Spilað á hlutlausum velli?

Svo getur farið að leikur Atletico Madrid og Liverpool fari fram á hlutlausum velli vegna óláta stuðningsmanna spænska liðsins þegar þeir mættu Marseille fyrr í keppninni.

Liverpool er hins vegar miður ánægðir með þessa niðustöður þar sem flest allir stuðningsmenn LFC eru nú þegar búnir að ganga frá ferðatilhögun sinni til Madrid í næstu viku.

“We are extremely concerned for our supporters, the vast majority of whom have already made travel arrangements. If the match is played at least 300 kilometres from Madrid, it will cause major disruption, inconvenience and large additional expense for our fans. Uefa have to take their needs into account when making a final decision on the game.”

Það er klárt mál að það gengur ekki að breyta leikvellinum þegar það er minna en vika í leikinn og í raun held ég að það breyti engu fyrir okkar möguleika hvort við spilum á hlutlausum velli eður ei. Spila þennan leik bara á Calderon Stadium og við vinnum hann hvort eð er.

13 Comments

 1. Sýnir enn og aftur hvernig viðhorf UEFA er til stuðningsmanna knattspyrnufélaganna, þeim virðist vera skítsama um þá.

 2. Sumum virðist bara ekki hægt að gera til geðs. Fyrst er kvartað yfir því að UEFA sýnir of mikla linkennd vegna kynþáttafordóma og svo þegar þeir loksins beita hörðum viðurlögum er kvartað yfir því að þeir taki ekki tillit til stuðningsmanna, það er ekki auðvelt að vera UEFA starfsmaður þessa dagana.

  Auðvitað hefði UEFA mátt taka sér aðeins minna en 2 vikur í að taka þessa ákvörðun en það breytir því ekki að ákvörðunin er hárrétt og hefði jafnvel mátt vera þyngri ef eitthvað er. Verst fyrir Torres þó að fá ekki að fara á sinn gamla heimavöll.

 3. Svenni, ég er sammála því að refsa Atletico, en það er fáránlegt að gera það með svona litlum fyrirvara þegar að stuðningsmenn eru búnir að skipuleggja sitt.

 4. Ég held að það sé 100% öruggt að þessi leikur fari því miður ekki fram á Calderon. Þetta quote með fréttinni er af http://www.lfc.tv og sýnir bara hvað Parry og félögum finnst en ef litið er á fréttina sjálfa http://www.skysports.com/story/0,19528,11945_4330570,00.html
  má sjá að sambandið hefur staðfest ákvörðunina.
  “Uefa have confirmed Atletico’s next two Champions League home games can not be played within 300 kilometres of Madrid”
  Þannig að vangaveltur um allt annað eru líklegast óþarfar. Þetta er leiðinlegt og vonandi nær Torres að gíra sig upp í þennan þrátt fyrir þetta en ég var búinn að reikna með þrennu frá gullkálfinum framan í gömlu aðdáendurna.
  Hvað aðrar vangaveltur í athugasemdunum við þessa færslu varðar þá er þetta ekki rétt hjá þér Svenni. Þó að þetta sé þyngsta refsing UEFA til þessa við kynþátta fordómum þá held ég að þú sért að rugla furðulega vægum refsingum FIFA varðandi þessi mál, samanber núna síðast eftir Króatía-England leikinn, (minnir að það hafi verið £15.000) við UEFA en það er ekki eitt og sama sambandið.
  Refsingin sem A.Madrid fékk var £120,000 og þriggja leikja heimaleikja bann þar af einn skilorðsbundinn til 5 ára en þjálfarinn þeirra er einnig í banni báða leikina gegn Lfc eftir að hafa átt í orðaskiptum við leikmann Marseille

 5. Hvað með að draga stig af liðunum sem sýna af sér svona hegðun í staðinn fyrir að setja þá í heimaleikjabann?. þá er ekki verið að hafa áhrif á stuðningsmenn annara liða og þeim plönum sem þeir hafa gert. Þetta er ein pæling sem menn hafa verið að ræða um í Englandi. Þetta þykir mér ekki vitlaust.
  Þó svo að peninga refsingin sem Atletico fékk sé kannski ekki mjög mikil þá væri gaman að vita af hve miklum peningum þeir verð á því að geta ekki spilað leikina á heimavellinum.

 6. En er það ekki ranglátt gagnvart leikmönnum Atletico að fámennur hópur stuðningsmanna komi í veg fyrir þátttöku í útsláttarkeppni í Meistaradeildinni. Ef einhverjum á að refsa er það áhorfendum en ekki leikmönnum þótt að vonandi mjög lítill hluti áhorfenda tók þátt í þessu. Heimaleikjabann er því viðunandi en væri betra ef þessi úrskurður væri með mun meiri fyrirvara.

 7. Keane lenti víst líka i einhverri rudda tæklingu en spilar samt seinni halfleikinn

 8. Torres frá í 2. Hann spilar þá hvort eð er ekki á Spáni, hvar sem það verður.

 9. Stendur á .tv að þeir séu ekki enn komnir á Melwood og því hafi læknastaff Liverpool ekki enn fengið að skoða þá. Það mun þá víst koma í ljós seinna í dag, hversu alvarleg meiðslin eru.

 10. Samkvæmt liverpool.is er uefa búin að breyta ákvörðunni sinni og ætlar að leyfa Atletico Madrid að spila á sínum heimavelli.

Vinsældir eigenda enskra liða

Torres og Babel meiddir (uppfært)