Torres og Babel meiddir (uppfært)

Jæja, landsleikjahléð er búið og eftir að hafa horft á Ísland vinna sinn leik í gær er hægt að hlakka til Liverpool leiks á laugardaginn. Ég hef beðið spenntur og það verður svo sannarlega gaman að gleyma sér yfir enska boltanum um helgina.

Allavegana, tveir leikmenn eru meiddir eftir leiki gærdagsins. Ryan Babel og Fernando Torres byrjuðu báðir inná, en voru báðir teknir útaf eftir innan við hálftíma. Læknir spænska landsliðsins segir að Torres gæti verið frá í um viku. Þeir hafa þó enn ekki verið skoðaðir af læknum.

Ef þetta er rétt með Torres missir hann af leiknum gegn Wigan en gæti verið í lagi fyrir útileikinn gegn Atletico. Við ættum nú alveg að lifa það af að vera án Torres gegn Wigan á Anfield. Ánægjulegra var þó að Steven Gerrard skoraði fyrir England (Youtube), Robbie Keane skoraði sigurmark Íra gegn Kýpur og Yossi skoraði eina mark Ísraela. Dossena byrjaði aftur fyrir Ítalíu, sem og Kuyt fyrir Holland, Masche fyrir Argentínu og Hyypia fyrir Finna. Xabi kom inná sem varamaður fyrir Spán, en hinir þrír komu ekki inná (Pepe og Arbeloa á bekknum, Riera ekki í hópnum). Sjá samantekt á LFC.tv hér.

**Uppfært 12.35 (EÖE)** Surprise surprise! Rafa er ekki sáttur.

37 Comments

 1. Auðvitað er það pirrandi að Babel og Torres hafi meiðst. Vonandi nær Torres sér fyrir sérstaklega Atletico leikinn, við trúum því þangað til annað kemur í ljós. Liverpool á að vera þannig lið í dag, að geta staðið af sér meiðsli í einhvern tíma – ég vil því ekki hafa miklar áhyggjur strax.

  Tökum Wigan í …… !!!!

 2. Að segja að það sé pirrandi að Torres og Babel meiðist í $%%# landsleikjum er mjög vægt til orða tekið.

 3. Því miður er þetta alltaf mesta hættan, að leikmenn missi leiki hjá vinnuveitendunum fyrir það að spila með þjóðinni sinni. Hins vegar er nú kannski erfitt að kvarta núna, því þetta voru alvöruleikir hjá báðum þjóðum og því ljóst að alltaf er líklegt að menn fari í þá.
  Það eru meiðslin í vináttuleikjunum sem pirra mig mest…..

 4. Ég skil vel að Benitez sé pirraður enda er maður það sjálfur. Enda landsleikjahlé eitt það leiðinlegasta sem ég veit. En mér finnst hann hrokafullur með eindæmum. Jú það er svosem rétt að í sumum af þessum landsleikjum þá er getumunur allt of mikill á milli liða til að leikirnir verði spennandi, en hvað kemur það honum í andsk. við þótt lélegar knattspyrnuþjóðir á borð við Ísland vilji keppa við þá bestu?

  Það sem ofdekraðir gaurar á borð við Benitez, sem eru vanir því að vera með topp lið í öllum keppnum og þar að auki frá miklu knattspyrnulandi vilja helst er að stóru þjóðirnar fari beint í úrstlitakeppnirnar og að smælingjarnir fái ekki að vera með vegna þess að það er svo leiðinlegt að slá þá af sér eins og flugur út um allt. Ég vona bara að hann fari að hætta þessu andsk. væli með landsleikina. Að hann fari að minnsta kosti að væla bara þegar menn meiðast, en ekki eftir hver einasta helv. hlé.

  Góðar stundir.

 5. “hvað kemur það honum í andsk. við þótt lélegar knattspyrnuþjóðir á borð við Ísland vilji keppa við þá bestu?”

  Kemur það honum ekki við að þessi fjöldi landsleikja setur aukið álag á leikmenn og því líklegri til að meiðast, hans leikmenn?

  “Ég vona bara að hann fari að hætta þessu andsk. væli með landsleikina. Að hann fari að minnsta kosti að væla bara þegar menn meiðast, en ekki eftir hver einasta helv. hlé.”

