hann eins og grenjandi ljón. Kom ósköp lítið úr honum sóknarlega í dag en hann virkar eins og vítamínsprauta fyrir samherja sína.
  Gerrard 6,5 Var slappur í dag, var lengi á boltanum og var langt frá sínu formi. Engu að síður var hann fyrirliði liðs sem sigraði Chelsea á Brúnni í fyrsta skipti í tæp fimm ár
  Riera 6 Var líflegur í byrjun en tók rangar ákvarðanir. Datt út úr leiknum þegar leið á hann. Var áberandi hve hann var lítið að hjálpa til í vörninni, líklegast eftir fyrirmæli frá Rafa. Veit að hann getur betur en hann gerði í dag.
  Keane 6,5 Sást ósköp lítið en hann barðist vel og var duglegur að koma til baka að sækja boltann. Ég hef trú á því að þegar hann kemst í gang verður hann frábær.

  Subs
  Babel 7,5 Átti góða innkomu í dag og vona ég að hann sanni það að hann sé striker en ekki kantmaður. Hefur allt sem þarf í strækerinn. Vill fara að sjá meira af honum.
  Lucas og Hyypia tóku líklegast of lítinn þátt í leiknum en Hyypia fær plús fyrir að skalla einn bolta burt.

  Maður leiksins: Klárlega besti varnarmaðurinn í ensku deildinni, Jamie Carragher.

 37. Titillinn á náttúrulega að vera Xabi Alonso. Hann var yfirburðarmaður í þessum leik. Í samanburði við Alonso á Carragher heima í utandeildinni 🙂
  Liðið var hreint út sagt frábært. Aurelio steig ekki feilspor og á að vera fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn. Ég átti bágt með að trúa þegar ég sá tölfræðina að chelski var með boltann tæp 70% leiksins. Sennilegast vegna þess að Liverpool var svo miklu beinskeittara og hættulegra með boltann. Samspil í nokkrum skyndisóknanna var augnayndi.
  Er einnig nokkuð viss á því að Kuyt hafi skallað boltann út úr teignum í fæturna á Alonso.
  Alonso var vissulega maður leiksins.

 38. Mér finnst menn vera að gleyma einni hetjunni og bestu skiptingunni, Hyypia!!!
  Hann skallaði boltann 4 sinnum frá á 2 min. eða hvað það var. Ótrúlegt að sjá jálkinn koma inná og stoppa svona margar sóknir.

 39. En Lolli #47, ég skil ekki hvernig þú færð það út að Kuyt(7) hafi verið betri en Mascherano (6,5), já eða að Keane(6.5) hafi verið jafn góður og mascherano.
  Mascherano fékk jú gult en hvað með það??
  Hann var rosalegur á miðjunni.

  Hefði Cole ekki annars átt að fara útaf með 2 gul spjöld?

 40. Mascherano fékk gult spjald fyrir tuð sem er dýrt hjá leikmanni í hans stöðu sem dregur hann vel niður. En jú auðvitað var hann frábær í leiknum og ætti svosem skilið sjöuna. Fannst samt gamla góða baráttan í Kuyt góð, kannski er maður svo stoltur af honum þessa dagana fyrir öll mörkin hans að maður gefur honum automatically amk 7…

  Fannst samt Chelsea arfaslakir í leiknum. Voru að reyna við kjánalegustu langskot strax á 70. mínútu og höfðu eiginlega aldrei trú að þeir myndu jafna þetta. Enda ekki furða þegar Carragher er að verjast.

