Liverpool 3 – Wigan 2

Það var ansi magnaður leikur sem fór fram á milli Liverpool og Wigan í þynnkunni dag. Byrjum á byrjuninni og kíkjum á byrjunarliðið.

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Pennant – Gerrard – Alonso – Riera

Keane – Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Hyypia (f. Keane), Benayoun (f. Arbeloa), El Zhar (inn f. Dossena), Ngog, Insúa, Lucas.

Kíkjum þá á gang leiksins.

Fyrri hálfleikur:
Leikurinn hófst frekar rólega og jafnræði var með liðunum til að byrja með og strax var ljóst að Wigan menn ætluðu ekki að pakka í vörn. Þeir fengu fyrsta færi leiksins þegar að Oliver Kapo slapp inn fyrir Liverpool vörnina en Reina bjargaði málunum eins og svo oft áður. Stuttu síðar fóru svo hlutirnir að gerast. Robbie Keane komst í gott færi en skrúfaði boltann rétt framhjá. Þarna hélt ég að mínir menn væru að fara að finna netmöskvana fljótelga en annað kom heldur betur á daginn. Á 29. mínútu fékk Daniel Agger boltann frá Reina rétt fyrir utan teig. Fyrsta snertingin hjá danskinum var slæm og hann missti boltann eilítið frá sér, Zaki pressaði á hann, hirti af honum boltann og kom Wigan yfir í leiknum. En Adam var ekki lengi í paradís. Daniel Agger var ennþá með klósettpappírinn í endaþarminum þegar hann tók á skeið upp völlinn. Hann tók gott spil við Dossena, komst inn á teig, sendi á Dirk Kuyt sem kláraði sitt færi vel og jafnaði leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiks tók Kuyt sig til og skaut bylmingsskoti sem að Chris Kirkland náði að verja í þverslánna. Örskömmu síðar átti Pennant frábæra fyrirgjöf á Riera sem skallaði boltann rétt framhjá. Á 47. mínútu virtist ekki mikið vera að gerast á hægri kantinum hjá Wigan, fyrr en að boltinn fór í mann og annan, endaði fyrir framan fótleggi Valencia sem sendi fyrir á Zaki sem klippti boltann í fjærhornið, ótrúlegt.

Síðari hálfleikur:
Sá seinni hófst með sömu látum og sá fyrri endaði á. Liðin fengu sitthvor færin en næst komst Dirk Kuyt því að skora eftir snilldarsendingu frá Robbie Keane en Kirkland sá aftur við honum með frábærri markvörslu. Það munaði heldur betur litlu að við myndum jafna metin þegar að Robbie Keane fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Wigan. Gerrard tók aukaspyrnuna sem sleikti stöngina, sjokkerandi nálægt. Á 74. mínútu dró svo til tíðinda þegar að Antonio Valencia var vikið af velli fyrir hræðilega tæklingu á Xabi Alonso. Ótrúlegt hvað Alonso lendir alltaf í miklum leiðindum leik eftir leik, tóm leiðindi. Valencia fékk sitt annað gula spjald á stuttu millibili og engin spurning með þetta rauða spjald. Rafa kom svo með tvær skiptingar, hann tók báða bakverðina útaf og setti Benayoun og El Zhar inn á. Það bar fljótt árangur því að Riera jafnaði metin á 80. mínútu eftir frábæran undirbúning El Zhar og Gerrard. Hans fyrsta mark fyrir klúbbinn og það skot frá vítateigslínu með hægri! Svo á 85. mínútu gjörsamlega trylltist ég!! Pennant sendi fyrir frá hægri kanti og hinn sjóðheiti Dirk Kuyt stökk í loft upp og klippti boltann í netið. Frábært mark. Eftir þetta mark fjaraði leikurinn út og lokatölur því 3-2.

Maður leiksins:
Ég ætla nú ekki að vera að ræða það neitt sérstaklega. Maður leiksins er sjómannssonurinn og fjárhundurinn Dirk Kuyt sem ég lofsyng þessa dagana hér á blogginu. Hann er að klára þessa leiki fyrir okkur upp á síðkastið og spilar frábærlega, sjóðandi heitur kallinn. Xabi Alonso er líka að spila mjög vel en annars fannst mér flestir aðrir vera að spila undir getu.