  Ætlar þú þá að gera það fyrir mig að væla bara þegar Rafa vælir þegar menn meiðast ekki? 🙂

  Að hann skuli voga sér að koma með hugmyndir til að minnka tíðni meiðsla. VÆL!!!

 6. Kann Gerrard ekki að skora ljót mörk??

  Hundfúlt að missa menn í meiðsli og ég persónulega þoli ekki landsleikjahlé nema þegar flottar þjóðir koma hingað. En ekki verða landsliðin lögð niður útaf bissnessnum sem er nátla fyrir löngu kominn útúr öllu velsæmismörk, Þ.e.a.s. launagreiðslur og verðmiðar á leikmönnum.

 7. ,,Ætlar þú þá að gera það fyrir mig að væla bara þegar Rafa vælir þegar menn meiðast ekki? :)”

  Það er díll.

 8. “Kann Gerrard ekki að skora ljót mörk??”
  Honum tókst nú að klúðra sannkölluðu dauðafæri í gær. Var búinn að vinna boltann framarlega á vellinum, sólar markmanninn og setur svo boltan í stöngina. Hefði samt sem áður ekki verið flokkað undir “ljótt mark”. 🙂

 9. og UEFA búnir að taka bannið hjá A. Madrid til baka..eða seinka því… svo það er því jafnvel ennþá leiðinlegra fyrir Torres… að missa af þeim leik

 10. Liverpool lendir með Atletico í riðli á næsta ári og þá fær Fernandoinn okkar að snúa aftur heim.

 11. Þið sem eruð á móti landsleikjahléum. Hvenær viljiði að landsleikir séu spilaðir?

 12. Góð spurning Gvendur
  Það er allavega að verða morgunljóst að 38 leikir í deild, nokkuð margir í bikar, örfáir í deildarbikar og þónokkuð margir allajafna í meistaradeild er alveg feikinóg álag á þessa bestu landsliðsmenn. Því er vel skiljanlegt að menn pirri sig á því að landsleikur (annar á 4 dögum) verði til þess að félagið sem borgar þessum köppum fáránleg og auðvitað allt of há laun missi sína bestu menn í 2-3 vikur og þ.a.l. jafnvel í MJÖG mikilvægum (eins og við nú) leikjum vegna landsleiks, jafnvel vináttuleiks.

  Auðvitað er mjög erfitt við þetta að eiga, skil ágætlega þessa gremju þó ég vilji á sama tíma ekki leggja af landliðafótbolta.

 13. Þetta er bara hluti af leiknum.

  Leikmenn geta meiðst í deildarleikjum alveg eins og í landsleikjum.

  Þetta eru líka ekki nema örfáir leikmenn sem að meiðast í þessum landsleikjum, þannig að ég segi að þetta sé bara væl í stjórunum.

  Hafa leikmenn líka ekki rétt á því að neita að spila fyrir landslið?!

  Toppliðin eru líka það vel mönnuð að ég held að það sé alveg hægt að hvíla þessar stjörnur einhverja leiki.
  Ég get ekki séð að helstu stjörnur í þessum toppliðum séu að spila ómerkilega bikarleiki. Þannig að þeir fá þá einhverja hvíld á móti þessum leikjum með landsliðunum.

  Wigan verða líklega teknir og flengdir, burtséð frá því hvort að Torres eða Babel verða með, Atletico Madrid leikurinn er ekki að fara ráða úrslitum um hvort að við komumst uppúr riðlinum í CL og það vita það allir að Chelsea eru ekki að fara tapa á Stamford Bridge.

  Babel er líka nánast ekkert notaður í byrjunarliðinu og ég held að Yossi eigi alveg að geta fyllt þetta skarð.

  Skál!

 14. Hafa þetta bara eins og ólympíuleikarnir voru fyrir ’92, engir atvinnumenn með landsliðunum. Ekki myndi ég gráta það þó þessir landsleikir yrðu spilaðir með amatörum og þetta er fín leið fyrir atvinnumannaliðin svo heimtufrek landsliðin séu ekki að hrifsa af þeim vinnuaflið sem þeir borga síðan EKKERT fyrir leigu á og EKKERT þó þeir meiðist í landsleikjum.

  Þessi tillaga fengi klárlega mitt atkvæði.

 15. Leikmenn geta meiðst í deildarleikjum alveg eins og í landsleikjum

  Auðvitað geta þeir það, en hverjir borga þeim launin?

