Hvar liggur breytingin???

Mánudagur og maður er enn að fara inn á síður sem sýna það helsta úr sigurleik helgarinnar með stórt bros, samgleðst Hollendingnum fljúgandi og Jermaine Pennant mest, allavega ég!

En það sem mest stendur uppúr er sú ÓTRÚLEGA staðreynd að liðið hefur nú fimm sinnum í vetur leyst þann vanda að lenda undir en vinna leiki samt. Tölfræðin er fáránleg í raun, við höfum skorað 2 mörk í fyrri hálfleikjum deildarleikja og 11 í þeim seinni! Þar af 7 á síðasta kortérinu!

Fyrir utan það hvað maður er orðinn spenntur að sjá leikina vegna ótrúlegs skemmtanagildis er alveg ljóst að breytingin er talsverð á uppsetningu liðsins og trúnni sem leikmenn hafa á því að vinna leiki. Ég var alveg helpirraður á því hversu seint Rafa gerði breytingarnar um helgina, en var gríðarlega ánægður þegar hann henti “caution to the wind” og tók útaf báða bakverðina fyrir sóknarkantmenn og spilaði í raun 2-4-4 þar til við komumst yfir.

En hvað veldur því að nú virkar það á mann þannig að allt sé lagt í sölurnar og allt í einu er farið að taka verulegar áhættur til að ná í þrjú stig? Alltof oft undanfarin ár höfum við farið of seint af stað eftir að hafa lent undir og það verið í raun einn okkar stærsti vandi, þ.e. sjálfstraustið hefur farið þegar við lendum undir.

Ég hef undanfarið verið að velta því upp hvort breytingin á þjálfarateyminu er að valda því að Rafael hefur nú aðeins beygt af sinni “skipulögðu” leið og gefið kost á því að menn hleypi af sér hömlum varnarlega til að kreysta fram sigra? Sammy Lee var auðvitað uppi á gullöldinni okkar þar sem Liverpool var alþekkt fyrir nákvæmlega það að klára leikina í blálokin.

Ég viðurkenni alveg að ég taldi úr við menn sem töldu Paco hafa margt að segja fyrir liðið í fyrra og pirraði mig á því að brotthvarf hans var talið eiga stóran þátt í slöku gengi síðasta haust. En það mat ég út frá því að Paco var fyrst og síðast líkamsþjálfari (fitness coach) á meðan að Alex Miller var í aðstoð við fótboltataktík. Breytingin á þjálfarateyminu varð sú að ráðnir voru tveir menn inn í þá stöðu, Pellegrino og Lee. Þeir eru báðir með mikla reynslu af sigursælum fótboltaliðum sem ég held að skipti miklu máli og lengi hefur verið altalað að litli maðurinn sé einn besti, ef ekki sá besti, þjálfari á æfingavellinum í Englandi.

En svo má kannski líta til þess að leikmannakaupin undanfarin ár hafa þýtt verulega aukna breidd. Um helgina skoraði Kuyt eftir frábæran undirbúning Agger, Riera eftir flottan undirbúning El Zhar og Kuyt eftir flotta sendingu Pennant. Auðvitað átti Gerrard þátt í marki 2, en það er mikil breyting til batnaðar að stóru nöfnin tvö eru ekki þeir einu sem klára svona leiki.

Við erum oft upptekin af því hverjir ekki standa sig í leikjum, en það er morgunljóst að þessi karakter liðsins virkar ekki á einhverja tvo til þrjá. Liðið í heild heldur áfram og stöðugt stíga upp nýjar hetjur. Á laugardaginn voru þeir nýju Riera, El Zhar og Pennant aftur. En hinir leikmennirnir eru að læra þetta líka og sjálfstraustið í liðinu er stöðugt að aukast.

Við sem munum langt aftur munum það að það voru ekki bara Dalglish, Souness og Rush sem voru í gullaldarliðinu. Við munum eftir Alan Kennedy, Michael Robinson, Craig Johnston og Steve McMahon. Auðvitað stóðust þeir ekki fótboltalegan tæknisamanburð, en þeir áttu sín hlutverk í gullöldinni!

