Atletico Madrid á morgun

Meistaradeildin komin aftur, jibbí kæja…

Ég hef oft talað um það áður að það sé nánast ekkert sem toppi flott Meistaradeildarkvöld, hvort sem það er á vellinum eða með félögunum á Players. Núna er komið að leik sem maður varð hvað mest spenntur fyrir þegar dregið var í riðlana. Liðið okkar er á leið til Spánar að keppa við eitt mesta næstumþvílið sem er til í því landi. Það er eiginlega alveg með ólíkindum að þetta sé fyrsta árið þeirra í þessari keppni Það er eiginlega alveg með ólíkindum hvað það er langt síðan þeir voru síðast í þessari keppni og hversu sjaldan það gerist. En þetta er skemmtilegt lið sem átti gott tímabil í fyrra og er með mjög marga ansi hreint skemmtilega leikmenn innan sinna vébanda.

Gengið hefur ekki verið sem best hjá þeim í deildinni á þessu tímabili, en þeir hafa verið að virka feykilega sterkir í þessari keppni. Það þarf mikið að gerast til að þessi tvö lið fari ekki beint upp úr riðlinum. Leikurinn á morgun getur svo sannarlega skorið úr um það hvaða lið er nánast gulltryggt áfram. Sigur á hvorn veginn sem er þýðir nánast það. Jafntefli myndi setja okkur í fína stöðu, enda tveir heimaleikir þá eftir til að ná í 3 stigin sem uppá myndi vanta.

Það er valinn maður í hverju rúmi hjá þeim. Ef maður skoðar leikmannalistann þeirra þá eru þar nöfn eins og G. Coupet, G. Seitaridis, J. Heitinga, R. Garcia, T. Ujfalusi, M. Pernia, A. Lopez, T. Motta, M. Rodriquez, P. Assuncao, S. Simao, L. Garcia, Maniche, I. Camacho, D. Forlan, S. Aguero og F.S. Pongolle. Sem sagt afar sterkur hópur og margir sókndjarfir leikmenn þarna. Mér skilst að Forlan sé búinn að vera meiddur og ég hreinlega veit ekki hvort hann sé leikfær á morgun. En auðvitað beinast öll augu að þeim Luis Garcia og Florent Sinama-Pongolle, sem við Liverpool menn þekkjum mjög vel.

Luis Garcia mun ávallt verða í háu áliti hjá mér. Ég var ákaflega ánægður með Luis litla og karakterinn sem hann sýndi á köflum var frábær. Hann var leikmaður sem gat brotið upp leiki og komið inn með hluti sem aðrir leikmenn liðsins höfðu hreinlega ekki hæfileika í að framkvæma. Hjá flestum stuðningsmönnum liðsins held ég að hann verði ávallt flokkaður í hetjuflokkinn. Það er oft sem ég sakna þess hreinlega að hafa hann ekki. Pongolle kom til okkar með miklar væntingar á bakinu, en þetta gekk ekki alveg upp hjá honum. Hann má þó eiga það að hann vældi aldrei eins og félagi hans sem kom með honum á sama tíma til liðsins. Hans verður líklega lengi minnst fyrir sína hlutdeild í leiknum fræga gegn Olympiakos, mark þar á ögurstundu sem hélt okkur “on track to Istanbul”. Þeir munu báðir fá góðar móttökur þegar þeir koma á Anfield eftir tvær vikur.

Það er svo sannarlega skarð fyrir skyldi hjá okkur að Fernando Torres sé meiddur. Ég er þó á því að það er eiginlega sorglegast að hann geti ekki farið og hitt sína aðdáendur í Madrid á nýjan leik, því hann er ennþá í algjörri guðatölu þar. Hann situr með sárt ennið eftir á Melwood, en ég er handviss um að stuðningsmenn Madrid eiga eftir að syngja nafn hans hátt og innilega á meðan leik stendur.

Ég er á því að jafntefli úr þessum leik væru fín úrslit. Við getum að sjálfsögðu hirt öll stigin, og liðið mun fara í leikinn með það að markmiði. Ef Rafa þekkir einhver lið, þá eru það liðin frá Spáni. Mér finnst ákaflega líklegt að hann detti aftur í það kerfi sem virkaði best í lok síðustu leiktíðar, með einn mann á toppnum og annann framliggjandi miðjumann fyrir aftan hann. Ég er eiginlega á því að það séu bara 2 stöður sem gætu verið spurningamerki um hvernig hann stillir upp. Vinstri bakvörðurinn (nema Aurelio sé hreinlega meiddur) og svo hægri kantur/framherji. Mér finnst líklegast að hann setji Kuyt út hægra megin, taki Javier inn á miðjuna og færi Stevie G í holuna fyrir aftan Keane. Hin lausnin væri að Kuyt héldi stöðu sinni uppi á toppi, Keane á bekkinn og Benayoun/Pennant hægra megin. Ég ætla að tippa á fyrri uppstillinguna. Þá væri liðið svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Bekkurinn: Cavalieri, Aurelio (ef heill), Darby, Lucas, Benayoun, Babel, Pennant

Þetta verður hörkuleikur þar sem við munum reyna að spila okkar hefðbundna leik á útivelli í þessari keppni, halda stöðum vel og sækja hratt á þá þegar færi gefst. Sjálfstraustið hjá okkar mönnum er í botni þessa dagana, þeir hreinlega trúa því ekki að þeir geti tapað leikjum og gefast aldrei upp. Ég hugsa að í svona leik þá geti Robbie Keane loksins blómstrað. Ef hann fær að spila sem fremsti maður með Gerrard fyrir aftan sig þar sem fínt pláss ætti að geta skapast, þá nær hann vonandi að nýta sér hraða sinn vel. Ég ætla því að spá því að hann skori mark okkar manna í 1-1 jafntefli.