  Ég get ekki séð að helstu stjörnur í þessum toppliðum séu að spila ómerkilega bikarleiki. Þannig að þeir fá þá einhverja hvíld á móti þessum leikjum með landsliðunum

  Hverjir borga launin þeirra?

  Hafa leikmenn líka ekki rétt á því að neita að spila fyrir landslið?!

  Nei, þá geta landsliðin heimtað að þeir séu settir í bann, sbr þegar Makalele ætlaði að reyna að leggja landsliðsskóna á hilluna

  það vita það allir að Chelsea eru ekki að fara tapa á Stamford Bridge

  Laglegt þetta, bara leggjast á bakið og gefast upp, þarf nokkuð að spila leikinn?

  Það sem mér finnst mest óþolandi við þetta landsleikjadrasl eru númer eitt þessir vináttuleikir. Mér finnst hreinlega að landsleikir eigi að spilast fyrir tímabilið og í lok tímabilsins. Þessar óþörfu heilu vikur trekk í trekk fyrir undirbúning landsliðanna myndu nýtast mun betur ef þetta yrði bara þétt saman í einn pakka. Þá væri hægt að spila einhverja 6-8 landsleiki fyrir tímabilið og annann eins pakka í lok þess. Þetta sundurslit á deildunum eru hvorki að hjálpa landsliðunum, né félagsliðunum, hvað þá leikmönnunum.

  Ég væri ekki par sáttur ef ég væri vinnuveitandi og væri að borga starfsmönnum mínum full laun á meðan þeir væru að þjóna einhverjum allt öðrum og svo myndi ég fá þá stundum tilbaka algjörlega óvinnufæra í einhvern tíma, stundum til langs tíma. Ég þyrfti að borga launin á meðan þeir væru að ná sér, sem og kostnað við að koma þeim í vinnuhæft ástand á ný.

  Annars mætti leggja landsleiki algjörlega af mín vegna, en ég skil reyndar alveg hugsunarháttinn hjá þeim sem vilja sjá þá. Áhugi manna er misjafn eins og í mörgu öðru. Minn er akkúrat ENGINN.

 16. Ég er auðvitað sammála með að það er fúllt að Torres og Babel hafi meiðst, en ég spyr hvaða mikilvægu leikjum er Torres að fara að missa af?
  Við erum í fínum málum í CL og svo missir hann af leik gegn Wigan á morgun.
  Það er ekkert víst að hann missi af Chelsea, sem ég tel vera mikilvægasta leikinn af þessu 3 næstu.
  Svo minnir mig að við unnum Man Utd á Torres og án Gerrard.
  Ekkert til að pissa á sig útaf.

 17. Það er reyndar líklegt að Torres missi af næstu 4 leikjum hjá okkur. Þar af eru þrír í deild og þar eru ALLIR leikir mikilvægir. Það er talið að hann verði í 10-15 daga frá og þá eru það leikir gegn Wigan, A.Madrid, Chelsea og Portsmouth.

 18. Auðvitað er fúlt að missa menn í meiðsli og tillaga Ssteins er í sjálfu sér ágæt. Ég get samt engan veginn tekið undir það að landsleikir séu ömurlegir í alla staði. T.d. eru þessir leikir tækifæri fyrir okkur fótboltaáhugamenn að sjá toppleikmenn heimsins spila við okkar menn.
  Ekki síður þá finnst mér þetta alltaf minna á rætur alvöru fótbolta. Þegar menn spiluðu með hjartanu fyrir engan pening. Þeir eru að spila fyrir fólkið sitt – þjóðina sína en ekki einhverja ríka araba og háar peningagreiðslur. Þetta er svona basic fótboltans og er algjörlega ómissandi partur af því að vera fótboltaáhugamaður.
  Ég get svosum alveg skilið hina skoðunina, menn hafa auðvitað alveg fullan rétt á því að hafa ekki áhuga á þessum fótbolta. Það er bara eitthvað fallegt við landsleiki sem finnst ekki í atvinnumannaboltanum í dag. Einn væminn eftir fátíðan sigur landsliðsins…
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 19. Þú spyrð hvaða mikilvægu leikjum Torres mun missa af. Hann mun líklega missa af 4 mjög mikilvægum leikjum. Hvar er réttlætið að spænska knattspyrnusambandið getið kallað á starfsmann Liverpool án þess að Liverpool geti nokkuð sagt, notað hann eins og þeim sínist og skilað honum síðan meiddum til baka og þurfa ekki einu sinni að borga leigu á starfskraftinum eða miskabætur fyrir að skila honum óvinnufærum. Algjörlega óþolandi og fáránlegt.