Þess vegna er ég vonbetri en áður, því stöðugt stærri hópur er að öðlast trú á því að þeir vinni alla leiki. Veit ekki hvenær það gerðist síðast að liðið hafi leikið tuttugu leiki í röð án taps! Það er liðsheildarárangur og veruleg breyting!!!

33 Comments

  1. Heyr heyr, vel mælt.
    Ég held þú hafir hitt naglann í hausinn varðandi Samma litla.
    Hvar við stöndum svo gagnvart peningaveldunum kemur svo í ljós um næstu helgi, jafntefli á brúnni verða að teljast góð úrslit fyrir okkur þar, en sigur gæti reynst svo móralslega mikilvægur að hálfa væri nóg, fyrir utan að það gæti sett verulegt hökt í peningamaskínuna.
    Leikurinn næstu helgi gæti orðið “make or break” fyrir okkur.
    Ég spái “make” 🙂

  2. Það sem er kannski mest svekkjandi við stöðuna í dag er hversu þeir leikmenn, sem mest var eytt í sumar, hafa´ekki náð sér á strik og nánast hægt að segja að þeir hafi spilað illa. Vinstri bakvarða staðan er nátturlega búin að vera stórt vandamál hjá okkur síðustu árin og þegar maður sá að við vorum að kaupa bakvörð á 7 millur, sem er góð upphæð fyrir bakvörð, að þá hélt maður að þetta vandamál væri úr sögunni. Dossena hinsvegar hefur bara alls ekki náð sér á strik og vægast sagt verið mjög slakur. Varnarlega séð virkar hann alveg út úr kortinu, er alltof oft út úr stöðu og virkar alls ekki sterkur maður á mann. sóknarlega séð er hann alltof mistækur, getur verið alveg ágætur einn daginn en svo alveg skelfilegur þann næsta. Hann hlýtur að vera standa sig þokkalega með landsliðinu því hann hefur fest sig í sessi þar en fyrir okkur Púllara eru þetta alls ekki góð kaup enn sem komið er. Hinn maðurinn er nátturlega Keane. Ég veit að maðurinn er óhemju duglegur og er líklegast sá maður sem leggur sig hvað mest fram í leikjum (fyrir utan Kuyt) en þegar maður borgar 18 millj fyrir mann að þá vill maður sjá eitthvað meira en bara dugnað. Ég hef alltaf verið hrifinn af Keane sem leikmanni en í augnablikinu virkar hann á mann eins og 18 ára strákur sem er að fá sína fyrstu leiki með aðalliðinu. Veit ekki alveg hvað er málið með Keane, ég meina maðurinn er orðinn 28 ára gamall, er breti og hefur spilað í þessari deild í mörg, mörg ár. Það er ekki eins og hann þurfi að venjast boltanum eitthvað, þó auðvitað sé breyting að fara úr einu liði í annað.
    Það er ekkert að hægt að setja út á Benitez fyrir þessi kaup því fyrir fram hefði maður haldið að þetta væru gæða leikmenn sem myndu strax falla inn í liðið. Þess vegna er nokkuð magnað hversu liðið er að ná góðum árangri á sömu mönnum og við höfðum í fyrra því mennirnir sem við eyddum 25 milljónum í hafa ekki bætt liðið að neinu ráði.

  3. Mér finnst Liverpool ekki vera eins háð Gerrard og Torres á þessu tímabili líkt og því seinasta. Það er auðvita mjög gott en alltaf samt betra að hafa þessa tvo í liðinu.

  4. Flottur pistill, samála hvejru orði sem stendur í honum.

    Kobbi, þú kemur inná það að Keane þurfi ekki að aðlagast boltanum en Dossena þarf þess (ekki misskilja mig, okkur vantar MIKIÐ betri V.Bakvörð) en þessir leikmenn sem hafa komið til okkar núna, Riera, Dossena, Keane og N’Gog eru menn sem geta mikið betur. Tímabilið er rétt að byrja svo að við skulum gefa þeim séns. Keane spilaði alltaf með annan framherja alveg við hliðina á sér, ekki að vera playmaker fyrir annan en samt sem áður er hann alger vinnuhestur og mér líkar verulega við hann.