 41. Ekki nein ástæða til að draga dul á það að maður er ölvaður af gleði eftir þennan dag sem er einn sá flottasti í ógeðslega langan tíma!
  Þessi frammistaða í dag fannst mér óeðlilega góð, liðið vann fullkomlega eins og ein heild og hver hetjan upp af annarri. Meira að segja leikmenn sem hafa hikstað að undanförnu áttu ágætan dag, og lyklarnir í þessu liði virkuðu virkilega flott.
  Auðvitað er Jamie Carragher besti varnarmaður í heimi. Drengurinn er fyrirbæri í varnarleik, ekki stór og ekki sterkur en óhugnanlega góður í maður gegn manni og ALLTAF á réttum stað! Á maður leiksins nafnbótina skilið en allir eiga hrós skilið. ALLIR.
  Mest tek ég ofan fyrir Rafael Benitez sem lagði þennan leik fullkomlega upp. Liðið er farið að spila eins og hann vill, ein liðsheild þar sem allir berjast fyrir alla. Ekki nóg með það að hafa orðið fyrsta liðið til að fara heim með þrjú stig af Stamford Bridge í 87 leikjum er mér til efs að liði Chelsea hafi verið snýtt svona áður!!! Þeir fengu EITT færi í leiknum og Reina þurfti ALDREI að leggja sig fram við að verja. Ég sagði við félaga mína á 80.mínútu, Úff, nú kemur Chelsea pressa. En hún kom aldrei því okkar menn voru búnir að mylja allt sjálfstraust úr Chelseavélinni.
  Mér fannst Rafa síðan sýna mér það að hann er búinn að læra þegar hann henti Sami Hyypia inn á 89.mínútu til að eiga við það að Terry var orðinn framherji. Þessar fjórar mínútur sem Finninn frábæri spilaði skallaði hann þremur boltum út af hættusvæðinu sem mögulega hefðu farið lengra ef hans hefði ekki notið við.
  Takk Rafa! Ég vill að hann fái nýjan, minnst fimm ára, samning fyrir næsta leik. En mikið OFBOÐSLEGA er gaman að horfa á töfluna og eftir þá ótrúlegu staðreynd að tvö óhuggulegustu lið Englands gerðu líka 1-1 jafntefli í gær verður STÓRKOSTLEGT að mæta í vinnu á morgun!!!

 42. Vá ég er ekki að trúa þessum úrslitum!
  Mjög góð byrjun á þessu tímabili en sjitt ég bjóst ekki við því að við myndum taka Chelsea, hvað þá á brúnni… Ég hefði nú samt viljað sjá alvöru leik, Chelsea voru bara ekki finna sig verður að segjast, kannski vegna þess að þeir voru án lykilmanna en við vorum jú án Torres. Ég er þó nokkuð viss um að við hefðum ekki unnið leikinn hefði hann verið með. Það er einfaldlega þannig að við búumst við of miklu af honum.
  Mér finnst samt alltof snemmt að fara að tala um titilbaráttu og hvað þá titilinn í vor… Maður sér nú að Hull City er í þriðja sæti þannig að taflan á eftir að breytast verulega.
  Man Utd eru að komast á skrið, Chelsea voru að fá nýjan þjálfara og Arsenal.. Ég veit ekki með þá en þeir eru með mjög gott lið, bara alltof misjafnir leikir hjá þeim. Satt best að segja held ég að við stefnum á 3. eða 4. sæti í vor. Einu kaupin í sumar voru léleg kaup á Keane og svo þessi Riera miðlungskaup.

 43. Xabi og Carra voru algjörlega frábærir. Ég skil reyndar alveg hvað Einar er að tala um með Riera. Ég öskraði mikið á hann þegar Boswinga og Kalou tvöfölduðu á Aurelio. Reynar er spurning hvort Macherano eigi ekki að hjálpa í þeirri stöðu (en líklega var hann upptekinn við að taka Deco úr umferð). Þetta lagaðist í síðari hálfleik enda ekki við öðru að búast af snillingnum Rafael Benítez. Annars var Riera mjög góður í leiknum fyrir utan þessi skipti þegar hann átti að vera kominn fyrr niður að hjálpa.

  Ég vill fá Babel strax inn í senterinn í stað Keane sem var því miður lakasti maður Liverpool enn einu sinni! En það er voða erfitt að pikka menn út þegar liðið vinnur sína leiki. Þannig að ég ætla að gefa honum séns….þangað til við förum að tapa (sem gerist vonandi ekkert).

  Ég held samt ekki vatni yfir Xabi þessa dagana…ég hreinlega skammast mín fyrir að hafa viljað Xabi út og Barry inn. Voðalega getur maður verið vitlaus stundum.