  Málið er að félögin borga háar fjárhæðir bæði í kaupverð og í launakostnað fyrir þessa menn og algjörlega ólíðandi að einhvern helvítis landslið geti kallað á þá þegar þeim hentar og skilað þeim í lamasessi til baka og þurfa enga ábyrgð að bera.

  Enga atvinnumenn í landsliðin og málið dautt.

 20. Já, það er ekki bara fúlt, heldur hundfúlt.

  Skoðanir manna eru misjafnar og það er bara gott mál. Ég kaupi til dæmis ekki að menn séu eitthvað að spila meira með hjartanu þegar þeir spila landsleiki en með sínum félagsliðum, nema síður sé. Fyrst það er nú verið að koma inn á Íslenska landsliðið í þessari umræðu, þá get ég tekið sem dæmi okkar hæfileikaríkasta leikmann, Eið Smára, sem að mínum dómi leggur sig mun meira fram með sínu félagsliði en landsliði. Eru þeir sem eru að spila fyrir félagsliðin ekki líka að spila fyrir “fólkið sitt”? Ég veit alveg hvað þú ert að fara með þessu þjóðernisdæmi, en ég er bara alveg á því að menn spili oftar en ekki, ekki síður með hjartanu þegar verið er að spila fyrir framan stuðningsmenn sína sem mæta á völlinn í hverri einustu viku til að styðja við bakið á þér.

  En eins og áður sagði, þá eru skoðanir manna misjafnar eins og þær eru margar og ber ég virðingu fyrir þínum skoðunum í þessu, það vill bara svo til að mínar eru afar frábrugðnar þegar kemur að þessu máli.

 21. Óttalegur grátkór er þetta. Landsleikir eru bara hluti af fótboltanum. Vilja menn ekki hafa EM og HM til skiptis á tveggja ára fresti? Einhverjir segja nei en þeir hafa þá ekki áhuga á fótbolta bara Liverpool ( sem fyrir Íslending er furðulegt sjónarmið).

  Annar hluti af fótboltanum er mörk sem eru ekki dæmd gild þegar boltinn fer yfir línum og dómarinn sér það ekki ( það er nú ekki minna óþolandi en meiðsli leikmanna í landsleikjum), lélegir dómarar ( hvenær verða þessir menn eiginlega óskeikulir, fáránlegt). Svona mætti lengi telja.

  Ég skal taka undir smá gagnrýni á fyrirkomulag og fjölda æfingaleikja og tillögu Martin O´neill um að seinni landsleikurinn verði á þriðjudögum (betra að menn séu þreyttir í landsleikjum eftir ferðalag en deildarleikjum þegar öllu er á botninn hvolft) en að öðru leiti þá eru landsleikir nauðsynlegur hluti fótboltans.

  Að spila alla leiki fyrir og eftir mót myndi auðvitað stytta sumarfrí leikmanna, skemma undirbúningstímabilið og vera í alla staði furðulegt.

 22. Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að ræða hlutina án þess að tala um grátkór? Þetta er þín skoðun Jóhann en það vill svo einkennilega til að það hafa sumir aðra skoðun á þessu máli. Það er alveg hárrétt að landsleikir eru hluti af fótboltanum, ég hef aldrei haldið öðru fram. Mér finnst aftur á móti formið á þessu vera asnalegt, og það er bara mín skoðun og þú getur alveg haft aðra skoðun á því.

  Ég horfi á EM og HM, en míg ekkert á mig af spenningi. Hvort sem þér finnst það furðulegt sjónarmið eða ekki, það verður þú bara að eiga við þig. Hjá mér persónulega eru engar tilfinningar í gangi þegar ég er að horfa á landslið spila, og tilfinningar eru það sem málið snýst um þegar ég er að fylgjast t.d. með enska boltanum.