22 Comments

 1. Er þetta fyrsta ár Atleti í Meistaradeild? Urðu þeir ekki deildarmeistarar fyrir innan við 10 árum?

 2. Ég lagðist ekki í mikla rannsóknarvinnslu á þessu, en las þetta allavega einhversstaðar nýlega. Kannski maður rannsaki málið betur.

 3. Takk fyrir ábendinguna Kjartan, greinilegt misminni hjá mér (líklega var ég að lesa það að þeir hefðu aldrei tekið þátt á meðan Torres var innan þeirra raða).

 4. Sælir félagar
  Ég er skíthræddur fyrir þennan leik. AM liðið er feikna sterkt og framherjarnir gífurlega marksæknir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna og jafnvel til að halda jöfnu. Nú er það vörnin sem er áhyggjuefni enda var frammistaða hennar ekki til að hrópa húrra fyrir í leiknum gegn Wigan.
  Ef vörnin nær saman og framherjarnir okkar verða á skotskónum getur leikurinn unnist. En það verður erfitt, svei mér þá.
  Ég er því sammála SSteini að þetta verði jafntefli í hörkuleik. 1 – 1 og Carra minn maður skorar með þrumufleig um miðjan fyrri hálfleik. Pongolle jafnar svo í uppbótartíma eftir þunga og langvarandi pressu.
  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Flott upphitun, samála því sem þú segir um Garcia og Pongolle. Pongolle fékk aldrei almennilega tækifæri (eða hefði getað fengið fleiri) en Garcia er náttúrulega maður sem getur komið inná í leik og breytt öllu með hraðanum og tækninni.

  Ég held samt að byrjunarliðið verði svona þrátt fyrir að ég vona að það verði eins og þú setur fram.

          Reina
  

  Arbeloa – Carra – Agger – Dossena
  Gerrard – Alonso
  Yossi – Keane – Riera
  Kuyt

  Finnst það eh líklegt en hef svosem ekkert fyrir mér í þeim málum.
  Ég held að þetta verði svakalegur baráttuleikur og endi með 1-2 sigri okkar manna og Kuyt skori bæði mörk okkar manna.

  YNWA – RedArmy!!

 6. fín upphitun steini. ég er skíthræddur við þennan leik. veit eiginlega ekki alveg hverju ég á að spá eða segja því ég veit mjög takmarkað um lið atl.

  vinnur ekki reynslan þetta? ég held það.

  gerrard kann að spila þessa leiki manna best og skorar eina mark leiksins.

 7. Án Agüero býst ég við að Liverpool taki þetta. Atleti er með fínt byrjunarlið en þeir eru líka meistarar í að “snatch defeat from the jaws of victory” eins og sagt er, sbr. leikinn um helgina…

 8. Ég er ekkert smá smeykur fyrir þennan leik – okkur vantar þetta edge þegar Torres er ekki með okkur.

  Held samt að Keane skori á morgun, það væri vel þegið og svo skorar Albert Riera, stórglæsilegt mark í 2-0 sigri. Heyrumst á morgun eftir sigurleik í Madríd!

 9. Það eru nokkrir skíthræddir, ekki laust við það að það sé skítalikt af málinu. Vinnum þennan leik 3-1, eða þannig….

 10. Hræðist þetta ekkert, ekki einu sinni chel$kí á brúnni á laugd!
  Vinnum þetta 1-2! Gerrard og Kuyt!

 11. Ég held allavega að þetta verði magnaður leikur. 2-2 væri góð úrslit fyrir mína parta. Atlético liðið er stórskemmtilegt, svolítið óútreiknanlegt. Töpuðu t.d. 6-1 ef ég man rétt fyrir Barca um daginn. Hlakka til að sjá Luis Garcia aftur, fílaði hann alltaf mjög vel.
  http://www.knattspyrnga.bloggar.is

 12. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, það ersvo margt sem tengir leikmenn þessara liða í dag.
  Sérstaklega verður gaman að sjá Garcia aftur, það er leikmaður sem ég hef saknað mikið.

 13. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Agger, Mascherano, Alonso, Gerrard, Riera, Benayoun, Keane. Subs: Cavalieri, Lucas, Babel, Darby, Pennant, Kuyt, Aurelio

 14. Kemur á óvart..með kuyt…. get ekki neitað því…. en verður spennandi

 15. Skrítið, nú hefur Kuyt verið að skora og er á bekknum? En kanski fer Keane í gang fyrst að hann er fremstur

 16. einmitt einn af göllum Raffa, ef menn eru heitir er þeim hent á bekkinn

Eftirherma

Er eitthvað að gerast?