 44. Var að lesa þetta á heimasiðu The Times, kafli úr ævisögu Carra. Fannst við hæfi að hafa þetta eftir þar sem allir eru að hrósa kallinum í dag:

  “Josemi was his [Benitez’s] first signing. Carragher writes in his book: “‘He’s like Carra,’ Benitez told Stevie Gerrard when Josemi arrived. I took a look at him in training. ‘F*** me, how bad does Benitez think I am?’ I asked. “

 45. 5 einstaklingar fá 8+ í einkun hjá mér, restin af liðinu er með 7…

  Carra: 10 – í raun var þetta fullkomin frammistaða hjá Carra. Ekki nóg með að halda hreinu í 93 mínútur á brúnni, heldur fengu andstæðingarnir varla færi. Þegar einhver hætta var við það að skapast, þá kom Carra, sbr tæklingin á Deco.
  Ég verð nú að segja að ég glotti við tönn þegar ég sá endursýnunguna í byrjun leiks á tæklingunni hans á Lampard, þá sá ég “Evrópu-Carra”.

  Aurelio: 8,5 – frábær leikur hjá honum! Hann átti mjög góðan leik í gær, losaði boltan vel og var massívur varnarlega. Síðan hann hefur komið til okkur þá hefur hann undantekningarlaust meiðst þegar hann hefur farið að spila vel, vonum að það sé ekki uppá teningnum núna.

  Alonso: 9 – held að það séu margir sem vanmeta Alonso (þar á meðal ég). Þetta hlutverk að vera playmaker er ekki alltaf það að vera með 100m úrslitasendingar, vörnin leitar til hans og hann kemur boltanum áfram. Við vorum ekki mikið með boltan í gær, en þegar við fengum hann vorum við mun líklegri til að skora. Hann átti þetta mark svo sannarlega skilið, hefði verið gaman að sjá hann setja aukaspyrnuna.

  Mascherano: 8 – Ég elska þennan mann, þegar við fáum á okkur hraðaupphlaup og þú sérð hann koma askvaðandi með litlu skrefin sín þá verður maður rólegur, því nánast undantekningarlaust stöðvar hann sóknir andstæðingsins. Sbr þegar hann stöðvaði Malouda í seinni hálfleik í gær, eftir að hafa hlupið hann uppi er hann var með 15-20m forskot. Þetta er maður sem við verðum einfaldlega að hafa í liðinu í svona leikjum.

  Rafa Benitez: 10 – Útileikur á brúnni, Chelsea ekki tapað í 4 ár og 8 mánuði. Nokkuð öruggur sigur þar sem heimaliðið á ekki færi í 93 mínútur, gefst nánat upp eftir 70 mínútur , og með smá heppni hefðum við getað unnið með tveimur til þremur mörkum….
  Þessi leikur fer í safnið hans Rafa sem fullkominn taktísklega séð! Þeir eru orðnir nokkrir hjá honum, alveg ótrúlegt hve góður hann er í að lesa leik andstæðingana og að núlla út hættumenn þeirra.
  Það er óvirðing við Rafa sem þjálfara að hafa verið nefndur í sömu setningu og Klinsman á sama tíma í fyrra.

 46. Jónsi í flottu gríni. Annaðhvort það eða að hann er Unitedmaður í dulargervi! Riera miðlungskaup – HAHAHAHAHAHAHAHA. Við nefndir í sömu setningu og HULL CITY! Drepur mig…..
  Ætla ekki að missa mig en spái stundum í hvort fótbolti er að verða einstaklingsíþrótt??? Er hægt að segja að sigur eða tap sé á ábyrgð einstaklinga innan liðsins? Ég held ekki, jafn mikið og menn skila mismiklu inn í hvern leik er lykillinn að liðum sá að þar sé eining og allir þekki sín hlutverk, keppi að því sama. Haldi skipulagi og aga, þekki rammann og fari eftir honum.
  Fótbolti er nefnilega ekki bara fólginn í því að skora mörk og bjarga á línu! Í gær setti þjálfarinn upp leið til að svæfa Chelsea. Þar höfðu allir 11 leikmennirnir hlutverk. Þeir stóðu sig allir í því. ALLIR.
  Þar sem ekki verður til á Englandi erfiðari leikur en Chelsea á útivelli er að mínu mati ljóst að allir þeir leikmenn sem hann léku í gær séu traustsins verðir og lykillinn að árangri verði að nýta þá áfram.
  Í of mörg ár höfum við átt snillinga en ekki lið. McManaman, Redknapp, Fowler, Owen, Gerrard og nú Torres. Munurinn í vetur er sá að í kringum snillingana eru góðir, agaðir og vel þjálfaðir leikmenn. Þannig næst árangur!
  Ég allavega var gríðarlega stoltur af mínum mönnum í gær og er sannfærður um að í vetur verðum við í þessari titilbaráttu langt fram á vorið. Í fyrsta sinn í 18 ár. Hvort við svo vinnum þá baráttu kemur í ljós, því yfirleitt tapar lið fyrstu alvörutitilbaráttu sinni. En ég ætla sko ekki að afskrifa mitt lið í þeirri baráttu. Þrír síðustu deildarleikir hafa verið stórkostlegir og megi svo áfram verða!