  Varðandi það að þetta fyrirkomulega sem ég vil sjá myndi stytta sumarfrí leikmanna, þá er það algjör fjarstæða. Taktu allan þann tíma sem fer í landsleikjahléin á hverju tímabili. Þar er heil vika í æfingar fyrir hvert hlé og svo yfirleitt önnur sem fer í að spila tvo leiki. Taktu þetta allt saman í einn pakka og sjáðu hvað það gerir langan tíma. Þetta myndi lengja sumarfrí leikmanna ef eitthvað væri, því þetta færi í far sem svipar meira til félagsliðanna heldur en hitt. Í heildina færi styttri tími í þetta dæmi í heild sinni. Þannig að ég fæ engan veginn skilið hvernig þú getur reiknað þetta þannig út og sagt í alla staði furðulegt.

 23. Er furðulegt að maður skuli vera meiri Liverpool aðdáandi en fótboltaaðdáandi? Hvernig á maður að svara svona bulli. Nú er ég fæddur og uppalin á Skaganum, er 100% skagamaður og held auðvitað með þeim í deildinni hérna heima. Ég fer samt voðalega sjaldan á völlinn hérna heima og hef farið mun oftar á Anfield á undanförnum árum en á Akranesvöll. Ég þekki fullt af fólki úti í Liverpool, kann ákaflega vel við bæði fólkið og borgina, afhverju er það furðulegt að Liverpool hafi snert mig og ég að allur minn áhugi skuli fara þangað í stað einhverja landsliða eða eitthverra annarra liða sem hafa minna eða jafnel ekkert snert mig?

  Furðulegur póstu með öllu hjá þér Jóhann minn.

  Ég segji samt eins og Steini, ég skil menn vel að hafa gaman af þessum landsleikjum, ég hef það bara ekki, nákvæmlega ekkert gaman og engan áhuga. EM og HM horfir maður á með öðru, engin brjálaður áhugi og meira bara til að fá smá fótbolta þar sem Liverpool eru ekki að spila. Mestur áhugi fer auðvitað í leikmenn Liverpool sem spila á þessum mótum. Því segi ég bara enn og aftur: “það á að banna atvinnumenn í landslið og spila bara með áhugamenn þar”. Svona fá þeir sem vilja horfa á landsliðin fótboltann sinn en félögin þurfa ekki að láta vinnuafl sitt til heimtufrekra landsliða og fá þá jafnvel óvinnuhæfa svo vikum/mánuðum skiptir án þess að fá nokkrar bætur frá þessum blessuðu landsliðum.

 24. SSteinn, gott og vel það væri klárlega hægt að spila tímabilið þéttar í deildinni og þar með hætta fyrr á vorin, þá væru leikmenn búnir að spila 6 0+leiki einhvern tíma í apríl og fengju þá nokkra daga í frí og svo tæku við 5-6 leikir með landsliðinu ( einhvers konar undan HM eða EM í einni beit) þetta væri eftir hvert einasta season.
  Að spila á undan seasoni væri svo auðvitað mjög erfitt þar sem leikmenn þurfa mæta á undirbúningstímabil til að koma sér í stand og fara svo aftur út og spila annað míní mót með landsliði. Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig þetta væri betra þó að sumarfrísdagar á milli gætu orðið svipaðir eða fleiri, leikmenn yrðu þó að vera í betra standi snemma þar sem líklegt er að nokkrir mjög mikilvægir landsleikir kæmu inn strax eftir frí.
  Svo má ekki gleyma því að í það yrði í það minnsta alveg jafn líklegt að leikmenn gætu meiðst í þessum leikjum og því myndi þessi umræða vera alveg jafn hörð .
  Benni Jón ég skil ekki eitt, sérstklega fyrir okkur Íslendinga. Erum við ekki fyrst fótboltáhugamenn og svo höldum við með einhverju ákveðnu liði sem við tókum ákvörðun um að fylgja einhvern tíma á lífsleiðinni, af því að við höfum áhuga á fótbolta. Ég ætla ekkert að gagnrýna menn mikið fyrir að samsvara sig íbúum Liverpool borgar eða finna sig hjá þeim enda eru þeir upp til hópa frábært fólk með mikinn áhuga á fótbolta og ástríðu fyrir sínu liði.
  Þó að Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á landsleikjum í fótbolta þá gildir það ekki um íbúa annara þjóða sem eiga sterkari landslið. Því er þessi umræða hérna hálf marklaus (þ.e. við höfum ekki nægan skilning á efninu vegna getuleysis landsliðsins). Ég er viss um að margir Spánverjar t.d. séu mjög fegnir því að hafa landslið skipað bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar og sigurinn á mótinu hafi gert þjóðinni mjög gott, sama á auðvitað við um öll lönd sem ná árangri. Öll taka þau þátt í þessu í þeim tilgangi að ná árangri meðal þjóða.
  Af því að allir eru svo gríðarlega meðvitaðir um að vera pc og virða skoðanir annara og annað í þeim dúr þá skal ég setja til vara að ég skil ykkar skoðanir og finn mikið til með ykkur en þetta er bara hluti af fótoltanum og eftir því sem lið eru betur mönnuð því meiri líkur eru á því að þeirra menn meiðast í landsleikjum.
  Aftur á móti endalaust tal um fyrirtækjarekstur, starfsmenn, atvinnurekendur og annað í þeim dúr er náttúrulega afskaplega leiðinlegt og að mér finnst ekki hafa neitt að gera með fótbolta. (þó það geri það í dag því miður) .