    Dossena þarf að taka sig saman í andlitinu, sýna sig almennilega varnarlega sem og sóknarlega, þrátt fyrir að hann geti auðvitað komið boltanum á Riera sem býr yfir svakalegri boltatækni, heldur honum einstaklega vel.

    Riera – einfallt mál….mjög góð kaup. Mikill playmaker fyrir miðjumenn og sóknarmenn, hikar ekki við að taka á og ca 70% tilfella tekst það hjá honum. Góður leikmaður sem þarf smá tíma til að koma sér inn en ekki of langann, hann spilaði jú fyrir Stóra liðið í Mancehsterborg.

    N’Gog er ekki búin að fá nein almennilega tækifæri en ég held að hann verði notaður talsvert í Bikarnum og hann mun vinna sig inní aðalliðið fljótlega, líst vel á það sem maður hefur séð af honum.

    En ég verð samt að fá að segja að þegar að ég heyrði að Sammy Lee var á leið aftur til okkar, ofboðslega var ég glaður! Þessi maður er stórkostlegur og held ég að hann og Rafa séu að ná mjög vel saman og að Rafa hlusti dálítið á hann því það hefur allt gjörbreyst hjá okkar mönnum (ályktun).

    YNWA – RedArmy will take over the Bridge!!

  5. Já Kobbi.
    Við skulum samt ekki gleyma því að þeir eru að vinna í liði og eru hlekkir í þeirri keðju. Dossena er hinn “nýi Kuyt” í umræðunni hjá okkur. Okkur finnst hann ekkert geta, en samt er þessi strákur í byrjunarliði ítalska landsliðsins! Ég horfði oft á helstu úrklippur úr leik helgarinnar og í tveimur atriðum sérstaklega fannst mér hans nafn ætti betra skilið. Það er hann sem spilar þríhyrning við Agger með því að klobba De Ridder, og í öðru marki Wigan er hann kominn í veg fyrir kantmann þeirra og snýr honum við. Agger ætlar þá að vaða í einhverja árás, kantmaðurinn notar Agger sem batta og kemst þannig fram hjá Dossena, nokkuð sem erfitt er að kenna honum um. En auðvitað vonast ég til meira.
    Keane er svo látinn vera hinn nýi Kuyt á vellinum. Rafa kom mér mjög á óvart með því að setja Kuyt upp á topp og Keane í holuna. Robbie Keane er hins vegar flottur fótboltamaður sem er gríðarlega öflugur í pressunni okkar og sívinnandi. Mörkin hans munu koma.
    En við megum ekki gleyma því að þessir leikmenn eru hluti af liðinu sem er að leika vel og fótbolti er ekki einstaklingsíþrótt. Pistillinn minn kannski snýst helst um það að við eigum að dæma liðið en ekki einstaklingana…….

  6. Ég held að Dossena sé nú ekki kominn á sama stig einsog Kuyt.

    Það er varla hægt að halda öðru fram en að hann hafi valdið vonbrigðum. En það væri líka glórulaust að ætla að gefast upp á honum eftir 8 leiki í deildinni. Hann var (í einhverju kjöri allavegana) valinn besti vinstri bakvörðurinn í ítölsku deildinni í fyrra og hann er byrjunarmaður í ítalska landsliðinu. Þannig að hann er góður vinstri bakvörður. Hann hefur þó klárlega ekki náð að sýna það hingað til í deildinni.

    En varnarmenn taka oft langan tíma til að ná sér inní boltann og því verð ég þokkalega rólegur með hann áfram. Spurningin er hins vegar hvort að Rafa muni halda tryggð við hann, eða hvort hann freistist til að nota Aurelio (sem vissulega hefur spilað betur) í næstu leikjum.