Varnarleikur Liverpool er eitthvað sem þarf að skoða eftir þennan leik en ég er handviss um að Agger láti þessi mistök sín í dag ekki skemma neitt fyrir sér í næstu leikjum. Það er mjög eðlilegt að menn titri svolítið eftir svona langt frí og ég hef engar áhyggjur af Agger, hann spjarar sig. Svo verð að minnast á eitt enn áður en skýrslu minni líkur og það er hversu stór pungurinn á Rafa var í dag. Eftir að Valencia var rekinn af velli tók Rafa tvo menn útaf úr öftustu línu og hennti inn tveimur sem fá seint verðlaun og viðurkenningar fyrir varnarleik. Augabrúnirnar lyftust aðeins á okkur félögunum þegar við sáum tvo menn úr öftustu línu fara útaf. Skilaboðin voru skýr, vinna leikinn, allt eða ekkert. Annars kom aldrei neitt annað til greina en sigur í þessum leik, 3 stig komin í hús eftir þennan laugardaginn, taplausir, er þetta ekki bara á góðu róli?

Næsti leikur er á móti Atletico Madrid á miðvikudaginn og það er leikur sem ég hlakka rosalega mikið til að sjá. Takk í bili.

49 Comments

  1. YESSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!

    KUYT er snillingur. 4 mörk í síðustu 3 leikjum. Annar leikurinn í röð sem hann klárar fyrir okkur í uppbótartíma. Þeir sem ætla að dissa KUYT núna geta bara étið það sem úti frýs.

    Þvílíkur karakter að koma svona til baka, en við verðum nú að fara að halda hreinu.

    Ég held að klúðrið hjá Agger hafi verið einmitt það sem hann þurfti, smá köld vatnsgusa til að minna hann á að hann er kominn í action-ið á ný. Efast um að hann eigi eftir að klúðra svona aftur.

  2. Og loksins á þessu tímabili er Rafa að sýna okkur og liðinu að jafntefli gegn svona liðum er ekki ásættanlegt…
    Ég held að hann hefði ekki skipt báðum bakvörðunum útaf í fyrra til að reyna að ná sigri… ekki einu sinni ef við hefðum verið 2 fleirri… en hann gerir það í ár 🙂
    YNWA

  3. Hjúkk!! Ef þetta er ekki það sem maður þurfti til að hressa við í kreppuþunglyndinu þá veit ég ekki hvað. Snilld hjá Kuyt að klára þetta. Frábær sigur og mikill karakter í liðinu.

  4. Ég hef alltaf sagt það og stend við það hvar sem er að Kuyt á ekki að vera fyrsta val á hægri kant þegar að það þarf að sækja, sérstaklega á móti “lakari” liðum á heimavelli og mér hefur hann alltaf fundist eiga heima í þeirri stöðu þar sem að hann spilaði í dag, fremstur það er og ég held að þeir sem að hafi gagnrýnt hann séu líka flestir á þeirri skoðun!!

    En glæsilegur sigur í dag, ekki alveg sáttur við vörnina þessa dagana en vonandi kemur það allt saman á næstu vikum og nú er það bara að fara snúa sér að næstu leikjum. Vona bara að spilið komist úr öðrum gír og allavega í þann fjórða því að það er þá sem að mér finnst liðið virkilega vera ósigrandi!!

    Enn á toppnum, verður varla betra kv Stjáni

  5. Sá ekki leikinn og get ekki beðið eftir skýrslu.

    Ef einhver með link á mörkin þá má commenta því hér inn.

    Tek undir með Magga, þessi Zaki er að skila gríðarlega miklu. Verður eflaust ekki lengi þarna.

  6. Mig hefur langað að segja þetta lengi en ég held að þessi Kuyt umræða hérna á þessari síðu sé á milli þeirra sem hafa spilað bolta sjálfir (sem sjá snilldina í Kuyt) og þeirra sem hafa aldrei spilað alvöru fótbolta (og skilja ekki að það þarf að vinna fyrir árangri).