 25. SSteinn – ,,Ég væri ekki par sáttur ef ég væri vinnuveitandi og væri að borga starfsmönnum mínum full laun á meðan þeir væru að þjóna einhverjum allt öðrum og svo myndi ég fá þá stundum tilbaka algjörlega óvinnufæra í einhvern tíma, stundum til langs tíma. Ég þyrfti að borga launin á meðan þeir væru að ná sér, sem og kostnað við að koma þeim í vinnuhæft ástand á ný.”

  Ég er ekki frá því að þetta snúist yfir höfuð um þetta nákvæmlega.
  Langar að spurja þá sem hafa svakalegann áhuga á landsleikjum að einu, ef að það eru margir landsleikir í gangi, hvaða leik myndiru velja til þess að fylgjast með? Fyrir mitt leiti, þar sem að flestir Liverpool leikmenn eru eða favorit player úr Liverpool, smá til í þessu? Mjög margir velja leiki Englands því þar eru einna þekktustu nöfnin, sem og Spánar-leikir myndi ég segja.

  En samt sem áður, ef þið lesið það sem SSteinn sagði hér að ofan þá er mjög mikið til í því.

  Jóhann…þú sérð að ef að leikmaður meiðist í landsleik eftir season þá hefur hann sumarfríið + undirbúningstímabilið til að ná sér á strik aftur í stað þess að hann missi af, eins og með Torres, leik á móti Wigan, Atletico og Chelsea. Það meikar sence að það myndi skila sér miiikið betur fyrir okkar leik, er það ekki?

  YNWAL – RedArmy!!

 26. Þó að Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á landsleikjum í fótbolta þá gildir það ekki um íbúa annara þjóða sem eiga sterkari landslið. Því er þessi umræða hérna hálf marklaus (þ.e. við höfum ekki nægan skilning á efninu vegna getuleysis landsliðsins)

  Þessu er ég ekki sammála. Veit það til dæmis á Englandi (sem eru með mun sterkara landslið en við) er afar stór hópur sem er algjörlega sama um landsliðið. Sama er meira að segja á Spáni, en það er meira vegna deilna þjóðarbrota að mér skilst. Þannig að þessi alhæfing þín er nú ansi hreint veik.

 27. Það hljóta allir að vera sammála um að það sé svekkjandi þegar leikmenn meiðast í landsleikjum (sem og öðrum leikjum) og missa þar af leiðandi af einhverjum öðrum leikjum. Það hljóta líka flestir að fallast á að það sé verulega pirrandi og ósanngjarnt að lið sem borgar leikmanni laun missi hann endurgjaldslaust frá sér í x tíma og fái hann svo jafnvel til baka meiddan í annan x tíma. Sérstaklega glatað þar sem félagsliðin fá engar bætur vegna þess.

  Ég er hinsvegar algjörlega ósammála þeim sem finnst landsleikir vera eitthvað ómerkilegir eða leiðinlegir. Ég er líka ósammála því að notast ekki við atvinnumenn í landsliðin. Ég skil líka lítið í því þegar menn eru aðdáendur íþróttaliðs fyrst og fremst, en ekki íþróttarinnar sem það lið spilar. En ég skil almennt frekar lítið í fólki og lífinu, þannig að það er svosem ekki marktækt.