  7. Ég hef oft gagnrýnt Rafa, sérstaklega fyrir furðulegar skiptingar og á stundum steingeldan fótbolta.
    Það er allt í lagi að gagnrýna en auðvitað eiga menn að hrósa því sem vel er gert og þessa dagana fær Rafa two thumbs up á mínu heimili!!!

    BTW, var að horfa á 100 fyrstu mörk Gerrards fyrir Liverpool um helgina. Ef hann spilaði fyrir Brasilíu, héti Gerrardinho og ást Englendinga á Frank Lampard og David Beckham væri ekki svona blind þá væri hann með sama sess og Zidane í fótboltaheiminum.

  8. Það er mikið gleðiefni að pungurinn á Raffa sé að stækka og hefur hann unnið sér inn prik hjá mér í haust fyrir það. Bestu viðskipti sumarsins voru klárlega að fá Sammy Lee heim aftur. Er líka ekki sammála því að Keane hafi verið slakur þó hann hafi skorað lítið. Hann á eftir að reynast okkur afar dýrmætur í vetur

  9. Hehe… ummæli númer 10…. vakti hjá mér mikinn hlátur… annað hef ég ekki um málið að segja 🙂 Haha

  10. Mæli með því að GUMMI skipti og gerist Man utd fan….þeir eiga nóg af glory hunters, eitthvað sem við viljum ekki sjá í okkar röðum. Alvöru stuðningsmenn, afgangurinn má fara!

    En ég gerði þó eins og Gummi í #11, ég hló nú bara þegar ég las þetta. Þó ekki afþví að þetta væri fyndið heldur hlægilegt.

  11. Þessi margumræddi Gummi hefur verið að skjóta upp kollinum hérna undanfarið – ekki ætla ég mér að gera lítið úr honum eða málfari hans (ég engir sérfræðingur á þeim bænum), en finnst mönnum ekki merkilegt að málfar og stafsetning hans er á við 10 ára barn, en manna- og liðanöfn eru alltaf rétt stafsett.

    Ég á nú sjálfur bræður á þessum aldri, og ég stórefa það að þeir eða krakkar á þeirra aldri myndu skrifa LFC, Man Utd ásamt nöfnum á frægum köppum rétt (mtt skammstafana og stór/lítil stafur) en gætu svo ekki skrifað “skipta” eða “annars”.

    Það væri ekki í fyrsta sinn sem brandakall fengi útrás í commentakerfi…

  12. Kobbi #2 eina sem ég get sagt þér er að bíða fram á seinni hluta tímabils, þá sérðu virkilega hvað Keane og Dossena hafa fram á að bjóða(:

  13. Ég held að það sé í góðu lagi að sleppa því að gera grín af stafsetningu hjá fólki. Fólk með lesblindu hefur að mínu mati alveg jafn mikinn rétt til að tjá sig og aðrir án þess að bent sé í sífellu á þeirra ritun! Hitt er annað mál að í góðu lagi er að benda þeim á að það sé ekki alveg eðlilegt að vera að skrifa á þessa annars ágætu síðu, þykjast vera liverpool fan og geta minnst á Man.utd í sömu setningu án þess að hrauna hressilega yfir það lið;-)

  14. Hlutverk Sammy Lee er auðvtað með þeim hætti að það er afar erfitt fyrir okkur stuðningsmenn að átta okkur á mikilvægi þess. Ég er nokkuð viss um að hann lyfti móralnum aðeins upp enda hreinræktaður breti og þekkir Liverpool út og inn. Varðandi liðið í ár þá finnst mér það bara alls ekkert svo frábrugðið síðasta tímabili þannig, við vorum líka taplausir þá og nokkuð solid. Núna er bara vonandi að slæmi kaflinn verði í styttri kanntinum og jafnteflin haldi áfram að verða að 3 stig í ár… því lið Rafa hafa oftar en ekki verið sterk á endasprettinum.