    Það er ekki Kuyt að kenna þó Benítez láti hann spila á hægri kantinum….sem hann hefur þó leyst frábærlega. En ég sé engan sem hefur getað leyst þá stöðu betur en meistari Kuyt. Pennant er kannski að gefa okkur möguleika á að spila 4-4-2 núna með Kuyt og Torres frammi. Allavega er Keane að verða fimmti kostur á eftir El Zahar í framherjann.

    Jesús…..er ekkert svona skilagjald á Keane. Gölluð vara!

  7. Júlli, þar sem þú ert svona gríðarlega hæfileikaríkur í fótbolta, hvers vegna sérðu bara vinnusemina í Kuyt en ekki hjá Keane?

  8. Ég er ekki “gríðarlega hæfileikaríkur” í fótbolta ef þú vilt ræða það….en vinnusemi Kuyt er miklu árnagursríkari en vinnusemi Keane. Hann fer samt vonandi að koma til.

  9. já Kuyt og Alonso frábærir en aðrir að leika undir getu. Hvað með Riera?

  10. Yndislegt að sjá alla Kyut kalla koma núna til baka og verja manninn í bak og fyrir. Ætla bara vona að það hafi verið gott að kyngja þessu en hann hefur svo sannarlega þrykkt í alla sína efasemdarmenn. Nú er bara að sjá hvort hann haldi dampi. Annars er Keane umræðan út í hött. Maðurinn er að spila fantavel og enginn ástæða til að ræða það eitthvða frekar. Er þetta ekki bara að mönnum vantar eitthvað að tala um í staðinn fyrir Kuyt ?

    En mikið rosalega er gaman að sjá grimmdina í liðinu. Þó að t.d. Stevie hafi ekkert átt neinn stjörnuleik sá maður á honum að hann var aldrei að fara að tapa þessu í augunum á honum. Fótbolti er bara þetta einföld íþrótt. Þegar leikgleðin tekur völdin og menn spila fyrir hvorn annan skiptir engu máli hvað þú heitir eða hvort það 4-4-2 eða 1-2-7. Þetta eru bara tölur á blaði (svipað og innistæður manns bankanum, hehe) og í lok dags eru það mörkin sem þú skorar sem ráða úrslitum.

    Annars mikið rosalega hlýtur Alonso að vera leiðinlegur á velli, 3 leikir í röð sem menn fá rautt eftir ljóta tæklingu á hann…

  11. Frábær sigur aftur, eftir algert óþarfa vesen.
    Hlutfall hjartaáfalla hlýtur að vera hátt hjá Liverpool aðdáendum þessa dagana 🙂
    Ég veit að þetta er líklega óþarfa krafa, en mikið væri ég til í einn og einn öruggan sigur svona inn á milli 🙂
    Svona leikir eins og leikurinn í dag og eins á móti Man City fara alveg með mig.
    En sæt 3 stig í hús, til lukku með það öll.