 47. Frábær sigur, og alveg fyllilega sangjarn að mínumati, sumir segja að við höfum verið lélegri. Jú þeir voru meira með boltan, sköðuðu engin færi, við spiluðum frábæran varnarleik, með Carra fremstan og bestan á vellinum (vörn ernefnilega líka hluti af leiknum) við skoruðum einu marki meira en andstæðingurinn og um það sníst fótbolti að skora meira af mörkum en andstæðingurinn, algerlega sangjarn sigur og maður er bara að fá góða tilfinningu fyrir tímabilinu… Mig langar að minnast á einn leikmann sem er að koma sterkur inn í liðioð og það er Riera frábær á boltan og ógnar stöðugt með hraða og tækni…. Áfram Liverpool…

 48. Glæsilegur sigur. Annars passar það ágætlega við ástandið, ef það er satt að við séum að færast 20-30 ár aftur í tímann, að Liverpool sé á toppnum:-)

 49. Sá ekki þennan leik, var að skríða heim í Hafnarfjörðinn eftir að hafa setið fastur í snjóbyl á vestfjörðum síðustu fjóra sólarhringana. En ef það er það sem þarf til að liðið vinni fleiri svona sigra þá skal ég aldrei horfa á toppslagina aftur.

  Algjör snilld að koma suður og fá svona fréttir. Og hversu sætt var það hvernig sigurinn vannst? Lágum í vörn, lokuðum kerfisbundið á sókn heimaliðsins, hleyptum þeim ekki í nein færi og skoruðum sigurmarkið með viðkomu í varnarmanni. Chelsea-liðið hefur gert þetta árum saman og því er snilld að sjá okkur gera þetta núna. Meistaralið þurfa að hafa seigluna og getuna til að kreista út svona sigra.

  Hlakka til að sjá næsta leik. Það verður athyglisvert að sjá hvort liðið verður fljúgandi með sjálfstraustið frá þessum leik eða hvort skyndileg athygli á topplið Liverpool mun valda því að menn fara í kerfi. Vonandi verður það fyrra atriðið og við fáum flugeldasýningu gegn Portsmouth á miðvikudag. 🙂

 50. Horfði á viðtöl á BBC við Gerrard og Benitez og þeir eru furðu rólegir.
  “auðvitað kom að því að þeir töpuðu”
  “ef við vinnum ekki Portsmouth þá skipta þessi 3 stig ekki máli”.
  Þetta eru frasar sem ég kann alveg frábærlega við. Leikurinn í gær er eitt þrep í stiga sem er 38 skref. Þeir eru búnir að klífa 9 skref án þess að skrika verulega fótur. Þeir munu eiga down leiki og svo koma svona leikir. M.ö.o. Leikmenn og þjálfari gera sér grein fyrir því að til þess að vinna ultimate takmarkið og vera fyrstir upp þennan stiga, þá þarf að halda haus í öllum þrepum og skrefa stigan upp fumlaust.
  Ég ætla ekki að kommetna á einstaka leikmenn eða hvort einhver var með allt niðurumsig eða hvort einhver miðlungskaup voru eða ekki.
  Í gær var þetta sigur heildarinnar. Heildin hafði skýr markmið.
  Anelka og félagar sáust ekki í leiknum.
  Reina þurfti aldrei að reyna á sig.
  Þeir áttu eitt opið færi sem Cole sneiddi nánast í innkast.
  Þetta verður vonandi seasonið … en eins og Kapteinn Ofurbrók sagði í gær í viðtali við BBC:
  “Enginn hefur orðið meistari í október. Við þurfum að halda haus og klára seasonið. ”
  Takk fyrir mig.