    Sjálfur held ég að Rafa sé ennþá bara nokkurnvegin á áætlun með liðið, það er búið að styrkja það jafnt og þétt og bæta hópinn ár frá ári. Samkeppnin hefur náttulega verið ótrúleg undanfarin ár en við erum á góðu róli og með ágætis séns að blanda okkur fyrir alvöru í toppbaráttuna með dash af heppni auðvitað. Þetta held ég að sé klárlega fyrst og fremst Benitez að þakka, en auðvitað skipta allir hlekkirnir í keðjunni máli og með komu Sammy Lee og Pellegrino fáum við menn sem þekkja til klúbbsins en koma á sama tíma með ferska vinda inn í klúbbinn.

    Hvað Dossena varðar þá er ég sammála Einari Erni, hann er ekki alveg búinn að skapa nógu mikinn usla til að flokkast sem jafn hressilegt umræðuefni og Kuyt ennþá. En með spilamennsku eins og hann sýndi um síðustu helgi verður hann nær því að vera í Riise vinsældum hjá okkur. Robbie Keane finnst mér nú bara hafa staðið sig betur en hann fær credit fyrir og sérstaklega finnst mér það vera hræsni að sjá í sumum tilvikum menn sem lofa Kuyt upp til skýjana (réttilega oft) rakka menn eins og Keane og Dossena niður og afskrifa þá strax. Eiga þeir ekki skilið 20 leiki í það minnsta til að sanna sig miðað við þann fjölda sem Kuyt fékk.

    Dossena þarf að öllum líkindum smá tíma til að komast inn í varnarleik Liverpool, eins og flestir aðrir leikmenn. Hann virkar í dag á mann sem frekar hægur og illa staðsettur oft, en ég hef trú á að þetta muni lagast, þetta er allavega enginn Josemi hvað mig varðar. Keane finnst mér hafa verið ágætur og maður er þess fullviss um að hann eigi nóg inni. Hann er engu minna duglegur heldur en Kuyt og líka mikill karakter.

    og GUMMI, hvað er að frétta af leikmannamálum segir þú

  15. Það er altalað um það í fótboltanum að leikmenn þurfa alltaf 1 tímabil til þess að aðlagast aðstæðum og það á að gefa þeim þetta tímabil,síðan kannski koma snillingar eins og Torres sem þurfa þetta margumtalaða aðlögunartímabil og bara fæðast tilbúnir…

    Síðan er annað sem mig langar að tala um og það er hann Riera..Maðurinn er búinn að standa sig feikivel eftir að hann kom og tók nátturulega eina apelsínugula manninn sem til er í heiminum (gulrótina í man u) í bakaríið.Menn eru að dásama hann mikið og elska þessar krúsudúllur hanns með boltan (þessar sömu og menn þola ekki við C ronaldo).Riera á allt hrós skilið sem um hann er sagt…EN ég man þegar talað var um að Riera væri að koma þá urðu nú margir heldur betur brjálaðir yfir því að maður sem “floppaði” hjá city ætti að geta meikað það hjá Liverpool,en hann er búinn að sanna að þetta var eingin vitlaus hugmynd hjá Rafa að fá hann..En síðan kemur að því sem ég vil benda mönnum á og helst vara menn við einu og það er það að EF menn muna eftir Sissoko og hvernig hann vann okkar hug og hjörtu og heila og allann pakkann í upphafi ferilsins,en síðan fór allt niður á við hjá honum og hann endaði sem okkar Kuyt þá (hataðasti leikmaðurinn)..En eins og staðan er í dag þá er Riera búinn að afsanna þá kenningu að þótt leikmaður “floppi” hjá einu liði þá er það ekki þar með sagt að hann geti ekki meikað það hjá öðru liði..En í dag er það Kuyt sem er “MAÐURINN” ekki spurning…….Og svo að lokum með Kean og Dossena þá þýðir bara eitt og það er þolinmæði;)…..

  16. Rieira floppaði nú ekki meira en það dídí að Man City vildu ólmir fá hann en áttu ekki peninga. Þeir spiluðu honum stöðugt útúr stöðu, sem wing-back í 5-3-2, ekki sem kantmanni.

    Að hann hafi floppað er nú alveg orðum ofaukið.