  12. Yes!
    Fyrst það sem var neikvætt. Vinstri bakvörðurinn verður greinilega vandræðastaða hjá okkur í vetur. Ætla ekkert að slátra Dossena en spurning er svei mér þá að prófa Insua. Svo var hræðilegt að sjá Agger í marki eitt og tvö, eitt þarf ekki að ræða, en hann gerir gríðarleg stöðumistök að fara úr miðri vörninni til að láta spila á sig batta. Alvaro Arbeloa gerði svo önnur hrikaleg mistök að reyna að skalla boltann frá. Mér fannst miðjan ekki virka, er ekki sammála Olla með Alonso sem átti að mínu mati skelfilega margar lélegar sendingar og Stevie var þreyttur.
    Jákvætt var svo fullt!!!! Óþarfi að ræða Kuyt frekar, legg til að það málefni verði bara lagt til hliðar. Hann er að spila frábærlega þessa dagana og alger lykilmaður í liðinu. Mér finnst við hafa keypt nýjan leikmann í vetur og gleðst mikið yfir því að þessi geðþekki Hollendingur sé mættur. Albert Riera. Þvílík kaup. Einn fárra sem eitthvað gat í fyrri hálfleik. Þegar búið var að setja El Zhar á kantinn var hann á miðjunni og spilaði fantavel og skoraði frábært mark með hægri. Staðan orðin 3-2 og þá hvað? Jú, vinstri bakvörður! Leysti það líka. Frábær ákvörðun hjá Benitez að fá þennan leikmann og ég hengi mig í háan gálga ef frammistaða þessa drengs að undanförnu hafi þaggað niður í efasemdarmönnum þessarar síðu. Svo gladdist ég feykilega að sjá Jermaine Pennant leggja upp fín færi og svo sigurmark okkar. Þessi drengur hefur einstakan hæfileika að koma boltanum inní þegar maður heldur að varnarmaðurinn hafi lokað hann af. Hann er ekki góður í að taka menn á, en hann heldur vídd heldur betur og í dag fær hann stórt prik hjá mér. Svo, eins og Riera, var hann gerður að bakverði í 3-2 og leysti það vel.
    Það allra jákvæðasta? KARAKTERINN Í ÞESSU LIÐI!!!!! Frábært að hafa lent fimm sinnum undir í leikjum vetrarins og í ÖLLUM TILVIKUM UNNIÐ!
    Það er til marks um óbilandi sjálfstraust og urrandi sigurvilja. Ég hlakka auðvitað til Atletico, en ég er með vatn í munninum yfir Stamford Bridge næstu helgi!!!!!! COME ON YOU REDS!!!!!

  13. Úff, get ekki beðið eftir Chelsea leiknum og ég vil fá sigur þaðan, þessi hræðsluáróður fólks um að Chelsea getur ekki taðað á heimavelli er þvaður. Ef einhverjir geta unnið Chelsea á Stamford þá er það okkar menn. Vonandi verður Babel kominn í hópinn fyrir þann tíma og menn búnir að ná úr sér landsleikjaþreytunni.

    Alonso, Riera og Kuyt voru frábærir í dag og sömuleiðis Benayoun, hélt boltanum vel og tók ítrekað réttar ákvarðanir. Vona að Agger sé í smá sjokki núna en það tvíefli hann og hann verður óaðfinnanlegur í næstu leikjum.

  14. Held að Júlli ætti framvegis að skrifa allar leikskýrslur því að það er klárt að enginn veit jafnmikið um fótbolta og hann.

  15. Sko
    Þetta Wigan lið er ekkert skítalið, það er alveg klárt. Þeir voru einfaldlega betri aðilin í fyrri hálfleik og áttu ekkert annað skilið en að vera yfir í leiknum. Zaki er mjög góður leikmaður sem verður klárlega keyptur til stærra liðs annaðhvort í janúar eða næsta sumar.

    Liverpool léku líka einum færri í 75 minútur eða þar til Steven Gerrard birtist öllum að óvörum. Einnig voru hlutirnir ekki að falla með liðinu eins og sláarskotið hjá Kuyt sem hefði sent liðið inn í hálfleikinn með 2-1 forystu. Liðið fékk líka slatta af færum í seinni hálfleik sem menn eins og Fernando Torres hefðu verið líklegir til að nýta.

    Mjög flott að taka 3 stig úr þessum leik á móti mjög seigu Wigan liði sem t.d. Chelsea náði aðeins einu stigi á gegn.

    Bring on Atletico Madrid !

  16. Mér sýnist að það eigi að halda okkur Púllurum á háu spennustigi í vetur. Og svo er bara um að gera að halda Alonso nógu lengi í liðinu, jafnvel þótt hann slasist á endanum þegar svona er brotið á honum.

  17. Vá hvað Liverpool eru dramatískt fótboltalið, þvílíkur rússíbani sem maður er tekinn í hverja einustu helgi 🙂 Annars verð ég að lýsa ánægju minni með Kuyt, Pennant og Riera í þessum leik. Ætla að vona að Benitez gefi Pennant annan sjéns í næsta leik. Ég lofaði Dossena mikið fyrir þennan leik en get þó viðurkennt að hann var með þeim slakari sem ég hef séð í langan tíma í Liverpool treyju.
    En jesús hvað ég er glaður með þennan sigur ÁFRAM LIVERPOOL.