  Ég er á því að eðlilegast væri ef leikmenn gætu ákveðið það sjálfir hvort þeir spiluðu landsleiki eða ekki og ef þeir kysu að gera það, að þeir fengju ekki greitt frá félagsliði sínu á meðan á því stendur. Ef leikmaður meiðist í landsleik þannig að hann geti ekki spilað með félagsliði sínu, þá væri hann áfram launalaus á meðan hann jafnaði sig, en fengi hugsanlega bætur frá sínu knattspyrnusambandi á móti. Þannig myndi líka vera tryggt að þeir fótboltamenn sem hvað mestan metnað hafa fyrir sínu landsliði munu mæta, hinir ekki. Þannig væri jafnvel enn meiri hasar í landsleikjum, þar sem þeir með stærsta þjóðernishjartað væru alltaf að spila.

  Eins og fyrirkomulagið er núna er þetta allavega strembið og vel þess virði að íhuga breytingar, þó það sé ekkert víst að sú íhugun fæli í sér breytingar. Það er alltaf gott að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera betur.

 28. SSteinn auðvitað veit ég að það er stór hópur í öllum löndum sem hefur lítinn sem engan áhuga á landsleikjum. En því er ekki að neita að t.d áhugi á enska landsliðinu í Englandi er gríðarlega mikill og þjóðin sem heild ( ekki allir ) tók það mjög nærri sér þegar liðið komst ekki á EM síðast. Sama má segja um Frakkana sem hafa miklar og sterkar skoðanir á sínu landsliði. Spánverjar eru svo annað mál enda eru þeir ekki ein þjóð nema að nafninu til.
  Með Englendinga má svo líka benda á að áhuginn eykst og dvínar eftir því hvernig liðinu gengur. Meðan McClaren var með liðið voru allir að skíta út liðið og þóttust engan áhuga hafa en ég er nokkuð viss um að sá áhugi er að aukast mikið núna þegar betur gengur ( menn mega vera ósammála um þetta enda bara vangaveltur af minni hálfu).
  Úrslitaleikur HM er einhver stærsti sjónvarpsviðburður í heimi það er ekki vegna þess að stór hópur hefur ekki áhuga á landsliðum heldur vegna þess að meirihluti fólks hefur það.
  En þetta leiðir allt að því sem ég sagði upphaflega landsleikir eru og verða hluti af knattspyrnunni. Sá missir sem það yrði fyrir íþróttina að missa landsleikina út yrði gríðarlegur og mikil eftirsjá að því að ég tel ( ekki að ég telji að það muni nokkurn tíma gerast). Umræður um breytt fyrirkomulag á æfingaleikjum eru réttlætanlegar enda mikið til tilgangslausir leikir sem draga menn frá undirbúningi sinna liða, en heilt yfir þarf að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
  Hvorki Torres né Babel voru tæpir fyrir leiki sinna liða á miðvikudaginn og því mun minni ástæða en meiri að ætla að þeir myndu meiðast. Stórir klúbbar hafa orðið það mikið vægi að ef einhver efi er um að leikmaður sé ekki leikfær eða tæpur þá heyrir það orðið til undantekninga að þeir séu látnir spila og er það oftast vegna þrýstings frá þeim sjálfum. Hversu oft hafa ekki leikmenn dregið sig útúr hóp og svo mætt tvíelfdir til leiks helgina á eftir eins og ekkert hafi í skorist?

 29. ,,Úrslitaleikur HM er einhver stærsti sjónvarpsviðburður í heimi það er ekki vegna þess að stór hópur hefur ekki áhuga á landsliðum heldur vegna þess að meirihluti fólks hefur það.”

  Auðvitað er hann einn stærsti viðburður sem til er meðal íþróttarmanna, þrátt fyrir að þú hafir ekki drepmikinn áhuga á landsleikjunum yfir höfuð get ég fullyrt að það er áhugi fyrir því að horfa á einn stærsta viðburð í fótboltanum, hvort sem að áhuginn fyrir landsleikjum væri svakalega mikill eða ekki, þetta horfa flestir á (Pabbi horfði meiri að segja á seinast, þá er staðfesting á þessari kenningu).
  En það sem stendur hæst núna er leikurinn gegn Wigan…..held að þetta verði erfiður leikur, Heskey á eftir að gera okkur lífið leitt, enda á góðu skriði kallinn.

  YNWAL – RedArmy!

Spilað á hlutlausum velli?

Wigan á morgun