  17. Allavega var það alltaf orðað þannig á þeim tíma þegar hann var að koma að hann hafi “floppað” hjá city.Ekki man ég eftir honum hjá city

  18. Dídí, ég held að flestir hafi nú tekið kaupunum á Riera með jafnaðargeði og ákveðið að bíða með að dæma hann þar til hann væri búinn að sanna sig… frekar heldur en að líta á hann sem Man City reject. Þetta er frekar óþekktur leikmaður og því mjög eðlilegt að menn hafi velt þessum kaupum fyrir sér, enda lítið annað að gera þegar silly season er í gangi.

    Hvað líkinguna á honum og því þegar Ronaldo varðar þá má hann endilega vaxa hjá okkur eins og CR hjá United!! Það voru aðeins blindir menn sem sáu ekki hvað Ronaldo var efnilegur og reyndu að rakka hann niður fyrir að taka of mörg skæri. Riera hefur byrjað mjög vel, er áræðin, tekur menn á og kemur boltanum fyrir. Hann er síðan 25 eða 26 ára og því nokkuð reyndur, ekki 21 árs kjúlli eins og Sissoko. Þar fyrir utan var Sissoko bara álitin efnilegur hjá okkur enda mjög kraftmikill, en hann var alltaf svona ofsalega lélegur með boltann og fór frekar aftur heldur en fram hjá okkur.

  19. Ég persónulega er alveg sammála þér um að það væri ekki slæmt að Riera myndi vaxa og dafna líkt og ronaldo gerði þótt hann hafi kannski skemmri tíma til þess sökum aldursmunar…En það sem ég er að benda á að fólk er annsi fljótt að skipta um skoðanir á leikmönnum,sem var t.d í tilviku hjá Sissoko sama þótt hann hafi verið yngri og allt það.Menn bara dásömuðu hann og svo bara liggur við á einni nóttu var hann aflífaður………

  20. Það verður að gefa nýjum mönnum sinn séns,sumir geta byrjað alveg svakalega vel en síðan dalað annað en sumir sem byrja kannski ekki eins vel t.d Dossena og Kean og þá er talað um léleg kaup og svona eins og er byrjað núna í tilvikum Kean og Dossena..

  21. Vill reyndar bara benda á það að Dossena er byrjunarliðs maður hjá ítölum eingöngu fyrir þær sakir að fyrsti kostur í vinstri bak hefur verið meira eða minna meiddur (Fabio Grosso).
    En að innihaldi umræðnana þá er ég sammála því að það verður að gefa þeim soldið meira tíma áður en við hefjum þá uppá stall með hetjum rauða hersins eða aflífum þá á prenti.
    Riera hefur sýnt umtalsverða hæfileika og smollið vel inn en blaðamenn á spáni sem og annarstaðar hafa samt oft gangrýnt hann fyrir að eiga alltof misjafna leiki en oftast brillerar hann víst gegn stórliðunum.
    Dossena er kaup sem ég var mjög spenntur fyrir en ég er á því að hann þurfi allavegana fram í febrúar með að komast inní leik Liverpool og ensku deildarinnar þar sem hann kemur úr deild og hugarfari sem byggist á allt öðrum gildum, catenaccio eða ítalska spekin er sú að byggja upp leikinn hægt með stuttum öruggum sendingum og þar af leiðandi er soldil viðbrigði að fara í “hröðustu” deild í heimi.

  22. Jákvæðasta breytingin sem ég tek eftir er að mér finnst liðið vera komið með smá “Chelsea element” í sig, þ.e það er farið að virka það solid að maður hefur trú á því að það hreinlega geti ekki tapað leik.

    Maður kannast við þetta hjá Chelsea síðustu tímabil og e.t.v Man Utd. líka, þ.e lenda af og til í vandræðum, en ná ALLTAF að fá stig úr leikjunum, og oftar en ekki öll þrjú stigin. Þetta hefur alltof oft vantað hjá okkar mönnum.

    Það má kalla þetta meistaraheppni eða hvað sem er fyrir mér. Á meðan við höfum þetta, þá er ég happí.