  18. Frábært, enn og aftur koma Liv til baka og klára dæmið. Hvað eru menn að tala um Kuyt og Keane. Kát sást mjög mikið í leiknum og kláraði hann ásamt Riera, en ég hélt á tímabili að Keane væri farinn útaf (skrapp á W C og hélt að honum hafði verið skipt útaf).. Gerrard var ekki að gera góða hluti, en hann getur ekki verið alltaf frábær. Og í sambandi við fyrsta markið sem við fengum á okkue, er ekki alveg Agger að kenna, Reina hefði átt að sjá mannin sem sótti að Agger þegar að hann gaf boltan á hann, þannig er það……

  19. Sá sem var að tala um að tíðni hjartaáfalla hjá Liverpool mönnum hlítur að hafa eitthvað til síns máls. Blessunarlega er þetta ennþá að falla með okkur og það er snilld að sjá liðið leik eftir leik hafa karakter í að koma til baka og vinna. Fimm sinnum á þessu ári hefur þessu verið náð og alltaf gegn liðum sem byrja á M. (því var snúið vitlaust þegar Wingan var stofnað.

    Um leikin sjálfan er svo margt að segja, fyrir það fyrsta þá er þetta Wigan lið mun betra heldur en oft áður og þessi Zaki bara hrikalega sterkur, það mætti orða hann við okkur heldur en að gefa manni martraðir um að Heskey sé jafnvel á leiðinni aftur. Mér fannst við nú vera að ná ágætis tökum á þessum leik þegar Agger tekur þessi típísku kæruleysis mistök sem stundum sjást hjá mönnum sem eru ekki í góðri leikæfingu, þetta var auðvitað mikil óheppni líka og ekkert sem gefur manni neitt gríðarlega áhyggjur fyrir framtíðina…….þar fyrir utan kvittaði hann frábærlega fyrir þetta með undirbúning sem var langt yfir getu miðherja í fyrra marks Kuyt. Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var HROÐALEG frammistaða Dossena, mikið óskaplega gat maðurinn ekki rassgat í þessum leik, vona innilega að hann fari að finna sig betur kallgreyið. Vörnin virkaði allavega oft í bullandi basli með spræka framherja og kanntara Wigan í dag.

    Lengstum í leiknum fengu svo Gerrard og Alonso mig til að sakna Mascherano. Wigan var ekkert að leggja upp með að pakka í vörn og mætti á Anfield til að spila fótbolta, og miðjan okkar virkaði bara þreytt. Riera var sprækur í fyrri og þegar ég var nýbúinn að segja að hann hefði horfið í seinni jafnaði hann metin. Pennant var líka sprækur hægra megin, sérstaklega miðað við litla leikæfingu og ég var mjög sáttur við að sjá meiri ógn frá hægri kanntinum, þ.e. við vorum að komast upp í hornin báðumegin og koma boltanum fyrir.

    Frammi var svo duglega tvíeykið að gera gott mót, Keane var aðallega í því að vera bara duglegur á meðan Kuyt kláraði leikinn glæsilega og var klárlega maður leiksins. Eflaust vatn á myllu þeirra sem þola ekki gagnrýni á Kuyt og vilja að menn eins og ég éti hatt minn og staf. Það geri ég nú ekki og skoðun mín hefur ekki breyst á honum. En hann var okkar hættulegasti maður í dag sem var frábært að sjá og greinilegt að sjálfstraustið hefur aukist umtalsvert. Fjögur mörk í þremur leikjum er alls ekki slæmt og ekki algeng sjón frá Kuyt, long may it continue. Maður var bara farinn að biðja (sjónvarpið) um þrennu frá honum. Gaman að sjá Kuyt bæta sig svona frá síðasta tímabili og stíga upp úr því að vera það sem mest fer í taugarnar á manni, veikleikar bakvarða okkar tel ég að fari að verða háværara umræðuefni á næstunni heldur en Dirk Kuyt.