 51. WÓ WÓ WÓ FUCK THE HÓ !!!

  VIÐ ERUM LANG BESTIR !!! ÁFRAM LIVERPOOL ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!

  ÉG SEGI AÐ VIÐ FÖRUM TAPLAUSIR Í GEGNUM TÍMABILIÐ OG TORRES VERÐUR MARKAHÆSTUR, BABEL VERÐUR SUPER-SUB ÁRSINS, CARRAGER VARNAMAÐUR ÁRSINS, GERRARD MARÐUR ÁRSINS OG FEITI KLEINUHRINGURINN Í BRÚNNI VERÐUR ÞJÁLFARI ÁRSINS… YEYHH LIVERPOOL !!!

  SVO SPYR ÉG ???? HVAÐ SEGJA MENN UM ÞESSA SPÁ ???? SVARIÐ ÞVÍ EINAR ÖRN OG FÉLAGAR OG EKKI FARA Í KRINGUM HLUTINA??

  MBK – LIVERPOOL FAN #DRESI

  • SVO SPYR ÉG ???? HVAÐ SEGJA MENN UM ÞESSA SPÁ ???? SVARIÐ ÞVÍ EINAR ÖRN OG FÉLAGAR OG EKKI FARA Í KRINGUM HLUTINA??

  Ekki misskilja mig, ég var afskaplega glaður með sigurinn í gær, en ég vildi óska þess að ég yrði eins glaður og þú!! Dastu nokkuð í bjartsýnistankinn í Actavis? :p

 52. HVAÐ SEGJA MENN UM ÞESSA SPÁ ???? SVARIÐ ÞVÍ EINAR ÖRN OG FÉLAGAR OG EKKI FARA Í KRINGUM HLUTINA??

  Ekki það að ég vilji draga niður af þessu alsælu-skýji. En þessi spá mun ekki rætast. 🙂

 53. ÞAÐ ER EINMITT ÞETTA SEM MIG GRUNAÐI !! MENN HAFA EKKI TRÚ Á LIÐINU !!!!

  LÍTUM Á STAÐREYNDIR

  VIÐ ERUM MEÐ BABEL SEM ER BESTI SUPER-SUB Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ PEPE SEM ER BESTI MARKMAÐUR Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ CARRA SEM ER BESTI VARNAMAÐUR Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ GERRARD SEM ER LANG BESTI MIÐJUMAÐUR Í HEIMI ()
  VIÐ ERUM MEÐ TORRES SEM ER LANG BESTI FRAMHERJI Í HEIMI (
  )
  VIÐ ERUM MEÐ RAFA SEM ER BESTI ÞJÁLFARI Í HEIMI
  (*) Þýðir að þetta er óumdeilanlegt

  AF OFANGREINDUM STAÐREYNDUM ER LJÓST AÐ HNIR ÞURFA BARA AÐ LEIKA SMÁ RULLU OG SLEPPA ÞVÍ AÐ KLÚÐRA OG TITTLARNIR ERU OKKAR !!!

 54. VIÐ ERUM MEÐ BABEL SEM ER BESTI SUPER-SUB Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ PEPE SEM ER BESTI MARKMAÐUR Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ CARRA SEM ER BESTI VARNAMAÐUR Í HEIMI
  VIÐ ERUM MEÐ GERRARD SEM ER LANG BESTI MIÐJUMAÐUR Í HEIMI ()
  VIÐ ERUM MEÐ TORRES SEM ER LANG BESTI FRAMHERJI Í HEIMI ()
  VIÐ ERUM MEÐ RAFA SEM ER BESTI ÞJÁLFARI Í HEIMI

  Við vorum líka með alla þessa menn í fyrra en það var nú ekki alveg að duga okkur þá 🙂

  Svo er líka CAPS LOCK takki á lyklaborðinu sem þarf ekki alltaf að nota 🙂

 55. Held að það þurfi ekki að halda keppnina um Bjartsýnisverðlaun Bröstes í ár! Dresi er kominn með þetta í hús. 🙂

  Hef heyrt að legnám sé mjög stutt en árangurríkt nám. Skilst að það sé tekið í Skóla Lífsins þar sem tekin eru próf á hverjum degi.