    Svo er spurning hvort liðanna brotnar næstu helgi …. ég hef það á tilfinningunni að sigurganga Chelsea á heimavelli muni taka enda ekki seinna en á sunnudaginn 🙂

    Að sigra Chelsea á brúnni væru einfaldlega stórkostleg úrslit. Það er ekki amalegt að vera fyrsta liðið til að sigra þar í hvað 90 leikjum?

    Myndi samt alveg sætta mig við jafntefli svona fyrirfram.

  23. Ok, GUMMI. Ég hef takmarkaða þolinmæði fyrir þessu rugli. Ef svona bull komment halda áfram, þá lokum við á komment frá þér.

  24. Er ekki sammála því að Dossena sé hægur. Finnst hann meira að segja frekar fljótur.
    Mér finnst hann hins vegar of gr**** í varnarleiknum og því missa menn of oft innfyrir sig. Hann er góður í stutta spilinu en lengri sendingarnar hafa klikkað, enda réttilega um það hér rætt í athugasemd #23 að hann er að koma úr fótbolta þar sem meira er lagt upp úr styttri sendingunum. Minni aftur á aðkomu hans að marki 1 gegn Wigan, horninu sem hann vann og gaf okkur mark 2 gegn City og svo aðkomu hans að marki 3 þar. En auðvitað eigum við að gefa honum tíma, menn minnast hér á Ronaldo, ekki gleyma fyrsta tímabili Henry hjá Arsenal eða Evra hjá United!
    Ég er ekki heldur sammála því að liðið sé á svipuðu róli og í fyrra. Þá voru það G og T sem sáu um allt, núna er það liðsheildin. Með brotthvarfi Crouch og Riise hefur líka “Wimbledon”boltinn eiginlega lagst af. Tveir lykilþættir í framförinni milli ára!

  25. Þetta er mjög góð pæling og margt snjallt sem kemur fram hér að framan.
    Ég minnist viðtals við Carragher fyrir ca. 2 árum þegar hann var spurður að því hvað þyrfti að gerast hjá Liverpool til að þeir gætu farið að berjast um meistaratitilinn. Svarið var einfalt: Better players.

    Ég held að það sé kjarni málsins. Við erum með betri leikmenn núna heldur en áður. Tek dæmi af haffsentastöðunni. Hvar værum við ef við hefðum ekki keypt Skrtel? Hyypia hefði spilað stöðuna megnið af haustinu, klárlega ekki eins sterkur og Skrtel, spurning um hvort það hefði orðið til þess að við hefðum tapað stigum? Vinstri kantur – Riera/Babel? Get svosem ekki dæmt um það hvort styrkingin sé margra stiga virði, en – Riera skoraði t.d. á laugardaginn, Babel meiddur, líklega hefði Benayoun þá spilað.

    Keane hefur verið í liðinu í flestum leikjum haustsins, og á kostnað hvers? Líklega hefði Babel verið oftar í liðinu. Ef við tökum samt róteringuna sem Rafa notar mest – Gerrard fremstur/aftar á miðjunni sem fer eftir því hvaða leikmenn hann hefur til taks, þá er úrvalið einfaldlega betra með Keane sem kost heldur en það sem hann hafði (Kewell!!)

    Hvað varðar bakvarðastöðurnar þá tel ég persónulega að þær hafi ekki batnað til mikilla muna, a.m.k. ekki enn sem komið er. Dossena er enn á reynslu og hefur nokkra mánuði enn til að sanna sig.
    Arbeloa hefur í sjálfu sér spilað ágætlega að mörgu leyti, en maður spyr sig hvort hann sé nógu góður í þessa stöðu.

    Kuyt er að spila miklu betur en í fyrra, ekki bara hvað mörkin varðar, Gerrard er að spila vel og Alonso mun betur en í fyrra. Þannig virkar liðið sem heild töluvert sterkara en í fyrra og orð Carragher: better players eða sömu leikmenn að spila betur eiga mjög vel við. Og svo auðvitað kjarkur Benítez. Þetta held ég að séu helstu breytingarnar sem orðið hafa á liðinu frá því í fyrra.

Liverpool 3 – Wigan 2

Eftirherma