    Þó að heimska Valencia (aumingja Alonso btw) hafi hjálpað okkur mikið þá var ansi ljúft að klára þennan leik, hópurinn virkaði þreyttur eftir landsleikina, Torres og JM ekki með og þarna hefði klárlega verið um að ræða 2-3 töpuð stig á síðasta tímabili.

    Að lokum vil ég svo hrósa Benitez fyrir að átta sig á og bregðast við varnarmúr Wgan manna með róttækum hætti, við hefðum spilað betur 10 heldur en með Dossena inna, en ég bjóst ekki við því að fá Arbeloa líka útaf fyrir sókndjarfan mann. Þetta gekk fullkomlega upp og við gátum teygt vel á vörn Wigan með því að hafa alvöru kanntmenn.

    • Og í sambandi við fyrsta markið sem við fengum á okkue, er ekki alveg Agger að kenna,

    Ó jú, þetta var svo sannarlega Agger að kenna 😉 Óheppni, kæruleysi eða klaufaskapur kannski, en sökin liggur ekki hjá Reina og ég efa að við sjáum aftur svona mark í bráð.

  20. “Reina hefði átt að sjá mannin sem sótti að Agger þegar að hann gaf boltan á hann, þannig er það……”
    Jahá, það var sem sagt Reina að kenna, þú hlítur að vera að grínast?
    Agger missti einfaldlega boltann of langt frá sér vegna lélegrar fyrstu snertingar og reyndi svo að sóla Zaki sem mislukkaðist.
    Agger átti fyrsta mark Wigan alveg skuldlaust.
    Svo gerði Aggar reyndar vel í að bæta fyrir skaðann með jöfnunarmarkinu.
    Ekki það að ég nenni að eyða tíma í að þræta þegar maður er í vímu eftir hvern einasta leik okkar manna núorðið.
    Vildi bara segja að ég er gríðarlega ósammála síðasta commenti (#21):)

  21. Hvað er að, ég sagði að þettað væri ekki ALVEG Agger að kenna…… Agger snýr baki í mótherja en Reina sér yfir allan völlin, en hann kýs að gefa á Agger, en gat gert margt annað ( sem eg nenni ekki að ræða um). Alveg sammála að Agger gat gert betur,, en Reina gat líka gert betur. Ég er ekki að dæma einn eða neinn, en mistök er bara hluti af leiknum. Ég er mjög glaður í dag, og ætla ekki að rífast um þettað………

  22. Nr 5 Davíð ´Már…

    http://www.101greatgoals.com/
    hér koma mörkin inn fljótlega eftir að þau eru skoðuð.. ásamt helstu viðburðum í fyrri og seinni hálfleik.

    En annað.. góður leikur og kanski maður fari að taka smalahundinn í sátt.. hef aldrey þolað þann leikmann :S

    en góður sigur…

  23. Horfði á 442 áðan. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað steve bruce getur röflað yfir spjöldunum sem Valencia fékk í dag.
    Fyrst finnst honum það fyrra vera rangt. Dómarinn var búinn að aðvara hann áður þegar verið var að stilla upp veggnum en alltaf færði hann sig framar aftur.
    Svo vill hann meina að seinna spjaldið hefði ekki einu sinni verið spjald ! Bara tveir menn að berjast um boltann, þessi maður er náttlea ekki heill. Þessi tækling átti að vera beint rautt !

  24. Steve Bruce er álíka blindur og Maggi Gylfa KR- og Liverpoolhatari! Fannst það óborganlegt þegar Bruce sagði að seinna gula hefði verið vafasamt og sennilega ekki gult. Auðvitað átti maðurinn að fá beint rautt og því er öll umræða um fyrra gula alveg irrelevant m,en það var rétt 🙂

    Mér finnst alltof oft sem dómarar klikka á því að gefa mönnum beint rautt þegar þeir eru með gult á bakinu og láta seinna gula bara duga og hlífa mönnum (eins og Valencia hér) við verðskulduðu leikbanni. Þó get ég alveg ímyndað mér að það sé svaka gaman að lyfta fyrst gula með hægri og rífa svo upp það rauða með vinstri jafnharðan og það gula er látið síga. Dómurum finnst þeir kannski “looka” svona vel þegar þeir gefa “gult->rautt”. Og jafnvel þó hann hafi gert rétt í að spjalda Valencia í veggnum þá klikkaði hann illa á reglunum því hann átti að færa spyrnuna fram líka!