  En mikið djöfull var gaman að hafa spáð kolrangt fyrir sér um þennan leik! Held að Carragher og Rafa Benitez séu klárlega menn leiksins.
  Þessi leikur minnti mig rosalega á útileikinn við Juventus í 8-liða úrslitum CL 2005.
  1)Liverpool á útivelli verjandi forskot.
  2) Pressandi hátt til þvinga andstæðinginn í langar sendingar.
  3) Xabi Alonso með stórleik á miðjunni dreifandi spilinu.
  4) Örugg varnaruppstilling sem hleypir engu í gegn. Þétta inná miðju og gefa aðeins kost á sendingum utan af kanti.

  Tók eftir því að Scholari talar um að leikmenn Chelsea hafi ekki hlýtt sínum skipunum. Sagði að Benitez væri ofurklókur þjálfari sem vissi vel að Chelsea ætti engan hávaxinn striker og því hentaði þessi pressuvörn fullkomlega í gær.

  Nú er bara fyrir Liverpool að halda áfram og vera algjörlega ruthless. Taka 6 stig í næstu leikjum gegn Portsmouth og Tottenham. Eftir það verður hægt að rótera lítillega og hvíla leikmenn gegn botn og miðlungsliðunum.
  Það verður svaka törn í kringum jólin og þá verður aðalliðið að spila sem mest sem og frá febrúar til loka tímabils. Enska deildin er langhlaup og það eina sem skiptir máli er hver sé efstur í lok maí. Þetta lítur asskoti vel út núna, sérstaklega ef við höldum þessum dampi og Rafa næði að kaupa 1-2 góða leikmenn í janúarglugganum.

 56. ÞEGIÐU ÞRÖSTUR !!! ÞAÐ ER LÍKA SLÖKKVU TAKKI Á ÞINNI !!!

  ÁFRAM LIVERPOOL !!!!! NIÐUR NEIKVÆÐIR MENN SEM VITA EKKERT UM FÓTBOLTA!!!!!

 57. Ég er nú sammála Þresti, róum okkur aðeins í gleðinni…….allavega a.m.k. CAPS LOCK-inu!

  Fyrir utan að það stendur held ég einhversstaðar í lögum að það sé bannað að sýna af sér óhóflega bjartsýni á mánudegi 😉

 58. Frábær sigur fyllilega sanngjarn en ég skil ekki þá sem eru að gagnrýna Steven Gerrard. Hann átti prýðisleik og þeir sem tala um að hann hafi verið slakur eða ekkert sérstakur þurfa að athuga sinn gang eða hreinlega horfa á leikinn aftur!

 59. Ég er bara strax farinn að hlakka til miðvikudagskvöldsins. Það er fátt eins notalegt og LFC heimaleikur í miðri viku, hvort sem það er CL eða EPL 🙂 Loksins eitthvað sjónvarpsefni í miðri viku sem horfandi er á.

  Ég er hræddur við þennan leik, einfaldlega vegna þess að gott run hlýtur einhverntíman að taka enda. Þó ætla ég að spá 3-0 sigri þar sem Gerrard, Keane og Babel skora mörkin.

 60. Sælir félagar
  Ég ætla ekki að taka þátt í því að gefa mönnum einkunnir fyrir leikinn. Þetta var sigur liðsheildar sem hafði engan veikan hlekk í þessum leik. Þó get ég ekki orða bundist að benda á ásláttavillu þar sem Fabio er með hærri einkunn en Kuyt (Lolli 47). En auðvitað lenda menn í því að slá á vitlaus takka í gleði sinni. 😉 Dresi er hressandi hamingjusamur og það er bara gaman að svona unglingum.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 61. Það er alveg sama hversu illa mönnum er við einstaka leikmenn, en menn verða hreinlega að geta tekið niður gleraugun. Fabio Aurelio átti FRÁBÆRAN leik gegn Chelsea, var með albestu mönnum á vellinum. Það verður að halda höndum uppi og viðurkenna þegar góðir hlutir eru gerðir ef menn ætla að gagnrýna þegar menn standa sig illa.

Stamford Bridge á morgun!

Svona rétt til að velta okkur áfram upp úr sigrinum….