    Anyhoo, góður sigur á góðu liði sem maður var fyrirfram skíthræddur við.
    Bring on the Blues (og Atletico að sjálfsögðu)!

  25. Og jafnvel þó hann hafi gert rétt í að spjalda Valencia í veggnum þá klikkaði hann illa á reglunum því hann átti að færa spyrnuna fram líka!
  26. Nú langar mig að spyrja menn aðeins varðandi það að færa vegginn aftar.
    Eru menn (dómarar) ekki hreinlega hættir að færa vegginn aftur ??
    Það var gert rosalega mikið í því einu sinni að leyfa ekkert múður í þessu veggjamáli, en ég hef ekki séð það gert í mörg mörg ár !

  27. Sammála #21 – þetta mark skrifast ekki 100% á Agger, Reina á ekki að setja boltann á hann þarna ef hann er með mann í bakinu.

  28. Lifi Dirk Kuyt. Liverpool er heppið að hafa svona leikmann.
    Rafa er óskað til hamingju með hreðjavöxtinn. Meira svona Rafa!

  29. Vona að þeir sem vildu selja Kuyt i fyrra sjái nuna hvada match winner er þarna á ferd!
    Frabaer urslit gegn godu Wigan lidi

    YNWA

  30. Kuyt og Alonso stóðu uppúr í dag, frábært comeback hjá þeim eftir alla gagnrýnina sem þeir hafa fengið undanfarið. Þakka enn fyrir að Alonso fór ekki í staðinn fyrir 18 milljón punda Barry.
    Annars var þetta frábær karakter sigur, fyrir ári síðan hefði þetta lið brotnað við mótlætið. Greinilegt að það er komið mikið sjálfstraust í liðið.
    Vinstri bakvarðastaðan enn þá vandamál. Dossena virkaði þungur og gerði lítið af viti. Vona að hann fari að rífa sig upp og sýni að hann sé 7 milljón punda virði. Aurilio er því miður ekki mikið skárri kostur. Væri til í að sjá Insua prófa sig í þessari stöðu, þegar hinir tveir eru búnir að vera slakir í vetur.

  31. Ótengt leiknum í dag, en ég vildi bara benda áhugasömum á að 100 fyrstu Gerrard-mörkin má sjá í 40 mínútna vídeói hér: http://www.thisisanfield.com/news/2008/10/video-steven-gerrards-100-lfc-goals/ … Gaman að þessu. Athyglisvert t.d. að sjá greinilega hvað fyrirliðinn fer að skora miklu meira eftir að Benitez tekur við; auk þess sem það kom mér eiginlega skemmtilega á óvart að rifja upp hvað Gerrard hefur verið að skora mikið úr aukaspyrnum í gegnum tíðina. Og hann má líka eiga það, félaginn, að ótrúlega hátt hlutfall þeirra marka sem hann skorar er algert augnayndi.

  32. Lýsandinn tók það fram fyrir leik að 9 af 10 mörkum liverpool í deildinni komu í seinni hálfleik….
    5 af þeim komu á síðasta korterinu, þetta var sagt fyrir leikinn í gær….
    þetta er karakter!!!

  33. það er frábært að sjá liðið koma svona til baka…aftur og aftur…EN ég held að svona spilamennska getur ekki gengið endalaust…mér finnst okkar menn vera að spila ágætlega…en mér finnst þeir samt ekki búnir að heilla mig uppúr skónum…Dossena hefur ekki heillað mig, ég held að vinstri bakvörðurinn hjá okkur sé ennþá mjög veikur, ég held að við þurfum virkilega að laga okkar leik ef við ætlum að sigra Chealsea…eins og ég hef sagt áður…mér finnst að aðrir leikmenn liðsins eigi að taka Kuyt til fyrirmyndar…hann byrjaði síðustu leiktíð ekkert sérstaklega en eftir áramót hefur hann vaxið og vaxið, hann er einn af okkar lykilmönnum í dag

  34. Ég er ekki viss um að þeir myndu allir komast fyrir í liðinu okkar, í fullri alvöru.

  35. Jú, hugsaðu þér bara hversu beitt sóknin yrði. Svo fær GUMMI að skipuleggja þetta, en ætli uppstillingin yrði ekki einhvernvegin svona. Þetta lið yrði óstöðvandi í deildinni. Bakverðirnir duglegir að fara upp, einnig getur Gerrard sótt óhikað því Mascherano og Alonso covera hans svæði bara þegar þess þarf.

        Reina
    Hyypia Carragher Agger
    

    Arbeloa Dossena
    Mascherano Alonso
    Lucas Gerrard
    Pennant Riera
    Benayoun
    Messi Kuyt Babel
    Aguero Villa
    Torres

    Manager: GUMMI

  36. Stefán J. Ertu að grínast???

    Ertu að segja mér að Messi, Villa og Aguero myndu ekki komast í lið Liverpool í dag? Þrátt fyrir karakterssigra upp á síðkastið og fína spilamennsku þá hefur liðið verið að berjast um 4. sætið undanfarin ár. Gæðaleikmenn á borð við þessa þrjá komast alltaf í liðið hjá okkur.

  37. Davíð Már í #5

    Kannski soldið síðbúið svar en vonandi sérðu þetta.

    Öll mörk úr enska boltanum er hægt að sjá á vefTV á vísi.is. Oftast komin inn samdægurs 😉

    Kv,

  38. Sælir félagar
    Sá leikinn á Liverpoolpöbbnum í Kópavogi. Það var gaman að vera þar með haug af pullurum bæðir þekktum og óþekktum. Fín stemming yfir ofurspennandi leik.
    Okkar menn gáfust aldrei upp og uppskáru samkvæmt því. Glæsilegt hjá þeim.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  39. 41 Gylfi :

    Ætlarðu þá að setja Torres á bekkinn til að koma Villa og Aguero í liðið þarna fremst á vellinum ?

    Ég sé enga ástæðu til þess að vera neitt að breyta þessu liði á meðan við vinnum leiki. Ef það væru 11 Ríkharðar Daðasynir í liðinu, og liðið myndi vinna alla sína leiki, þá sæi ég enga ástæðu til þess að skipta neinum af þeim út, fyrir bestu leikmenn í heiminum…..

    Annars var þetta bara frábært að ná í þessi 3 stig, og Rafa kann svo sannarlega að halda manni í heljargreipum í 90 mínútur, og tryggja þannig að maður fái lófafylli fyrir sinn aur. Ég get alveg sagt ykkur það, að þó svo að hjartað í mér sé að berja mig í rot í hverjum einasta leik, þá get ég vel vanist því að vinna öll lið á lokamínútunum…það er bara svo svakalega sætt að vinna þannig og mikið spennufall sem fylgir í kjölfarið…. tilfinningin er ólýsanleg.

    Gaman að þessu….Carl Berg

  40. Eina vitið varðandi þessa vinstri bakvarða stöðu hjá okkur, er að setja Agger í hana þegar Skrtel kemur til baka. Það er að segja ef það verður ekki búið að leysa þessi vandamál þá.

  41. Endilega leiðréttið mig, en er það ekki rétt metið hjá mér að í enn eitt skiptið á leiktíðinni lítur Arbeloa ekki nógu vel út þegar við fáum á okkur mark. Í öðru markinu er hann aðeins of stuttur / staðsetur sig illa. Ég er á því að Arbeloa sé alveg fínasti bakvörður, enginn snillingur en gerir meira gagn en ógagn (ólíkt mörgum fyrri bakvörðum). En Mér sýnist vera að koma fram ákveðið mynstur þarna.

Wigan á morgun

Hvar liggur breytingin???